Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST, 1942 Ur borg og bygð Giflingarfregn: Þann 4. ágúst voru gefin sam- an í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk, séra Carl J. Olson sóknarprestur í Flin Flon, Man. og Ásta Laufey Johnson, Selkirk, Map. Séra Sigurður Ólafsson gifti. Að giftingu afstaðinni nutu nánustu ástvinir og vinir yndislegrar stundar á heimili Mrs. Margrét- ar Johnson, móður brúðarinnar. -f -f -t- Hjónavígslur framkæmdar af séra Valdimar J. Eylands: 1. ágúst— James Gordon og Olive Jean Pottruff. Giftingin fór fram í Fyrstu lútersku kirkju. Brúð- urin er dótturdóttir Kristjáns umboðsmanns Ólafssonar hér í borg. 8. ágúst— Lancelot Allan Farewell og María Sigurbjörg Jónsson voru gefin saman á heimili brúðar- innar, 774 Victor St. Brúðurin er dóttir Dr. Björns B. Jónsson- ar og frú Ingiríðar ekkju hans að 774 Victor St. 8. ágúst— Peter John Scott og Irene Swanie Swanson, dóttir J. J. Swanson fasteignasala og frú Kristínar konu hans. Athöfnin fór fram í Fyrstu lútersku kirkju. ♦ -f -f Miðvikudaginn 28. júlí lézt við Churchbridge, Sask., konan Einarína Kristín Sigurðson, kona Einars Sigurðssonar; eftir langvarandi sjúkdóm. Hún var jarðsungin þ. 31. s. m. af séra S. S. Christopherson að við- stöddu mörgu fólki. Hún lætur eftir sig, auk manns síns, þrjú börn þeirra hjóna og þrjár syst- ur. -f -f -f MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. F'eldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. -f -f -f Að 748 Home Street fást nokkrar íslenzkar bækur með gjafverði. Þakklæti: Jón Sigurdson félagið þakk- ar fyrir $5.00 frá kvenfélaginu “Sólskin”, Foam Lake, Sask. Einnig fyrir $10.00 frá Mrs. Rósu Hermansson Vernon, To- ronto. Mrs. Vernon tók þátt í “Folk Festival” á International Lions Club Convention, þar sem hún táknaði ísland. Afhenti fé- lagið henni $10.00, sem hún mátti verja í þágu stríðsins. -f -f -f Mrs. A. J. Anderson frá Seattle, kom til borgarinnar um síðustu helgi, ásamt Jóhanni syni sínum, í heimsókn til ætt- ingja og vina. Mrs. Anderson er tengasystir Mrs. A. G. Paul- son, 652 Golding Street hér í borginni. -f -f -f Þann 29. júlí voru þau Narfi Ólafson og Ethel Laakso gefin saman í hjónaband að heimili Rev. M. Aaandal, 1341 Wolseley Ave. að viðstöddum foreldrum brúðgumans, Mr. og Mrs. Óli Ólafson. Brúðhjónin dvöldu í bænum til föstudags; héldu þau heimleiðis til Tantallon, Sask., þar sem hann er búsettur og þau bæði fædd og uppalin í grend við Tantallon. f -f f Eftirfylgjandi nemendur, Mrs. Sylviu Kárdal, á Gimli, Man., tóku próf yið Toronto Conserva- tory of Music: Grade III, Piano— Honors—Margaret Epp. Grade VI, Piano— , Honors—V. E. Joy Olson Honors—S. Johann Tergesen. f f f Mrs. Guðný Sigurðsson, kona Ágústs Sigurðssonar, fyrrum að Ashern, en nú að 806 Victor Street, lézt af barnsförum hér í borginni á miðvikudagsmorgun- inn; glæsileg ágætiskona 26 ára að aldri; hún var dóttir Mr. og Mrs. Th. Gíslason, sem búa í grend við Steep Rock. f f f Gjafir iil Beiel í júlí 1942: Miss Guðrún Thorsteinson, Winnipeg, Candy; Mrs. Nanna Bower, Hálifax, N.S., bækur föður síns, Friðrik Swanson; Mrs. H. Christopherson, Baldur, Man., $2.00; Mr. J. G. Johnson, Winnipeg, 6 lbs. Chocolates, The Vikin^ Fisheries, 100 lbs. Whitefish; Mrs. C. Adams, Wpg., bækur föður síns sál. Jón Finns- son; Mr. S. Swanson, Edmonton, Alta., $5.00; Mrs. G. Laxdal, Ár- borg, Man., Candy; Mr. og Mrs. Carl Goodman, Wpg., $25.00; Miss Sigurbjörg B. Jónsson á Betel, “í minningu um vinkonu mína, Petra Jonasson,” $5.00; Mr. og Mrs. G. F. Jonasson, Wpg., $100.00. Innilega þakkað fyrir hönd nefndarinnar. Mrs. Guðrún Eggertson lézt að heimili sínu 707 Garfield stræti