Lögberg - 14.05.1942, Blaðsíða 7

Lögberg - 14.05.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. MAÍ. 1942 A eg að gæta bróður míns? Eftir séra Jón Auðiins “Þá sagði Jahve við Kain: Hvar er Abel bróðir þinn? En hann mælti: Það veit eg ekki, á eg að gæta bróður míns? Og lutnn sagði: Hvað hefir þú gjart? Hegr, blóð bróður þíns hrópar til mín af jörð- unni!” Kain hefir framið fyrsta inorð- á jörðunni, hann Hefir myri bróður sinn og stendur yfir blóð- ugu líki hans. En eftir myrkur haturs, afbrýðisemi og heiftar að birta af nýjum degi í sálu hans, því að innra með honum er að vakna meðvitund um. að hann haifi framið ódæði, þar er að rofa fyrir skilningi á því, að hann hafi framið glæp. Kain stendur á frumstigi hins hálf-vilta manns og hann hefir íagt hendur á bróður sinn án þess að finna, að þifÖ var ódæðis - verk. f þeim efnum hiefir hann litlu meiri meðvitund um mis- muin góðs og il'ls en dýr merk- Urinnar. En þar sem hann 'Stendur yfir lífvana líkama einkabróður sins. rofar fyrir undursamlegri tilfinmng i sálu hans, þar ler sektarmeðvitundin að vakna. fy.rsti skilningsvottur inn á synd bróöurbanans og fyrsti hrollurinn yfir að sjá niannsblóði úthelt er að altaka sál hans. Þá hljómar hræðileg ásökun fyrir eyrum hans: Hvar er Abel bróðir þinn? — Og lostinn skelf- ing svarar hann: Á eg að gæta bróður míns? Það skiftir engu máli hvorl þessir atburðir hafa raunveru- tega gerst með þeim hætti, sem fyrsta Mósebók greinir frá, en hitt skiftir hér öllu máli, að hér er meistaraleg lýsing á því heil- aga augnabliki, þegar mannvera, sem stendur á mörkum dýrs og manns, vierður maður, gæddur samvizku og sál, gæddur við- hjóði manmsins á þeiim verknaði, sem dýrinu er eðlilegur og sjálf- sagður Þannig er þessi fornhelga harmsaga hinna fyrstu bræðra á jörðunni jafnframt sagan af einhverjum dýi’ðliegasta áfang- anum, sem mannkynið hefir náð á þroskaferli sínum Tímarnir liðu, öld af öld og ár- þúsund af ársþúsundi, því að geisilangur vegur liggur á milli Kains, sem ispyr undrandi yfir hki Abels: Á eg að gæta bróður míns? — og MannsSonarins. sem dó á smánartrénu austur á Gol- gatha, fyrirgalf kvölurum sinum (>g lét sjálfur lífið fyrir liræður «ina. “Á leg að gæta bróður míins?” Það er næsta athyglisvert að gefa því gaum. hvernig íslenzka þjóðin hefir svarað þessari spurningu og skilið hana. Fram að árinu 1000 bjuggu allflestir íslendingar við Ása- trúna forjiu, lifðu að einhverju talsvierðu leyti eftir þeim lögum, seni hún setti þeim, og aðhyltust að einhverju verulegu leyti þá lífsskoðun, sem hún boðaði þeim. Þótt drengskapardygðin, siem Ásatrúin lagði sérstaka á- herzlu á, væri á ýmsan hátt mjög ófullkomin og næsta varhuga- verð dygð, eins og hún reyndist í framkvæindinni, var sitt hvað gott um hana að segja. En sá atrúnaður, sem hvatti til víga og nianmablóta og dýrkaði hefndina sem heilaga lífshugsjón, var naumast líklegur til að lyfta niönnum hátt yfir bróðurbanann Kain. Árið 1000 leið heiðinn siðui nndir lok sem þjóðarátrúnaðui a íslandi og kristnin var lögtekin nieð friðsamlegra hætti en nokk- Ursstaðar þektist í öðrum lönd- 11 ni álifunnar. Og það er yfir allan efa hafið, að beztu og vitr- ustu menn í landinu, sem Jiannig höstuðu átrúnaði feðra sinna og fleygðu l'yrir borð eldgömlum arfi ættanna, sem þeim gat eng- an veginn verið sársaukalaust, stigu þetta spor vegna þess, að af vígaferlum og