Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.08.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST, 1942 Þegar eyðmörkin blómgast Konan gekk til hans og fór þegar að lag- færa hálsbindi hans að sínum smekk. Cherry kom nú inn til þeirra, yndisfögur, klædd silfurlitum kvöldkjóli, sem móðir henn- ar hafði keypt handa henni þá um morgun- inn; en svipurinn á andliti hennar var alt annað en ánægjulegur. ‘fHvað gengur að Pauline, mamma?” hróp- aði hún kergjulega. “Dyrnar á herbergi henn- ar eru lokaðar að innanverðu frá og hún neitar að hleypa mér inn til sín. Kallaði bara fram til mín að hún væri með höfuðverk og sagði að þú gætir gert grein fyrir því.” “Aumingja Pauline,” sagði Mrs. Bassett. “Hún var hattlaus úti í garðinum snemma í morgun, og eg er hrædd um að sólskinið hafi verið of kröftugt fyrir hana og valdið henni skerandi höfuðverkjar, svo eg leyfði henni að fara strax í rúmið. En í raun og veru ruglar það ekkert borðhaldinu, því Reggie Courtney símaði um það, að hann gæti ekki komið.” “Hún ætti vissulega að leita til læknis,” lagði prófessorinn til. “Það er alls-ónauðsynlegt. Hún verður búin að ná sér aftur á morgun. Látið hana bara hafa næði og verið ekki með neitt fjas út af þessu,” flýtti Mrs. Bassett sér að segja. “Þetta var ósköp leitt,” hrópaði Cherry. “Hún gat ekki farið með okkur til Cairo i morgun, og eg er viss um að hún hlakkaði mjög til samkvæmisins í kvöld. Svo virðist sem hún aldrei hafi notið neinna skemtaria—” “Kæra Cherry mín, það verða mörg tæki- færi seinna fyrir Pauline að skemta sér,” sagði móðir hennar með fullvissuhreim í röddinni. Cherry virtist í uppreisnarhug; en áður en hún fengi tóm til að láta í ljós óánægju sína, barst tilkynning um það að fyrstu gest- irnir væri komnir. Þetta var John Bellingham flugliðsfor- ingi og systir hans, vinafólk sem upphaflega hafði orðið til þess að kynna Mrs. Bassett fyrir Sir Abdel. Þegar Cherry hafði um morguninn heyrt móður sína segja, að þessi flugliðsforingi væri “eitthvað hálf-fertugur,” slepti hún honum óðara úr huga sér. í huga átján ára meyjar var þrjátíu og fögra ára aldur vissulega að nálgast miðlungsskeið æfinnar. En jafnskjótt og hún leit John Bellingham, vakti hann at- hygli á sér í huga ungu stúlkunnar, Hver sem aldur hans kynni að vera, þá var hann einn laglegasti maðurinn, sem hún hafði nokkurn tíma séð, “hreinasta djásn,” eins og hún orðaði það seinna við Pauline. En eftir þessa fyrstu hrifning fékk hún dálítinn sárs- aukasting í hjartað, er hún sá flugforingjann feta sig illa haltrandi þvers um stofugólfið. Systirin, eldri en bróðir hennar, var að and- litsfalli einkennilega lík honum. “Hvað það er ánægjulegt að þið séuð nú bæði komin,” mælti Mrs. Bassett feginshuga. “Mig hefir langað svo undur mikið til að sýna ykkur litlu stúlkuna mína. Þetta ætti, Cherry elskan, að verða ein af áhrifastundum æfi þinnar — þú lcynnist hér einni mestu hetju stríðsins.” John Bellingham, sem vel kunnugt var úm ofgnótt orðalgas hinnar góðu Gertrude, hló hjartanlega að þessu. “Hún mun reka sig á margt athyglisverðar,” mælti hann og heils- aði um leið með handabandi. “Eg held nú samt ekki. En sá hræðilegi leikur,” hrópaði Cherry. “Skutuð þér niður alt að níutíu naza-flugvélar?” Brosið á vörum hans er hann svaraði þessu, var ögn á snið: “Mér var ýtt út úr leiknum of snemma, Miss Bassett. Eg hafði ekki færi á að skjóta niður alla þá Naza, sem eg hafði löngun til.” “Svo þú hefir loks heimt heim lambið þitt, Gertrude,” sagði Nancy Bellingham. Hún hafði þægilegan, fremur