Lögberg - 09.07.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.07.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLÍ. 1942 ----------Högberg--------------------- Gefið út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, L<imited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “Óskabarn íslands” Lögbergi hefir alveg nýverið borist í hend- ur til umsagnar rekstrar- og efnahagsskýrsla Eimskipafélags íslands fyrir árið 1941, sú, er lögð var fram á aðalfundi félagsins í Reykja- vík í öndverðum júnímánuði síðastliðnum: hefir skýrslan margháttaðan fróðleik til brunns að bera, og varpar skíru ljósi á það breytta, og að ýmsu leyti alvarlega viðhorf í reksturssögu þessarar mikilvægu stofnunar, sem skapast hefir vegna stríðsins; sem dæmi þess hve við raman sé reip að draga á vett- vangi íslenzkra siglinga, eins og nú hagar til, nægir að benda á það, að á einu einasta skipi, í einni einustu ferð milli Reykjavíkur og New York, tapaði Eimskipafélagið hátt á fjórða hundrað þúsund króna; frá þessu er skýrt í hinu gagnmerka erindi, er hinn árvakri fram- kvæmdarstjóri þess, hr. Guðmundur Vilhjálms- son, flutti á áminstum aðalfundi; erindi þetta er birt á öðrum stað í blaðinu í heild, með hliðsjón af vestur-íslenzkum, hluthöfum, og þá vitanlega fjölda annara manna og kvenna líka, er ant láta sér um þau afkomu- og menningar- mál, er íslenzku þjóðina varða. Eimskipafélag íslands er nú tuttugu og sjö ára að aldri; það átti aldarfjórðungsafmæli árið 1940, og gaf þá út skrautlegt og stórvand- að minningarrit; er þar gerð ljós grein fyrir þeim tildrögum, er til stofnunarinnar leiddu, ásamt nákvæmu yfirliti yfir þróunarferil fé- lagsins. Stofnun Eimskipafélags íslands olli mikil- vægum straumhvörfum í siglingasögu hinnar íslenzku þjóðar; með því steig þjóðin eitt hið giptusamlegasta spor sitt í raunverulega sjálf- stæðisátt, og haslaði frelsisfána sínum völl vítt um breið og brimótt höf. Eimskipafélagið hefir réttilega verið kallað “Óskabarn Islands,” og mun halda áfram að verða það, því fyr en síðar léttir af þeirri öfugstreymisþoku, sem fyrir lítt viðráðanlega rás viðburðanna, þreng- ir að framkvæmdum þess um stundarsakir. íslendingar fögnuðu stofnun Eimskipafé- lagsins í ljóði; þeir eru ljóðrænir menn, og yrkja svo að segja um alla skapaða, og óskap- aða hluti milli himins og jarðar; og yrkisefnin hafa þráfalt verið óverulegri en þegar hér var komið sögu; í einu kvæðanna, sem helgað var Eimskipafélaginu, er þannig komist að orði: “Þjóðarvonir sveima við súðir, siglir blessun með skipum þessum, fornar vættir fara á eftir, fylg.ia þeim yfir allar bylgjur. Flytur þetta föruneyti feginsboð suðr í morgunroða. Aftur er lifnað af aldasvefni unga ríkið á norðurbungu.” íslenzka þjóðin átti að miklu leyti nýstofn- uðu Eimskipafélagi sínu líf sitt að launa meðan á stóð styrjöldinni frá 1914—1918, og hún á það ekki síður nú í þeim geigvænlega hildar- leik, sem yfir stendur; spámannleg orð skálds- ■ ins í áminstum ljóðlínum, mála það jafnvel aldrei skírar en nú, hver blessun hefir siglt með skipum Eimskipafélags íslands íslenzku þjóðinni til handa frá upphafi vega og til þessa dags. Með drengilegri þátttöku sinni í stofnun Eimskipafélags Islands, stigu Vestur-Islend- ingar hið veigamesta þjóðræktarspor sitt gagn- vart stofnþjóðinni heima; það sporið, sem jafn- an mun talið verða þyngst á metum, þá hug- leidd eru gaumgæfilega afskiftatengslin milli íslendinga austan hafs og vestan; þar eru það verkin, sem tala. Gagnkvæm samúð meðal íslendinga í báð- um heimsálfum, fer nú árlega í vöxt, og má slíkt teljast óumræðilegt fagnaðarefni. Hjarta- lagshitann