Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. AGÚST, 1942 7 Eyfjörð og Skagfjörð Jón og Bensi finnasl. Það var eitt sinn um upp- skerutímann, að Jón var sendur inn í borgina með stykki, sem bilað hafði í bindaranum. Vertu nú fljótur, Jón minn, sagði Ei- ríkur, taktu hann skjóna og skokkaðu á hestbaki, þér þykir gaman að því. Jón hafði mesta yndi af þessu. Á eg að segja manninum að gjöra þetta fljótt. Já, já, sagði Eiríkur, gefðu hon- um ekkert undanfæri; segðu honum frá mér að hann verði að gjöra það strax, það þarf að slá hveitið sem fyrst. Eg þarf að vinna fram á nótt í kvöld fyrir þennan tíma, sem eg missi í morgun. Alt gekk vel fyrir Jóni; hann fékk stykkið brasað saman í flýti, borgaði verkið og hélt svo til baka. Hann var kominn spöl frá bænum, sér hann þá hvar maður gengur veginn sömu leið og hann fer. Þetta mann-grey er labbandi, hugsaði Jón, það er gustuk að taka hann á hestbak lítinn spöl. Nei, nei, hver skyldi það vera annar en hann Bensi. Jón stanzaði hestinn. Halló, Bensi, komdu á hestbak, svo þú þurfir ekki að telja hvað mörg spor eru í mílunni, sagði Jón hlæj- andi. Bensi leit snögglega á Jón og varð svo niðurlútur. Nei, eg á það ekki skilið af þér, Jón, farðu leiðar þinnar. Komdu strax, sagði Jón, eg er ekkert reiður við þig. Bensi stökk nú á bak. Eg skal muna þér þetta. Jón, sagði Bensi, það gefur mér kinnroða hvað þú ert góðvilj- aður. Eg skammast mín. Því gerðir þú þetta, Bensi, spurði Jón. Eg sem var svo reiður við strákinn hann Bjössa, hann er sterkur eins og fíll og þvættir mér eins og dulu; mér fanst eg þurfa að taka það út á ein- hverjum, en eg var asni og ill- menni, en það skal ekki koma fyrir aftur, enda held eg eg heyri aldrei það síðasta af þess- ari flónsku minni. Gleymum því með öllu, sagði Jón, en heyrðu Bensi, hvernig fór með boltaleikinn í gær? Okkar flokkur vann frægan sigur, sagði Bensi, við höfðum átta móti tveimur. Harla gott, sagði Jón. Eg var við dansinn í fyrrakvöld, sagði Bensi þarna í nýju kornhlöðunni hjá West- fold, þar var margt fólk saman komið, og fallegar stúlkur. Hana nú, sagði Jón, þú er't þó ekki farinn að hugsa. um stúlk- ur. Nei, nei, svaraði Bensi, eg ætla mér aldrei að hugsa um stúlkur, þær vilja mig ekki, eg er svo ljótur. Hvað vitleysa, sagði Jón, þú ert víst nógu riddaralegur þegar þú ert upp- strokinn ög ekki ertu feiminn. Nú er eg næstum kominn heim sagði, Bensi, eg skal gera eitt- hvað fyrir þig, Jón minn, þegar mér gefst tækifæri. Hann stökk af baki og kvaddi Jón. Þegar. heim kom, sagði Jón fólkinu frá þessum samfundum við Bensa. Jæja, sagði Ásta, þú ert búinn að gera þinn part í leik þessum, Jón minn, þú ert búinn að gjalda ilt með góðu, og við ættum að vita og muna hver það var, sem bauð okkur það. Halldór var nú á öðru máli. Ekkert skil eg í þér, Jón, hvað þú ert ólíkur forfeðrunum, sagði hann, mér hefði þótt gam- an að sjá gömlu mennina, taka mann á hestbak, sem búinn var að svívirða hann í orði og verki — þeir hefðu líklega dustað hann til og það eftirminnilega. Það er gott, sagði Ásta, að sá villudómur er lagður niður. Já, þú talar eins og Sigríður mín, sagði Halldór, en það kom fram sem Ásta sagði. Bensi reyndist Jóni tryggur góðkunningi eftir þetta, og var boðinn og búinn að gera Jóni alt til