Lögberg - 30.07.1942, Síða 3
LÖGBEHG. FIMTUDAGINN 30. JÚLÍ, 1942
3
Á víð og dreif
Eflir G. J. Oleson.
Eg hefi oft setið og hlustað
á menn ræða um daginn og veg-
inn um ýms þýðingarmikil mál,
svo sem stjórnmál og trúmál, og
hefir sérstaklega verið eftir-
tektarvert að lesa það, sem
menn skrifa á þessari skrif-
finsku öld. Yfirleitt vita þessir
menn, hvort sem þeir dæma i
ræðu eða riti, hvernig hlutirnii
eiga að vera, og hvernig hægt
sé að hafa þetta eða hitt; flest
alt, sem aðrir gjöra er þver-
öfugt við það rétta og í öllu
tilliti öðruvísi en það á að vera.
Mennirnir, sem stjórna eða hafa
einhver völd fara æfinlega fyr-
ir ofan garð eða neðan við það
sem rétt er og í flestum tilfell-
um er það sem gjört er eða ekki
gjört, er gjört í eigingjörnum
til gangi, að dómi þessara
manna. Veitt hefi eg því eftir-
tekt og þótt nokkuð einkenni-
legt, að menn þeir, sem harð-
astir eru í dómum um aðra og
sem vita hvernig alt á að gjöra
rétt, eru menn, sem flest
alt hefir brugðist, sem þeir hafa
reynt — eru mislukkaðir menn
(failures). Hefi eg því stundum
verið lítillega vantrúaður á það
að alt væri fullkomið ef að þeir
ættu að stjórna landinu eða
heiminum, sem að þeir þó játa
að þeir gætu fullum hálsi.
Eitt af því, sem nú er allmik-
ið rætt um og hver étur eftir
öðrum, eru peningamálin í
heiminum og Gyðingarnir. Öll
bölvun mannanna í heiminum
stafar frá þessu tvennu. Veit
eg vel, að peninga-fyrirkomulag-
ið er mjög gallað og þarf að
breytast og breytist með eðli-
legri framþróun, ef gengið er að
því verki af einlægum endur-
bótamönnum á drengilegan
hátt; af mönnum, sem vita hvað
þeir eru að .tala um. lívað
Gyðingana snertir þá fer því
fjarri að það sé hálfur sann-
leikur, sem um það mál er
skrafað. Það er illkynjað
“propaganda” sem stofnað er til
í illum tilgangi og upprunnið er
frá Þýzkalandi af hálfu Nazista
Það er enginn vafi á því að
sumir Gyðingar eru óhlutvandir
í peningamálum en svo eru
margir aðrir. Eg hefi haft kynni
af mörgum Gyðingum, og fund-
ið marga þeirra með beztu
mönnum, og eitt er víst að
verstu fantar vorrar aldar, svo
sem Hitler, Mussolini, Emir Bey
og Talat Bey eru ekki Gyðing-
ar.
Annars hefir mér þótt kát-
broslegt að Heyra menn í ræðu
og riti skrafa um peningamálin,
í sumum tilfellum mislukkaðir
menn, sem með óhlutvendni
hafa alt lagt í sölurnar til þess
að verða ríkir, sem alt hefir
fallið í rústir hjá, því á engum
hornsteini hefir verið bygt. Þeir
ganga fram fyrir almenning,
sem mannkynsfrelsarar og segj-
ast vita bókstaflega hvernig
megi ráða bót á öllum meinum
mannanna, og með alt ilt á
hornum sér, gagnvart Guði,
mannfélaginu og stjórnarvöld-
unum, vilja umturna öllu, og
byggja svo alt upp eftir þeirra
eigin kokkabók, sem tíminn er
búinn að sanna að hefir svikið
þá sjálfa svo hrapallega. Sumir
þessir menn eru eins og lítil
vasa-útgáfa af Sölva heitnum
Helgasyni, sem Davíð skáld í
Fagraskógi hefir eytt um 500
blaðsíðum á. Slíkir menn
bjarga ekki heimi, til þess þarf
menn, sem að hafa bygt lífs-
starf sitt á bjargi, eins og til
dæmis William Wilberforce eða
Abraham Lincoln, menn, sem
af skilningi og mannúð störfuðu
í góðum tilgangi, mannkyninu
til heilla og vörðu lífskröftum
sínum til þess og töldu það ekki
eftir, menn, sem ekki voru eins
og geðvondir krakkar, sem ekki
fengu alt sem þeir vildu, ólund-
arfullir vegna þess að þeim fanst
að þeir hefðu ekki borið það úr
býtum, sem þeir þóttust eiga
hjá mannfélaginu og veröldinni,
og guði, ef þeir trúa þá að hann
sé nokkur til.
Krakki, sem heimtar alt með
sjálfskyldu af foreldrum sínum
án skilnings eða þakklætis, er
sorglegt fyrirbrigði, en svipuð
er mynd þess borgara, sem með
sjálfskyldu heimtar af mannfé-
laginu alt, sem hann óskar eftir
án þess að vilja leggja nokkuð
á sig, og finnur lítið eða ekkert
til þess að hann skuldi mannfé-
laginu og ríkinu og veröldinni
það bezta sem í honum er.
