Lögberg - 17.09.1942, Side 1
PHONES 86 311
Seven Lines
A \J&
rO- 'Vr ciefli
LiOt«
Coí
v*atv
For Beiier
Dry Cleaning
and Laundry
S5. ARGANGUR
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER, 1942
Sœunn Anderson
1863 — 1942.
Þessi víðkunna athafnakona
lézt á sjúkrahúsinu á Gimli,
fimtudaginn 4. september, eftir
stutta legu. Hún er talin fædd
að Bergsstöðum í Miðfirði,
Sæunn Anderson
Húnav§tnssýslu, 11. júlí 1863.
Foreldrar hennar voru þau
Brynjólfur Halldórsson og Krist-
jana Guðmundsdóttir frá Lopts-
stöðum í Miðfirði. Ung misti
hún föður sinn, en mun hafa
alist upp að mestu með móður
sinni fram um tvítugs aldur.
Um það leyti fluttist hún vest-
ur um haf, ásamt Brynjólfi
bróður sínum, og fjölskyldu
hans. Brynjólfur settist að í
Nýja Islandi, en Sæunn varð
eftir í Winnipeg. Eldri systir
þeirra, Rósa, hafði komið vestur
mokkru áður, gifst Jóni Björns-
syni (Burns) frá Útibleiksstöð-
um á Heggstaðanesi. Fluttust
þau hjón eftir stutta viðdvöl í
Winnipeg vestur að hafi, og
eiga nú heima á Point Roberts,
Washington.
Eftir fárra ára dvöl í Winni-
peg giftist Sæunn Brynjólfi
Anderson hér í borginni; er
hann nú látinn fyrir nokkrum
árum. Hagur þeirra hjóna mun
hafa verði fremur þröngur
fyrstu árin, en áhugi og fram-
takssemi Sæunnar koma brátt
í ljós. Brátt réðust þau hjón í
að byggja gestgjafahús í Fort
Rouge. Fyrirtæki þetta mun í
fyrstu hafa verið í mjög smáum
stíl, en umsetningin óx brátt, og
hagur þeirra blómgaðist. Þetta
starf stunduðu þau með miklum
dugnaði í tuttugu ár, eða alt
fram að árinu 1917, að þau flutt-
ust til Árborg og keyptu hótelið
þar. Fyrir fjórum árum seldi
Sæunn eignir sínar í Árborg
og lét af störfum. Það sem eftir
var æfidaganna dvaldi hún í
góðu eftirlæti hjá börnum sín
. um, ýmist í Árborg eða Winni-
Peg-
Sæunn var útsjónarsöm og
dugleg kona, vel að sér um
margt og fylgin sér að hverju
sem hún gekk. Að kristindómur
og kirkjumál voru henni hug-
leikin má af því dæma sem sagt
er að hún hafi stofnað og starf
rækt sunnudagaskóla á heimili
sínu, fyrir þau börn, sem vegna
fjarlægðar frá kirkju safnaðar
ins gátu ekki sótt hinn venju-
lega sunnudagaskóla. Er þess
getið að stundum hafi yfir tutt
ugu börn notið tilsagnar í
kristnum fræðum á þessum
heimilisskóla Sæunnar. Þrátt
fyrir ómegð og margþáttað ann
ríki við rekstur gestgjafahússins
og aðrar heirtiilisannir, vanst
henni auk þess tími til að kenna
í hinum venjulega sunnudaga-
skóla og syngja í söngflokk
kirkju sinnar. Á hinum fyrri
árum höfðu íslenzkar konur að
sögn með sér líknarfélag, er þær
nefndu: “Gleym mér ei.” Gefur
nafnið verksviðið til kynna.
Mun Sæunn hafa léð því félagi
ótrautt lið meðan það hélzt við.
Var öll slík félags- og líknar-
starfsemi meðal manna og mál-
ieysingja mjög að skapi hennar;
var hún oft örlát og stórtæk í
framlögum til slíkra mála alt
fram á síðustu ár.
