Lögberg - 30.04.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 30.04.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. APRÍL. 1942 0r borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaöar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Mr. Peter Anderson, kornkaíp- maður, kom heim á mánudaginn, eftir tveggja mánaða dvöl suður i Florida. •f -f -♦- Mrs- Sigríður Dahlman, elsk- uð eiginkona Björns Dahlman i Riverton, lézt að heimili sínu síðastliðinn iþriðjudag, þann 28. apríl. Hún var 69 ára að aldri. Útförin fer fram í Riverton á laugardaginn 2. maí, kl. 1.30 e.h. ♦ -f f “Armageddon and the Kings of the tlast” — F. E. Linder, publisher of “The Prophetic Light, will speak on the above subject in the I.O.G.T- Hall, 635 Sargent Avenue, Winnipeg, Sun- day, May the 3rd, at 3 o’clock p.m. Admission Free! Don’t Fail to come and hear a message. f f f The Junior Icelandic League held a gemeral meeting in the Antique Tea Room, Enderton Building, Sunday evening, April 26th. About fifty members were present- By a unanimous vote the name was changed from “Junior Icelandic League” to “Icelandic Ctanadian Club.” The gutest speaker was Judge W. J. Lindal. He gave a very excel- lent address entitled “Humanitv at the Cross Roads.” f f f Jón Sigurðsson félagið þakkar öllum, sem tóku þátt í að gera afmælissamkomuna ánægjulega. Meðlimir félagsins þakka einnig forsetanum, Mrs. J- B. Skapta- son, sem í þetta sinn, eins og að venju, gaf stóra afmælisköku (Birthday Cake). Spilaprísana unnu þessir: Fyrsta pris —• Mrs. S. O. Bjerring og Mr. S. O. Bjerring. Annan prís — Mrs. Sigmar og Mr. Jochum Ásgeirsson. Prjónuðu ábreiðuna, sem dregið var um, hlaut Mrs. E Regelous, 895 Dominion St. Næsti fundur félagsins verður haldinn á þriðjudagskvöldið 5. maí á heimili Mrs. P. J. Sivert- son, 497 Telfer St. f f f Þann 22. þessa mánaðar and- aðist á spitalanum í Brandon, Man. húsfrú Jónína Valgerður Sampson frá Glenboro, Man. Banamein hennar var diabetes. Hún var dóttir Þórdísar Jónsson frá Árgyle bygð, ekkju Kristjáns Jónssonar fyrrum bónda þar, en nú látinn fyrir nokkrum árum. Móðir hennar dvelur nú. lengst- um í Winnipeg Jónína giftist ung enskum manni að nafni Dolph Sampson og bjuggu þau nú síðast nokkrar mílur vestur af Glenboro. ÞeLm varð fimm barna auðið, sem heita: Ione, Wilbur, Kenneth, Guelda og Garth, og er það yngsta aðeins sex ára. Mrs. Sampson var fram- úrskarandi vel verki farin og duglge og umhyggjusöm hús- móð, enda blómgaðist bú þeirra hjóna. En hún átti líka glaða lund og kunni að taka þátt í mánnfagnaði í vinahóp og þótt veikindi hennar drægi úr þreki og gleði seinustu árin, vissu fá- ir nema þeir nánustu hve þraut var með þögn borin og án allrar möglunar. Er hér þungur barm- ur ikveðinn að eiginmanni og börnum sérstaklega, en einnig að öllum ættingjum og vinuin, sem eru margir. Jarðarför hennar fór fram frá islenzku kirkjunni í Glenboro, að viðstöddu miklu fjölmenni úr íslenzku bygðinni og ensku sveit- unum umhverfis Stockton og Glenboro þorpin. Hún hvílir i Glenboro grafreit. