Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST, 1942 5 mikla, sem hefir færst í aukana og breiðst út æ síðan. Nú hefir þó skipast svo til, að söguþættir þessir verða prentað- ir í haust, og er þegar hafist handa um undirbúning verks- ins. Verð eg því að taka upp þráðinn vestur um haf, þar sem niður 'féll samvinna okkar Magnúsar á Storð sökum sam- gangna-truflana þeirra og sí- felds póstsendinga-tjóns á vest- urleiðum, sem stríðið hefir vald- ið og þá sérstaklega kafbáta- sóknin mikla. Er samvinna okk- ar Magnúsar hætti, stóð á því, að eg fengi fulla vissu um, hvort eigi væru fáanlegar myndir af póstum þeim, er hér verða greindir: 1. Sigurður Bjarnason. Pem- bina. (Júlíus sonur hans í Moun- tain, einnig dáinn, og kona hans flutt burtu). 2. Magnús Hallgrímsson, fað- ir Ármanns M. H., Víðir P.O. 3. Benedikl Jóhannesson, Win- nipeg. (Hafði fengið litla hjóna- mynd frá systursyni hans, J. O. Björnson, Wynyard, ásamt ýms- um ágætum upplýsingum. En synir Ben. heitins búa í Win- nipeg, og vildi eg gjarnan fá verulega góða mynd af hon- um!|. 4. Sigbjörn Sigurðsson sterki (“Járnhryggur”), faðir Mrs. N. B. Johnson, Fargo, og bræðr- anna Jóels og Matthíasar í Moz- art og Árna að Garðar, N. Dak. Vildi eg og gjarnan fá fleiri upplýsingar um Sigbj. sál. 5. Jón Hannesson átti heima í Grunnavatnsbygð, Vestfold, P.O. 6. Björn Guðmundsson, (frá Mýrarlóni, fyrst giftur föður- systur Ármanns M. H., Víðir, P.O.). Þær myndir, er fáanlegar kynnu að reynast af póstum þessum, vildi eg mælast til að fá að láni, þar eð þær yrðu ó- metanlegur viðauki við þætti pósta þessara og myndaforða þann, sem saman hefir safnast víðsvegar að. Verður tekin full ábyrgð á myndum þessum, og verða þær endursendar um hæl, þegar búið er að taka nýja plötu af þeim! En þar eð samgöngur eru nú seinfærar mjög og erfiðar, vildi eg mælast til, að þeir, sem hér geta léð hönd að verki, bregði við fljólt og drengilega og sendi mér myndir sínar. Væru þá einnig allar frekari upplýsingar þakksamlega þegnar! Vil eg svo ljúka þessu stutta ávarpi mínu með ummælum eins vinar míns um hina gömlu pósta: Þeir eiga það sannarlega skil- ið, þessir karlar, að þeirra sé minst! Hefi eg gert ummæli þessi að einkunnar-orðum Pöstsöguþátt- anna. Með beztu kveðju og kærri þökk. Akureyri 15. júní 1942. Helgi Valtýsson. —Ef eg er seint úti á kvöldin, er eg allur helblár og lurkum laminn daginn eftir. -—Hvert í logandi, ertu gift- ur? Ekki vissi eg það fyr. Ofurmenni tískunnar Eftir Ferdinand Finne. Rose Bertin, hinn fyrsti heims- írægi tízkusköpuður Frakklands, var af fátæku almúgafólki kom- in. Hún yfirgaf æskustöðvar sínar og fluttist til Parísar til þess að leita þar gæfunnar. Frá þeim degi, sem hún opnaði hina íbúurðarmiklu tízkubúð sína, Au Grand Mogol, á ríkisstjórn- arárum Loðvíks XVI., náði hún öruggri fótfestu á vegi verald- legrar velgengni, sem þá var torsótt alþýðukonum. Það var þessi kona, sem lagði grundvöll- inn að því að gera París að miðstöð1 kvenbúninga-tízkunnar í veröldinni. Ungfrú Bertin varð brátt eins konar tízkuráherra í Frakklandi. Dyr Maríu Antoinetie, drotn- ingar Frakklands, stóðu henni opnar, hvenær sem vera skyldi, og peningar þeir, sem gert var ráð fyrir, að drotmingin verði árlega til fatakaupa, námu sem svaraði kr. 132,500.00, að vísu miðað við hið lága* verðgildi ís- lenzkrar krónu nú á dögum. í hinu óstjórnlega fjárbruðli