Lögberg - 21.05.1942, Síða 6

Lögberg - 21.05.1942, Síða 6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. MAÍ, 1942 Á SKARÐSHEIÐUM Þegar Philip nálgaðist heiðarbrúnina var skógurinn mjög gisinn og vindurinn blés þar um í stríðum byljum með svo miklu kófi að Philip varð að stöðva hestana þar til upp rof- aði svo hann gæti séð ögn fram undan sér um veginn. Svo tók við þéttur skógurinn þar sem vegurinn skarst eins og mjótt sund gegnum hann, en þar fyrir neðan lá vetrarbrautin beina leið þvers um slétt láglendið. Á skógargötunm var þvínær algert logn, en þegar út á bert lág- lendið kom varð Philip þess áskynja, að þar yrði hann að etja gegn slíkum hríðarofsa, að til samanburðar var alt það, sem hann hefði áður farið í gegnum, eins og meinlaus logn- molla. Framundan var hvít og lát^aus hring- iðan, sem alla útsýn hindraði. Philip stöðvaði sleðann, togaði loðhúfuna niður um eyrun og tók sér stað á vagnstöng- inni rétt aftan við hestana. Svo keyrði hann aftur á stað og eggjaði þá áleiðis. Fyrsta vindhviðan, er á honum skall þarna á flatneskjunni þvínær feykti Philip niður af naumri fótfesti hans á vagntönginni og eftir stutta baráttu við vindofsann neyddist hann til að leita sér skjóls í sleðakassanum; leggj- ast þar endilangur á annan olnbogann, með hnakka í vindinn og hönd sem skygni um brá í þeirri tilraun sinni að fá rýnt ögn inn í kófs- þyknið fram undan sér út eftir vetrarbrautinni. Eftir nokkra stund tók hann eftir því að sleðanum miðaði þvínær ekkert áleiðis; þótl hestarnir brytist um af öllum mætti í fönn- inni, og af því var honum augljóst að djúpur skafl hafði hlaðist á brautina. Hann stöðvaði hestana, fór út úr sleðanum og brauzt hálí- boginn gegn ofsanum fram fyrir þá. Hann sá ekki þversfótar út í kófsiðuna og engin nálæg merki er hann gæti áttað sig eftir, en með því að kafa stuttan hring þar um sannfærðist hann um að snjódyngjan væri álíka djúp þarna á báða bóga. Hann fór því aftur upp í sleðann, lagðist þar niður til að ná andanum og hvatti svo hestana til að brjótast enn áfram, sem dauð-* þreyttar skepnurnar hlýddu þótt lítið miðaði. Philip fann svitann brjótast út á enni sér undir loðhúfunni, og á hverri taug strengjast í lík- ama sínum. Hestarnir reyndu af öllum mætti, og altaf smádró þó úr sleðaferðinni. En svo alt í einu var sleðinn kominn á hraða ferð, hest- arnir farnir að brokka. Er Philip leit upp og á umhverfið, sá hann grasstöngla standa upp úr snjónum, og vissi þá að hestarnir hlypi um snjólétta hæð eða hrygg, þótt hann mintist ekki slíkrar hæðar á þessum slóðum. Hann laut aftur höfði á handlegg sér til skjóls í sleðanum og lét hestana hlaupa sjálf- ráða áleiðis. í þessum stellingum fékk hann þó náð andanum nokkurnveginn þrautalaust. Bráðlega sannfærðist hann þó um, að þessi af- staða sín hefði ekki verið sem hyggilegust, þótt hann sæi það ekki þá í svipinn. Hann rankaði við sér, er sleðinn nam alt í einu staðar, leit þá aftur upp og skimaði í allar áttir, en ekkert var annað að sjá, en endalausa fannbreiðuna. Enn fór hann út úr sleðanum og fram fyrir hestana. Þeir lágu nú á kviðum í fannferginu og Philip brauzt þar um, steyptist áfram í fönnina og stauiaðist svo á fætur aítur. Er hann náði enn að komast upp í sleðann, hvatti hann hestana til nýrra átaka, sem þeir þá gerðu, en gáfust jafnskjótt upp. Philip varð því ljóst, að hann væri algerlega kominn út af réttri leið, hestarnir hefði á brokkinu leitað þar á sem minstar hömlur virtust fram undan og lent svp út af hryggsbrúninni og þar "í djúpan skafl. Philip afréð því að snúa