Lögberg - 17.09.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER. 1942
3
ur þau voru ensk eða þýzk.
Liðsforinginn rauk í fötin,
skundaði til konungs, mættí
honum, er hann var að ganga
af skrifstofu sinni og ætlaði að
ganga til hvílu. Hann sagði
konungi fréttina. Hákon kon-
ungur sá vitanlega samstundis.
að hér var hin mesta alvara á
ferðum fyrir hann og þjóð hans.
En hann tók fregn þessari með
mestu stillingu. Hann v\ssi þá
ekki frekar en aðrir hverrar
þjóðar herskipin voru, er rudd-
ust inn Oslofjörð. Það var ekki
fyr en liðið var fram á nótt, aö
fregn barst um það til Osloar
að skipin væru(þýzk, og Þjóð-
verjar hefðu gert árás samtímis
á Kristianssand, Stavanger,
Bergen, Þrándheim og Narvik
og víðar.
Myrkur í konungshöllinni.
Rétt eftir að fyrsta fregnin
kom til hallarinnar, slokknaði
rafmagnsljósið þar. Urðu menn
eftir það að þreifa sig þar áfram
með vasaljósum.
Hver stórtíðindin komu nú
eftir önnur til konungshallar-
innar. Kl. 4V2 fréttist að hin
þýzku herskip væru komin
fram hjá kastalanum Oscars-
borg, og að ríkisstjórnin færi
fram á það við konung, að hann
yrði ferðbúinn hvenær sem
væri, til þess að hverfa úr borg-
inni.
Nú fór að birta af degi. í
morgunskímunni flugu þýzkar
flugvélar inn yfir borgina. En
flugmenn skutu ekki.
Konungur gekk að sírhanum
og símaði að Skaugum til Ólafs
krónprins, og lagði svo fyrir að
hann kæmi með fjölskyldu sinni
til hallarinnar.
Meðal hirðmanna og þjónustu-
fólks var mikill æsingur og
taugatitringur alla nóttina. En
konungur lét ekkert á sig fá.
Hann fór aldrei úr jafnvægi og
lét sér ant um að hjálpa öllum
og draga úr hræðslu manna og
skelfingu.
Krónprinshjónin komu með
börnum sínum og fylgdarliði kl.
að ganga 7 um morguninn. —
Martha krónprinsessa var mjög
skelfd, en hafði þó góða stjórn
á sér, því hún er mikilhæf kona.
Broliförin.
Er konungsfjölskyldan ók frá
liöllinni um morguninn niður
eftir Carl Johansgötu, til járn-
brautarstöðvarinnar, voru lög-
regluþjónar, sem þar voru,
komnir með stálhjálma og borg-
arbúar þeir, sem komnir voru á
kreik, stóðu á götunum og lásu
morgunblöðin. Fólk hafði heyrt
loftárásarmerkin um nóttina, en
haldið að um æfingar væri að
ræða, og ekki sint því. En er
flugvélarnar komu í hópum inn
yfir borgina, sannfærðust menn
um, að hér var alvara á ferð-
inni.
Er Hákon konungur kom inn
í biðsal járnbrautarstöðvarinnar,
barst þangað fregnin um að
þýzku herskipi hefði verið sökt
undan Oscarsborg-virki. Kon-
ungur varð þá í vafa um, hvort
hann ætti að leggja þá þegar
af stað, því hann vildi ekki yfir-
gefa höfuðstaðinn fyrri en í
fulla hnefana.
Skipið, sfem þar fréttist um
að sökt hafi verið, var Blucher,
þar sem alt Gestapoliðið þýzka
var og öll skjöl og gögn, sem
hin þýzka yfirstjórn Noregs átti
að styðjast við. Þetta seinkaði
innrás Þjóðverja þenna morgun
og hefir sennilega gert það að
verkum, að þýzki innrásarher-
inn náði ekki Hákoni konungi
og ríkisstjórninni á sitt' vald.
