Lögberg - 30.07.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.07.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. JÚLt 1942 Styrkur Ráðstjórnarríkjanna Efíir Dr. Hewleít Johnson (Dean of Cantebury) Lauslega þýtt úr ensku Jónbjörn Gíslason. Afi minn í móðurætt var al- kunnur prédikari og hafði það embætti í fimmtíu ár í Astley; hann lifði í ljómandi fallegu gömlu húsi, þar sem barnabörn hans söfnuðust saman á hvíld- ardögum jólavikunnar. Hann var doktor í guðfræði og allvel lærður maður; ellefu börn sín mentaði hann sæmilega og út- vegaði þeim góðar stöður. Auk þess kendi hann verkamanna- drengjunum í þorpinu, með svo góðum árangri, að margir þeirra náðu virðingar embættum af ýmsum tegundum; einn þeirra stofnsetti kauphöllina í Man- chester, annar varð forseti skóla- ráðsins í Lundúnum og hinn þriðji biskup í Carlister. Mjög snemma á æskuárum mínum sannfærðist eg um, að gáfur og annað andlegt atgjörvi er ekki einkáréttindi eða ein- kenni vissra stétta þjóðfélags- ins; mér varð ljóst að England tapaði ómetanlegum verðmæt- um fyrir óræktaðar náttúrugáf- ur sinna eigin lægri stétta barna; það sannaði mér ómót- mælanlega að þær áróðurs kenn- ingar Nazista, að mannkynið skiftist í tvo ólíka flokka hvað snertir gáfnafar og hæfileika, eru lygar einar. Barnakensla í Astley var þá um hálfa öld betri en alment • átti sér stað, enda voru kenn- arar vel hæfir og ósérplægnir, en barna og unglingamentun var þó á þeim tíma mjög mis- skift og er svo enn í dag. Iðnrekstur sá, er faðir minn veitti forstöðu, var eitt af þess- uni smærri þægilegu verzlunar- húsum, sem hafði yerið í hönd- um fjölskyldunnar um langa hríð án þess að hrúga upp stór- 'gróða* en stóð þó af sér marga snarpa bylji er jöfnuðu við jörðu ótrygg augnabliks fyrir- tæki. Þegar eg var á unga aldri hélt faðir minn hátíðlegt hundr- að ára afmæli fyrirtækisins og bauð meðstjórnarnefnd og verkamönnum til veglegs sam- sætis. Á uppvaxtarárunum eyddi eg mörgum stundum á þessum vinnustöðvum, — sem við þá nefndum verksmiðju — sérstak- léga hjá Jim í vélarúminu; hann var vélamaður að iðn og mér fanst hann gjöra hreinustu kraftaverk við rennibekkinn og vissulega ættu margir gripir, er hann smíðaði að geymast á gripasöfnum; hann fylti leik- fangaskrínur ^barnanna með spólum, skyttum og vefstólum með ofurlitlum vírdúkum, sem vefstóllinn vann; menn hafði hann við hvern enda er rendu skyttunum fram og til baka, og drengi á upphækkuðum palli fyrir miðju er sneru vefjarrifn- um og slógu vefinn. Á þessum tíma var náin kynn- ing meðal verkgjafa og verk- þiggjanda og heimilisleg kyrð og friður hvíldi yfir verksmiðj- unni. En nú er öldin önnur, nú næðir kaldur andúðardragsúgur gegnum hin miklu nýtízku iðju- ver; mannúðin er minni en fyrr- um og því er eg og margir fleiri í ítarlegri leit að einhverju, er siðferðislega jafngildi því er áður var, en nú er liðið hjá. Eins og efnuðu fólki sæmdi fluttum við í stærra og betra hús, úr reyknum og rykinu í sólríkari parta í útjaðri borgar- innar, sem þá var að teygja sig lengra og lengra út á hinar grasigrónu sléttur og engi Che- shire megin. Alt um kring var hinn þungi og reglubundni and- ardráttur starfandi, stækkandi og batnandi heims. Hvern dag var eg vanur að ríða út á litla hjólhestinum mín- um, milli nýbygðra húsa og blómlegra matjurtagarða; ennþá finst mér eg heyra hljóm múr- skeiðanna í höndum bygginga- mannanna, svona glöggt er end- urminning þeirra tíma greypt í hugskot mitt. Við lifðum í heimi kvikum af