Lögberg - 19.11.1942, Side 6

Lögberg - 19.11.1942, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER, 1942 Þegar eyðimörkin blómgast ■',',',',',',','i','i',',',',','^,'^,'^.',', Næsta dag leið Cherry betur, þótt hún væri enn óánægð við sjálfa sig út af gáleysisflani sínu daginn áður. Ástríðublindan, sem hún hafði þjáðst af og haldið vera hið sanna ástar- þel, hafði nú læknast eins skyndilega og hún féll áður yfir hana — en að fá hrundið af sér hvaða tálmyndarhjúpi, sem maður hefir flækst í. er þó ekki sársaukalaust. En er móðir hennar kom ásamt herbergis- þernu með morgunmat á bakka handa henni, staðhæfði Cherry að óþarfi væri að fjasa nokkuð um atburðina kvöldinu áður. Cherry hélt sig í rúminu þar til síðla morguns og kom þá niður til að neyta hádegis- verðar. Mrs. Bassett ætlaði út til bridge- spilaleiks þá eftir miðjan daginn, en Pauline sat uppi í sínu herbergi, og Cherry reyndi að lesa sér til afþreyingar niðri í stofunni, en varð þá hverft við, er Hamza tilkynti henni komu Sir Abdels. “Halló!” heilsaði hún glaðlega og sagði svo: “Mamma er ekki heima. Eg skal biðja Hamza að tilkynna Pauline komu yðar hing- að—” “Nei, verið svo væn að gera það ekki,': bað hann. “Eg þarf að tala við yður, Cherry.” Hún settist niður aftur, og dálítið aukinn roðablær kom fram í kinnar henni. Hún hikaði sig ögn, en sagði svo: “Eg þarf að tjá yður stóra þökk fyrir aðstoð yðar í gærkveldi. Eg býst við,” bætti hún við og leit ögn þrjózkulega framan í hann um leið, “að yður finnist eg verðskulda — meðferðina, sem eg varð þá að stríða við.” “Nú-jæja, höfðuð þér ekki unnið til henn- ai ?” var hið fremur huggunarsnauða svar hans. “En hvað sem því líður — það skapar mér bæði hrygð og háðung, að þér skyldið þurfa að verða fyrir svona óánægjulegri reynslu af völdum einhvers, sem þér höfðuð kynst á mínum vegum. En sú raun er ekki líkleg til að endurtakast. Samkvæmt minni — bending er Hasseim nú farinn á leið heim til átthaga sinna.” Það þýddi að hún myndi að líkindum aldrei framar þurfa að verða á vegi hans. Og það gladdi hana ósegjanlega mikið. Abdel mælti nú enn fremur: “En það er nú aðeins eitt atriði í sambandi við þetta, sem eg girnist að fá vitneskju um. Minnist þér kvöldsins er við hittumst í Lotus danssaln- um?” “Já,” svaraði Cherry niðurlút eins og snuprað barn. “Jæja, þér sögðuð mér þá, að þér hefðið farið þangað aðeins vegna Pauline. Það var ekki satt, eða hvað?” Cherry beit á vörina og stamaði auðmjúk- lega: y“Nei, það var ósatt. Pauline var þar mín vegna. Hún vildi ekki fara — hafði skömm á Hasseim og varð afargröm, er hún rak sig á það að hann væri sá maðurinn, sem við skyldum neyta miðdegisverðarins með. Eg sagði henni, að við værum boðnar til máltíðar hjá einhverjum öðrum.” “Það er svo —” Abdel hafði nú enga lund til að hlífa þessu illa tamda barni. “Yður þætti ef til vill ekki ófróðlegt að vita það,” sagði hann, “að Pauline og eg vorum að því komin að opinbera trúlofun okkar — og að vegna yðar voru þau heitorð rofin.” “Ó! En það getur ekki átt sér stað!” hróp- aði Cherry og leit til hans stórum og ótta- slegnum augum. “Það er hreinasti sannleikur. Þér sögðuð mér heimskuleg og undirhyggjuþrungin ó sannindi — og þar eð eg var jafnmikið flón eins og margir aðrir, þá trúði eg yður.” “En þér trúið þessu nú ekki lengur, og þér getið sagt henni það,” sagði Cherry sér til málsbóta. > “Haldið þér' að þetta sé svona léttvægt atriði?” Hann stóð á fætur. “Pauline hefir sóað systurhollustu sinni á yður — og þér hafið skýlt sjálfri yður á hennar kostnað.” “Mér