Lögberg - 14.05.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.05.1942, Blaðsíða 6
ö 0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MAÍ, 1942 Á SKARÐSHEIÐUM Tólfti kapítuli Þegar Philip slapp úr hríðarofsanum inn í stofuna voru umskiftin svo snögg, að hann áttaði sig ekki á neinu nema logninu þar íani, en brátt varð hann þess þó var, að danslags- hljómur ómaði um stofuna frá hljóðrita, er lagið söng. • Adele var á miðju stofugólfinu að dansa við sjálfa sig. Hún var í svörtum kvöldkjóli, og með silfraða dansskó á fótum. Hún hættf dansinum og stöðvaði hljóðrit- ann. “Halló,” sagði hún. “Eg þyrði að veðja um það, að yður sé duglega kalt. Mamma er rétt að laga kaffið handa yður.” Hún kallaði fram í hitt herbergið: “Mamma, Philip er kominn! Pabbi, Philip er kominn!” Svo sneri hún sér aftur að Philip. “Hafið þér heyrt um Alvárez, félaga yðar?” Áður en Philip gat svarað þessu staulaðist Billy Harris á hækjum sínum fram í stofuna og sagði í fyrirlitningartón: “Þessi Alvarez, ó- mennið, hljóp í burtu.” Philip virtist ekki skilja þetta. “Hljóp í burtu?” “Já, til Mexico, Suður-Ameríku, eða eitt- hvað. Skildi eftir orð um það, að hann vildi láta sér hlýna, þótt það yrði sín seinasta athöfn. Um þetta var símað frá járnbrautarstöðinm, svo sem klukkustund áður en þú komst. Þess getið, að hann hefði hoppað þar um kring all- an morguninn bíðandi þess að bylnum létti aí. Ha-ha!” Billy sveiflaði út frá sér annari hækj- unni. “Þar stóð flutningsvagn, sem einhver náungi hafði komið með æki af einhverju 4 frá Idaho Falls, en var nú reiðubúinn til að halda heimleiðis aftur og bauð Alvarez í ferð- ina með sér, sem hann gleypti við fegins huga. Já, drengur minn. Hann stakk af.” “Þér eigið við — hann kom þá ekki meö póstinn?” “Nei! Póstflutningurinn er enn úti við brautarstöðina, og þú verður að fara eftir hon- um þangað niður. Þér er bezt að síma Bob Crew og ráðgast um þetta við hann, en, eins og þetta kemur mér fyrir sjónir, þá verður þú sjálfsagt að fara þangað eftir honum. Þú veizt hvernig póstflutninga-samningarnir eru. Eg skal hugsa um hestana, meðan þú færð þér einhverja hressingu. Þar neðra nær þú þér í ólúna hesta til bakaleiðarinnar.” “Eg skal hlúa að hestunum mínum,” sagði Philip og sneri á leið til útidyranna. Billy rétti fram aðra hækju sína í veg fyrir hann. “Vertu ekki fyrir mér,” sagði hann hryssingslega. “Víktu þér afsíðis, gerðu svo vel!” Svo fór hann út og lokaði hurðinni á eftir sér í snatri. “Látið hann gera þetta,” sagði Adele. “Honum þykir vænt um að geta fundið sig vera til einhvers gagns. Farið úr yfirhöfninni og takið yður sæti við ofninn.” Philip gerði þetta. Adele var prúðbúin og Philip tók eftir því, að neglur hennar voru vei fágaðar og hárið vandlega gert upp. “Einhver hátíð hjá yður í dag?” sagði Philip. “Eg sagði yður áður að það væri danssam- koma að O’Briens í kvöld.” “Og þér ætlið þangað í þessu óveðri?” Adele hló. “Þetta er ekkert óveður. Auð- vitað ætla eg á dansinn. Eg keyri þangað nið- ur í léttisleða mínum — kappaksturs sleðan- um, sem eg nefni svo.” “Alein?” “Ekki bjóst eg við því; hafði ætlað mér aö fá yður með mér þangað. En verðið þér að fara niður að járnbraut eftir póstinum — nú. sjáið til, ef þér farið þangað, getið þér staldrað við á heimleiðinni og dansað við