Lögberg - 17.09.1942, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER, 1942
5
Guðshugmynd
frumstæðra þjóða
Hin almennu trúarbragða-
vísindi eru ung fræðigrein. Þau
eru bundin ákveðnum skilyrð-
um, sem ekki hafa verið fyrir
hendi fyr en á vorum tímum,
þau eru ein yngsta greinin á
meiði hinna svokölluðu “human-
istisku” vísinda, en þau hafa átt
sitt blómaskeið á síðustu tím-
um, meir en nokkuru sinni fyr.
En þótt trúarbragða-vísindin
séu tiltölulega ný á nálinni, þá
eiga þau samt sína sögu. Einnig
hér hafa kenningar staðið í dag
og fallið úr gildi á morgun,
sannleikur dagsins í gær orðið
að lygi í dag, o. s. frv. Og þessi
ungu vísindi hafa átt því vafa-
sama láni að fagna, að vera
tízkuvísindi, að minsta kosti í
flestum löndum, — þó því sé
naumast til að dreifa með ís-
land, en í nafni þeirra vísinda,
sem eru tízkuvísindi, er oft
ýmislegt, sem ekki á hald í veru-
leikanum sjálfum, og þeir ekki
alténd sparsamastir á fullyrð-
ingarnar, sem kveðja sér hljóðs
af eigin náð og köllun.
Á sviði frumstæðra trúar-
bragða hafa menn lítt komið sér
saman um viðhorf og úrlausnir
þeirra vandamála, sem þar hafa
vakist upp. Hvergi er torveld-
ara að komast að óvéfengjan-
legum niðurstöðum en einmitt
hér. Hugsunarháttur þeirra
þjóða, sem hér ræðir um — en
það eru hinar svokölluðu frum-
stæðu þjóðir—er, eins og vænta
má, ærið fjarlægur oss vestræn-
um mönnum, og það er ótrú-
legum erfiðleikum bundið, að
fáist við rannsóknir á lífsskoð-
un þeirra og trú, þannig að það
leiði til skilnings, því að til þess
þarf að setja sig í spor þeirra
til þeirrar hlítar, sem vart er a
færi fjöldans.
Við þetta bætist svo eitt at-
riði, sem ekki veldur síður örð-
ugleikum, sem sé það, að við
úrlausnir vísindanna á sviði
frumstæðra trúarbragða hafa
menn löngum viljað tengja svör
við ýmsum viðurhlutamestu
spurningum, sem hér liggja yfir-
leitt fyrir, þ. e. a. s. spurning-
unum um uppruna allra trúar-
bragða, eðli þeirra og þar með
sannleiksgildi.
Því verður ekki með rökum
neitað, að náin kynni af trúar-
brögðum mannkynsins opni sýn
til þess göfugasta, sem með
manninum býr. En slík kynni
gera betur. Því naUmast verð-
ur því neitað með skynsemi, að
trúarbrögðin opni sýn til ein-
hvers, sem liggur utan við
manninn og honum ofar. Trúar-
brögðin eru vitnisburður um
það, að hugboð mannsins og
skynjun nær út fyrir takmörk
hins áþreifanlega veruleika,
hann er borgari tveggja veralda,
vitund hans nær víðar en augun
sjá. En hinu verður heldur ekki
neitað, að villugjarnt er mann-
inum á þeim stigum, sem liggja
um svið trúarbragðanna. Því
til sönnunar nægir að benda á
viðurstyggilega hjátrú ýmsra
þjóða, töfrabrögð og blóðuga
skurðgoðadýrkun, siðspilta helgi-
siði og grimdarfult blót. Þannig
verður ranghverfan á hinum
æðstu tilfinningum, svo getur
umhverfst hin æðsta skynjun,
hin helgasta hvök Þannig bei
trúbragéasagan vitni um mann-
lega niðurlægingu, en þó hika
eg ekki við að fullyrða, að hún
sé fyrst og fremst voldugur
vitnisburður um tign mannsins,
því hún er sagan um það, hvern-
ig maðurinn hætti að verða
moldskriðult duftsins barn, sag-
an um það, hvernig fetum hans
hefir verið beint til himins.
Nathan Söderblom, sem var
brautryðjandi í þessum vísind-
um, dó með þessi orð á vörun-
um: “Eg veit, að Guð lifir.
Trúarbragðasagan sannar það.”
