Lögberg - 21.05.1942, Page 1

Lögberg - 21.05.1942, Page 1
PHONES 86 311 Seven Lines I>öu Cot atv For Belier Dry Cleaning and Laundry Í5. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MAÍ, 1942 NÚMER 21 Stjórnarskifti á Islandi tilkynning frá skrifstofu íslenzka RÆÐISMANNSINS í WINNIPEG: Vegna frumvarps um kjördæmaskifiingu, er hlaui stuðning. eða hluileysi allra þingflokka, að undanieknum framsóknar- Rokknum, baðsi Hermann Jónasson lausnar fyrir ráðuneyti siii þann 15. maí. Daginn efiir myndaði sjálfsiæðisflokkurinn ráðu- neyii, sem þannig er samseii: Ólafur Thors, forsæiis- og uianríkismálaráðherra; Jakob Möller, fjármálaráðherra; Magnús Jónsson viðskifta- og menia- niálaráðherra. * Empress of Asia fórst á 5. febr. Nú het'ir það verið kunngert, að C.P.R. farþegaskipið Empress °1 Asia, hafi sokkið þann 5. febrúar siðastliðinn undan ströndum Sumatra, af völdum Japanskra sprengjuflugvéla; þetta vandaða og fagra skip var þvi nær 17 þúsund smálestir að stærð, og var í herflutninga Þjónustu til Singapore um þær "uindir, sem á það var ráðist. Flugæfingaskóli á Gimli Nú hefir það orðið að ráði, að tekið verði fyrir að koma á fót fullkomnum flugæfingaskóla á Cimli, er hafi sambandsstöð við N'etley; það fytgir sögu, að Bird Construction félagið annist um • i'amkvæmdir verksins. Tilkynning frá skrifsiofu íslénzka sendiherrans í Washington Hinn 13. niaí, 1942. Einar P. Jónsson, Editor of Lögberg, Winnipeg, Can. Eæri Einar : Samkvæmt símskeyti, sem mér hefir borist, hefir Alþingi, hinn 9- þ. m., endurkosið Svein Björnsson rikisstjóra til eins árs, frá 17. júní 1942 lil 17. júni 1943, Thor Thors. Síðuátu fregnir Mannskæðar orustur eru dag- lega háðar í grend við Kharkov, og hefir Rússum vegnað stórum betur en Þjóðverjum. • Bandarikin hafa sent allmik- inn liðsafla til Bretlands, og nú niikið rætt um árás af hálfu sameinuðu þjóðanna inn á meg- inland Evrópu. • Stjórnin i Kina krefst þess, að sameinuðu þjóðirnar veiti Kín- verjum nægilegan flugvélastyrk, áður en það verði um seinan. Sprengjur féllu við bœndabýli í Eyjafirði Akureyri, laugardag. í gærmorgun kl. rúmlega 10 kom flugvél úr suðri og flaug norður yfir Kaupangssveitina t. Eeyjafirði. Þegar hún flaug yfir bænum Syðra-Hóli heyrði fólkið þar sprengjugný og sá moldar- mökk gjósa upp úr túninu skamt frá íbúðarhúsinu. Bóndinn, Snorri Sigurðsson fór að athuga hvað gerst hafði og sá þá tvo gýgi eftir sprengjur um 70 metra frá íbúðarhúsinu, með 30—40 metra bili á milli gýganna. Hnausar, moldar- stykki og mold hafði tvístrast um túnið frá gýgunum. Steinn, sem gizkað er á vegi fast að 150 kg., hafði kastast 11 metra frá gýgunum. Klakastykki féll á þak hússins og skemdist þakið Þá fundust og nokkur sprengju- brot. Gýgarnir reyndust vera 7V2 metri í þvermál, en 3 metrar á dýpt. Tvö börn voru stödd úti fyrir ibúðarhúsinu, en þau sakaði ekki. Sézt hafði til ferða flugvélar- innar út á Akureyrarpol'l. —(Mbl. 22. marz). Verzlunarjöfnuðurinn óhagstæður Verzlunarjofnuðurinn var í lok febrúarmánaðar óhagstæður um 2.6 milj. króna, en var á sama tíma í fyrra hagstæður um 22.5 railj. kr. Sainkvæmt bráðabirgðaskýrslu Hagstofunnar var heildarinn- flutningurinn í