hryðjuverkum Sögualdarinnar höfðu þeir sann- færst um. að hin unga þjóð, i eylandinu norður við íshaf, yrði að læra nýtt mat á mannslífinu ef hún ætti að standast, og yrði að læra annað svar en hún enn- þá kunmi við hinni þýðingar- rniklu spurningu: Á eg að gæta bróður míns? í rúmar níu aldir hefir þjóðin siðan búið við kristna trú, og lef borið er saman við hefndar-hug- sjónir forfeðranna eru áhrifin auðsæ. í þessu sambandi get eg ekki stilt mig um að vitna til orða eins af gáfuðustu rithöfundum vorum af þeirri kynslóðinni, sem nú má tialjast hafa náð miðjum aldri. í ræðu, sem hann flutti í erlendu útvarpi fyrir nokkrum árum, setti hann fram þá full yrðing, að engin þjóð álfunnar hefði fjarlægst hugsunarhátt Ásatrúarinnar eins mikið og ís lendingar, og að nútímamenning þeirra bæri þess skýran vott, að mieð þeim hefði þróast fremur en öðrum þjóðum “sá mjúki mátt- ur, sem nefndur er mildi. Hann heldur því fraim, að frá öndverðu hafi íslendingar átt mikið af karlmensku og stillingu. Þeim arfi hafi þeir ekki glatað, en að í þrautum þjóðarninar hafi mild- in þróast. (Guðm. Kamban, Vörður, í marz 1926). Annar rithöfundur, látinn fyr- ir fáum árum. einn fremsti þeirrgr kynslóðar, sem nú er lið- in undir lok, er sömu skoðunar. Og því til stuðnings, hve vald hinnar mildu. kristnu hugar- stefnu sé ríkt með ísl. þjóðinni, bendir hann á þá staðreynd, að samúð alþýðunnar, þegar hún las fornsögurnar, hafi ekki fylgt þeim mönnum, sem hæst báru hugsjónir Víkingaaldarinnar, heldur þeim, sem í einu voru atgervismenn, gáfumenn og ó- gæfumenn. og hann segir: “Yfir endurminningunum um þessa menn hafa fslendingar ausið öll- um þeim skilningi, þeirri mann- úð og mildi og þeim brjóstgæð- um, sem búa í sálurn þeirra.” (E. H. Kvaran. Morgunn, VII, 1). Enn langar mig til að vitna til eins af skáldunum. sem eng- an veginn var talinn kristið trú- arskáld, og var rammíslenzkkur i hugsun og hjarta. Hann kveð- ur í sambandi við skírn sonar síns á þessa leið: “Þó þætti okkur vænst, að þú ættir þann auð, sem ekki*er með fémunum tal- inn: þá iblessun. sem hlýst fyrir hjálp - semi í nauð við ihræddan og fóttroðinn val- inn . . .” \ Þarna sjáum vér í rammís- lenzkri sál, hve djúp ítök þar á sá “mjúki máttur, sem nefndui lar mildi.” (Þorst. Erlingss.,. Þyrnar). Eg hefi nefnt dæmi af þessum þrem andans mönnum þjóðar- innar, sem þó.voru hvorki klerk ar né sálmaskáld, til að sýna, hve djúptæk áhrif hin kristna mildi og mannúð hefir haft á ísl. þjóðina og hvernig hún hefir svarað spurningunni, sem vakn- aði -í sálu fyrsta bróðurbanans á jörðunni: Á teg að gæta bróð- ur míns? Þess vegna skyldi það engan furða, þótt vopnlaus þjóð, sem öðrum fremur hefir tamið sér “þann mjúka mátt, sexn nefndur er mildi,” eigi örðugl með að átta sig á þeim djöful- lega leik, sem nú er leikinn i heiminum. og verði lostinn þög- ulli skelfing, þegar sá grimmi leikur hittir hana sjálfa, eins •og nú -hefir orðið siðustu vik- urnar hér hjá oss. En ef hin sanna inenning er að nokkru metin, skal það verða talið oss til gildis. að hér á landi hafa ekki ifarið fram aftökur í meira en hundrað ár, og fara væntan- lega aldnei fram hér aftur, en þeim mun dýpni hlýtur harmur vor að vera yfir þeim atburðum, sem i löndunum umhvérfis oss eru að gerast, og á hafinu nálægl vorum eigin ströndum. Á ag að gæta bróður míns? Hann kunni að svara þeirri spurningu ungi skipstjórinn, sem