Lögberg - 17.09.1942, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER, 1942
Þegar eyðtnörkin blómgast
11. KAPlTULI
Næsta augnablikið gat Pauline ekki ann-
að gert en stara orðlaus af undrun upp til
hans og yfirkomin af alveg óttalegri unaðs-
kend.
Auðvitað gat þetta í sannleika ekki verið
alvara hans — að hann hefði í raun og veru
stofnað til heimboðsins hennar vegna, og ef
hún yrði þar ekki —
Þau stóðu þarna mjög nálægt hvort öðru;
hann þyfti ekkert annað en rétta út hönd tii
þess að fá snert hana; draga hana að sér og
horfa á unaðslegan roðabjarmann breiðast um
kinnar henni eða hverfa. Abdel fann glögt,
að öll hans eðlishvöt heimtaði að hann vefði
hana örmum og þrýsti kossi á hinar ögn opnu
varir henni, til að ná þannig því örláta svari
sem hann nú alt í einu vissi að hún gæti veitt
honum.
Með skyndilegu handbragði dró hann gulls
vindlingaveski upp úr vasa sínum, opnaði það
og hélt því að henni.
“Fáið yður vindling, ef yður þóknast —
nú, þegar þetta er afráðið.”
Pauline hristi höfuðið og átti bágt með
að ná haldi á orðunum, er hún sagði. “Sir
Abdel, ef þér í raun og veru ætlið að aftur-
kalla heimboðið vegna þess eg geti ekki verið
þar, vildi eg að þér gerðið það ekki. Þér
skiljið—”
“Sagði eg ‘afturkalla’?” spurði hann. “Orð-
ið, sem eg hefði átt að viðhafa, var ‘fresta.’
Þegar þér getið komið, þá stendur heimboðið.”
“En eg fæ vissulega ekki skilið hvers
vegna —” hún þagnaði og beit á vörina.
“Nú, samkvæmið fer ekki fram án yðar,”
sagði hann stillilega. “Þér skiljið það kannske
ekki. Einhvern tíma læt eg yður skilja það —
en ekki núna. Verið ekki svona vandræðaleg
á svipinn,” bætti hann við með glaðlegu
skyndibrosi, sem honum var svo eiginlegt.
Henni til léttis kom Ibramin í þessu augna-
blikinu inn í stofuna með kaffið. Hún settist
aftur við borðið til að hella því í bollana.
Skemti hún sér við polo-leikinn? spurði
Abdel. Hvenær myndi henni þóknast að fara
þangað aftur?
Pauline hikaði, með þá sáru vitund í huga
sér að hún ekki gæti þegið , nein risnutilboð
hans fyr en hinu nýuppkveðna banni væri af
létt.
Og sárt feimniskast kom nú að henni.
Bara hún gæti skýrt honum frá því hvernig á
stæði fyrir sér, en um það var ekki að tala.
Hún gat ómögulega fengið sig til að hafa orð
á því, að hún hefði ekkert minst á ferðalag
þeirra þá um morguninn, en tengdafrænkan
hefði þó frétt um það og væri bálreið út af
því.
“Þetta er — mjög hugulsamt af yður,”
stamaði hún feimnislega, “en eg veit varla
hvernig tíma mínum verður hagað, vegna þess,
skiljið þér, að frænka — föðurbróðir minn, á
eg við — þarf á hjálp minni að halda, og —
hann hefir svo hræðilega mikið verk fyrir
hendi.
“Eg skil það,” svaraði hann stillilega og
kinkaði kolli. “En þér munuð ekki eyða
öllum framtíðarstundum yðar í að vélrita bók-
ina prófessorsins.” Og það rann nú alt í einu
upp fyrir honum, að einhver stérstök ástæða
væri að baki alls þessa. Hví var Pauline
‘ svona vandræðaleg á svipinn? Á næstu mín-
útunni fékk hann sönnun fyrir því, að grun-
semd hans hefði við nokkuð að styðjast.
Gegnum opinn gluggann barst hljómur af
bifreið, ^r nálgaðist húsið; þá samstundis hlát-
ursskrækur frá Cherrry og málrómur Mrs.
Barretts.
