Lögberg


Lögberg - 17.09.1942, Qupperneq 7

Lögberg - 17.09.1942, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. SEPTEMBER, 1942 7 Hugleiðingar “Ekkert er stöðugt nema ó- stöðugleikinn,” sagði hann Jón biskup Vídal,n, og sannast það vel á okkar öld, því það sem bezt þótti og bjargvænlegast um næstliðin aldamót, þykir nú óá- byggilegasti atvinnuvegur lands- ins; eg meina þar hveitiræktina. Markaður á canadisku hveiti hefir verið svo lágur síðastliðin 12 ár, að bændum dettur eigi í hug að sá hveiti lengur í akra sína, nema sambandsstjórnin á- byrgist þeim framleiðslukostnað á því, og mun enginn lá þeim það. En ætíð hefir stjórnin stór- skaðast á slíkri markaðsábyrgð, og næstliðið ár borgaði stjórnin bændum mikið fé fyrir að sá ekki hveiti í akra sína — $4.00 fyrir hverja ekru, sem hvíld var. Og þótti oss mörgum það bera vott um óskiljanlegan vís- dóm; en gjaldið var þegið með góðu. Fyrir aðeins 40 árum var maktin svo mikil á hveiti- bændum, að þeir álitu gripa- rækt og fiskiveiðar bara neyðar- kost, og ráðlögðu íslendingum. sem að heiman komu, að ná sér í landblett nálægt fiskivötnunum, það væri ekki heiglum hent að brjóta upp skóglönd til korn- ræktar, og létu margir landar sér það að kenningu verða, og sjá ekki eftir því. En nú er farin að verða eftir- spurn eftir engjalöndum, því þau eru mjög upptekin víða í Vestur-Canada, en griparæktin orðin svo arðsöm, að hún er vel þess virði að gefa henni gaum. Nú eru nálega 70 ár síðan Is- lendingar settust að við Winni- pegvatn og t fengu fullkominn rétt til að nema landið umhverf- is vatnið, en hafa ekki notað sér þann rétt, nema að mjög litlu leyti, því af strönd Winnipeg- vatns, sem er nær 600 mílur á lengd og breidd, er enn eigi numið meira en 100 mílur við suðvestur horn vatnsins. Þegar litið er yfir landsupp- drátt aíf Norður-Manitoba, er það alt markað sem óbygðir, og verður því mörgum að halda, að þar sé “Gap ginnunga, en gras hvergi.” En þetta er stór mis- skilningur, því nú hefi eg fengið að vita með góðum heimildum, að hér eru miklir grashagar, og engjalönd stór, meðfram hinum mörgu þverám, sem falla út í meginvatnið, og má þar finna hin fegurstu búlönd, sem bíða eftir landnemunum. Það kostar ekki mikla pen- inga og byrja nautarækt og sauðfjár, sauðfé fjölgar ótrúlega fljótt í nýlendum, ærnar verða tví og þrí-lembdar og gimbrarn- ar eiga lömb ársgamlar. Markaður á ull og sauðfé hefir allatíð verið góður síðan um næstliðin aldamót, að eg kom hingað, og hefir þó margt gengið á tréfótum á því tímabili, svo það getur varla versnað. Mörg eru hlunnindi í nýbygðum. Slíkt hefi eg reynt sjálfur. Grávörutekja talsverð, dýra- veiðar í skógum, og ekki sízt hin notasæla og arðsama fisk- veiði hér við Winnipegvatn árið um kring, og vona eg eftir gð sjá Islendinga ennþá nema stór landsvæði hér við Winnipeg- vatn, því nú þarf ekki lengur að óttast samgönguleysi, því flutningabátar stórir ganga eftir vatninu alt sumarið, og mótor- bátar alstaðar, en á vetrum dráttarvélar um alt vatn, sem flytja frosinn fisk til markaðs, og svo gandreiðarnar. Einn er kostur enn við kvikfjárrækt í nýbygðum, að' þar þarf eigi að borga háa sveitaskatta, sem gera mönnum mjög erfitt að komast í efni, því það þarf land- rými til griparæktar, og ekki hefir landstjórnin ennþá lagt nefskatt á naut eða sauðfé, en hætt er við hún heimti