bað um að sár bróður síns væri bundiin á meðan honum var sjálfum að blæða út. En hvern- ig svara þeir menn spurningunni, sem ábyrgðina bera á því, að nú drekkur bæði haf og jörð blóð saklausra manna, en tár og grát- stunur fylla heimili friðsamra borgara, jafnvel í hlutlausum löndum? Hvað er þetta, sem vér sjáum? Fyrii þúsundum eða tugþús- undum ára stóð fyrsti bróður- baninn lostinn skelfing yfir líki bróður síns. Hefir inannkynið ekkert lært á þeim óratíma, sem síðan er liðinn? Þá heyrði hann þó rödd úr dulardjúpum óendanilieikans fyr- ir ofan kalla til sín þes-sum voða- legu orðum: “Blóð bróður þíns hrópar til mín af jörðunni!” Er þessi rödd hljóðnuð? Eða heyriir en-ginn hana nú? . . . Nei, hljóðnuð er hún ekki. en i ófrið- arlöndunum er vigdynurinn svo tryllingsliegur, að menn heyra hana ekki. Og þó hrópar sama röddin enn, sem forðum hrópaði til Kains, rödd Hans, sem hið efra þjáist með mönnunum i þrautum þeirra og hörmungum. Hvernig bregðast þjóðirnar við þeirri rödd? Eg hefi áður á það minst, og rökstutt það mieð dæmum, hvernig þróun hinnar kristnu hugarfarsmildi hefir kent vorri ifámennu þjóð að fyrirlíta blóðs- útheltingar og blóðhefndir sem svívirðilegt athæfi, ósamboðifj mannlegu lífi og skoða -hverskon- ar herbúnað se.m vott um ástand. sem mannkynið ætti fyrir löngu að vera vaxið frá, en eg fullyrði áf eigin reynd, að þær þjóðir, sem alist hafa upp við að skoða hernaðinn sem sjálfsagða nauð- syn, skilja illa hugarfar íslend- inga i þessum efnum. Það er ekki langt siðan útlendingur spurði mig, hvort vér fslending- ar værum yfirleitt þeirrar skoð- unar, að hernaðurinn ætti ekki að eiga sér stað. Mér fansl hann skilja jafn illa svar mitt og eg geri ráð fyrir að eg hafi skilið spurningu hans, sem hon um fanst eðlileg en mér hneyksli. Nú er föstunni lokið i kristn- um löndum. Þeir, sem að ein- ihverju leyti tóku þátt i kristni- haldi kirkjunnar, hugleiddu “þá kvöl og dapran deyð. sem drott- inn fyrir öss auma leið.” Vér hugleiddum þjáningar sorganna sonar. Vér tignuðum hann, sem færði fórnina miklu á hæðinni austur í löndum, og í lífi hans, sem var þrungið sorg, vegna þess að það var fult af samúð og kærleika, lásuni vér fegursta svarið, sem á jörðunni he-fir verið gefið við hinni miklu spurningu: “Á eg að -gæta bróður míns?” . . . Þar sáum vér ljóða- ljóð elskunnar letrað yfir ásjónu hins deyjandi Guðssonar. Feg- urð sorgarinnar sáum vér og heilög tár. Og þegar vér sáum þessa inynd hans á bakgrunni styrjald- arbrjálæðisins, sem nú ,e,r að komast í algleyming á jörðunni, sáum vér einnig að þangað ligg- ur leiðin, ekki að ofsækja aðra menn og baka safclausum sorg, heldur að gæta bróður síns, bera þjáningar hans ef með þarf og láta samúðina og elskuna ráða hugarfari -sínu og athöfnum. Mannkynið hefir lítið lært enn, það er enn eins og á byrj- unarstigi, enn eins og barn í reit'- um, og því hljóta enn að bíða þess miklar þrengingar. Eitt þýðingarmesta sporið er vafa- laust það. að því lærist að meta mannslíifið öðruvísi en enn er gert og finna þá voðalegu sekt, sem því fylgir að gerast bróður- bani. En þangað til það er lært mun bræðrablóð hrópa af jörð- unni upp í himin Guðs og hafið óma lík-söngsljóð. sem vekja -sorgþrungið bergmál í sáluin æðri heima, þar sem með hinu stríðandi mannkyni er barist, þar sem synd þess og niðurlæg- ing er þekt, og einnig sorg þess og harmur. Guð veiti