auðuga fólksins í Frakklandi á árunum fyrir stjórnarbylting- una miklu fékk fatnaðartízkan heldur en ekki byr í seglin. Fólk var þá hálfbrjálað í þeim efnum. Kvenpilsin urðu t. d, svo fyrirferðamikil, að víkka varð allar dyr á höllinni í Ver- sölum, til þess að kvenfólk gæti smogið í gegnum þær stórvand- ræðalaust! Hárskrýfingar frakk- neskra kvenna urðu þá alt í einu svo háar, að hirðmeyjar urðu að liggja á hnjánum, er þær óku til Versalahallar, því að ef þær sátu, rakst hárið á þeim upp í þakið á vögnunum og aflagað- ist! Rose Bertin varð á skörhm- um tíma átrúnaðargoð allra kvenna og rakaði saman offjár fyrir störf sín. En svo skall stjórnarbyltingin á, eins og vá- legt ofviðri, og Bertin varð að flýja til Englands og halda þar kyrru fyrir, þar til storminum slotaði. Þegar hún kom aftur til Frakklands, nokkrum árum seinna, var aðkoman í París heldur en ekki ömurleg. Við- skiftavinir hennar voru þá ann- að hvort dauðir eða flúnir úi landi, og það fólk, sem nú réð lögum og lofum í Frakklandi, hafði sína eigin tízkuráðgjafa og þurfti ekki á neinni Rose Bertin að halda. Stjóínarbyltingar-mennirnir í Frakklandi gerðu alla sundur- gerð og viðhöfn í klæðaburði landræka. Þar áttu vitanlega allir að vera jafnir. Þetta hafði m. a. þau áhrif, að hinir frægu silkiframleiðendur í Lyon urðu gjaldþrota. En tildursleysi stjórnarbyltingarfólksins átti sér ekki langan aldur fremur en aðrar tízkustefnur. í kjölfar byltingarinnar sigldi einræðis- herrann, sem í þetta sinn hét Napóleon. Honum fylgdi sér- stök tízka: keisarastíllinn, en nú hét tízkuráðherrann ekki Rose Bertin, heldur LeRoy. Hann skóp keisaranstíls-fatnaðar-tízk- una og tefldi þar fram sem tízkudrotningu sjálfri eiginkonu Napóleons keisara, Jósefínu Beauharnais. Napóleon vildi, að hirð sín yrði viðhafnarmeiri en áður væru dæmi til í sögu Frakk- lands. Og Le Roy lét ekki sitt eftir liggja til þess, að svo mætti verða. Hin fagra drotning hans, Jósefína, fékk árlega um kr. 663,000.00 hjá manni sínum til þess að kaupa föt fyrir, en sú fjárhæð nægði henni hvergi nærri og varð því að hækka hana upp í kr. 1,325,000.00, sem er að vísu miðað við hið hæ- versklega, núverandi verðgildi íslenzkrar krónu gagnvart sterlingspundi. Til dæmis um fatakaup Jósef- ínu drotningar má nefna, að hún keypti árlega 520 pör af skóm, 87 hatta, 73 lífstykki og 980 pör af hönzkum. Hún hafði afargaman af Kashmír-sjölum og gat fundið upp á því að gefa kr. 26,500.00 fyrir fágætt sjal af því tagi. Þegar Napóleon lagði viðskiftabannið fræga á Bret- land, braut Jósefína það með því að múta mönnum til þess að smygla Kashmírsjölum yfir Ermarsund! Jósefína reyndist Le Roy hvorki meira né minna en gull- náma. En þar kom, að Napó- leon skildi við hana og kvæntist Maríu-Lovísu í þeirri von, að hún mundi fæða honum son. Á þessu nýja hjónabandi var sá mikli ljóður frá sjónarmiði Le Roy, að María-Lovísa hafði sára- lítinn áhuga fyrir fötum og fatatízku. Með Loðvík Filippusi hrakaði frakknesku klæðatízkunni á ný. Silkisalarnir í Lyon komust nú aftur á heljarþröm. Samtímis gerði hin nýja vefnaðarvél Jacquards þúsundir manna at- vinnulausar. Tízkufrömuðirnir áttu því örðugt uppdráttar um þessar mundir. En með valda- töku Napóleons III. batnaði aftur í ári hjá þeim. Þá gerðist Englendingur nokkur, Karl Friðrik Worth að nafni, “tízku- ráðherra” í Frakklandi. Bezti viðskiftavinur hans varð að