datt ekki í hug að þetta tiltæki mitt gæti orðið henni að nokkru meini,” sagði Cberry í afsökunartón. “Eg elska Polly ____ og — ef þér elskuðuð hana hefðuð þér ekki átt að taka orð mín trúanleg.” “Eg held ekki að eg hafi trúað þeim nema örfáar mínútur þá í svipinn — en það voru >ðar heimskupör, sem orsökuðu mas fólksins um ykkur báðar og allan misskilninginn. Eg vona þér séuð nú búin að fá nóg af því á hvern hátt þér hafið launað trygð frænkunnar gagn- vart yður. Getið þér nú einu sinni á yðar litlu eigingirnisríku lífsbraut verið siðprúð, þá haldið leyndu í eigin huga því, sem eg hefi nú sagt yður. Verið sælar.” Cherry grúfði sig niður í sessur hvílu- bekksins og brast í sáran grát. Hún flóði þarna enn í tárum er hönd var lögð á öxl henni og sagt í óttaþrungnum rómi: “Hvað er — hvað gengur að þér? Cherry — Cherry — vertu ekki að gráta.” Hún þaut á fætur. Þótt henni yrði næst- um hræðilega hverft við þetta óvænta ávarp. þá fanst henni að nærvera John Bellinghams væri á einhvern hátt bezta huggunarefni sitt þetta augnablikið. “Ó!” hrójiaði hún. “Hvaðan kemur þú?” “Eg komst heim degi fyr en við var búist, cg Nancy sagði mér að Pauline hefði í gær- kveldi kallað sig á símanum og sagt að hún hefði skilaboð til mín frá þér — hvað er að, Cherry? Eg þoli ekki að hitta þig svona sorgmædda —” Og hún fór þegar að segja honum frá öllu sem að sér amaði — svo óðamála, að orðin þvínær brengluðust á vörum henni. “Nú veiztu hvernig eg í raun og veru er,” sagði hún, “og þú ferð líka að fá ömun á mér.” “Hefi eg ekki lýst greinilega tilfinningum mínum gagnvart þér?” svaraði hann innilega. “Þú ert mér óendnalega dýrmæt — og þú þarfnast verndar.” “Eg er óútmálanlega heimsk — og þarfnast vissulega eftirlits,” sagði Cherry. “En eg hefi komist að þeirri niðurstöðu að sá maður, sem það tækist á hendur, ætti dýrmætari verðlaun að fá en Viktoríu-krossinn.” “Cherry!” Hann starði á hana eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. Þá vildi það einhvern veginn svo til, að hún hvíldi í örmum hans — og henni varð það nú skyndilega fullljóst, að það væri einmitt staðurinn þar sem hún ætti að vera. * * * Það var ekki fyr en þær stigu inn yfir þröskuld Amin-Razam hallarinnar, að Pauline gerði sér fulla grein fyrir því hve mikið hún í raun og veru kveið fyrir eldraun þessarar kvöldstundar. Og er þær ásamt gestaþröng- inni þræddu leið sína upp breiða stigann, hefði hún viljað leggja alt í sölurnar til þess að geta nú sloppið á burtu þaðan. Er hún svo leit upp og sá hann standa ofan við stigann, fóru hjartaslög hennar að örvast óþægilega. Og rétt framan við þær tók hún þá eftir gijásléttu silfur- og gulls-bjarma kvenveruhöfði ofan við fannhvítar herðar, er hófu sig tígu- lega upp úr gullnum skikkjubol. Tania Vereker nam staðar til að taka í hönd húsbóndans, og það var ómögulegt annað en veita því eftirtekt hve tignarlegt par þau gtrði á að líta. Á næsta augnablikinu var Abdel að hneigja sig yfir' hönd Mrs. Bassetts. “Eg óska yður ótal svona árlegra gleði- stunda,” sagði hún. “Þetta er afmælishóf, skilst mér?” “Já — þótt dregist hafi ögn. Kærar þakk- ir,” sagði hann. Hann sneri sér að Cherry. “Eg heyri að einhver annar eigi von á hamingjuóskum. Eg samfagna yður, Cherry, fyrir að hafa þroskast til ágætrar smekkvísi — John er einn væn- asti maðurinn, sem eg þekki.” “Mér þykir undur vænt um að fá samhygð yðar á nokkurri athöfn minni — en mér hefir að minsta kosti lærst að skilja eiginlegan huga minn,” svaraði Cherry í lágum rómi með snert af venjulegri ákefð sinni. Abdel sneri