Lögberg


Lögberg - 19.11.1942, Qupperneq 5

Lögberg - 19.11.1942, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER, 1942 5 Á mynd þessari sézi Bosion orusiuflugvél á sveimi yfir Dieppe í Frakklandi, meðan á árás sameinuðu þjóðanna sióð þann 19. ágúsi síðasiliðinn. Fellsmúla og var hjá honum fram um tvítugt. Bar upp frá því mesta hlýhug til þess vel- gerðamanns síns. Svo dvaldi hann í Reykjavík og eitt ár á ísafirði, þar til hann fór til Ameríku 1910. Hann staðnæmd- ist um hríð í Winnipeg og síðar í Vancouver, en fann fastan samastað fyrst í Seattle Guðjón Einarsson var vandað- ur maður til orða og verka. Hann var mesti iðju- og ráð- deildarmaður í hvívetna, gaf sig við ýmislegu starfi og hélt vel á því, sem honum aflaðist. Mun hann því hafa komist allvel í 'efni. Hann var kyrlátur maður og lét lítið á sér bera. Fegurð- arsmekk átti hann næman, hafði yndi af tónleikum og var mikill blómavinur. Hann vav trúhneigður og studdi oft vel kristilegt starf. Hans er minst með hlýhug af þeim er honum kyntust. Útförin fór fram 3. okt.. Séra K. K. Ólafson jarðsöng. K. K. Ó. Orson McB#*th Cain Hann lézt að heimili sínu 594 Agnes St. 4. nóv. s.l. eftir langa vanheilsu. Hann var fæddur í Charleston, S.C. árið 1849. Var þrælahald þá alment þar syðra, og er þess getið að hinum unga Orson hafi strax verið gefinn þræll til persónulegrar eignar Þrælastríðið og afleiðingar þess umturnuðu þessari suðrænu ver- öld, og mun Cain fjölskyldan, sem fjöldi annara, hafa orðið hart leikin. Að minsta kosti er svo að sjá að hinn ungi maður hafi snemma farið að sjá um sig sjálfur. Ferðaðist hann víða og lét margt til sín taka. Árið 1905 kom hann til Winnipeg og giftist það sama ár Sigurfinnu konu sinni, sem lifir hann ásamt einum syni þeirra hjóna. Orson áð nafni. Meðan heilsan leyfði stundaði hann fasteignaverzlun og fékkst einnig við vátrygging- ar. Orson Cain var mikill maður að vallarsýn og mjög höfðing- legur í sjón. Hamí var manna kurteisastur í öllum háttum og tali, og bar þannig vott um anda æskuheimilis síns og upp- eldi. Hann var stálminnugur, og sagði skemtilega frá — enda hafði hann hlotið margbreyttari reynslu en alment gerist. Hann virtist fjöllesinn og yfir- leitt vel mentaður. Hann kemur við sögu íslenzku bygðarinnar í Winnipeg, vegna margþáttaðra sambanda, sem hann stóð í við íslendinga í borginni, og ekki sízt vegna þess að hann átti íslenzka konu, sem hann unni mjög til hinztu stundar, og taldi dásamlegustu gjöf lífsins sér til handa. Hann var jarðsunginn 6. nóv. frá útfararstofu Mordue Bros., Ltd., í Winnipeg að viðstöddu fjölmenni. Séra Valdimar J. Eylands mælti kveðjuorðin. Einn liðsforingjanna á ame- ríska skipinu Leviathan átt' kött, sem hann hafði mjög mik- ið dálæti á. Dag nokkurn fanst kötturinn inni í dýrasta farþega- klefa skipsins — og var búinn að eignast þar 5 ketlinga. Nokkrum dögum seinna heyrð- ist einn sjóliðanna ávarpa hina ungu móður á eftirfarandi hátt: “Þú ert svei mér lagleg, kisa — eða hitt þó heldur,” sagði hann ásakandi. “Þú ættir að skammast þín! Við