En þegar konungi datt í hug
að fresta brottför sinni, tóku
ráðherrarnir því fjarri, og var
síðan haldið af stað. Fylgdarlið
konungs, er kom á stöðina, gat
ekki tára bundist, er skilnaðar-
stundin kom. En Hákon hélt
sinni óbifanlegu geðstillingu.
Konungur og ráðherrar voru í
sömu lest.
Er lestin kom til Lille-Ström,
varð að staðnæmast þar. Stöðin
er rétt hjá herflugvellinum
Kjelder. En Þjóðverjar voru
að varpa sprengjum á völlinn
og kveikja í flugvélaskýlunum.
— Farþegarnir fóru úr lestinni
og leituðu sér skjóls undir járn-
brautarbrú einni, eða annarstað-
ar þar sem helzt var afdrep fyr-
ri sprengjubrotum. Árásin stóð
í hálftíma. — Síðan hélt lestin
áfram. Komið var að Hamar
um hádegi.
Þar var haldinn fyrsti fundur
í ríkisráði, eftir brottförina frá
Oslo.
Flótti starfsliðs "Norsk
T elegr ambyr a."
Þ» hverfum við frá sögumanni
mínum í) lífverði konungs, segir
Sigmund Friid blaðafulltrúi, og
snúum okkur að mínum vegum.
Við vorum í Oslo til kl. 2V2 e. h.
Þá heyrði eg, að Þjóðverjar
væru búnir að taka völdin á
lögreglustöðinni, útvarpsstöð-
inni, símastöðinni og þýzkt her-
lið væri á leiðinni frá Fornebu
fiugvelli tli borgarinnar. Þótti
mér þá réttast að hverfa á brott
og þangað sem ríkisstjórnin
væri, og freista að halda uppi
sæmilegri fréttastarfsemi þaðan.
Við vorum 15 í alt, sem sem
náðum í langferðavagn og lögð-
um af stað með pjönkur okkar.
Við fengum að vita, að Þjóð-
verjar hefðu þegar lokað um-
ferð á öllum aðalvegum er liggja
frá borginni. Við lögðum þvi
lykkju á leið okkar, héldum suð-
ur í Austfold, og beygðum síðan
eftir krókaleiðum norður eftir
og komum til Hamar um kvöld-
ið.
Þar ætluðum við að setja upp
fréttastöð til bráðabirgða. —
Sneri eg mér til stærsta dag-
blaðsins þar. I sama bili og eg
kom inn á ritstjórnarskrifstof-
una heyrði eg í útvarpinu, að
Vidkun Quisling heldur þar
ræðu, þar sem hann tilkynnir
öllum landslýð, að hann hafi
myndað stjórn og hann beini
því til allra embættis- og starfs-
manna ríkisins, er horfið hefðu
frá Oslo, að koma tafarlaust til
baka og taka upp störf sín, ef
þeir vildu halda stöðum sínum.
Siórþingið á fundi.
Rétt á eftir kom fregn um
það, að þrír stórir þýzkir her-
mannavagnar væru á leið til
Hamar, og ættu hinir þýzku
hermenn að taka konung, ráð-
herra og þingmenn höndum.
Var því ákvðeið að halda skyldi
ferðinni áfram sem skjótast til
Elverum. Með aukalest og bíl-
um fór nú konungur, ríkisstjórn,
þingmenn og alt þeirra fylgdar-
lið til Elverum. Þangað komum
við kl. 10 um kvöldið. Þar kom
Stórþingið saman á fund í lýð-
háskólanum. Á þeim fundi fekk
ríkisstjórnin það umboð er hún
hefir unnið eftir síðan.