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. Dr. Tweled verður í Árborg fimtudaginn 7. inaí. f f f Mr. og Mrs- G. J. Oleson frá Glenboro, komu til borgarinnar á þriðjudaginn. f f f Þeir Thor Ellison og J. B. Johnson frá Gimli, voru i borg- inni i byrjun vikunnar. f f f Mrs. Guðlaug Eggertsson, hjúkrunarkona, tekur að sér nú þegar sjúkrahjúkrun; hefir hún freklega 30 ára æfingu við hjúkr- unarstörf við góðan orðstír. Heimili hennar er að 543 Victor Street. Simi 33 695. f f f ■ Mr. Sigurður Sturlaugsson, s)em búið hefir um langt skeið í grend við Elfros, er nýkominn til borgarinnar á leið vestur tii Vanoouver, þar sem hann mun hafa ákveðið að setjast að; fjöl- skylda hans er fyrir nokkru far- in þangað vestur. Messuboð Fyrsla lúlerska kirkja Séra Valdimar J. Eylands prestur. Sunnudaginn 3 maí— Guðsþjónustur með venjuleg- um hætti: á ensku kl. dl f. h. á íslenzku kl. 7 e. h. . f f f Sunnudaginn 3. mai messar séra H. Sigmar í Brown, Man. kl. 2.30 e. h. Allir boðnir og velkomnir. f f f Guðsþjónustur í Konkordia og við Winnipegosis: 3. maí, í Konkordia kirkju kl. 1 eftir hédegi. 10- maí, á Red Deer Point kl. 3 eftir hédegi. S. S. C. f f -f • Gimli prestakall Sunnudaginn 3. maí—- Betel, morgunmessa; Gimli, ís- lenzk mtessa kl. 3 e. h. B. A. Bjarnason. f f f Messa í Riverion Messað verður á islenzku i kirkju Bræðrasafnaðar næsta sunnudag, 3. maí, kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. -f f f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 3. maí— Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. ólafsson f f f Messur í Vatnabygðum Sunnudaginn 3. maí:— Mozart, 11 f.h. — isl. Wynyard, 3 e. h. — ísl. Randahar, 7.30 e. h.—ensk Sunnudaginn 10. maí, (Mæðradaginn):— Leslie (Sunday School Ser- vice) 11 e. h. — ensk Foam Lake, 2.30 e.h.—ensk Leslie, 7.30 e. h. — ensk. B. Theodore Sigurdson. Public Lecture at Theatre “A” U. of Manitoba, Broadway Bldg., Friday, May lst', at 8 o’Clock p.m. DR. FRANK NELSON Prof. Nelson’s visit is of spe- cial interest to Icelanders, since he is a recognized authority on Old Icelandic literature. Hís doctor’s thesis, “The Date, Source and Analogues of ‘Tro- jumannasaga’ ” is somewhat of a milestone in Old Icelandic scholarship, since it proves be- yond a shadow of doubt that the medieval Icelandic historians were familiar with the best tra- ditions of continental European learning much earlier than most scholars have hitherto been will- ing to concede. Dr. Nelson is an old pupil of Prof. Gilchurst Brodeur, of the University of California, the translator of Snorri’s Eddá. It was Dr. Nelson’s intention to continue his study of Old Ice- landic during his stay in Oslo, but these plans were interrupt- ed by the invasion and the con- sequent flight of Prof. Fredrik Paasche, with whom he intend- ed to work, to Sweden. The Icelandic Canadian Club held a very successful social in the I.O.G.T. Hall, Monday even- ing, April 27th. There were games and dancing followed by refreshments. Everybody had a good