frið þeim, sem fall- ið hafa af völdum hernaðarins, huggun þeim, sem bera harm, -— og mannkyninu öllu, að sU mynd, siem fastan brgeður upp fyrir oss af hinum -fyrirgefandi (fórnandi Guðssyni, risti óafmá- anlegu letri í hjörtu mannanna þann mikla meginsannleik, að mér ber að gæta bróður míns, og gæta hans í Jesú nafni. —(Lesbók). Nokkur minningarorð Pitt framferði þekti eg í fimtiu ár, sem frómleiki og trúmenska prýddi en hvíldin er fengin og nú ertu nár við næðinga lífsins er stríddi. pótt mentun ei fengir né metorðin h i Þitt manngildi gulli var dýrra, það sigur er mestur þá föllum við frú og flytjum til heimkynna nýrra. (D. II.) Þann 8. febrúar síðastliðinn andaðist Jóhannes Josephson eftir talsvert langa vanheilsu, á heimili sínu 748 Elgin Ave., Win- nipeg, hvar hann hafði búið i hartnær 50 ár. Jóhannes var sonur Jóseps .t Háfvastöðum í Borgarfirði syðra en ólst upp að mestu hjá stór- bóndanum Þórði Þorsteinssyni á Leirá. En þá Jóhannes hafði náð l'ullorðins aldri byrjaði hann búskap á jörð þeirri er heitir Ás í Melrakkasveit og sama vor gift- ist hann Þuríði dóttur Jóns Sig- urðssonar og Helgu Gisladóttur, er bjuggu ein 40 ár á Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd. Litlu seinna byrjuðu mjög áberandi og erfið árferði og framtíðarhorfur því fremur daufar þar “heima ”, en fréttir bárust að vestan um vel- líðan manna og góða framtíðar- möguleika, sem orsakaði ferða- hug í mörgum manni á þeim dögum, og tóku Jóhannes og Þuríður sig þá upp og fluttu ti! Vesturheims, höfðu þau fyrir 4 börnum að sjá, en lítil efni, sem vart dugðu til ferðarinnar vestur. En eins og það var al- gengt á þeim árum, að fólk flytti til Ameríku og stæði hér uppi með tvær henduf tómar, eins hikaði ekki Jóhannes held-ur, og kom svo hingað til Winnipeg ár- ið 1887 með konuna og börnin öll. Næsta dag bauðst Jóhannesi daglaunavinna gegn sæmilegu kaupi, þvi bæði var um mikla vinnu að ræða á því timabili og einnig hitt, að verkgefendur sóttu hart eftir íslendingum, sem fengu snemma á sig gott orð fyrir dugnað og trúmensku á öllum sviðum. Vann Jóhannes í mörg ár að byggingavinnu og reyndist ávalt mjög ötull og sam- vinnuþíður. Skömmu eftir komu sína hing- að vestur fór að draga dimt ský fyrir gleði- og hamingjusól Jó- hannesar, þvi nú veiktist konan og börnin öll í illkynjaðri og hastarlegri taugaveiki, sem lagði þau 511 i gröfina. Var það mörg- um, sem til þektu hin mesta undrun að Jóhannes gat afbor- •ið slíkt reiðarslag. En fyrir traustið til skaparans og sanna geðprýði, sem Jóhannés átti ávalt í ríkum mæli, tókst honum að þola sorgina þungu og söknuð- inn mikla; að visu veiktist hann nokkru seinna svo þungt að læknar hugðu honum ekki bata- von, en samt lifði Jóhannes þetta af, og lifði meir en 40 ár eftir það, og vann af kappi vetur og sumar. Laust fyrir aldamótin giftist Jóihannes í annað sinn og gekk að eiga Ivatrínu Jónsdóttur, sem einnig hafði verið gift áður og mist mann sinn. Þeim Jóhannesi og Katrínu varð ekki barna auð- ið, en 4 börn ung tóku, þau hjón til fósturs, sem öll fengu að njóta beztu umönnunar til fullorðins ára. Mun endurminn- ing æskuáranna verða þeim ávalt hugljúf og blessunarrík, þvi á því heimili fengu börnin að njóta kriistilegrar uppfræðslu? skóla- göngu og góðrar aðhlynningar i foreldrahöndum. — Já — vér öll, sem þektum Jóhannes og Katrinu konu hans og urðum þeim samferða á