Lögberg - 17.09.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.09.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER 1942 Sögur Jóns Jónssonar Eftir S. B. Benediklsson. I. Bölbænir. Inngangur: Jón Jónsson heimsækir oft vin sinn Björn. Ræða þeir um flest það, sem við ber milli himins og jarðar. Að þessu sinni taka þeir fyrir til umræðu bölbænir, áhrínsorð, álög og formælingar. En stund um ræða þeir um þjóðmál, stjórnmál, skáldskap, trúmál, ástamál og margt fleira, og eru ekki ávalt sammála. Þeir hafa verið vinir frá barnæsku. Hvað segir þú um það, sem nefnt er bölbænir, ákvæðisorð, formælingar og þess háttar, seg- ir Björn við Jón. • Ja — segir Jón. Eg hefi nú eiginlega aldrei verulega trúað neinu þessháttar, heldur skoðað alt slíkt sem hégiljur tilheyrandi gamla tímanum, en sem ætti að vera gleymt. En þó eru sum ir eldri viðburðir mjög undar- legir og erfitt að gera sér fulla grein fyrir þeim, og ennþá erfið- ara að afsanna þá. Eg skil nú það, segir Björn. En gæti ekki verið að flestar eða allar slíkar frásagnir hafi verið tómur heilaspuni hjátrú- aðra manna? Svo kann að vera, segir Jón, að minsta kosti í sumum tilfell- um. Eg hefi þó persónulegu kynst einu tilfelli, sem virðist hafa nokkurt sannanagildi. Segðu mér söguna af því, segir Björn, og við skulum svo athuga málið. Jæja þá, segir Jón. — Eg þekti einu sinni mann, sem Þórður hét. Hann var dugandi sjómaður og lét ekki alt fyrir brjósti brenna. Hann var um tvítugs aldur, stór og sterkur og enginn kveifa. Faðir hans, sem Jóhann hét, var orðinn ekkju- maður, en bjó með ráðskonu, sem Sigríður hét. Hún annaðist gamla manninn með sóma og unni honum af trygð og skyldu- rækni, og skoðaði sig eiginlega konu hans þó þau væru ógift. Slíkt var algengt í þá daga — og er jafnvel enn. En hvað Þórð snerti, þá lék hann mjög lausum hala. Gekk á drykkjuknæpur og sótti alla dansa. Hann hafði útvalið sér dansmeyju, sem Margrét hét, en sem var eldri en hann. Hún var af efnafólki komin og hafði erft talsverðar eignir. Kunn- ingsskapur þeirra var orðinr. all-langur, svo hún var farin að skoða sig sem heitmey hans. Hann eyddi peningum eins og allir drykkjumenn gera. Svo þegar skorti peninga, þá gat hann jafnan fengið lán hjá Mar- grétu — lán, sem aldrei var borgað. Svo hafði hann náð einhverju haldi á fasteignum hennar, sem hún eftirlét fús- lega, því hún elskaði hann og skoðaði sig að vera heitmey hans. En á bak við Margrétu fór Þórður að kynnast ungri stúlku, sem Björg hét. Og einn góðan veðurdag giftist hann Björgu. En þá þirmdi yfir Margrétu. Hún áleit sig hafa verið svikna í trygðum. Svo hún stefnir Þórði og nær með lögum fasteign sinni, en peningalán hennar til Þórðar voru ekki tekin til greina, það var henni tapað fé. Þettfy framferði Þórðar ko*m inn hjá henni beizku hatri tii hans, sem síðar mun sýnt. Nú liðu tímar og gamli mað- urinn var að verða lítt fær til að stjórna heimili sínu, svo Þórður flutti inn á heimili hans og tók við bústjórn. Var þá Sigríður höfð í lágum metum hjá nýju húsbændunum. Og svo kom að því að Jó- hann veiktist og var Sigríður þá hans bezta aðstoð. Húr. stundaði hann með sóma, sem þó var illa þakkað