Lögberg - 09.07.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.07.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN S. JÚLÍ. 1942 Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. -f ♦ 4 MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR + Næsti fundur stúkunnar Skuldar verður haldinn á heim- ili Mrs. G. Brandson, 471 Queen Street, St. James, fimtudags- kvöldið þann 9. þ. m. -► -f -t- Með Goðafossi komu ti' New York í júní, eftirgreindir farþegar: Hinrik Björnsson ásamt frú sinni, og séra Jóhann Gunnars- son. Hinrik er sonur Sveins Björnssonar ríkisstjóra, og verð- ur hann ritari íslenzku sendi- sveitarinnar í Washington. -f -f 4- Jóhann Björnsson, kunnur af vísum og blaðaskrifum, lézt þann 3. maí siðastliðinn, að iheimijli Olivers sonar síns i Markerville-bygðinni í Alberta; hann var 85 ára að aldri. Minn- ingargrein um þenna sérstæða frumherja eftir séra Rúnólf Marteinsson, birtist hér í blað- inu við fyrstu hentugleika. PRATT & EGGERTSON Barristerst Solicitors, Etc ARNI EGGERTSON, K.C., EL.B. (Member Manitoba Bar) R. J. PRATT, LL.B. WYNTARD, SASK. Canada Mr. Kristinn Thorsteinsson húsagerðarmeistari frá Seattle, Wash., var staddur í borginni í vikunni, sem leið, ásamt frú sinni og tveimur börnum. I ♦ ♦ 4* Mr. Gísli Eiríksson frá Camp- bell River, B.C., hefir dvalið hér um slóðir í þriggja vikna tíma; hann átti heima alllengi að Oak Point, og skrapp þangað norður, og til Lundar, í heimsókn til ættingja og vina. Mr. Eiríksson hélt heimleiðis á miðvikudaginn. -f -f -f Mr. Gilbert Johnson, sonur Mrs. J. K. Johnson, 352 McGee Street hér í borginni, lauk ný- lega Bachelor of Science prófi í Group Work Education við George Williams Y.M.C.A. Col- lege í Chicago. Mr. Johnson, sem er hinn efnilegasti maður, hefir þegar fengið álitlega stöðu við Broadview Y.M.C.A. í Toromto. -f -f -f Nýlega voru geTin saman í hjónaband í St. Simon’s kirkj- unni í Toronto, þau Miss Pauline Johnston og Squadron Leader Robert Edward Waller, sonur Mr. og Mrs. Wallace Waller þar í borginni. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Peter Johnston frá Vancouver; móðir hennar er ís- lenzk, Jónína Jónsdóttir, ættuð úr Reykjavík; voru foreldrar hennar þau Jón Hannesson og Elín Pálsdóttir. Canon C. A. Moulton fram- kvæmdi hjónavígsluathöfnina. Framtíðarbeimili ungu hjónanna verður í Ottawa. Móðir brúðar- inna, Mrs. Johnston, var við- stödd vigslu athöfnina, og kom hingað til borgar að austan seinnipart fyrri viku. ISLENDINGADAGURINN í SAMUEL HILL MEMORIAL PARK Blaine, Washington 26. JÚLÍ, 1942 Forseti dagsins: MAGNÚS ELÍASSON Söngstjóri: L. H. THORLAKSON Framkvæmdarnefnd: Magnús Elíasson, Andrew Danielson, A. E. Kristjánson, H. S. Helgason, Jakob Vopnfjörð. Söngnefnd: H. S. Helgason, L. H. Thorlakson. SKEMTISKRÁ: Ó guð vors lands Söngflokkurinn Ávarp forseta Magnús Elíasson Einsöngur Ninna Stevens Kvæði: Minni íslands Dr. Richard Beck Islenzkir söngvar Söngflokkurinn Kvæði ..........................Jónas Pálsson Ávarp Hon. Belle Reeves (for the State Parks Board) Ávarp Hon. K. L. Maitland (for the Province of British Columbia) íslenzkir söngvar Söngflokkurinn Kvæði ..................f.....Jakobína