Einstaklingurinn á heimting á
vernd ríkisins og ríkið á heimt-
ingu á því frá einstaklingnum,
að hann gjöri sína skyldu gagn-
vart ríkinu — leggi það bezta
sem hann á til, til lífsins í starfi
og hugsun. — Það hefir gengið
yfir heiminn kreppualda síðast-
liðin 10 ár og margur hefir víða
átt um sárt að binda. Til þeirrar
kreppu eru margar ástæður:
herútbúnaður stríðsþjóðanna,
tollgarðar, einangrunarstefnan,
peningafyrirkomulagið, aura-
girnd einstaklinganna, o. fl. En
eit't hefir átt stærri þátt í krepp-
unni en marga grunar, en það
er “morale” fólksins og ábyrgð-
arleysis tilfinningin, sem virð-
ist svo sterklega ráða lofum og
lögum í hugum manna á und-
anförnum árum, hefir verið
raunalegt að heyra sóninn í
fólkinu, hefir það svo eitrað út
frá sér að menn hafi í tuga og
þúsundatali tapað því sem næst
allri trú á lífinu og öllum lífs-
möguleikum. Alt hefir verið
fordæmt, landið, stjórnir og Guð
alheimsins, en enginn fordæmir
sjálfan sig; hver og einn er í
sínum hug alfullkominn og al-
gjör; gamla sagan er enn að
endurtaka sig, að maðurinn sér
flísina í auga bróður síns, en
hann sér ekki bjálkann í sínu
eigin auga. Það sem er einna
átakanlegast við barlóm fólks-
ins er það, að það er ekki ein-
skorðað við það fólk, sem nauð-
uglegast er statt, heldur jafnvel
frekar þeir, sem við _ bærileg
lífskjör eiga að búa.
Það hafa verið erfiðleikar á
eða [ til þess að ná peningum þeirra.
marga lund á þessari kreppu-
tíð, sem nú er, um sinn að
minsta kosti, liðin hjá, (og þó
hefir maður fyrir margt að
þakka, þegar litið er út um víð-
an heim), en það bætir ekki á-
standið að kveina og kvarta,
heldur hitt miklu fremur að
ganga að sínu hlutverki með
kjark og karlmensku, og það er
víst að það er ekki aðalhlutverk
lífsins að safna sem mestum pen-
ingum, heldur hitt að byggja líf
sitt á réttri hugsun og sækja
mót örðugleikum á manndóms-
fullan hátt. Og það ætti og
þarf hver maður að læra, að
eiga góða daga og hafa sem
minst fyrir lífinu er ekkert
höfuðatriði, heldur hitt, að geta
unnið og starfað drengilega og
látið gott af sér leiða í lífinu, og
því verður ekki neitað að það
er heilbrygt grundvallaratriði
hverjum manni “að leita fyrst
guðsríkis og hans réttlætis” því
þá mun alt annað veitast manni
að auk, með öðrum orðum, að
byggja lífsstarf sitt á hornsteini
sannleikans og réttlætisins í orði
og verki. Það verður enginn
farsæll til æfiloka, sem ekki
leggur alt það bezta sem hann á
til lífsins, í hreinum anda, hann
skuldar sjálfum sér það, og
hann skuldar mannfélaginu það.
Nú þrátt fyrir það þó eg hafi
málað myndina allsvarta af
“moral” fólksins yfirleitt, þá
eiga ekki allir óskift mál, það
eru þar eins og alstaðar heiðar-
legar undantekningar; eg hefi
séð fögur ljós í myrkri krepp-
unnar, fátækt fólk, sem barist
hefir. með djörfung og aldrei
kvartað, menn sem hafa tapað
aleigu sinni án þess að láta sér
bregða, og einstöku menn, sem
með atorku hafa risið til vegs
og gengis efnalega (vegna þess
að þeir áttu trú og hugrekki),
eins og fuglinn Fönix úr ösku.
Svona fólki er vert að veita eft-
irtekt, fólki, sem stendur í
straumi lífsins stöðugt og læt-
ur sér ekki bregða við sár eða
drauga. Það er og hefir verið
leiðarljós lífsins í gegnum ald-
irnar.
Sumarskólinn við
Rock Lake
Hann var haldinn, eins og til
stóð dagan 13. til 21. júlí. Ýmsir
virtust kvíða því, að fyrirtækið
mundi ekki heppnast í þetta
sinn, vegna þess að nú var ekki
hægt að hafa skólann á Gimli,
þar sem hann hefir verið hald-
inn að undanförnu. Virtust
menn óttast vegalengdina vest-
ur, einkum vegna þeirra tálm-
ana, sem nú eru á bílferðum.
Einnig voru menn hikandi í
þessu sambandi nú fremur en
áður vegna þess að hið nýja
skólastæði var flestum lítt
kunnugt, og eitthvað hafði
heyrst um að það hefði staðið
ónotað nokkur undanfarin ár.
