Lögberg - 09.07.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLL 1942
3
í 6%, sem svaraði til £9000.00
eða 236 þúsund króna fyrir
hverja iferð (miðað við að vá-
tryggingarupplhæðin væri £150,-
000.00). Auk þess konrst á-
hættuþóknun skipshafna í apríl-
mánuði 1941 upp í framan-
'greindar upphæðir. Þegar hér
var komið taldi félagið ó'hjá-
kvæmilegt að hækka flutnings-
gjöldin frá Bretlandi um 33 l/%
•rá því, sem þau höfðu verið um
nokkurt skeið. Þessi leið var
valin vegna þess að þá voru
hætt að flytjast matvæli frá
Bretlandi og jafnframt flestar
þær tegundir, er talist gátu nauð-
synjavörur. Einnig má geta
þess, að sikipið iflutti allmikið
vörumagn fyrir setuliðið í hverri
ferð. Hinsvogar þótti ekki færl
að hækka flutningsgjald á frystu
vörunum, sem komið hefði nið-
ur á islenzkum framleiðendum.
hessi flutningsgjaldahækkun
hefir orðið þess valdandi að fé-
lagið hefir nýlega (eða nálega
úri eftir að hún átti sér stað)
orðið fyrir mjög iharkalegri árás
1 einu af Reykjavíkurhlöðunum,
en einum af borgurum þessa
*)aejar ásamt húsbændum hans í
Bretlandi sungihn lofsöngur fyr-
*r það að hafa ekki hækkað
illutningsgjöldin. Sannleikurinn
uiun nú reyndar sá, að staðið
mun hafa á brezkum stjórnar-
völdum, en ekki á útgerðarfirm-
anu í London, um að hækka
'flutningsgjöldin. Eg tel rétt að
gefa mönnum kost á að kynn-
ast ölluin málavöxtum þessu
viðvíkjandi.
Nokkru eftir að stríðið brausí
út, hóf firmað Culliford & Clark,
Ltd., í London kaup á ísuðum
1 iski í stórum stil hér á landi.
Lil flutnings fiskjarins leigði
firma þetta aallega pólsk skip.
Praman af munu skipin aðal-
iega hafa flutt til landsins kol,
en urn flutningsgjöld er mér
ekki kunnugt. Munu fiskkaup-
m hafa verið svo arðvænleg, að
þau munu hafa getað staðið
undir öllum kostnaði við sigl-
ingarnar, enda þótt þau hefðu
engan farm flutt til landsins.
í^egar fram liðu stundir opnuð-
ust augu firmans fyrir því, að
enn arðvænlegra myndi vera að
%tja jafnframt venjulegar
stykkjavörur frá Bretlndi til ís-
iands og voru þá af umboðs-
manni firmans hér, Geir^ H.
Zoega gerðar herferðir á aðal-
viðskiftavini Eimskipafélagsins
°g voru þeim (eins og þegar hef-
ir verið sagt af umboðsmannin-
um), boðnir stórafslættir frá
gildandi • taxta Eimskipafélags-
ms, sem var eins fyrir alla.
•^KskiIegt væri að menn gerðu
sér ljósa grein fyrir aðstöðumun
Þessara tveggja útgerðarfélaga.
Eimskipafélag íslands hefir
hvorki fiskkaup né aðrar slíkar
tekjulindir að ausa úr, heldur
v'erða vöru- og farþegaflutning-
ae eingöngu að bera uppi rekstur
skipanna. Síðan striðið hófst,
má heita að larþegaflutningur sé
úr sögunni.
Aðaltekjur hrezka félagsins
Voru hinsvegar gróðinn á fisk-
kaupununi) en vöruflutningurinn
l‘l íslands er nánast sagt auka-
utriði.
Limskipafélagið hefir haldið
°Pl>i Bretlandsferðuin með
Brúarfoss” og öðrum vönduð-
°m skipum, sem einnig hafa
°aft nokkurt frystirúin, en
þriezkja! Ifirmað ihefdr aðaliega
le,gt ódýr og gömul skip án
rystirúms. Þá má einnig geta
þess að stríðsáhættuþóknun
skipshafna á slíkum skipum er
°®eins líti.11 hluti samskonar á-
hættuþóknunar á “Brúarfossi.”
