Lögberg - 17.09.1942, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER, 1942
------------Högberg------------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
byö Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG,
69ö Sargent Ave., Wmnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Bórgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Culumbia Press, Dimited, 69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 8‘6 32 7
Tlg n hinnar íslenzku
tungu
I glæsileik hins heilsteypta ljóðforms, nær
ísienzk tunga að líkindum hámarki í ljóðum
Einars Benediktssonar; í langflestum af kvæð-
um hans, fara saman vitsmunaleg tröllatök
hins stolta umbrotam^nns, og slípuð leikni hins
mikla myndasmiðs á vettvangi rímsins; hann
fann í ríminu, ekki innantómu rími, heldur í
rími alfegurðarinnar þann menningarlega
helgidóm, er hann sjálfur taldi allri vizku æðri;
í slíkri stemningu, eða réttara sagt til full-
sönnunar á verðmætum íslenzkrar formfágun-
ar í ljóði, yrkir hann kvæðið “Snjáka,” þar
sem þessi óviðjafnanlega fagurmeitlaða vísa
skipar sess:
Ljúf er röddin líkt og vaki
ljóð við streng í óði dýrum;
stuðlar falla í hlátrum hýrum,
hendingar í fótataki.” —
Um þær mundir, sem Einar Benediktsson var
að undirbúa handritið að “Hrönnum,” varð nú-
verandi ritstjóri Lögbergs þeirrar ógleyman-
legu ánægju aðnjótandi, að skrifa upp fyrir
hann meginhluta kvæðanna, því Einar þurfti
alt af á skrifara að halda; hann gekk þá jafnan
um gólf, og las vísur sínar ofurhægt línu fyrir
línu; breytti stundum hinu og þessu í snatri, sá
sig þó oftast nær um hönd, og lét sitja við
það, sem áður var; einhverju sinni hætti hann
snögglega ljóðaleátrinum, nam staðar á miðju
stofugólfi, spenti greipar, og mælti fram þessa
sérkennilegu bæn, sem vér geymum orðrétta
í huga, þar til minni þrýtur:
“Drottinn, gerðu við mig hvað sem þú vilt
annað en það, að eg verði lítilmenni eða smá-
skáld.”
Brátt komst Einar í samt lag aftur, og tók
að lesa fyrir oss ljóðin til uppskriftar. “Skiljið
þér það,” spurði hann alt 1 einu með þrumandi
rödd, “að það er tign tungunnar, sem gert hefir
íslendinga menn með mönnum, og vakið á
þeim athygli út um hinn siðmenta heim; sá,
sem svíkur tunguna, eða saurgar hana, svíkur
alt annað; ást Einars Benediktssonar á íslenzkri
tungu var honum heilög ástríða; það er ekki að
ófyrirsynju, að “Stefjahreimur” Einars skálds
verður ein hin heitasta og jafnframt alfegursta
ástarjátning, sem nokkuru sinni hefir kveðin
verið til hins íslenzka máls:
“Það orktu guðir lífs við lag
eg lifi í því minn æfidag
og dey við auðs þess djúpu brunna.”
Þegar Einar Benediktsson heimsótti Vest-
ur-íslendinga sumarið 1921, og fundum vorum
á ný bar saman, var hann svo að segja enn í
blóma lífs; af aukinni lífsreynslu og ferðalög-
nm vítt um heim, hafði hið andlega landnám
hans vitanlega stækkað að mun, og ýmsum
vanköntum fækkað að sama skapi. “Eg hefi
verið víðförull maður upp á síðkastið,” sagði
hann, “og margt merkilfegt hefir mér borið
fyrir augu; en ekkert hefi eg enn séð, er jafn-
ist á við dýrð miðnætursólarinnar í Reykjavík,
né heldur hefi eg nokkurri tungu kynst, er
komi til jafns við tign íslenzkunnar.” Það
brann eldur úr augum skáldsins, er síðasta
orðinu slepti. Niðurlagserindi Einars skálds í
áminstu kvæði, ber órækt vitni þeirri djúp-
stæðu aðdáun, er höfundurinn hafði á íslenzk-
unni og gildi hins íslenzka ljóðs:
“Mitt ljóð er þá eg fell og fer,
eitt fræ, mitt land, í dupt þitt grafið;
mín söngvabrot, sem býð eg þér,
eitt blað í ljóðasveig þinn vafið.