sér svo við og leit á Pauline. “Eg óska yður — ótal ánægjustunda,” sagði hún stillilega. “Kæra þökk. Eg á þeirra von,” svaraöi Abdel, brosandi. # Hvað átti hann við með þessu dulkenda svari? í hinum stóra, fagurlega ljósumskrýdda sal, þar sem gestirnir höfðu safnast saman, fann Pauline sig umkringda á alla vegu, og reyndi að láta svo sýnast sem henni liði þai vel, er hún brátt varð þess áskynja að Abdel gekk um á meðal fólksins, og að Tania Vereker virtist ávalt yera í námunda við hann. Þá kom Nancy Bellingham til hennar og leiddi hana ögn afsíðis með sér. “Pauline,” sagði hún, “ef þessi krakki gerir John bróður minn ógæfusaman, þá skal hún eiga mig á fæti. Pauline brosti. “Eg held þú þurfir ekki að gera þér neitt ómak þess vegna, Nancy,” sagði hún. “Hann er einmitt slíkur vinur, sem hún þarf að eignast, og eg held að hún unni honum nú hugástum — þótt hún yrði að reka sig óþyrmilega á til þess henni skildist það.” Á þessu augnablikinu sneri Abdel sér við og leit þvers um herbergið í áttina til þeirra. sagði þá eitthvað í lágum hljóðum við mann þann, er hjá honum stóð, og fór svo að smeygja sér gegnum mannþröngina. “Eg hefi ætlað sjálfum mér þá ánægju, að njóta nærveru yðar við máltíðina,” sagði hann við Pauline, er han'n nálgaðist hana. Því- nær jafnskjótt og hann talaði opnuðusl vængjahurðir borðsalsins, og Pauline, nú næst- um of forviða til að geta áttað sig á því hvað væri að ske, gerði sér þá óljósa grein fyrir því, að hún gengi við hlið honum þangað inn. í veizlusalnum var langt borð, er tylft gestanna gat setið við í senn, og alt umhverfis það tylftir smáboða í hvirfingum. Pauline fann sig svo sitjandi við hlið hon- um, John og Cherry þar einnig við sama borðið skamt frá, og beint andspænis henni hreykti sér hin fannhvíta jökulgyðja, Tania Vereker. Til hinztu æfistundar sinnar gat Pauline ■feldrei gleymt þessari afmælisveizlu, þótt hún hefði ekki getað nafngreint nokkurn þeirra rétta er þar voru þá á borð bornir. En verstu þrautastundir lífsins enda ávalt eitthvert sinn, og að lokum reis Abdel nú upp úr sæti sínu við hlið henni. “Vinir mínir!” sagði hann, “nú æski eg þess að þér veitið mér hamingjuóskir yðar og klingið glösum til heiðurs tilvonandi eiginkonu minni — henni, sem þeirri sæmd hefir heitið mér, að viðurkenna mitt ættarnafn sem sitt eigið.” Þetta var ótrúlegt! Hann gat ekki hafa ■ komið svona fram gagnvart henni! Hún gleymdi öllu öðru — með þeirri tilfinning að þau tvö væri einu heimsins mannverur, leit Pauline með kvalaþrungnu augnaráði upp til hans og — sá hann horfa á hana með sama hjartnæma skyndibrosinu, sem áður hafði her- tekið alla hugsun hjarta hennar. Þá greip hann um hönd hennar og hjálpaði henni til að standa á fætur. “Tilvonandi konan mín,” sagði hann. “Miss Pauline Bas^ett —” “Pauline, elsku barnið! Abdel! En eg hafði enga hugmynd um —” Það var tengda- frænkunnar Gertrude rödd, sem nú barst há- vær upp yfir allan hinn hamingjuóska þysinn. Tania Vereker sagði dauflega: “Hvílíkur þó dulsverji þér eruð, Abdel. Hvar hafið þér falið þessa yndislegu veru?” Hún var að minsta kosti hugdjarfur tapandi. Abdel var enn við hlið Pauline þegar kvöldverðargestirnir fóru að tínast fram í stóra danssalinn, þar sem allir söfnuðust saman að máltíð lokinni. En honum hepnaðist að lbiða hana gegnum þröngina og út á svalirnar. “Það getur séð um sig sjálft stundarkorn,” sagði hann. “Við höfum margt að segja hvort öðru. Viltu koma hingað með mér?” Hann fór með hana fram eftir tvölunum, svo inn um aðrar dyr á litlu herbergi hinu megin