lifandi starfsemi, meðal jafnaldra okkar er litu með óþolinmæði og eftirlangan fram á glæsilega lífsbraut er virtist bíða þeirra. Hættuleg en heillandi iðnreksturs æfintýri voru þá Við hámark. Eftir því sem árin liðu smá þokaðist heimili okkar enn meir frá verksmiðjuskarkalanum, þar til að lokum við settumst að fyr- ir fult og alt í hinu yndislega Cheshire héraði, tuttugu og fimm mílur frá borginni. Vinnu- veitendur og verkamenn hittust sjaldnar en fyr, það var meiri erfiðleikum bundið fyrir verka- mennina frá litlu heimilunum í skuggalegu verksmiðjuhverfun- Hin miklu náttúrufríðindi Manitoba — eru grundvallarskilyrði fyrir stofnun nýs iðnaðar, og útfærslu eldri iðnstofnana. Ódýr raforka, virkjuð og óvirkjuð, nægur mannafli æfðra og óæfðra verkamanna . . . næg hráefni úr Manitoba námum og skóg- um, og hið frjósama land til búnaðar, — ■ alt þetta býðst til afnota á tímum stríðs og friðar. Manitoba býður fram óþrotleg skilyrði til aukinnar iðnframleiðslu. Department of Mines and Natural Resources HON. J. S. McDIARMID, D. M. STEPHENS, Minister Depnty Minister um að sjá okkur nú en fyrrum. þegar við áttum heima í húsi með vissu strætisnúmeri. í aðal- atriðum leið tíminn mjög þægi- lega og hver og einn sætti sig við vaxanda stéttamismun og misskiftingu auðæfa og tæki- færa sem guðdómlega ráðstöf- un, sem að vísu væri ekki skað- legt að hafa ofurlítinn hemil á, en þó með allri gætni og var- kárni. Að mörgu leyti voru uppvaxt- arár mín heilbrigð og skemti- leg. Samhliða því að uppfræða okkur systkinin, öll níu, þar tii við tókum hærri skóla, veitti móðir mín heimilinu forstöðu að mestu og hafði þess utan for- ystu í borgaralegu og kirkju- legu félagslífi. Hún var ekki aðejns vel mentuð kona, held- ur lagði hún töluverða stund á íþróttir, sem þó var ekki al- gengt meðal kvenfólksins. Eitt sinn tók hún sextíu mílna göngutúr á tveimur dögum, með systrum mínum og metnaðar- löngun rak mig og bróður minn til að ganga sömu vegalengd á einum degi. Hún tók daglega sjóböð, hvernig sem veður var, og jafnvel á efri árum hélt hún þessari reglu öll sumur langt fram á haust, til áttatíu ára ald- urs. Mjög var hún vanaföst í klæðaburði sem mörgu öðru, aldrei notaði hún lífstykki eða skó með háum hælum. ATHUGASEMD: Þegar eg var að hreinskrifa síðustu málsgrein hér að ofan, var dyrabjöllunni hringt og inn kom kunningi minn, bæjarpóst- urinn, með bókapakka heiman frá íslandi. “I have some sur- prise for you,” sagði hann. Hann hafði pft áður fært mér bókasendingar að heiman og vissi hvað mér kom. Eg lagði frá mér pennann og spretti til umbúða til að rannsaka inni- halda pakkans; eg hefi orðið undrandi einstaka sinnum á æfinni, en aldrei sem nú; veiga- mesta bókin, sem' eg dreg úr umbúðunum er “The Soviet Power” í íslenzkri þýðingu eftir ritsnillinginn Kristinn E. And- résson, einmitt sama bókin, sem eg var að burðast við að snúa á íslenzkt mál. Eg var nokkra stund að átta mig á hvað skeð hafði, svo undrandi var eg; mér fanst eg standa hér eins og hálf- gerður afbrotamaður, staddur á annara manna löghelgri grund. Hér var um þrjá aðila að ræða, sem eg gæti verið brotlegur við, fyrst og fremst herra Kristinn E. Andrésson, þýðanda bókar- innar; afsökun mín gagnvart honum er sú, að eg hafði enga hugmynd um að hann eða neinn annar hefði þetta verk með höndum, en mér fanst að hinu leytinu nauðsyn bera til að gefa Islendingum hér nokkra innsýn í þessa stórmerku bók. Annar aðilinn eru þessir sömu Islend- ingar hér í grend við mig, alt, sem eg vil segja til þeirra er, að hér skal nú staðar numið. Þriðji aðilinn er eg sjálfur og það er mergurinn málsins; mér finst eg hafa gjört sjálfan mig að hálfgerðu undri á almanna- færi, óafvitandi þó, en hvort eg tek upp föstur og bænahöld til afplánunar, veit eg ekki enn, það er óráðið. Að endingu vildi eg óska að þessar fáu greinar í Lögbergi vektu næga forvitni lesendanna til þess að þeir öfluðu sér þess- arar bókar að heiman, hún ætti að komast inn á hvert einasta heimili. Nöfn frumhöfundar og þýðanda eru næg meðmæli. Þeir eru báðir alkunnir snilling- ar. “Eg hefi lokið máli mínu,” segja Zúlúarnir. Jónbjörn Gíslason. Slaka: Stormur vatns á bólu blés svo byrgðist skin af röðli; drambfult stolt og dýrkun fés datt úr gyltum söðli. —M. E. GUNNAR B. BJÖRNSSON, mælir fyrir minni íslands á Gimli þann 3. ágúst. Fjaðrafok —Hamingjan hjálpi mér, sagði matseljan. — Það er mús í búr- inu! Hvað á eg að gera? —Lokið búrdyrunum og þá líður ekki á löngu áður en grey- ið deyr úr hungri, svaraði einn af viðskiftavinunum. * * * Forstjórinn: Hafið þér séð gjaldkerann í dag? Skrifstofumaður: Já, hann kom hér snemma í morgun. Hann var búinn að raka af sér skeggið og bað um skipaáætlun- ina. * * * —Sendisveinninn okkar þreyt- ir mig. Hann er síblístrandi þegar hann er að vinna. —Þú ættir að hafa okkar sendisvein. Hann bara blístrar. * * * Hermaður einn, sem var á langri göngu, varð var við að eitthvað var í skónum hans, sem meiddi hann. Er hann kom í herbúðirnar um kvöldið, var komin blaðra á fótinn. Er hann fór úr sokknum fann hann í honum pappírsmiða, sem á var letrað: “Guð blessi hermanninn, sem fær þessa sokka.” * * * Fíll hitti mús langt inni í skógi og sagði: “Fjári ertu lítil og rytjuleg.” “Æ, já,’ sagði músin, “eg hefi verið með flensu og þú veizt hvernig það fer með mann.” —(Lesbók). Þegar hjónin höfðu verið viku í sumarleyfi uppi í sveit, sagði maðurinn: —Nú man eg alt í einu, að eg gleymdi að skrúfa fyrir gasið í eldhúsinu. —Vertu alveg rólegur, anzaði konan. — Það er engin hætta á ferðum, því eg gleymdi að skrúfa fyrir kranann í baðher- berginu. V • • • mam, VICTORY and VACATION While rest and recuperation are necessary to ensure the best results of labour by brain and muscle, all good patriots will place the things that make for VICTORY before the con- venient things of a VACA- TION. The conservation of gas- oline and rubber is one of the things that make for VICTORY, and all good patriots will hasten the day of victory. {a) by travelling in some other way than , by motor; (b) by ganging up with other vacationists and giving somebody’s motor a rest; (c) by insisting that the speed limit of 40 miles be observed; (d) and by making their vacation journeys as short as possible. Saskatchewan has much to offer — beautiful summer resorts, a Dominion Park and S e v e n Provincial Parks, good fishing, and many modern conveniences. SEE SASKATCHEWAN FIRST Write for booklets BUREAU of PUBLICATIONS Legislative Building, Regina OPPORTU NITY IS KNOCKING FOR YOUNG PEOPLE WHO WISH TO EMBARK UPON A BUSINESS CAREER The demand for TRAINED office help now exceeds the supply and we expect the demand will steadily increase. Why not take advantage of this opportunity NOW by attending our Day or Evening Classes? Write or telephone for our 1942 prospectus. 301 ENDERTON BLDG., 334 PORTAGE AVE. (4 DOORS WEST OF EATON’S) Phone 2 65 65 The Business College of Tomorrow . . . TODAY!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.