time. f f f . Lestrarfélagið “Vísir,” heldur sbemtisamkomu í Geysir Hall á miðvikudagskveldið þann 6. maí. Meðal skemtana má telja erindi, er Guttqrmur J. Guttormsson flytur.um Gest Oddleifsson; þá verður stuttur leikur, Vistaskift- in, úr sögu* Einars H. Kvaran. Mr. Jóhannes Pálsson leikur á fiðlu, en Miss Borga Sigurdson skemtir með upplestri. Loks verður stiginn dans- Inngangur 35 cents. DÁNARFREGN Halldór Halldórsson ættaðui af Seyðisfirði í Norður-Múlasýslu andaðist að heimili sínu í Selkirk á páskadagskvöld, þann 5. apríl. Hann var fæddur á Seyðisfirði ,15. seþt. 1858, voru foreldrar hans Halldór Sveinsson og Stein- unn Bjarnadóttir. Hann ólst þar upp og bjó um mörg ár með móður sinni og reyndist henni ágætur sonur. Vestur um haf fluttist hann 1888, og settist að í Norður Dakota, kvæntist þar og eignaðist tvo sonu: Jón, kvænt- an, býr í Piney, Man. og Halldór, ókvæntan, er býr í grend við Elfros, Sask. Halldór fluttist til Selkirk 1911, þar kvæntist hann Mrs. Ragnheiði Ásmundsson, ætt- aðri af Austurlandi. Hún lifir mann sinn, nú öldruð, en gat, þrátt fyrir veila heilsu annast hann til hinztu æfistunda. Mrs. L- G. Howard, Selkirk er dóttir Ragnhéiðar en stjúpdóttir Hall- dórs, einnig er Mrs. Sveinn Thompson í Selkirk uppeldis- dóttir Halldórs og Ragnheiðar Árum saman stundaði Halldór fiskiveiðar á Winnipegvatni; en síðar um mörg ár vann hann í frystihúsunum i Selkirk-bæ. Hann var maður trygglyndur drengur góður og mikill fjör- maður. útför hans fór fram frá útfararstofu Mr. Gilbarts, og frá íslenzku kirkjunni, þann 8. apríl. S. ólafsson. DÁNARFREGN Guðlaugur Benedikt Helgason, audaðist að heimili Helga G. Helgasonar og Rósu konu hans við Hnausa, Man. þann 17. apríl, eftir 7—8 vikna legu á heimili bróður síns og tengdasystur. Hann hafði veikst hastarlega af mislingum og fleiri sjúkdómum, er leiddu hann til dauða- For- eldrar hans eru heiðurshjónin Gunnar Helgason á Gunnarsstöð- um í Breiðuvík og Benedikta María Helgadóttir kona hans, bæði ættuð úr Þingeyjarsýslu, þróttmikil og ágætlega gefin, ein af tiltölulega fáum frumbyggj- um hinnar fögru Breiðuvíkur- bygðar, sem enn eru á lífi, en nú aldurhnigin. Guðlaug’ur var næst elzta barn þeirra er lifðu til þroska-aldurs. Systkini hans eru: Helgi, bóndi í Breiðuvík, kvæntur Rósu Kristjánsdóttur Finn&sonar; Guðlaug, kona Helga Sigurðssonar bónda á Gunnars- stöðum, er Helgi sonur hjónanna Jóns og Maríu Sigurðsson á Helgavatni í Geysisbygð; og Herbert, bílaviðgerðarmaður á Gimli, kvæntur Ethel dóttur Benedikts Jónassonar á Akri við Gimli, og eftirlifandi ekkju hans önnu Torfadóttur. — Guðlaugur dvaldi lengst af heima hjá for- eldrum sínum og átti jafnan heimili með þeim en síðar með systur sinni og manni hennar. Hann vann lengst af í heimasveit sinni, bæði með Helga bróður sínum, Jóni bónda Baldvinssyni á Kirkjuhæ og fleirum bændum. Þess utan mátti segja að aðal- starf hans væri helzt á Winni- peg-vatni, við fiskiveiðar og fiskidrátt. Hann var einkar prúður maður, stiltur jjg vand- aður og ávann sér djúpa vináttu og