Lögberg - 16.07.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 16.07.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. JÚLÍ, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir siendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. -t- -f -f Mr. E. K. Breiðfjörð er einn þeirra, sem sæti eiga í söng- nefnd fslendiagadagsins, sem Blaine, Bellingham og Van- couver-búar, halda seinnipart þessa mánaðar. -f -f -f Dr. og Mrs. S. E. Björnson frá Árborg, lögðu af stað á mið- vikudaginn í fyrri viku í mán- aðarferð til Boston og fleiri borga þar syðra, þar sem lækn- irinn ætlar að dvelja við spítala til þess að kynna sér nýjar lækninga-aðferðir, en frú Björn- son hefir verið boðið að sitja ársþing General Alliance of Liberal Christian Women sem fulltrúi þess félags frá Canada. -f ♦ -f Gjafir til Belel í júní 1942 Mrs. J. B. Skaptason, $10 in Canada War Savings Stamps; Dr. B. J. Brandson, Wpg., 2 Chairs; Ónefnd, Wpg., $25; Ó- nefnd, Wpg. $3; Mr. G. J. Ole- son, Glenboro, Man., $2; River- ton Þjóðræknis Society one half proceeds of collection taken at a showing of Icelandic pictures, May 12, 1942, $5. Kærar þakkir, J. J. Swanson, féhirðir. 308 Avenue Bldg., Wgp. -f -f -f Þann 11. júlí voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ól- afssyni í Selkirk, Man. Jacob Victqr Melvin Jóhasson, Selkirk, Man. og Rannveig Sigurlaug Stefánsson, sama staðar. Brúð- guminn er sonur Jacobs bónda -Klerofíiissonar Jónassonar og konu hans Kristínar Sigurður. Brúðurin er dóttir Mrs. Rann- veigar Stefánsson og Stefáns Guðmundar Stefánssonar manns hennar, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Heimili ungu hjónanna verður á óðali Jónas- sons feðganna, austan Rauðar- ár, um 11 mílur norðan Selkirk bæjar, þar sem þeir reka bú- skap í stórum stíl. Giftingin fór fram á heimili brúðarinnar, að viðstöddum ástvinum og mörg- um vinum, var þar setin vegleg veizla, að hjónavígslu aflokinni. -f -f -f Fréttir frá Langruth Þær frú Anna B. Thómasson og dóttir hennar frú Jóhanna Thomson eru á förum héðan úr bygð vestur til B.C. Anna Thómasson hefir búið í þessari bygð allan sinn búskap og kom- ið upp mörgum mannvænlegum börnum. Hún ór systir Jóhanns heitins Jóhannssonar, sem hér bjó lengi. Hann var tengdafað- ir þeirra Erlendssons bræðra, sem höfðu verzlun hér í bæ um allmörg ár. KonurT,angruth bæjar héldu þessum konum kveðjusamsæti í húsi frú E. Bjarnason nýlega Var það all-fjölment. Frú Eyjólfína Þorleifsson, skólakennari, fer einnig vestur, en aðeins um mánaðartíma — skemtiför að sjá forna vini. S. B. TIL 1>ESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SAROCNT TAXI PHONE 34555 - 34 557 SARGENT and AGNES TRLIMP TAXI ST. JAMES Phone 61 111 Vegna óumflýjanlegra erfið- leika og stríðsþarfa á þessum tímum, hefir íslendingadags- nefnd Bifröst sveitar ákvarðað að hafa ekkert íslendingadags Hátíðahald að Iðavelli við Hnausa þetta ár, eða fyr en yfir- standandi stríði er lokið. -f -f -f Veiíið alhygli! Tvær skrifstofur, með aðgangi að aðalskrifstofu og öryggis- klefa, fást til leigu nú þegar í megin verzlunarhluta borgar- innar. Afar sanngjörn leiga. Þeir, sem þessu vilja sinna, snúi sér til Keystone Fisheries, Ltd., 325 Main Street, (þriðja hæð). -f -f -f íslendingadagsnefndin í Wyn- yard er nú önnum kafin að undirbúa fyrir íslendingamót annan ágúst, sem nánar verður auglýst í næstu blöðum.- Is- lendingar í Vatnabygðum og víðar ættu að hafa það hugfast og strengja þess heit að verða viðstaddir hvað sem tautar. Nefndin. -f -f -f Kristján Hannesson, smiður, lézt á Grace sjúkrahúsinu á að- faranótt sunnudagsins, er var; hann var 76 ára að aldri, ættað- ur úr Kolbeinsstaðahreppi í Snæfellsnessýslu. Kristján var sæmdarmaður hinn mesti, er eigi mátti vita vamm sitt í neinu; hann lætur eftir sig ekkju, Sigríði Ólafsdpttur, ásamt 8 uppkomnum börnum. tJtför hans fór fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju í gær. Séra Valdi- mar J. Eylands jarðsöng. -f -f -f DÁNARMINNING Sunnudaginn 28. júní andaðist Solveig Arason á heimili sínu í Mountain, N.D., eftir langan sjúkdóm. Hafði hún verið heilsutæp síðustu 7 árin eða meira, og seinustu 7 mánuðina var hún alveg rúmföst. Hafði hún borið sjúkdómsstríð sitt með stillingu og hugprýði, en var löngum mjög þungt haldin. Solveig sál. var fædd 4. maí 1859, á Hofi í Hjaltadal í Skaga- fjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Friðrik Nielsen, albróðir Sylviu móður séra H. B. Thor- grimsen og Lovísu móður séra N. S. Thorlákssonar og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Solveig sál. giftist Jakob P. Arason 22. júlí árið 1882. Þau hjón fluttust til Ameríku árið 1887 og þá beina leið til Moun- tain. Hafa þau ávalt síðan átt heimili þar. Mörg síðustu árin hafa þau búið þar í stóru og vönduðu húsi er þau létu byggja. Hefir það í mörgu ver- ið fyrirmyndar heimili. Sóttu margir fjölskylduna heim og nutu þar ávalt gestrisni og góð- gerðasemi sem hefir verið eftir- minnileg öllum. Þeim hjónum varð 9 barna auðið. Þrjú eru dáin, en 6 lifa móður sína. Solveig sál. var góð kona. Ástrík eiginkona og móðir, og umhyggjusöm húsmóðir er ann- aðist heimili sitt með mikilli prýði. Hafði hún yndi af allri fegurð, og þó ekki sízt af blóm- um. Hafði ávalt nægtir fallegra blóma kringum sig. Hún var velgefin kona og myndarleg. Gestrisni og höfðingsskapur ríkti ávalt á heimilinu. Voru þau hjón mjög samhent í gest- risni og góðgerðasemi, svo sem og í öðru. Var ástríki milli hjónanna svo sem og milli for- eldranna og barna þeirra. Vin- semda naut hin látna líka hjá samferðafólki sínu. Jarðarför Solveigar sál. fór fram frá heimilinu og kirkju Víkursafnaðar á Mountain, sem hún hafði um langt skeið til- heyrt. Fylgdu fjöldamargir hinni látnu til grafar. Mrs. H. Sigmar söng “Kvöldbæn” eftir Björgvin Guðmundsson við út- förina. Var það eftir óskum fjölskyldunnar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Og frændi hinnar látnu, séra N. S. Thorláksson, flutti líka ræðu við útförina. Dr. Ingimundson verður í Riverton þann 21. þ. m. -f -f Heimilisfang Aðalsteins Krist- jánssonar, rithöfunds, er Riveira Apartments, 1900 Franklin Circle, Hollywood, Cal. -f -f -f Miss Pearl Pálmason, fiðlu- snillingurinn víðkunni, kom til borgarinnar austan frá Toronto í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Sveinn Pálmason; mun hún dvelja hér um slóðir í þriggja vikna tíma. -f -f -f Síðastliðinn föstudag lézt að heimili sínu, 618 Agnes Street hér { borginni, hsúfrú Guðveig Bjarnadóttir frá Hraunsási í Borgarfirði hinum syðra, kona Árna Sveinbjörnssonar frá Sig'- mundarstöðum; hún var 69 ára að aldri; auk eiginmanns síns, lætur Guðveig eftir sig þrjár dætur, Mrs. J. M. Barr, Ochre Riv„er; Mrs. R. M. Sundt, Tor- onto, og Mrs. J. P. Glendenning í Winnipeg. Útför Guðveigar fór fram frá Bardals þann 13. þ. m., og fluttu þar kveðjumál þeir séra Watson Argue og séra Rúnólfur Marteinsson. Fjölskyldan flytur íslending- um innilegar hjartans þakkir fyrir samúð og góðvild í garð hinnar látnu eiginkonu og móð- ur. -f -f -f Messuboð Fyrsta lúlerska kirkja Séra Valdimar J. Eylands prestur. Guðsjþjónustur fara fram á íslenzku kl. 7 á sunnudagskvöld- um í júlí og ágúst. Engar árdegismessur né sunnudagaskóli fyr en með byrj- un september. -f -f -f Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar í Fyrstu lútersku kirkju, kl. 7 á sunnudagskveldið kemur. * -f -f Hr. Skúli Sigurgeirsson, guð- fræðanemi, flytur guðsþjónustu í Piney á sunnudaginn þann 19. þ. m., eins og hér segir: Kl. 2 e. h.—íslenzk messa Kl. 8 e. h.—ensk messa. -f -f. -f Messur í Valnabygðum Séra Philip M. Pétursson messar væntanlega á þessum eftirfylgjandi stöðum, í Vatna- bygðunum í Saskathewan, n.k. sunnudag, 19. þ. m.: Hólar, kl. 11 f. h. Leslie, kl. 2 M.S.T. Wynyard, kl. 8 e. h. Er vonast eftir að menn fjöl menni við guðsþjónusturnar á þessum stöðum. -f -f -f Preslakall Norður Nýja íslands 19. júlí—Árborg, íslenzk messa kl. 11 f. h.; Riverton, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. 26. júlí—Mikley, messa kl. 2 eftir hádegi. B. A. Bjarnason. -f -f -f Sunnudaginn 19. júlí tekur séra H. Sigmar þátt í guðsþjón- ustum hjá Rock Lake, Man., þar sem ungmennanámsskeið Kven- félagasambandsins stendur þá yfir. í fjærveru hans messar séra N. S. Thorláksson í Hallson kirkju kl. 2.30 e. h. En sunnudaginn 26. júlí verð- ur ensk messa á Mountain kl. 11, þar verður ein stúlka fermd og altarisganga fyrir þá, sem óska að taka þátt. Á Garðar verður þann dag messa kl. 2.30. Og í Vídalínskirkju kl. 8 e. h. sú messa á ensku. Veitið athygli breytingum á messutíma. Allir velkomnir. ÞEGAR KÖTTURINN MINN DÓ Má ei kvarta, — manna því margt er bölið stærra — en þó finn eg enn á ný einum vini færra. Jónbjörn. Byggja á nýjan átúdentagarð í sumar Nefhd, sem kjörin hefir verið til að hrinda af stað byggingu nýs stúdentagarðs, sem kominn verði upp fyrir næsta haust, kom saman á fyrsta fund sinn í gærdag. Var þar einróma samþykt að hefja byggingu stúdentagarðs, og það jafnvel þegar í þessum mánuði. Stúdentar telja þetta samt ekki neina lausn á deilu sinni við Breta. Bæði er það, að um- sóknir um garðsvist hafa verið meiri heldur en hægt hefir ver- ið að taka á móti, og svo hitt, að hinn nýi Garður verður að- eins fyrir íbúðir. Þar verður ekki leikfimisalur, mötuneyti né samkomusalur, eins og í gamla Garði, svo að stúdentum er full þorf á að fá hann eftir sem áður. Sigurði Guðrhundssyni arki- tekt hefir verið falið að gera teikningar af hinu fyrirhugaða húsi, en ekki er lokið við þær teikningar að fullu ennþá. Áætlað er að byggingarverð þessa nýja stdentagarðs verði ekki undir 600 þúsund krónum. Stúdentagaþðurinn á nú um 100 þús. kr. í sjóði. Ríkisstjórn- in hefir farið þess á leit við Alþingi, að stúdentar fái 150,000 kr. styrk til byggingarinnar og að ríkið ábyrgist 150,000 króna lán fyrir fyrirtækið. Ekki er enn ákveðið hvaða leiðir verði farnar til að afla þess fjár, sem á vantar, en búast má við, að leitað verði til bæjar- og sýslu- félaga, svo að einstaklinga og stofnana um styrk, líkt og gert var, er núverandi Garður var reistur. Stúdentar hafa trygt sér byggingarefni, sement og járn. Ætti það því ekki að standa málinu fyrir þrifum. Nefndina, sem sjá á um undir- búning þessa máls, skipa þessir menn: dr. Alexander Jóhannes- son háskólarektor og próf. Ág. H. Bjarnason, kjörnir af háskóla ráði, Ásberg Sigurðsson, stud. jur. og Lárus Pétursson, stud. jur., kjörnir af Garðsstjórn, Benedikt Bjarklind, stud. jur. og Pétur J. Thorsteinsson, kjörnir af stúdentaráði.. Sjöunda mann skipar ríkisstjórnin, en hann hefir enn ekki verði útnefndur. X)r. Alexander Jóhannesson hef- ir verið kjörinn formaður nefnd- arinnar. , —(Mbl. 5. apríl). “Brúin milli gamla og nýja heimsins” (Framh. frá bls. 1) Bandaríkjaþegn, og mér er sannarlega ekki vandara um en ’ öðrum. En úr því eg var send- ur að heiman, er eg þakklátur fyrir, að mér var falið að fara hingað til ættlands míns, sem eg hafði lengi þráð að kynnast af eigin sjón og reynd.” “Og hvað svo um stríðið og stjórnmálin í heiminum,” spyr eg að lokum. Hjálmar Björnsson rís upp úr stólnum og leggur hnefanr. þéttingsfast á skrifborðið: —“Um stríðið óg stjórnmálin er bezt að hafa sem fæst orð nú. En eitt er víst: Frelsi og sjálf- stæði íslands, svo og fjárhags- leg afkoma þess öll, er órjúfan- le/a tengt frelsi og sjálfstæði Bretlands og Bandaríkjann^. Og nú verða allir að fórna miklu fyrir frelsið, — einnig þið hér á íslandi, ef vel á að fara. Það fer alt vel, ef þetta er munað. Um ísland liggur ríú ein mikilvægasta brúin milli gamla og nýja heimsins, og.um þá bifröst þurfa boðberar nýrri og betri tíma að vinna sitt við- reisnarstarf.” Sveinn Sigurðsson. (Eimreiðin). KAUPIÐ ÁVALT 1 1 ! 44 ió W 1 L L IJ r* *\ Id K THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 MinnL Þegar Toscanini var forstjóri La Scala óperunnar, kom ein- hverju sinni ómentað tónskáld með handrit að óperu og bað Toscanini að líta á það og taka það til meðferðar, ef honum geðjaðist að því. Óperu þessari var vísað frá. Tíu árum seinna mættust Toscanini og tónskáld- ið í New York, “Jæja, herra minn, mig lang- ar til þess að segja eitt við yður út af óperunni minni, sem þér neituðuð að sýna í La Scala óperunni fyrir 10 árum síðan,” sagði tónskáldið. “Eg er viss um, að þér lásuð aldrei handrit- ið og getið þessvegna ékkert um óperuna sagt.” “Vitleysa,” sagði Tosanini, “eg man vel eftir þessari óperu.” Þessu næst settist Tosanini að píanóinu og spilaði mörg lög úr óperunni, sem hann hafði neitað að taka fyrir 10 árum’. “Nei, þetta er ekki gott,” sagði hann um leið og hann lék, “þessi ópera er fyrir neðan allar hell- ur.” Lítil stúlka hafði orðið fyrir mjög miklum áhrifum af ræðu prestsins. Hann hafði sagt að mennirnir væru sauðir guðs og þess háttar. Að kvöldi þessa sama dags, þegar litla stúlkan vár háttuð ofan í rúmið sitt, heyrði mamma hennar að hún há-grét. “Af hverju græturðu, barnið mitt?” spurði móðirin. “Eg er svo hrædd um, að eg sé sauðkind og komist aldrei til himnaríkis.” “Elskan mín,” sagði móðir hennar, “þú ert bara ungt og saklaust lamb og guð tekur alt af á móti þér.” Orð móðurinnar höfðu áhrif á litlu stúlkuna og hún sofnaði. Næsta kvöld fór litla stúlkan aftur að gráta, þegar hún var komin upp í rúmið sitt. “Af hverju græturðu nú, barnið mitt?” spurði hin umhugsunar- sama móðir. “Það er aftur út af sauðkind- unum,” svaraði litla stúlkan. — “En eg hefi sagt þér, að þú sért bara ungt og saklaust lamb, sem kemst altaf til himnaríkis.” “Já, mamma — eg veit það, en eg er svo voðalega hrædd um að þú sért sauðkind, því þú ert svo gömul.” “Gefðu mér 25 aura fyrir kaffisopa,” sagði umrenningur við mann á förnum vegi. “Vinnur þú aldrei?” spurði maðurinn, ■ sem var leynilög- regluþjónn. “Við og við.” “Hvað vinnur þú?” “Hitt og þetta.” “Hvar?” “Hingað og þangað.” Lögreglumaðurinn fór með umrenninginn á stöðina. “Hvenær losna eg héðan?” emjaði hann. “Fyr eða síðar.” MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Tízkú spegillinn! Me5 þvl að líta yfir EATON’S Verðskrá viðvíkjandi tízku- hugsjðnum, fylgjast eanadisk- ar konur með þvl öllu, sem nýjast er 1 sniði og gerð — ekki þð einvörðungu I sam- bahdi við fatnað fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar, held- ur og svo að segja I sam- bandi við alt, er heimilishaldi viðkemur. Sðrhverjum hlut er svo ná- kvæmlega lýst I myndum og með orði — mörgum lýst með litum, eins og hlutirnir sjálfir eru — svo það að verzla um EATON’S Verðskrá, er I rauninni það sama, og kaupa við búðarborð og velja per- sðnulega. varning I einhverri af böðum hinnar miklu EATON’S búðakeðju. Látið því ekki tlzku eða hús- búnaðarspursmál valda yður óþæginda. Opnið EATON’S Verðslcrá yðar; þar fáið þér svárið. Verzliö urn EATON'S Verðskrá "BÚÐIR MILLI SPJALDA" 'T. EATON WINNmO C4NIH EATON'S ’YvWVVWYWVVWVYWVWWVYWWVVVVVWWVW1 \erzlunarsköla NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunárskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli l nú þegar. XAAMfMfAAMAMAMÚAAAAMMAAAAAAMMMAMAM/ V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.