Lögberg - 19.11.1942, Síða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
4?
* vsS
CleftI^
Co*-
For Betier
Dry Cleaning
and Laundry
S5. ARGANGUR
HELZTU
STÓRSIGUR Á
KYRRAHAFINU
Á þriðjudaginn komu loks
fréttir af hinni þriggja daga
sjóorustu við Guadalcanal. Jap-
anir voru að reyna að ná þess-
um stöðvum aftur á sitt vald.
Talið er að alls hafi Japanir
haft þarna 90 skip af öllum teg-
undum. Úrslitin urðu þau, að
23 skipum þeirra var sökt og 7
löskuð. Talið er að 24,000 jap-
anskir hermenn, sem átti að
koma á land, hafi drukknað
þegar flutningsskipum þeirra
var sökt. Leyfar flotans flúðu
til flotastöðva sinna við Rabaul
og Buin. Ameríkumenn töpuðu
8 skipum.
ROTTURNAR FLÝJA AF
HINU SÖKKVANDI SKIPI
Sem kunnugt er tóku Banda-
ríkjamenn Admiral Jean Darlan
til fanga í Algiers og virðast
fljótt hafa getað sýnt honum
fram á villu hans vegar. Sam-
kvæmt skipan Darlans 11. þ. m.
lagði franski herinn í nýlendum
Býður sig fram í
bæjarráð
Rev. Lloyd C. Siinson
Mr. Stinson, sem af hálfu
C.C.F. flokksins leitar kosningar
til bæjarráðs fyrir 1. kjördeild,
er útskrifaður í guðfræði frá
Manitoba háskólanum árið 1933,
og gegndi í fimm ár prestsem-
bætti við United Church í Fort
Garry; hann er maður prýði-
lega máli farinn, og hefir nú
með höndum ritstjórn blaðsins
Manitoba Commonwealth.
FRÉTTIR
lega mun þessi samvinna við
Darlan vera aðeins til bráða-
birgða.
Tveir aðrir fyrverandi vinir
Hitlers hafa og flúið frá Frakk-
iandi til Norður Afríku: Flandin,
forsætisráðherra Frakka nokkru
áður en stríðið hófst; hann var
mjög þess fylgjandi þá að
Frakkar ættu nána samvinnu
við Hitler. Hinn er Puchen, um
eitt skeið ráðherra í Vichy-
stjórninni; hann var fyrsti verk-
smiðjueigandi á Frakklandi, sem
lánaði Þjóðverjum verksmiðjur
sínar til vopnaframleiðslu.
HERFERÐ í TUNISIA
Brezkar hersveitir, þær sem
sluppu frá Dunkirk og Ameríku-
hersveitir eru nú komnar inn
fyrir landamæri Tunisia; á und-
an þeim voru sendar fallhlífa-
hersveitir. Talið er að" Þjóð-
verjar hafi 10,000 manna her á
þessum stöðvum og þeir senda
þangað daglega liðstyrk með-
herflutnings flugvélum.
LEYNIFUNDUR í AFRÍKU
Þremur vikum áður en
Bandaríkjamenn hófu árásina á
Nýlendur Frakka í Afríku urðu
þeir þess ‘vísir að þar voru
margir Frakkar, sem þráðu að
ná samvinnu við Ameríkumenn.
Það var því nauðsynlegt að
senda þangað herfræðinga til
þess að komast í samband við
þessa menn og afla upplýsinga,
sem gæti komið að notum þegar
árásin yrði gerð. Nokkrir liðs-
foringjar undir forystu Major-
Gen. Clark buðust til að fara,
þeir voru fluttir að strönd
Afríku í kafbát og skotið á land
að næturlagi. Þeir náðu brátt
fundum hinna frönsku liðsfor-
ingja og héldu með þeim fund
í heilan sólarhring og höfðu
fengið allar þær upplýsingar,
sem þeir gátu látið í té, en þá
höfðu hinir arabisku þjónustu-
menn húseigandans uppgötvað
að eitthvað grunsamt var á
seiði og skýrðu lögreglunni frá
því en fundarmenn fréttu um
þetta í tíma; landakortin hurfu
eins og elding; franski herfor-
inginn, sem var í herskrúða sín-
um skifti um föt og hvarf út um
gluggann í einni svipan; hinir
tvístruðust í allar áttir, en Clark
og menn hans földu sig í kjall-
ara hússins. Húsráðanda tókst
að tala um fyrir lögreglumönn-
unum svo sendisveitin slapp á
burt og eftir nokkur fleiri æfin-
týri komst hún til Englands.
Upplýsingar þær, sem hún aflaði
sér áttu mikinn þátt í því hversu
vel árásin heppnaðist síðar.
ROMMEL ENN Á FLÓTTA
Þegar Rommel flúði frá E1
Alamein á Egyptalandi þá skildi
hann eftir þar og á leiðinni
75,000 þýzka og ítalska hermenn
dauða, særða eða fangaða. Hann
er nú kominn með leyfarnar af
her sínum um 500—600 mílur
vestur; er álitið að hann muni ef
til vill búast til varnar við Ei
Agheila, þar sem hann stöðvaði
brezka herinn 1941. Bretar hafa
nú tekið Tobruk , Martuba,
Derna og Mekili og ógrynnin
öll af hergögnum, sem flótta-
mennirnir hafa orðið að skilja
eftir.
SKIPATAPJAPANA
Síðan stríðið við Japana hófst
fyrir 11 mánuðum hafa þeir tap-
að alls 365 skipum af öllum teg-
undum, en Bandaríkjamenn 34
skipum.
Frakka niður vörn, þrem dögum
eftir að innrásin hófst. Allar
frönsku nýlendurnar nema Tunis
eru nú á valdi Bandamanna; á
fimtudaginn 12. þ. m. útvarpaði
Darlan ræðu til franska flotans
í Toulon, og hvatti þá til að
flýja og sameinast flota sam-
bandsþjóðanna. Flotinn heldur
þó ennþá kyrru fyrir.
Darlan, sem kunnugt er var
æðsti herforingi yfir sjóher,
landher og lofther Frakjdands
og fram til þessa hefir enginn
verið hlyntari öxulríkjunum en
hann. Hann afhenti Japönum
Indo-China; hann skipaði franska
flotanum að berjast við Oran
1940. Hann skipaði franska
hernum að berjast gegn sam-
einuðu þjóðunum í Syriu og
Norður Afríku. Þrátt fyrir þetta
virðist hann nú í fullkominni
samvinnu við yfirforingja sam-
bandsþjóðanna í Norður Afríku
og hefir skipað Gen. Henri
Giraud sem herforingja yfir
franska hernum í Norður-Afríku.
Þessi upphefð Darlans hefir or-
sakað mikla óánægju meðal
fylgjenda General Charles de
Gaulle, sem vænta mátti. Senni-
FRÁ RÚSSLANDI
Þjóðverjar fá engu áorkað
gegn Rússum. Þar sem þeir
reyna að brjótast í gegn, reka
Rússar þá til baka með miklu
mannfalli og rússneski vetur-
inn, sem nú er að ríða í garð
mun ekki bæta úr skák fyrir
þeim. Sigrar sameinuðu þjóð-
anna í Afríku hafa vakið mik-
inn fögnuð í Soviet lýðveldun-
um.
Mikilhæf kona látin
Frú Friðrika Ólafson
Síðastliðinn laugardag lézt í
Seattle, Wash., frú Friðrika
Ólafson, kona séra Kristins K.
Ólafssonar, forseta lúterska
kirkjufélagsins, mikilhæf og
glæsileg kona. Útför hennar
fer fram á Mountain, N. Dak.,
þann 21. þ. m. Lögberg vottar
séra Kristni innilega samúð í
þeim þunga harmi, sem nú er
að honum kveðinn.
Matur er mannsins
megin
Samkvæmt upplýsingum frá
Stríðsþjónusturáðuneytinu í Ot-
tawa, verður stofnað til alþjóðar
fræðslustarfsemi í þessu landi
þann 2. janúar næstkomandi í
sambandi við hagvænlega notk-
un hinna ýmsu fæðutegunda;
nefnist þessi fyrirhugaða upp-
lýsingastarfsemi National Nu-
trition Program, og verður rek-
in með tilstilli blaða, útvarps og
með fundarhöldum.
Það liggur í augum uppi, eins
og nú hagar til vegna stríðsins.
sé á því brýn þörf, að fara vel
með mat, og nota á sem skyn-
samlegastan hátt þær matar-
tegundir, sem til framboðs eru
frá degi til dags, með því að
heilbrigði þjóðfélagsins er þess
dýrmætasta eign; að því tak-
marki ber sérhverjum þjóðfé-
lagsþegn að beita áhrifum sín-
um.
Nýtt hraðfrystihús á
Drangsnesi
Á Drangsnesi hefir nýlega ver-
ið lokið byggingu hraðfrystihúss
og tók það til starfa í ágúst
síðastliðnum.
í Hólmavík mun kaupfélagið
ætla að byggja hraðfrystihús á
næstunni.
Þeim, sem sjóinn stunda er
mikil bót að þessum frystihús-
um, sérstaklega þar sem útlit
er fyrir, að lítið verði hér um
fisktökuskip í náinni framtíð.
—(Mbl. 15. okt.)
Kaupið Lögberg
fyrir jólin!
Frá íslendingum í
Norður Dakota
Frá því mjög snemma á árum
hafa íslendingar tekið drjúgan
þátt í opinberum málum í Norð-
ur Dakota; þeir hafa skipað
trúnaðarstöður heima í héraði
sínu, átt sæti í ríkisþinginu og
gegnt ábyrgðarmiklum störfum
í- þágu ríkisins. Nýafstaðnar
kosningar, þ. 3. nóvember, bera
því órækt vitni, að þessu er enn
þannig farið og er það ánægju-
efni. Verður hér stuttlega getið
þeirra íslendinga, sem kosnir
voru í opinber embætti í Norður
Dakota við framannefndar kosn-
ingar.
Guðmundur Grímson Var end-
urkosinn dómari í 2. dómsgæzlu-
umdæmi ríkisins (District Judge
in the Second Judicial District)
gagnsóknarlaust. Hafði hann
áður gegnt því embætti sam-
fleytt í 16 ár. Hann á því auð-
sjáanlega víðtækum vinsældum
og almennri tiltrú að fagna, og
verður það ennþá augljósara,
þegar í minni er borið, að um-
dæmi hans nær yfir ellefu sýsl-
ur (countries) og dómsúrskurðir
jafnan þannig vaxnir, að þeir
valda óhjákvæmilegum von-
brigðum þeirri hliðinni, sem
bíður lægri hlut. Og í reynd-
inni nær starfssvið Guðmundar
dómara langt út fyrir takmörk
umdæmis hans, þv að hann er
iðulega til þess kvaddur að
dæma í málum víðsvegar um
ríkið; þannig hafði hann, meðal
annars, með höndum árið, sem
leið, þau málin, sem mestur
styr stóð um og mjög voru póli-
tísks eðlis. Mátti því ætla, að
hann yrði fyrir nokkurri mót-
spyrnu af þeim ástæðum, en
ekki varð þess vart í kosningun-
um, þar sem enginn gerðist til
að sækja á móti honum.
Kjósendur í Winnipeg North Centre—
Fylkið liði um Konnie Johannesson
Það fer nú senn að líða að
þeim tíma, er kjósendur í Win-
nipeg North Centre skera úr um
það, hver fara skuli með umboð
þeirra á sambandsþingi það sem
eftir er yfirstandandi kjörtíma-
bils; þegar hæfur Islendingur er
í vali, svo sem Konnie Johannes-
son, ber oss Islendingum til þess
siðferðisleg skylda, að fylkja um
hann liði og veita honum alt
hugsanlegt fulltingi. Eftir því
sem lengra líður á kosningabar-
áttuna, verður það ljóst, hve
kjörfylgi Konnie’s fer jafnt og
þétt vaxandi; þetta dregur samt
að engu leyti úr ábyrgð íslenzkra
kjósenda; þeir -verða að vinna
sem órjúfandi heild að kosningu
hans þar til síðasta atkvæðið
hefir verið greitt á kosningadag-
inn; ekkertt minna en það geta
þeir sjálfsmetnaðar síns vegna
sætt sig við. —
Konnie Johannesson hefir háð
hreina og drengilega kosninga-
baráttu; hann hefir fylgt fram
málum sínum með einurð og
hreinskilni svo hvergi hefir bor-
ið á skugga; ræður hans bæði
yfir útvarp, og eins á mann-
fundum, hafa verið rökvísar og
mótaðar festu; hann hefir með
þeim fært kjósendum heim sann-
inn um það, að hann veit hvað
hann vill, og hikar ekki við að
fylgja því djarfmannlega fram,
er honum býr í brjósti; á sam-
bandsþingi er ekkert rúm fyrir
veimiltítur, eða ætti að minsta
kosti ekki að vera, og þá allra
sízt á yfirstandandi alvörutíð, er
sjálft persónufrelsið er í veði.
Konnie Johannesson á brýnt
erindi á sambandsþing, sakir
víðtækrar sérþekkingar sinnar í
þeirri grein, sem líklegust er til
þess, að hafa fullnaðaráhrif á
úrslit stríðsins; hann er þjóð-
kunnur brautryðjandi á sviði
flugmálanna, og getur auðveld-
lega orðið skipaður í ráðherra-
sess nái hann kosningu, sem nú
ætti naumast að þurfa að efa.
Vér þurfum að fá þá menn
af ættstofni vorum kosna í á-
byrgðarstöður, sem telja má
víst, að verði oss hvorttveggja i
senn til varanlegrar nytsemi og
sæmdar; þessa hvorstveggja má
með fullum rétti vænta af
Konnie Johannesson, því skap-
gerð hans er heilsteypt og laus
við þverbresti.
Minnumst þess með atkvæð-
um vorum þann 30. þ. m., að á
sambandsþingi verður Konnie
Johannesson réttur maður á
réttum stað!
V erzlunarj öf nuðurinn
í septembermánuði var verzl-
unarjöfnuðurinn óhagstæður um
11 miljónir kr. Flutt var út í
september fyrir 16.2 milj., en
inn flutningurinn nam 27.3
miljónum. *
Verzlunarjöfnuðurinn það sem
af er árinu — jan.-sept. — er
óhagstæður um 2. milj. kr. Á
sama tíma í fyrra var verzlunar-
jöfnuðurinn hagstæður um 60
miljónir.
Við höfum flutt út það, sem
af er árinu fyrir 164.4 milj. kr.
en innflutningurinn hefir num-
ið 166.4 milj. kr.
—(Mbl. 15. okt.)
Þá voru fjórir íslenzkir lög-
fræðingar endurkosnir ríkislög-
sóknarar gagnsóknarlaust, þeir
bræðurnir J. M. Snowfield og
F. S. Snowfield, hinn fyrnefndi
í Cavalier County og hinn síð-
arnefndi í Pembina County:
Oscar B. Benson í Bottineau
County og Einar Johnson í Nel-
son County. Hefir J. M. Snow-
field skipað ríkislögsóknara-
stöðuna í nefndu héraði óslitið í
18 ár; Oscar B. Benson hefir
verið ríkislögsóknari í 10 ár, en
F. S. Snowfield og Einar John-
son hvor um sig í tvö ár. Nú
vill svo til, að nærri öll opinber
ágreiningsmál innan hóraðs
koma til kasta ríkislögsóknarans,
og verður endurkosning þessara
landa okkar gagnsóknarlaust enn
meiri traustsyfirlýsing þeim til
handa, þá er fyrgreindar að-
stæður eru teknar með í reiking-
inn.
Enn skal þess getið, að John
H. Axdal var kosinn sýslu-fé-
hirðir (County Treasurer) i
Pembina County og John E.
Snydal sýslunefnd armaður
(County Commissioner) í sama
héraði; urðu þeir hlutskarpastir
frambjóðenda, því að fleiri en
þeir leituðu kosningar í stöður
þessar.
Þessir kosningasigrar Islend-
inga í Norður Dakota verða
þeim mun eftirtektarverðari,
þegar þess er gætt, að ekki er
um neinn verulegan fjölda ís-
lenzkra kjósenda að ræða, nema
í Pembina County; á það ekki
sízt við um þá lögfræðingana
íslenzku, sem skipað hafa vanda-
samar lögsóknarastöður árum
og jafnvel áratugum saman.
Þeir halda íslendingsheitinu vel
og virðulega á lofti.
Minni frumbyggja Argyle
Eigi fá því fjöllin hamlað,
—Farar-kost eg á,
Meðan hug minn himin-vegu
Hrífa löngun má!
Fjölmenn sveit af fornum vinum
Fylkir sér að Grund. —
Minninganna heiður himinn
Helgar ljúfa stund.
Bygðin kæra börnum sínum
Býður heim í kvöld.
— Minnist þeirra’ er fyrstir fluttu
Fyrir hálfri öld,
Inn á þessar grænu grundir,
Girtar kjarri og hlíð.
—Því er stundum unaðs auðug
Endurminning blíð.
Skærri birtu bregður yfir
Brautryðjenda veg.
Þeim er stíluð þökk í hljóði,
Þýð og innileg.
Hugrakkur og hagsýnn andi
Hvílir yfir sveit.
— Ágætara erfða-silfur
Ekkert hérað veit.
Virðist gestum vanta marga
Vina hópinn í?
Virðist út við sjónhring svífa
Söknuð-þrungið ský?
— Skyggnist innra, huliðs-heimur
Hvelfist yfir lund!
— Góðir hugir horfnra vina
Halda vörð um Grund!
Minnumst hlýtt og munum lengi,
Manndóm, trú og þrótt!—
Landneminn sá árdags-elda
Einn um svarta nótt!
Ennþá ljóma ljós í fjarska,
Landnáms-tíð er enn!
Allir þeir, sem eldinn sækja
Eru land-náms-menn!
Jakobína Johnson,
Seattle, Wash.
Richard Beck.