“Ó!” stamaði Pauline í hræðslutón. “Þau
eru komin aftur, og þau —”
Abdel sá að kinnar hennar fölnuðu og að
hún brá ögn við — eins og hún ætlaði að þjóta
á fætur og forða sér. Og Pauline hefði viljað
gefa mikið til að geta gert einmitt það. Henni
skildust mjög greinilega afleiðingar þess að
Gertrude tengdafrænkan hitti hana þarna eina
hjá Abdel, eftir það sem áður hafði skeð þá
um morguninn.
Og þá kom Mrs. Bassett inn í stofuna,
Cherry og pilturinn Bert Courtney rétt á eftir
henni, en prófessorinn rak lestina.
Er Abdel og Pauline stóðu bæði á fætur,'
hvarf brosið af andlitinu á Mrs. Bassett. En
hún náði sér jafnskjótt aftur, nálgaðist gest-
inn með góðlátum hefðarsvip og rétti honum
hönd sína.
“En sú óvænta ánægja, kæri Sir Abdel
minn!”
Hann laut yfir hönd hennar á sinn yndis-
lega hefðarhátt. “Eg staldraði hér við í þeirri
von að þér kæmið ef til vildi bráðlega heim,”
sagði hann frúnni, og bætti þá við: “Miss
Pauline var svo væn að sitja hér mér til skemt-
unar. En eg vildi endilega hitta yður og geta
látið í ljós vonbrigði mín út af því að Miss
Pauline geti ekki þegið heimboð mitt núna um
vikulokin.”
“Hvað er þetta?” Prófessorinn sneri sér
við skyndilega.
Abdel horfði brosandi til hans. “Mér
skilst að þér, vinur minn, séuð sekur um að
koma ruglingi á heimboðið mitt,” sagði hann.
“Eg?” hrópaði prófessorinn í undrandi
spurnartón.
“Nú-nú, Henry!” hxópaði konan hans.
“Vertu nú ekki svona utan við þig. Pauline
skýrði það auðvitað fyrir Sir Abdel hvernig á
stæði með bókina þína og hversu óumflýjan-
legt væri að hún hjálpaði þér við hana.”
“Það er yndisleg^ gert af henni að hjálpa
mér,” sagði Henry frændi. “Hún er dásamleg
við ritvélina,” sagði hann svo við Abdel, “og
getur reyndar hæglega lesið ljótu skriftina
mína. En eg skildi ekkert í því, að hún þyrfti
að vera heima núna um vikulokkn Hélt það
væri fastákveðið að hún færi í heimboðið
yðar.”
“Það ætlaði hún að gera,” sagði Abdel.
' “En mér skildist áðan að þér myndið nú þarfn-
ast aðstoðar hennar—”
“Já, Henry frændi,” greip Pauline fram
í. “Þú manst við komum okkur saman um
að eg lyki við vélritan hennar — og útgefend-
urnir eru orðnir órólegir út af henni.
“En sú fjarstæða! — Þeir þurfa ekki að
fá véiritað handrit bókarinnar fyr en í júní,
og eg skyldi ekkert undra mig á því þótt hún
yrði ekki gefin út fyr en að loknu stríðinu.
Auðvitað fer þú með Cherry litlu og tengda-
frænku þinni. Eg vil ekki hlusta á þessa
annríkis-f j arstæðu.”
I draumkendum huga aldna prófessorsins
var ekki hinn minsti grunur um það hve ó-
þyrmilega hann hefði stigið á þenna afsakana-
vef, en þó gat hann ekki varist þeirri hugsun,
að alt þetta væri eitthvað undarlegt, og hann
lagði svo handlegg um axlir Pauline og dró
hana með sér lengra fram á stofugólfið. “En
sú fjarstæða,” sagði hann aftur; “tilbreytingin
gerir þér gott, frænka mín góð. Láítu mig
ekki heyra neitt meira um þetta.”
Abdel stóð á fætur og flýtti sér að segja:
“Þetta er þá fastráðið — eg býst við ykkuv
öllum á föstudaginn. Skjólbygði fljótsbátur-
inn minn verður til staðar handa ykkur í
Luxor. Með leyfi ykkar sendi eg hingað eina
bifreiðina mína til að flytja ykkur fyrsta á-
fangann héðan um sólaruppkomuna — ef þér
getið þá verið reiðubúnar til að hefja förina.”