bráðum húðina af hverri skepnu, í her- kostnað og hirðmennina á víg- völl, og er þá vel komið voru máli. “Til ills fórum vér um góð héruð, ef vér skulum byggja útnes þetta,” sagði þræll Ingólfs Arnarsonar, er hann (Ingólfur) settist að í Reykjavík, því þar var mjög hróstrugt land og eld- brunnið; en þar er höfn góð og skipalægi hið bezta, sem var einkaskilyrði kaupstaðar í þá daga þegar alt var flutt að og frá þjóðunum á skipum. Og svo var hinn vitri landnámsmaður framsýnn, að velja sér bústað, að Reykjavík er að flestra dómi sjálfkjörinn höfuðstaður íslands. En veiðisæl er Reykjavík. Viðey og Engey liggja úti fyrir höfn- inni; þar eru æðarvörp mikil og selveiði fyrrum. Faxaflói fiskauðugur framundan og Elliðaárnar örstutt frá, fullar af laxi, sem Englendingar hafa skírt “Salomon” í höfuðið á hin- um vitra og skrautgjarna kon- ungi ísraelsmanna, því hann er líklega fagrasti, frískasti og sterkasti fiskur, sem ennþá syndir í sjó og vötnum, og al- staðar er hann sælgæti, bæoi ferskur, niðursoðinn og reyktu.r; og engin skemtun þykir nú betri, konungum og herramönnum en að veiða laxinn á stöng og öngul. Hvergi í heiminum er þó ann- ar eins urmull af laxi veiddur eins og við vesturströnd Norður Ameríku, því á einu ári var soðinn niður og seldur frá Alaska, Sockeye lax fyrir 2 mil- jónir dollara, ritar Vilhjálmur Stefánsson ( “Northern Life.” Svo er mikil auðlegð Ameríku. Svo þó Ingólfi Arnarsyni væri láð, að hann skyldi ganga fram- hjá frjósömum búlöndum og nema land í Reykjavík, munu flestir sjá nú að hann valdi vel og viturlega bústaðinn. Eg hefi líka heyrt menn lá Is- lendingum að þeir skyldu velja sér bústað við Winnipegvatn, en flestir munu nú sjá, að þeir völdu vel og skynsamlega, þvi þó mjög væri votlent, áður en landið var skorið fram, hefir það reynst íbúunum frjósamt og farsælt, og fiskivatnið stóra hin mesta féþúfa, enda munu íslendingar við Winnipegvatn allvel una sínum hlut. Winnipegvatn er afarstórt, nálægt 300 mílur á lengd, og alt að 70 mílur á breidd, inn í það renna mörg stórfljót, svo sem Hole River, Winnipeg River, Rauðaáin og Saskatchewan fljót- ið stóra. Fairford-áin dregur einnig alt vatn úr Manitoba- vatni og Winnipegosis-vatni í Winnipeg-vatn. En aðeins eitt fljót dregur vatn til sjávar úr Winnipeg-vatni, það er Nelson elfan, og má nærri geta að það er ekki smámóða, enda væri hún skipgeng alla leið til sævar, ef ekki væru tveir slæmir fossar í henni. Eg er ekki framsýnn maður, en þó finst mér auðsætt, að með- fram Winnipegvatni eigi eftir að rísa blómlegar bygðir og bæ- ir, sérstaklega við aflstöðina miklu “Grand Rapids”, og væri ekki úr vegi fyrir Islendinga að kasta akkerum einhverstaðar þar í nánd, því þeir eru nú farn- ir að þekkja manndóm sinn bet- ur en nokkru sinni áður hér í landi. Hér verður að líkindum breyt- ing til batnaðar á stjórnarfari í heiminum eftir þetta ógurlega stríð, svo markaður á afurðum þjóðanna verði dreginn úr hönd- um auðvaldsins, og neytendum gefinn kostur á nauðsynjum sín- um með sanngjörnu verði og framleiðendur fái framleðislu- kostnað af vöru sinni; það álít eg aðal skilyrði fyrir velmegun þjóðanna. Eg hefi oft áður bent á, að at- vinnuleysi þyrfti aldrei að þjá okkar þjóð, eins og sumar hinar þéttbygðu N orðurálf uþ j óðir, vegna málmnáma auðlegðar Norður Canada, sem ekki verð- ur uppnumin á þúsund