P-ins og áður hefir verið tekið
fram, þá var orðið mikið tap á
rekstri ,‘Brúarfoss” þegar ákveð-
lð var í apríl 1941 að hækka
^utningsgjöldin frá Bretlandi.
Hvernig átti nú að fara með
Petta tap? Leiðirnar sem nú
var að velja voru fjórar:
L Að hækka flutningsgjöldin
lrá Bretlandi.
2- Að félagið hækkaði flutn-
ingsgjaldið á frystu afurðunum,
sem myndi hafa íþyngt fram-
leiðslunni.
3. Að félagið bæri sjálft tap-
ið þrátt fyrir að það flutti allar
nauðsynjavörur frá Ameríku
með stórtapi.
4. Að íslenzka ríkið tæki á
sig að greiða reksturstapið.
Af þessum leiðum finst mér
fyrsta leiðin vera eðlilegust og
heppilegust, enda var hún valin.
Áður hefir verið frá þvi skýrt
að þegar hér var komið voru
nálega engar svokallaðar nauð-
synjavöur fluttar til landsins frá
Bretlandi mleð skipum þeim, sem
ifélagið hafði ráð yfir. Þó mun
einhver sementsflutningur hafa
átt sér stað og var flutnings-
gjaldið reiknað á 100/shiilings
fyrir smálest á allar hafnir úti
um land. Á sama tíma voru
greiddir alt að 110/shillings fyr-
ir smálest í leiguskipum í heil-
um förmum, en þó aðeins til
Reykjavikur.
Snemma á sumrinu 1941 ákvað
brezka Stríðssiglingaráðuneytið í
London að taka allar siglingar
til íslands d sínar hendur og frá
því í ágústmánuði sama ár hef-
ir það gert það. Það taldi þó
nauðsynlegt, að “Brúarfoss”
yrði fyrst um sinn í ferðum,
sökum skorts á skipum með
nægilegu frystirúmi. Viðurkendi
brezka rúðuneytið að útgerðar-
kostnaður á “Brúarfoss” væri
það hár, að flutningsgjöld
þau, er ráðuneytið ákvað, nægðu
ekki fyrir reksturskostnaðinum
og gekk því inn á að greiða Eim-
skipafélaginu 55/shillings hærra
Iflutningsgjald á freðfiski heldur
en áður hafði verið. Með þessu
sýndi brezka stjórnin sanngirni
sína í þessu máli. Síðan fekst
“Brúarfoss” laus til Ameríku-
siglinga fyrir mjög eindregin til-
mæli vor 1 því efni.
Eimskipafélagið annast nú af-
greiðslu allra skipa, sem sigl-
ingamálaráðuneyti Bret-a hefir i
föstum ferðum frá Leith og
Pieetwood.
Sný eg mér þá aftur að Aine-
ríkusiglingunum. Eins og fyr er
sagt, voi-u í upphafi striðsins
flutningsgjöld frá Vesturheimi
ákveðin 25% hærri en þau voru
fyrir stríð (gegnumgangandi).
Þegar fram liðu stundir kom í
Ijós, að tap varð á þessum flutn-
ingum, einkum á matvöruflutn-
ingunum. Voru þá flutnings-
gjöldin hækkuð um 25%. Hækk-
unin varð því þannig 56% miðað
við gegnumgangandi flutnings-
gjöld fyrir stríð. Þessi hækkun
fór fram 1. apríl 1940 og síðan
hefir engin hækkun á nauðsynja-
vörum (mjölvörum, sykri, kaffi,
kaffibætir og smjörlíkisolíum)
átt sér stað. FJutningsgjöld á
kornvörum til allra hafna á fs-
landi eru nú, eins og fyr grein-
ir, kr. 131.86, en í síðustu heims-
styrjöld voru þessi iflutnings-
gjöld kr. 160.00 til Reylijavíkur,
en til annara hafna bættist
strandflutningsgjald þá við og
nam það um 55 kr. á smálest,
með umhleðslukostnaði.