mig. Mér þætti gaman að dansa við yður. Gæti það ekki tekist?” “Mér er bezt að síma til Crew og spyrja hann hvað eg eigi að gera.” Philip hringdi svo eftir símanúmerinu að Lindens. “Þú verður að fara niður eftir póstinum, Philip,” svaraði Crew, er hann heyrði hvað skeð hefði. “Eg sé engin önnur ráð. Bíddu við eina mínútu, eg ætla að tala við Joan.” Philip beið þangað til Crew kom aftur að símanum og sagði: “Þetta verður víst eina úr- lausnin. Joan segir að Adele hafi einhvers- konar sleða þarna upp frá, sem nefnist tvíseti. Taktu hann svo þú getir farið fljótt yfir og verið kominn upp eftir aftur skaplega snemma í kvöld. Sæktu bara fyrsta flokks póstinn, komdu með hann hingað til þorpsins fyrri partinn á morgun og Joan segir við gerum svo ráðstafanir fyrir því hvernig þessu verði hagað framvegis.” ‘Eg hygg Adele ætli sjálf að nota sleðann sinn,” sagði Philip. “Það getur hún ekki, þurfir þú hans við. Þetta er stjórnarverk. Það er um ekkert annað að gera en þetta sem eg hefi s&gt við þig, Philip. Það er leitt að svona skuli standa á, en við því verður ekki gert héðan af.” Philip lokaði símanum og sneri sér að Adele. “Mér þykir þetta leitt, að því er sleð- anum viðkemur. En eg verð að fá hann til ferðarinnar eftir póstinum.” Adele virtist vera hin ánægðasta. “Þetta er ágætt. Eg fer með yður niður til ö’Briens. í bakaleiðinni getið þér staldrað við dálitla stund. Og svo verðum við samferða heim til mín í Skarðinu.” Mrs. Harris kom nú inn með kaffikönnu í hendi, og fulla skál af heitri kjötsúpu. Philip neytti hressingarinnar með góðri lyst, færði sig svo að ofninum og tók sér þar sæti. Það kom værðarsvipur á rjótt andlit honurrr og augnalokin fóru að smálygnast. Adele talaði stöðugt, en hann kinkaði aðeins höfði við því sem hún var að segja. Svo varð hann þess alt í einu var, að hún greip um axlir honum og. hristi hann. “Farið þarna yfir í legurúmið,” sagði hún. . Hann stóð á fætur, kom auga á hvíluna við innri gafl stofunnar og gekk þangað, lagði sig þar út af og lokaði þegar augunum. Aftur fann hann ýtt við öxl sér. “Mér fellur illa að vekja yður,” sagði Adele, “en nú er mál að leggja á stað.” Philip settist upp og framan á rúmstokkinn eins og hálfsofandi. “Pabbi er búinn að beita hestunum yðar fyrir sleðann minn,” sagði hún. “Nú skulum við leggja upp í ferðalagið.” Hún var nú klædd í bjarnarskinnsúlpu utan yfir svarta kjólinn og hafði á höfði, til að skýla hárgreiðslunni, þykka prjónahúfu, er náði niður um eyrun. Undir handleggnum hélt hún á aflöngum pappkassa og var með loð- fóðraða vetlinga á höndum. “Komið nú,” sagði hún. Philip stóð á fætur og geispaði. Enn eins og hálfsofandi fór hann í sauðskinnsfóðraða yfirhöfn sína, lét á sig yfirskóna og vetlinga. Billy sagði svo: “Láttu hana ekki tefja þig við dansinn. Þú verður að fara árla á stað með póstinn. Minstu þess.” “Það skal eg gera,” svaraði Philip. Sleðinn, sem hestum Philips hafði nú verið beitt fyrir, var eins og lítill trékassi -á tveimur meiðum, gerður af óhefluðum borðum, með há- um hliðum og hettu yfir. í smáhólfi framan við sætið kom Philip litlu póstpokunum fyrir undir bjarnarskinnsfeldi. Adele tók sér stað í keyrarasætinu og greip upp taumana. “Mér er kunn leiðin,” sagði hún, “og auk þess fáið þér að keyra alt sem yður lystir áður en