Lögberg - 02.06.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ. 1942
«7
i
Veðmálið
Eftir Anton Chekhov.
Það var að haustlagi seint um
kvöld og löngu dimt orðið.
Bankastjórinn gam'li gekk um
fólf í lesstofu sinni og var mikið
niðri fyrir. Hann var að hugsa
um boð, er hann hafði inni að
haustlagi fyrir fimtán árum.
Meðal gestanna voru margir vel
'gefnir mienn og voru rædd a!
kappi merk mál, seni á döfinni
voru. Líflátshegningar voru eitt
umræðuefnið. Flestir gestanna,
en meðal þeirra voru nokkrir
nientainenn og blaðamenn, lýstu
yfir því, að þeir væri andvigir
líflátsihegningum. Þeir kölluðu
þá hegningaraðferð úrelta, ósam-
boðna kristilegu þjóðfélagi og
sögðu, að hún bæri menningar-
leysi vitni. Nokkurir gestanna
voru þeitrar skoðunar, að i stað
líflátshegninga ætti að koma
æfilangt fangelsi.
“Eg er ykkur ósammála,”
sagði húsráðandi. “Eg hefi að
vísu (hvorki verið dæmdur í æfi-
langt fangelsi eða til lífiáts, en
eg verð að líta svo á, að það sé
siðmenningarlegra og mannúð-
legra að dæma menn til lífláts-
hegningar en í æfilangt fangelsi.
Þegar menn eru teknir af lífi,
deyja þeir þegar í stað. Þegar
l>eir eru dæmdir í æfilangí
fangelsi, er kvailið úr þeim lílið
á löngum tíma. Hvor böðullinn
er mannúðilegri. sem drepur á
augabragði, eða hinn, sem kvel-
Ur úr mönnum lifið á mörgum
árum,”
“Hvorttveggja ier jafn ósið-
legt,” sagði einn gestanna, “þvi
að tilgangurinn er hinn sami:
Að svifta menn lífi. Ríkið getur
«kki tekið sér guðlegt vald. Það
hefir iekki rétt til þess að svifta
menn því, sem það getur ekki
gefið mönnum á ný.”
Meðal gestanna var lögfræð-
ingur, ungur inaður, um 25 ára
að aldri. Menn spurðu um álit
hans og hann svaraði:
“Hvorttveggja hegningarað-
ferðin er jafn ósiðleg, en ef eg
niætti vedja, mundi eg hiklaust
kjósa æfilangt fangelsi, því að
það er vissulega betra að Jifa —
einhvern veginn — heldur en að
glata lífinu.”
Nú fór að hitna í kolunum.
Bankastjórinn, sism þá var á
hezta aldri og all-heitlyndur,
sneri sér að lögfræðingnum,
harði í borðið og sagði:
“Það er lýgi. Eg þori að veðja
við yður 2 miljónum, að þér
niunduð ekki þrauka í fanga-
kJefa í fimm ár.”
“Ef yður er alvara,” sagði lög-
fræðingurinn, “skal eg veðja um,
eg skal þrauka í fangaklefa
~~ ekki í 5 ár — héldur 15.”
“Fimtán! Gott og vel!” kallaði
hankastjórinn. “Herrar mínir,
eg veðja tveimur miljónmn.”
“Gott og vel. Þér leggið fram
^ niiljónir. Eg frelsi mitt.”