árum. Ekki álít eg heldur nauðsyn- legt að breyta um gjaldeyri, en býst við að gullið verði nauð- synlegur gjaldmiðill eftir þetta stríð, eins og það var áður, sér- staklega í utanríkisviðskiftum, ekki sízt vegna þess, að þær þjóðirnar, sem mestar gullbyrgð- ir hafa nú, hljóta að vinna þetta stríð, því annars sekkur öll sið- menning í grænan sjó. En metramálið og lítra þarf að lögleiða í landi voru sem allra fyrst, eftir þetta voða stríð, því það gildir nú hjá 'flestum mentaþjóðum heimsins nema Englendingum, sem margt viljá hafa með miðaldabrag; en eg held að sá bragur fari ekki að blessast lengur hjá þeim. Tilgangur minn með þessum skrifum er einkum sá, að hvetja unga og duglega menn til að ná sér í góð búlönd við Winnipeg- vatn, áður en aðrar þjóðir þyrp- ast inn, eftir stríðið. Ætíð þegar búfé hækkar í verði, eykst eftirspurn að engja- löndum, og grashögum, einkum meðfram vötnum og elfum, því nú má með góðum verkfærum setja upp hey mikið ódýrara en áður fyrri, svo griparækt er arð- söm, ef markaður er í lagi. Alstaðar við Winnipegvatn er nógur skógur til skjóls og bygg- inga, sem ekki er lítið hnoss, og eg held þau landnemalög séu enn í gildi, að hver landnemi hafi rétt til að fá frítt, að taka 20 þúsund ferhyrnings fet af borðvið úr almennings skógi (konungsmörk) og hver sögunar- myllu eigandi skyldugur til að saga hann með lágmarksverði. íTWvwvyyvwyvvvvvvvvvwvvyvvyyvyywvv' * \^ERZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar* XWAAWWAWWAAAAMAAAMAAAMAAAMAMAMAAAM/*' Lög þessi fylgdu sambands- stjórnarlöndunum í hendur Brackens 1930, og ættu ekki að hafa fúnað þar, á aðeins 12 ár- um, fyrst hann er fulltrúi bænda. Að endingu vil eg geta þess, að svo er mikið landrými kringum Winnipegvatn og í eyj- unum, að allir Islendingar hér gætu lifað þar, við nóg land- rými. Ritað í ágústmánuði 1942. S. Baldvinsson. Mr. MacVeagh sendi- herra, og störf hans á Islandi Þegar samningurinn var gerð- ur milli Bandaríkjastjórnar og íslenzku stjórnarinnar í fyrra sumar, var það eitt atriði samn- ingagerðarinnar að Bandaríkja- menn og íslendingar skiftust á diplomatiskum fulltrúum. Var þetta eitt af mikilvægum atrið- um samningsins fyrir okkur Is- lendinga, að Bandaríkjastjórn skyldi fallast á, að útnefna og senda hingað amerískan sendi- herra, en slíkt hafði aldrei áður komið til greina. Mr. MacVeagh, hinn fyrsti sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er nú sem kunnugt er farinn héðan. Var fyrir nokkru ákveðið að hann yrði sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku. Mr. MacVeagh og frú hans komu hingað í september í fyrra. Hafði hann áður um skeið verið sendiherra Banda- ríkjanna í Grikklandi. Var hann í Aþenu þegar Þjóðverjar lögðu undir sig Grikkland, en fór þaðan í júlí til Bandaríkj- anna. I Grikklandi ávann hann sér mikið álit og traust manna, enda hefir hann mjög mikla þekkingu á grískri menningu að fornu og nýju. Studdi hann og vann að fornleifarannsóknum í Grikklandi, meðan hann var þar í landi. Mr. MacVeagh er hámentað- ur maður. Hann lauk prófi í heimspeki við Harvard-háskóla árið 1913. Stundaði síðan fram- haldsnám í Frakklandi unz hann gekk í Bandaríkjaherinn í fyrri heimsstyrjöldinni. Var hann þar foringi í fótgönguliðinu. Síðar gerðist hann bókaútgeí- andi, unz hann gekk í þjónustu ríkisins sem sendiherra þjóðar sinnar. Hann