Hvaðan er hún komin þessi til-
finning, þessi trú á Guð? Er
hún hugarburður? Hefir þetta
vanmátta barn þessarar um-
komulausu plánetu, maðurinn,
skapað sér þessa trú, til þess að
flýja myrkur og gátur þeirrar
tilveru, sem umlykur hann?
Ýmsir telja sig mega fullyrða
að svo sé. Og margir telja sig
geta svarað þessari spurningu,
ef komist verði að því með
sannindum, hvort þessi trú hafi
fylgt mannkyninu frá upphafi
eða ekki. Og á síðari tímum
hafa margir, ef til vill flestir,
talið sig geta fullyrt, að svo hati
ekki verið. Hér á Vesturlönd-
um hefir, eins og kunnugt er,
ríkt sá skilningur á sögu mann-
kynsins, að þar hafi átt sér stað
þróun frá hinu lægra til hins
hærra, mismunandi ört, en þó
jafnt og þétt, unz hér var komið,
sem nú stöndum vér. Ekki skal
því neitað, að þetta sjónarmið
sé gott og blessað í sjálfu sér
og rétt í aðaldráttum. En þó
hefir einhliða fastheldni við
þetta sjónrmið oft sýnt sig að
takmarka til stórra muna mögu-
leikana til skilnings á mann-
legri sögu, ekki sízt sögu trúar-
bragðanna, vegna þess, að það
gaf ekki þá möguleika til hlut-
lægrar athugunar, sem er líftaug
allra vísinda.
Vér skulum líta á þetta ofur-
lítið nánar. Þegar gefa skyldi
svar við spurningunni um frum-
stig trúarinnar á jörðu hér, þá
var aðferðin sú, að rekja sig
aftur á bak, frá einu stiginu til
annars, þrep af þrepi, unz ekki
varð lengra komist niður. Það
sem lægst var og óásjálegast í-
trúarhugmyndum og trúarvenj-
um samkvæmt vorum skilningi
hlaut, að því er menn töldu, um
leið að eiga skemstan þroska-
feril að baki, vera næst frum-
stiginu. Það kynni að virðast í
fljótu bragði, sem þetta ætti að
liggja í augum uppi og leysa
sig næstum sjálft. En gallinn
við þessa aðferð, sá sem gerði
hana í raun og veru óhæfa til
þess að leysa það verkefni af
hendi, sem hún sjálf setti sér,
var sá, hvað það hlaut að verða
háð persónulegum smekk og
skilningi hinna einstöku fræði-
manna, hvað álitið var hærra
eða lægra. Og yfirleitt er ekki
líklegt, að skilningur fáist á
þróun mannsins, hvorki á einu
sviði né öðru, ef lagt er á þró-
unina mæti-sjónarmið einhvers
ákveðins tíma. En með þessum
hætti hafa verið settar fram
fræðikenningar um frumstig
trúarbragðanna, hverra tala er
legio.
Nú eru menn að komast á þá
skoðun meir og meir, að öðrum
aðferðum en þeim, sem nú var
lýst, verði að beita, ef skilning-
ur á að fást á mannlegri sögu.
í trúbragðavísindunum er nú að
vaxa fram ný fræðiafstaða. Hún
hófst í Norður-Ameríku, en
en barst þaðan til Þýzkalands
og Austurríkis og hefir átt þar
sína aðalforvígismenn, Graebner
í Heidelberg og Wilhelm
Schmidt 1 Wien. Þessir menn
eru forgöngumenn ákveðins
skilnings eða stefnu, sem er
nefnd Menningarsögulegi skól-
inn, og hvað sem að niðurstöð-
unum líður, þá hafa áhangend-
ur þessarar fræðistefnu áunmð
sér almenna viðurkenningu fyr-
ir fræðilega alvöru.
Nú kynni að þykja fróðlegt
að vita, hverju þessi nýja fræði-
stefna heldur fram um aldur
guðstrúarinnar á jörðu hér.
Lærðasti áhangandi Menningar-
sögulega skólans, próf. Wilhelm
Schmidt, hefir frá upphafi sett
sér það takmark að rannsaka
guðshugmynd frumstæðra þjóða,
m. ö. o. að leita eftir því, hvort
ástæða sé til að ætla, að maður-
inn hafi frá upphafi haft vitund
um Guð, trúað á Guð. 1 aðal-
riti sínu, sem heitir “Uppruni
guðshugmyndarinnar,” — en af
því eru komin út 6 fyrirferðar-
mikil bindi og von á meiru —
dregur hann saman og leggur
fram alt að því ótakmarkað efni
úr trúarbrögðum frumstæðra
þjóða.