fébrúarlok 30.4 milj. kr., en útflutningurinn 27.8 milj. kr. í febrúarmánuði nam útflutn- ingurinn 14.8 milj. kr., en inn- flutningurinn 13.8 milj. Aðalúl- flutningsvaran var isfiskur, tæp- ar 10 milj. kr. Það sem af er þessu ári hefir aðalútflutningsvaran farið til eft- irtaldra landa: Bretlands 22.4 milj. Portúgal 2.6 milj., Bandaríkin 1.8 milj., frland 0.4 milj., Brazilía 0.3 inilj. —Mbl. 21 marz). The Real Treasure Give me a friend with a heart and hand That’s always warm and true, No matter where you sail or land He thinks with love of you. You gift of God, oh friend of mine That’ll share my grief and mirth, A sparkling star that’ll ever shine To heaven from the earth. For pleasure, wealth and fame we strife Through years to the bitter end, But the dearest treasure of all in life Is a loving true-hearted friend. M. Markusson. Thomas Jedrowsky *** .Knudsen Það hefir sannast þráfaldlega á fslendingum, hvar í heimi, sem þeir hafa búið og hversu lengi sem þeir hafa dvalið erlendis, að römm er sú taug er tengir þá við ættland sitt og alt það, jsem ís- Thomcm ./. Kmiásen lenzkt er. Svo hefir það ætíð verið og svo er það enn. Eitt dæmið enn því til sönnunar skal bent á hér. 28. febrúar 1940 lézt í bænum Boston í Massachusetts-ríki í Bandarikjum íslendingur, sein nefndur var Thomas Jedrowsky Knudsen. Hann var fæddur á Hólanesi í Húnavatnssýslu árið 1868. Foreldrar hans voru þau Jens Andreas Knudsen og Elisa- bet Sigurðardóttir Knudsen. Fað- ir hans dó þegar hann var að* eins þriggja eða fjögra ára gani- all. Móðir hans giftist í annað sinn, og hann var alinn upp af föðursystur sinni, Mrs. 'rhomsen, sem var búsett á ísafirði. Sem unglingur réðist hann i búðiarvinnu á Dýrafirði, en var óánægður með kjör sín þar. Við þá óánægju bættist útfararþra, og árið 1890 kvaddi hann ísland fyrir fult og alt og tók sér far vestur um haf með heilagfiskis- skútu frá Gloucester i Massa- chusetts-ríki, sem kom við á Dýrafirði. Gloucester er fiski- þorp nokkuru fyrir sunnan Boston. Þar settist hann að og fékk atvinnu sem daglaunamað- ur á kassagerðarverkstæði þar. Þar vann hann í mörg ár. Þaðan fór hann til Medford, sem einnig er í grend við Boston, og vann þar sem daglaunamaður á kassa- gerðarverkstæði, þangað til að hann varði árið 1937, heilsunnar vegna, að leggja niður vinnu. Hann flutti þá til Boston og dvaldi þar til æfiloka. Þó að hann ynni aldrei fyrir háu kaupi tókst honum með sparsemi og fyrirhyggju að leggja fyrir dálitla fjárupphæð. Þegar heilsan var biluð og hann vissi að endirinn var að nálg- ast snerist hugur hans að því að ráðstafa eignum sínum á sem skynsamlegastan hátt. Hann var ókvæntur. Foreldrar hans voru fyrir löngu dánir. Hann hafði átt fjóra bræður. Þeir voru einnig allir dánir, svo um engin náin skyldmenni var að ræða. Einn bræðra hans dó ókvæntur. Hinir þrir létu eftir sig ekkjur. Hann vildi sýna ræktarsemi við þær. Hann vildi sýna ræktar- semi við íkjörland sitt. Hann vildi sýna ræktarsemi við ætt- land sitt. Og hann vildi styrkja þá vestur-íslenzku stofnun, sem hann taldi þarfasta, elliheimilið Betel. í aprílmánuði 1938 gerði hann því erfðaskrá og ráðstafaði þar eignum sínum á þenna