þér komist heim.” Meðan þau fóru niður bratta brekkuna úr skarðinu hélt Adele vel í við hestana; en svo gaf hún þeim lausan tauminn, og sleðinn hent- ist sitt á hvað, er þau sveigðu fyrir ýmsa króka á slíkri hendingsferð, að Philip lá við köfnun. “Það var slæmt að dansinn skyldi lenda á þessu óveðurskvöldi,“ sagði hann. Adele hló. “Dansarnir eru fastákveðnir löngu fyrirfram, og tímanum verður ekki breytt í snatri eftir veðurlaginu. Við höfum rekið okkur á það hérna í fjallbygðunum, að eí við ættum að haga dansstundunum eftir dutl- ungum tíðarfarsins, þá gætum við alls enga dansa haft. Og svo er ekki heldur unt að breyta um ákveðinn tíma á seinustu mínút- unni. Að búa sig undir hvern dansinn tekur mann marga daga, og þær vonarstundir eru það unaðslegasta við það alt saman. Það er einn vegurinn til þess að draga úr.löngum ein- verustundum hér að vetrarlagi. Eg fór strax í fyrradag að hafa mig til fyrir þenna dans. Gera upp á mér hárið, snyrta neglurnar, púðra á mér hörundið; og að slétta kjólinn minn og laga, þann eina þolanlega nothæfan, sem eg á. Alt sem hugsanlegt er til þess að eyða tíman- um. í gær sagði eg yður í Barston að eg hefði komið alla leið þangað til þess að ná mér í sokka par. Svona gengur þetta alt fyrir sig hér, Philip.” “Eru haldnir dansar yfir í dalnum líka?” “Ó, auðvitað. En Joan sækir þá aldrei, sé yður ant um að vita það. Hún tekur ekki nokkurn þátt í því, sem gerist þar. Hún er einkennileg dúfa.” Með æfðri hönd stýrði Adele hestunum fyrir einn krókinn enn. “Þér farið niður að járnbrautinni eftir póstinum,” sagði hún, “og neytið kvöldverðar þar. Eg hefi nóg að gera hjá O’Briens. Minn skamt af kveldverðinum hefi eg hérna í kass- anum. Og þér náið aftur til O’Briens um klukkan níu eða tíu.” Hún leit til hans. “Það væri nú heldur snemt fyrir mig til heimfarar. Kvöldverðarins neytum við líka um miðnættið, skiljið þér. Eg ætti eiginlega að vera kyr þar þangað tli henni er lokið, Philip. Það er svo gaman. Þér hafið aldrei verið á dansi hér í fjöllunum. Yður myndi þykja það gaman.” “En pósturinn—” “Ó, til skollans með póstinn! Við verðum að skemta okkur dálitla stund.” “En jafnvel þótt eg héldi tafarlaust áfram yrði eg samt ekki kominn upp í skarðið fyr en um miðnætti. Þér ætlist víst ekki til þess að eg keyri alla leið þangað án minstu svefn- hvíldar?” “Þér getið sofið meðan eg keyri heim. Eg svaf fram eftir í morgun,#get líka sofið allan daginn á morgun, ef eg vil. Og við tefjum ekki langt fram eftir nóttinni. Verið svo vænn, Philip, að staldra ögn við. Mig langar til að dansa við yður. Hvað lengi verðið þér hér?” “I dalnum, eigið þér við?” “Já. þarna á Linden-búinu.” “Eg fer þaðan innan skamms.” “Mjög bráðlega?” “Já. Eg fer þaðan — við skulum sjá. Á morgun verð eg að flytja póstinn. Og fer svo alfarinn næsta dag þar á eftir.” Aldraður maður gráhærður húkti hálfbog- inn við slaghörpuna. Vinstra megin við hann sat ung stúlka, með fiðlu undir hökunni.. En til hægri handar slaghörpuleikarans var ungúr smaladrengur með trumbu milli hnjánna. Á bjálkahúsið sjálft virtist fótatak dans- fólksins engin áhrif hafa, en, í gólfinu brakaði og marraði undan sífeldri hreyfing þess í sam- ræmi við hljóðfærasláttinn, og ljóskerin bærð- ust ögn í hengjum sínum. Til kvöldverðarins var kallað um