Lögberg - 02.06.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.06.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ. 1942 Týnda de mantanáman við Orange ána Eftir II. A. liryden. (Frá “Nemo” á GirnliJ) Margar hafa sögurnar verið sagðar á kvöldin við glæður málelda flutningamanna í Suð- ur-Afríku, og suinar þeirra dul- arfullar og kvnjum blaðnar, aðrar voru ásta-æfintýri, af skærum innbúanna eður bardög- um manna við viltidýr. Það skeði oft er eg var á ferð- um með kunningjum mínum inn 1 landið, að við námum staðar, til að eiga tal við þessa óbreyttu lestamenn, og marga kynjasög- una og aðna fræðslu hefi eg orðið aðnjótandi á þann hátt. Þessir flutningamenn — póstar Afríku — með sterklegu uxa-vagnana, sein árum saman höfðu farið eftir þessum litt færu vegum í Höfða-nýlendunni, og dreift sér i allar áttir inn til landsins, sem hafa kynst öllum tegundum manna, hvítum, svörtum og öll- um millilitum, á ferðum sínum eður við máleldana, hafa lært langar þjóðsögur eður ferðasög- ur, frá löngu liðnum veiðimönn- um, landkönnunarmönnum eður verzlunarmönnum. Kvöld eitt, eftir að leið okkar um d'aginn haifði Legið um skóg- Jendi, náttuðum við okkur hjá bóndabýli. Þar höfðu einnig náttað sig aðrir ferðamenn, og voru þeir að borða kveldverð sinn. Þeir sýndust glaðlegir fé- lagar. Annar var Afriku-fæddur Englendingur, hinn var hátt- prúður, aldraður Englendingur, háskólam'aður og lærður wl — að því er við fréttum seinna — gerðu þeir sig ekki ánægða fyr en við höfðum komið í kynnis- félag til þeirra. Eftir kvöldverðinn, tóku þeir upp gamla Cango, en það er bezta heimabruggaða brennivínið i Outshouru héraðinu, og hrest- um við okkur á því, þar á eftir kveiktum við i pipunum okkar og fórum að skrafa sanian. Fyrsta klukkutímann snerust sögurnar um liðna gamla daga í Englandi, ferðalagið til Höfða nýlendunnar, landslag og skemt- anir. “Það gegnir furðu” — sagði einn úr okkar flokki — “hvað mönnum er lítið kunnug Orange áin, og alt ier skeður fyrir vestan fossana. Eg held enginn af öll- um þeim mönnum, sem hafa orðið á leið minni hafi komið þangað. Það mætti þ<> gera ráð fyrir að nýlendubúar vildu fræð- ast um eitthvað norðan yfir landamærin, en sannleikurinn er sá, að þeir hafa ekki gert það.” “Þegar þið neínið Orange ána” sagði sá yngri þeirra tveggja lélaga — “kemur mér í hug saga. sem eg heyrði mann segja er ieg kyntist fyrir nokkr- um árum; hann hal'ði sezt að i örþrotum í “vatnslausa hérað- inu” norðvestur af Shoshong. Aumingja maðurinn! Hann var í hörmungar ástæðum. Þetta var enskt ljúfmenni, sem vegna ástar sinnar á veiðum og frjálsu lífi, hafði verið á stórdýravieiðum inni í landinu. Þetta veiðitíma- bil hafði staðið lengur yfir en vanalega þar við Cho'be ána. skamt þar frá er hún fellur í Zambesi — því 'þar höfðu þeir wikst, og þegar þeir voru orðnir rólfærir, voru allir hestarnir og flestir uxarnir dauðir,- Þegar eg fann þá, sátu Jjeir fastir og kom- ust hvorki frain né aftur í þessu landi þorstans og höfðu ekki smakkað á vatni í hálfan þriðja dag, og auk þess mjög veikir. Þeir höfðu því glatað allri lífs- von, og hefði mig ek.ki borið þarna að, hefðu þeir verið dánir að 15 klst. liðnurn. Til allrar hamingju átti eg nokkrar vatnsleifar, og tókst mér að koma svo miklu lífi í menn og skepnur, að þeir sama kvöld- ið gátu lagt af stað, en nokkuð af vögnunum varð þó að skilja eftir, til þess að bjarga þvi dýr- mætasta, sem voru fílstennur og Mowbrays Englendingsins, þð er byssurnar, skotfærin og badeurnar. Sóttist okkur nú sæinilega ferðin þenna seinni hluta dags, og daginn eftir náð- um við i