Það var nú ætlun mín að segja
dálítið frá þeim niðurstöðum,
sem próf. Schmidt telur sig vera
kominn að, eftir margra ára
rannsóknir, í síðasta bindinu af
umræddu verki.
En áður en eg sný mér að
þessu aðalefni máls míns, vildi
eg mega drepa á þá fræðilegu
aðferð, að nefnist Menningar-
sögulegi skólinn. Hún gengur í
sem styztu máli út á það, að
komast að því, hvað sé eldra
eða yngra í menningu og lífs-
skoðun þjóðanna, án tillits til
“subjectivra” hugmynda um
það, hvað sé æðra eða lægra
samkvæmt tímabundnum eða
persónulegum smekk og skiln-
ingi, heldur með sögulegum
rannsóknum á þjóðunum sjálf-
um, á menningu þeirra, atvinnu-
og félagsháttum, sögnum o. þ.
u. 1., svo og á því, hvernig menn-
ing hefir fluzt til frá einni þjóð
til annarar. Hvað sem framtíð-
in kann að segja um niðurstöð-
ur þessarar fræðiaðferðar í ein-
stökum atriðum, þá er það þó
þegar ljóst orðið, að hún hefir
sýnt sig frjóa til skilnings á
ýmsu, sem áður var ekki veitt
athygli eða bersýnilega rang-
túlkað. Svo er t. d. um það,
sem hér var hugmyndin að
ræða um, guðshugmynd frum-
stæðra þjóða. Kenningin hefir
löngum verið sú, að hugmyndin
um guði væri síðar til komin,
ávöxtur langrar þróunar, og
hugmyndip um einn Guð, ein-
gyðistrúin, væri þá fyrst mögu-
leg, þegar maðurinn væri búinn
að ná alhliða þroska. Nú verð-
ur ekki betur séð en að ein-
strengisleg fastheldni fræði-
manna við þennan sklining,
þessa kenningu, hafi hreint og
beint gert þá blinda á eitt stór-
kostlega merkilegt atriði í trú-
arbrögðum fjölmargra frum-
stæðra þjóða, það atriði, að þær
trúa á Guð, já, méira að segja
einn Guð.
Nú liggur næst fyrir að svara
þeirri spurningu, hverjar og
hvílíkar þær þjóðin eru, sem
myndu geta talist frumstæðar
og standa næst frummenning-
unni. Það eru ýmsar þjóðir og
þjóðarbrot, sem hafa einangrast
inni í eyðimörkum, frumskóg-
um eða á eyjum úti og þar af
leiðandi orðið til þess að varð-
veita ævafornt stig 1 menningu
og lífsskoðun. Þessar þjóðir
eiga allar sammerkt í því, hvað
atvinnuhætti snertir, að þær
eru á söfnunarstiginu, þ. e. a. s.
þeir taka beint úr náttúrunni
það, sem hún réttir þeim og
framleiðir af sjálfri sér og þeir
þurfa til viðurværis. Þeir
stunda m. ö. o. hvorki kvikfjár-
rækt né jarðrækt, konan tínir
jurtir, ávexti og rætur, en mað-
urinn veiðir dýr og fiska. Þeir
safna ekki til næsta dags, nema
þar sem náttúruskilyrðin neyða
þá til E. t. v. skýrir þetta að
nokkuru hina máttugu tilfinn-
ingu þessara manna fyrir því,
að þeir séu háðir skapara og
eiganda riáttúrunnar, því undir
honum er öll þeirra tilvera kom-
in og hver dagurinn hlýtur að
endurnýja meðvitundina um
þetta.
(Framhald)
Landsbanki islands
(Framhald)
VERZLUN OG SAMGÖNGUR
Verzlunarvelta óx mjög mikið
á síðasta ári. Orsakirnar voru
stórauknar tekjur hjá almenn-
ingi ásamt mikilli eftirspurn, og
kaup af hálfu setuliðsmanna,
sem einkum kvað að í vefnaðar-
vöru. Fjöldi nýrra verzlunar-
fyrirtækja, er sett voru á stofn
á árinu, sérstaklega í Reykjavík,
ber vott um þá miklu útþenslu,
er átti sér stað á þessu sviði.
Voru í Reykjavík gefin út 76
smásöluleyfi, 51 stórsöluleyfi og
6 umboðssöluleyfi. Engar skýrsl-
ur liggja fyrir um starfsemi
þessara nýju fyrirtækja, en ó-
hætt er að ganga út frá, að þau
byggi að verulegu leyti á við-
skiftum með innfluttar vörur.