Þannig bar það til, að þetta
tryllingslega, ljarstæðukenda
veðmáí kom til sögunnar. —
hankastjórinn, sem þá var svo
auðugur, að hann vissi ekki aura
sinna tal, þekti aðeins meðlæti
°g var dutlungafuKlur mjög, var í
sjöunda himni. Er setið var
undir borðum, sagði hann í
gáska við lögfræðinginn : /
“Hugsið yður nú um, piltur
niinn, áður en of seint er. Mig
munar ekkert um tvær miljónir,
en 3 eða 4 ár æli yðar verða
yður gagnslaus. Eg segi 3 eða 4,
Pví að þér þraukið aldrei lengur.
ftg gteymið þvi ekki, óhamingju
sami maður, að þetta verður yð-
nr miklu þungbærara en ella,
vegna þesis að þér farið í fang-
elsi af frjálsum vilja. Meðvit-
l,ndin um, að þér getið öðlast
trelsi á ný hvenær sem þér óskið
þess, mun eitra líf yðar í fanga-
klefanum. Eg aumka yður.” —
“Af hverju stftkk eg upp á
bessu veðmáli? Hvað gat gott at'
bví leitt? Lögfræðingurinn glat-
nði 15 heztu árum æfi sinnar og
eg tveimur miljónum. Ber þetta
þann árangur, að menn sannfær-
ist um, að líflátshegningar séu
verri eða betri en æfilangt fang-
eilisi? Niei, nei, þetta er erkivit-
leysa. Kenjar manns, sem hafði
alt, sem hann gat óskað sér, að
því er mig snerti, en fjárgræðgi
ein hvatti lögfræðinginn til að
taka veðmálinu.”
Bankastjórinn mintist einnig
þess, sem gerðist að kvöldboðinu
loknu. Það var ákveðið, að lög-
fræðingurinn.skyldi hafður i haldi
við stranga gæzlu í garðálmu
húss bankastjórans. Lögfræðing-
urinn mátti aldrei fara út úr
klefa sínum, ekki sjá nokkurn
mann eðp heyra mannlega rödd,
og bann mátti ekki taka á inóti
bréfum eða blöðum.
Hinsveg'ar var honum leyft að
hafa hjá sér hljóðfæri, iliesa bæk-
ur og skrifa bréf. Vin gat hann
fengið og tóbak. Hin einu mök,
sem honum voru leyfð við aðra
menn voru þau, að hann mátti
gefa til kynna, ef hann vantaði
vín, bækur, nótur eða annað,
sem leyft var, með því að rétta
miða með áletraðri ósk sinni, út
um glugga, sem settur var á
klefa hans í þessu skyni. En
hann, mátti ekki ávarpa nokkurn
mann. f samkomulaginu voru
ýms ákvæði til öryggis því, að
fanginn væri atgerlega einangr-
aður. Einnig var tekið fram, að
lögfræðingnum væri skylt að
vera í fangelsi frá kl. 12 þ. 14.
nóv. 1870 til kl. 12 á miðnætti
þ. 14 nóv. 1885. Ef hann gerði
nokkura tilraun tiíl að brjóta á-
kvæði samkomulagsins, eða til-
raun til að flýja, þótt það væri
rétt áður en samningstímabilið
væri út runnið, skyldi banka-
stjórinn leystur frá því, að greiða
miljónirnar tvær.
Fyrista árið sárleiddist fangan-
um, að því er ráða mátti af hin-
um stuttu orðsendingum hans.
Hann sat dag og nótt að kalla
við slaghörpuna og þeir, sem á
ferli voru í grendinni stöldruðu
við, er ómarnir bárust til þeirra.
Hann neytti hvorki víns eða
tóbaks. “Vínið,” skrifaði hann,
“vekur þrár, og þeim má líkja
\áð fjandmenn fangans. Auk
þess er ekkert til leiðinlegra
en að sitja einn yfir góðu víni.”
Fyrsta árið fékk fanginn veiga-
litlar, en skemtilegar bækur til
lesturs, ástarsögur og afbrota,
skopsögur og gileðiíleikrit.
En er ár var liðið lék fanginn
aldrei á hljóðfærið og hann bað
nú um rit sigildra höfunda. Svo
leið og ’beið. Fiinta árið lék
hann á hljóðfærið endrum og
eins og bað um vín. Þeir, sem
gerst þóttust vita, sögðu, að
hann mundi lítið hafa gert þetta
ár, nema liggja á beði sínum, eta
og drekka. Hann geispaði iðu-
lega og talaði nöldurslega við
sjálfan sig. Bóklestur stundaði
hann ekki. Stöku sinnum sett-
ist hann niður og tók sér penna
í hönd, einkanlaga á kvöfldin.