vatn. Eg hefi aldnei kynst manni jafn þakklátum og Mowbray. Á þessum stutta samverutima okk- ar, fékk eg eigin reynslu fyrir því að 'hann var sá bezti drengur og þakklátasti félagi, er nokkuru sinni hefir orðið á Ieið minni. Eg gaf honum inn Kínín og hjálpaði honum til að koinast til Shoshong, en á miðri leið sló honum niður og andaðist hann eitt ikvöldið í vagni mínum um sólarlagið. Við jörðuðum hann undir Kaneldorn-tré og þöktum gröfina með stórum steinum og girtum ramlega í kring með þyrnum til að verja gröfina fyrir hýenum og sjökölum. Margt, já, mjög margt samtalið áttum við saman aumingja Mow- bray áður hann andaðist.. Sérstaklega var það eitt kveld- ið, er við sátum fyrir framan eldinn á dögglausri jörðinni, þar sem eg hafði búið sem bezt um hann að mér var hægt, að hann sagði mér þá fáheyrðustu sögu, að ifjöldi manna væri líklegur til að telja hana rakalausan heila- spuna. Hún er eitthvað á þessa Ibið: “Felton,” mælti hann “þér hafið verið mér ágætur vinur, góður og nærgætinn, sem kven- maður, því finn eg til jiess að eg skulda yður meira, en eg nokk- um tíma er fær um að borga, en ef þér girnist auð, þá held eg að eg geti lagt það í leið yðar. Þekkið þér nokkuð bakkann á Orange ánni milli stórfossanna og sjávarins, Niei. Eg geri ráð fvrir að þér þekkið hann ekki, þvi fáir munu fara þar um, og enn fa*rri hafa kannað alla leið- ina ofan að vatninu, eða þa Ifjallshliðina, og eyðilegu , gróð- urlausu og snar'bröttu fjöllin, sem innilykja þenna stað, að mér og tveim öðrum mönnum undanskildum og hvorugur þeirra Leiðbeinir þangað. Eg held enginn dauðlegur mðanr á jörðu þessari hafi ren. augum að þessum stað, sem eg nú ætla að segja yður frá. Takið vel eftir. Árið 1871 eða um það leyti og demantarnir fundust fyrst og menn tóku að þyrpast að vestara Grigual landi. Eg varð sem aðrir gagntekinn af þessari ástríðu, og vann sem Vitstola maður á þessum slóðum. Á þeim tíma lærði eg margt um þessa gimsteina. Brátt þreyttist eg þó á þessu lífi í heild sinni, seldi því námalóð mína og það af demöntum er inér hafði á- skotnast, keypti mér vagn, smal- aði saman nokkrum innlendum þjónum, og snieri aftur til hinna dýrðlegu veiðistöðva inni i land- inu, og hlakkaði til að taka upp á ný mitt gamla starf. Einn þjóna minna var lítill Búskmað- ur, er hét Klaas. Fékk eg seinna reynslu fyrir því að hann var hinn mesti kjörgripur til veiða og við að rekja slóðir. Hann líktist öðrum Búsk- mönnum í þvi að vera hugaður sem sært ljón og þrár sem nas- yrningur, og er þá mikið sagt. Eg held Klaas hafi haft fjöl- breyttari reynslu i æfintýralífi Suður-Afriku, heldur en nokkur þarlendur maður, sem eg hefi kvnst. Með fyrstu hafði hann komið frá bökkum Orange ár- innar, en þar hafði hann verið tekinn hernámi í ófriði við I^úa, en flestir íettingjar hans skotn- ir. Síðan hafði hann komist inn i fjölskyldu eins þeirra er tóku hann hernámi, og varð á þann hátt aðnjótandi ofurlitiJs af sið- menning hvítra manna. Frá þessari fjölskyldu hafði hann þá flækst og komst þá lengra ofan með ánni og inn í nýlenduna. Þaðan hafði hann ráðist sem fylgdarmaður á Fílaveiðar hjá Orange ánni og þá kynst leynd- ardómum hennar betur, — því land er þar ókannað — eftir því sem eg komst að seinna — en nokkur annar maður i veröld- inni. Jæja, við fórum upp til Matabela lands, og eftir mikla vafninga fékk eg þar veiðileyfi, og vorum mjög hieppnir á veið- unum, fengum mikið af fílstönn- um og stórkostlega skemtun i þvi að veiða innan um Jjón, fíla. buffalo, nashyrninga og allar tegundir smærri dýra. Klaas var stundurn ekki gæt- inn, og einu sinni úti á viða- vangi réði á hann biksvartur nashyrningur, garnall boli og manrtýgur og hefði gert út af við hann, ef eg ekki hefði verið svo heppinn að vera nálægur, eg hljóp út á sléttuna, komst í 40 feta skotfæri, og skaut upp á von og óvon með 500 express kúlu bak við herðablaðið, en hann féll ekki, en í þess stað réðist hann að mér, en lá þá brátt dauður. Klaas hafði feng- ið dálitið sár á lærið. Eftir þetta þóttist hann standa i ó- bættri þakklætisskuld við inig. Nokkru eftir að hann var gró- inn sára sinna var það, að hann kom til mín og mælti: “Herra! Þér sögðuð einu sinni að þér vilduð vita hvort demantar fynd- ust einhversstaðar við New Rush. (Svo var þá KimberLey nefnt). Jæja, herra minn. Eg hefi unn- ið í New Rush og veit hverju demantar líkjast, og eg get frætt yður á hvar þér getið fundið svo mikið af þeim á .einni viku, sem þér viljið tina upp.” “Við hvað eigið þér Klaas?” spurði eg og sneri mér hastar- lega við, til þess að sjá hvorl Búskmaðurinn væri að gera að gamni sínu, en — langt frá því. Skorpna, litla og hrukkótta and- litið á Klaas, sýndi einlægan á- huga og einlægni.— “Já, herra, það er sannleikur. Ef yður sýnist svo, ættuð þér að koma með mér til Groot (Orange) árinnar, og þaðan eru 3-4 dag- leiðir ofan fyrir fossana, þar get eg sýnt yður stað,. þar sem eru mörg hundruð af þeim og óvana- lega stórir. Margir liggja einnig ofan á sandinum. Eg his.fi leik- ið , mér að þeim sem hverjum öðrum steinum, oft, þegar eg var drengur og var þar á rölti aftur og fram með ánn.i Faðir minn og afi áttu þar heima skamt frá því sem eg ier að tala um, og eg rata til dalsins, þar sem demant- arnir eru. Eg held eg sé sá eini, sem veit af þessu, og eg fann þá aíf tilviljun, en hefi ekki tímt að segja frá þeim.” Er þetta áreiðanlega satt?” sagði leg með rengingu í rómnum. “Já, já! Áreiðanlega satt,” svaraði hann með ákafa alvöru og margendurtók það. “Jæja, Klaas,” sagði eg loks- ins. “Eg trúi yður og við skul- um fara til Orange árinnar og skoða þenna demanta-dal yðar. Litilu eftir þetta samtal, kom- um við frá Shoshong, en þar seldi eg filabeinið og eftir að við höfðum hvilt uxana vel, lögð- um við upp með léttavagna og stefndum til árinnar. Frá Shos- hong í Banrangwato, lögðum við leið okkar þvert yfir suðvestur hornið á Karahari, skáhalt í suð- viestur, þar var hræðilega vatns- laust og leiðinlegt ferðalag, eink- um eftir að við höfðum farið fram hjá Langsberg, sem við höfðum á vinstri hönd. Þegar leið á ferðina tók fyrir alt vatn, þvi vatnsa’ðar þær er við höfðum trieyst á, voru nú þurrar. Fyrir það misti eg 4 uxa af 22, og loksins eftir að við höfðum komist yfir brendan 'landshluta og ljótan, urðum við sárfegnir er við rákumst á ána, einhverstaðar fyrir neðan foss- ana. Klaas hafði fundið ákjós- anlega Ieið, þar sem landinu hallaði líðandi ofan að benni. Það var eini staðurinn á 30—40 mílum, sem komist varð að ánni, vegna fjallanna, sem kreppa að henni, og þarna gátum við hvílt okkur og uxana. Þarna vorum við í 4 daga og var það hinn bezti hvíldarstaður. Ofan með ánni urðu á leið okkar til beggja handa ljómandi Willow-tré, Minosur eður smávaxinn iben- viður. Tvær eða þrjár eyjar með gisnum skógi og grænum grasbölum skreyttu breiðan og blikandi meginstraum þessarar stórelfu. Nikrar byltu sér í fljótinu og þar var gnægð fiskj- ar, en sætan ilminn lagði að vit- um okkar frá hvítu blómunum á Mimosunum, sem nú voru í fylsta blóma. Eg ha'fði bekið með mér gamia fiskistöng og öngla, fláði eg svo langan þveng af willow-tré, sem eg notaði sem færi, og þegar tími gafst til, var eg öllum stundum við fiskiveiði mér til hinnar mestu skemtunar, en .eins og yður er kunnugt, er Suður- Afríka ekki kunn fyrir stanga- veiði. Fiskurinn, sem eg veiddi var líkastur flathöfðuðum Bar- bel, dökkgrænum á baki en livít- um á kviðnum; önglana beitti eg ýmist úrgangi úr kjöti, hun- angsflugum eður engisprettum, og öllu sem eg gat hendur á fest; bitu þeir svo ört, að ieg hafði nóg að vinna. Seinna komst eg að því að þessi Barbel-fiskur er karfa-ættar. Eftir afar erfiða ferð í sjóð- andi hitanum í eyðimörkinni fanst okkur það jarðnesk paradís að komast í náttstað. Perluhæn- urnar Siendu frá sér málmklingj- andi hljóð úr trjánum á fljóts- bakkanum. Þar voru og einnig fleiri fuglategundir, og mikið aí smávöxnum antilópum. Á kvöld- in, er eg lá í vagninum og starði upp í stjórnuþyrpingarnar, fór eg stundum að láta mig dreyma um framtíðina, undirstaðan undir þeim draumuin voru hrúg- ur úr demanta-dalnum hans Klaas. Við höfðum losað okkur við eyðimörkina og tekið okkur góða hvíld, svo að alt var í bezta á- standi, og héldum því sem leið okkar lá ofan með ánni í áttina til demanta-dalsins. Eg hafði með mér 4 menn fyrir utan Klaas. Þeir voru key'rslumenn. og voru þeir, sem ier auðskilið, afar-forvitnir, að komast eftir hversvegna að Klaas vildi halda ofan með fljótinu, sem öllum var ókunnugt og enginn hafði haft fregnir af. Eg friðaði þá með því, að segja að eg væri að leita eftir koparnámu — þar eru lika koparnámur, sem þér vitið. - - Af þvi við voruin i vafa hvar vatnsuppspretta sú væri, er Klaas þekti, fylti eg til vara öll ilát með vatni, sem eg hafði ráð á, þegar svo alt var vel undir- búið og uxarnir spentir fyrir vagnana, héldum við endurhrest- ir álram ferðinni. Nú þurftum við að halla okk- ur til hægri 'hamlar frá ánni, og mestan hluta dagsins var leiðin mjög erfið, yfir afar mishæðótt land eða hálsahryggi. Um kvöld- ið komumst við upp á ákaflega eyðilega hásléttu; hún var svo víðLend, að lengst úti í dimmum himinhláma sjóndeildarhrings- ins, rakst hún á feykna háan fjallgarð, en gegnum hann lá leið okkar, og gegnum hann þurftum við að brjótast. Þetta kvöld settumst við að á þessari hræðilegu eyðimörk af sjóðheitum sandi, og sást þar tæpast votta fyrir plöntugróðri. Kvöldið eftir — nær dauða en ilífi námum við staðar undir þessuin svarta fjallgarði, er við áttum fyrir 'höndum að brjótast yfir daginn eftir, en hálfa dag- leið hinu megin þeirra var rlalur demantanna, því hafði Klaas hvíslað að mér eftir kveldverð- inn, með miklum ljóma og fjöri í augunum. Þessi nótt undir fjöllunum, var svo kæfandi heit, að eg minnist ekki annars eins i Suður-Afriku. Þar á háslétt- unum inni í landinu, eru nætur vanalega svalar og hressandi. Jafnvel í hitamóðuni í Zambesi- dalum var hitinn ekkert meir þvingandi en þarna þessari eyðimörk dauðans, hitinn var sem frá glóandi ofni. Allan daginn hafði hann streymt upp frá sandsléttunni, og nú var sem hann hefði komið aftur og guf- aði nú iit úr klettunum með tvö- Iföldum styrkleik. Þarna láum við svo í þjáning- um okkar vatnslausir, með svart- ar tungur og skrælnaðar og sprungnar varir. Uxarnir urðu rænulausir og gátu ekki hreyl’t sig. Eg hefi oft i huganum þakk- að Suður-Afríku skáldinu Pringle, fyrir þýðu og áhrifariku kvæðin hans, er hann í ást sinni til óbygða landsins, orti uin nátt- úru þess og dýralíf. Og þarna, sem eg lá í hita-andköfum um nóttina, bölvandi óláni mínu og heimsku, að láta tælast i þetta ferðalag, kveikti eg á ljósbera og fletti upp kvæðabókinni. Þetta varð fyrst fyrir nrér, seni hér kemur, að aðalefninu: Þú eyðimörk mieð ömurleik og hljóð, er hungraðir