Hún var að eðlisfari vinföst
og trygg; hún var þessvegna
einkar ræktarsöm við ættíngja
sína, og börnum sínum ástrík
og umhyggjusöm móðir. Sex
börn hennar eru á lífi, þau:
Svanhildur, Mrs. J. F. Arthur,
Spokane, Wash., Ruby, Mrs. B.
Oddleifsson, Árborg, Lilly, Mrs.
J. A. Cooney, og Mrs. C. G.
Johnson, Winnipeg. Einnig
tveir synir, Halldór í Árborg og
Kristján í Winnipeg. Átján
barnabörn á ýmsum aldri sakna
nú einnig ömmu sinnar.
Óhætt má fullyrða að Sæunn
hafi átt sér merkilega æfi, og að
hún hafi unnið gfitudrjúgt dags-
verk í tveimur bygðum vorum.
Kveðjumál voru sungin og sögð
yfir hinum lána vegfaranda, er
hún hafi unnið giftudrjúgt dags
holdi er ásköpuð 8. þ. m. At-
höfnin fór fram í Fyrstu lút
ersku kirkju að viðstöddu fjöl-
menni, og jarðsetning í Brook-
side grafreit.
V. J. E.
Kæri, gamli æskuvinur minn:
Eg var glaður yfir því að heyra
frá þér. En það sem mér þykir
illa við eiga, er það, að þú fæst
aðeins við þýðingar. Láttu mig
aldrei gruna það, að sjálfstraust
þitt sé brotið. Það getur verið,
að það sé nauðsynlegt nú á dög-
um, að vitna til merkra, þektra
manna, svo að það, sem menn
vilja birta, í blöðum og tíma-
ritum verði prentað. En —
manstu Jónbjörn minn, að þeg-
ar atvikin þrífa í öxlina á þér,
er altaf gaman að því, að vera
fljótur til svars og segja:
Sterkar randir reynum þá,
rykkjum brandi úr skeiðum.
Það er svo íslenzkt á gamla
vísu. Þessvegna þykir mér gott
að misþyrma orðinu “manstu”
við gamla vini.
Manstu,
Pálma.
Kjörinn forseti hins
canadiska rithöfunda-
félags
íslandsvinurinn víðkunni, og
einn hinn allra mikilvirkasti af
rithöfundum canadisku þjóðar-
innar, prófessor Watson Kirk-
connell, hefir nýlega verið kjör-
inn forseti rithöfundafélagsins í
Canada; er hann sæmdar þesá’-
arar löngu maklegur.
Hinn víðþekti, íslenzki rithöf-
undur, Mrs. Laura Goodman-
Salverson, var á sama fundi
kosin í framkvæmdarnefnd rit-
höfundafélagsins.
Nýtt borgarstjóraefni
Mr. T. C. Knight, hagfræðing-
ur í þjónustu Canadian Pacific
járnbrautarféíagsins, búsettur á
Ingersoll str.æti hér í borginni,
hefir lýst yfir því, að hann bjóði
sig fram til borgarstjóra í Win-
nipeg við kosningarnar, sem
fram fara í nóvembermánuði
næstkomandi.
Á leið til aukins frama
Mr. Sigurgeir T. Bardal, sem
um eitt skeið var aðstoðar aug-
lýsingastjóri dagblaðsins Winni-
peg Tribune, hefir verið skipað-
ur framkvæmdarstjóri auglýs
ingadeildar stórblaðsins Toronto
Globe and Mail; er þetta há og
ábyrgðarmikil staða. Mr. Bar
dal er í hvívetna hinn ágætasti
maður, sem aflað hefir sér vin-
sælda og trausts hvar, sem leið
hans hefir legið.