miðnætti. Philip og Adele náðu sér í sæti nálægt ofnin- um, og er máltíðinni var lokið sagði Adele: “Það er brot gegn góðum siðvenjum, Philip, að hlaupa óðara burtu þegar máltíðinni er lokið. Nú verðum við því að hinkra við tíma- korn lengur.” “Eigið þér við að dansjnn haldi enn á- fram?” “Vissulega. Auðvitað heldur hann áfram. Haldið þér við værum að leggja á okkur alla þessa fyrirhöfn og hætta svo snemma? Við sundrumst aldrei fyr en bjartur dagur er kominn.” Philip leit framan í Adele og sagði svo: “Heyrið þér, unga stúlka, eg bíð nú ekki eftir því. Mér þykir slæmt að trufla skemtistund yðar, sem eg hefi líka ánægju af, en eg verð að leggja á stað niður í dalinn strax og fer að birta, eða litlu síðar. Eg er óvanur svona síð- næturvökum nú í seinnitíð.” “Þessvegna hugsaði eg mér, að við dveld- umst hér ekki nema til klukkan þrjú. Eftir það er líka ekki mikillar skemtunar að vænta. Allir fara þá að verða syfjaðir og bara löng leiðindabið þá eftir þar til bjart er orðið.” “Hvers vegna er fólkið þá að tefja þar lengur?” “Nú, vegna þess, skal eg segja yður, að fæst af því á heima við þjóðveginn. eins og við, og menn verða að sjá fótum sínum for- ráð.” “Eg skil það.” “Philip, hvers vegna eruð þér að fara? Burt úr dalnum, á eg við. Er það vegna þess- arar dintóttu Joan?” Philip horfði með vanþóknunarsvip til Adele og sagði: “Hví segið þér ‘þessarar dintóttu Joan?’ ” “Ó, eg skil það nú. Það er hennar vegna. Þér hafið þá frétt um Ivan. Er það ekki?” “Eg .veit ekki hvað þér eruð að tala um.” “Ó-jú, þér vitið það.” “Eg segi yður hreinskilnislega, að eg veit það ekki, Adele. Eg spurði Joan eitt sinn að því, hvort þau væri trúlofuð, ef þér eigið við það. Og hún sagði mér, að svo væri ekki.” Adele horfði forvitnislega til hans. “Heyr- ið mig, svarið þessu: Haldið þér að Linden ætli að flytja sig yfir til Idaho?” “Eg — nei, eg held ekki. Dale fór þangað til að skoða sig um. En seinna sagði Joan mér, að engin tök væri á að flytja.” “Sagði hún það vissulega?” spurði Adele með ákefð.” “Já.” Þrellándi kapítuli. Adele hló. “Það gerir áreiðanlega út um þetta,” sagði hún. “Eg hefi enga löngun til að draga úr kvöldsunaðinum fyrir yður, Philip, en Joan segir þetta satt. Þau fara hvergi. Dale veit þetta ekki enn, en fær að frétta það þegar hann kemur heim. Þá fær hann að vita, að Joan og Ivan Bole ætli að gfita sig. Hvað segið þér um það?” “Hvernig vitið þér það?” spurði Philip. “Verið ekkert órór út af því. En eg veit þetta. Við erum þarna í háskarðinu, Philip, og höfum tök á að frétta alt, sem fram fer. Joan og Ivan ætla að gifta sig, og í mínum huga lít- ur það út eins og viðskiftasamningur. Hún giftist Ivan, og þess vegna hættir hann við að selja stjórninni land sitt, sem kemur í veg LJÓÐAGULL Jónas Hallgrímsson — EG BIÐ AÐ HEILSA Nú andar suðrið sæla vindum þíðurh: á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði; kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði, blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil, með húu og rauðan skúf í peysu; þröstur minn góður! það er stúlkan mín. fyrir allskonar óþægindi hér í dalnum, þar á meðal burtflutninginn. Joan elskar Ivan ekki, það veit eg fyrir víst, en hún ann dalnum sín- um, heimili sínu og föður sínum af öllum huga. Mér er líka, af vissum