þægðar. Fyrirmyndar bóndinn hann Jón Eyfjörð. Nú eru liðin æskuár Jóns með vinnu, lærdóm og leiki. Nú hefir hann verið bóndi á bú- jörð sinni í fjögur ár, giftur Margréti Skagfjörð. Þau eiga ungan son, sem Halldór heitir. Nú eru þau að tala saman úti eitt fagurt kvöld í júní. Nú eru fjögur ár síðan gift- ing okkar fór fram, sagði Jón. Já, það hafa verið unaðsleg ár, sagði Margrét, þó ekki sé auð- legð og prakt. Ánægjan er fyr- ir öllu og meira verð en rík- dómur og glys. Já, gleðin, sagði Jón, einkum síðan drengurinn kom; hann er sólargeisli húss- ins, bjartur og hlýr. Afi held- ur að ekkert barn jafnist á við hann, sagði Margrét. Jón brosti. Það eru nú fleiri en hann, sem álíta það, sagði Jón. En hérna er blaðið, sem segir frá gift- ingu okkar. Eg æ,tla að lesa greinina. í gær fór fram eink- ar myndarlegt brúðkaup hjá þeim hjónum, Mr. og Mrs. Matthías Skagfjörð, þegar faðir brúðarinnar leiddi dóttur sína til brúðgumans, eru brúðhjón þessi einkar mannvænleg og fagrir steinar í bygging mann- félagsins, er mikils af þeim að vænta. Eftir giftinguna voru höfðinglegar veitingar fram- bornar og þar næst skemtun, sem unga fólkinu er kær. Má svo segja um . þennan fyrir- myndar bónda, að hann sé ein- stakur í dugnaði og vitri fyrir- hyggju, alt. er þar prýtt þrifnaði. Líta skepnurnar út sem á fyrir- myndar búi, hreinar, feitar og gljáandi. Það fyrsta, sem mæt- ir auganu þegar heim er komið, er fegurð og smekkvísi; hann hefir gott bú og snoturt heimili, gripahúsin eru sterkbygð, hlý og vel máluð. Garðar og blómreitir eru svo ágætlega hirtir, það er eins og ógresið sneiði sig hjá landinu hans Jóns; hann hefir mikið af engjum og umgirt beitilönd, en eigi stóra akra. Jón er uppfyndinga maður og hefir látið gera tvo stóra brunna, annan á kornakrinum en hinn í griparéttinni; hefir síðan vatnslyfting og sprautu og OPPORTU NITY IS KNOCKING FOR YOUNG PEOPLE WHO WISH TO EMBARK UPON A BUSINESS CAREER The demand for TRAINED office help now exceeds the supply and we expect the demand will steadily increase. Why not take advantage of this opportunity NOW by attending our Day or Evening Classes? Write or telephone for our 1942 prospectus. III flniTOBfl commaciAL COLL£G£ 301 ENDERTON BLDG., 334 PORTAGE AVE. (4 DOORS WEST OF EATON’S) Phone 2 65 65 The Business College of Tomorrow . . . TODAYi vatnar þannig- akri, beitilandi, blómum, aldinreitum og görðum með langri togleðurs-slöngu. — Vér óskum þessum ungu hjónum lukku og farsældar. Þetta er nú ágætt, sagði Jón. Við höfum margt, sem við get- um minst með þakklæti og ætíð gleður það mig að eg lærði ís- lenzkuna sæmilega; það er gam- an að koma til Winnipeg, þar er glæsilegt félagslíf; þar eru ís- lenzkar kirkjur, Þjóðræknisfé- lagið góða og Jóns Bjarnasonar skólinn, þar var eg í tvo vetur og leið mæta vel, kennarar skemtilegir, rektorinn valmenni og íslenzkan svo viðfeldin og hljómfögur. Það er verulega gaman, sagði Margrét, að lesa íslenzkar sögur; amma hefir heilmikið af þeim, þær eru svo hressandi og vekjandi, meir en sögur á ýmsum málum. Amma segir þær séu samdar í vís- dómsanda trúarinnar og því trr,ustar og styrkjandi. Jón þótti einkennilegur í sumum skoðunum og fastheldinn við það, sem hann áleit rétt að vera. Eitt var það: hann sagðist aldrei ganga