Hann sat lengi við skri'ftir fram
eftir nóttu. Og svo reif hann
blöðin í tætlur. Á stundum grét
hann.
Siðara misseri sjötta ársins fór
hann að leggja stund á tungu-
málanám af miklu kappi. Hann
las einnig rit heiimispekilegs efnis
og sagnfræðileg rit. Var kapp
hans svo mikið, að bankastjór-
inn ihafði vart við að útvega hon-
um bækur um þessi efni. Næstu
íjögur ár keypti hann handa
honum 600 bindi. Eitt sinn, á
þessu tímabili, fékk bankastjór-
inn svo hljóðandi bréf frá fang-
anum:
“Kæri fangavörður!
Eg hefi skrifað þrjár línur á
sex tungumálum. Berið það, sem
eg hefi skrifað, undir málfræð-
inga. Ef þeir finna enga villu
í þeim, óska eg þess, að skoti
verði hleypt af í garðinum. Eg
mun þá sannfæraist um, að við
lleitni mín hefir ekki verið til
einskis. Afburðamenn allra
landa hafa á ölluin tímum mælt
á mörgum tungUm, en hjá öllum
keinur fram sama brennhieita
þráin. Ó, ef þér vissuð, hversu
djúp og innileg hamingja mín
er, nú — þegar eg skil þá.”
Það var farið að óskum fang-
ans. Tveimur skotum var hleypt
af í garðinum, að Skipan banka-
stjórans.
Síðar, er tugur ára var liðinn,
sait lögfræðingurinn að staðaldri
við skrifborð sitt, og las í Nýja
testamentinu. Hann leit ekki i
aðrar bækur. Bankastjóranum
fanst einkennilegt, að maður,
sem á fjórum árurn hafði kynt
sér itarlega efni 600 bóka, skyldi
verja heilu ári til lesturs sömu
bókarinnar. Svo laigði fanginn
Nýja testamentið frá sér og las
trúfræðileg rit.
Seinustu tvö árin las hann ó-
sköpin öll — bækur um mgrgvís-
leg efni. Bækurnar voru valdar
af handahófi. Stundum bækiur
náttúrufræðilegs efnis, stundum
las hann leikrit Shakespeare’s
eða kvæði Byrons. Stundum bár-
ust frá honum orðisendingar meö
beiðni um bækur um efnafræði,
lyfjafræði, skáldsögur, eða rit-
gerðir um heimspeki og guð-
fræði. Það var engu líkara en
líkt væri álsitatt fyrir honum og
manni, sem er kominn að
druknun, en reynir að halda sér
uppi á suridi, og grípur af ákafa
i það rekald, sem hendi er næst.
•
Bankastjórinn hugsaði um a'lt
þetta og isagði við sjálfan sig:
“Á næsta miðnætti verður
hann frjáls maður. Mér ber þá
að greiða honum tvær miljónir.
Geri eg það, hrynur alt í rústir
íyrir mér. Eg . verð gjald-
þrota . . .”
Fimtán árum áður vissi hann
ekki aura sinna tal, en núna á-
ræddi ihann varf að reyna að
komast að niðunstöðu um, hvort
hann ætti fyrir skuldum. Hann
hafði hætt sér út í kauphallar-
brask. Hann hafði altaf teflt á
tæpasta vað — og gerði það eins,
þótt aldurinn færðist yfir. En
hann hafði ekki lengur heppnina
með séy. Og hinn ókvíðni, ör-
uggi og stolti bankastjóri, hafði
mist alt sjá'lfsrtauist. Fyrir hon-
um var líkt ástatt og þeim, sem
eru angistarfulilir og kvíðnir í
hvert iskifti, sem verðlagsbreyt-
ingar eiga sér stað í kauphöll-
unum.