gefum þér landgönguleyfi í mesta granda- leysi, og hverjar eru svo afleið- ingarnar?” FYRRVM STRÍÐSFLUGMAÐUR — FLUGSÉRFRÆÐINGUR Hann hrindir verkinu í framkvæmd Okkar verk NÚ er að beiia allri orku í þágu stríðs- sóknarinnar. Konnie Jóhannesson tók þátt í síðasta stríði . . . maður, sem gerskilur mikilvægi og viðfangsefni styrksins í loftinu . . . maður, sem rutt hefir sér glæsilega braut í eigin viðskiftalífi, og mun einnig hafa víðtæk áhrif á viðskiftalíf þjóðarinnar. Hann telst til flokksins, sem beitti sér fyrir þátttöku Canada 1 núverandi stríði; flokksins, sem ber ábyrgð á stríðssókn Canada. Hann er enginn hikandi draumóramaður; lífsskoðanir hans eru heilbrigðar . . . hann er HAGSÝNN, FRAM- SÆKINN, REYNDUR. Verði hann kosinn tekur hann sæti á þingi með þeim mönnum, sem vaka yfir athöfnum þjóðarinnar í bar- áttunni fyrir fullnaðarsigri . . . ekki með þeim, sem notað hafa hvert tækifæri til niðurrifs gagnrýni, og hafa skoðað baráttu Canada eins og pólitískt hagsmuna- tækifæri. Við aukakosninguna í Winnipeg North Centre þann 30. nóvember . . . greiðið atkvæði með frambjóðanda Liberal flokksins. KONNIE JOHANNESSON Published by authority of the Konnie Johannsson Election Committee Minningarorð Frú Solveig Stone Það getur sjaldnast um héraðsbrest, þó aldurhnigin kona falli í val; en þeim, sem næst standa, skilst þá skýrar en nokkru sinni fyr, hve fjúk hinna fölnuðu blaða er dramatískt; hve söknuðurinn er heitur og tær, og það engu síður fyrir þá skuld þó vitað sé, hve hvíld er jafnan kærkomin langþreyttum vegfaranda. Frú Solveig Stone var í heim þenna borin á Gufu- skálum undir Jökli, þann 6. dag febrúarmánaðar, árið 1848. Foreldrar hennar voru þau Bjarni Bjarnason og Margrét Oddsdóttir. Solveig var ekki gömul, er hún fyrst komst í kynni við sorgina; hún var aðeins sjö ára, er móður hennar misti við; hún varð úti á fjallvegaför; tíu ára að aldri, misti Solveig föður sinn; hann druknaði; kom hún þá til móðurbróður síns, og dvaldi þar við mikið ást- ríki nokkuð á annað ár, en þá misti hún hann einnig, og fór þá til vandalausra; fluttist meðal annars vestur í Dala- sýslu, og átti þar dvöl fram yfir fermingaraldur; freklega tvítug fluttist Solveig til Hraunhrepps í Mýrasýslu, en réðist því næst í vist hjá Þorsteini Brandssyni og Ingveldi konu hans í Hraundal, og giftist þar Jóni syni þeirra hjóna, tóku ungu hjónin þar við búsforráðum, en fluttu þaðan eftir átta ár að Hlíð í Kolbeinsstaðahrepp. Mislinga- vorið svonefnda, 1882, fluttu þau Jón og Solveig á ný að Hraundal, og áttu þar heima fram á árið 1886, er þau kvöddu Island og komu \il Canada. Meginhluta dvalar sinnar í þessu landi, átti Solveig og fjölskylda hennar búsetu í Winnipeg, að undantekinni skammri dvöl í Breiðuvíkursveit í grend við Hnausa. Árið 1895 misti Solveig Jón mann sinn, tæplega sex- tugan að aldri eftir ástríka samverutíð. Þeim Joni og Solveigu varð 11 barna auðið; fjögur dóu í æsku, en ein dóttir, Solveig Marin-Einarson, lézt árið 1914, liðlega 28 ára gömul. Á lífi eru: Snjólaug Hannesson, Þorleifur, búsettur