En insta hræring hugar míns,
hún hverfa skal til upphafs síns
sem báran — endurheimt í hafið.”
/
Á meðan íslenzkir menn elska íslenzka
tungu eins og Einar Benediktsson gerði, og dá
tign hennar eins og hann gerði, er ástæðulaust
að óttast um framtíð hennar, jafnvel hér í
dreifingunni vestra, því hér á hún enn margt
unnenda og aðdáenda.
Hinn nýlátni sendiherra
Breta á Islandi
Eftir prófessor Richard Beck.
«
Nýlega bárust þær fregnir heiman af ís-
landi, að sendiherra Breta í landi þar, Mr.
Charles Howard Smith, hefði látist skyndilega
þann 23. júlí. Með honum er að velli fallinn
mikill merkis- og áhrifamaður, og mun nafn
hans geymast í sögu íslands um ókomna tíma,
því að það er fasttengt hinum soguríku og ör-
lagaþrungnu atburðum, sem gerðust þar þann
10. maí 1940, er Bretar sendu herlið til landsins.
En jafnhliða sýndi brezka ríkisstjórnin, að
hún viðurkendi að fullu sjálfstæði Islands með
því að senda .Mr. Howard Smith þangað sem
sendiherra sinn. Hafði hann skipað þá vanda-
sömu stöðu síðan við vaxandi vinsældir, en að
því mun síðar vikið.
Mr. Howard Smith var ágætlega til þessa
starfs fallinn bæði að ætterni, mentun og lífs-
reyrtslu. Hann var maður á bezta skeiði, fædd-
ur 17. maí 1888, sonur Howard Smith, dómara
í Wolverhampton á Englandi. Undirbúnings-
mentun sína hlaut hann í Winchester, en gekk
síðan á hinn víðfræga Oxfordháskóla og lauk
þar meistaraprófi. Hann var námsmaður ágæt-
ur og hlaut fjárstyrki að verðlaunum; á skóla-
árunum í Oxford var hann einnig* forystumað-
ur í þróttalífi stúdenta og jafnframt formaður
leikfélags þeirra. Hann var því gott dæmi
þess, hvernig bókleg mentun og líkamsrækt
haldast í hendur í enskum skólum.
Mr. Howard Smith gekk í þjónustu brezka
utanríkisráðuneytisins árið 1912 og skipaði þar
hverja umsvifameiri ábyrgðarstöðuna á fætur
annari. Árið 1933 var hann orðinn aðstoðar-
mðaur vara-utanríkisráðherrans og fimm árum
síðar voru honum falin til meðferðar fjármál
utanríkisráðuneytisins. Sýna þær embættis-
veitingar, hvert vaxandi traust var til hans
borið, en einnig hafði hann fram að þessum
tíma verið sæmdur ýmsum hinum hæstu heið-
ursmerkjum Breta í viðurkenningafskyni fyrir
margþætt og mikilvæg störf sín.
En nú kemur að þeim þættinum í opin-
berri starfsemi hans, sem sneri að Norður-
löndum og íslandi. í októberbyrjun 1939 var
hann skipaður sendiherra Breta í Kaupmanna-
höfn og gegndi því starfi þangað til Þjóðverjar
hernámu Danmörku 9. apríl 1940. Fáum dög-
um síðar hvarf hann heimleiðis, ásamt öðrum
úr sendisveit sinni, en 8. maí sama ár var hann
skipaður sendiherra Breta á íslandi og kom
þangað, eins og fyr greinir, ásamt brezka her-
liðinu tveim dögum síðar.