af hálfu ungu hjónanna. Og eftir nokkurra vikna legu dó hann. Var þá Sigríði sagt burt af heimilinu. En þegar að því kom að kistu- leggja lík Jóhanns, kom Sig- ríður og bað um að lofa sér að sjá líkið áður en kistunm yrði lokað, en henni var neitað um það, en sem marga undraði. Fyltist hún þá gremju, sem þó var henni óvanalegt, því hún var geðprýðis kona. ' Svo henni rann í skap, og ávarpaði hjónin með þungum orðum, og endaði með því að óska að þau ættu eftir að líða ekki minna en hún liði nú; og sagði að þau myndu verða óláns manneskjur alla æfi eins og þeim væri maklegt. En við útförina Var líka Mar- grét, ásamt mörgum nágrönn- um. En þegar heim var komið frá kirkjunni, kom Margrét heim til þeirra Þórðar. Las hún þá ófagran pistil yfir Þórði í viðurvist margra gesta og konu Þórðar. Sagði hún, þá frá ásta- málum þeirra Þórðar og sín og mörgum samfundum þeirra og ástaloforðum hans, og sagði hann hafa svikið sig í trygðum, en sem hann myndi einhvern- tíma iðra. Hún sagði að hann myndi verða nógu langlífur til að taka út réttláta hegningu hjá forsjóninni fyrir ódygðir sínar, og varmensku. Hún sagði að þrjú stórslys, fyrir utan önn- ur smærri, myndu koma fyrir hann og hans fjölskyldu — þrjú vofeifleg dauðsföll, og hans eig- ið yrði það síðasta. Hún sagði að hann myndi aldrei gleyma þessum orðum sínum, og myndi líða sárt samvizkubit til dauð- ans og altaf lifa í sárum ótta og kvíða. Og þá myndi hann skilja að ekki væri hægt að leika við forlögin, né treysta á óverð- skuldaða guðs náð. Því hver illgjörð fengi sín makleg laun. Og svikin ást væri ekki væg- asta syndin, en hegningin vana- lega í samræmi við afbrotin. Þetta sagðist hún leggja á hann af öllum hug og hjarta og vita að orð sín yrðu honum að áhrínsorðum. Þórður stóð þarna eins og dæmdur, og allir viðstaddir voru sem þrumu lostnir. Hún gekk burtu með reiðisvip og af aug- um hennar var eins og eldingar leiftruðu. Þórður sýndi að hann var mjög óttasleginn, eins og reyndar allir. Þarna hafði Þórður fengið þungar bölbænir, sem sam- kvæmt trú manna var skoðað alvöruefni. — Voðalegt! — og sjálfsagt að myndi hrína á hon- um og fjölskyldu hans fyr eða síðar, nema ef eitthvert góðverk yrði framið til að mýkja dóm örlaganna, sem væri þungur og virkilegur. Miskunnsamur guð myndi og gæti bætt slíkar sak ir, en þó með því móti að ein hver sjálfsfórn væri framlögð, sem fullnægði hinum eilífa dómi guðlegs réttlætis. Allir við- staddir fóru burtu með þeirri tilfinningu að eitthvað óttalegt og alvarlegt hefði átt sér hér stað. Þórður reyndi að bera sig RECRUITS are urgently required for Canada's ACTIVE ARMY It Needs EVERY FIT MAN between 18 V2 and 45 years of age VETERAN’S GUARD (Active) Wants Veterans of 1914-1918 up to age 55 See your LOCAL RECRUITING REPRESENTATIVE karlmannlega, en átti þó erfitt með það, því hann var alvar- lega hræddur við orð þessara kvenna, sérstaklega Margrétar. Hann vildi ekki láta bera á ótta sínum við konu sína, sem var ung og óreynd. Hann sagðist ekki taka neitt mark á þessu flapri kvennanna. Hann sagði alt ósatt er Margrét hafði sagt um ástamál þeirra. Björg trúði honum og reyndi að gleyma þessu tilfelli, en sú