Egyptalands og það var lífsskil-
yrði að þeirri leið væri haldið
opinni, því eftir þeirri sjóleið
eru fluttar vörur til Egypta-
lands, Mið-Asíu og þaðan. til
Rússlands. Fyrir nokkru hældu
Japanir sér af því að hafa sökt
tveim skipum í sundinu milli
meginlandsins og eyjarinnar.
Breta grunaði að kafbátar óvin-
anna myndi hafa bækistöðvar :
suðurhöfnum eyjarinnar, þeir
afréðu því að leggja undir sig
alla eyjuna til þess að afstýra
þeim ófagnaði, og síðastliðinn
fimtudag hófu þeir árásir bæði
frá sjó og á landi, og hefir þeim
orðið mikið ágengt, en baráttan
um eyjuna stendur yfir ennþá.
Vichy-stjórnin er afar reið og
hefir í hótunum. Bretar segjast
muni skila yfirráðum á eyjunni
í hendur Frökkum að stríðinu
loknu.
Guðný Sigurðson
Æfi hennar virtist aðeins ný-
byrjuð, þegar henni lauk. Hún
var fögur kona og efnileg á all-
an hátt. Hin líkamlega fegurð
hennar er horfin augum ástvin-
anna, en framtíð hennar falin
Opið bréf
lil Jónbjörns Gíslasonar.
Kæri æskuvinur minn:
Þegar gamlir vinir mætast,
eftir að hafa verið í fjarlægð
frá hver öðrum um langan
tíma, er hætt við að orðinu
‘manstu” verði misþyrmt. Fyrir
aessar ástæður langar mig til
Dess að grípa taugahnýttu, hnúa-
miklu hendina á þér í anda, þó
þú sért í margra hundrað mílna
fjarlægð og segja: “Manstu.”
Eg hefi lesið alt, sem þú hefir
þýtt fyrir Lögberg og veit að
þér hefir vel tekist, svo vel, að
fjarlægðin á milli okkar, er
einskis virði. Eg hefi því á-
stæður til þess, að misþyrma
orðinu “manstu”. Nafn þitt er
hart. Eg veit ekki til þess, að
nokkur íslendingur sé nafni
þinn. Eg er einnig viss um það,
að enginn íslendingur er líkur
þér. Það eru í raun og veru
fáir íslendingar, sem hafa alt
sem íslenzkt er til brunns að
bera eins og þú hefir. Nafnið
þitt: JÓNBJÖRN er alveg eins
ramm-íslenzkt og íslenzka
stuðlabergið, og eins íslenzkt
og hnúaknýtta hendin á þér og
sterka handgripið þitt. Vissu-
lega, eg man.------En manstu
þegar þú lézt mig heyra rím-
urnar af “Víkingi kúahirði,”
sem þú hafðir gert? Eg var þá
hérumbil 16 ára gamall, en þú
varst talsvert eldri en eg. Mér
finst stundum, þegar eg hugsa
til baka, að eg sé eini íslending-
urinn, sem þekki þetta leyndar-
mál. Þessvegna, gamli vinur
minn, veit eg að þú fyrirgefur
mér þó eg misþyrmi orðinu
“manstu.”
En, manstu þegar þú reiðst
upp Hjaltabakka-veginn frá
Blönduósi, og mættir Jóni Þor-
valdssyni, sem greip í öxlina á
þér um leið og hann fór fram
hjá þér og sagði:
“Þú skalt anda eltur fá
að ná stranda leiðum.”
Já, manstu hve snildarlega þú
svaraðir á sama augabragði:
Sterkar randir reynum þá
rykkjum brandi úr skeiðum.
Takmörkun ávínsölu
Sambandsstjórnin í Ottawa
hefir nýverið fyrir áhrif og at-
beina Sameinuðu kirkjunnar í
landinu, komið því til vegar, að
sex ráðherrar hafa verið valdir
í nefnd til þess að íhuga með
hverjum hætti að skynsmalegar
hömlur yrði lagðar á nautn á-
fengis eins og nú hagar til á
þessum alvarlegu stríðstímum.