Undanfarin ár hefir verið tak-
markaður innflutningur á vefn-
aðarvöru og ýmsu öðru, sem
ekki hefir verið talið til nauð-
synja. Innlendur iðnaður tók
upp framleiðslu á sumum aí
þessum vörum, en aðrar voru
yfirleitt ekki fáanlegar í búðum.
Á síðasta ári varð mikil breyting
á þessu, þar eð gjaldeyrisaðstað-
an gagnvart Bretlandi var orðin
gerbreytt og innflutningur það-
an yfirleitt ekki takmarkaður.
Flutt var inn vefnaðarvara
margfalt á við það, sem áður
hefir verið, og einnig var mjög
mikill innflutningur frá Bret-
landi af margs konar vörum,
sem lítil eða engin verzlun hefir
verið með undanfarin ár. Verzl-
unarvelta í korn- og nýlendu-
vörum var lík og áður. Sama er
að segja um fiskafurðir og land-
búnaðarvörur. Nokkur skortur
var á smjöri, osti og eggjum og
leiddi það til þess, að tiltölulega
mikið af viðskiftunum fór fram
utan við sölubúðirnar. Mjólkur-
samsalan í Reykjavík seldi á
árinu 6,830 þús. lítra af mjólk,
281 þús. lítra af rjóma, 328
þús. kg. af skyri og 102 þús. kg.
af smjöri. Sala á mjólk beint
frá búunum til neytenda í
Reykjavík er áætluð að hafa
numið á árinu 965 þús. lítrum.
Mjólkursamsalan hefir ein með
höndum sölu á rjóma og skyri í
Reykjavík, en smjörsala hennar
er aðeins hluti af heildarsölunni
Innanlandssalan á kindakjöti,
að meðtöldu því, sem selt var
setuliðunum og erlendum skip-
um, nam á árinu 5,100 tonnum.
Árin 1934—1939 var salan 2,400
—3,000 tonn, nokkuð breytileg
frá ári til árs en þó heldur
hækkandi. Verzlun með inn-
lendar iðnaðarvörur jókst nokk-
uð á árinu. — Innflutningur á
kornvörum og sykri var, eins og
verið hafði frá haustinu 1939,
áfram í höndum Innflytjenda-
sambandsins og Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga.
Á árinu höfðu 5 aðilar, 4 inn-
lendir og eitt brezkt félag, skip
í almennum siglingum milli ís-
lands og útlanda. Voru ferðir
hingað 108, þar af 68 frá Eim-
skipafélagi Islands og 29 frá
brezku félagi, er voru allar frá
Bretlandi. Alls voru 53 ferðir
frá Bretlandi, 54 frá Ameríku
og 1 frá Portúgal. Að auk voru
eins og venjulega olíuskip og
skip, er fluttu frá Bretlandi
farma af þungavöru, salti, kol-
um og cementi. Af ferðum Eim-
skipafélagsins voru 31 með
leiguskipum, aðallega erlendum,
18 frá Ameríku og 13 frá Bret-
landi. Eitt skip Eimskipafélags-
ins var enn teppt í Danmörku
af ófriðarástæðum. Vöruflutn-
ingaskipið Snæfell, sem var í
Noregi þegar það land var her-
numið, var á árinu selt í Sví-
þjóð, og vöruflutningaskipið
Hekla fórst á leið til Ameríku.
Hafa þannig 2 af 4 stóru vöru-
flutningaskipum landsmanna
tapast á árinu. Eimskipafélag
íslands varð á árinu eigandi að
flutningaskipinu Eddu. — Flutn-
ingar frá Bretlandi gengu greið-
lega. Talsvert var um flutn-
inga fynr brezka setuliðið. Skip
hins brezka félags fluttu
stykkjavöru hingað og ísfisk í
bakaleiðum. Flutningar frá
Ameríku gengu erfiðlega vegna
skorts á skipakosti. Hlóðust
með köflum vörur uþp vestra,
sem biðu eftir flutningi. Gekk
erfiðlega að fá skip á leigu til
flutninganna. Nýting á þeim
skipakosti, sem fyrir hendi var,
var mjög slæm. Tóku siglingar
mikinn tíma, en sérstaklega
töfðust skipin vegna plássleysis
í Reykjavíkurhöfn. — Eimskipa-
félag íslands hækkaði í apríl
flutningsgjöld í Englandssigl-
ingum úr 200% í 300% af fyrir-
stríðsvöxtum, en í ágúst var
þessi hækkun feld niður. 1.
desember voru farmgjöld í
Ameríkusiglingum sett upp um
25% og var þar með hækkunin
á gegnumgangandi fyrirstríðs-
taxta orðin 95%. Undanþegin
þessari hækkun voru skömtun-
arvörur og smjörlíkisolíur.