sjálfsögðu keisaradrotningin sjálf, Eugénie, því að ennþá varð hirðin miðstöð tízkunnar. Hið mikla tízkuhús Worths í Rue de la Paix (Friðargötu) varð eins konar miðstöð auðæfa og fegurðar í heiminum. C. F. Worth var seinasti tízku- konungur, sem uppi hefir verið. Nú á dögum er ekki um að ræða neinn einstakan tízkuleið- toga, er beri höfuð og herðar yfir alla keppinauta sína. Worth-tízkuhúsið er að vísu enn við lýði, og er það í eigu afkomanda stofnandans, bn nú eru uppi um það bil tólf aðrir “tízkukonungar.” Með aukinni mentun almennings, meiri jöfnuði auðæfanna en áður var og hinum gífurlegu áhrifum kvikmyndanna, hefir tízkan fært út kvíarnar frá aðli og auð- mnnum til gervallrar alþýöu innan endimarka hinnar svo- nefndu siðmenningar. —(Samtíðin). LET'S KEEP SILENT! A sign hanging on the wall of Naval Headquarters says: “O Lord give me strength to keep my big mouth shut until I know what I am talking about.” THE ENEMY HAS EARS This space donated by ^b>iewsuf,ó. M.D. 71 NATIONAL WAR LABOUR BOAYD GENERAL ORDER The Dominion Bureau of Statistics has found that the cost of living index number for July 2, 1942, of 117.9 (ad- justed index 117) has risen by 2.4 points over the index for October 1, 1941, of 115.5 (adjusted index 114.6). Accordingly, pursuant to the provisions of Section 34 (1) of the Wartime Wages Control Order P.C. 5963, and subject to the general provisions of the Order, the National War Labour Board orders that employers subject to the Order who are paying a cost of living bonus shall adjust the amount of such bonus payment, and employers who are not paying a cost of living bonus shall commence the payment of such a bonus, both effective from the first payrool period beginning on or after August 15, 1942, as follows: (a) If payment of a cost of living bonus is being made pursuant to the provisions of Order in Council P.C. 8253 (now superseded by P.C. 5963): (i) For employees to whom Section 48 (iii) (a) of P.C. 5963 applies, the bonus shall be increased by the amount of sixty (60c) cents per week, (ii) For employees to whom Section 48 (iii) (b) of P.C. . 5963 applies, the percentage of their weekly wage rates, paid to them as a cost of living bonus, shall be increased by 2.4 points; (b) If no cost of living bonus is being paid, the payment of such a bonus shall be commenced: (i) For employees to whom Section 48 (iii) (a) of P.C. 5963 applies, in the amount of sixty (60c) cents per week, (ii) For employees to whom Section 48 (iii) (b) of P.C. 5963 applies, in the amount of 2.4% of their weekly wage rates; (c) In no case shall the amount of a cost of living bonus adjusted as stated exceed a maximum of $4.25 per week to employees to whom Section 48 (iii) (a) of P.C. 5963 applies, and of 17% of their weekly wage rates to em- ployees to whom Section 48 (iii) (b) of P.C. 5963 applies: (d) (1) (i) For employees to whom Section 48 (iii) (a) of P.C. 5963 applies now being paid a cost of living bonus, not pursuant to the provisions of P.C. 8253, established prior to the effective date of that Order, in an amount exceeding $4.25 per week, the amount of the bonus shall remain unchanged, (ii) For such employees now being paid a cost of living bonus of less than 4.25 per week, the amount of the bonus shall be increased up to sixty (60c) cents per week, but in no case to exceed a total weekly