Formaður nefndarinnar er Hon.
J. T. Thorson National War Ser-
vices ráðherra; mun ráðstöfun
þessi mælast hvarvetna vel fyr-
ir, og það því fremur, sem*vitað
er, að árleg neyzla áfengra
drykkja nemur því sem næst
250 miljónum dollara.
Um það er engum blöðum að
fletta, að í þessu tiliti sé um
háskalega ofnautn að ræða; of-
nautn, sem skylt er að takmarka
vegna velferðar þjóðfélagsins í
heild. Borgarar þessa lands
sætta sig með glöðu geði við
margháttaðar takmarkanir á
nauðsynj avöru, og því ætti þeim
þá að vera það um geð, að
hömlur sé lagðar á ofnautn
þeirra framleiðslutegunda, sem
engan veginn geta talist nauð-
synlegar, og í mörgum tilfellum
hið gagnstæða?
Bretar hernema
Madagascar
Madagascar í Indlandshafi er
400 kílómetra frá suðaustur
strönd Afríku. Þetta er þriðja
stærsta eyjan í heiminum. New
Guinea og Borneo eru stærri.
Hún er 995 mílur á lengd og
meðalbreidd hennar er um 250
mílur. Ibúarnir eru 3% miljón
að tölu. Það eru mest Blámenn
og Malajar; lifa þeir einkum á
akuryrkju og nautgriparækt.
Síðan 1896 hefir eyja þessi
verið undir yfirráðum Frakka.
Fyrir nokkrum mánuðum gerðu
Bretar árás á Diego Surez, sem
er aðal hafnarborg og flotastöð
eyjarinnar, og eg á norður hluta
hennar. Þetta gerðu þeir sök-
um þess að Madagascar liggur
Dvert í hinni löngu sjóleið kring-
Góðrar-vonar-höfða til
Fimm skipum sökt
undan austurströnd
Canada
Á mánudaginn lýsti flotamála-
ráðuneytið canadiska yfir því,
að sökt hefði nýlega verið fimm
skipum af völdum óvina kaf-
báta undan austurströnd Can-
ada; eitt þessara skipa var smátt,
canadiskt herskip.
Leitar útnefningar til
sambandsþings
Staðhæft er nú, að flugmaður-
inn og flugskólastjórinn víð
frægi, Mr. Konnie Jóhanneson,
ætli sér að leita útnefningar af
hálfu Liberal-flokksins við
aukakosningu þá til sambands-
þing, sem fram fer nú í haust.
Þingsæti þetta losnaði við frá-
fall J. S. Woodsworth, leiðtoga
C.C.F. flokksins.
Mr. Jóhannesson er hinn
mesti atorkumaður, og má góðs
vænta af starfi hans í sérhverj
um þeim verkahring, er hann
helgar krafta sína.
FRÁ EGYPTALANDI
Engar nýjar fregnir, svo telj
andi sé, hafa borist frá orustu-
svæðum Egyptalands síðustu
daga, og mun því svo mega
segja, að þar Standi alt við hið
sama, að öðru leyti en því, að
Bretar hafa gert þrálátar árásir
á Tobruk.
Stalingrad
Orustan um Stalingrad hefir
nú staðið yfir í 25 daga, og
harðnar með hverjum deginum.
sem líður, og" er nú alment tal-
in ein hin allra mannskæðasta
orusta, er sögur fara af; mælt
er að innrásarsvéitir Þjóðverja,
þrátt fyrir gífurlegt mannfall,
hafi rofið ýmsar varnarlínur
Rússa umhverfis borgina.
um
TAP CANADA VID DlEPPE
Samkvæmt yfirlýsingu frá
hermálaráðuneytinu í Ottawa,
hafa 3,350 canadiskir hermenn
fallið, særst eða týnst í skyndi-
innrásinni við Dieppe á vestur
strönd Frakklands.