í höfuðborg Islands, Ing- veldur, ekkja Jóns Henry við Petersfield, Margrét, ógift, er aldrei sleit samvistum við móður sína meðan báðar lifðu, Bjarnþór, fyrrum sveitaroddviti í Bifröst, og Þor- steinn, forstjóri við bíladeild T. Eaton verzlunarfélagsins í þessari borg; eru þau öll mjög rómuð sakir framtaks og mannkosta. — Frú Solveig var ástrík kona, er varpaði geislum vítt um veg samferðamanna sinna; skapgerð hennar var traust, og vinfesta óbrigðul; hún naut frábærrar ástúðar af hálfu barna sinna, og barnabörn hennar báru til hennar kær- leiksþel í ríkum mæli. Á heimili Þorsteins sonar síns, og konu hans Mar- grétar, dvaldi Solveig heitin ásamt Margréti dóttur sinni síðan 1917, og naut þar hinnar aðdáanlegustu umönn- unar; mun slíkt jafnan til fyrirmyndar talið; var Margrét tengdadóttir Solveigar henni í einu og öllu sem ástrík dóttir, auðug af mildilegri umhyggju; mælti Solveig svo fyrir, að við útför sína yrði Margréti tengdadóttur sinni færðar sérstakar þakkir fyrir þann kristilega kærleika, er hún á öllum tímum, og undir öllum kringumstæðum hefði auðsýnt henni. Frú Solveig Stone lifði langa æfi og nytsama æfi; hún var drengur góður, eins og sagt var um Berþóru forð- um, og því verður jafnan bjart um minningu hennar. Fögur æfi er aldrei of löng. Frú Solveig Stone lifði langa og nytsama æfi; tengdadóttur, þann 1. ágúst síðastliðinn, og var kvödd kveðjunni hinstu í Fyrstu lútersku kirkju 4. s. m., af presti safnaðarins, séra Valdimar J. Eylands. Mikill mannfjöldi fylgdi hinni háöldruðu merkiskonu til grafar. E. P. J. Litlu bræðurnir voru komnir í rúmið. Sá yngri hafði ávarpað þann eldri nokkrum sinnum — en fékk ekkert svar. “Heyrðu, Billi,” kallaði sá yngri. “Hvað er að þér, hvers vegna svararðu mér ekki?” Öskureiður leit Billi upp og sagði: “Haltu kjafti, og skamm- astu þín! Eg er að fara með bænirnar mínar.” LET'S KEEP SILEHT! A sign hanging on the wall of Naval Headquarters says: “O Lord give me strength to keep my big mouth shut until I know what I am talking about.” THE ENEMY HAS EARS This space donated by 2)'ieiot'iyd M.D. 71 Til íslendinga í Fyrstu Kjördeild! Fylkið yður- um C.C.F. flokkinn, umbótaflokkinn, sem fylgir sömu stefnu og verkamannaráðuneytið á New Zealand. KJÓSIÐ FRAMBJÓÐANDA FÓLKSINS í 1. KJÖRDEILD Merkið kjörseðilinn þannig, að No. 1 verði við nafn: STINSON, Lloyd C. FYRIR BÆJARRÁÐ PETO, Mrs. M. M. FYRIR SKÓLARÁÐ Islenzkir kjósendur í 2. kjördeild Kjósið í bæjarráð ERNEST HALLONQUIST Hann er fæddur í deildinni Á heima í deildinni Rekur viðskifti í deildinni. KJÓSIÐ UNGAN FRAMTAKSMANN Kosningar 27. nov. Merkið kjörseðilinn þannig HALLONQUIST, Ermest 11 COULTER FYRIR BORGARSTJÓRA Löng og mikilvæg þjónusta bæj- arráðsmanns Garnet Coulter’s í þágu almennings, er trygging yðar fyrir því, að hann sé hæfur fyrir borgarstjóra. Garnet Coulter er , BEZTA VAL WINNIPEGBÚA Committee Rooms: Aðal kosningaskrifstofa, Graham & Main Símar 97 825-6-7 Fyrir 2. kjördeild, 216 Mclnlyre Block — Sími 97 193

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.