bonus of $4.25; (2) (i) For employees to whom Seqtion 48 (iii) (b) of P.C. 5963 applies, now being paid a cost of living bonus, not pursuant to the provisions of P.C. 8253, established prior to the effective date of that Order, in an amount exceeding 17% of their weekly w’age rates, the amount of the bonus shall remain unchanged; (ii) For such employees now being paid a cost of living bonus of less than 17% of their weekly wage rates, the bonus shall be increased up to 2.4 points, but in no case to exqeed a total weekly bonus of 17% of their weekly wage rates; (e) The adjustment or payment of a cost of living bonus calculated as ordered shall ba to the nearest cent of any fractional figure; (f) Employers in the construction industry shall adjust the amount of any cost of living bonus required by paragraph (a) of this order only for employees in respect of whom no special bonus arrangement has been made with the approval of a War Labour Board, pursuant to the provision of the Order for the conduct of the National Joint Con- ference Board of the Construction Industry. Ottawa, Ontario, August 4, 1942 HUMPHREY MITCHELL, Chairman, National War Labour Board. SIGURÐUR E. SIGURÐSON “Fagnið með fagnend- um og grátið með grát- endum,” segir postulinn. Meðlíðan með samferða- mönnum vorum á lífs- leiðinni er af góðum rót- um runnin. Sú sviplega fregn, sem Winnipeg- blöðin fluttu, að Mr. S. E. Sigurdson hefði beðið bana í ofsarigningunni, sem skall á Winnipeg- borg að kvöldi miðviku- dagsins 29. júlí, vakti sársauka og meðlíðan með syrgjendunum, hjá miklum fjölda íslendinga og annara. Um slysið vita menn ekki greinilega. Mr. Sig- urdson var á leið niður 1 bæ einn á bíl. Rign- ingin gjörði mjög erfitt að sjá. Einhver, sem framhjá fór, sá hann víkja til hliðar fyrir bíl, sem hann var að mæta. Við það lenti hann í stólpa, sem orsakaði slysið. Hann hefir ekki séð hvert hann var að fara. Hann hafði lengi haft veikt hjarta, og má vera, að það hafi átt sinn þátt í slysinu. Sigurður E. Sigurdson var fæddur 28. des. árið 1890, að Nýjabæ í Breiðuvík (Hnausa pásthús) í Nýja íslandi. Foreldrar hans voru þau hjónin Eggert Sigurdson og Þorbjörg Böðvarsdóttir, ættuð úr Borgarfjarðarsýslu á Islandi. Þegar Sigurður var ársgamall fluttu þau hjónin með börnum sínum til Gimli. Þar ólst Sigurður upp, naut skólagöngu, gekk í sunnudagaskóla og var fermd- ur. Árið 1909 fluttu þau öll til Selkirk og þar átti Sig- urður heimili þangað til 1926. Á þeim tíma stundaði hann nám við verzlunarskóla. Svo kom vinna af ýmsu tægi. Meðal annars var hann fiskimaður á Winnipeg- vatni. Árið 1916 innritaðist hann í herinn, og árið 1917 fór hann á vígvöll; en áður en hann. fór héðan kvæntist hann 14. okt., 1916, Margréti Sólmundson frá Gimli. Þegar hann kom til baka myndaðist félagsskapur með honum, tengdabróður hans, Kelly Sveinsson og Runólfi Henrickson. Stunduðu þeir viðgjörðir og járnsmíðar; seinna seldu þeir einnig bíla. Árið 1926 fluttu þau hjónin, ásamt börnum sínum, norður í Mikley í Winnipegvatni, þar sem Hecla er pósthúsið. Hefir þar verið Islendingabygð síðan árið 1876. Þar var Mr. Sigurdson fiskimaður, og síðar fór hann að verzla mqð fisk. Við þetta síðara starf var hann það sem eftir var æfinnar. Þau voru á eyjunni 9 ár. Skömmu áður en hann fór þaðan stofnaði hann fiskiverzlunarfélag með James H. Page, að Hnausa, C. H. Greenberg á Gimli, og C. M. Concannon í Chicago. Nafn félagsins er Canadian Fish Producers. Mr. Sigurdson og Mr. Gunnar Tómasson að Hecla, mynduðu einnig með sér fiskiveiðafélagsskap. Mr. Sigurdson var ráðsmaður stærra félagsins frá byrjun. Á uppvaxtar og æskuárum var Mr. Sigurdson hraustur og fjörmikill. Hann var unglegur og ötull æfina út. Hann var samt ekki gamall maður þegar hann fékk taugaveikina. Hefir hún líklega. lamað líkamskrafta hans. 1 Mikley fór að bera á berklum í sumum kyrtlum. Lungun voru samt ávaít heilbrigð. Það var gjörður holskurður. Honum batnaði, en hjartað.var bilað eftir það. I Winnipeg var tekið úr honum annað nýrað, og var hann lengi að ná sér; en meiri hluta þess tíma hélt hann áfram að stýra verzlun sinni. Börn þeirra hjóna eru: Sigurður Thorberg, kvæntur Gwendoline Ásmundson frá Selkirk, starfsmaður við verzlun föðursíns í Winnipeg; Helga Margrét, gift Helga G. Tómasson, til heimilis í Mikley; og Lillian Freda, gift Daniel Sigmundson, til heimilis að Hnausa. Barnabörn þeirra eru fjögur. Hann lifa einnig tvær systur, báðar í Selkirk: Mrs. Jóhanna Sveinson, og Mrs. Jðna Ólafson. Sigurð þekti eg sem dreng, á uppvaxtarárum hans á Gimli, í sunnudagaskólanum, 1 fermingarflokknum, og á heimili hans. Heimili hans var í nágrenni við heimili mitt á Gimli. Við nutum mikillar velvildar frá því heim- ili bæði á Gimli og síðar. Sigurður var viðfeldinn dreng- ur og vinsæll jafnvel þá. Hann studdi safnaðarstarfið bæði í Selkirk og Mikley, og hélt sér ávalt við þann kristindóm sem hann hafði eignast í æsku. Hann var atorkumikill starfsmaður, ráðvandur í við- skiftum, og ágætum hæfileikum búinn sem verzlunar- frömuður. Hann var sérstaklega alúðlegur í viðmóti, ræðinn, og skemtilegur. Hann hafði gott lag á að kvnn- ast fólki og þekkja það. Hann var fljótur og fús til að gjöra mönnum greiða. Hann unni af heilum hug ástvin- um sínum: Foreldrum, systkinum, eiginkonu og börn- um. Hann annaðist vel um heimili sitt og þau öll, sem þess nutu með honum. Hvað hann var góður, tryggur vinur get eg borið um. Frá æsku hans til dauðadags var aldrei ský á vin- áttu hans til mín. Hann tók mér opnum örmum hvert sinn er við hittumst, og vildi ávalt alt fyrir mig gjöra, sem honum var unt. Skömmu áður en andlát hans bar að höndum átti eg indæla kvöldstund með þeim hjónum á heimili þeirra. Það ligur í augum uppi, að maður, sem var svo góður vinur sjálfur, eignaðist marga vini. Eg hygg að öllum hafi verið hlýtt til hans, sem áttu kost á því að kynnast honum. Útför hans fór fram í Selkirk þriðjudaginn 4. ágúst, og var afar fjölmenn. Aðal-athöfnin var í lútersku kirkjunni í Selkirk. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Ólafsson, stýrði henni og flutti ávarp. Séra Rúnólfur Marteinsson flutti ræðu og stýrði athöfninni í grafreitn- um. Gunnlaugur Oddson var organistinn. Söngflokkur safnaðarins leiddi sönginn. Mesti fjöldi bíla tók þátt i förinni frá kirkjunni til hvílustaðar jarðnesku leifanna. A. S. Bardal frá Winnipeg var útfararstjórinn. Lík- mennirnir voru: Kelly Sveinson, Jóhann Ólafson, Jóhann Sólmundson, J. Peterson, Kristján Tómasson og Gunnar Tómasson. Frímúrarar fluttu kveðjumál við gröfina, er kirkju- legu athöfninni var lokið. Þökk fyrir samfylgdina, góði vinur. Guð blessi ástvini þína og það, sem þú vanst til góðs. R. M. S. E. Sigurdson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.