Meðan fundurinn stóð í Elve-
rum bárust fregnir um að enn
væru Þjóðverjar komnir lengra
áleiðis, framhjá Hamar, og svo
nálægt Elverum, að skotdun-
urnar heyrðust frá bardaganum,
er nú stóð yfir. Hópur Norð-
manna, eg kalla það “hóp,” því
um æft skipulagt lið var ekki
að ræða, hafði tekið sér fyrir
hendur að varna því, að þýzkir
hermenn hefðu hendur í hári
konungs og ríkisstjórnar. Þetta
■•.•oru nýliðar í hernum, menn úi
hernum o. fl. Margir þeirra
höfðu aldrei snert á skotvopni
áður. En með snarræði þeirra
og hugprýði tókst þeim að
bjarga yfirvöldum landsins.
Foringi þýzka liðsins var flug-
málasérfræðingur í þýzku sendi-
sveitinni í Oslo, maður, er þótt-
ist vera vinur Noregs og norskra
stjórnarvalda. Hann féll í þess-
um bardaga.
Kröfum Þjóðverja ekki sinl.
Þegar fundi Stórþingsins var
lokið, var búist við að menn
gætu lagt sig til hvíldar. En þá
kom orðsending um, að við yrð-
um að halda áfram. Hákon kon-
ungur og ráðherrarnir ásamt
allri fylgd þeirra, áttu nú að
fara til smábæjar eins í Trysil,
til Nybergsund, sem er eina 13
km. frá landamærum Svíþjóðar.
Nú var farið þangað og gist
þar um nóttina.
Sendiherra Þjóðverja í Oslo
hafði borið fram þá ósk, að
mega hafa tal af Hákoni kon-
ungi að morgni þess 10. apríl.
Sneri konungur því til baka fra
Nybergsund morguninn eftir til
að mæta Brauer í Elverum á
tilteknum tíma. Þjóðverjinn
kom ekki til fundar við konung
fyrri en síðdegis.
Utanríkisráðherrann Halvdan
Koht hafði orðið eftir í Elverum
til þess að vera viðstaddur sam-
tal þeirra Hákonar konungs og
sendiherrans þýzka.
Er sendiherrann kom seint og
siðar meir til fundar við kon-
ung, neitaði hann því, að ráð-
herrann yrði viðstaddur er hann
ræddi við konung. Kom sendi-
herrann nú fram með aðrar og
ennþá meiri kröfur en hann
hafði borið fram við utanríkis-
málaráðherrann aðfaranótt þess
9., eða um morguninn kl. 4—5,
fimm klukkustundum eftir að
árás Þjóðverja byrjaði.
En er sendiherrann komst að
raun um, að Hákon konungur
lét ekki undan kröfum hans í
neinu, fékk utanríkisráðherrann
að vera viðstaddur samtalið.
Ein af kröfum Þjóðverjans
var sú, að konungur viðurkendi
stjórn Vidkun Quislings, sem
löglega stjórn norsku þjóðar-
innar. Konungur tók þessu víðs
fjarri, þar eð hann fullyrti, að
hann myndi aldrei viðurkenna
neina aðra stjórn í Noregi, en
þá, sem hefði traust þjóðarinnar
að baki sér.
En hann svaraði sendiherra
Þjóðverja með þeim fyrirvara.
að endanlegt svar fengju þeir
ekki fyrri en hann hefði ráð-
fært sig við ráðherrana.
Svarið fékk Þjóðverjinn svo
í símtali seinna um daginn, þess
efnis, að norska þjóðin myndi
berjast gegn hinum þýzka inn-
rásarher unz yfir lyki.
Samtímis, sem þetta var gef-
ið, gaf ríkisstjórnin út ávarp til
þjóðarinnar.
Eftir fund Hákonar konungs
við þýzka sendiherrann Brauer,
höfðu Þjóðverjar hugboð um
hvar konungur hafðist við. Á
þriðjudaginn, sama dag, sem
konungsfjölskyldan, ráðherrar
og fylgdarlið kom til Nyberg-
sund höfðu þar verið gefin
loftvarnarmerki, án þess, að til
árása kæmi.
—(Lesbók).
________________ *
Rússneska leyni-
vopnið
Eftir Dyson Carier.
(Þýtt úr “Russia’s Secrfet ,
Weapon”)
Jónbjörn Gíslason.
(Framhald)
FRAMÞRÓUN.
Eins og áður er getið var hið
fyrsta verk stjórnarinnar að
auka vísindastarfsemi í landinu,
og það í svo stórum stíl að ó-
mögulegt virtist til fram-
kvæmda; frá því fyrsta hefir
stjórnin haldið þeirri stefnu hik-
laus og markviss. Hvað sem
segja má um afstöðu breytingar
hennar til peningamála, trúar-
bragða og jarðyrkju, þá hefir
stefna. þeirra í vísindamálefn-
um aldrei skeikað frá settu
marki.
Stefna Rússa í þessu máli
sætti allhörðum árásum fram-
andi sérfræðinga, en sú andstaða
var aldrei fyllilega samhljóða;
fyrir því eru eftirtaldar ástæður:
Eftir síðasta ófrið urðu vís-
indamenn víðsvegar um heim, ó-
samþykkir um sín eigin málefni
og hvernig á þeim skyldi haldið.
Hin gamla hugmynd í þeim efn-
um var sú, að vísindin ættu á
sama hátt og listir og hljóm-
fræði, að iðkast af velvild til
málefnisins aðeins, en sú skoðun
var þá á fallanda fæti. Iðn-
stöðvarnar gleyptu alt úrval
hinna yngri vísindamanna, en
þeir sáu sér til sorgar, að mörg-
um af þeirra beztu uppfunding-
um var oft og tíðum stungið
undir stól. Bráðlega kom fram
sú krafa að stjórnir ýmsra landa
tækju á arma sína alla slíka
starfsemi og rannsóknir; uppá-
stungan mætti harðvítugum
andmælum flestra vísindamanna
og auðfélaga og var því að lok-
um feld.
Þar sem rannsóknarráð á rík-
isins kostnað var sett á stofn i
þessum efnum, varð reyndin sú
að það varð aðeins til ágóða og
hagsmuna fyrir einstaklings iðn-
rekstur, og var jafnan haldið
hæfilega í kyrþey með ónógum
fjárframlögum og áhugaleysi;
stefnan varð sú að allur ágóði
slíkrar starfsemi skyldi renna
inn til auðfélaganna, en ef svo
atvikaðist að merkar rannsóknir
gæfu grun um lækkaðan ágóða-
hlut iðjuhöldanna, var uppgötv-
unin tafarlaust sett í bann.
Hið lakasta dæmi í þessum
efnum var nýlega afhjúpað í
Bandaríkjunum, þegar stjórnin
upplýsti að vissir iðjuhöldar
hefðu ekki hikað við að halda
til baka vissri tegund af fram-
leiðslu, sem gáfu þeim ekki
nægilegan arð í eigin vasa og
settu þannig varnir landsins í
hættu; þjóðin varð höggdofa við
þessar upplýsingar. Sérfræð-
ingar þekkja vel slík tilfelli sem
þessi; á síðustu tuttugu og fimm
árum hafa ýmsar nýtilegar upp-
fundingar gengið kaupum og
sölum og að síðustu verið teknar
og stungið undir stól.
Meðan á þessu stóð voru hin
nýju rússnesku vísindi á upp-
siglingu. Þrátt fyrir örbyrgð
og þjáningar Soviet Rússlands
eftir byltinguna, var miljónum
dollara varið til þeirra rann-
sókna. Hér er ágrip þeirra á-
ætlana er vöktu hæðnishlátra
og harða dóma umheimsins.
Til að byrja með var vísinda-
háskóla landsins breytt úr sér-
i'élagi nokkurra gamalmenna, í
máttuga og virka stofnun með
180 miljón manna að baki sér.