aftur sömu leið þar til hann kæmi þangað sem brokksferðin hófst er hestarnir sluppu úr fyrri skaflinum, og freista þess að komast á rétta leið. Hann reyndi svo að snúa hestunum við, og koma þeim upp á hæðina, en þeir létu ekki að taumhaldsstjórn. Enn fór hann því niður úr sleðanum, fram fyrir hestana og reyndi að teyma þá upp á hæðina eða láta þá fara aftur á bak og ýta sleðanum þannig lausum úr dyngjunni, en þetta reyndist hvorttveggja árangurslaust í kviðháum skaflinum. Hann stóð því þarna eins og ráðþrota í hríðarofsanum. Jökulkaldur beljandinn þrengdi sér jafnvel inn í gegnum þykku úlpuna, og ísingin lamdist í andlit honum; fingur hans voru orðnir dofnir af að halda jafnvel þessa stuttu stund um beizliskjálkana meðan hann reyndi að losa hestana úr skaflinum. Svo varð hann að snúa sér undan gjólunni, til þess að ná andanum. Nú eyddi hann ekki lengri stund til frek- ari hugleiðinga um hvað hann yrði að gera. Hann fór aftur að sleðanum, afkrækti tengi- ólar annars hestsins, tók af honum öll aktýgin og sló í hann. Hetsturinn færði sig ögn frá og stóð þar og sneri tagli gegn storminum. Philip náði svo söðlinum úr sleðanum Nú hafði hann ekkert áklæðið, en um það var enginn tími til að fást. Þá losaði hann aktýgin af hinum hestinum, smeygði á hann beizlinu og tylti því í sleðann. Úr honum tók hann svo póstpokann og skifti innihaldi hans í tvo jafna part, sinn í hvorn enda, kastaði svo pokan- um þvert um hrygg hestinum og festi með ól- um aftan á söðulinn. Þá steig hann á bak, stefndi hestinum upp á hæðina og reið þar um í gjólunni á ýmsa vegu í þeirri von að finna aftur vetrarbrautina. Eftir að hafa ranglað þarna um heila klukkustund og árangurslaust, taldi hann lík- legt að hann hefði farið yfir vetrarbrautina að minsta kosti sex sinnum án þess að sja hennar nokkur merki, og þar sem hann vissi nú ekkert hvar hann væri staddur, þótt hann hefði hugmynd um aðal-stefnuna, af því að bylurinn blés af suðri, afréði hann að gefa reiðskjóta sínum lausan tauminn og reiða sig á það að meðsköpuð eðlishvöt og ratvísi hests- ins myndi láta hann leita í rétt átt heim á leið. Hesturinn sneri þegar til norðurs og staul- aðist seint og gætilega áfram undan hríðarofs- anum. Hinn hesturinn fylgdist á eftir nokkra stund, en hvarf þá út í moldviðrið. Fjórtándi kapíluli Philip vissi, að hann myndi ekki komast að Haights-stöðinni þá leiðina, sem hesturinn nú stefndi. Þegar frá þeirri stöð var haldið, var skörp beygja til austurs á veginum, og virtist Philip ekki ólíklegt að hesturinn ætlaði sér að komast þar einhversstaðar á rétta leið til Barston og svo heim, án þess að koma við að Haights. Við og við fór Philip af baki og teymdi hestinn, og stundum stóð hann við, til að hvíla sig oð reiðskjótann. Þannig hélt hann áleiðis fram eftir deginum. Alt í einu öslaði hesturinn út í djúpan skafl og festist þar. Philip fann ístöðin drag- ast niðri í fönninni, og sá að vonlaust væri um að hann kæmist nokkuð þannig áleiðis, svo hann fór af baki, kafaði fram fyrir hestinn nokkur skref og náði þar góðu fóthaldi, togaði þá sterklega 1 beizlistaumana og hvatti hest- inn til nýrrar áreynslu. Skepnan brauzt um í fönninni, en gafst strax upp. Philip hvíldi sig fáein augnablik og ryendi svo aftur; hest- urinn brauzt enn áfram eitt skref og stóð svo kyr. Þannig reyndi Philip hvað eftir annað aö hvetja hestinn áfram fáein skref eða jafnvel fáa þumlunga í senn, þar til hann loks náði föstu fóthaldi og losaðist úr skaflinum. Philip fór nú aftur upp í söðulinn, skjálf- andi eftir áreynsluna og þvínær