Óneitanlega var það því tiginn maður og
mikilhæfur, sem valdist í fyrstu sendiherra-
stöðu Breta á Islandi, enda var þeim manni,
undir kringumstæðunum, mikill vandi á hönd-
um. Þetta var Mr. Howard Smith fyllilega
ljóst, og kom það fram í samtölum hans bæði
við íslenzk stjórnarvöld og íslenzka blaðamenn
um þessar mundir. Þar lýsti sér einnig glögg-
ur skilningur hans á aðstöðu íslendinga tii
hernámsins og fúsleiki til að ráða sem friðsam-
legást og réttlátlegast fram úr þeim vanda-
málum, sem því fylgdu.
Hvernig Mr. Howard Smith tókst það, og
sambúð hans við íslendinga yfirleitt, er ágæt-
lega lýst í minningargrein um hann eftir Pétur
Bendiktsson, sendiherra íslands í London, er
birtist í danska blaðinu “Frit Danmark,” sem
þar er gefið út, og er meginmál ummæla hans
á þessa leið, í Iauslegri íslenzkri þýðingu:
“Mr. Howard Smith tókst á hendur erfitt
hlutverk, því að með honum kom brezka setu-
liðið til landsins. Jafnhliða því, að hann af-
henti íslenzku stjórninni embættisskilríki sín,
varð hann að tilkynna henni, að Bretland hefði
talið sig nauðbeygt til að rjúfa hlutleysi lands-
ins, til þess að koma í veg fyrir það, að íslands
biðu örlög Danmerkur og Noregs.
Enda þótt þetta gerðist samdægurs og árás
Þjóðverja á Holland og Belgíu, veittist mörgum
á íslandi örðugt að skilja, að spor það, er Bret-
land hafði stigið, væri í rauninni nauðsynlegt.
Oss var svo tamt að hugsa oss ísland langt úr
alfaraleið, og vér treystum því, að þessi land-
íræðilega einangrun myndi vernda hið vopn-
lausa hlutleysi vort. Mr. Howard Smith sætti
því eigi aðeins opinberum mótmælum stjórn-
arinnar gegn hernáminu, heldur einnig nokk-
urri varúð af hálfu almennings, þar sem margir
litu svo á, að í raun og veru væri það lands-
stjóri fremur en samningamaður, sem brezka
stjórnin hafði sent til íslands.
Mr. Howard Smith heppnaðist að sigrast
á þessum grunsemdum. Stjórnin og landslýð-
ur komust brátt að raun um það, að það var
af heilum huga mælt, er hann lofaði, að brezka
setuliðið skyldi láta innanlandsmálin afskifta-
laus. En auðvitað verður eigi hjá árekstri
komist, þegar slíkan fjölda útlendinga ber svo
skyndilega að garði. Mr. Howard Smith sýndi,
að hann var því hlutverki vaxinn að leysa úr
þeim vandkvæðum, er á vegi urðu. Skilning-
ur, vinsemd, lægni — þessir eiginleikar áunnu
honum fljótt traust landsstjórnarinnar og al-
mennings. Hann var maður lipur í umgengni,
maður, sem mátti treysta. Það traust, sem
skapaðist fyrir ljúfmensku How-
ard Smiths, gerði honum fært
að koma í veg fyrir það, að
snurður þær, sem óhjákvæmi-
lega hlupu á þráðinn, yrðu að
verulegum vandræðum.
Þá er eg var heima á Islandi
fyrir stuttu síðan, var margt,
sem færði mér heim sanninn
um það, hverjum vinsældum
hinn tígulegi og viðmótsþýði
Mr. Howard Smith átti að fagna
meðal íslendinga. Einlægur á-
hugi hans fyrir hinni ytri nátt-
úru landsins, fyrir list þess og
menningu, og gömlum þjóðsið-
um, var fólki ágætlega að skapi.