reyndin varð þó, að hún mundi þetta tii dauðans og óttaðist altaf að fyr- ir sér og sínum myndi liggja ein- hver ógæfa í framtíðinni. Hún naut því aldrei sannrar lífs- ánægju, sem leiddi af þessum ótta. En Þórður var að hugsa um Kvað hann ætti að gjöra eða gæti gjört til að sættast við for- sjónina. Hann langaði til að biðja Guð um vægð, en þorði það ekki, af því bænir hans myndu enga þýðingu hafa. Hon- um fanst hann ekki kunna að tala við guð. Hann fann að han kunni ekki að biðja. En til prestsins myndi ónýtt að leita. Hvað myndi prestur geta gert í svona sökum. Svo hafði hann litla trú á prestum. Helzt myndi hann leita eftir upplýsingum j trúnni — í sönnu guðsorði — í biblíunni og sannri trúrækni. Hann fann sig að vera veruleg- an ólánsmann. Hann var hrædd- ur við lífið og forlögin, sem öll væru í guðs hendi. Hann var hræddur við guð. Og þó var guð miskunnsamur og réttlátur. Hann tók því helzt það ráð að stunda húslestra á heimilinu og sækja kirkju. En hann var nú orðinn þunglyndur, sem áður var svo kátur og glaðvær. Helzt fann hann fró í að fá sér í staup- inu, sú fró varaði þó dálitla stund. Og þannig drógst lífið áfram dag frá degi og hann var að smá jafna sig og ná sínu nátt- úrlega eðli. Nú hafði Þórður eignast son, sem hann unni mjög. Bara að ekkert kæmi nú fyrir hann, sak- laust barnið. Það var nærri ó- hugsanlegt. Drengurinn óx og dafnaði og var nú kominn á annað ár, og farinn að vappa úti við og alt sýndist svo nátt- úrlegt og indælt. En einn dag vantaði barnið. Það var leitaö allsstaðar en kom fyrir ekki. Ein lítil stúlka í grendinni var á ferð rétt hjá húsi Þórðar og sá Margrétu ganga fram hja forarsýki, sem var þar rétt hjá. Hún tók eftir því að Margrét leit einhverjum .óviðfeldnum augum á sýkið. Stúlkan hafði aldrei séð svona hræðilegt augnatillit nokkurrar mann- eskju fyr. Það var eins og eitt- hvert ógeðslegt sigurbros léki um andlit Margrétar. Hún hefir þó aldrei kastað barninu í sýk- ið, hugsaði litla stúlkan. Nei, það var óhugsandi. Þetta var hugboð barns, en hugboð eru til og tala dularmáli sálarinnar í mörgum tilfellum. Þau eru oft áreiðanlegur vegvísir, þó þeim sé ekki æfinlega hlýtt. — En kanske Margrét hafi samt vitað af barninu í sýkinu, hugsaði stúlkan, því hinu gat hún ekki trúað. Svo hún fór heim til | Þórðar, því hún hafði heyrt að barnið væri tapað. Svo hún spurði hvort það hefði leitað í sýkinu. Nei, það hafði engum hugsast. Hún nefndi ekki nafn Margrétar í þessu sambandi, hún þorði það ekki. En nú var leitað í sýkinu og þar fanst barnið — litli, saklausi dreng- urinn. Faðirinn stóð agndofa og hugsi. Var þetta fyrsta höggið? — Tvö meira! — Hann bað guð fyrir sér í hljóði — hann bað guð um vægð. Hann grét í einrúmi, vildi ekki láta konuna sína sjá hvað óttasleginn hann var. Svo liðu mörg ár. Hann átti mörg börn, misti mörg þeirra, en öll á náttúrlegan hátt, að honum fanst. En á efri árum kom þruma úr lofti. Konan hans varð fyrir hræðilegu slvsi, sem hún dó af. Annað, — sagði hann við sjálfan sig, mitt í þung- um tárum. Nú var eitt eftir. Þetta fékk svo á hann, að hon- um fanst að lífið vera að verða sér óbærilegt. Hann var að verða gamall. Börnin, sem lifðu, voru að verða fullorðin. Honum var að verða ofaukið í heimin- um. Hann var að gugna. Óbæn- irnar voru að vinna á hann. Kann var að tapa. Það illa var að vinna sigur. Svo einn dag í þungum þönkum, í sáru sálar- stríði, tók hann örlög sín í sínar eigin hendur og gekk út í vatn, sem var þar nærri. Lík hans fanst næsta dag. Svona endaði nú þessi saga, segir Jón. Hvað heldur þú um þetta, Björn. Eg veit ekki, segir Björn. Eg hefi heyrt margar þessu líkar. Og eg er altaf hræddur við þær. Eg hefi stundum haldið að mik- ill, óskiljanlegur máttur gæti fylgt sterkum orðum. Eg er æfinlega hræddur við ákvæðis- orð sögð í reiði. En þó liggur mér við að halda að hér sé oft um hjátrú að ræða. Getur verið að svo sé, segir Jón. En þú veizt að jafnvel enn eru til álög, sem mega teljast örlagarík. Dáleiðslan t. d. woo- doo-isminn í meðal vitra og hálfviltra þjóða, jafnvel hér í Canada. Allir spádómar eru af sama toga spunnir. Mannkynið er enn ekki vaxið út úr forn- eskjunni. Og allar bænir eru af sömu rót, sumar góðar, sum- ar illar, eins og þessi saga sýnir. Ást og hatur skiftast á í heim- inum, líkt og líf og dauði, sann- leikur og lýgi. Þetta getur verið að einhverju leyti satt. En eg óttast böl- bænir eins og þú, segir Björn Og eg vil ekki heyra talað gá- lauslega um dána menn. Og eg vil ekki láta espa gamla menn til reiði. Orð gamalla eru þung. Og sé hjátrú hér á bak við, þá mun hún vera á báðar hliðar. Enn eru forlögin oss lítt kunn eða viðráðanleg. Þekkjum vér heim hugans til fulls? Er ekki tilveran oss að mestu ókunn? — Hvað er lífið? Þú um það, segir Jón. — Það er kannske rétt hjá þér, að álög hrífi ekki á þá, sem ekki trúa. En þessar forneskjusögur eru ekki allar gamlar, og það er ekk4 hægt að ganga alveg fram hjá þeim. Við getum rætt og rökrætt heima hjá okkur eins og stórspekingar, en þegar við eigum að fara að botna getgát- urnar með sannindum, þá fer vanalega að lækka í okkur gor- geirinn. Ja, skítt með það, eg blessa samt, er haft eftir pokapresti einum. Eg held því fram, þrátt fyrir allar mótsannanir, að böl- bænir og áhrínsorð séu ljót, ó- mannúðleg og ókristileg — og hana nú! En hvaða sort af sögu ætlarðu að segja mér næst, Jón minr''' Ætli ekki sé bezt að það verði ástasaga, segir Jón. Frá Hákoni konungi er innrásin var gerð í Noreg Sögukaflar Sigmunds Friid blaðafullirúa Norðmanna. Sigvard Friid, bladafulltrúi no.r.sku stjórnarinnar ftúði frá Oslo um nónbil þ. .9. apríl 1940, innrásardaginn, með frú sinni og nokkrum starfs- mönnum frá “Norsk Tclegram- byra”. — Undir ákaflega mikl- um erfiðleikum vann hann og starfslið hans að því, að halda uppi fréttastarfsemi i hinum óhernumda hluta Noregs. Hann hefir af eigin sjón og raun hin nánustu kgnni af Noregsstyrj- öldinni. f tilefni af afmæli Hákonar konungs, hefir Friid sagt mér eftirfarandi smá- kafla úr lífi konungs, frá þeim dögum er innrásin var gerð í Noreg. Hann komst að orði á þessa leið: Eg ætla fyrst að rekja nokk- ur kafla úr frásögn er eg skrif- aði í vasabók mína eftir lífvarð- arforingja, þeim, er var i kon- ungshöllinni í Oslo nóttina er innrásin var gerð. Þessi liðsforingi, eg hirði ekki um að nefna nafn hans, fór með konungi á fund í Hermannafé- laginu (Militært .Samfund) að kvöldi þess 8. apríl. Þeir komu heim í konungshöllina um kvöld- ið. Konungur fór þá til skrif- stofu sinnar, en liðsforinginn lagði sig til svefns. — Þetta var á mánudagskvöld. En á laugar- daginn áður höfðu flogið fyrir fregnir um að einþver stórtíð- indi væru i vændum, þó enginn vissi hverskyns þau yrðu. Ein- hver ókyrleiki lá í loftinu. Fyrstu hælíumerkin. Svo kom fregnin á mánudag um að þýzku flutningaskipi, Rio de Janeiro, hefði verið sökt við Suður-Noreg, og Þjóðverjar, er bjargað hafði verið í land, skýrðu frá því, að þeir hefðu verið á leið til Bergen, eða til annara staða á Vesturlandinu, sumir sögðu að þeir hefðu átt að fara alla leið til Narvíkur, til þess að verja Noreg fyrir innrás Englendinga. Eftir þess- ar fregnir á mánudag fór menn að gruna í Oslo, hvað væri á seyði, þó enginn gæti með vissu áttað sig á því, hvaða stefnu viðburðirnir tækju. Um sama leyti, eða fyr um daginn flaug sú fregn um, að Bretar hefðu lagt tundurduflum í norska landhelgi á tveim stöð- um fyrir Vesturlandi og í Vest- fjorden utan við Narvik. Aldrei hafa verið færðar sönn- ur á hvort að fregn þessi hafi verið rétt. Um miðjan dag þ. 8. apríl, bárust um það fregnir frá Dan- mörku, að 150 þýzk skip, stór og smá herskip og önnur, hefðu farið norður um dönsku sundin. Menn gerðu sér ekki ljóst, að þetta væri upphaf að árás á Noreg. En þó þóttust allir vita, að einhverjir stórviðburðir væru í vændum. , Að kvöldi þess 8. apríl var dreift flutritum um göturnar í Oslo frá “Nasional Samling” —, flokki Quislings — þar sem því var haldið fram, að nú væri tím- inn kominn til þess að mynda þjóðlega stjórn í Nore^i. , Quisling var þá nýkominn frá Berlín. En flugrit þessi voru ekki sett í neitt samband við það ferðalag hans. Menn litu á þessi flugrit eins og hverja aðra vitleysu hans, sem enginn tók mark á. En mikill kvíði og ókyrleiki hafði grpiið Olsobúa þennan dag. Fyrsiu fregnir um árás. Nú víkur sögunni til konungs- hallarinnar. Lífvarðarforinginn, er eg áðan mintist á, að gengið hafði til náða, var vakinn um' miðnætti við að hringt var til. hans í síma frá utanríkisráðu- neytinu og honum sagt, að fleiri en eitt vígi við Oslofjörð ættu í orustu við óvinaherskip, sem réðist inn í fjörðinn. En ekki vissu menn í utanríkisráðuneyt- inu hverrar þjóðar skip þessi voru. En þá horfðu málin þannig við, að skipunum hefði verið veitt mótstaða, hvort held- Verndið heimilin sem kappar vorir berjast fyrir Áukatillag yðar kallar að Stofnanir fyrir blinda, á öllum aldri og af öllum frúflokkum. Elliheimili Síofnanir heilbrigði og sótlvarnir Slofnanir fyrir fjöl- skyldur Stofnanir fyrir skap- gerðar byggingu 14. - 26. SEPT. Jafnvel þó einhver í fjölskyldu yðar gefi við vinnu sína — þá getið þér einnig gefið. f heimili yðar með nægar vistir og hlýju — hugsið til hinna blindu, kreptu, gömlu, húsviltu, og smá- barnanna. Þessir eiga sitt undir hjartahlýleik borgar- anna í Winnipeg hinni meiri. Allir geta lagt eitthvað fram — sparað vitund, og þá verður tilganginum náð. Takið söfnunarmanninum VEL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.