máttvana aí þreytu, en snjóþyngslin minkuðu brátt og náðu reiðskjótanum nú ekki nema í ökla, svo Philip sá að hann væri staddur aftur á hæðardragi eða hrygg. Eftir nokkurn spöl dýpkaði fönn- in aftur, og Philip skildist þá að í þessari átt lægi framundan hæðadrög með snævifyltum lautum á milli, sem heft gæti för hestsins að fullu. Hann stefndi því reiðinni út eftir hæðinni, og gat hesturinn jafnvel farið þar nokkurn spöl á brokkferð, en svo dýpkaði fönnin aftur og seinagangs-umbrotin byrjuðu enn á ný. En hvar var vegurinn? Að honum hefði hann nú átt að vera kominn eða jafnvel inn til Barston alla leið. Um síðir sá Philip hæðarrana, sem hann kannaðist við, og áttaði sig þá strax á því hvar hann væri staddur. Hvorki á leið til vegarins, né heldur til Barston. Hesturinn var áreiðan- lega á heimleið, en hélt upp eftir dalnum vest- an árinnar, og ætlaði sér að fara yfir ána á sumarbrúnni, ekki langt frá Linden-heimilinu. Að sumarlagi hefði þetta verið skemsta leiðin heim frá skarðinu. En að vetri til skild- ist Philip að hún væri þvínær ófær, sérstak- lega í svona hríðarbyl. Upp að sumarvegs- brúnni var enn um þriggja mílna leið. Vegur- inn meðfram ánni var áreiðanlega á kafi í fönn og því ófær til umferðar, hvort sem var ríð- andi eða gangandi manni. En Philip vissi að útskotsbrautin upp að Lawrence-húsinu lá upp frá aðalveginum rétt . hinumegin vði hæðar- ranann, sem hann hafði komið auga á. Law- rence var ókominn enn að austan og brautin myndi nú óbrotin, en upp að húsinu í gljúfrinu væri aðeins einnar mílu ferð. Hann stefndi því hestinum beina leið að hæðinni, í minna en mílu fjarlægð, og reið áleiðis þangað á seinagangi. Sumt af leiðinni gekk hann og teymdi hestinn, sem orðinn var mjög þreyttur. Philip mintist nú þess, er Joan hafði sagt við hann kvöldið, sem þau leituðu sér skjóls undan óveðrinu í húsi einbúans. “Fólkið hérna brýzt ekki áfram gegn ó- veðursofsa, Philip. Maður verður að fylgjast með storminum, þegar hann er manni um megn. Það er oft um líf eða dauða að tefla, lendi maður í hríðarbyljunum.” Jæja, nú var einmitt þannig ástatt fyrir honum. Hann steig nú á bak og stefndi að fjar- lægari brún hæðarinnar, til að ná þar auka- brautinni upp í gljúfrin. Er hann beygði fyr- ir horn hæðarinnar hinkraði hann við. Fram undan honum var að líta sama hringiðukófið, sem um hann hafði rokið marga klukkutíma undangengna, svo hann nam algerlega staðar. Alt í einu sá hann framundan sér einhverja dökka þúst í hreyfingu úti í kófsiðunni. Hesta! Reiðmannahóp! Hann hrópaði og hvatti hestinn áfram í áttina til þeirra. Þeir stefndu beint til hans á hraðri ferð, en stönzuðu í svo sem tólf skrefa fjarlægð frá honum og hjarta Phil*ps hætti þvínær að slá.. Þetta voru elgsdýr. Þan stóðu þarna og störðu á hann fáein augnablik, sneru svo við og hurfu út í hríðarkófið. Hesturinn staulaðist svo áfram úr skjóli hæðarinnar út í hringiðuna og þá fremur ská- halt gegn henni heldur en á undanhaldi, hik- aði sig svo, sneri tagli í vindinn og stanzaði algerlega. Allar tilraunir Philips í að snúa hestin- um í rétta átt með beizlinu, voru árangurs- lausar, svo hann fór af baki, teymdi hestinn i rétta átt og fór enn upp í söðulinn. Hesturinn steig tvö eða þrjú skref áfram með veikum burðum, sneri sér þá aftur við undan veðrinu og stóð þar hreyfingarlaus í sömu sporum. Hann hafði gefist upp og komst ekki lengra. Philip gerði sér þá fulla grein fyrir því, að gagn sitt af reiðskjótanum væri nú búið að vera, og hann teymdi hestinn því aftur í hlé við hæðina. Þar tók hann af honum