— Island veit, að með skyndi-
legu fráfalli Mr. Howard Smiths
á það á bak að sjá einum sinna
beztu vina. •
í augum íslendinga var How-
ard Smith tákn hins bezta með
ensku þjóðinni. Þannig mun
minningin um hinn fyrsta
brezka sendiherra geymast á ís-
landi.”
Setning Alþingis
Alþingi var sett þriðjudaginn
4. ágúst. Klukkan 1.15 komu
þingmenn saman í fordyri þing-
hússins og gengu síðan í kirkju
og sátu guðsþjónustu.
Séra Eiríkur Brynjólfsson
prestur að Útskálum prédikaði.
Hann lagði út af textanum í
Mattheusar guðspjalli, 6. kap,
33. v.: “En leitið fyrst ríkis
hans og réttlætis, og þá mun alt
þetta veitast yður að auki.”
Séra Eiríkur var hinn sköru-
legasti í prédikun sinni. Hann
brýndi sérstaklega fyrir mönn-
um, að gleyma ekki skyldunni
við ættjörðina. Á öllum tímum
væri þetta helgasta skylda hvers
einasta þegns þjóðfélagsins, en
aldrei væri nauðsynin brýnni
en nú, að menn hefðu í öllum
gerðum og athöfnum fyrst í
huga skylduna við ættjörðina.
Og einmitt á þessu sviði hefðu
þingmenn hið göfugasta verk
að vinna. Þeir væru beinlínis
kvaddir til þess að vera í þjón-
ustu ættjarðarinnar. En þessu
mættu þeir aldrei gleyma og
yrðu því í öllu starfi sínu að
setja hagsmuni fósturjarðarinn-
ar ofar hagsmunum flokka eða
stétta.
Þingsetning.
Að lokinni guðsþjónustu gengu
þingmenn inn í þinghúsið og
tóku sér sæti í aðalþingsalnum.
Er þingmenn höfðu skipað sér
til sætis, kom ríkisstjóri inn í
þingsalinn. Þar las hann ríkis-
stjórabréf frá 17. júlí, þar sem
Alþingi er kvatt saman til auka-
fundar. Því næst lýsti ríkis-
stjóri yfir því, að Alþingi væri
sett. “Þetta er,” mælti ríkis-
stjóri, “60. löggjafarþingið, 15.
aukaþingið og 75. samkoman frá
endurreisn Alþingis. Eg bið al-
þingismenn að minnast fóstur-
jarðarinnar með því að rísa úr
sætum.”
Þingmenn risu úr sætum og
hrópuðu ferfalt húrra fyrir fóst-
urjörðinni.
Bað þvínæst ríkisstjóri aldurs-
forseta að taka sæti í forseta-
stól og stjórna fundi þar til kos-
inn hefði verið forseti samein-
aðs Alþingis.
Aldursforseti Ingvar Pálma-
son tók nú við fundarstjórn, en
ríkisstjóri vék af þingi.
Fyrsta verk aldursforseta var
að kveðja þingmenn í 3 jafnar
deildir, eftir hlutkesti, en hlut-
verk deildanna er að prófa kjör-
bréf og kjörgengi þingmanna.
Nýir þingmenn.
Á þessu þingi eru 11 þing-
menn, sem aldrei hafa setið á
þingi áður. Þeir eru: Áki Jak-
obsson, Bjarni Benediktsson,
Björn F. Björnsson, Gísli Jóns-
son, Ingólfur Jónson, Páll Hall-
grímsson, Páll Þorsteinsson, Sig-
fús Sigurhjartarson, Sigurður
Bjarnason, Sigurður Þórðarson
og Steingr. Aðalsteinsson.
Ennfremur eru tveir þing-
menn, er ekki hafa setið á síð-
ustu þingum, þeir Gunnar Thor-
oddsen og Stefán Jóh. Stefáns-
gon; hinn síðarnefndi hefir ekki
áður verið þingmaður, en setið
á Alþingi sem ráðherra.
—(Mbl. 5. ágúst.)
Vildu kaupa Isiand og
Grænland, 1861
I grein, sem Vilhjálmur
Stefánsson landkönnuður hefir
nýlega skrifað í Fortune Maga-
zine um afstöðu íslands og
Grænlands sem herstöðva í
Norður-Atlantshafi, segir hann
að þáverandi utanríkismálaráð-
herra Bandaríkjanna Willi9m
Henry Seaward hafi árið 1861
fyrstur manna bent á, að Lrá
þessum löndum væri hægt að
hafa yfirráð yfir siglingaleiðum
um norðanvert Atlantshaf og
Bandaríkjunum væri nauðsyn-
legt að geta haft þessi yfirráð.
Hann lagði til, að ríkin leit-
uðu eftir því að kaupa bæði
löndin af Dönum. Samtímis
lagði hann til, að Alaska yrði
keypt af Rússum og komst það
í kring árði 1867. Síðan dofn-
aði yfir áhuganum í Washing-
ton um hernaðarmál, og menn
gleymdu hvernig það var til
komið, að Alaska var keypt. En
fyrir 5 árum síðan vaknaði aftur
áhugi fyrir yfirráðum yfir norð-
urhafinu, segir höfundur.
Á öðrum stað í sömu grein
lýsir Vilhjálmur Stefánsson því,
hve mikils virði það er fyrir
hernaðinn í Evrópu, að herstjórn
irnar fái veðurfregnir frá Græn-
landi. Segir hann að Þjóðverjar
geti gert grunsamlega nákvæm-
ar veðurspár, það hafi sýnt sig
er þeir völdu þokudaga til að
smeygja herskipum sínum norð-
ur úr Ermarsundi. En verið
geti að sú spá, er þeir þar hafi
gert, hafi bygst á veðurfregn-
um frá kafbátum. En hann úti-
lokar ekki þann möguleika að
þýzk veðurathuganastöð leynisí
í Grænlandi.—(Mbl. 29. júní).
Vinarkveðja
Hr. Gunlaugur Jóhannsson
kaupmaður, Winnipeg, Man.
Kæri vinur:
Mér er tjáð það, að samkvæmt
ritfestri frásögn kirkjubóka um
fæðingardag þinn, þá sért þú
75 ára — hálfáttræður að aldri
— þann 13. september; þessu
hefði eg hreint ekki trúað, ef
fyrir því hefðu ekki verið bók-
festar sannanir, því að svo berðu
áratugina sjö og hálfan létt á
þínum breiðu og húnvetnesku
herðum, og munu fleiri vinir
þínir hafa sömu sögu að segja.
En fyrst svona standa sakir,
má ekki minna vera heldur en
eg rétti þér yfir landamærin
vinarhönd til þess, fyrst og
fremst, að óska þér til ham-
ingju með afmælisdaginn, og þá
ekki síður til hins, að þakka þér
innilega fyrir góða og trygga
vináttu, sem nú á sér tvo tugi
ára að baki, og er því rótfest
vel. Jafnframt vil eg þakka
þér fyrir drengilegan stuðning
við sameiginleg áhugamál, og
hefi eg þáN sérstaklega í huga
bindindismálin, að ógleymdu
því, hversu góður íslendingui
þú hefir altaf verið og hvern
vinsemdarhug þú hefir borið til
hinnar þjóðernislegu viðleitni
Islendinga í landi hér. Vel sé
þeim öllum, sem ekki láta rang-
hverfast andlega í þeim efnum.
Síðast en hreint ekki sízt vil eg
af heilum huga þakka þér gleði-
stundirnar mörgu í góðum hóp
vina og samverkamanna; heill
sé hverjum þeim, sem ber birtu
og yl he'ilbrigðrar gleði inn í
daglegt líf okkar og mannamót.
Megi þín enn lengi við njóta,
iífsglaði Miðfirðingur!
Með beztu kveðju.
Þinn einlægur,
Richard Beck.
Hitt og þetta
Skoti nokkur hlustaði ein-
hverju sinni á Ameríkumenn,
sem gortuðu mjg af afrekum
sínum í golf-íþróttinni. Loks
þreyttist hann á raupinu og
sagði:
“Einu sinni sló eg bolta inn
um húsglugga, braut olíulampa
og kveikti í húsinu.”
“Og hvað gerðist þá?” spurði
einn af áheyrendunum.
“Eg tók annan bolta, miðaði
vel, gaf honum högg — og
braut með honum næsta bruna-
boða.
* * *
Hópur verkamanna var ný-
byrjaður að reisa hús og aldrei
þessu vant virtist verkstjórinn
vera fjarverandi. Jóni fanst
þetta gott tækifæri til þess að
læðast heim til sín og fá sér
kaffisopa, en hann átti heima
þarna rétt hjá. Tveim mínút-
um seinna kom hann aftur löður
sveittur.
“Nú, hvað er að,” spurði einn
af félögum hans.
“Hvað heldurðu að eg sjái,
þegar eg kem heim nema verk-
stjórann vera að kyssa konuna
mína.”
“Hvað er að heyra þetta! —
Það var leiðinlegt.”
“Uss — það er alt í lagi. Eg
slapp óséður.”
* * *
Telpa ein kemur inn í kvik-
myndahús og biður um aðgöngu-
miða.
“Er það handa þér sjálfri?”
“Já,” *segir telpan.
“Hvað ertu gömul?”
“Fjórtán ára.”
“Þá er það fullorðinsmiði.”
“Látum svo vera,”*svarar telp-
an, en þá vil eg mælast til þess
við yður, að þér þúið mig ekki!”
* * *
Tvær nágrannakonur tala
saman um daginn og veginn.
Sami maður hefir málað eldhús
beggja fyrir nokkrum dögum.
Þegar á samtalið líður segir
önnur:
“Jæja — svo að málarinn var
ekki nema tvo daga með þitt
eldhús. Það er jafnstórt og
mitt og hjá mér var hann í
fjóra daga.”
•“Það er skiljanlegt. — Stúlkan
hjá mér er komin um fimtugt,
en þín er orðin sextug.”
* * *
“Þér haldið þó ekki, að gestir
mínir taki regnhlífarnar með
sér, þegar þeir fara?” spurði
enskur aðalsmaður skozkan
þjón sinn, en han hafði mætt
honum í forsalnum með allar
regnhlífar, sem til voru á heim-
ilinu, rétt áður en von var á
stórum hóp gesta í miðdags-
verðarboð.
“Nei,’ svaraði Skotinn, “en
þeir kynnu að þekkja þær.”
* * *
Maður einn í ágætri stöðu
kyntist stúlku, varð ástfanginn
af henni og hún endurgalt ást
hans. Til þess að fullvissa sig
um, að ást hennar væri einlæg
skrifaði hann henni bréf og
sagði, að einn af sínum nánustu
ættingjum hefði verið hengdur
fyrir glæpi. Hann fékk von
bráðar svar, þar sem ástmey
hans sagði, að þetta gerði ekkert
til, að vísu hefði enginn ættingi
hennar verið hengdur, en flestir
ættu þeir það skilið.
♦ ♦ ♦
“Eg kem nú eiginlega í þeim
erindum til yðar, prestur minn,
að tilkynna yður, að hún Jó-
hanna mín sé látin — hún
drukknaði í gær.”
“Það var sorglegt.”
“Já, þau gera ekki boð á und-
an sér, slysin. Hún var að leiða
hana Skjöldu okkar yfir að Hóli
til bolans þar. En ísinn á henni
Þverá er ótraustur núna í leys-
ingunum og báðar duttu þær
ofan í.”
“Og þér hefir ekki tekist að
bjarga þeim?”
“Nei, ekki henni Jóhönnu
minni blessaðri. Eg átti alveg
fult í fangi með kúna.”
/