“Þetta herjans veðmál,” sagði
bankastjórinn gamli og greip í
örvæntingu um höfuð sér, . . .
“hversvegna dó þessi maður
ekki? Hann er aðeins fertugur.
Hann tekur minn seinasta skild-
ing, kvongast, 'hugsar um það
eitt að njóta lí'fsins, leggur fé í
kauphallarviðskifti og eykur auð
sinn, en eg verð að horfa á hann
— sem armur betlari. Hann mun
segja: Yður á eg hamingju mína
að þakka. Leyfið mér að hjálpa
yður. Nei, nú er nóg komið.
Aðieins eitt getur orðið mér til
bjargar frá gjaldþroti og van-
heiðri — maðurinn verður að
deyja.”
Klukkan var að slá þrjú. —
Bankastjórinn lagði við htust-
irnar. Altir, sem í húsinu voru,
sváfu, og ekkert hljóð barst að
eyrum, nema í frosnu limi
trjánna við gluggann. Banka-
stjórinn fór sem hljóðlegast að
öllu, tók lykil úr peningaskáp
smum, lykilinn að dýrunuim
siem ekki höfðu verið opnaðar í
15 ár. Hann fór í yfirfrakka
sinn og gekk út. Það var dimt
í garðinum og kalt. Rakur, níst-
andi vindur næddi um alt og
trén sveigðus't stöðugt til og frá.
Bankastjórinn gat ekki grilt í
veginn og trén framundan, hvítu
styttuna eða garðálmu hússins.
En hann-stefndi þangað. Hann
kallaði á varðmanninn, en harin
ihafði vafalaust leitað i skjól,
annaðhvort farið inri í eldhúsið
eða gróðurhúsið og isofnað.
“Hafi eg hugnekki til þess að
gera þetta,” sagði gamli maður-
inn, “fellur grunur á varðmann-
inn frekar en nokkurn annan.”
Hann þreiifaði fyrir sér og
fann handriðið á útistiganum og
komst að dyrunum á garðálm-
unni. Hann fór inn í forstofuna,
kveikti þar á eldspýtu, og gekk
svo eftir löngum göngum að
klefadyrunum. Enginn var i
göngumim. Rúm var þar, en
enginn sængurfatnaður var í því,
og í horninu var ofn. Innsiglin
á klefadyrunum voru óhreyfð.
Þegar eldspýtan var útbrunn-
in, gægðist bankastjórinn skjálf-
andi inn um klefagtuggann.
Þar var alldimt, en það logaði
á kerti á borðinu, 'sem fanginn
sat við, og hann sneri baki að
dyrunum. Bankastjórinn gat að-
eins séð hnakka hans, herðar og
hendur. Á borðinu lágu bækur
margar, og eins á tveimur stól-
um, sem þarna voru, og á ábreið-
unni á gólfinu.
Nokkrar mínútur liðu og
Ifanginn hreyfði sig ekki. I
fimtán ára einveru hafði hann
vanist á að sitja hreyfingarlaus
með öllu. Barikastjórinn barði
hægt á rúðuna, en fanginn
hreyfðist ekki að heldur. Þá
braut bankastjórinn innsiglin
varlega og stakk lyklinum í lás-
inn. Það marraði í hjörunum,
en bankaistjórinn opnaði dyrnar.
Hann 'bjóst við, að fanginn
mundi rek upp undrunaróp, er
hann heyrði marrið og fótatak-
ið, en hann sat alveg kyr. Þrjái
mínútur liðu og það var eins
kyrt í klefanum og það hafði
áður verið. ög* bankastjórinn
ákvað nú að ganga lengra inn '
klefann.
Við borðið sat maður, ólíkur
öðrum mannlegum verum. Hann
var ekki annað en skinin beinin,
hár hans 'var hrokkið og langt
isem kvenmannshár og skegg
hans var sítt og strýliegt. Hann
var gulleitur í framan. Húð hans
var eins og leirblandin mold.
Hann var kinnfiskasoginn, herð-
arnar signar, bakið þreytulegt,
og handleggurinn, sem höfuð
hans hvildi á, var svo grannur
og skininn, að sárt var á að
horfa. Hárið var silfurgrátt orð-
ið og andlitsisvipurinn svo el'Ii-
og mæðulegur, að enginn gat
nent grun í, að maðurinn væri
aðeins fertugur. Fyrir fraiman
hann á borðinu lá útskrifuð örk.
Skri'ftin var fíngerð og smé.
“Vesalingurinn.” sagði banka-
stjórinn, “hann hefir sofnað og
dreymt um miljónirnar. Eg þarf
ekki mikið fyrir honum að hafa.
Eg get fleygt honuni i flelið,
lagt koddann yfir höfuð hans og
kæft hann. Þótt læknisskoðun
fari 'fram munu ekki finnast
nein merki ]>ess, að hann hali
dáið óeðiilegum dauða. En nú
er bezt að athuga hvað hann
hefir skrifað.”
Bankastjórinn tók örkina og
las:
“Aðra nótt — klukkan tólf á
miðnaatti — fæ eg fre'lsi mitt á
ný og eg hefi rétt til þess að
vera með öðrum mönnum, taka
þátt í gleði þeirra og sorgum.
án áður en eg fer úr klefa min-
um og sé sólina risa upp, vil eg
láta það i ljós, sem í huga min-
KAUPIÐ ÁVALT
L Ll MB E I
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
um býr. Af góðri samvizku og
fyrir augliti guðs, sem vakir yfir
mér, lýsi eg yfir því, að eg fyrir-
lít frelisið, lífið, heilbrigði. alt
það, sem menn kalla blessun i
þessum heimi.
í fimtán ár hefi eg ástundað
af kostgæfni, að kynna mér jarð-
neskt líf. Eg sá að víisu hvorki
jörðina né mennina, en eg sökti
mér niður í bækur, drakk ang-
andi vín, söng fögur ijóð, fór á
dýraveiðar i skógunum, varð ást-
fanginn af konum. Og fagrar
konur, sem liðu áfram sem ský
í vindi, fagrar konur, sem al-
'burða skáld iskópu, komu til mín
að næturlagi og hvísluðu að
mér — sögðu mér frá mörgum
dásemdum, og eg varð drukk-
inn unaði. Er eg sat yfir bók-
um, kleif eg ihæsfu tinda, Elbruz
og Mont Blanc, og af efstu gnýp-
um þeirra sá eg sólina ríisa í
austri, og á kvöldin sá eg roð-
ann í vestri, hlíðarnar og hafið,
vafið gullinni purpuraskikkju.
Eg leit i hæðir upp — eg sá eld-
ingarnar kljúfa skýin Eg sá
fagurgræna iskóga, akra, t'ljót,
vötn, borgir. Eg heyrði töfra-
disir syngja, eg hlustaði á Pan,
er hann blés í flautur sínar, eg
snenti vængi englanna, siem svifu
framhjá mér, og sögðu mér frá
guði — eg sökti mér niður í
bækuir, og henti mér niður i hyl-
dýpisgjár örvæntingarinnar við
lestur þeirra, eg gerði kraftaverk,
eg eyddi borgum í teldi, eg boðaði
nýja trú, eg sigraði ný lönd . . .
Eg sökti mér niður i bækur
Oig öðlaðist mikinn víisdóm. í
huga mór safnaðist öll þekking
og reynsla mlannanna, sem þeir
höfðu öðlast með alda iðni og
striti. Og eg sannfærðiist um, að
eg væri vitrastur allra.
Og eg fyrirlit bækur yðar, alla
bfiessiun heiinsins og vizku. Alt
er fáriýtt, veikburða, sjónhverf-
ing, blekking, eins og töfraisýn.
Hversu stoltir, sem þér eruð.
vitrir, fagrir, kippir hönd dauð-
ans yður af ylirborði jarðar,
eins og imdldvörpunum, sem
húka niðri í jörðunni. Og alt,
seni þér hafið afrlekað, alt, sem
eftir yður liggur, saga yðar og
éidauðleiki afreksmannanna —
verður sem storknað hraun á yfir-
borði hins útbrunna jarðhnattar.
Þér eruð viti firtir og farið
villur vegar. Fals og fláræði
vegsamið þér í stað sannlei'kans,
Iþað, isem ljótt ler, metið v þér
mikils, en fegurðina einiskis. Þér
munduð verða forviða, ef epla
og ávaxtatrén hættu að bera á-
vexti, og í þeirra stað kæmi
froskar og eðlur, eða ef angan
rósanna breyttist í svitalykt.
Eins furða eg mig á yður, sem
upphefjið hið jarðneska, en for-
smáið það sem himneskt er. Eg
vil ekki iskilja yður.
Og til þess, að eg geti nú sýnt
í verki 'fyrirlitningu mína á því,
sem þér is'tritið og lifið fyrir,(
hafna eg þessum tveimur mil-
jónum, sem eg eitt sinn hugði,
að mundu opna fyrir mér hlið
jarðneskrar paradísar, sem eg
nú ttel auðvirðilega. Eg svifti
mig öllum réitti til þessara gæða
af frjálsum vilja, og geng út
héðan fimm minútum fyrir til-
tekinn tima, og rifti þannig gerð-
iwn samningi.”
Þegar bankaistjórinn hafði
Jesið það, sem skrifað var á örk-
ina, lagði hann hana á borðið.
Hann kysti höfuð þessa ein-
kennilega manns og fór að gráta.
Hann glekk á brott. Aldrei áður
— jafnvel ekki, er hann hafði
orðið fyrir mestum töpum í
kauphöl'finni, hafði hann i'yrir-
Jitið sjálfan sig sem nú. Þegar
hann var kominn heim, háltaði
'hann, en hugaræsing hans var
meiri en svo, að hann gæti sof-
ið, og grátur hélt fyrir honum
vöku fram eftir nóttu.
Næstla morgun kom varðmað-
urinn hlaupandi til hans og
sagði honum, að þleir hefði séð
fangann klifra út um glugga i
garðálmu hússins og niður í
garðinn. Hann hafði gengið út
um hliðið — farið sina leið.
Bankaistjórinn fór þegar ásamt
þjónum sinum inn í klefann til
þess að fá að vita vissu sína um
að fanginn væri farinn. Til þess,
að enginn óþarfa orðrómur
kæmist á kreik um flóttann, tók
hann örkina, sem lá á borðinu,
og þegar hann var kominn heim,
lagði hann hana i pleningaskáp
sinn, og læsti honum vandlega.
—(Vísir).
Kos’naSurinn við bráðabirgðahúsin
í Höfðahverfi
Byggingarkostnaður 8 fyrstu
húsanna i Höfðahverfi, er bygð
hafa verið handa fólki þvi, er
húsnæðislaust var í haust, hefir
orðið kr. 668 þús. fyrir utan
ýmisa vinnu uitanhúss.
í húsum þessum eru íbúðir
fyrir 64 fjöLskyldur, svo húsin
fyrir hverja fjölskyldu hafa
kostað 10—12 þúsund krónur.
Vegna þess hve bygt var á ó-
hientugum tíma og byggingu
varð að hraða, hefir kostnaður-
inn orðið um 90 þúsund kr.
hærri en brunabótavirðing hús-
anna nemur. —(Mbl. 12. febr).
Our
Printing Service
_ot in cHaracter an
i m cbaracter and
is personal tn ^ bet-
tatimate in contart. we
ter class P . producing 11 aS
take pnde PtlnCtive clien-
Te^íe fGive ns ttte oppoftunity
of serving you.
Sargent
AVENUE. WINNIPEG