ihlýhug margra er honum kyntust, hjartfólginn ástvinum og frændum, -sárt saknað af þeim og öldruðum foreldrum. Hann var kvaddur hinztu kveðju þann 20. apríl, fór kveðjuathöfnin fram frá heimili Helga bróður hans, þar sem hann naut ágætr- ar aðhjúkrunar í hinzta stríði, og frá kirkju Breiðuvíkursafnað- ar, að mörgu fólki viðstöddu, þrátt fyrir nærri al-ófæra vegi. “Að heilisast, kveðjast, svo er lífsins saga, vér sjáumst máske eftir nokkra daga.” S ólafsson. DÁNARFREGN Föstudaginn 17. maí dó Mrs. S. t. ólafsson á sjúkrahúsi í Drayton. Hafði hún aðeins stuttan tíma verið þar, en lengi mikið þjáð, þó hún hefði fóta- vist fram undir andlátið. Þau hjón höfðu síðasta árið dvalið hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Ragnar Hannesson norðan við Akra, N.D. Anna Samsopardóttir Ólafson fæddist í litlu frumherjahúsi í Akrabygð, Norður Dakota, 18. október 1879- Er talið að hún hafi verið fyrsta meybarnið al íslenzkum ættum er fæddist í Pembina County, N.D. Foreldrar hennar voru Samson Bjarnason frá Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og kona hans Anna dóttir Jóns læknis Jónssonar frá Saurbæ í Skagafirði.' Mun Samson hafa komið til Ameríku 1874 og frá Kinmount, Ont. til Nýja Íslands 1875. En Jón læknir og kona hans María Rögnvaldsdóttir komu til Nýja íslands 1876. En til Dakota komu Samson og Anna sumarið 1879. Var Sam- son Bjarnason althafnamaður mikill og gildur bóndi á sinni tíð. Haustið 1902 (25. ág.) giftusl þau S. T. ólafson og Anna. Bjuggu þau fyrstu 3 árin í Pembina, fluttu þá til Akra og bjuggu þar ávalt síðan- Kendi hann þar skóla mörg ár, og stundaði svo búskap í grend við Akra. Brugðu þau hjón ekki búi fyr en eftir að Tryggvi hafði mist sjónina haustið 1929* Tryggvi og Anna eignuðust 3 börn. Sonur þeirra, Samson, er á búgarði foreldra sinna nú. Dóttir þeirra, Anna, (Mrs. Hannesson) býr í Akrabygð, og yngsta dóttir, Victoria (Mrs. Jack Winlaw), býr í Grand Forks. Jónas Helgason var að nokkru leyti uppalinn hjá þeim, var þar frá 10 ára aldri, þar tii hann var um tvítugt. Eins og áður er getið, misti Tryggvi alveg sjónina haustið 1929 — þá enn innan við fim- tugsáldur. Var það afar þung reynsla. Bar hánn það mjög vel og hafði hinn mesta og bezta stuðning konu sinnar í því að bera þann mikla kross. Hún var honum alt i öllu, hughreysti hann og studdi eins og bezt mátti vera. Hvatti hann til að læra að vélrita, og læra að lesa með fingrunum. Getur engum dulist hversu sár harmur er kveðinn að eiginmanni hennar fyrst og fremst, en líka börnum þeirra og öðrum nánum ættingj- um, við hið tiltölulega sviplega fráfall önnu- Anna sál. var ákaflega kjark- mikil kona, staðföst og skarpgáf- uð. Hún var ákaflega góðgjörða- söm og hafði djúpa samúð með öllum þeim, sem áttu á einhvern hátt bágt. Almenn saknaðartil- finning ríkir við fráfall hennar. Finna allir til með ástmenna- hópnum, en einkum þó með eiginmanninum, því hún var honum sem augu. ÚtfÖrin fór fram frá heimili sonar hennar og tengdadóttur, sem um langt skeið hafði verið heimili Önnu og