ástæðum, kunn- ugt um það, að Joan og Ivan eru trúlofuð. Svo þarna heyrið þér söguna eins og hún er.” Philip gerði sér eins ljósa grein fyrir þvi og nokkru sem hann hefði rekið sig á um dag- ana, að Adele væri að segja honum sannleik- ann. Þetta féll alt saman eins og smáparta- mynd. Hvert atriði stóð heima á sínum stað; gátan var ráðin. Hljóðfæraslátturinn var aftur hafinn. “Lát- um okkur nú dansa,” sagði Adele. Philip varð þess nú var, að einhver væri að ýta við honum og tala til hans, og að hann yrði að vakna. Hann opnaði augun, sá Billy Haris standa yfir sér og heyrði hann segja: “Ykkur Adele hlýtur að hafa dvalist þarna við dansinn í gærkveldi þangað til ‘seinasti hund- urinn var hengdur,’ eins og gárungarnir orða það.” Philip leit í kringum sig. Hann hafði sofið á bedda í eldhúsinu alklæddur. Mrs. Harris var við eldamensku framan við matreiðslu- stóna og borðið var uppbúið. “Þegar dansleikur er haldinn hér um slóð- ir — halda gestirnir vel og lengi áfram,” sagði hann. Billy lét út úr sér hláturskvak. “Þeir verða líka að búa að því all-lengi í hvert sinn, þang- að til næst, Philip.” “Hvað líður tímanum?” “Klukkan er næstum átta. Eg lét þig sofa góða stund, þar sem þú átt langa og stranga ferð fyrir höndum í dag, en gat þó nú ekki látið þig sofa lengur, ef þú ættir að geta lokið henni snemma í kvöld. Niðri í dalnum er nú skollinn á versti hríðarbylsofsinn, sem þar hefir komið í mörg ár. Eg var rétt að tala við George Haight og segist hann ekki * muna slíkt óveður þar í þrjátíu árin síðastliðin. Hlustaðu nú á Philip, eg hefi líka náð síma- tali við Joan. Hún segir þú skulir flytja póst- inn til Barston, og koma svo heim. Hún segist láta Slim Clarke fara með póstinn frá Barston upp í skarðið, og að Steve Allison hafi tekið við póstkeyrslunni frá járnbrautarstöðinni hingað. Þú átt að síma heim til þeirra, þegar þú kemur til Haights.” “Morgunmaturinn er tilbúinn,” sagði Mrs. Harris. “Eg hefi soðið maísmauk með kjöti handa yður, Philip. Adele sefur enn í hinu herberginu, og eg ætti víst ekki að vekja hana, nema þér viljið tala við hana.” “Nei, látum hana sofa,” sagði Philip. “Segið henni að eg komi aftur á morgun.” Eftir morgunverðinn fóru þeir Billy út í hlöðu að tilreiða opna sleðann til fararinnar. Nú var komið þvínær logn, en frostharkan var afskapleg. “Láttu þetta ekki villa þér sjónar.” sagði Billy. “Hríðin er enn slæm í dalnum.” Þeir fluttu póstpokana af sleða Adelu yfir í póstsleð- ann og beittu hestum Philips fyrir hann. Billy benti á söðul, sem þarna hékk á staur. “Láttu þetta í sleðakassann þinn, Philip. Og taktu líka beizli með þér.” . Philip undraði þetta. “Hvers vegna það?” spurði hann. “Til vonar og vara,” sagði Billy. “Fyrir- hyggjan kemur sér oft vel. í svona hríðarbyi festast sleðarnir stundum í fönninni og hest- arnir komast ekki þversfótar áfram með þá í eftirdragi. Svo gæti maður slangrast út af veginum og lent niður í einhverja gjána, þegar minst varir. Það bezta sem maður getur þá gert, er að losa báða hestana úr aktýgjunum og sleppa öðrum lausum, en söðla hinn og ríða honum inn til póststöðvarinnar, ef þú skilur hvað eg á við.” “Eg skil vel að þetta sé heillaráð.” Philip lét söðulinn og beizlið upp í sleða- kassann hjá póstpokunum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.