hnittilegan, hrein- an og beinan talsmáta. Hálf tylft annara gesta bættist nú í hópinn og Mrs. Bassett sagði þá glaðlega: “Mér fellur það miður, en ég er hrædd um við verðum að hinkra við dálitla stund — eg á von á Sir Abdel Amin-Razam, og hann er hindraður frá því að komast hingað fyr en klukkan átta.” “Snjalla kona!” sagði Miss Bellingham. “Hefir þú vissulega fengið Abdel til að koma? Það er öllum vítanlegt hve erfitt er einmitt sem stendur að ná haldi á honum.” “Já, eg var mjög heppin að ná vinfengi hns,” sagði Mrs. Bassett. “Hann og frænka hans, Madame Razam, hittu Cherry á lest- inni um daginn — á leið frá Alexandria, og sýndu barninu mjög mikil vinahót.” t “En meðal annara orða,” sagði Nancy enn, “hefirðu ekki einhvern annan gest til að kynna okkur? Hvar er tengdafrænka þín?” “Aumingja barnið er með slæman höfuð- verk og varð að leggjast fyrir,” sagði Mrs. Bassett í afsökunartón. “Mér eru það svo mikil vonbrigði.” Hún slapp við að fjölyrða meira um vonbrigðin, með því að göfgasta gestinum hennar var nú vísað inn í stofuna. Hún þaut til hans með framrétta hönd. “Þetta er vissulega unaðslega gert af yður, Sir Abdel!” “Yndislega gert af yður að bjóða mér,” svaraði hann. “Mér fellur það mjög illa að koma svona seint, en það var tafið fyrir mér, eins og eg í morgun hafði orð á við yður, að fyrir gæti komið.” V. KAPÍTULI. “Þér hljótið að eiga mjög annríkt þessa dagana.” Mrs. Bassett hafði ekki hina minstu hugmynd um hversvegna hann ætti annríkt, nema að hann hefði “einhverja ábyrgðarmikla stöðu” í stjórnarráðinu. Sir Abdel og John Bellingham höfðu verið saman í Oxford og Nancy var honum eins vel kunnug og bróður sínum. Meðan hann var að tala við þau, rendi hann dökkum augum um stofuna, þó þannig að á því bæri ekki, að hann væri að yfirvega nokkuð sérstaklega. Alt frá því um morguninn hafði í huga hans vakað bæði hálfgerð kímnis- og ergelsis- kend út af þeirri snöggu tilhneiging er kom honum til að þiggja heimboð Mrs. Bassetts. Honum var vel ljóst, hvers vegna hann hefði gert það. Hafði aldrei eignast þann óheilbrigða vana að iðka leiki sjálfsblekkingarinnar. Heimboðið hafði hann þegið og var þarna nú kominn vegna þess hann langaði til að nálgast aftur stúlkuna, sem fjötrað hafði huga hans og vakið hjá honum meiri áhuga en nokkuð annað hafði lengi áður megnað að gera — og sú stúlka var ekki Cherry. Við veizluborðið, þangað sem hann hafði leitt aldraða uppgjafaherforingja frú, varð hann þess vísari að Cherry sæti næst honum öðru megin og þar sem Lafði Farrinstone helgaði sór athygli næsta sessunauts síns, sneri Sir Abdel sér að ungu heimasætunni. “Og hvernig geðjast yður að Cairo, Miss Bassett?” spurði hann. “Bórgin hefir gagntekið huga minn,” full- yrti hún ákveðið. “Eg skil ekkert í því, hvers vegna við þurfum að eiga heima svona langt í burtu, einkum þar sem pabbi er nú að skrifa bók og er hættur að grafa upp — eða — er laus við rannsóknargröftinn sem stendur.” “Og frænka yðar — Miss Pauline? Hvar er hún í kvöld?” “Eg er afar-ergileg hennar vegna,” svaraði Cherry. “Hún er í rúminu með slæman höf- uðverk. Er það þó ekki leiðinlegt?” Umhyggja ungu frænkunnar var sýnilega einlæg og honum geðjast betur að henni fyrir það. Hún var kanske óstýrilátur unglingur, en þó góðhjörtuð. Hann varð nú fyrir vonbrigðum. Honum var ógeðfelt að eyða nokru til ónýtis — tíma eða líkamskröftum, eða einlægnis helgaðri forvitnisþrá sinni. Og hann gretti sig gegnt diski sínum er hann hugleiddi hvernig hann gæti með góðu móti sloppið burtu að máltíð- inni.lokinni. Aldrei