gangsins. Er dyrahurðin lokaðist að baki þeim, stóðu þau þarna alein andspænis hvort öðru. “Pauline!” Hann rétti fram hendurnar og hún fleygði sér óhikandi á opna arma hans, e.rns og dúfa í heimahæli sitt. “Finst þér það fallega gert af þér,” sagði hún, “að leika svona á mig?” “Hverskonar leik?” spurði hann sakleysis- lega. “Þú vissir í hvaða skyni hóf þetta væri haldið.” “Nei, eg vissi það ekki.” “Þú veizt það þá núna. Og — við erum að eyða dýrmætum tíma.” Hann vafði hana órmum og þrýsti kossi á varir henni. “Þú litla, heimska yndisvera,” sagði hann milli kossanna. “Þú hélzt vissulega ekki fyrir alvöru að eg myndi sleppa þér. Sagði eg þér ekki, að það, sem eg fangaði, því — héldi eg?” “En — eg hélt ekki, að þú vildir festa mig þér.” “Yndið mitt.” Hann leit hálf-brosandi niður á hana. “í fyrsta sinni á æfi minni lét eg kvenveru trufla dómgreind mína. Reyndu ekki að gera það aftur.” “En Abdel,” sagði hún og lagði hönd á öxl honum,” setjum nú svo að eg hefði talað í alvöru.” “Eg hefði ef til vill spurt sjálfan mig þannig — og þá jafnvel látið mér hugkvæm- ast önnur aðferð til að láta þér skiljast það, að þú myndir þrátt fyrir alt eiga að giftasl. mér, ef ekki væri fyrir Nancy,” sag^i hann. “Ó! Og hvað sagði Nancy við þig?” “Einungis — að hún héldi þú værir mjög niðurbeygð í huga og einhver ætti að grensl- ast eftir um það hjá þér.” Hún lokaði augunum til að dylja skyndi- tárin, er fram í þau þrengdu sér. “Eg hélt þú hefðir uppgötvað, að hugur þinn drægist að einhverri annari konu fremur en mér,” mælti hún við hann. “Þú elskaðir hana — áður. Og hún er mjög fögur.” “Tania!” hrópaði hann í undrunartón. Svo hló hann. “Segðu mér, yndið mitt, að þú hafir verði afbrýðissöm. Það styrkti mig í að fyrir- verða sjálfan mig ögn minna út af endurminn- ingunni um að eg var —” “Afbrýðin blossaði í mér — eg hefði viljað gera út af við hana.” Það voru augu nýrrar Pauline, sem gegnt honum leiftruðu. “Eg — hataði hana.” “Litla flónið þitt,” sagði hann innilega. “Þú hélzt vissulega ekki,” hvíslaði hún með andþrengslum, “að hugur minn stefndi til Hasseims?” “Auðvitað hélt eg það ekki. Mér féll illa að þú skyldri vera að dansa, við hann, létir hann snerta þig. Eg vara þig við því,” sagði hann í alvörutón, “að eg muni verða mjög ráðríkur eiginmaður.” En með kvenlegri skarpskygni gerði Pauline sér grein fyrir því, að hún hefði þar ekkert að óttast. Hann var gagntekinn af vitund veru hennar, hversu hrokagjarn sem hann virtist vera, og vitur kona tapar í engu við að lúta fyrir slíkum manni. “Hjartarósin mín!” mælti Abdel innilega og kysti hana aftur. Alt umhverfis þau gæti heimstilveran streymt áfram í óraæði, en í miðri þeirri hring- iðu myndi þau — eins og ástum heilluð hjörtu karls og konu hafa frá upphafi vega gert — fylgja leiðarstjörnu þeirri, sem í velþóknunar- brosi ástarguðsins birtist þeim, er hann velur sér að sendiboðum, og leiða þá heim í sælunnar höfn hvors annars faðmlaga. (SÖGULOK) Jónas Hallgrímsson þýddi— Fundurinn Eftir J. P. Hebel Það eru nú meir en sjötíu ár síðan ungur járnnemi í Falúnum kyssti unnustu sína, unga og fríða stúlku, og sagði við hana um leið: “Á Lúsíumessu skal presturinn lýsa yfir okkur blessuninni; svo verðum við hjón og komum upp kofa yfir höfuðið á okkur.” “Og ást og eindrægni skulu búa undir því þaki, svaraði stúlkan brosandi, “því þú ert mér fyrir öllu; og heldur vildi eg liggja í gröfinni, en eiga að liía þar, sem þú ert ekki.” En þegar prestur- inn kallaði í annað sinn af stólnum og sagði: “Viti nokkur meinbugi á þessari giptingu, segi