er náinn vinur Roosevelts Bandaríkjaforseta frá æskuárum þeirra, og hefir sú vinátta haldist fram á þennan dag. Okkur íslendingum var mikill fengur að því, er Bandarikja- stjórn ákvað að útnefna hingað sendiherra. En sérstakur heið- ur og happ var það, að slíkur maður sem Mr. MacVeagh skyldi vera falin sú staða. Enginn dregur í • efa að ís- lenzka þjóðin er góðum gáfum gædd og ýmsum kostum prýdd. En hitt er heldur engum vafa undirorpið, að gallar okkar og skapbrestir leynast ekki, þeim sem náin kynni fá af þjóðar- högum okkar. Mat það, sem erlendir fulltrúa leggja á okkur fer því mikið eftir því á hvaða sjónarhól sá stendur er okkui virðir fyrir sér. Það ríður á miklu, ekki sízt nú á tímum, að við njótum sann- mælis hjá þeim mönnum, sem hingað eru sendir (il þess að kynna okkur öðrum þjóðum, að þeir einblíni ekki á misfellurnar, berji ekki í brestina, heldur líti með sanngirni og sögulegum skilningi á staðreyndir. Það hefir verið okkur mkiið happ og getur orðið okkur ómetanlegui stuðningur í framtíðinni, að þingað skyldi koma, sem fyrsti sendiherra Bandaríkjanna ann- ar eins landkynnir og Mr. Mac- Veagh, gagnvart því stórveldinu, sem íslendingar eru nú um flest og mest háðir. Þessi hámentaði gáfumaður er í senn óvenjulega virðulegui, aðlaðandi og elskulegur maður. Vakti hann ekki aðeins virðingu þeirra íslendinga, er honum kyntust persónulega, heldur varð öllum hlýtt til hans. Sjálfur átti hann greiðan að- gang að öllu því er helzt má fegra íslendinga. Hann mat mikils bókmentir okkar, sjálf- stæðisþrá og þrek, og dæmdi milt það, sem miður má fara í fari okkar. Var hann altaf boð- inn og búinn til aðstoðar í mál- efnum okkar og má rekja starf hans í mörgum greinum íslend- ingum til framdráttar og far- sældar. Þótt Islendingar samgleðjist Mr. MacVeagh er hann nú hefir verið kvaddur til enn þýðingar- meiri starfa í þágu fósturjarðar sinnar, hörmum við Islendingar sjálfra okkar vegna að hann skuli hafa horfið héðan. Þeir sem kyntust sendiherranum hér og hans ágætu frú munu af heil- um hug óska þeim allrar far- sældar í framtíðinni. —(Lesb. Mbl. 10. júlí 1942). 77/, ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SARÖENT TAXI PHONE 34555 - 34 557 SARGENT and AGNES TRLMÍP TA\I ST. JAMES Phone 61 111 Canada is co-operav^ rt to obtain niore xvool ,r breeding purposes u linion—os ivell as. the ho establish new flocks Greater wool production to meet military and civilian rcquircments is urgently needed. Canadian farmers now raising sheep are urged to increase their Aocks; those not raising sheep and in a position to do so are urged to cstablish new flocks. Canada needs more wool! Every useful ewe and every good ewe lamb should be retained for breeding purposes, or'sold to some other farmer who wishes to increase his flock.or establish a new flock. \ PLAN NOW FOR INCREASED WOOL PRODUCTION NEXT YEAR For information aiul applicalion for thc Loan of Ram and Free Freight on Etces For Itreeding, as teell asfor details of the Sheep Policies of your Provincial Government, conQult your nearest Provincial Agri- cultural Representative or Agronome, or your local represen tative of the Dominion Department of Agriculture. AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honourable James G. Gardiner, Minister

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.