Þegar borinn er saman sigl-
ingkaostnaður þá og nú, er auð-
sætt að afkoma skipanna verðui
stórum verri nú.
Þann 1. desember 1941 voru
flutningsgjöldin á öðru en nauð-
synjavörum hækkuð um 25%
og nemur þá hækkun þeirra
vara samtals 95%.
Til samanburðar má geta þess,
að flutningsgjaldahækkanir í
Bandaríkjunum nema 700% frá
því fyrir stríð.
Um afkomu Ameríkusigling-
anna vil eg segja þetta:
F'yrsta ársfjórðungimí 1941
var heildarniðurstaðan af sigl-
ingum skipa félagsins og leigu-
skipanna allgóð. Að vísu voru
veruleg töp á einstökuin ferðum
þeirra skipa, sem fluttu mest-
megnis matvöru. Annan árs-
fjórðunginn var útkoman við-
unandi. Þriðja ársfjórðunginn
stóð rekstur skipanna, þ. e. skipa
félagsins og leiguskipanna nokk-
urn veginn i járnum, en síðasta
ársfjórðunginn er orðið tap á
svo að segja hverju einasta skipi
og sumum þeirra stórtap.
Þá kastar fyrst tólifunum upp
úr áramótunum. Á einu leigu-
skipi, sem var hér nýlega, komst
tapið upp i nokkuð á l'jórða
hundrað þúsund krónur á einni
ferð, og tap á síðustu ferð “Lag-
arfoss” nain hátt á þriðja hundr-
að þúsund króna. Ef haldið yrði
áfram á þessari braut, myndi fé-
lagið á skömmum tíma verða
eignalaust.
Féiagið hefir tekið mörg skip
á leigu frá Ameríku, og nokkur
þeirra með fyrirsjáanlegu tapi.
Til þess að gefa hugmynd um
hversu leigurnar hafa hækk-
að, þá vil eg geta þess, að S/s
“Alcedo” var leigt í ágústinán-
uði 1941 fyrir $38,500.00 fyrir
ferðina, en sama skip var aftur
leigt í febrúarmánuði 1942 og
er leiga með töifum áætluð $95,-
000.00 fyrir ferðin. Leigutími
var álvveðinn 45 dagar, en ferðin
mun taka um 80 daga.
Eg hygg að það, sem að fram-
an er ritað, nægi til þess að
sannfæra alla sanngjarna og
réttsýna menn um að Eimskipa-
félagið hefir enn eins og hingað
til, rækt fyllilega skyldur sínar
við þjóðféiagið og verðskuldar
það því enn að vera kallað
“óskabarn þjóðarinnar.”
Félagið hefir gert alt, sem í
þess vaidi hefir staðið, tit að
halda siglingunum í horfinu.
Það hefir verið i náinni sam-
vinnu við Viðskiftamálaráðu-
neytið um að láta flutning á
nauðsynjavörum sitja í fyrir-
rúmi, enda þótt mikið arðvæn-
Jegra hefði verið að flytja aðrar
vörur.
Eg vil geta þess hér, að í
stríðsbyrjun, fór skrifstofustjóri
félagsins í Kaupmannahöfn,
Jón Guðbrandsson, til New ^ork,
og hefir hann dvalið þar siðan.
Hefir hann haft umsjón með af-
greiðslu allra þeirra skipa, sem
félagið hefir haft yfir að ráða,
og eins og vænta mátti, þefir
hann unnið í New Yorlc stórmilí-
ið nauðsynjastarf fyrir félagið
og þjóðina, enda var hann mjög
lcunnugur í New York frá
Ireimsstyrjöldinni 19ll—1918.
