Lögberg - 30.07.1942, Qupperneq 1
PHONES 86 311
Seven Lines
iot
C°>'
a For Beiier
Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 311
Seven Lines
i>ftu
Cof
jVVgjl?
».tv»
Service
and
Saiisfaciion
55. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ, 1942
NÚMER 31
T..-
Fjölmennið á islendingadaginn á Gimli næstkomandi Mánudag!
Fjallkona Islendingadagsins á Gimli
Frú Gerður Sieinþórsson
Hirðmeyjar Islendingadagsins á Gimli
Ungfrú Maria Josephson Ungfrú Ragna Johnson
Þjóðverjar taka Rostov
Á mánudagskvöldið viður-
kendu rússnesk hernaðarvöld,
að innrásarsveitir Þjóðverja
hefðu náð fullu haldi á borginni
Rostov, ásamt Novocherkassk-
borg, sem báðar eru í námunda
við . hina auðugu olíubrunna
Kákasusfjalla; hin fyrnefnda
borg telur um hálfa miljón íbúa,
og er miðstöð margs konar stór-
iðju; nú sækja hinir þýzku her-
gammar að iðnaðarborginni
Stalingrad, en þangað er mælt,
að Rússar hafi sent til varnar
allan þann liðsafnað, er þeir
áttu ráð yfir í þessum hluta
landsins, og má víst telja, að
þeir haldi þar uppi vörn meðan
nokkur rússneskur hermaður er
uppistandandi.
Nú er svo komið, að því er
fréttasamböndin skýra frá, að
nærri lætur, að Þjóðverjar hafi
á valdi sínu helming hinna rækt-
uðu svæða Rússlands.
Síðasti Gyðingurinn
á förum
Samkvæmt fregnum frá Istan-
bul þann 27. þ. m., hafa þýzkir
Nazistar skipað þannig fyrir, að
þann 1. ágúst næstkomandi,
Verði síðasti Gyðingurinn á
Þýzkalandi að vera kominn til
Póllands; hin sama heimild
hermir, að Gyðingar hafa, dag-
lega verið fluttir úr Þýzkalandi
til Póllands í lélegustu naut-
gripavögnum, og verið þjappað
þar saman eins og síld í tunnu.
Egyptaland
I baráttunni um Egyptaland,
hefir sameinuðu þjóðunum veitt
nokkru betur en hinum þýzku
innrásarherskörum; hafa sveitir
möndulveldanna orðið að láta
þó nokkuð undan síga á orustu-
svæðum umhverfis E1 Alamein;
þó eru vígaferlin, enn sem kom-
ið er þess eðlis, að af þeim
verður lítið ráðið um endanleg
úrslit; afskapa hitar, ásamt
sandroki, hafa komið í veg fyrir
stórorustur, og er þar því í raun
og veru um eins konar þóf að
ræða, af hálfu beggja hernaðar
aðilja.
Brezkar og amerískar
sprengjuflugvélar, hafa sveim-
að yfir hafnarborginni Tobruk
samfleytt í þrjá daga, og gert
þar nokkurn usla meðal óvina-
skipa, sem á höfninni láu.
Stórkostleg loftárás
á Hamburg
Á aðfaranótt síðastliðins
mánudags, gerðu flugsveitir
sameinuðu þjóðanna magnaða
loftárás á Hamburg, er orsak-
aði stórvægilegt tjón; einkum
var þó veitzt að þeim stöðum
við höfnina, þar sem Þjóðverj-
ar hafa miklar kafbátastöðvar,
og margháttaða kafbátafram-
leiðslu. Yfir 600 sprengjuflug-
vélar tóku þátt í árás þessari af
hálfu hinna sameinuðu þjóða;
tuttugu og níu þeirra komu ekki
til lendingarstöðva sinna, að
loknum leik; í árásinni tóku
þátt, að sögn, allmargir cana-
diskir flugmenn.