hann til, eða þegi síðan” — þá kom dauðinn og sagði til; því morguninn eftir, þegar ung- mennið gekk um hliðið hjá unnustu sinni, klappaði hann að vísu á gluggann og bauð henni góðan dag, en hann kom aldrei síðan og heilsaði henni að kvöldi dags. Hann kom aldrei framar upp úr námunum; og það var til lítils þó hún væri um morguninn að falda svartan klút með rauðum teinum handa unn- usta sínu á brúðkaupsdaginn; því þegar hann kom aldrei aftur, lagði hún klútinn afsíðis og grét unnusta sinn og gleymdi honum aldrei. skjálfta, sjö ára stríðið var háð, Pólínaríki var skift í parta, Teresía drottning andaðist og Struense var hálshöggvinn, Vesturálfan náði frelsi sínu og frakkneskur og spanskur her varð að hverfa aftur frá Gíbraltarkastala, Tyrkjar byrgðu Stein hershöfðingja inni í Kappahelli á Ungverjalandi og Jósep keisari andaðist, Gústaf Svíakonungur lagði undir sig Finnland, frakkneska stjómarbyltingin hófst og langvinn stríð og mörg, sem þar af leiddi og Leópold keisari annar lagðist í gröfina, Napóleon herjaði á Prússaveldi og Englendingar skutu sprengikúlum á Kaupmannahöfn; akuryrkju- mennirnir sáðu og skáru upp, mylnumaðurinn malaði, smiðurinn smíðaði og málmnemarnir leituðu að auðæfum í skauti jarðarinnar. — En sumarið 1809, um jónsmessuleytið, þegar járnnemarnir í Falúnum voru að grafa göng undir jörðina, þrjú hundruð álna djúpt eða meira, fundu þeir fyrir sér unglings líkama hulinn sandi og vikrilsvatni; hann var ó- skaddaður, svo hver maður gat séð svip hans og andlitsfall, og á hvaða aldri hann var, eins og hann væri dauður fyrir stundarkorni, eða hann hefði sofnað út frá vinnu sinni. En þegar komið var með hann upp í birtuna, sáu menn, að faðir hans og móðir og vinir og kunningjar voru allir dauðir; enginn gat kann- ast við ungmennið, sem svaf, og enginn vissi neitt um slysför hans, þangað til stúlkan kom þar að, sem fyrrum var lofuð járnnemanum, er eitt sinn gekk til náms og kom þaðan aldrei síðan. Nú kom hún gráhærð og hrum og gekk við hækjum og þekkti þar unnusta sinn. Þá hall- aðist hún niður að líkinu, og fremur þó af gleði en trega; og þegar hún kom til sjálfrar sinnar, svo hún gat farið að tala, sagði hún: “Það er unnusti minn, sem eg hefi syrgt í fimtíu ár, og guð leyfir mér nú að sjá aftur áður en eg dey; viku á undan brúðkaupi sínu fór hann niður í jörðina, og kom aldrei upp þaðan í frá.” Þa viknuðu þeir, sem við voru staddir og táruðust, þegar þeir sáu brúðina, sem nú var fölnuð og ellihrum, og brúðgumann ungan og fagran, og hvernig ástin var aftur vöknuð eftir full fimtíu ár; en hann lauk ekki upp munninum til að brosa, né augunum til að sjá unnustu sína, og allir grétu, þegar hún bað málmnem- ana að bera hann inn í húsið sitt; því hann átti ekkert annað heimíli og ekkert tilkall til hælis, þangað til honum yrði grafin gröf í kirkjugarð- inum. Og þegar gröfin var tilbúin daginn eftir. og málmnemarnir sóttu líkið, lauk brúðurin upp fallegum kistli, og tók svartan silkiklút með rauðum teinum og hnýtti honum um háls- inn á unnusta sínum, sem væri það hennar brúðkaup, en ekki greftrun hans; því þegar menn lögðu líkið í gröfina, sagði hún: “Sofðu nú sætt einh eða tvo daga í þinni köldu brúðar- sæng og láttu þér ekki leiðast; eg á nú lítið eftir að gera og kem bráðum, og bráðum fer aftur að birta af degi.” Og enn fremur sagði hún um leið og hún gekk frá gröfinni og leit aftur á hvíldarstað unnusta síns: “Því sem jörðin hefir eitt sinn skilað, skilar hún líka í annað sinn.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.