menn og hræddir hafa flúið en eitraðir snákar og eðlur hyggja landið, þar morgunljósið læðist milli steina, en plöntur engar fá að festa rætur, og eitur þyrnar ekki þyrma fót- um; einmitt 'hér, sem um mig leika vindar og stjörnurnar lloga skært á hveli nætur, eg afsíðis sit á eyðimerkut bjargi, sem Elyak í helli Hóreps forðuni- Kemur röddin þýð úr óbygðun- um utan, sem ljúfur faðir huggi hrelda barn sitt er Imnnsyngur alla beiskju, reiði og þjáning og inælir: Maðurinn er langt fra en guð er nálægur. Morguninn eftir glöddumst viö að hugsa til ferðarinnar yfir fjöllin og hverju þvi er hrakið gæti leiðindin og einstæðings- skapinn, er hafði þjáð okkur tvo seinustu dagana, i steikjaiuh sólanhitanum. Klaas var sá eini af okkur er þekti leiðina og landslagið. Hann sagði einnig um ferðina, svo með hrópum, hótunum og marg endurteknuin smellum af vagnasvipum, sigum við af stað. Ferð okkar yfir fjöllin lá í gegnuin þröngt og ilt skarð yfirferðar. Þar voru stór- grýtis björg á víð og dreif, er voru hulin skógarkjarri og hrísi. Það væri leiðinlegt verk og ó- gerningur að telja upp alla erfið- leikana og torfærurnar er mættu okkur um þessi lítt færu fjalla- skörð. Á þriðja degi höfðum við þó sigrast á þeim verstu og tek- ið okkur lokahx’ild, áður en við rækjum enda á ilokahnút erindis- ins, ef það á annað 'borð væri þá hægt. Eg bar hönd fyrir auga vegna f sólarbirtunnar og rendi augum eftir löngum fjallahlíðum með viðarrunnum hingað og þangað. Uppi yfir öllu dansaði sjóðheitl loftið i sólargeislunum. Svo varð mér litið á uxana. Það var hræðileg sjón, þar sem þeir lágu gapandi og komnir i opinn dauð- ann af þorsta og kjarkur minn — sem ekki var vanalega borinn ofurliði — komst nú ofan fyrir zero. Þá um morguninn hafði Klaas sagt mér frá undraverðum vatnspolli uppi á kolllinum á hnjúk þar skamt frá er við ætÞ um að hafa siðasta áfangastað- inn áður en við berðum að hliði demantadalsins. Nú kom hann til mín og sagði um leið og hann benti upp á við: “Herra, sætt vatnið er uppi á fjallinu. Það er ljómandi fallegur pollur, eg hefi engan séð líkan honum, ef við komumst þangað.er okkui' borgið, og eftir það hressast ux- rnir, þér verðið með einhverju móti að fá þé til að standa upp.” Dapureygði og guleygði, litli Búskmaðurinn stóð yfir mér, er eg hafði tekið mér sa*ti á steini, hann benti ineð grönnu hendinni upp í loftið. Á'hyggjufulla, skít- uga og kófsveitta andlitið, hefii' að líkindum ekki verið eftir- mynd af engli vonarinnar, en á því augnabliki varð hann mér að engli, því við höfðum ekki dreypt á vatni í þrjá daga og haft mik- ið enfiði. Þarna lágum við sem á eld- glóðum og stóðum á öndinni * klukkutíina eða meira, sagði eg þá mönnum minum að yfirfljót- anlegt vatn væri uppi á hnjúkn- um, og hvað sem það kostaði yrðum við að koma uxunum þangað, það væri aðeins rúm míla. Svo voru uxarnir þá aðþrengd- ir, að þeim varð varla komið n fætur, það tókst þó loks ineð harðri hendi að koma þeim alls- lausuin upp á hnjúkinn. Þremur varð ekki koSmið á fætur. Þegai' við höfðuin farið nokkur hundr- uð “yards” á sléttum fjallskoll- inum, varð fyrié oss sú undra- verðasta sjón að alt komst ' uppnám. Þéttir runnar af Minosa-þyrn' og kjarr óx her alt um kring, þess í milluin opnir blettir og gangar. Uxarnir fundu vatns- lyktina, við það færðist líf * augnaráðið. Þeir lyftu upP hausunum og tóku að brokka 1 áttina þangað sem kjarrið var tVíVWowowrvwim''OVVTVtv»vi,ivy»vy' ERZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar. AAMAdAAAAMAAAAíAMAAMAMMMMMMAAAAAAAM/

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.