í Winnipeg síðastliðinn mánudag, 10. ágúst. Hún var ekkja eftir Jón Eggertsson, 67 ára gömul, dóttir Þorbergs Fjeldsteds frá Hreðavatni í Norðurárdal í Mýrasýslu, og Helgu konu hans. Jarðarförin fer fram í dag, fimtudaginn 13. ágúst, kl. 2.30, frá útfararstofu A. S. Bardals. Séra Philip Pétursson jarðsyng- ur. f f f Hon. J. T: Thorson, National War Services ráðherra hélt heimleiðis til Ottawa á laugar- dagskveldið var. f f f Mr. Sigurður Árnason frá Chicago, 111., dvelur í borginni þssa dagana. Fáum dögum áður en Abra- ham Lincoln Bandaríkjaforseti var myrtur, sagði hann vini sínum, Ward Hill Lamon, og konu sinni eftirfarandi draum sinn: —Eg þóttist staddur í Hvíta- húsinu, mælti Lincoln. — Gekk eg stofu úr stofu, án þess að eg rækist þar á nokkurn lifandi mann, en allsstaðar heyrði eg sár andvörp og stunur. Að lok- um kom eg inn í hið svonefnda Austurherbergi. Þar stóð lík- pallur, og á honum lá lík, sveip- að blæjum. Umhverfis líkpall- inn stóðu hermenn á verði, og þar stóð einnig hópur af fólki. Horfðu sumir á líkið, daprir í bragði, en aðrir voru grátandi. Andlit líksins var hulið blæju. —Hver er dáinn í Hvítahús- inu? spurði eg einn af hermönn- unum, —Forsetinn, svaraði hann, — hann var myrtur. I sama bili kváðu við svo mikil harmakvein frá fólkinu, sem þarna stóð, að eg vaknaði. Mér kom ekki dúr á auga það, sem eftir var næturinnar, og enda þótt þetta sé ekki annað en draumur, hefir það valdið mér miklum áhyggjum að undan- förnu, mælti forsetinn að lok- um. — (Samtíðin). Messuboð ff f Messur við Winnipegosis og Rd Deer Point þ. 16. þessa mán.: Á Red Deer Point kl. 11 f. h. og kl. 3 e. h. í Winnipegosis. s. s. c. f f f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 23. ágúst— íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. f/ f f Sunnudaginn 16. ágúst messar séra H. Sigmar í Hallson kl. 11 (ensk messa), í Eyford kl. 2.30 e. h. (íslenzk messa) og í Garðar kl. 8 e. h. (íslenzk messa). Allir velkomnir. # + + Preslkaall Norður Nýja íslands: 16. ágúst—;Hnausa, messa kl. 2 e. h. 23. ágúst—Mikley, messa og ársfundur kl. 2 e. h. Væntanleg fermingarbörn á Hnausum eru beðin að mæta til viðtals eftir messu þ. 16. ágúst. B. A. Bjarnason. f f f "A Church of the Air" guðsþjónustu verður útvarpað frá Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn 30. ágúst, kl. 3.30 (C.S.T.). Þetta útvarp er tekið upp af öllum stöðvum CBC kerf- isins í Canada, og heyrist frá hafi til hafs. Prestur Fyrstu lút. kirkju flytur stutta prédik- un, og yngri söngflokkur kirkj- unnar aðstoðar með söng. f f f Skúli Sigurgeirsson, stud. theol., gerir ráð fyrir að flytja guðsþjónustu í Steep Rock, sunnudaginn 23. ágúst. Kristján Hannesson F. 18. ágúst 1866 D. 12. júlí 1942 Það var getið um lát þessa mæta manns hér í blaðinu 15. f. m. og því lofað þar, að geta hans frekar síðar, og er það til- gangur þessara lína að efna það loforð. Kristján var fæddur í Yztu- Görðum í Kolbeinsstaðahrepp í Snæfellsnessýslu 18. ágúst 1866. Foreldrar hans voru Hannes Magnússon og Kristín Kjartans- dóttir er þar bjuggu mest allan sinn búskap. Var hann einn af fimm systkinum er nú eru öll dáin nema ein systir, Ragnheið- ur, og heima á hér í Winnipeg. Bróðir hans, Jón Hanneson, er heima átti í Selkirk, Man., um fjölda mörg ár, lé^t fyrir fáum mánuðum. Ein systir þeirra bræðra, Ólöf að nafni, var fyrri kona Kristjáns Ólafssonar lífs- ábyrgðarmanns hjá New York Life félaginu. Önnur systir þeirra, er til þessa lands kom, var Þórný kona Bjarna Dags- sonar og eru þær báðar dánar fyrir mörgum árum. Kristján heitinn kom til þessa lands árið 1887 og stundaði ýmsa vinnu í nokkur ár. En árið 1893 réðist hann til Canadian Pacific járnbrautarfélagsins og var hann í þjónustu þeirra þar til árið 1933, er hann fyrir aldurssakir, varð að hætta starfi. Gegndi hann á þessum árum á- byrgðarmkilu starfi hjá félag- inu, sem hann leysti vel og vandlega af hendi, sem og alt annað er hann lagði hönd á. Árið 1891 kvæntist hann Sig- ríði ólafsdóttur Tómassonar frá Eskiholti í Borgarhrepp í Mýra- sýslu, og lifðu þau í farsælu ag elskulegu hjónabandi í meir en fimtíu ár. Þeim varð tíu barna auðið og eru átta þeirra á lífi, öll uppkomin og bráð- myndarleg. Nöfn þeirra eru eftir aldursröð: Hannes, heima hjá móður sinni; Ólafur E., kvæntur hér- lendri konu og búsettur í Win- nipeg; Karl Óskar, kvæntur hér- lendri konu og búa þau í Van- couver, B.C.; Skarphéðinn Tómas, kvæntur íslenzkri konu og býr í Winnipeg; Elín Ólöf, gift hérlendum manni,- Allen að nafni, búsett hér í bænum; Kristín Ragnheiður, heima hjá móður sinni; Sigurbjörg, einnig heima, og Jórunn Guðlín, gift hérlendum manni, Stewart að nafni, og búa þau hér í borg- inni. Farsælu hjónabandi sagði eg, og var það sízt ofsagt, því sam- búð þeirra var hreinasta fyrir- mynd í alla staði. Enda var Kristján umhyggjusamur heim- ilisfaðir, ástríkur eiginmaður og elskulegur faðir; og ef nokkr- um hjónum hefir tekist að upp- fylla þá hugsjón, að maður og kona væru eitt, þá tókst þeim hjónum það. Og eins er með börn þeirra, að ef nokkrum börnum hefir lærst að heiðra föður sinn og móður, þá hafa þau lært það og iðkað í orð- anna fylstu merkingu. Kristján var dagfarsgóður og glaðlyndur, en stiltur vel og gætti hófs í öllu. Umgengni mín og kunningsskapur við Kristján heitinn minti mig oft á vísuna hans Hannesar Haf- stein, og því set eg hana hér: “Lát ei víl þér veginn þyngja, vert þú æ til taks að syngja. Lát þér vera langt til tára, létt um bros til hinztu ára. Svo má lífsins sólskin fanga, silfurhærur, rjóða vanga.” Og það má með sanni segja um Kristján að hann var sólarmegin í öllu sínu líferni og framkomu, enda gæfumaður alla æfi. Kristján heitinn lét lítið yfir sér og barst lítt á, en þar sem hann var með, var hann heill og óskiftur.. Hann t. d. heyrði til Fyrstu lútersku kirkjunni hér í Winnipeg öll þau 55 ár er hann átti heima hér í borginni, og sótti hann kirkju svo reglu- lega- að fáir menn hafa oftar komið. í þeirri kirkju var hann giftur, þar voru börn hans skírð og fermd og sum gift, og frá þeirri kirkju var hann fluttur til hinnar hinztu hvíldar 15. f. m. að viðstöddum fjölda ættingja. vina og kunningja. Banalega hans var tiltölulega stutt en ströng, og bar hann þjáningar sínar með hinni sömu föstu ró, er hann ávalt sýndi í sínu daglega lífi. Hann kveið engu, enda traustið óbilandi á frelsara sinn og skapara. Hann dó eins og hann hafði lifað í friði og sátt við guð og menn. - Vertu ætíð sæll og blessaður, Kristján minn! og þökk fyrir öll hlýindin og þægilegheitin er þú ávalt sýndir mér og mínum! J. J. Swanson, féhirðir. 308 Avenue Bldg., Wpg. Renown Skyrtur af ekta EATON gerð VERÐ $1.59 Endingargóðar baðmull- ar broadcloth skyrtur; hlaupa ekki við þvott, fara öllum vel, og bera þetta aðlaðandi snið með áföstum kraga. Hér er úr mikl- um og margvíslegum sumartegundum að ræða, af stærðum frá 14 til 17 að fullgerðarmáli. <*T. EATON C?,m,teo Sveinn Oddsson. Modern Dairies Ltd, • • • "You Can Whip Our Cream But You Can't Beat Our Milk" • • • SlMI 201 101 ROVATZOS FLOWER and NOVELTY SHOP Sérfræðingar í öllu, sem að blómum lýtur. Fegurstu giftingablóm og Colonial blómvendir. Búðarsími 27 989 — Heimasími 36 151 235 Notre Dame Ave., Winnipeg KAUPIÐ ÁVALT HJMBCC hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARCYLE 'STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.