Tryggva, og frá Péturskirkju. Fjölmenni mikið fylgdi henni til grafar. Sóló sungu þau Mrs. H. Sigmar frá Mountain og Mr. Harold Thom- son frá Cavalier. Hún var lögð til hvíldar í grafreit Péturssafn* aðar. Séra H. Sigmar jarðsöng Bændurnir á Skattey (Framh. frá bls. 7) Þau Eiríkur og Guðrún fóru fram og komu aftur að vörmu spori með ofurlítinn járnpott á milli sín. Þau settu potlinn á stól fyrir framan rúm Péturs og Guðrún tók af honum lokið, með miklum hátíðleik. Pétur gamli laut áfram yfir pottinn og greip, titrandi hendi, ofan í gull- og silfur-gersemarn- ar, isem í honum voru. Aldrei hafði hann séð neitt þessu líkt. En svo kipti hann að sér hend- inni, eins og hann hefði brent sig. “Takið þið pott-skömmina í burtu,” sagði bann í bænarrómi. “Gleður það þig þá ekki, að við erum búin að finna fjársjóð- inn?” spurði Guðrún all undr- andi. “ó-jú, — hann getur orðið ykkur að gagni, — ykkur, sem eruð ung. En mér er meira virði en fjársjóðurinn, að hafa nú hjá mér frið og sem vini mína, nágrannana, sem eg hefi verið í ósátt við í öll þessi ár, eininitt út af þessum munum, sem i pottinum eru. En bvernig fund- uð þið annars þessa hluti?” Eiríkur sagði honum nú, að hann hefði kvöldið áður, séð glampa á silfurslegið drykkjar- horn, í tunglsljósinu. Og í dag hefðu þeir, Níls og hann, rann- sakað staðinn nánar, þegar þeir fóru að reyna að bjarga því sem bjargað varð af varningin- um, isem Pótur hafði haft í bát sínum. Hefðu þeir þá fundið þennan járnpott og nokkuð af munum, sem í honuim höfðu varðveizt og umhverfis hann. i 900 ár hafði þessi pottur geymst, þar sem hann hafði verið festui ineð steinlími i helliskkúta undir fjallsrótunum, en nú hafði senni- lega brotsjór, í seinasta óveðrinu, náð að losa um umbúnaðinn, svo að gersemarnar urðu sýnilegar. Seinna um kvöldið sáu þau Eiríkur og Guðrún sér færi á að talast við í einrúmi, úti undir bæjarveggnum. Kvöldið var kyrt og norðurljósin þutu um hiiminhvolfið, en brimið gnauð- aði á borðunum í vestri. Það var svo ótal margt, sem þau þurftu um að tala. En það var eins og hugir þeirra væru svo þrungnir af hátíðleik og jóla-“stemningu,” að þau áttu erfitt með að koma orðum að því, sem þeim bjó í brjósti. Stundarkom stóðu þau hljóð, gagntekin af kvöldkyrðinni. Þá lagði Eiríkur handlegginn um mitti Guðrúnar, en hún leit upp til hans glampandi augum og kafrjóð í kinnum. Og þarna, undir blikandi stjömunum og leifjrandi norðurljósadýrðinni, bundust þau heitum, sem gilda áttu á meðan lífið entist. Theodór Árnason íslenzkaði. —(Heimilisblaðið)- MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SAROCNT TAXI PHONE 34355 - 34 557 SARGENT and AGNES TRIJMP TAXI ST. JAMES Phone 61 111 LEIKFÉLAG SAMBANDSSAFNAÐAR sýnir “TENGDAPABBA” Gamanleik í 4 þáttum í Samkomusal Sambandskirkju MÁNUDAGSKVÖLD 4. MAÍ og ÞRIÐJUDAGSKVÖLD 5. MAÍ Byrjar kl. 8 Our Prinfmg Serv,c® ter class pr. producing ^aS take pnde in, ptinctiVe clien- Wr. ÍOGive us ttie opportumty oi serving y°u- 695 SARGENT aVENUE* WINNtPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.