að heiman, má glðgt kenna af ný- legri ráðstöfun Alþingis um styrk til náms fyrir vestur-íslenzka mentamenn við Háskóla fslands. Vér eigum marga hollráða “brúarsmiði,” er mikið leggja á sig til verndar menningar- sambandinu milli Austur- og Vestur-íslend- inga; þeim þarf enn að fjölga! Ræða FLUTT VIÐ ÚTFÖR JÓHANNESAR HAGAN FRÁ REYKJAVÍK í Fyrsiu lúiersku kirkju í Winnipeg, 2. júlí '42, af presti safnaðarins, séra Valdimar J. Eylands. “Nú varir trú, von og kærleikur, þettn þrent, en þeirra er kærleik- urinn mestur.” I. Kor. 13:9-13. Eg hefi valið þessi alkunnu orð til athugun- ar og áminningar í dag, vegna þess að mér finst þau eiga sérstakt erindi til okkar á þess- ari sorgar og saknaðarstund. Þessi orð minna okkur óbeint á það sem öllum er þó ljóst sem um lífið hugsa, og veita rás viðburðanna nokkra eftritekt, að alt sem snýr að skynheimi okkar mannanna er á hverfanda hveli, að þekk- ing okkar er í molum, við sjáum aðeins sem í skugggsjá og óljósar myndir flögra fyrir hug- arsjón okkar. Þessi hverfleiki hlutanna, eink- um hins unga lífs, veldur okkur sárum söknuði og djúpum trega. Við hrópum með deyjandi skáldinu: “Meira ljós!” Við grípum fegins hendi hvert hálmstrá á bakka elfunnar miklu, svo við sökkvum síður í kaf örvilnunar og bölsýnis. En yfirlýsingin sem felst í þessum helgu orðum er meira en hálmstrá. Þau fela í sér gullin og guðdómlegan sannleika. Hver sá, sem þeim sannleika trúir sem þau benda á, hefir fasta jörð undir fótum þótt stormarnir geysi, og regnið dynji á hreysi mannlegs lífs. Þessi sannleikur varpar vonarljósi yfir þá raunalegu reynslu mannanna er þeir hljóta að kveðjast hinztu kveðju hér á jörð. , "Trúin varir," segir postulinn, og á öðrum stað segir hann: "irú vor hún er siguraflið sem hefir sgirað heiminn." Þau orð má til sanns vegar færa á fleiri en einn hátt. I fljótu bragði kann svo að virðast að trú mannanna sé marg- víslegs eðlis. Má þar telja trúna á sjálfan sig, trúna á tækifæri lífsins, trúna á sigurmátt hins góða, trúna á forsjón Guðs og handleiðslu í blíðu og stríðu, trúna á hæfileika og hugar- snilli mannsins. Þessi síðastnefnda tégund trúar hefir gjört mönnunum það mögulegt að beisla náttúruöflin, og hún hefir einnig gjört íluglistina mögulega. Sú list hefir orðið mönn- unum til mikillar blessunar, enda þótt henni sé nú, eins og svo mörgum öðrum hæfileikum og margþáttaðri tæljni mannsins, beitt til böls og víga. Mér er ekki kunnugt um andlegan trúarþroska þessa unga manns. Ef til vill hafði hann, eins og títt er með ungum mönnum, gefið andlegum og trúarlegum málum lítinn gaum. Er þetta alls ekki sagt honum eða jafnöldrum hans til lasts. Hann var svo ung- ur, lífið blasti við honum langt og fagurt. tækifærin virtust svo fjölmörg til að hugsa um “upphaf og endi, guð og mann, um lífsins og dauðans djúpin” og önnur dýpstu rök til- verunnar. En hvað sem því líður átti hann þá trú sem er sameiginleg öllum heilbrigðum æskumönnum: trúna á lífið og tækifæri þess, trúna á mátt sinn og hæfileika, trúna á sína eigin framtíð. 1 æðum hans ólgaði blóð far- mannsins eins og títt hefir verið um íslend- inga í þúsund ár, hann var knúður af hug- dirfsku æskumannsins, og trausti ofurhugans. Þessvegna hikaði hann ekki við að sigla einn af farþegum um hættuleg höf á síðastliðnum vetri til að leita sér frama í fjarlægu landi, og ryðja sér braut í þeim farvegi atvinnulífs- ins, sem enn er næsta fáfarinn með heimaþjóð vorri. I þeirri trú að sér mundi takast þetta, kom hann hingað vestur, og hóf nám við einn af fluglistarskólum borgarinnar. Mér hefir ávalt fundist að þeir, sem fluglist stunda standi feti nær eilífðinni daglega en aðrir menn. Sundið á milli lífs og dauða er svo örmjótt, og oft má svo lítið út af bera, eins og raun ber vitni í þessu sorglega og sviplega tilfelli, sem hefir svift hann lífinu. Þeir, sem ferðast um farvegu loftsins eru svo oft ofar skýjunum, atvinna þeirra og hin stöðuga hætta, sem þeir standa í, hlýtur þráfaldlega að lyfta hugum þeirra upp yfir alt hið smáa og hversdagslega, og færa þá nær Guði í hugsun. og bæn. Og einnig þar kemur trúin til greina. 