Uppgjafa formaðurinn
Mig kallar æ hin kalda dröfn
Og kviki sær,
og ekki má eg una í höfn
Ef annar rær.
Þá hrindi eg minni ferju á flot
Þó fúin sé,
Og fljóta læt um flúð og brot
Hin fornu tré.
Þeir ungu kanna hin ytri svið;
Því uni eg vel,
Hin fornu og kunnu fiskimið
Eg fengsæl tel.
Ef lengri sóknin lánast þeim
mín lund er kát;
Og oftast kom eg hlaðinn heim
Með heilan bát.
Nú gárar ellin grön og kinn
Og gránar skör.—
Á morgun kanske í síðsta sinn
Eg sigli úr vör.
Eg kýs þó sízt að kúra á strönd
í karar ró;
Og hug minn allan binda bönd
við brim og sjó.
Nú harma’ eg sízt þó hefjist dröfn
Og hnekki för,
Ef aðrir komast heim í höfn
Með heilan knör.
Krislján Pálsson.
Guðný Sigurdson
Guði á æðri sviðum. Hún fædd-
ist 17. júní 1916 á Gimli. For-
eldrar hennar voru Þorsteinn
Gíslason og Pálína Brynjólfs-
dóttir, kona hans, búendur ná-
lægt Steep Rock, Man. Þar ólst
Guðný upp og naut barnaskóla-
mentunar. Lá leiðin þá til Win-
nipeg til frekari frama og náms.
Lagði hún þá um hríð stund á
teikninám við Listaskóla borgar-
innar. Til þessa náms hafði hún
sérstaka hneigð, og mikla hæfi-
leika. Liggur eftir hana tölu-
vert af smámyndum, sem hún
teiknaði. Bera þær að sögn list-
fróðra manna vott um fjörugt
ímyndunarafl og lipra hönd.
Fyrsta júlí 1940 giftist hún
Ágúst Sigurðsson, efnilegum
pilti úr heimabygð sinni. Stund-
ar hann aðgerðir við fluglistar-
skóla í grend við Winnipeg. Auk
hans og foreldranna lætur hún
eftir sig eina systur, Halldóru,
Mrs. Franklin Sigurdsön á Oak
Point, og þrjá bræður, Gísla í
hernum, og Garðar og Kristján
heima.
Hún lézt af barnsförum 12.
ágúst og var jarðsungin 15. s. m.
frá útfararstofu Bardals og var
jarðsett í Brookside grafreit.
Bjarmi fagurrar æsku og flekk-
lauss lífs hvílir yfir minningu
hennar. V. J. E.
Frá Mountain, N. D.
Miðvikudaginn í síðustu viku
komu 5 námssveinar íslenzkir tii
íslenzku sveitanna í Norður
Dakota. Tveir af þeim, Ágúst
Sveinbjörnsson frá Reykjavík
og Thordur Reykdal frá Hafn-
arfirði höfðu stundað nám í
vetur við háskóla Wisconsin-
ríkis í Madison, Wis. Hinir þrír,
Thorsteinn Thorsteinsson frá
Reykjavík, Örlygur Sigurðsson
frá Akureyri og Edvard Frið-
riksson frá Borgarnesi höfðu
stundað nám við ríkisháskól-
ann í St. Paul, Minn. Komu '
þeir til að sjá þessa íslenzku
bygð hér, sem þeir höfðu frétt
um. Alt voru þetta kornungir
mentamenn, mjög glæsilegir og
myndarlegir. Þótti þeim gaman
að geta hér ferðast frá einum
“bæ” til annars, og “snakkað”
íslenzku við alla, sem þeir
mættu! Bygðin tók þeim opn-
um örmum, sólskin og blíða á
hverjum degi, grænar grundir
og skrúðfögur blóm eins og um
mitt sumar; bleikir akrar al-
staðar, sem biðu þess að leggja
fram sína feikna uppskeru.
Hinir ungu og velmetnu gestir
undu hér hag sínum vel fram á
helgi.