Nú á tímum er mikið talað
um að þjóðin þurfi að safna
sjóðum, til þess að standa undir
erfiðleikunum, sem blasa við, að
stríðinu loknu. Þetta er vissu-
lega alveg rétt, en myiidi þess
þá engin þörf, að Eimskipafé-
lagið eignaðist lika sjóði? Horf-
ast verður í augu við, að erlend
skipafélög hefji þegar að stríð-
inu lolcnu, siglingar í samlíepni
við Eimskipafélagið. Erlendu
skipafélögin standa ólíkt betur
að vígi að því leyti, að áhættu-
þóknun og stríðstryggingar
skipshafna þeirra hafa aldrei
orðið nema lítið brot gf þeirri
upphæð, sem íslenzk útgerðar-
félög hafa orðið að greiða.
Allir íslendingar munu vera
sammála um að íslenzki sigl-
ingaflotinn sé alt of lítill, Cn
hvernig á að endurbæta og auka
hann, ef útgerðin má ekki
græða? Það samrýmist vitan-
lega alþjóðar hagsmunum, að
hægt verði að eignast stærri
siglingaflota. Það hlýtur að
vera hagsmuna- og áhugamál
sjómanna að auka flotann og
tryggja þar með atvinnumögu-
leilta þeirra. Það samrýmist
iLagsmunuin verkamanna, að
það fyrirtæki, isem slcapað hefir
þeiin mesta og bezta atvinnu,
eflist svo það geti í framtíðinni
veitt enn tryggari vinnu en hing-
að til hefir verið. Bættar sam-
göngur auka alþjóðar heill. Eg
tel rétt að benda á, að skip fé-
lagsins eru flest orðin gömul
og siglingar þær, sem þau eru
nú í, eru mjög örðugar og reyna
þarafleiðandi mjög á skipin.
Hinsvegar er aðstaðan nú mjög
erfið að því er viðhaldið snertir.
Lítill tími er til aðgerða og fag-
Jært fólk nálega ófáanlegt.
Það er að sjálfsögðu æskilegt
að halda flutningsgjöldunum
niðri, en til þess eru aðeins þrjár
leiðir:
1. Að lækka útgjöld félagsins,
en sú leið má teljast ómöguleg
eins og öll aðstaða er nú.
2. Að Eimskipafélagið tapi
þeim sjóðum, sem það hefir
eignast og verður það þá, að
stríðinu loknu, annað hvort
eignalaust eða þá svo fjárhags-
lega lamað, að það þolir eRki
samkepni við erlend siglingafé-
lög.
3. Að ríkið greiði félaginu
nokkurn hluta af iflutningsgjöld-
unum, þannig, að siglingarnar
gæfu isæmilegan arð.
í þessu sambandi virðist rétt
að benda á, að eins og sýnt
hefir verið fram á í skýrslu hag-
stofustjóra, dags. 17. september
1941, og skrifum bygðum á
henni, þá hafa farmgjöldin alveg
óverúleg áhrif á dýntíðina í
landinu. Samkvæmt þeirri
skýrslu neinur alt farmgjald
allra þeirra vara, sem ganga
beint inn í visitölureikninginn
(að meðtöldum tolli af farm-
gjaldinu og álagningu á það)
um 8 visitölustigum, ríflega á-
Andálæður
Leikurinn, þess sem að liggur,
er léttari en hins sem að stendur;
margra eru fúnar fætur
þó firmar beri þeir hendur.
Þó það sé leikur, að liggja,
ljúft er þó engum að falla;
oft er sá frægur sem fellir,
þó falli hann sjálfur í halla.
Fallinn ei fótum treystir —
fallinn treystir á hendur.
Fáir ráðast á fallinn,
þó felli hann þann sem stenduí.
Forsmáðu ekki hinn fallna,
fallið, var ekki hans galli:
þó lítil þraut sé að liggja,
lag er að verjast falli.
\
Fallinn á fáa vini —
féll, er til vina sótti;
fallinn á fátt á hættu,
fallið er hinum ótti.