4 I mætti trúarinnar á list sína, og á forsjón Guðs sigra þeir alla hræðslu svo þeir verða öruggir í stefnu sinni og starfi. En trúin sigrar ekki aðeins heiminn, nátt- úruöflin og hræðsluna í hennar mörgu mynd- um, heldur einnig dauðann sjálfan. Sterkustu rökin fyrir framhaldi lífsins, er einmitt þessi raunalega reynsla, og önnur svipuð tilfelli. Til hvers skyldi hið unga líf kveikt, til hvers skyldu menn ala þrár í hjarta, til hvers skyldu menn yfirgefa ættland og ástvini til að leitast við að þroska sig til einhvers starfs, og vera svo sviftir lífinu á einu augnabliki, eiginlega áður en það byrjar fyrir alvöru, ef ekkert annað augnablik væri svo til í vitundarlífi hins einstaka manns? Þá væri tilveran grimm og tilgangslítil. Þá værum vér mennirnir aumk- unarverðari eri dýr merkurinnar sem enga eiga von og engin þrá er í brjóst borin. En vér eigum ekki þann Guð að föður, sem þannig eyðir tíma barna sinna, eða þannig blekkir með tálvon þá sköpun sem gjörð er í hans eigin mynd. Við trúum því að hann sem þráði að fljúga og flaug, en féll inn í f%ðm dauðans hafi ekki fallið út úr tilverunni, heldur hafi hann flogið beint inn í faðm Gúðs. Við trúum því að hann hafi, þrátt fyrir fall loftskipsins, lent skipi sál- ar sinnar á strönd eilífa lífsins. Þessi trú sigrar örvænting vora og sorg, og vér vonum að sú trú græði um síðir sorgarSár þeirra, sem hér eiga um sárast að binda. "Nú varir trú. og von" segir postulinn. Trúin og vonin eru svo náskyldar, að naumast verður á milli greint. Þegar við erum í raunum stödd, vonumst við eftir heppilegri úrlausn mála; þegar við erum veik, von- umst við eftir bata; þegar við fremjum syndir og hrösum von- umst við eftir fyrirgefning Guðs og góðra manna; þegar við bú- um yfir sorg hlökkum við til þeirra daga er gleðin sækir oss aftur heim; allan þann tíma sem við erum í holdinu vonum við, misjafnlega ljóst, en vonum þó, að við munum síðar njóta samvista við þá sem við höfum elskað og mist, og þess lífs sem aldrei dvínar. Okkur verður að þessum vonum; þær eru ljósið, sem lýsa fyrir okkur; án þeirra væri lífið með öllu óbærilegt. Þessi ungi maður átti sér sjálf- sagt margar fagrar vonir, og hugljúfa drauma. Eins og öðr- um heilbrigðum æskumönnum var honum í eðli borin von um frama, og ef til vill lét hann sig dreyma um frægð. Hann von- aðist vafalaust eftir því að geta glatt föður sinn, er hann kæmi aftur heim, fullnuma í list sinni. Hann vonaði að sér mætti auðn- ast að verða heimaþjóð sinni og ættlandi til gagns og sóma í þeirri<atvinnugrein, sem hann hafði valið sér. Og hver er sá sem þorir að fullyrða, þrátt fyrir það sem orðið er, að þess- ar vonir muni reynast tál? Sæll er sá, sem getur horft augum vonarinnar út yfir hverfleika mannlegs lífs og sagt: “Vér sjáum hvar sumar rennur með sól, j^fir dauðans haf. Og lyftir í eilífan aldingarð, því öllu sem Drottinn gaf. En þegar við stöndum eins og nú, frammi fyrir ráðgátum lífs og dauða, er okkur holt að minnast þess að sterkasta aflið í heiminum er ekki þrumur hafs og brimgnýr, ekki heldur bryndrekar þeir, sem höndum eru gjörðir, hvort sem þeir hrærast í lofti, á láði