Hon. Henrick Kaufmann
vœntanlegur til
borgarinnar
Samkvæmt upplýsingum frá
hr. Gretti L. Jóhannssyni, ræðis-
manni íslands og Danmerkur, er
sendiherra Danmerkur í Banda-
ríkjunum, Hon. Henrick Kauf-
mann, væntanlegur hingað til
borgarinnar, ásamt frú sinni,
þann 14. ágúst næstkomandi;
vegna þess hve sendiherrann á
hér skamma viðdvöl að þessu
sinni, gefst þess ekki kostur, að
hann flytji opinbera ræðu, sem
hann annars myndi gera; en í
þess stað, ávarpar Mr. Kauf-
mann þjóðbræður sína, og
skandinavisku vini á dönsku í
Picardy’s Hall áminst föstu-
dagskvöld.
Mr. Kaufmann er maður víð-
mentur og eldlegur lýðræðis-
sinni, og bjarttrúaður á framtíð
dönsku þjóðarinnar, eftir að nú-
verandi fargi verði létt af henni.
Messa í Upham, N. Dak.:
Sunnudaginn 2. ágúst—
Klukkan 2 e. h.
E. H. Fáfnis.
♦ + ♦
Sunnudaginn 16. ágúst er á-
ætlað að séra Sigurður Ólafs-
son flytji messur á íslenzku á
eftirnefndum stöðum og tíma í
Lundar-prestakalli:
Otto kirkju kl. 11 árd.
Lundar kirkju kl. 2.30 síðd.
Mary Hill kl. 8.30 síðd.
Fólk er beðið að muna staði
og tíma. — Allir boðnir vel-
komnir.
Frá Islandi
SEXTUG KONA SLASAST
ALVARLEGA í BÍLSLYSI
Sextug kona, Margrét Vigfús-
dóttir á Hverfisgötu 58, slasaðist
í gærdag er hún varð fyrir bíl.
Mun hún hafa beinbrotnað og
hlotið önnur meiðsl.
Slysið varð um 2 leytið í gær-
dag á Skúlagötu, hjá Kexverk-
smiðjunni Frón.
DR. B. J. BRANDSON,
forseti íslendingadagsins á Gimli, þann 3. ágúst.
Verið var að aka vörubíl, sem
var með hveitifarm, aftur á
bak, upp að verksmiðjudyrun-
um. Margrét, sem var á gangi
þarna á gangstéttinni varð þá
fyrir horni vörupalls bifreiðar-
innar og féll undir bílinn. Ekki
munu þó afturhjólin hafa farið
yfir hana, heldur aðeins snert
hana og aðalmeiðslin stafa af
árekstrinum við vörupallinn.
Hargrét var flutt á sjúkrahús.
—(Mbl. 12. júní).
* * *
SLYSASTOFA NAUÐSYNLEG
SEGIR LANDLÆKNIR
Landlæknir hefir ritað bæjar-
ráði bréf, þar sem hann bendir
á, að aðsókn að Landsspítalan-
um með slasaða menn sé orðin
svo mikil, að það trufli starf-
semi spítalans, en fólk sem flutt
er þangað stórslasað, fái stund-
um ekki viðunanlega aðbúð
vegna þrengsla í spítalanum.
Hann leggur til, að hér verði
komið upp slysastofu, þar sem
tveir læknar og hjúkrunarkona
sé altaf til taks, og þar sé rúm-
góð lækningastofa, þar sem
hægt sé að gera að sárum slas-
aðra.
Var borgarstjóra falið á fundi
bæjarráðs í gær, að athuga
þetta mál.—Mbl. 12. júní.
* * *
PÉTUR BENEDIKTSSON
SENDIHERRA HJÁ
NOREGSKONUNGI
Ríkisstjórnin hefir skipað Pét-
ur Benediktsson sendiherra við
hirð Hákonar Noregskonungs og
er hann fyrsti sendiherrann, sem
skipaður er frá Norðurlandaríki
til norsku stjórnarinnar í Lon-
don.
Embættistitill hans til Noregs
konungs er sá sami og titill
hans til Bretakonungs: “Envoy
Extraordinary og Minister
Plenipotentiaire.”
Pétur Benediktsson sendi-
herra gekk í dag á fund Hákon-
ar konungs og afhenti honum
embættisskilríki sín. Pétur var
áður skipaður Charge d’affaires
hjá norsku stjórninni í London
og sendiherra íslands í Bret-
landi.—(Mbl. 16. júní).
v * * * *
ÍSLENDINGAR KAUPA
SÆNSK-ÍSLENZKA
FRYSTIHÚSIÐ
Blaðið hefir fregnað, að samn-
ingar hafi verið á döfinni und-
anfarið um sölu á Sænsk-ís-
lenzka frystirúsinu í hendur ís-
lendinga.
Áttum vér tal um þetta við
Ólaf Proppé forstjóra S. í. F.,
sem hefir staðið nálægt þessum
samningum, og staðfesti hann,
að kaupin væru nú ákveðin.
Kaupendur eru Ólafur Proppé,
Kristján Einarsson, Gunnar
Guðjónson og Björn Björnsson,
sem nú er forstjóri fyrirtækis-
ins.
Er það ánægjulegt þegar er-
lendar eignir koma í hendur ís-
lendinga og ekki sízt þegar eign-
irnar koma í þeirra hendur, er
kunna skil á meðferð og starf-
rækslu slíks fyrirtækis.
—(Mlb. 12^ júní).
Nýr íslenzkur læknir
Dr. Donald Wilmar Freeman
Þessi glæsilegi ungi maður
útskrifaðist úr læknadeild
Minnesota Háskólans í St. Paul,
Minn., vorið 1941, en full lækna-
réttindi fékk hann ekki fyr en
nú fyrir skömmur er hann hafði
lokið ársdvöl á spítala við
praktiskt nám.
Donald er sonur Ólafs Free-
man, bankastjóra í Souris, North
Dakota, og konu hans Sigríðar.
Faðir Ólafs var Jón Jónsson
bóndi frá Köldukinn, Jónssonar
frá Þorsteinsstöðum, Jónssonar
hins gamla á Höskuldsstöðum í
Dalasýslu. Faðir Sigríðar var
Stefán Jónsson Magnússonar
“pósts” frá Hróá í Steingríms-
firði.
Donald fæddist 6. apríl 1917
að Upham, N.D.; er hann þann-
ig aðeins tuttugu og fimm ára
gamall. Tuttugu árum af þess-
um tuttugu og fimm hefir hann
varið til skólanáms. Á hinni
löngu og erfiðu mentabraut hef-
ir hann ávalt staðið framarlega
og stundum fremstur. Hann út-
skrifaðist frá gagnfræðaskóla
Souris bæjar, vorið 1934. Hafði
hann stundað nám við þann
skóla aðeins tvö ár, en var samt
framsögumaður bekkjar síns.
Tvö næstu árin var hann við
mentaskólanám í Bóttineau,
N.D. og útskrifaðist þaðan með
heiðri og háum einkunnum.
Næst lá leiðin til ríkisháskólans
í Norður Dakota í Grand Forks,
þar sem hann innritaðist í
undirbúningsbekk læknadeildar.
Þar dvaldi hann í tvö ár. Hið
venjulega læknanám stundaði
hann við Háskóla Minneota rík-
is, þar sem hann hlaut menta-
stigið Bachelor of Science Cum
Laude vorið 1939. Bachelor of
Medicine stigið var honum veitt
1941, en Doctor of Medicine, nú
að loknu spítalanámi í Detroit,
Mich. Um sama leyti var hann
kjörinn meðlimur í heiðursfélagi
lækna er nefnist Alpha Omega
Alpha. Einungis þeir læknar,
sem hafa skarað fram úr sem
námsmenn, og njóta ótakmark-
aðs trausts meðal embættis-
bræðra sinna, fá aðgang að fé-
lagi þessu.
Donald gengur nú í þjónustu
Bandaríkjahersins, sem Lieuten-
ant. Býst hann við að hafa að-
setur fyrst um sinn í Carlisle
Barracks, nálægt Harrisburg,
Penn.
Hinir fjölmörgu vinir þeirra
Freemans hjóna munu óska
þeim til hamingju með hinn gáf-
aða og prúða son, og óska hon-
um sjálfum einnig allrar bless-
unar í list sinni og lífi.
V. J. E.
Sumarkvöld
Eftir Richard Beck
Nú lokar dagur sínum björtu brám,
en breiðist næturskikkjan yfir fold,
og blómin hjúfra sig að hlýrri mold;
til hreiðurs leitar fugl í kyrrum trjám.
Úr sumarloftsins hyljum bylgjublám
með brosi gægjast stjörnuaugun skær;
í þeim um eilífð himindraumur hlær,
er hjarta mannsins dýpstu svalar þrám.
I 1