Lögberg - 17.09.1942, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN i7. SEPTEMBER, 1942
Úr borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélag Fyrsta luterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
siendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
■f -f
Dr. Ingimundson verður í
Riverton þann 22. sept.
•f -f ♦
Hauslboð:
Kvenfélagið Eining á Lundar
efnir til síns árlega haustboðs
fyrir eldra fólk, sem verður
haldið sunnudaginn 27. septem-
ber. Eins og að undanförnu
verða boðsbréf send eldra fólk-
inu á því svæði, sem boðið nær
til, en það skal tekið fram, að
fylgdarfólki hinna eldri er boðið
að sitja boðið með því. Sam-
kvæmið hefst eins og venjulega
kl. 2 e. h. og til skemtunar verð-
ur söngur, ræðuhöld og fleira.
•f -f -f
Ullarábreiðu, sem kvenfélagið
Eining á Lundar lét draga um
nýlega, hlaut ungur drengur á
Lundar, Johnny Guttormsson.
Happanúmerið var 19.
•f -f -f
Gjafir lil Betel í ágúst 1942:
Vinkona, Winnipeg $2.00; Mrs.
Margrét Sigfússon, Oakview,
Man., $2.00; Islenzka kvenfélag-
ið í Glenboro, “Gefið í blóma-
sjóð félagsins í minningu um
ágæta félagssystur, Mrs. O. S.
Josephson, sem er nýlega dáin,
er það gefið til Betel með ósk
og samþykki ástvina og aðstand-
enda hinnar látnu,” $10.00;
Safnað af Kvenfél. Frelsis safn-
aðar í Argyle —Mrs. W. C.
Christopherson, $2.00; Jónas
Helgason, $3.00; Mr. og Mrs.
Chris. Helgason, $2.00; J. K. Sig-
urdson, $2.00; Mr. og Mrs. S. S.
Johnson, $2.00; Ásbjörn Stefáns-
son, $2.00; Mr. og Mrs. O. S.
Arason, $2.00; Mr. og Mrs. B. S.
JoKnson, $3.00; Mr. og Mrs.
Thori Goodman, $1.00; Jón
Goodman, $1.00; Mr. og Mrs.
Stefán Johnson, $3.00; Mr. og
Mrs. Steve Sigmar, $2.00; Fred
Sigmar, $1.00.
Kærar þakkir,
J. J- Swanson, féhirðir,
308 Avenue Bldg.,
Winnipeg.
-f -f -f
Þann 26. október n.k. heldur
St. Skuld tombóíu til arðs fyrir
sjúkrasjóðinn. Nánar auglýsl
síðar. — Skuldarfundur í kvöld.
-f -f -f
Mr. Bjarni Bjarnason frá
Jardley, Penn., kom til borgar-
innar á mánudagsmorguninn í
viku heimsókn til föður síns,
Mr. Sigurðar Bjarnasonar, 623
Simcoe Street; hann starfar fyr-
ir Ford bílafélagið, þá deild
þess, er annast um útflutning
Fordbíla til erlendra ríkja.
-f -f -f
Gefið í Námskeiðssjóð
Bandalags lúterskra kvenna:
Mrs. Halldóra Péturson, Bald-
ur, Man. $5.00; Kvenfél. Isafold,
Víðir, Man., $12.00.
Kærar þakkir,
H. D.
Haustmól:
“Haustmót” Fyrsta lúterska
safnaðar verður haldið undir
umsjón beggja kvenfélaganna á
þriðjudagskvöldið 22. september
í samkomusal kirkjunnar á
Victor St. Öllum meðlimum og
vinum safnaðarins gefst þar
kostur á að heilsast aftur eftir
sumarfríið. Einnig veitist þeim
sú ánægja að hlusta á tvo
söngvara sem ekki hafa áður
komið fram á okkar samkom-
um. Þau eru Miss Inga Thorn-
son og Mr. Morley Margolese,
sem mörgum er kunnur fyrir
útvarpssöng og þátttöku í Uni-
versity söngleikjum.
Samkoman hefst klukkan 8.15
með stuttri skemtiskrá, en að
henni lokinni fara fram veit-
ingar.
Vegna erfiðleika yfirstandandi
tíma er kvenfélögunum ekki
mögulegt að hafa samkomuna
algjörlega fría, eins og að und-
anförnu. Enginn inngangur
verður samt seldur, en frjálsra
samskota verður leitað.
♦ ♦
Leiðréíting:
1 öðru versinu, sem vitnað er
til úr kvæði mínu um Mikley í
síðasta tölublaði Lögbergs hefir
misprentast í fimtu ljóðlínu,
svo vertu hreina, . . . á að vera:
En veríu hrein, o. s. frv.. Þetta
eru lesendur blaðsins beðnir að
athuga. — M. Markússon.
Gaman og alvara
Mér er alveg ómögulegt að
trúa því, Úlli litli, að þú getir
ekki sagt mér hver útkoman er,
ef lagðir eru saman 3 og 3. Nú
skal eg hjálpa þér. Það er
köttur heima hjá þér, er ekki
svo?”
“Jú,” svaraði Úlli litli.
“Ef kisa eignast þrjá ketlinga
í ár og þrjá aftur næsta ár.
hvað verða það þá margir ketl-
ingar?”
Úlli litli þagði.
“Vitanlega sex,” sagði kenslu-
konan.
“Ó, nei,” sagði Úlli litli, “því
það er fressköttur, sem við eig-
um heima. ,
* * *
“Hvernig var færðin á heið-
inni, Ingi minn?”
“Og minstu ekki á það Guð-
mundur! Hvernig ætti hún svo
sem að vera í þessum fönnum
nema umbrot og kafhlaup.”
“Mætturðu nokkurum?”
“O-nei, engum, trúi eg, nema
honum Kela sáluga, sem varð
úti. Hann var að basla þarna
með sleðann sinn eins og hann
er vanur, auminginn.”
* * *
Frúin: Ósköp er að sjá þig,
maður! Þú ert bara svínfullur.”
Maðurinn: “Það er nú ekki
furða, væna mín — önnur eins
ósköp og eg hefi drukkið-”
Frúin: “Og þú skammast þín
ekkert?”
Maðurinn: “Þvert á móti
hjartað mitt! Eg er bara mont-
inn af því hver ósköp eg þoli.
Og það finst mér að þú ættir
að gera líka!”
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRAM YÐAR
NAZI KULTUR PASSED HERE
Þann 11. agúst síðastliðinn
lézt að heimili dóttur sinnar í
Riverton, sæmdarbóndinn Guð-
mundur Magnússon, er um langt
skeið bjó í Framnesbygðinni.
Guðmundur var um áttrætt
er dauða hans bar að; hann var
greindarmaður hinn mesti og
vinmargur. Eftirgreind börn
Guðmundar heitins biðja Lög-
berg að flytja þeim öllum, er
auðsýndu hinum látna hlýleik
hjartans, síðustu æfistundir
hans, og skreyttu kistu hans
blómum, innilegar hjartans
þakkir, Margaret Björnsson,
Inga Hólm og Mike Guðmunds-
son.
-♦>-♦-
RÁÐNINGAR VIÐ GÁTU
Finnboga Hjálmarssonar
í síðasta Lögbergi:
Fyrir mörgum árum heyrði eg
dæmið sem Finnbogi Hjálmars-
son getur um í Lögbergi og í
staðinn fyrir “alin kosta andir
tcær” var það haft “í alin legg
eg andir tvær.” — Ætli það
væri ekki nærri lagi að hafa
það 14 álftir, 1 önd og 15 titl-
inga. Fnjoskur.
* * *
14 álftir—28 álnir
15 titlingar—IV2 alin
1 önd—y2alin.
Th. Thordarson, Gimli.
* * *
Kæri hr. rttstj. Lögbergs:
Sem ráðning gátunnar í tölu-
blaðinu 10. september: Fjórtán
álftir, fimtán titlingar og ein
önd.
Með vinsemd,
Mrs. Jónína Olson.
♦ -♦- -♦
Hr. Skúli Sigurgeirsson, guð-
fræðanemi, flytur guðsþjónustur
í Piney á sunnudaginn þann 20.
september, kl. e. h. á íslenzku,
og kl. 8 e. h. á ensku.
iViessuboð
Fyrsta Lúierska kirkja,
Winnipeg
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur.
776 Victor S.t—Phone 29 017
feuðsþjónustur á hverjum
sunnudegi.
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15.
Allir æfinlega velkomnir.
♦ -♦--♦-
Sunnudaginn 20. sept. messar
séra H. Sigmar á Mountain kl.
11 f. h., í Eyford-kirkju kl. 2.30
e. h., og í Fjallakirkju kl. 8 að
kveldi. Messan í Fjallakirkju á
ensku. Hinar á íslenzku. Allir
velkomnir.
♦ ♦ -♦■
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 20. sept.—
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Ensk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
♦ ♦ -♦-
Gimli preslakall: •
Sunnudaginn 20. sept.—
Betel, kl. 9.30 árd.
Gimli kl. 2 síðd.
S. Ólaísson.
♦ ♦ ♦
Guðsþjónusta í Vancouver:
kl. 7.30, sunnudaginn 20. sept.
Prédikunin verður flutt á ensku
af séra Octavíusi Thorlaksson,
en guðsþjónustan að öðru leyti
á íslenzku undir umsjón séra
Rúnólfs Marteinssonar. Allir
velkomnir.
♦ ♦ ♦
Séra Guðmundur Árnason
rnessar á Oak Point næstkom-
andi sunnudag, þann 20. sept.
♦ ♦ ♦-
Vatnabygðir:
Sunudaginn 20. sept.—
Kristnes, kl. 11 f. h.—ensk
Foam Lake kl. 2.30 e.h.—ísl.
Leslie kl. 8 e. h.—ensk.
B. T. Sigurdson.
♦ ♦ ♦
Presiakall Norður Nýja íslands:
Sunnudaginn 20. sept.—
Árborg, ensk messa kl. 11 f.h.
Geysir, ferming og altaris-
ganga kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
Wartime Prices and
Trade Board
SPURNINGAR OG SVÖR
Spurt—Eg leigi herbergi og
fæ eina máltíð á dag þar sem eg
bý. Húsmóðirin ætlast til að séi
sé fengin skömtunarbókin mín
eins og hún er. Er þetta rétt?
Svar—Nei. ' 1 svona tilfellum
er miðað við 21 máltíð á viku.
Húsmóðir þín getur því ekki
beðið um meira en einn þriðja
part af þínum sðelum.
Spurt—Fyrir skömmu heyrði
eg getið um “sykurlausa” mat-
reiðslubók. Hvernig fæst hún
Svar—Bókin kostar 25 cent og
fæst með því að skrifa til Mrs.
D. G. Edmond, 403 Donalda
Block, Winnipeg.
Spurt—Eg sendi frá mér póst-
spjaldið úr skömtunarbókinni
minni en mér hefir síðan verið
sagt að það hefði eg ekki átt
að gera. Hvernig get eg leið-
rétt þetta?
Svar—Spjaldinu verður skilað
til þín aftur. Reyndu að benda
sem flestum á að spjöldunum
eigi að halda þangað til leið-
beiningar komi viðvíkjandi
þeim.
Spurt—Ef leiga er hækkuð á
móti lögum, og leigjandi neitar
að borga, er hægt að skipa hon-
um að flytja?
Svar — Nei. Leigjandi þarf
ekki að flytja undir svona kring-
umstæðum, en húsráðanda getur
verið stefnt fyrir lagabrot.
Spurt—Er sykur undanþeginn
hámarksverði vegna þess að
hann er skamtaður?
Svar—Nei. Hver kaupmaður
á að halda sér við það verð, er
hann seldi fyrir á hámarkstíma-
bilinu, 15. september - til 11.
október 1941. En vegna þess að
frágangur allur og verzlunar-
kostnaður er hinn sami hvort
mikið eða lítið er selt, hefir
verðið æfinlega verið tiltölulega
hærra á smærri pökkunum en
þeim stóru.
Spurningum á íslenzku svarað
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St., Winm-
Peg.
DÁNARFREGN:
Mrs. Guðrún Margrét Þor-
steinsdóttir Johnson, andaðist
að heimili Mr. og Mrs. Einar
Jónasson á Gimli, Man. 4. sept.
eftir stutta legu. — Hún var
fædd 17. ágúst 1860, ættuð og
uppalin í Húnavatnssýslu; bræð-
ur hennar voru Þorsteinn Lin-
dal, látinn fyrir mörgum árum í
Blaine, Wn., og Jón gestgjafi á
Gimli, einnig látinn. Guðrún
kom til Canada sumarið 1901,
fór hún til Mínerva-bygðar,
sunnan við Gimli og varð ráðs-
kona hjá Jósep Edvald Jónssyni,
bónda á Bergsstöðum; hafði
hann það vor mist konu sína
Svanlaugu Gunnarsdóttur frá
mörgum börnum þeirra, hið
elzta um 16 ára, en hin í fyrstu
bernsku. Guðrún og Jósep gift-
ust 21. jan. 1902. — Gekk Guð-
rún móðurlausum börnum hans
í móðurstað og fórnaði þeim og
heimilinu af kröftum sínum,
með kærleika og umönnun, eftii’
því, sem henni var frekast unt;
naut hún og kærleika og hlý-
hugar barna Jóseps fyrir um-
önnun og fórnfýsi, eb hún hafði
þeim í té látið. Eru börn Jóseps
heitins flest búsett í Gimli-um-
hverfi, dugandi fólk og vel lát-
ið. Guðrún og Jósep bjuggu
sem fyr er frá sagt að Bergs-
stöðum, en síðar að Framnesi,
í Víðinesbygð, en síðast að
Bergsstöðum á ný; — en þar
lézt Jósep, 10. sept. 1915. —
Eftir lát hans dvaldist Guðrún
lengst af á Gimli; hin síðustu
ár á heimili Jónassons hjónanna,
og naut þar góðrar og hag-
kvæmrar umönnunar. — Son
eignaðist hún á Islandi, Jó-
hannes Sigvaldason, bónda í
Víðir, Man.
Útför Guðrúnar fór fram frá
heimili Jónassons hjónanna
þann 8. sept. að stjúpbörnum
hennar og allmörgum kunningj-
um viðstöddum; var hún jarð-
sett í Gimli grafreit. Eftir út-
förina nutu viðstaddir veitinga
á heimili Jónassons’ hjónanna
undir umsjón Mrs. Margrétar
Albertsson, stjúpdóttur hinnar
látnu, og á heimili Mr. og Mrs.
Gunnar Johnson, stjúpsonar
hennar. — Sá er þetta ritar,
flutti kveðjumál.
S. Ólafsson.
Jón Gilbert Jonasson
Hann var fæddur í Winnipeg
23. sepíember 1917. Faðir hans
dó er hann var á barnsaldri, en
móðir hans, fædd Anna Mar-
grét Lyngholt, er nú gift í ann-
að sinn. Maður hennar er Aðal-
steinn Isfeld, 65 Crystal Avenue,
St. Vital. Jón Gilbert ólst upp
í Langruth til 14 ára aldurs, en
fluttist þá með móður sinni til
Winnipeg. Hann stundaði nám
við General Wolfe og Gordon
Bell skólana, og Jóns Bjarna-
sonar skóla þar sem hann tók
11. bekkjar próf. Tók hann því
næst að starfa við Birk Ding-
wall búðina, og stundaði þar
jafnframt verklegt nám. Gat
hann sér þar hinn bezta orðstýr.
1 júní 1940 gfitist hann Eliza-
beth Lenchuk frá Gimli. Rúmu
ári síðar tók hann veiki þá, sem
dróg hann til dauða eftir langt
og sársaukafult dauðastríð. Allra
mögulegra ráða og lækna var
leitað en árangurslaust. Er
móður hans og hinni ungu konu,
sem báðar stunduðu hann með
frábærri alúð og árvekni, sár
harmur kveðinn við burtköllun
hins unga og efnilega manns.
Hann andaðist á Almenna spítal-
anum í Winnipeg 22. ágúst,
og var jarðsunginn 24. s. m. frá
útfararstofu Bardals.
Dánarfregn
Sá sorglegi viðburður skeði í
Seattle, Wash. laugardaginn 29.
ágúst að Hallgrímur Simundson,
sem áður bjó í Cavalier, N.D.
andaðist á Providence sjúkra-
húsinu, eftir 12 daga strangan
sjúkdóm. Dó hann af lungna-
bólgu, sem orsakaðist af háls-
meini.
Hallgrímur sál. fæddist í
Henselbygðinni 25. sept. 1907.
Foreldrar hans voru Jóhannes
Sæmundsson nú látinn og kona
hans Anna Margrét, systir
Jónasar sál. Hall, frá Garðar,
N.D. Hallgrímur var ágætur
drengur, vel gefinn og myndar-
legur og mesta prúðmenni.
Hann hafði notið mentunar og
starfaði mörg ár við skrifstofu-
störf í Cavalier. Hallgrímur
giftist árið 1939, eftirlifandi
konu sinni, Guðrúnu Maríu
Hörgdal. Þau eignuðust tvær
dætur, er önnur tveggja ára og
hin eins árs að aldri. Auk
þeirra og móður hans lifa hann
6 systkini hér í bygð og fjölda
mörg ættmenni. Mr. og Mrs.
H. Simundson fluttust til Seattle
í júlímánuði og ætlaði hann þar
að leita sér atvinnu. Atvinnu
góða fékk hann, en hafði stund-
að hana aðeins eina viku þeg-
ar hann veiktist svona hastar-
lega.
Lík hins látna var flutt hingað
til greftrunar. Sunnudaginn 6.
sept. fór fram útfararathöfn frá
heimili móður hins látna og
Vídalínskirkju. Voru við útför-
ina margfalt fleiri en rúmuðust
í kirkjunni. Var hins látna
mjög sárt saknað af ástmenna-
hópnum og mátti segja að það
væri almennur söknuður í sveit-
inni við fráfall þess velmetna
og glæsilega unga manns. Mrs.
H. Sigmar söng einsöng við út-
förina. Tveir synir H. P. Thom-
son í Cavalier sungu tvísöng.
Séra H. Sigmar jarðsöng.
KAUPIÐ ÁVALT
L L M L E L
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551