söðulinn, beizlið og póstpokann. Reiðfærin skildi hann eftir við ofurlítinn trjábuska, en kastaði póst- pokanum um öxl sér. Svo lagði hann á stað'út í óveðrið, sem nú hafði tekið á sig húmsblæ, er benti Philip á að nóttin væri að nálgast. Hann fór nú að telja skref sín. Enn var heillar mílu vegalengd að Lawrence-húsinu. Og til að komast þangað þurfti hann að stíga mörg skref áfram. Hann steig svo tíu skref áleiðis, nam þá staðar, kraup á knén til að hvíla sig og taldi enn tíu til viðbótar, og gætti þess að hlaupa ekki yfir neina töluna. Þá tók hann önnur tíu skref, hvíldi sig svo meðan hann bætti einum tug við töluna á ný. Þetta var snjallræði, sem Bob Crew hafði gefið honum. Það kom í veg fyrir skjóta of- þreytu og uppgjöf vegfarandans. Joan heyrði háværan stormhvininn; hún hafði af og til alla nóttina hrokkið upp við byljina, er á húsinu buldu, því blundur henn- ar í hvert sinn var laus og óvær. Hún leit út um gluggann og sá að dagur væri kominn. Þetta var sú afturelding, er hún hafði lofað að hitta Ivan á póstsleðanum og fara með honum út yfir skarðið tii þess staðar þar sem gifting þeirra gæti farið fram. Hún heyrði Hector vera að hreyfa sig um eldhúsið, og fór því tafarlaust að klæða sig. Tösku sína sá hún standa albúna við rúmgafl- inn. ’ Svo huldi hún andlitið í höndum sér stundarkorn, þar sem hún sat við rúmið, en stóð svo upp og gekk niður stigann. Clarke og Bob Crew voru rétt nýkomnir inn þangað utan úr svefnklefanum. “Hvernig er veðrið?” spurði hún. “Hvasst ennþá,” svaraði Crew, “þó ekki mikill snjóburður. En eg er viss um að búast megi við slæmum hríðarbyl neðarlega í daln- um, hérna megin við og um skarðið, þar sem vindurinn þrengir sér suðvestan yfir og með- fram fjöllunum. Eg vona að Philip hafi kom- ist snemma á stað áleiðis hingað í morgun.” “Eg skal tala við Billy nú strax og spyrja hann um þetta.” Joan fór þegar að símanum og hringdi eftir Harris-númerinu. Hún heyrði óglögt að einhver kom að símanum. “Er Philip lagður á stað með póstinn á- leiðis hingað?” spurði hún. Rödd Billys barst henni nú skýrar, er hann svaraði: “Nei, hann er ekki lagður á stað, Joan. Hann sefur ennþá. Adele og hann stóðu við hjá O’Briens á leiðinni upp eftir með póstinn í gærkveldi. Þú veizt hvernig það æfin- lega er. Adele hefir aldrei hugsun á að koma—” “En því voru þau að tefja þar?” “Við dansinn.” “Ó-já.” “Þau komu heim hingað fyrir ekki all- löngu, og eg taldi hyggilegra að láta Philip sofa þangað til um klukkan átta. Eg tel ólíklegí að hann geti komist fram og til baka, eftir því að dæma hvernig Haight lætur af veðrinu þar neðra. Eg var rétt í þann veginn að síma þér um að senda einhvern annan piltanna upp hingað með póstinn frá Barston.” “Það er sjálfsagt,” svaraði Joan, hikaði sig eitt augnablik og sagði svo enn: “Segðu Philip að fara með póstinn til Barston og koma svo heim. Eg læt Slim halda áfram með póstinn til Barston, svo yfir til Haights og þaðan upp í skarðið til þín.” “En hver kemur hingað með póstinn frá j árnbrautarstöðinni? ” “Við reyndum að ná í Steve Allison strax í gær, þegar við fréttum um að Alvarez væri farinn, en gátum ekki haft upp á honum ” “Hann var, held eg, á dansinum.” “Við reynum þá aftur að ná til hans. Hepnist það ekki, verður Adele ef til vill að fara þangað niður eftir póstinum.” “Heyrðu, Joan, þér er betra að láta Slim hafa snjófitjarnar (með sér. Að því er Height LJÓÐAGULL Jónas Hallgrímsson— ÁST A Ástkæra, ylhýra málið, allri rödd fegra! blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Veiztu það, Ásta! að ástar þig elur nú sólin? Veiztu að heimsaugað hreina og helgasta stjarnan skín þér í andlit og innar albjört í hjarta, vekur þér orð, sem þér verða vel kunn á munni? Veiztu, að lífið mitt ljúfa þér liggur á vörum? fastbundin eru þar ástar orðin blessuðu. Losa þú, smámey! úr læðing lítinn bandingja; sannlega sá leysir hina og sælu mér færir. lætur af hríðinni þar neðra, kemst Slim ef til vill ekki með hestana upp í skarðið, og seinna í dag jafnvel ekki ríðandi einhestis.” “Eg skal láta hann hafa fitjarnar með sér. Segðu Philip að síma mér strax og hann nái til Haights. Láttu Adele, eftir nokkra stund, ríða niður um eftir skarðshlíðinni æðispöl og grenslast eftir um færðina; eg bið Slim að kalla til þín þegar hann kemur til Haights, og þú getur þá sagt honum hvort hann þurfi að nota fitjarnar. Láttu Philip leggja upp klukk- an átta.” Joan lokaði símanum og gekk aftur fram í eldhúsið. “Hvað segir Billy um veðrið?” spurði Crew. “Það er ekki sem verst í Skarðinu og hinu megin við það, en mjög slæmt hérna megin. Þér er bezt, Bob, að kalla aftur og reyna að ná í Steve. Billy sagði hann hefði verið á dansinum. Þú færð hann líklega til að flytja póstinn frá járnbrautinni upp í skarð- sækja póstinn. Þú verður, Slim, að fara til sækja póstinn. Þú verður, Slim, að fara Barston og þaðan með póstinn upp í skarðið. Það má láta Malmquist fara með póstinn héðan upp um dalinn. “Hvað varst þú að minnast á fitjar?” spurði Clarke. “Billy sagði þú skyldir hafa þær með þér.” “Skilst mér það rétt af því sem þú sagðir, Joan, að Philip sé ekki enn lagður á stað úr skarðinu?” sagði Crew. “Hann leggur upp þaðan klukkan átta. Er enn sofandi.” Crew slepti skeiðinni, sem hann var að eta með, og starði á Joan. “Hvað áttu við?” “Nú, hann varð að fara alla leið austur að járnbraut og upp eftir aftur í gærkveldi.” “En hann hefði samt átt að fá notið góðrar svefnstundar og geta svo komist —” “Hann og Adele stöldruðu við að O’Briens til að taka þátt í dansinum. Philip varð að nota sleðann hennar, svo eg get þess til að hún hafi farið með honum.” “Dansinn-” sagði Crew í fyrirlitningartón. “Og Adele. Það flón.” “Philip er óvanur skarðinu,” sagði Joan, “en eg held hann geti séð um sig. Kallaðu Steve nú, Bob. Og þú, Slim, ættir að leggja á stað. Gleymdu ekki fitjunum.” Crew' fór inn í hitt herbergið til að ná tali af Steve Allison. Er hann kom aftur sagði hann: “Eg náði í Steve. Þú hefir líklega heyrt hvað eg sagði honum?” “Nei.” “Jæja, hann kvaðst rétt kominn heim af dansinum, en geta þó flutt póstinn. Eg sagði honum að við tækjum hann sem fastamann. Var það ekki sjálfsagt?” “Það var gott,” svaraði Joan og fór að sím- anum til að kalla Haight-stöðina. George Haight svaraði kallinu. “Hvernig er veðrið núna hjá ykkur?” spurði hún. “Veðrið er mjög slæmt, Joan. Hvernig hafið þið ráðstafað póstflutningnum?” “Slinv kemur til ykkar frá Barston. Hann fer nú héðan eftir fáar mínútur. Steve Allison flytur póstinn upp í skarðið frá járnbrautinm, og Philip leggur bráðlega á stað niður til ykk- ar. Sjáðu um að þeir láti mig heyra frá sér í símanum strax og þeir koma til ykkar.” “Gott og vel.” Þau lokuðu símanum hvort fyrir sig og Joan kom aftur fram í eldhúsið þar sem Hektor var að framreiða morgunmat handa þeim Herron og Malmquist. “Þú ferð með póstinn í dag fyrir Slim,” sagði Joan við Malmquist. “Fáðu þér nú væn- an morgunverð og legðu svo á stað, Les getur séð einn um gripina í dag.” Clarke kom inn til að ná sér í seinasta kaffibollann. “Alt er reiðubúið,” sagði hann.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.