Johnson Einsöngur ......................Ninna Stevens Kvæði Páll Bjarnason íslenzkir söngvar ............Söngflokkurinn Aðalræða dagsins Hon. Thor Thors íslenzkir söngvar .....m.......Söngflokkurinn GOD SAVE THE KING MY COUTRY ’TIS OF THEE ELDGAMLA ISAFOLD Snyrtileg . . . Þœgileg . . . Afnotugóð Qatonia FÖT 'Tneö tvennum buxum $29.50 Búin til úr ekta ullar tweeds og fallegu worsteds. Einhnept og tvíhnept drapc snið. Fötin samanstánda af treyju, vesti og tvennum löngum buxum. fíoijs’ Clothing Section, Fifth Floor, Hargrave. ST. EATON C?,m,TEo Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur saumafund til arðs fyrir Rauða krosinn í fundarsal kirkjunnar, kl. 2 e.h. í dag, fimtudaginn þann 9. þ.m. -f -f -f Hin árlega iðnaðarsýning Ár- borgarbúa, fer fram í Árdalsskól- anum á föstudaginn þann 10. þ. m. Til skemtana verður meðal annars ihlaup .fyrir börn, sýnishorn af “Adult Education” í Manitoba og kvikmyndir af stríðssókninni; vafalaust verður sýning þessi fjölsótt, eins og að undanförnu. -f -f -f Gefin saman i hjónaband á prests'heimilinu í Selkirk af sóknarpresti, þann 27. júní: Bruce Thompson, Selkirk, Man. og Grace Arline Jónasson, sama staðar. Brúðguminn er af ensk- um ættum, en brúðurin er dóttir Jacobs Klemenssonar Jónasson- ar og konu hans Kristinar Sigurdur, eru þau búsett norður með Rauðará austanverðri; rek- ur Jacob þar búskap í stórum stíl ásamt sonum sínum. Heimili ungu hjónanna verður í Selkirk. -f -f -f TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉL. Kaupið Tímarit Þjóðræknisfé- lagsins á meðan það fæst alt frá byrjun. Sumir árgangarnir verða bráðum ófáanlegir. 23 árg. óbundnir $ 8.05 23 árg. í góðu, gyttu bandi, 6 bindi, án auglýsinga .......... 19.00 21 árg. i góðu, gyltu bandi og tveir árg. ó- bundnir, 7 bindi, aug- lýsingarnar bundnar með ................ 20.30 Póstgjald aukreitis. Sendið pantanir ykkar sem fyrst til BJÖRNSSON'S BOOK STORE 702 Sargenl Ave., Winnipeg. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdirnar J. Eylands prestur. Guðsjþjónustur fara fram á íslenzku kl. 7 á sunnudagskvöld- um í júlí og ágúst. Engar árdegismessur né sunnudagaskóli fyr en með byrj- un september. -f -f -f Messa í Churchbridge: Þ. 12. júlí verður messað i Konkordia-kirkju og barna- spurningar til undírbúnings und- ir fermingu og sunnudagaskóli á eftir messu. S. S. C. -f -f -f Prestakall Norðuf Nýja íslands Sunnudaginn 12. júlí: Víðir, messa kl. 11 f. h.; Hnausa, messa kl. 2 e. h.; River- ton, ungmennafélags stofnfund- ur kl. 8 e. h. Til þess er mælst, að væntan- leg fermingarbörn í Víðir og Hnausa gefi sig fram sem fyrst. B. A. Bjarnason. -f -f -f Sunnudaginn 12. júlí verða messur sem fylgir í prestakalli séra H. Sigmar: Fjalla, kl. 11 f. h.; Hallson kl. 2.30 og Vídalín kl. 8 að kveldi. Allar þessar messur á íslenzku. Allir boðnir og vel- komnir. -f -f -f Guðsþjónustur í Vatnabygðum Westside School, kl. 11 f. h., íslenzk messa. Foam Lake kl. 2.30 e. h., ensk messa Leslie kl. 8 e. h., ensk messa. B. T. Sigurdson. Hjón ein í Van Nuys í Kali- forniíu, sem vildu selja hús sitt og kaupa annað, lögðu inn tilboð á afgreiðslu blaðs, þar sem birst hafði freistandi auglýsing um hús til sölu. Þau komust að því skömmu síðar, að þau höfðu svarað sinni eigin auglýsingu. -f f ortland fór alsgáður lög- regluþjónn ofan í vasa drukkin.s manns og dró upp höggorm. Rock Lake Summer School Suðvestur Manitoba á marga fagra staði. Einn af þeim er dalurinn, sem Rock Lake er í. Nokkru vestar í dalnum er Pelican Lake, og við enda þess hið fræga Ninette Sanatorium. Að Norðanverðu við Jlock Lake, ekki alveg við austurenda þess, er Rock Lake Hotel. Þar er sími og ágætur staður til nætur- gistingar. Nokkur hundruð faðma vestar með ströndinni er, eftir vegi með fjörumáli eru búðir þær, þar sem unga fólkið hefir undanfarnar vikur, haft bæki- stöðvar sínar. Hver hópur um vikutdma í senn. Okkur íslenzk- um ungmennum er það keppnis- mál að vera þarna sem flest vikuna frá 13.—21. júlí. Þessa viku dvelja’þar um 90 stúlkur. Vikuna síðustu voru þar um 115 drengir. Flestir koma með bil. En eins og áður er auglýst fer lest frá Winnipeg hvern mánu- dag kl. 9.50 f. h. til Glenora, og munum við sjá um að mæta þeim, sem þannig koma og flytja 'þá til sumarskólans. Kom- ið vel útbúin, því sumarið hefir verið seint á ferð. Aðrar leiðir til þessa sumarstaðar eru lestir til Crystal Gity eða Clearwater, sem <þó eru lengra frá og svo Baldur, sem er lengra norður. Mölbornar brautir liggja alstað- ar að þessum veiði- og sumar- verustað ferðafólks. Sumarskól- inn eins og að undanförnu vill verða að gagni hinum ungu, um lífsleiðsögn og kristileg mál. Undir berum himni getum við lært að skilja Guð, og lesa úr lögum hans í náttúrunni ótal margt oss til góðs. “Guð, allur heimur eins í lágu og háu, er opin bók um þig er fræðir mig. Já, hvert eitt blað á blómi jarð- ar smáu, er blað sem margl er skrifað á um þig.” Beztu menn íslenzku Synod unnar verða þarna ungdóminum til leiðbeiningar. Gestir og trú- boðar munu, og sækja oss heim. Þér, sem kunnið að leika á eitt- hvert hljóðfæri svo sem fiðlu, guitar, banjo, accordion, mouth organ eða því um líkt komið með það. Svo við getum sung- ið við kvöldeldana, og skemt hvort öðru. Á sunnudaginn þann 19. verður “Open Camp” og erum við þá sérstaklega reiðubúin að veit ykkur viðtöku. En minnist þess líka að þér eruð velkomin hvern dag sem þér eigið hægt með að koma. Sex dollara kostar að vera allan tím- ann. Innan skamms vonum vér að eignast okkar eiginn sumar- bústað útbúinn eftir beztu föng- um, en þar til það verður virki- leiki, mætumst vér hingað og þangað, undir misjafnlega góð- um aðstæðum, o>g höldum hreyí- ingunni og hugsjóninni vakandi. Mætumst sem flest við Rock Lake í þetta sinn. Þið, sem þurfið með Winnipeg-Glenora lestinni að koma, gleymið ekki að kalla upp í tíma Mrs. H. F. Danielson. Wpg. sími: 38 528. Það mun spara ykkur álitlega upphæð. Við mætum ykkur í Glenora. Fyrir hönd Bandalags lúterskra kvenna. E. H. Fáfnis. TIL I>ESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SAROCNT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES TRIJMIP TA\I ST. JAMES Phone 61 111 OÁNARFREGN Miðvikudaginn 17. júní dó Mrs. María Thorlacius á heimili sínu suður af Garðar, N.D., eftir næsta langa sjúkdómslegu. Hún fæddist á Eyrarlandi í Eyja- firði 22. desember 1865. For- eldrar hennar voru Sigfús Jóns- son Bergmann og Thorunn Jóns- dóttir. María fluttist með for- eldrum sínum til Ameríku árið 1882, og þá beina leið til Garðar- bygðar þar sem hún bjó ávalt síðan. Haustið 1884 (28. nóv.) gift- ist hún Hallgrími Thorlacius, er dó hér í bygð 8. maí árið 1931. Þeim hjónum varð 9 barna auð- ið. Lifa 5 af þeim í N. Dak., en 4 í Wynyard, Sask. María sál. var góð kona. Hún var kyrlát og hæg í fasi, vinur vina sinna og mjög vel látin. Hún var meðal annars auðkend af trúmensku vif sín störf og hógværðarandú. Hún var mjög ræktarsöm við heimili sitt og ástrik eiginkona og móðir. Naut hún og mikils ástríkis af sinum nánustu. í ýmsu félagsstarfi átti hún líka góðan Iþátt, einkum í safnaðar- og kvenfélagsstarf- semi bygðarinnar. Jarðarför hennar fór^ fram sunnudaginn 21. júní frá heim- ili hennar og Garðar-kirkju. Mrs. W. K. Halldórson frá Mountain söng sóló. Séra H. Sigmar jarðsöng. Munurinn á öreiga og miljóna- mæringi er m. a. í þvi fólginn, að sá fyrnefndi fjargviðrast yfir /því, hvað hann eigi að eta næst, en sá síðarnefndi yfir þvi, sem hann át siðast. SMÆLKI Húseigandi ' við tilvonandi leigjanda: Við erum ákaflega rólegt fólk og okkur er illa við hávaða. Eigið þér börn? —Nei. —Píanó, útvarp eða grammó- fón? —Nei. —Leikið þér á nokkurt hljóð- færi? Eigið þér hund, kött eða páfagauk? —Nei, en það ískrar ögn i sjálfblekungnum minum, er eg skrifa með honum. 4- Kona nokkur i Salt Lake City var að bisa við að koma stóru útvarpstæki gegnum dyrnar á íbúð sinni. Alt í einu lcom hún auga á karlmann á ganginum og bað hann að aðstoða sig. Konan skýrði manninum frá frá, að hún væri að koma útvarpstæk- inu undan, vegna þess að hún byggist við að þá og þegar myndi lögtaksmaður koma til að gera lögiak i| tækinu fyrir ógreiddum skatti. Þá kom í ljós, að mað- urinn, sem hún hafði beðið um aðstoð, var enginn annar en lögtaksmaðurinn. — (Lesbók). ■f í Ameriku er sögð þessi saga: —Maður nokkur fékk bréf frá ættingjum sínum í Þýzkalandi, sem var á þessa leið: “Kæri frændi í Ameríku! Okkur líður prýðilega. Enginn hefir liðið neitt. Hitler leiðir þjóðina til velmegunar. Hendrick frændi, sem ekki var á söimu skoðun, var jarðaður í gær.” 4- “Hitler mundi beinlínis fagna yfir hinu velsældarlega útliti yðar!” "Já, þú ert forsjál . . . eða ertu? Eg hafði sömu hugmynd áður en kreppan skall á, en þá lærði eg lexíu!" "Við hefðum verið drjúgum forsjálli, ef við hefðum lagt minna af peningum okkar í bún- inga okkar, en meira til útbúnaðar piltunum, sem eru að verja okkur. Hvernig? Með því að skuldbinda okkur til þess að fara sem flesls á mis, til þess að þeir gæti haft allan nauðsyn- legan stríðsútbúnað!" "Þér viljið að þeir sigri, eða er ekki svo? Þá er um að gera að kaupa vikulega Stríðssparn- aðarskírieini. Með þessum hælti getið þér veitt þeim aðstoð. Samtímis því að spara, stuðlið þér að því, að verðlag hækki ekki von úr viti, og hafið bygt um nokkurn öryggissjóð, sem grípa má lil, er mest reynir á. Sönnum forsjálni vora að fullu í verkunum!" Kaupið Stríðssparnaðarskírteini hjá bönkum, pósthusum, hjfsölum, matv0.ru- og smásölubúðum. National War Finance Committee 3-8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.