“Hve undur hugulsamur þér eruð.” Það
var hið eina, sem Gertrude frænka gat þetta
augnablikið fengið sig til að segja. Hún varð
að kannast við það með sjálfri sér, að fyrir
það sem hún í huganum nefndi heimskuflan
bónda síns, og af góðlátlegri viðurkenning og
samþykki Abdels á aðstæðunum, þá hefði verið
leikið á hana.
En þegar Abdel kvaddi, nokkrum mínútum
seinna, varð Pauline viss um það, að þrátt fyrir
kyrlátan alvörusvip á andlitinu væri augu hans,
þrungin dulinni kýmnis-glettni.
Prófessorinn fylgdi gestinum út að bif-
reiðinni og hinn ungi Courtney fór samtímis
einnig sína leið.
Pauline hefði fegin viljað geta sloppið
burtu upp í eigin svefnherbergi sitt, en jafnvel
þótt svo hefði staðið á, var hún ekki nógu mik-
ill heigull til þess og hélt því velli þarna
frammi fyrir Gertrude tengdafrænku.
“Jæja, Pauline —” Rödd Mrs. Bassetts
var nepjuköld. “Þér hefir tekist býsna vei að
íáðstafa þessu.”
“Eg hefi engu ráðstafað, Gertrude tengda-
f'-ænka.” svaraði Pauline stillilega. “Og — þú
mátt trúa því, að eg vildi miklu fremur ekki
íara.” Þetta sagði hún í einlægni; henni fanst
að öll ánægjuvonin um ferðina væri nú eyði-
lögð.
“Þetta er of hlægilegt,” svaraði Mrs. Bas-
sett. “Þú veizt að þetta yrði of augljóst, ef þú
færir nú ekki. Eg vil auðvitað ekki geta þess
til, að þið Sir Abdel hafið komið ykkur saman
um þetta, en það er mjög undarlegt, að hann
skyldi koma hingað þegar við vorum öll farin
að heiman.
Þetta gekk of langt. Pauline varð sót-
rauð í kinnum og augu hennar leiftruðu reiði-
lega. “Ef þú ætlar að segja nokkuð meira
þessu líkt, Gertrude frænka, þá afsegi eg að
fara,” hrópaði hún.
Mrs. Bassett áttaði sig á því, að hún hefði
gengið of langt í þetta sinn. En sú þreytandi
stúlka! Endalok alls þessa myndi verða þau,
að Sir Abdel yrði stórlega stygður og vísaði
þeim öllum á bug.
“Og hvaða afsökun heldur þú eg gæti fært
fram, eftir alla þessa rekistefnu út af litlu
efni, og svo er ætlast til að við leggjum á stað
sama sem í dögun á morgun?” spurði frúin
gr'emjulega.
“Mér er alveg sama hvaða afsökun þú
herð fram. Þú getur sagt að eg sé lasin, eða
hvað annað, sem þér þóknast.” Hvernig sem
Pauline reyndi að aftra því, fyltust augu henn-
ar tárum. En þegar hún sneri sér undan þaut
Cherry til hennar og vafði hana örmum.
“Láttu þetta ekki á þig fá, elsku Pauline,”
sagði yngri stúlkan í blíðum bænarrómi.
‘ Mamma er bara að gera veður út af engu —
og við gleymum þessu og skemtum okkur öll
vel. Hún heldur það ekki í raun og veru, að
þú hafir beðið Sir Abdel að koma hingað núna
eftir miðjan daginn, — er ekki svo, mamma?”
Nú gafst Mrs. Bassett tækifæri til að
smokra sér út úr óþægilegri aðstöðu. Og hún
mælti í mildara rómi: “Þú mátt trúa því,
Pauline, að mér er ant um það sjálfrar þín
vegna, að þú ekki valdir nokkru umtali Og svo
skulum við nú, eins og Cherry mjög skynsam-
lega bendir á, gleyma öllu óánægjuefni og
hugsa um að búa okkur undir að njóta ánægju-
stundanna, sem við eigum í vændum. Eg er
viss um það, Pauline mín góð, að þú framvegi:
sýnir mér fulla tiltrú. Kystu mig nú, og vertu
ekki lengur neitt flónskubarn.”