síðan faðir hennar lézt hafði Pauline fundið jafn-átakanlega til einstæðingsskapar síns eins og á þessu kvöldi. Þegar tunglið kom upp lýsti skin þess upp herbergið hennar svo henni virtist sem þar birti eins og af degi. Hún reis skyndilega upp í rúminu, herti á morgunsloppsbeltinu og fór yfir að gluggan- um. Fengi hún um morguninn, er hún vaknaði snemma þarna í rúminu, sterka löngun til að fara út, þá freistaðist hún enn meira til þess í þetta sinn. Það væri nú svo auðvelt að sleppa út á sama hátt og hún hefði gert í rporgunsárinu. Fólkið hlaut að vera alt komið fram í viðhafnarstofuna á framhlið hússins. Hún hikaði sig nokkur augnablik. Og heyrði þá alt í einu einhvern óm berast til sín utan úr húminu — frá mjúku trumbuslagi og einhverju öðru hljómfæri, er hún kannaðist ekki við. Það var alveg eins og þessir ómaf ögruðu henni til framkvæmdar, vekti hjá henni dálitla andvaraleysis-kend, er hún aldrei áður hafði fundið til og gerði sér naumast enn nokkra grein fyrir. * Hún smeygði sér úr morgunsloppnum og klæddi sig í kjólinn, sem hún hafði lagt frá sér fyr um kvöldið. Að fimm mínútum liðnum var hún komin út. Abdel gat, þegar nauðsynlegt vár, tekið með hægð hverju sem að höndum bæri. Og nú gerði hann sér að góðu hina óhjákvæmilegu afstöðu sína þarna. En hann neitaði að spila bridge. Hann dansaði þó við Cherry, og framkvæmdi þá skylduathöfn býr í bragði; en jafnvel þótt hann dansaði ágætlega leyndi það sér ekki, að unga stúlkan naut ekki eins mikill- ar ánægju af því og hún hefði átt að gera. Hún fann glögt til þess að henni tækist ekki að ná svo ákveðinni athygli þessa manns við dansinn eins og hrósvert hefði verið qg sem móðir hennar auðsjáanlega teldi mjög áríð- andi. í fyrsta skiftið á æfi sinni var henni erfitt um tungutakið, og hennar vanalega gaspursgjálfur naut sín alls ekki við þenna virðulega dansfélaga. Er Abdel hafði nú framkvæmt þessa kur- teisisskyldu sína, greip hann fyrsta tækifærið til að bregða sér út á hússvalirnar, kveikja í vindlingi og ganga svo niður á grasbala garð- sviðsins. Hvílík laðandi næturstund! Hún vakti þrá hans til að fjarlægja sig öllum gildisglaumn- um þarna inni; hann gretti sig með vanþókn- unarsvip er danslaga-urg hljómberans barst honum þangað sem hann gekk yfir grasflötina aftur með húsinu; en þar heyrði hann þá annars konar söngóma berast til sín frá her- bergjum vinnufólksins. Hann nam staðar og hlustaði. Þessir mjúku tónar áttu nú betur við skap hans. Er hann þá vék fyrir húshornið kom Pauline þangað einmitt á sama augnablikinu. “Ó!” hugsaði hún óttaslegin. “Nú hefi eg hlaupið á mig!” Ef eitthvað af hinu fólkinu skyldi vera þarna í námunda! Gertrude tengdafrænka yrði bálreið. En nú var um seinan að snúa á flótta. “Miss Pauline! Þetta er óvænt ánægja. Mér skildist að þér værið lasin í rúminu.” Aldrei hafði hann hitt fyrir neitt eins tofr- andi og þessa ungu stúlku standandi þarna í mjúku mánaskininu, þess albúin að hlaupa burtu. “Standið við eitt augnablik,” sagði hann enn. “Eg hélt þér værið einhver mána- skins vera.” Pauline svaraði honum ögn stamandi. “Eg er mjög jarðbundin, Sir Abdel. Anhars væri eg nú þegar horfin. Og ætti líka alls ekki að vera hér.” “Líður yður þá betur?” spurði hann. Hann yfirvegaði hana með næmri athygli, og þótt hún virtist mjög fölleit — sem tunglsins töfra- skíma gæti nú valdið — þá sá hann strax að hún væri ekkert lasleg. En hitt leyndist hon- um ekki, að hún hafði grátið. Hvers vegna? Og hvað var hún alklædd að gera þarna, þegar hún átti að liggja í rúm- inu með höfuðverk og hitasnert? “Eg hafði höfuðverk,” flýtti Pauline sér að segja. Og bætti þó við í vandræðafáti: “Það var ætlast til að eg yfirgæfi ekki herbergi mitt.” “Nú, það hafið þér þá ekki gert,” sagði Abdel umsvifalaust. “Um það er eg til með að sverja dýran eið, gegn enda hvað margra vitnisburði sem vera skal — þótt þér tefjið hér fáeinar mínútur og talið við mig.” Er Pauline nú leit í hin broshýru og vin- gjarnlegu augu hans, fann hún streyma um sig þá hugljúfu unaðskend, sem samúð ein- hvers er maður ber traust og hlýhug til vekur hjá manni. Hún brosti líka upp til hans og á því augnabliki urðu þau samstarfsvinir um þessa óhlýðnisför hennar. En jafnfram knúði sómatilfinning hennar og hollusta gagnvart húsbændunum hana til að láta honum skilj- ast það, að sér hefði engin andúð verið þarna sýnd. “Eg ætti nú að fara strax inn aftur,” sagði hún. “Það væri voðalegt, ef eitthvað af hinu fólkinu rækist hér á mig. Mér datt ekki í hug, að nokkur yrði nú hér á reiki.” “Þér getið farið inn eftir fáeinar mínútur,” svaraði hann stillilega. “Þessi kvöldstund er alt of unaðsleg til þess að eyða henni innan- veggja. Svo er útiloftið yður líka holt, ef þér eruð með höfuðverk.” “Eg hefi nú engan höfuðverk,” sagði Pauline í ávítunarraddblæ vegna efunarróms- ins í hans eigin orðum. Hann efaði auðheyrt hina einföldu skýring hennar um inniveruna — og fékk heldur ekki sjálfur gert sér neina sennilega grein fyrir því hvers vegna hin ráðkæna tengdafrænkg vildi fela hana fyrir gestum sínum. Ef til vildi þó vegna þess að hin snotra Cherry myndi ekki hafa orðið eins áberandi í nærveru frænd- systur sinnar. Út frá þeirri hlið hússins, sem þau nú -stóðu undir, var bygt ofurlítið skýli, sem tunglsljósið skein nú inn í. Þar á steinsteypu- bekk tyltu þau sér niður. “Eg má ekki vera hér úti,” sagði hún nú aftur. “Ekki eg heldur. En þau þarna inni eru að dansa og spila svo mín verður ekki saknað íá- einar mínútur. Eg get lokið við vindlínginn—” bætti hann við og rétti fram þann er hann hafði rétt kveikt í. “Þér viljið kanske gera hið sama?” Það var ekki nokkur minsti daðurshreimur í rödd hans eða látbragði, er hann nú brosti við Pauline. “Voruð þér mjög hugfangin af Cairo?” spurði hann blátt áfram. “Funduð 'þér þar það Egyptaland, sem yður hafði dreymt um?” “Eg hefi ekki gert mér þar enn grein fyrir neinu,” svaraði Pauline einlægnislega. “Hefi ekkert af landinu séð — nema hinn stutta keyrsluspöl frá járnbrautarstöðinni.” Svo flýtti hún sér að bæta við: “Eg hefi átt ann- ríkt í allan dag að taka upp dót mitt og annað slíkt.” “Eg skil það,” sagði hann í alvörutón. Sú óljúfa vissa greip hana, að hann “skildi” meira en hún vildi meðganga fyrir sjálfri sér alt að þessu. “Nú, jæja, þér munuð hafa nægan tíma til athugunar á hlutunum þar,” sagði Abdel. “Auðvitað,” sagði Pauline hreinskilnislega. “Hugsunin um það fyllir mig tilhlökkunar — það er svo margt, sem mig langar til að sjá í Cairo. En — þetta er líka unaðslegur staður. Og mig langar mikið til að ferðast út í eyði- mörkina.” “Þeirri löngun ætti að vera auðvelt að fullnægja,” sagði hann. “Eg skal reyna að ráðstafa leiðangri út að sphinx-ljóninu eitt- hvert kvöldið — meðan tunglið er í fullri stærð. En það er líka nókkuð annað, sem eg hefi í huga, ef yður skyldi þóknast það. Eg fer bráðlega út á landsetur mitt í Fayum hér- aðfnu, og það veitir mér mikla án,ægju að geta boðið vinum mínum út þangað til sam- verustundar. Eg ætla að bjóða frænku yðar að koma með yður og Miss Cherry út þangað. og þá skal eg sýna yður