í öðru lagi var aðeins vísinda-
lega sinnuðum mönnum veitt
aðganga og öllum goldið kaup
meðan nám stóð yfir. í þriðja
lagi urðu námsmenn að vinna
part úr hverju ári í verksmiðj-
um eða samvinnubúum. í fjórða
lagi var efnarannsóknarstofum
komið fyrir í hverri verksmiðju
og vinnustöð. í fimta laði urðu
öll úrlausnarefni að koma frá
iðnstöðvunum, landbúnaðinum.
eða áætlunarnefnd ríkisins.
Það er ekki svo auðvelt fyrir
okkur hér að ímynda okkur
virðingaverða vísindamenn taka
starf í kolanámum eða á hveiti-'
ökrum eða vísindalegar ráðgát-
ur bornar fram af skrifstofu-
mönnum, lítt mentuðum bænd-
um og verkamönnum, en svo ei
það þar.
„Vísindamenn nágrannaríkjanna
urðu hamslausir yfir öllum þess
um athöfnum Rússa, en æðið
rann bráðlega af þeim og þeir
urðu fullir undrunar.
Þegar alls er gætt voru fyrir-
ætlanir Lenins í þessum efnum
ekki svo mjög róttækar, hann
ásetti sér aðeins að taka þessa
starfsgrein þjóðarinnar úr hönd-
um örfárra einstaklinga og gera
hana nothæfa og skiljanlega
miljónum manna, til sköpunar
nýrri og betri veraldar.
Hversu margir vita hver inn-
leiddi slíkar sameigna og sam-
starfs hugmyndir? Það gerði
meðal annara hinn heimsfræg’
byggingameistari Kristófer Wren
fyrir 300 árum síðan. Hann var
einn af stofnendum hins kon-
unglega vísindafélags, hins
stærsta í heimi af þeirri tegund.
Wren sagði: “Gæfusöm og góð
stjórn eflir listir og vísindi til
að létta vesaldóm og erfiði þessa
fallvalta lífs, svo auður og als-
nægtir skiftist meðal allra eftir
verðleikum.” Þessi var horn-
steinn og kjörorð félagsins er
stofnað var á seytjándu öld. En
á tuttugustu öldinni gátu vís-
indamennirnir ekki áttað sig á
hvað Rússar ætluðust fyrir.
Nú að lokum, þegar hinar
frábærlega fögru kirkjur, er
Wren bygði í Lundúnum hafa
verið eyðilagðar hver af annari
af villimönnum Nazista, takast
vísindamenn Breta og Rússa í
hendur yfir brunarústunum og
mætast á sameiginlegum og
bróðurlegum grundvelli.
KOLANÁMURNAR
Kringum árið 1900 byrjaði
Lenin að brjóta heilan um á
hvern hátt vísindin væru lík-
leg til að myndbreyta heiminum
á sem skemstum tíma. Honum
duldist ekki að undirstöðuatriði
slíkra framtíðar áætlana væru
hiti og afl. Ef aflið yrði fram-
leitt í nægilega ríkum mæli, og
því skift og dreift sem víðast
og haganlegast, þá að lokum
yrði maðuKÍnn þess umkominn
að kallast herra náttúrunnar, er
léti hana hlýða boði sínu og
banni.
Athygli Lenins snerist að
framleiðslu og sköpun afls í stór-
um stíl. Hann ritaði mikið um
þetta mál og kom að lokum með
fágæta og undraverða uppá-
stungu. Þessi hugmynd var
að sönnu ekki ný, hana áttu i
fyrstu tveir merkir efnafræðing-
ar, Rússinn Mandeleev og Bret-
inn Ramsy; þeir álitu að hætta
bæri að grafa kol úr jörðu og
bentu á hve hlægilegt það væri
að höggva þau ef til vill mílu
fyrir neðan yfirborð jarðar,
lyfta þeim upp úr námunni,
flytja þau síðan land eða sjó-
veg, og brenna þau að síðustu
til gasframleiðslu, til iðnaðar og
heimilisþarfa; það væri blátt á-
fram hlægilegt að nota kol sem
eldsneyti, sögðu þeir.
Þeir bentu á hvað lítið hlut-
fall af kolum, brendum niðri í
sjálfri námunni, mundu hita af-
skaplegt kolamagn alt umhverf-
is sig og framleiða þannig kola-
gas (ljóskveikjuloft) í geysilega
ríkum mæli; þetta gas væri til-
tölulega auðvelt að flytja gegn-
um pípur hvert sem nauðsyn
bæri til, án járnbrautarvagna og
skipa. Kolin í jörðinni yrðu
aldrei hreyfð, þau lægju kyr á
sínum upprunalega stað.
(Framhald)
Leiðrétting:
1 síðasta kafla “Rússneska
leynivopnið” stendur í öðrum
dálki neðan til: öreiga og vinnu-
laus; á að vera: öreiga og vina-
laus.
Business and Prc ifessional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson Thorvaldson &
205 Medical Arts Bldg. Eggertson
Cor. Graham og Kennedy Sts. Lögfræöingar
Phone 22 866
ö 30 0 NANTON BLDG.
Res. 114 GRENFELL BLVD. Talsfmi 97 024
Phone 62 200
J. J. SWANSON & CO. DR. A. V. JOHNSON
LIMITED Dentist
308 AVENUE BLDG, WPG.
•
Pasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsúbyrgð. bifreiSaábyrgð, o. s. frv. 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124
Phone 26 821 Home Telephone 27 702'
EYOLFSON’S DRUG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST. WINNIPEG
PARK RIVER, N.D. •
íslenzkur lyfsali pægilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar
Fólk getur pantað meðul og Herbergi $2.00 og þar yfir; með
annað með pósti. baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c
Fljót afgreiðsla. Frce Parking for Ouests
Peningar til útláns DRS. H. R. and H. W. TWEED
Sölusamningar keyptir.
Bújarðir til sölu. Tannlæknar
INTERNATIONAL LOAN 406 TORONTO GEN. TRCSTS
COMPANY BUILDING
304 TRUST & LOAN BLDG. Cor. Portage Ave. og Smith St.
Winnipeg PHONE 26 545 WINNIPEO
DR. B. J. BRANDSON A. S. BARDAL
216-220 Medicai Arts Bldg. 848 SHERBROOK ST.
Cor. Graham og Kennedy Sts. Selur líkkistur og annast um út-
Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 farir. Allur útbúnaður sá bezti.
• Ennfremur selur hann allskonar
Heimili: 214 WAVERLEY ST. minnisvarða og legsteina.
Phone 403 288 Skrifstofu talsfmi 86 607
Winnipeg, Manitoba Heimilis talsfmi 501 562
Legsteinar DR. ROBERT BLACK
sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Sérfræðingur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum
216-220 Medical Arts Bldg.
Skrifiö eftir veröskrá Cor. Graham & Kennedv
GILLIS QUARRIES, LTD. Viðtalstími — 11 til 1 og 2 tll 5
1400 SPRUCE ST. Skrifstofusfmi 22 261
Winnipeg, Man. Heimilissfmi 401 991
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson
Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning)
602 MEDICAL ARTS BLDG. Talsfmi 30 877
Simi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Sfmi 61 023 Viðtalstfml 3—5 e. h.
•
Office Phone Res. Phone
Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. 87 293 72 409
Winnipeg Dr. L. A. Sigurdson
Lækningastofu-slmi 23 703
Heimilissfmi 46 341 109 MEDICAL ARTS BLDG.
Sérfrœöingur i öilu, er aö
húösjúkdómum lýtur Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
Viðtalstími: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h. and by appointment
H. A. BERGMAN, K.C.
islenzkur lögfrœffingur
•
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 165Í
Phones 95 052 og 39 043
I
c &
%&
V