Pauline hlýddi auðmjúklega fyrra boðinu,
og þar sem Gertrude tengdafrænka hafði nú
svo lipurlega hepnast að breyta um afstöðu
sína, var hún meira en reiðubúin til að láta
bera á göfgislund sinni.
Það sem eftir var kvöldsins hafði Pauline
mörgum önnum að sinna. Cherry fór glöð í
lund á dansleik og lét frænku sína eina hafa
fyrir því að undirbúa ferðalagið næsta morgun.
Hún var komin heim aftur og háttuð áður en
Pauline tók seinustu nálsporin í einhverju,
er hún var að lagfæra fyrir Gertrude tengda-
frænku. Þar eð hún átti þá eftir að búa sjálfa
sig undir ferðalagið — er hún ekki hafði hirt
um að gera, eftir gærdags fyrirskipanina um
að hún skylði verða eftir heima, var kveðin
upp — varð kvöldið henni þeim mun örð-
ugra, og það var mjög þreytt stúlka. sem að
þessu loknu háttaði niður í rúm sitt.
En þótt þreytt væri náði hún ekki strax að
sofna, og var — meðan hún lá þar og starði
alopnum augum út í húmið — að telja sjálfri
sér trú um hve miklu fremur hún' vildi nú
ekki þurfa að fara í þetta vikuloka-heimboð,
en þó —
Hve kænlega hann hafði líka leikið út
háspilum sínum gegn brögðum tengdafrænk-
unnar Gertrude, án þess hún áttaði sig á því
hvað Væri að ske. En ef honum hefði nú mis-
hepnast leikurinn — myndi hann þá vissulega
hafa tilkynt þeim að ekkert gæti orðið af
heimboðinu, eða farið burtu og sent þeim svo
afsökunarbréf um að því yrði að fresta?
Pauline brosti ögn niður í koddann sinn.
Abdel Amin-Razam! Hann myndi ávalt sjá
ráð til þess að framkvæma það, sem hann
ætlaði sér, ef hann ekki teldi eftir sér alla
þessa fyrirhöfn vegna nærveru ungrar og ó-
þektrar stúlku, sem gests síns við þetta viku-
loka-heimboð á setri hans.
“Engin Pauline — Ekkert heimboð!”
Bergmálið af hinni yndislega hljómmjúku rödd
er þessum fáu orðum fylgdi, virtist enduróma
í eyra henni.
En hvers vegna —
“Einhvern tíma læt eg yður skiljast það—
en ekki núna!”
Einhvern tíma —
Hún sofnaði að lokum undrandi um —
“Hvenær?”
Ferðin upp eftir Nílfljótinu var ógleyman-
leg. Sólarljósið stafaði sem fljótandi gullsglit
niður á þakiskýldar þiljur fljótsferðabáts
Abdels — báts, sem helzt líktist smákastala á
floti.
Mrs. Bassett lét mest bera á undrun sinni
út af því, að landseturs-eigandinn skyldi ekki
bíða til að verða þeim samferða, og hvernig
hann gæti svo verið kominn þangað á undan
bátnum. Þau komust ekki eftir því fyr en
seinna, að hann hefði flogið þangað í einka-
Bugfari sínu, og farið í því frá Cairo seint
kvöldinu áður.
Hádegishressing var framreidd í dásam-
lega hirtum og gulli skreyttum borðsal niðri
í skipinu, og er Pauline kom aftur upp á þilj-
ur þess hjúfraði hún sig á mjúkum, grænum
sessum upp að baki stórs tágastóls og horfði
eins og í draumi á skrúði þakta fljótsbakkana,
er fram hjá liðu.
Akurlendisgróðurinn algrænn vaggaði sér
sem til vegsemdar voldugri geisladýrð vorsól-
arinnar; hinir silfur-blikandi sykurreyrs-
gróðrarblettir brostu við auga um víða velli
og gegnt hinum sí-kvikandi blámatjöldum
himinsins há teygði sig hin fríða döðlupálma-
björk með sinni töfrandi laufaskrúðskrónu á
kolli og vaggaði sér tignarleg í hægum árdags-
blænum hvarvetna fyrir auga ferðafólksins.
Þegar báturinn að lokum nam staðar við
einkalending landsetursins, beið bifreið þar
eftir gestunum. Er Cherry kom auga á há-
vaxinn mann hvítklæddan standandi hjá bif-
reiðinni, fór hjarta hennar að herða slög sín,
jafnvel þótt geislar sólarinnar stöfuðu í augu
henni svo hún gæti ekki séð hver það væri er
þarna biði þeirra.
Þegar svo maðurinn í fylgd með konu al-
skrýddri dásamlega gerðum nýmóðins hvítum
klæðnaði, færði sig nær lendingunni, fór von-
brígðahrollur um hana, er hún kannaðist þar
við John Bellingham.
“Eg er staðgöngumaður heimboðsvinarins
okkar,” tilkynti John í sínum viðfeldna lát-
leysisrómi, er hann heilsaði Mrs. Bassett með
Ljóðagull
Bjarni Thorarensen—
KVÆÐI TIL SIGRÚNAR
Skrafar þú, mín Sigrún,
að skrifir þú illa,
og forláts biður, að brautir
bleks ei sér hrósi á pappír.
Nær bað rós þá risti
rún, af vindi skekin,
nauðug á sjávarsandi,
sér að fyrirgefa?
Þó blaðaför ei færi
svo föst rás á strykum
sem járnkarls stryk af sterkum
stirðhöndum jötna,
bágara’ er broddi fjaðrar
með blómtöngum stýra,
en með harðhnúum karla
hreifa vængstilkinn breyzka.
KYSSTU MIG
Kysstu mig, hin mjúka mær,
þú ert sjúk,
kysstu mig, hin mjúka mær,
því þú deyr.
Glaður drekk eg dauða
:|: úr rós :|:
á vörum þín,
því skálin er svo skær.
KARLAGROBB
Ungur þótti eg með söng
yndi vekja’ í sveina glaumi,
en öllum nú finnst æfin löng
þá í þeir heyra :|: drynja gömlum raumi. :|:
Ungir syngja ýtar ný
óðarlög með flugi og köfum,
en höldi glymja öldnum í
eintóm hljóð úr :|: forfeðranna gröfum. :|:
Ungur syng þú, mest sem mátt,
meðan hljóðin fagurt gjalla;
brátt því hætta’ í elli átt,
áður en lýðir :|: söng þinn náhljóð kalla. :|
LANGLOKA
Leit eg í lundinum
ljúfasta’ af sprundunum;
bar sú af rósunum
blíðust af drósunum;
hvarma frá ljósunum
hreinasti .ástloginn ljúflega skein.
Á engri af kvinnunum
eg sá á kinnunum
roðann svo glansandi,
sem gljáðu dansandi,
morgunský kransandi
döglings und daggrósum
á sólfáðum álfsvein.
Hún mun mér ein
í minni hrein;
tíðin mun sein
að mýkja það mein,
sem mér gegn um merg og bein
margstungið af ástarflein,
er sætri flaug frá augum
á silkirein.
V í S A
sem Bjarni orti, er illa lá á honum
með sjó fram.
og hann ge kk
Sker hefur skrapið í firði,
skrapir heims um aldur,
en þess bringa brýtur
boða nú sem áður.
Minnkun er manni’ að vera
minni kletti dauðum,
og brjóst sitt bilast láta
af boðum mótlætis.
handabandi og Nancy fagnaði stúlkunum-
“Hann kom heim aftur, og hafði okkur með
sér, rétt um aftureldinguna, og virðist hafa
átt í mjög miklu annríki altaf síðan. Hann
stóð við símann þegar við fórum á stað hing-
að.” Hann sneri sér við brosandi til Cherry.
og væri í viðurkenningarbrosi hennar nú ekki
venjulegt unaðsfjör þess, má vera að sólar-
liósið hafi stafað honum einnig í augum, svo
hann fengi ekki tekið eftir því. Það sem
hann þó sá var að þessi fagra, unga stúlka,
er við hlið honum gekk, væri nú unaðslegri
en nokkru sinni fyr, og hann kreisti aftur var-
irnar til að hefta stunu er skyndilega leið upp
frá brjósti hans. Þrjátíu og fjögra ára karl-
maður var enn ungur, en bilið milli þrjátíu og
fjögra og átján, gat stundum verið eins vítt og
veröldin sjálf — þeirri tilfinning skaut nu
með óþægilegum sársauka skyndilega upp 1
huga honum.