Egyptalandið, sem vekja myndi verulega athygli yðar.” Með bros á opnum vörum sendi hún hon- um gleðigeislandi augnaráð. “Ó! hve gaman —” hrópaði hún. En þá sá hann vonarglampann hverfa úr andlitinu, er hún hristi höfuðið, og sagði: “Auðvitað ræður Gertrude frænka því.” “Vissulega! Eg grenslast eftir því, hvort hún hirðir nokkuð um slíka för. En að því er Abdel snerti, þá myndi Ger- trude tengdafrænkan ekki hafa þar úrskurð- arvaldið — ferðin var þegar fastákveðin. Og það var óþarfi fyrir þessa yndislegu, ungu jtúlku að láta vonarbjarmann hverfa af and- liti sér alveg eins og einhver væri að hindra hana í að hljóta þráðan hlut. Ef Pauline vildi fá að sjá Fayum-setrið, eða eitthvað annað, var Abdel Amin-Razam alráðinn í því, að henni skyldi veitast það. Aður en nokkur fleiri orð gæti farið á milli þeirra komu þau John Bellingham og Cherry fyrir húshornið, og stefndi hún föru- naut sínum beint á blettinn þar sem þau Abdel og Pauline sátu. Úr skugganum við hlið sér barst Abdel hálf-niðurbælt skelfingarandvarp. Með augun á aðkomuparinu fann Pauline til óttaþrunginnar löngunar um að þjóta burtu. En það gat hún ekki áo þess eftir henni yrði tekið. En þá varð hún þess vör, að sessunautur- inn var staðinn á fætur; og snerti hönd henn- ar lauslega um leið. “Góða nótt,” hvíslaði hann með hláturshreim í röddinni. “Nú er það mitt að hefja útrásina — en þér bíðiið hins rétta augnabliks til undankomunnar.” Svo fór hann. Hún sá hann stíga fram úr skugganum og ganga til móts við aðkomupar- ið, og hún heyrði hann segja: “Eg er víst sekur um letingjans undan- komuleik — en allir voru svo önnum kafnir og mér hepnaðist ekki að ná í neinn dansfélaga.” Pauline þrengdi sér lengra inn í skýlis- skuggann, og gat þá ekki lengur greint orða- skil samtals þeirra þriggja er við húshornið mættust; en eftir örskamma stund var eng- inn sjáanlegur á grasbalanum. Þá greip hún hina réttu stund til að sleppa aftur inn í húsið og upp í herbergi sitt, afklæða sig í snatri og bæla sig niður í rúminu. En blundur á brá var henni nú fjar- lægur. Áður en hún fór út hafði öfundar- kendin ögrað henni; og þar sem hún lá nú starandi út í rökkurhúmið, virtist henni hún horfa á skýra mannsmynd. Staðfesturíkt, ögn haukslegt andlit manns, sem harðneskju gæti sýnt, en engu síður sanngirni og góðvild. Hún var svo byrjuð að móka, er hún varð þess vör að rjálað væri við hurðarsnerilinn og dyrnar hljóðlega opnaðar. Pauline settist óðara upp alvakandi í rúminu. “Ertu vöknuð?” hvíslaði Cherry. “Já.” “Ágætt!” Hurðinni var lokað og ljósinu brugðið upp. Cherry þaut inn yfir herbergisgólfið og tylti sér á rúmstokkinn. “Þei, þei,” hvíslaði hún. “Eg vil ekki að mamma heyri til okkar, mér er ætlað að hvíl- ast nú í höfgum blundi til heilsubótar. Hvernig er höfuðverkurinn?” “Hann er að hverfa, elskan,” svaraði Pauline. “Þú hefðir átt að vera niðri í gærkveldi,” sagði Cherry ennfremur. “Hinn ungi vinur þinn var auðsjáanlega með amahug af því að þú varst þar ekki.” “Eg vissi ekki að eg ætti nokkurn slíkan ungan vin,” sagði Pauline hátíðlega. “Jæja, en hann spurði alveg sérstaklega um það hvar þú værir.” Cherry greip upp vindlingahulstur sitt, dró einn vindlinginn út úr því og kveikti í honum. “Nei, eg þakka,” sagði Pauliné þegar hylk- inu var beint að henni, en hún var nú glað- vakandi og þess albúin að hlusta á þvaðurs- mas frænkunnar. í raun og veru uppgötvaði hún brátt að Cherry hafði frá ýmsu að skýra, sem hún hefði einkennilega löngun til að heyra um.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.