hátt: Hann gaf tengdasystrum sínum $200.00 hverri. Hann gaf FRÁ SKRIFSTOFU SENDIHERRA ÍSLANDS í WASHINGTON 15. maí, 1942 Mr. Einar P. Jónsson, Editor of Lögberg, Winnipeg, Man., Can. Kæri Einar: Samkvæmt símskeyti, sem mér hefir borist, veitir íslenzka póst- stjórnin frá því í dag viðtöku pósti, er verður sendur beint til Ameriku. Virðingarfylzt, Thor Thars. Guðmundur T. Hallgrímsson lœknir, látinn Guðmundur T. Hallgrímsson, fyrv. héraðslæknir, andaðist í gær að heimili sínu hér i bænum Síðan hann lét af læknisstörf- um á Siglufirði, hefir hann ver- ið búsettur hér og í Hafnarfirði. Guðmundur heitinn var gáfað- ur maður og fjölmentaður, vin- sæll og hinn bezti drengur. —(Mbl. 21. marz). Hátíðleg útför og minningarathöfn Mikil og hátíðleg minningar- athöfn fór íram í Vestmanna- eyjum í gær, til minningar um sjómennina, sem fórust með vél- bátunum “Ófeigi” og “Þuríði formanni” 28. febrúar s.l. Var jáfnframt útför tveggja mannanna, Þórðar Þórðarsonar formanns á “ófeigi” og Sigvalda Benjamínssonar háseta af “Þuriði formanni,” en'lík þeirra hafði rekið. Svo sem kunnugt er fórust 9 vaskir sjómenn með áðurgreind- uin vélbátum, 4 með “ófeigi” og 5 með “Þuríði formanni.” Mikið viðhöfn var í Eyjum í gær, þegar útför hinna tveggja manna fór fram og jafnframt var minst hinna félaganna, seni hvíla í skauti Ægis. Allur bátaflotinn var i höfn og var fáúi í hálfa stöng á hverj- um bát og einnig á öðrum skip- um við Eyjar. Um allan bæ voru og fánar í hálfa stöng. Öll vinna var stöðvuð, banki og verzlanir lokuðu. Mikill mannfjöldi streymdi tii Landakirkju, en þar fór athöfn- in fram. Komst ekki nálægt helmingur fólksins inn í kirkj- una. Sóknarpresturinn, séra Sigur- jón Árnason talaði í kirkjunni. Karlakór annaðist sönginn. Odd- geir Kristjánsson lék sorgarlag a fiðlu, en Helgi Þorláksson lék undir á orgel. Var öll minningarathöfnin einkar hátiðleg og fór vel fram. —>(Mbl. 22. marz). American Red Cross $500.00. Af- ganginum skifti hann jafnt á milli Háskóla íslands og Betel. í bréfi, sem hann ritaði 5. febrúar 1940, rúinum þremur vikum fyrir andlátið, gerði hann sér von um bata og lét í ljós að sér mundi kærast að njóta æfi- kvöldsins meðal samlanda sinna einmitt á elliheimilinu Betel. Sú ósk gat ekki uppfylst vegna þess að hann var þá ekki ferðafær og varð aldrei upp frá þvi. Hér er um ræktarsemi og höfð- ingskap að ræða, sem ber að minnast og fyrir að þakka. H. A. B. Efnileg námsmær Doris Marjorie Blönáal, B.Sc. Á meðal hinna mörgu yngis- manna og meyja, sem útskrifuð- ust á miðvikudaginn var 13. maí 1942, frá University of Manitoba, var Doris Marjorie Blöndal, dótt- ir þeirra Guðrúnar og Ágústs læknis Blöndal, 108 Chataway Blvd. hér i borginni. Á námsárum sínuin skaraði Doris að svo mörgu leyti fram úr að þess þykir vert að geta, henni sjálfri til verðugs lofs, og öðrum til eftirbreytni. Doris er mjög efnileg stúlka, svo sem hún á kyn til. Fer saman i fan hennar glæsilegur persónuleiki, alúðleg l'ramkoma og farsælar gáfur. Háskólalífið er á þessu skeiði einskonar heimur út af fyrir sig, þar sein unga fólkið ræður ráðum sínum, og velur sér leiðtoga. Doris mun áreiðanlega hafa verið valin til forystu miklu