eða í legi. Trúin er sterk, vonin er dásam- leg, en kærleikurinn er þeirra mestur. Við sjáum þess ljós dæmi nú á þessum dögum hversu heimurinn verður sund- urtætt eyðimörk, og hversu mannlífið er meiningarlaust, þar sem kærleikurinn er fótum troðinn. Kærleikurinn er mest- ur af því hann græðir sárin, sameinar þjóðirnar, kallar fram hið bezta og göfugasta í hjört- um mannanna, og færir þá nær Guði. Kærleikurinn er hið sterka band, sem tengir hugi og hjörtu íslenzkra manna, báðu megin við hin bráðu höf. Þótt við ís- lendingar séum að mörgu leyti ólíkir að upplagi og skapgerð erum við tengdir þessum órofa- böndum kærleikans hvar í heimi sem við erum staddir. Þjóðernið, tungan og trúin, er sú heilaga þrenning, sem allir íslenzkir menn lúta. Þessvegna er það, að við hér vestra fögn- um ávalt góðum gestum að heiman; þessvegna er það að okkur eru réttar hendur kær- leika og samúðar austan um haf. Eg hika ekki við að segja að Jóhannes Hagan, þótt ungur væri, og þótt hann náms síns vegna, sem hann stundaði með áhuga og alúð, gæti ekki gefið sig verulega að löndum sínum hér vestra þann stutta tíma sem hann dvaldi hér, var af öllum sem kyntust honum talinn einn af okkar góðu gestum. Við tók- um á móti honum í kærleika, og nú kveðjum við hann í kærleika og með sárum söknuði. Við rétt- um föður hans og systkinum hönd vora yfir hafið í innilegri samúð og með einlægri hlut- tekning. Eg vil leyfa mér að geta þess að eg sá þennan unga mann samdægurs og hann kom til borgarinnar í vetur. Hann kom þá heim til mín ásamt nokkrum öðrum æskumönnum, og við . nutum kvöldstundar saman. Eg veitti honum þá strax sérstaka eftirtekt, ef til vill vegna þess að hann var alveg nýkominn að heiman, en frekar þó vegna þess hve mér fanst hann fallegur piltur og prúður í allri framkomu. Mér virtist alt háttalag hans bera vott um göfugt innræti og gott uppeldi. Eg sá hann einnig nokkrum sinnum síðar, en fékk aldrei ástæðu til að breyta hinni fyrstu skoðun minni á honum. Eg hygg að öllum öðrum, sem kyntust honum hafi fundist slíkt hið sama um hann. Hann var svo ungur, hann virtist svo sak- laus, hjartahreinn og óspiltur af heiminu að hverjum manni hlaut að þykja vænt um hann, og óska þess að hann væri sann- ur fulltrúi íslenzkrar æsku. Það er sannfæring mín að sú þjóð, sem á slíkum æskumönnum á að skipa, og fær að njóta krafta þeirra, sé auðug, þrátt fyrir fá- tækt og smæð á mælikvarða hinna svonefndu stórþjóða heimsins. Höfuðskáld okkar Vestur-Is- lendinga, Stephan G. Stephans- son, segir í Illugakviðu sinni um söguhetju sína, sem einnig dó ungur: “Sloppinn við þulu um æfileið öfuga, Illugi á söguna stutta en göfuga ...” Mér virðist að þessi orð eigi við um Jóhannes Hagan. Við hefðum kosið að eiga samleið með honum lengur, og hefðum fagnað því að sjá hann hverfa útlærðan í list sinni heim til átthaga sinna og ástvina. En þar sem þetta átti ekki fyrir honum að liggja, þökkum við samt Guði fyrir góðan dreng, dreng, sem skilur eftir í minn- ingu ástvina sinna heima, og vina sinna hér: “söguna stutta en göfuga.” Guð blessi minningu hans, og heimför með þeim hætti sem nú skal verða. Guð gefi ást- vinum hans og okkur öllum hugfró og þann sigurmátt, sem stafar af orðunum helgu: “Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrent, en þeirra er kær- leikurinn mestur.” Office of the Minisler DEPARTMENT OF NATIONAL WAR SERVICES -C» June 25, 1942. Judge W. J. Lindal, President Canada Press Club of Winnipeg Winnipeg, Manitoba. My dear Judge Lindal: On this occasion when the people of Canada are paying special honour to the men of the Army, I take great pleasure in