í ábyrgð fyrir skuld annars manns, það væri kæruleysis vogun að ætlast til að menn gangist undir skuldir sínar, því þegar betur er að gætt, þá eru það vanalega ein- hver stórræði, sem maðurinn getur komist! af fyrir utan, þar til hann sjálfur stendur á sínum eigin merg og getur borgað sín eigin stórræði. Þetta hefir komið mörgum á kaldan klaka, gert menn eignalausa og vald- ið óánægju og gremju. Annað var það: Jón lagði aldrei eggjárn að nokkurri skepnu, sagði það væri synd að eyðileggja skepn- urnar; maður hefði svo mikið gagn af þeim samt, og þegar skepnur verða gamlar er það skylda manns að vægja þeim og láta þeim líða vel eins og gömlum vinum. Jón afsagði að vera í skuldum, því skyldi eg ætlast til að menn láni mér, ef mig vantar eitthvað, bíð eg þess með þolinmæði þar til eg get keypt það, og borgað út í hönd. Þá er eg frí og frjáls og á það, sem eg hef, hitt er ánauð og ófrelsi á báðar hliðar. Þetta svokallaða lánstraust er skortur sannrar fyrirhyggju. Sannleik- urinn er, maður ætti að gefa,'ef einhver er í þröng, en ekki að lána; það skal aldrei tefja fyrir mér, að halda skuldareikninga. Þetta sézt bezt þar sem alt er borgað út í hönd; þar er mestur ávinningur á báðar hliðar. Það hlýtur svo að vera þar sem rétt- lætið ræður, eru menn ánægðir og frjálsir. Sjálfstæði og frelsi eru dýrgripir lífsins, þá er mað- ur glaður og syngjandi við verk- ið sitt, sagði 'íón. Að vera í skuldum svo tugum ára skiftii er niðurdrep, veldur áhyggjum og^ svefnleysi; eg vil vera laus við þetta, sofa rólegur og vakna glaður. Þá hafði Jón orð á sér fyrir það, að hann borgaði vinnufólki sínu betur en alment gerðist. Mitt er ekki minna fyrir það, sagði Jórff Sjáið hvort ekki birtir yfir heimin- um þegar efnin jafnast og sjálfs- elskan hættir að kreppa hnef- ann um smáskildinginn og stór- skildinginn, og segja mitt en ekki þitt. Verkalýðnum er aldrei borgað nóg, hann vinnur og vinnur og rakar saman auö legð fyrir þá alt of ríku. Jón fór snemma á fætur, opnaði biblíuna, las kafla. Það er bless- uð sálarfæða, styrkjandi og gleðjandi, sagði Jón, eg hefi yndi af orðskviðum Salomons, hér er ein fögur: Son minn, gleym eigi kenning minni, því langa lífdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þér, eg \ísa þér veg spekinnar, leiði þig á braut ráðvendninnar; kær- leiki og réttvísi sé höfuðdjásn þitt. Krislín í Waterlown. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR Mrs. Guðrún H. Friðriksson Fædd j6. ágúst 1868 — Dáin 8. maí 1942 Dánardægurs þessarar merkiskonu var minst í ís- lenzku vikublöðunum fyrir nokkru síðan. Hún hét fullu nafni Guðrún Helga; var fædd að bæn- um Búrfelli í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu 16. ágúst mánaðar 1868. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jör- undur Sigmundsson og Auður Grímsdóttir. — Auður var eitt af þeim mörgu valinkunnu systkinum, sem kend voru við Grímsstaði í Reykholtsdal í sömu sýslu. — Guðrún ólst fyrst upp með foreldrum sínum að Búrfelli, og svo um nokkur ár hjá þeim hjónum Páli og Helgu á Steindórsstöðum í Reykholtsdal. Árið 1885 fluttist hún til þessa lands 17 ára að aldri og taldi sig til heimilis hjá móður sinni, fyrstu dvalarár sín hér. Móðir hennar hafði flutt vestur 1882 og bjó við rætur Pembinafjallanna 4 mílur norðvestur frá bæjar- þorpinu Garðar í North Dakota, U.S.A. Fyrstu árin vann Guðrún sem vinnukona í ýmsum vistum bæði hjá sam- löndum sínum og annara þjóða fólki. Giftist árið 1894 eftirlifandi manni sínum, Gunnari Friðrikssyni, þingey- ingi að ættum. Fyrsta búskaparár sitt áttu þau heima í Winnipeg; fluttu þaðan til Ontario og stjórnuðu þar matsöluhúsi fyrir C.P.R. járnbrautarfélagið. Þaðan fluttu þau árið 1899 til Winnipegosis, Man., og bjuggu um nokkur ár í íslenzku bygðinni á Red Deer Point, sem þá var rétt byrjuð að myndast. Atvinna þeirra var fiskveiði og griparækt. Þaðan fluttu þau til bæjarins Winnipegosis og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust níu börn, tvö þeirra dóu í æsku, hin lifa nú fullorðin og gift; flest búsett hér í Manitoba. Þau eru þessi sem hér verða talin: Jörína Auður, kona Halldórs Stefánssonar; Óskar Gunnar, giftur Petronellu Crawford; Stearne Jónas, giftur Elen Martin af enskum ættum. Þessi sem hér eru talin eru búsett í Winnipeg- osis; Skarphéðann Kjartan, giftur Helgu Jónasdóttur Pálssonar söngkennara, eiga heima í Geraldton, Ont. Björg Margrét, gift LaVerne Hawn, þau hafa átt heimili í Mafeking hér í fylkinu; Svava Friðrika, gift Ernest Ransom af enskum ættum; Guðrún Thyri, gift Ben Grimmalt, eiga heimili í námubænum Flin Flon, Man. Alsystir Guðrúnar er Björg ekkja Mr. Stearne Tight, býr í bænum Saskatoon, Sask., önnur alsystir var Guð- rún, kona Jóhannesar Thordarson við Mozart, Sask. Tvö hálfsystkin af seinna hjónabandi Auðar, eru Kristín, kona Gunnars Guðmundssonar, þau búa í Winnipeg, og Þórður, giftur Þórdísi Thómasson, búa nálægt Mozart, Sask. ^ Við fráfall þessarar mætu merkiskonu er stórt skarð autt í hópi íslendinga í Winnipegosis, ekki aðeins hvað áhrærir mann hennar og börnin þeirra, sem nú harma ástríka konu og móður, heldur allra Islendinga í því bygðarlagi, því það má með sanni segja, að hún var lífið og sálin í öllu því, sem laut að félagsmálum íslendinga þar. Hún var forseti Lúterska safnaðarins þar um mörg ár, einnig forseti þjóðræknisdeildarinnar Hörpu, og enn- fremur forseti Kvenfélagsins Fjallkonan um langt skeið. Það er líka að allra þeirra dómi sem unnu að nefndum félagsmálum með henni, að aldrei hafi neitt af þeim staðið fagurlegar að ætlunarverkum sínum, en þau árin, sem hún veitti þeim fylgi sitt. Þessi látna kona var mörgum þeim kostum gædd sem hverja konu prýða, hún var fríð ásýndum, gáfuð og einkar skemtileg í við- ræðum, hafði þíðan og aðlaðandi málróm, hún var prýði- lega máli farin á ræðupalli og þótti þá fáum of langt að hlusta meðan hún talaði. Nokkur síðustu æfiár sín þjáðist hún af sjúkdómi þeim, sem læknarnir kalla blóðþrýsting, og úr þeirri veiki dó hún, sátt við lífið, sátt við alla menn, og sátt við síðasta gestinn, sem kom og bar hana á örmum sínum, svo hátt upp í daginn mikla. Nú ertu horfin úr augsýn okkar allra, hjartans þökk fyrir allar þær skemtistundir, sem við nágrannarnir þínir áttum með þér í lestaferð lífsins, þú varst sönn kona! Góður orðstír deyr aldrei. Gamall nágranni. BUMcaem 'WrtYvwtwvywywwvwvwvwvwvvwvvvvvvvvwx. \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar. XAMAWAWAAMAAMAAAAAMÁÁMAAAAWAAAAAAAM/'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.