Síðasta sigri að hrósa —
sjaldan er áfanginn tryggur:
Sá, sem að felti þá föllnu,
oft fellur um þann sem að liggur.
Ef sannur er sögunnar endi,
að seinastir verði þeir fyrstu,
þá rísa þeir föllnu úr falli,
á fæturna sem að þeir mistu.
—Pálmi.
ætlað.
Frá minu sjónarmiði er það
eðlilegast að farmgjöldin verði
hækkuð, svo að siglingarnar beri
sig, en telji rikisstjórnin heppi-
legra að ríkið greiði hluta af
framgjöldunum, æbti það að
koma í sama stað niður fyrir fé-
lagið.
Spurning sú, sem æskilegt
væri að þjóðin athugaði gaum-
gæfilega er þessi:
Telur hún að Eimskipafélagið
hafi brugðist skyldu sinni í sigl-
ingamálunum síðan stríðið hófst,
eða telur hún æskilegt, að félag-
ið eflist svo, að það geti hafist
handa um endurnýjun og aukn-
ingu flotans a stríðinu loknu,
svo að það geti með eigin flota
annast alla nauðsynlega flutn-
inga þjóðarinnar í frgmtíðinni.
Reykjavik 31. marz 1942.
G. Vilhjálmsson.
(úr ársskýrslu Eimskipafélags
íslands).
Það er sagt, að einn skýja-
kljúfurinn í New York sé svo
hár, að það verði að hafa hjarir
á honum svo hægt sé að láta
hann falla niður til þess að
tunglið komist yfir hann. Ef
þér standið á þaki hans getið
þér tekið i halann á halastjörn-
unura og sleikt rjómaís úr föt-
um mjaltakvennanna. Þér get-
ið teygt yður upp og kitlað engl-
ána undir iljunum.
•
Sönn ást er dálítið, sem marg-
ir hafa talað um, en fáir reynt.
•
—Af hverju stendur storkur-
inn á öðrum fæti?
—Vegna þess, að ef hann lyfti
honum líka, myndi hann detta.
•
Dómari: “Mennirnir tveir börð-
ust með stóluin. Reynduð þér
ekki að stilla til friðar?”
Vitni: “Það var ekki hægt.
Stólarnir voru ekki fleiri.”
Business and Professional Cards
Snowfield & Snowfield
Lögfrœðingar
LANGDON, N. DAKOTA
J. M. SJJOWFIELD
ELLIS G. SNOWFIELD
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
O
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalíin og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgC, o. s. frv.
Phone 26 821
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D. .
fslenzkur lyfsali
Fólk get’ur pantað meðul og
annað með pósti.
Fljót afgreiðsla.
Peningar til útláns
Sölusamningar keyptir.
Bújarðir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tímar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERBEY ST.
Phone 40 3 288
Winnipeg, Manitoba
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiO eftir verðskrd
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Sími 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sími 61 023
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-slmi 23 703
Heimilissími 4 6 341
SérfræOingur i öllu, er aO
húösjúkdðmum lytur
Viðtalstími: 12-1 og 2.30 til 6 e. h.
H. A. BERGMAN, K.C.
íslenzkur lögfrœöingur
•
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
F. S. SNOWFIELD
LögfrœOingur
CAVALIER, N. DAKOTA.
SELKIRK LUMBER
Company
Verzla með
HúsaviO og allar tegundir af
hyggingarefni
Kostnaðaráætlanir veittar ókeypis
Sfmi 254 P.O. Box 362
SELKIRK, MAN.
Thorvaldson &
Eggertson
LögfrœOingar
300 NANTON BLDG.
Talsími 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
*
•
506 SÖMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
• ’
Pœgilegur og rólegur bústaður
í miðbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baðklefa $3.00 og þar yfir
Ágætar máltíðir 40c—60c
Free Parking for Quests
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talsími 86 607
Heimilis talsími 601 562
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur f eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusími 22 251
Heimilissími 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suður af Banning)
Talsfmi 30 877
•
- Viðtalstími 3—5 e. h.
Office Phone Res. Phone
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment