Lögberg - 16.07.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.07.1942, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines V** mers ati For Better Cot* ‘V Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines . , _ A , \ V«V^e® Cor- and * Salisfaclion S5. ARGANGUR í hjúkrunarkvennasveit á Islandi LIEUT. ANN T. OLAFSON Þessi prýðisvel gefna stúlka, er nú stödd á íslandi. og stund- ar þar hjúkrunarstörf í þjón- ustu Bandaríkjahersins. Miss Ólafson er fædd að Garðar, N.D., dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. J. Ólafson; hún er útskrifuð í hjúkrunarfræði frá Ancker spítalanum í St. Paul. Miss Ólafson kann íslenzkuna reip- rennandi, og fagnar yfir því, að geta að fullu beitt henni heima. í bréfí ‘.1 móðJr sinn- ar, kemst Miss Ólafson meðal annars þannig að orði: “Eg er þakklát fyrir það, að geta beitt íslenzkunni í tali við Þjóðverjar brjótast í gegnum víglínu Rússa á þremur stöðum Leifturstríð Þjóðverja í Rúss- landi, hefir færst svo í aúkana undanfarna viku, að borgirnar Voronezh og Rostov eru sagð- ar í bráðri hættu; þá hafa Nazist- ar einnig rofið víglínur Rússa í Kalinin héruðunum; mannfall af hálfu Þjóðverja er talið geisilegt. fólk á íslandi, þó hægt sé að komast af án hennar, þar sem fjöldi fólks talar ágæta ensku og mörg önnur tungumál. En afstaða fólksins verður frjáls- mannlegri, þegar við það er talað á þess eigin máli; fólkið er djarfmannlegt en fáskiftið; gestrisnin á naumast nokkurn sinn líka.” Spjöll af völdum rekdufla í Borgarfirði eystra í vikunni sem leið, urðu all- miklar skemdir á húsum í Borg- arfirði eystra af völdum tund- urdufla, sem sprungu þar í fjöruborðinu. — Gluggarúður brotnuðu í mörgum húsum, og fólk varð að flýja hús sín. Ekkert tjón v^rð á mönnum. í Dalvík hefir rekið tundur- dufl alveg fyrir framan þorp- ið. Hefir fólk flúið þar hús, af ótta við að duflið springi. — Annað dufl hefir sézt rekið ekki langt frá þorpinu. —(Mbl. 8 apríl). Heimanmundurinn Gull og silfur gat hún eigi Gefið þeim í hönd, Sem á hörðum harma degi Héldu burt frá strönd. Höfuðstól og heimanmundinn Höfðu drjúgum létt Fákæn sjtórn, við fátækt bundin, Fégjörn okurstétt. Veganesti af auðlegð andans Öllum gaf hún ríkt. Þar var ekki, á leiðum landans Lán hjá öðrum sníkt. Barnsins traust; sem bænir rækir Brynja trúar-stáls; Skapgerð þá er sigur sækir; Sverð hins djarfa máls. Stríð var háð, með exi og árum Úti um nýja bygð. Þá varð gull í þrautum sárum Þrek og innrætt dygð. Stígi í fjárþörf frumbýlingur Fæti í auðvalds sal, Oft var nafnið “íslendingur” Á við konungs skjal. Nú er lokið landnámsstarfi, Liðin þrauta tíð. Býr með sæmd að ættar arfi Æskan djúörf og fríð. Þó að falli á feðra málið Fjærverunnar blær, Geymd mun sagan, gullið, stálið. Geymd skal minning kær. K. P. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚLÍ, 1942 NÚMER 29 “Brúin milli gamla og nýja heimsins ’ Ummæli Hjálmars Björnssonar og nokkur orð um hann. 1 herbergi einu á þriðju hæð Landsbankahússins við Austur- stræti í Reykjavík hitti eg Hjálmar Björnsson, fulltrúa Landbúnaðar- og byrgðamála- ráðuneytisins í Washington. Hann er hingað kominn fyrir nokkru til að annast um kaup á fiski og öðrum íslenzkum af- urðum fyrir Breta, samkvæmt láns og leigulögunum svo- nefndu. Þetta er síðdegis þriðju- daginn í föstuinngangi, og talið berst fyrst að föstunni. —“Eg keypti mér passíusálm- ana í gær, því mitt eintak varð eftir vestra. Móðir mín gaf mér þá í tannfé, og það var siður heima í Minneota að lesa í þeim á kvöldin alla föstuna. Eg gat ekki verið án þeirra hér heldur!” Mér virðist Hjálmari svipa mjög til föður síns, Gunnars Björnssonar ritstjóra og síðar formanns yfirskattanefndar Minnesotaríkis. Eg mundi hann svo vel frá alþingishátíðinni 1930, þrekvaxna öldunginn með ljónsmakkann og eldinn í orð- um og fasi. Það, íem hér fer á eftir um Hjálmar Björnsson og veru hans hér, er eftir ýmsum upplýsing- um, sem eg hefi aflað mér, þar á meðal nokkrum frá honuir- sjálfum, en annars er hann fremur ófús á að tala mikið um sjálfan sig og sín einkamál. Tal hans snýst fyrst og fremst um ísland og Bandaríkin, land föður hans og móður, sem bæði eru fæddir íslendingar — og sland hans og þjóð, sem nú á í ægilegri styrjöld með banda- mönnum sínum, því sjálfur er hann fæddur í Bandaríkjunum og Bandaríkjaþegn, enda í þjón- ustu þeirra hér, þó að • hann telji sig jafnframt góðan íslend- ing og eigi enga ósk heitari en að verða báðum þjóðunum að gagnkvæmu liði. Hjálmar Björnsson er fæddur í bænum Minneota í Minne- sotaríki 18. marz 1904, elztur af sex börnum, sem öll heita íslenzkum nöfnum. Gunnar Björnsson, faðir hans, var á 4. ári, er hann fluttist úr átthög- unum, Jökulsárhlíð á Austur- landi til Vesturheims með for- eldrum sínum. Faðir Gunnars, Björn Björnsson frá Sleðbrjót, bjó í Másseli í Jökulsárhlíð síð- ustu árin áður en hann fluttist vestur. Kona hans var Kristín Benjamínsdóttir úr Vopnafirði, en ættuð úr Eyjafirði. Ingbijörg Jónsdóttir, móðir Hjálmars, er fædd að Hóli í Hörðudal í Dala- sýslu og var 4 ára, er hún fluttist til Vesturheims. Kona Hjálmars er Ella Marta, fædd í Kanada, en foreldrar hennar voru bæði íslenzk: Kristjár. Jónasson frá Straumfirði á Mýr- um og Halldóra Bergþórsdóttir hafnsögumanns á Mýrum. Þau eiga einn son, tjögra ára: Hjálm- ar Kristján. — Hjálmar Björns- son hefir sjálfur í erindi, sem hann flutti á Austfirðingakvöldi í Ríkisútvarpið 1. marz þ. á., lýst vel aðstöðu sinni til ætt- lands feðra sinna og átthaga, með vísu Sigurðar Baldvinsson- ar: Vel er flest um Vesturland, vinsemd fest við Norðurland, sólarmest er Suðurland, samt er mér bezt við Austur- land. Þannig er aðstaða hvers einlægs íslendings: að finna hverjum landshluta, hverju héraði og hverju kauptúni nokkuð til síns ágætis, en vera jafnframt ná- tengdastur heimahögum sjálfs sín eða þá feðra sinna. Hjálmar Björnsson var 12 ára, þegar hann fór að vinna í prentsmiðju föður síns. Þeir feðgar urðu fyrst framan af að sjá um .alt, sem blaðinu við kom, skrifa það, setja, prenta, brjóta, o. s. frv. Greinar Gunnars Björnsonar vöktu fljótt allmikla athygli utan hans héraðs, voru stundum endurprentaðar eða í þær vitnað í stórblöðunum og þóttu veigamiklar. Hjálmars fyrsta starf í prentsmiðjunni var að læra að handsetja, en hann tók að lokum meistarapróf í prentiðninni. Árið 1924 hóf hann háskóla- nám við Minnesotaháskóla, en þar stunda að jafnaði um 12000 stúdentar nám. Hann tók próf (B.A. = Bachelor of Arts) að loknu þriggja ára námi, lagði einkum stund á fornensku og sögu Englnads og reit nokkrar greinar um forníslenzkar bók- mentir. En að háskólanámi loknu tók hann við ritstjórn blaðs þeirra feðganna Minneota Mascot, og hélt því starfi í ná- lega 5 ár. Það var á þessum ritstjórnar- árum Hjálmars Björnssonar, að hann hlaut fyrstu verðlaun frá félagi amerískra ritstjóra (Na- tional Editorial Assoiation) fyrir beztu ritstjórnarsíðuna í viku- blöðum* Bandaríkjanna. En þau verðlaun eru veitt árlega þeim ritstjóra, sem dæmist að hafa ritað bezta leiðara í blað sitt allra ritstjóra landsins það árið. Nú var blað þeirra feðga viku- blað, og vikublöðunum voru áetluð þrenn verðlaun. Þessi fyrstu verðlaun, sem Hjálmar Björnsson fékk, voru veglegur silfurbikar, og var honum af- hentur bikar þessi, með tilheyr- andi viðhöfn, í borginni Atlanta suður í Georgiaríki árið 1931, en þangað fór hann gagngert til að taka við þessum verðlaun- um. Árið 1931 hætti Hjálmaf Björnsson störfum við vikublað þeirra feðga, því þá var honum boðin meðritstjórn við stærsta dagblað Minnesotaríkis, Minne- apolis Tribune. Við þetta starf Vinnur sér frama Edmund Thordarson Þessi bráðefnilegi piltur, Ed- mund Thordarson, sem er fjórt- án ára að aldri, og lauk í vor áttundabekkjar prófi, hlaut ný- verið hæztu stig í enskri rétt- ritunarsamkepni, sem tuttugu og þrjú sveitarhéröð í North Dakota tóku þátt í; er hann frá- bærum námshæfileikum gædd- ur, og líklegur til mikils frama á mentabraut sinni. Edmund er sonur þeirra Mr. og Mrs. Sig. Thordarson, sem búa í grend við Svold. Gef mér Eftir Guðmund Friðjónsson Það: að bera höfuðið halt, hamlar brautargengi. Hjarta mitt og höfuð salt hafa vegið lengi. Ýmsum verður örðug nú ástleitnin við Mildi. Margur hikar að taka trú — trúna á lífsins gildi. Mér fyrir döprum sjónum senn sortnar, á fótskör norna. Gef mér trú á guð og menn, gæska, himinborna. (Lesbók) var hann í hálft sjöunda ár, eða til ársins 1937 og ritaði þá einkum leiðara um landbúnað- armál. Átti landbúnaður Minne- sotaríkis þá ( miklum, erfiðleik- um, enda gekk þetta tímabil yfir kreppa í landbúnaðarhéruð- um Bandaríkjanna, og var þeim atvinnuvegi því þörf öflugra málsvara. Á árinu 1938- réðst Hjálmar svo einkaritari til öld- ungadeildarþingmannsins Hen- riks Shipstead, samkvæmt ein- dregnum tilmælum hAns, og var hjá honum í hálft annað ár. Shipstead var af norskum ættum, en fæddur í Bandaríkj- unum og áhrifamikill þingmað- ur. Árið 1939 gerðist Hjálmar loks starfsmaður í Landbúnað- arráðuneyti Bandaríkjanna i Washington — og er nú hingað kominn sem erindreki stjórnar sinnar vestra, til lands feðra sinna og mæðra, sem hann hef- ir altaf séð fyrir sér í æfintýra- ljóma. Spurningu minni um það, hvernig honum falli koman hingað til íslands og dvöl sín hér, svarar hann, eftir nokkija umhugsun, á þessa leið: — “Eg hefi mætt framúrskarandi gest-. risni og vináttu fjölda manna hér síðan eg kom. En eins og þú getur nærri eru það mikil viðbrigði að vera rifinn svo að segja upp með rótum frá heim- ili sínu og sendur til fjarlægs lands. En þetta er eitt ein- kenni þeirra alvarlegu tíma, sem við lifum á. Miljónir manna sæta nú þeim örlögum að vera kallaðir burt frá heim- ilum sínum, eiginkonu og börn- um eða öðrum ástvinum, til stríðs og starfs fyrir land sitt og þjóð. Eg er fyrst og fremst (Framh. á bls. ís) Maetur maður látinn Sergeaní Slefán Pálmason Sú ,sorgarfregn barst hingað í lok fyrri viku, að fallið hefði í flugorustu, Sergeant Stefán Pálmason, 23 ára að aldri, son- ur þeirra merkishjónanna Mr. og Mrs. Sveinn Pálmason, sem heima eiga að 654 Banning St. hér í borginni. Stefán var hinn ágætasti maður, eins og hann átti kyn til, og naut almanna hylli; er með fráfalli hans þung- ur harmur kveðinn að foreldr- um og systkinum. Minningarathöfn um Stefán heitinn fer fram í Fyrstu lút- ersku kirkju kl. 2 e. h. á laug- ardaginn kemur, undir forustu séra Valdimars J. Eylands. Norðmenn heiðra dr. Beck Norska blaðið “Nordmanden,” sem gefið er út í Fargo, N. Dak., skýrir frá því, að dr. Richard Beck hafi verið kosinn heiðurs- félagi í landsfélagi Austurdæla í Vesturheimi (Osterddalslaget i Amerika) á ársþingi þess í Winger, Minnesota, þ. 27. júní. Hann var aðalræðumaður þings- ins þann dag, og var ræðu hans ágætlega tekið, að því er blaðið segir frá. Það getur þess ennfremur, að ýms önnur norsk þjóðræknis- félög vestap hafs hafi áður kosið dr. Beck heiðursfélaga í viður- kenningar skyni fyrir starf hans og, að hann hafi undanfarið verið aðalræðumaður á fjórum öðrum ársþingum norskra menn- ingarfélaga og flutt þar á norsku ræður um stríðssókn Norðmanna. Fer blaðið hinum lofsamlegustu orðum um þessa starfsemi hans. Stefán Pálmason — loftfari Blind var byliing hafin, Tárvoi augu í anda báli slegin jörð. — ungan líta son. Önnur endur-byliing sem gaf fjör siii fyrir um oss heldur vörð. frelsis æðstu von: Hún er vernd þess veika. þá, að framtíð færi veldi kærleikans. fögnuð hverri þjóð. sameign allra sálna, , samúð sigri hatrið,— sól hvers göfugs manns. sálin heljarslóð. Þóii vér eygjum ekki Þeirri háu hugsjón. allra meina bói. helgra manna þrá. von á sigur ver oss líf þiit eíiir léziu vörgum heimsins mói. lokadaginn á. Grimmum gömmum móti ekki fyrir England, gengur sveilin vor. ísland, þella land. þó að himnar hegli. heldur allar álfur — hinztu náisi spor. alheims þjóðaband. \ Ungur, íiurvaxinn. öllum mönnum hlýr. siiliur, knár og keppinn. káiur piliur. skýr. yngsta ynjjið mömmu. ásiúð pabba síns. Lifðu sæll í sigri sannleiks anda þíns. Þ. Þ. Þ. —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.