Strandferðaskip Skipaútgerð-
ar ríkisins fóru 43 áætlunar-
strandferðir (þar af 4 hring-
ferðir) og Eimskpiafélagsins 19
(þar af 1 hringferð). Voru tals-
verðir örðugleikar á að full-
nægja flutningaþörfinni. Þurfti
að umhlaða í Reykjavík mikið
af þeim vörum, sem komu frá
útlöndum og áttu að fara út á
land.
Hinar 2 flugvélar Flugfélags-
ins flugu um 175,000 km. og
fluttu tæplega 1100 farþega. Dró
það mjög úr flugi, að önnur
flugvélin skemdist og var frá
flugi 8 mánuði ársins.
Góður vinur Jóns
Sigurðssonar félagsins
Hr. Jóhannes S. Thorarensen
var 70 ára 7. ágúst s.l., og má
óhætt fullyrða að honum líður
vel á íslandi. Hann er Vestur-
íslendingur, búsettur heima; á
öllum bréfum hans má lesa
hvað ant honum er enn um
Canada, sólríka, víðáttumikla
og frjálsa landið okkar.
Þessi góði vinur hefir rétt
Jóns Sigurðssonar félaginu, I.O.
D.E., hjálparhönd yfir hafið. —
Hann hefir haft sölu á Minning-
arriti Islenzkra Hermanna, sem
félagið gaf út eftir stríðið mikla.
Okkur langar því til að votta
þessum vini okkar beztu þakkir
fyrir þessa ágætu hjálp og eins
að gleðjast með honum hvað
hann ber árin vel, og óska að
vinátta og viðskifti okkar megi
endast sem lengst.
Fyrir hönd Jóns Sigurðssonar
félagsins, m
Guðrún Skapiason.
Borgið Lögberg
Eining
Hvaðan komstu æsta alda? —
Undra þunga löðurs falda,
fellir þú að fótum mér.
Hvað er það, í þínu æði,
í þínu stuðla ríka kvæði
sem mér hulda sögu ber?
Ógnun býr í anda þínum,
ekki berst að huga mínum,
gegnum þína þungu raust.
Hvaða þörf er þér að geysa
og þennan bræði fald að reisa,
sem brotnar hér við bergið traust?
Þú hefir æfi enda fundið,
af sér bjargið fær þér hrundið,
í brotum, út í ólgu sjó.
Hrynjandi í huga npínum,
heyri eg svar frá anda þínum
er hafið aftur að sér dró:
“Eg er fædd í blíða blænum,
er bar mér morgun stund á sænum,—
lygnu draum mér dagur bar.
Vermdi sólin vangann smáa,
vonir fyltu hvolfið bláa,
fjærri skruggu skýið var.”
“Hér er fremur fáu að lýsa,
fljótt eg lærði, ung, að rísa
og lyfta froðu faldi hátt.
Enginn skyldi afl mitt binda,
æstist því við sterka vinda
sem efldu þar minn eiginn mátt.”
V T \
“Þá eg lærði’ að elska aflið,
aflið, sem að leikur taflið,
lífs og eðlis andardrátt.
Lögmál eitt fær enginn tafið,
aftur skila eg mér í hafið,
þó að risið hafi eg hátt.”
“Þú ert sjálfur aðeins alda,
upp er reist til þinna valda,
við aflið, sem að í þér svaf.
Tilgangur um æfi alla,
aðeins var, að rísa og falla
í tilverunnar huldu haf!”
Hvaðan komstu æsta alda,
upp sem reisir löðurs falda,
sannleikann að sýna mér?
Samkynt ljóð úr sálu minni
seyddir þú, með ólgu þinni, —
eðli þitt minn andi ber.
Pálmi.
\
*7Ue SeaAxut Oi Ö+t!
TpVERY pound of scrap iron you
hunt up will put another spike
in the Axis guns.
T. EATON CO. LIMITED
and
HUDSON'S BAY COMPANY
have placed bins on their parking
lots to assist the drive for Salvage,
so if there isn’t a local salvage committee near you, put
any salvage material on hand into your car or truck the
next trip you make to the-city.
“Every Little Bit Helps”
This space donated by
^bnewsuyi
M D 79