líf-sleiðinni, þökkum þeim af hjarta fyrir hjálpfýsina, glaðværðina og góð- vildina. Áður en eg enda þessar fáu línur, skal þess minst, að Jó- hannes varð nú á þessu síðasta hausti að isjá á bak sinni ást- kæru eiginkonu, mun það hafa verið 27. október, þá Katrín var kölluð “heim” — og hann svo fullum þrem mánuðum seinna. Með hugljúfum endurminn- ingum í hjörtum fósturbarnanna, ættingja og ótal vina, mun lengi geymast þökk til þessara dygð- ugu, öldruðu hjóna, sem vér nú kveðjum í síðsta sinn. —G. J. Prestur nokkur segir frá því, að mestu vandræði, sem hann hafi komist i yfir prédikun, hafi verið einu sinni, er gömul kona ákveðin á svipinn, kom i kirkju til hans og settist á fyrsta bekk. Þegar prestur hóf ræðuna tók gamla konan upp hjá sér heyrnartæki, upp úr tréstokk, sem hún var með. Hún skrúf- aði saman heyrnartækin og hag- ræddi þeim. Eftir að hún hafði hlustað á tvær eða þrjár mínút- ur, tók hún af sér heyrnartækin, skrúfaði þau í sundur og stakk þeim ofan í stokkinn aftur. En presturinn varð að halda ræð- unni áfram — en það segir prest- urinn að hafi verið eitt af þvi erfiðasta, sem fyrir sig hafi komið, að ljúka við ræðuna, eftir að hafa fengið þessar móttökur hjá gömlu konunni. LÍKKISTA ÚR GULLI er nýlega fundin í konungsgröf- um i Egiptalandi. Það var frakk- neski vísindamaðurinn próf. Montet, sem fann, og er þeim fundi jafnað til Tutankhamen- J'undarins hérna um árið. Kistan fanst i Tanis og í grafhúsinu, sem varðveist hefir með öllu, er ein konungsgröf. Þegar prófess- orinn kom inn i grafhýsið, fann hann líkkistu úr skíru gulli á altari úr kalksteini. Hjá henni 'fann hann tvær beinagrindur með mörgum gimsteinum. Tanis fanst fyrir 70 árum og hefir síðan verið merkilegasti fundarstaður fornmenja á Egiptalandi. Tanis var, griskt nafn á borginni við Nílar-hólm- ana í norðvesturhorni Egipta- lands; er sú borg einatl nefnd sem dæmi um það, hve feikna langt Egiptar gátu flutt stein- dranga þá er þeir höfðu til graf- hvelfinga og bautasteina, alla leið frá grjótnáminu í efsta Egiptalandi. Hún er þegar nefnd í elztu sögu Egipta. Ramses II. og aðrir Faraóar af 19. konungs- ætt (um 2100 f. Kr.) létu reisa þar stórkostlegar byggingar, t. d. stórt Set-musteri og fræga bóka- höll. Þegar Grikkir stofnuðu Alexandríu (Alexander mikli), laut Tanis í lægra haldi og 174 e. Kr. jöfnuðu Rómverjar hana við jörðu. Þrátt fyrir það, þó nafn Psus- ennes konungs væri ritað með helgiletri á gullkistuna, þá koin það þó í ljós, er kistan var opn- uð, að það var Shishak konung- ur, sem lá í kistunni. Var hið smurða lík hans skreytt mörg- um girnsteinum. Farao Shishak var stofnandi 22. konungsættar- innar. Hann var ættarhöfðingi Ifrá Libýu, sem herjaði á Egipta- land 945 f. Kr. og náði þvi á sitt vald. Til þess að ætt hans.yrði lögmæt, þá kvæntist hánn dóttur Faraós Psusennes II., er menn hugðu í fyrstu að lægi í gull- kistunni og var síðastur af 21 konungsættinni, en Shishak steypti honum af stóli. önnur dóttir Psusennes giftist (um 960 f. Kr.) Salómó konungi til að staðfesta þann sáttmála inilli fsrael og Egipta, sem Salómon hafði gert. Eftir því er það mág- ur Salómons konungs, sem ligg- ur í gullkistunni ríkulega skreyttur og órotnaður. % CT V roÓD PRINTING 1&KJKJLS .v_towinattentio^'S its s' symmetry arguments. Wben in ne ed ot printing call • • HONE 86 327 -8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.