oftar en alment gerist. Ber það vott um að skólasystkini hennar hafa veitt henni eftirtekt og bor- ið traust til hennar. Þykir slikt traust og vinsældir í sinn hóp nokkur visir þess hversu fara muni þegar unga fólkið kemur fyrir alvöru út í skóla lífsins. öll háskólaárin var hún forseli stúdenta í hússtjórnardeild skól- ans (Home Economics). Einnig var hún forseti í leikfimisráði kvenna. (Women’s Atheletic Directorate). Hún hafði umsjón með útgáfu þess hluta Árbókar Háskólans, sem fjallar um lík- Góður hlutur sjómanna við Isafjörð ísafirði, laugardag. Ágætur afli hefir verið hér undanfarið og gæftir sæmilegar. Eru hlutir sjómanna orðnir góð- ir, alt upp í 4000 kr. síðan á árainótum hér á ísafirði og hæst um 3,000 kr. í Bolungavík á sama tíma. fsfiskflutningar héðan ganga greiðlega og hendir naumast að skortur sé skipa til flutninga. Er mikil atvinna við fisktökuna á skipunum og skortir jafnvel mannafla í hana. Verða verka- inenn þessvegna oft að vinna nótt með degi að fiskmóttökunni, þegar afli er mikill og gæftir góðar.—(Mbl. 22. marz). ainsþjálfun stúdenta. Hún var kosin til að hala framsögn i sín- um bekk við uppsögn skólans (Valedictorian). í tvö ár voru henni veitt einkaverðlaun fyrir leikfimi kvenna (Women’s In- dividual Athletic Reward; In- dividual Track Award, og Faculty Athletic Award, ’41 og ’42). Nafn hennar birtist i “Who is Who i:i American Colleges and Univer- sities,” sem er eins konar nafna- reg'istur yfir þá, sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði á námsárum sínum. Einnig tók hún ákveðinn þátt í bókmenta- og kappræðufélögum skólans. Auk alls þessa hefir hún tekið drjúgan þátt í ungmennastarfi og sunnudagaskólakenslu í Fyrstu lútersku kirkju, og stundað það starf með sérstakri alúð og sam- vizkusemi. Um næstu mánaða- mót leggur hún af stað austur til Toronto, en þar tekur hún við stöðu við Almenna spítalann sem “student dietician.” Hinir mörgu vinir og kunningjar fjölskyld- unnar samfagna hinni ungu mær og foreldrum hennar með þann margvislega heiður, sem henni hefir áskotnast á námsárunum, og óska henni þeirrar gæfu að hún megi á starfsárunum sem í hönd fara, njóta sama traustsins og vinsældanna í hinum víðtæk- ara skóla lífsins. —V. J. E. Norðrið Norðrið aldrei griðland gaf Geitarskap og vesaldómi. Sí og æ hið sollna haf Sigurljóðin sterkum rómi Kveður þeim, er kraft og þrótt Knýja fram er þrautir herja, Hikluast mæta hríð og nótt, Herða þrek við aflraun hverja. / Engum vekur afl og þrótt Undanhald í leiði þýðu. Hörkuveg skal hreystin sótt; Hik og deyfðin vex í blíðu Þegar bylgjur banna vör, Brim og straumar kasta fleyi, Sigurleið úr svaðilför Sigla þeir er skelfast eigi. Þó að stæli strengjaslátt Stormsins öfl að fjallabaki Sigurmerkið hefur hátt Hreystin, allra veðra maki. Hetjulund ei hrekja af braut Hrannir snæs, né æði bylja; ósigrandi er engin þraut óttalausum hug og vilja. Örugg trú á æðri mátt Anda mannsins brynju klæða. Hvar sem öldur hefjast hátt, Hríðin vex og stormar æða — Þegar heimsins hroka völd Heimsku seld, í gulli kafna Mun hin sanna orku öld Undir norður himni dafna. Kristján Pálsson,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.