sending to t'he meraber papers of the Canada Press Club of Winnipeg a message of apprecia- tion to them for their excellent support of war services and a greeting to all those soldiers and their familiés who regularly read these papers. In every edition of these papers we read of soldiers who have enlisted, and of soldiers who have taken their part in some military activity, here in Canada or abroad. We are proud of these men and we are proud of the families from which they corae. The fighting tradition of Canada with its varied races is being upheld magnificently by these fine young men in uni- form. It is also supported splendidly by the men of the press, who sit behind the editor’s cluttered desk, who set the type, Who ink and roll the papers, and who mail them to every part of Canada. To the men in uniform, and to the men of the press, working together for Victory, I send warmest greetings. Yoúrs sincerely, J. T. Thorson. Við Friðarbogann Einn hinn fegursti blettur, sem fprðamann ber að, er við Frðarbogann (The Peace Arch) er stendur á landamerkjalínu Bandaríkjanna og Ganada i Blaine í Washington ríki. Bæði löndin leggja mikla rækt við að prýða staðinn og hafa þau í sameining og samvinnu myndað undurfagran listigarð umlhverfis bogann. Liggur aðal keyrslu- vegur strandarinnar (The Pacific Highway) um þann listigarð rétt við friðarbogann. Það er upp- lyftandi og hressandi að keyra eða ganga í því friðar-andrúms- lofti er þar riki og njóta feg- urðarinnar, sem þar býr. Manni finst sem sá staður sé heilög jörð.” Nýlega lá leið mín um þenna fagra friðarstað. Sólin skein i heiði. Grænir vellir og fagrir blómabeðir brostu hýrlega við ferðamanninum. Og í miðjum þeim blóma stóð friðarboginn hár og tignarlegur. Frá burst- um hans risu tvær flaggstangir og hlöktu þar hlið við hlið fán- ar Bandaríkjanna og Canada. Var það í sannleika fögur og til- komumikil sjón. Urðu þá cftir- ífarandi erindi til: Er illri bliku ófriðs gránar alheims loft um dægrin löng, tveggja landa friðarfánar fagrir blakta stöng við stöng. Friðarbogi fagur innir friðarorðin þung og blíð, oss hann stöðugt á það minnir, óþörf eru þjóða stríð. Þessar miklu megin þjóðir meir en hundrað ára bil hafa verið vinir góðir, — vígi ekktert átt hér til. Helgi lönd vor himnafaðir, hjálpi Jreim að forðast grand! Veri um allar aldaraðir óskert þeirra friðarband! Kolbeinn Sæmundsson. Frá Blaine Þegar eitthvað skeður í fyrsta sinn, er það oftast talið fréttir. Nú verður það í fyrsta sinn, að íslendingar í Bellingham, Blaine, Point Roberts og Vancouver, B.C., taka saman höndum um íslenzkan þjóðminningardag, 26. þ. m. Fratnkvæmdarnefndin hefir gert sér alt far um að búa svo undir að þessi dagur verði sem ánægjulegastur fyrir alla er hann sækja, því hún gerir sér von um, að þessi byrjun á sam- vinnu skapi framhaldandi sam- band bygðanna um þjóðræknis- málin um mörg ókomin ár. Söngflokkurinn, sem getið er um 1 auglýsingu á öðrum stað í þessu blaði, er skipaður söng- kröftum allra fjögurra bygð- anna. fslendingum í Vancouver er sérstaklega bent á að þeir þurfa ekkert “Passport,” eða önnur slík skjöl, til að sækja hátíðina, þar sem hún er haldiu í Peace Arch Park, á landamær- unum. Ennfremur vill nefndin taka það fram, að Iþeir, sein kunna að þurfa að nota járn- brautarlestina frá Vancouver, ættu að kaupa farbréf til White Rock. Þar mæta þeim bílar frá Blaine og taka þá á samkomu- staðinn. Frekari upplýsingar geta þeir fengið hjá Magnúsi Eliassyni, 26 West Broadway, eða Halldóri Friðleifssyni, sími Highland 6032R. Borðar eru til

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.