En forstöðunefnd Bandalags lút-
erskrá kvenna lét ekki telja sér
hughvarf, en afréð að halda á-
fram enda þótt við nokkra örð-
ugleika væri að etja. Helzti
meðráðamaður þeirra í fram-
kvæmd þessa fyrirtækis, var
hinn ötuli Aprgyle prestur, séra
Egill H. Fáfnis, sem einnig var
forstöðumaður skólans. Liggur
þetta svæði einnig vel við sveit
hans, og hann hafði öllum frem-
um góða aðstöðu til að kynna
sér allar kringumstæður fyrir-
fram. Allur undirbúningur
reyndist líka góður, og yfirleitt
mun óhætt að fullyrða að náms-
skeiðið hafi hepnast vel, og
unglingarnir nutu útiverunnar
og námsins hið bezta.
Umhverfið við Rock Lake er
fagurt. Vatnið liggur á há-
sléttu, sem kvað vera nálægt
800 fet yfir sjávarmál, og bygg-
ingar skólans standa á háum
bakka norðanvert við vatnið.
Loftið var svalt og hressandi;
friðsælt á landi og fiskisæld í
vatninu. Mikill fjöldi sumar-
gesta var þarna staddur um
helgina, og ef gengið var niður
að vatninu mátti heyra hvininn
í ótal fiskistöngum, er menn
köstuðu færum sínum 1 spegil-
slétt vatnið. Vafalaust hafa
margar' frægar fiskisögur átt
upphaf sit’t þar þann dag, en
ekki virtust menn þó sérstak-
lega fengsælir. Öðru hvoru
vippaði pikkurinn sér upp úr
vatninu, eins og til að ögra hin-
um ásælnu föngurum, en oftar
mun hann hafa valið sér frjálsa
og glaða lífið, fremur en að bíta
í krókaref þann, sem fyrir hann
var kastað. A laugardagskvöld-
ið sáum við þó nokkra sumar-
gesti ganga borginmannlega til
tjalda sinna með allvæna kippu
fiska af ýmsum tegundum. Var
mér einngi sagt frá því að
drengir okkar, sem námskeiðið
sóttu, hefðu einn morgun risið
óvenju snemma úr rekkjum og
farið til veiða. Árangurinn af
þeirri veiðiför varð sá, að allur
skólalýður hafði fisk til dag-
verðar þann dag, og allir urðu
(Framh. á. bls. 7)
Business and Professional Cards
PRATT & EGGERTSON
Barristers' Solicitors, Etc
ARNI tíGGERTSON, K.C., L,L.B.
(Member Manitoba Bar)
R. J. PRATT, LL.B.
WYNYARD, SASK.
Canada
________________!_______
Snowfield & Snowfield
Lögfrœðingar
LANGDON, N. DAKOTA
J. M. SNOWFIELD
ELLIS G. SNOWFIELD
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgS, o. s. frv.
Phone 26 821
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
lslenzkur lyfsali
Fólk getur pantaS meðul og
annaíS meC pósti.
Fljót afgreiðsla.
Peningar til útláns
Sölusamningar keyptir.
BújarSir til sölu.
INTERNATIONAL LOAN
COMPANY
304 TRUST & LOAN BLDG.
Winnipeg
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
* Phone 21 834—Office tímar 3-4.30
•
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
Legsleinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
Skrifið eftir verðskrd
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Simi 61 023
Arthur R. Birt, M.D.
605 MEDICAL ARTS BLDG.
Winnipeg
Lækningastofu-slmi 23 703
Heimilisslmi 46 341
Sérfrœðingur í öllu, er að
húðsjúkdómum lýtur
Viötalstlmi: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h.
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrœðingur
•
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
Phones 95 052 og 39 043
No. 1 Call 2
DR. M. C. FLATEN
Tannlœknir
EDINBURG, M. DAKOTA
F. S. SNOWFIELD
Lögfrœðingur
CAVALIER, N. DAKOTA.
------------------------;-
SELKIRK LUMBER
Company
Verzla með
Húsavið og allar tegundir af
byggingarefni
Kostnaöaráætlanir veittar ókeypis
Sími 254 P.o. Box 362
SELKIRK, MAN.
Thorvaldson &
Eggertson
Lögfræðingar
300 NANTON BLDG.
Talslmi 97 024
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
•
506 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 27 702
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
•
pægilegur og rólegur bústaður
i miðbiki borgarinnar
Herbergi $2.00 og þar yfir; með
baöklefa $3.00 og þar yfir
Ágætar máltlöir 40c—60c
Free Parking for Ouests
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlæknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaöur sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina.
Skrifstofu talslmi 86 607
Heimilis talslmi 501 562
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viötalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofuslini 22 251
Heimilisstmi 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Béint suöur af Bannlng)
Talslmi 30 877
•
Viðtalstími 3—5 e. h.
Office Phone Res. Phone
87 293 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment