Lögberg


Lögberg - 19.11.1942, Qupperneq 2

Lögberg - 19.11.1942, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1S. NÓVEMBER, 1942 HUGHEILAR ÁRNAÐARKVEÐJUR TIL ÍSLENDINGA í ARGYLEBYGÐUM! Vér starfrækjum verzlun yðar vegna, og leggjum á það alt hugsanlegt kapp, að hafa ávalt á takteinum fyrsta flokks vörur við sanngjörnu verði. F. Frederickson & Company GLENBORO, MANITOBA Argylebygðin og siðbótafélagið íslenzka bygðin í Argyle-sveit- inn er eitt af höfuð minnis- merkjum íslendinga vestan hafs. Sú bygð hefir með sanni verið í fremstu röð íslenzkra bygða beggja megin landamær- anna. Með landnáminu í Argyle hefst nýtt tímabil í sögu Vestur- íslendinga, fram að þeim tíma mátti segja að baráttan væri uppihaldslaust stríð fyrir tilver- unni með litlum vonarbjarma fyrir betri framtíð. I Nýja Is- landi voru landarnir einangrað- ir við erfið lífskjör, og höfðu lítil sem engin mök við hér- lenda menningarstrauma. Þeg- ar til Argyle kom, komust Is- lendingar í náin kynni við hér- lenda menningarstrauma, sem sérstaklega á sviði verklegrai þekkingar gaf þeim nýtt og víð- áttumeira útsýni yfir lífið. Sama má og að vísu segja um íslenzku bygðirnar í Dakota, sem bygð- ust á líkum tíma. Alveg á sama hátt og útflutn- ingarnir frá Islandi vöktu þjóð- ina heima úr alda gömlum dróma, til lífs og starfs, eins vakti útflutningurinn frá Nýja íslandi til Argyle og Dakota eldinn hulda í brjóstum ís- lenzkra frumherja til starfs og dáða og kveikti vonarljós í hjört- um þeirra um bjartari framtíð, sem þá hafði svo fagurlega dreymt um. Og menningarlíf andlegt og efnalegt í þessum bygðum fylgdi í kjölfar þessara umbrota; umbrot og athafnalíí er nauðsynlegt hverjum ein- stakling og hverri þjóð, án þess stanzar blóðrásin og mennina dagar uppi og þeir steinrenna, “því manni miðar annaðhvorí aftur á bak ellegar nokkuð á leið.” Agrylebygðin er fögur og hún hefir verið íslendingum far- sældarreitur, landslagið er öld- ur og sléttlendi, skógivaxnar hæðir og engjaflákar, lækur rennur eftir bygðinni endilangri að norðan, og eru engjalönd ágæt meðfram læknum, sem í þurkaárum sérstaklega hefir fært björg og blessun í bú margra. Akurlöndin eru frjósöm og bregst uppskera aldrei, ef hæfilegt regnfall er, og í þau 62 ár, sem bygðin hefir staðið hefir aldrei orðið alger upp- skerubrestur; er og mjög sjald- an að hagl skemmi uppskeru í bygðinni, og frost ekki síðan á landnámstíð. Óvíða hefir fólk lifað gæfuríkara lífi en í Argyle- bygðinni. Eg ætla mér ekki að skrifa um bygðina eða fólkið, en í stuttu máli langar mig til að minnast á þátt úr félagssögu Argylebygðar, sem lítt er kunn- ur, og sem er einstæður í sögu vestur-íslenzkra bygða, og þó máske djúpt sé tekið í árina, einstæður í frumherjasögu Vest- ur-Canada, og slær það nokkru ljósi á innræti og hugsunarhátt leiðtoganna og alls almennings í Argylebygð á fyrstu árum bygðarinnar. En það var stofn- un og starfræksla “Siðabótafé- lagsins” er stofnað var 1884. Fé- lag þetta náði um stund mikilli útbreiðslu og vakti mikinn á- huga, þó það yrði ekki langlíft, sem ekki heldur var við að bú- ast, því þar láu hugsjónir til grundvallar, sem voru langt á undan sinni samtíð. Félagið var stofnað upphaflega fyrir tilhlut- an og meðalgöngu Skafta Ara- sonar, sem var höfuðsmaður í flokki leikmanna í bygðinni á meðan hans naut við, og einn merkilegasti maður í bænda- stétt meðal Vestur-lslendinga, ferðaðist hann meðal bygðar- manna til þess að hvetja þá til þess að skrifa undir reglur þær, sem hann hafði samið fyrir al- mennum umbótum í vissum framteknum atriðum, sem lutu að kristilegu siðferði og sparn- aði eður sjálfsafneitun í nautn óhófs og munaðarvöru, sem sé (1) að blóta ekki, né syerja við nafn Drottins að þarflausu, (2) að neyta engra áfengra drykkja, (3) að byrja ekki á tóbaksbrúk- un eftir að hlutaðeigandi er orð- inn félagslimur. Stofnfundur félagsins var haldinn í húsi Kristjáns Jóns- sonar frá Héðjnshöfða 23. marz- mánaðar 1884. Var Kristján Jónsson fundarstjóri, en Björr. Jónsson frá Ási í Kelduhverfi var skrifari fundarins. Á fund- inum voru 4 menn kosnir í sjtórnarnefnd, Skafti Arason formaður, Björn Jónsson vara- formaður Kristján Jónsson og Jón Ólafsson á Brú. I félagið rituðu sig á þessum fundi 96 menn og konur, og sýnir það greinilega félagsáhuga manna á þeirri tíð. Lagabálkur í 14 liðum var saminn og sam- þyktur á þessum fundi. Á næsta fundi félagsins viku seinna var Jón Ólafsson á Brú kosinn skrifari félagsins, og hélt hann því embætti meðan félagið var við lýði. Sem ritari var hann einn með færustu íslendingum á sinni tíð. Heilbrigð kristileg hugsjón og viðleitni lá til grund- vallar þessari félagsmyndun, lýsa fundargerningar félagsins, sem eru mjög greinilegir, þeim brennandi áhuga leiðtoganna fyrir siðferðilegum endurbótum í lífi frumbyggjanna. Félagið starfaði með miklu fjöri á ann- að ár, en leið þá undir lok sök- um þess að reglugerð félagsins þótti nokkuð ströng og þótti skerða einstaklingsfrelsið, en þrátt fyrir það kom þessi hreyf- ing miklu róti á hugi manna, og opnaði fyrir þeim, sem hlut átti að máli, nýtt útsýni og vakti mann til meðvitundar alvarlega um hófsemi og siðgæði í hinni réttu mynd og mótaði hugi margra siðferðislega, og eitt er víst, að Islendingar í Argyle- bygðinni standa engum að baki með háttprýði, snyrtimensku, reglusemi og alment siðgæði. í þessu tilliti munu þeir halda sínum hlut og vel það, hvar sem er meðal manna. Á móti of- drykkju hafa íslendingar í Argyle staðið og hefir vínverzl- un ekki náð sér niðri þar sem áhrif þeirra hafa náð til, og hefir það verið bygðinni mikil bless-. un. I almennum málum sveitar- innar hafa íslendingar tekið mikinn þátt, hafa jafnan setið í sveitarráði tveir Islendingar. Oddviti sveitarráðsins var Krist- ján Jónsson, un> 10 ára bil, og var hann með áhrifamestu mönnum, sem það embætti hefir skipað. Margir hafa komið til Argyle og margir farié þaðan aftur. Börn bygðarinnar eru nú dreyfð út um þetta mikla meginland víðsvegar, og gegna margvíslegum trúnaðarstöðum með sæmd og hafa aukið hróður bygðarinnar með prúðmannlegri framkomu og hæfileikum og trúmensku í sínu starfi. Hátt gnæfir við himin mynd Hon. Thos. H. Jackson er var um margra ára bil höfuðsmaður Liberal flokksins í Manitoba og dómsmálaráðherra um hríð; hann átti yfir að ráða miklu andlegu atgervi, eldfjöri og á- Vér afgreiðum lyfjaávísanir fyrir menn og skepnur Verðið er gott — vörurnar betri Ánægðir viðskiftavinir er kjörorð vort WILLARD WITHERSPOON GLENBORO, MANITOBA Karlmannafainaðir - Kvenfantaðir Nýjar maivörur og ávexiir Takmark vort er að veita ánægjulega afgreiðslu Leo Johnson GLENBORO, MAN. Sími 11 — Fljói afgreiðsla C. JOHNSON & SONS umboðsmenn fyrir John Deer Plow Co. Lid. - Cockshutt Plow Co, Líd. Norih Slar Oil Co. Ltd. - Ogilvie Flour Mills Co. Lid. BALDUR, MANITOBA huga, fágætum mannkostum og háttprýði. Þá var Dr. B. B. Jónsson eitt af börnum bygðarinnar, um langt skeið forseti lúterska kirkjufélagsins og prestur í Minneota og Winnipeg, höfðingi í félagslífi Islendinga, lærdóms- maður og mælskur vel. Frú Jakobína Johnson, skáldkonan þjóðkunna, dóttir Sigurbjörns Jóhannssonar skálds frá Fóta- skinni, er var í frumherjahópi Argylebygðar; æsku sína lifði hún hér, með lifandi ljóðlist hefir hún kveðið sól og sumar inn í hjörtu þjóðar sinnar, með list sinni, fegurðarsmekk og háttprýði hefir hún aukið á hróður sinnar heimabygðar. Dr. Jón Stefánsson, læknirinn góði og drengilegi, fræðimaðurinn og höfðinginn, einn hugljúfasti maðurinn, sem mótaðist í um- hverfi Argylebygðar. Kári Frederickson, sonur Friðjóns Friðrikssonar, er lengi bjó í Glenboro, sérstæður sem spak- mehni og leiðtogi í leikmanna- hóp Vestur-lslendinga. Kári hefir starfað í þjónustu sam- bandsstjórnarinnar lengst æf- inn, og hefir nú um mörg ár verið forstjóri Canada bankans í Toronto of nýtur trausts og virðingar á hæstu stöðum. Hann er prúðmenni og drengur ágæt- INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR TIL ÍSLENDINGA í ARGYLEBYGÐUNUM! “Sitjið við þann eldinn, sem bezt brennur” • Finnið oss ávalt fyrst að máli í sambandi við vörukaup yðar. Jónas Anderson General Merchant CYPRESS RIVER, MANITOBA Sími 6 Cypress River, Man. Morcombe Drug Store Lyfjaávísanir — hinar og þessar vörur — skepnumeðö! Blóm — Skrautmunir JOSEPH MORCOMBE Lyfefnafræðingur ur. Marga fleiri mætti nefna, sem með hæfileikum og háttprýði hafa orðið mannfélagi sínu til sæmdar út á við, bæði menn og konur, sem hafa gengið sólar- megin á braut lífsins, lífsglöð og þakklát í anda, þegjandi vottur þeirrar andlegu gróðrarmoldar, sem þau uxu upp í. íslenzka bygðin í Argyle hef- ir staðið nú í rúm 60 ár, hún á eftir að standa í margar aldir og há margvíslega baráttu. Vér óskum þess að ljóssækin hug- Shore Hotel Alúðarkveðjur til íslenzkra vina og viðskiftavina! S. SENNETT, Manager CYPRESS RIVER, MANITOBA Sveitarstjór'nin í Argyle héraði Minnist í dag með þakklátum huga íslenzku frumherjanna, manna og kvenna, er fyrst lögðu hönd á plóg, erjuðu jörðina, og gerðu hana sér undirgefna; þessir atorkusömu frumherjar lögðu á þessum slóðum trausta undirstöðu að framtíðar velmegun, og afkomendur þeirra, sem nú bera hita og þunga dagsins, hafa jafnframt lagt fram glæsilegt menningartillag þessum fögru og farsælu bygðarlögum til 1 samtíðar- og framlíðarheilla. Með endurteknum árnaðaróskum Virðingarfylzt, WALTER E. CLARK, oddviti / Sveitarráðsmenn: Alex Graham, John A. Mabon, Chas. A. Hamilton, Wm. Young, G. M. Sveinson, B. S. Johnson R. Carl Atkins, skrifari

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.