Lögberg


Lögberg - 19.11.1942, Qupperneq 7

Lögberg - 19.11.1942, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER. 1942 7 Rússneska leyni- vopnið Eílir Dyson Carler. (Þýtt úr “Russia’s Secret Weapon”) Jónbjörn Gíslason. (Framhald) Þess er þarflaus að geta, að aðferðir Jefremov, Rakitin, Lisenko og annara vísindalega sinnaðra bænda, eru notaðar við allar greinar akur- og jarðyrkju. Okkur er þarflaust að brosa að hugmyndinni um 200 bushel af ekru; það hveitimagn er sann- reynd. Innan tveggja ára munu hin víðfeðmu hveitilönd Rússa að öllum líkindum framleiða að minsta kosti helming þess að meðaltali. Hvaða áhrif mun slík afar framleiðsla hafa á hveitimark- aðinn? Mun verðið hrynja? Munu hveitikaupshallirnar “Joka búð og hætta að höndla.” Jefremov hafði ekki þessa hluti í huga þegar hann vann að tilraunum sínum. Hann hefir ekki enn beint huganum í þá átt. Rússnesku vísindin hafa í sannleika engan tíma til að gefa gaum að hveitimarkaði, hveiti- verði eða hveitiverzlun. Hvert var þá áhugamál Jefre- movs? Það var mjög einfalt; hann'úskaði að draumur gamla háskólakennarans rættist. Hann þráði að beygja náttúruna undir vilja sinn og yfirráð. Honum lánaðist það betur en nokkrar vonir stóðu til. Hann lét sólina .ganga í lið með bændunum, á þann máta er enginn hafði áður talið mögulegt. Með auðskild- um og einföldum vísindum, sem allir skilja, réði hann sólina í þjónustu mannanna. Áform hans eru nú öllum ljós. Allir bændurnir í samyrkjubú- um hans skildu hann til hlýtar, áður en tilraunir hans hófust. Tilgangur hans var að rækta meira hveiti með minna erfiði, meiri fæðutegundir fyrir þjóð- ina með minni þrældómi; heil- brigðari kynslóð og meiri frí- stundir fyrir bóndann að njóta gleði og gæða lífsins. Aðeins fáeins orð til skýring- ar, hvernig bændavísindin hafa gjörbreytt hinu daglega lífsvið- horfi bændanna og þeirra skylduliðs. Bækur hafa verið ritaðar með samfélagsbúskap og sömuleiðis gegn honum. Stjórn- málamennirnir fræða okkur hér á því, að slíkt geti aldrei bless- ast í þessu landi. Hvað er það í stefnunni og nafninu er þeir hræðast svo mjög? Fyrirkomulagið er ofur ein- falt. í stað þess að hafa þús- und bændabýli, sem naumasi. gefa nægan arð til framfærslu bóndans og búaliðs hans, eru þau öll sameinuð í eitt víðáttu- mikið fyrirmyndarbú, með vél- um og öllum áhöldum, ekki að öllu leyti ólíkt smábændunum okkar þegar þeir safnast saman og sá, þreskja eða plægja akur- blett sjúka eða slasaða bóndans. Munurinn er þó sá, að þessi sam- hjálp fer fram alla daga ársins meðal bændanna í Rússlandi; allir aðstoða við sameiginlega sáningu, þreskingu, plægingu og hirðingu kvikfénaðar árið um kring. Samvinnubændurnir búa í ný- tízku húsum; þeir hætta vinnu hvern dag fyrir kvöldverðartíma, fara á kvikmyndasýningar, í sundlaugar, söngmenn og hljóð- íærameistarar heimsækja sam- vinnubúin iðulega. Einnig eru þar sjúkrahús, lyfjabúðir, við- gerðastöðvar, bókasöfn og barna- stofur; alt þetta er eign búsins. Nýgiftum hjónum er ætíð feng- ið nýtt hús til íbúðar. Samvinnubúskapurinn er i stuttu máli búskapur með hags- muni allra fyrir augum. Vísindin hafa gert róttæka byítingu í búnaðarháttum rúss- neska bóndans, þau hafa jafnað við jörðu allar merkjalínur milii hans og borgarbúans. Rússneski bóndinn er var þjakaður af þrældómi, fáfræði, fátækt og ístöðuleysi, er horf- inn fyrir fult og alt, en í hans stað er kominn hugprúður og framgjarn bóndi eins og Jefre- mov; bóndi, sem jafnvel hefir auðnast að gera bandalag við sjálfa sólina, við sköpun feg- urra og frjálsara lífs á lands- bygðinni. KVENFÓLKIÐ í RÚSSLANDI Frá því menningarsaga .mann- kynsins hófst, hefir siðferðis- spursmálinu í heiminum aldrei verið fullkomlega og viðunan- lega svarað. Þjóðirnar hafa í þeim efnum, gengið ýmist of langt eða of skamt og farið út í öfgar á báða bóga. Jafnvel enn í dag höfum við trúarbrögð er dýrka kyn- ferðishvötina og önnur gangstæð, er telja hana verk djöfulsins. Þetta viðfangsefni er eins flók- ið og torvelt viðfangs og þjóð- ernisspursmálið nú á þessum tímum. Frá vísindalegu sjónar- miði hefir þó kynferðisvanda- málið engu meiri virkilegan grundvöll í skapgerð mannanna en þjóðflokkadeilan. Það voru engin óvænt tíðindi, þegar það var gert heyrum kunnugt, að vísindamenn rúss- neska lýðveldisins heðfu tekið sér fyrir hendur að greiða úr þremur aldagömlum og flókn- um vandamálum þjóðfélagsins: kynferðismálinu, siðferðismálinu og hegningarlöggjöfinni Frú Litvinoff, kona sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, lýsti svo haglega í fáum skýrum dráttum þeirri myndbreytingu er úrslit þessa máls hefir haft á þjóðlífið í heild, að eg vil hér tilfæra ummæli hennar orðrétt. Skömmu eftir komu hennar til ^Washington, var hún beðin að halda ræðu í “The Woman’s National Democratic Club.’ Há- degisverðir þessa félags eru há- tízkulegir og þá sækja aðeins konur úr yfirstéttinni. Frú Litvinoff varpaði reglulegri sprengikúlu inn á meðal þeirra með ummælum sínum, er New York Times flutti á þessa leið: “Eg hefi veitt því athygli að all- ar konur hér eru kyntar sem hin ‘yndislega eiginkona’ þessa eða hins mannsins, eg sjálf tal- in þar með. Þessi siður tíðkast ekki í Rússlandi; þar er ekki til svokallað “yndislegt fólk.” Þar eru ekki tali-n nein meðmæli með mér að eg er kona em- bættismanns og engum mundi koma til að hlusta á mig tala, aðeins fyrir þá ástæðu. Rúss- neska konan er einstaklings persónuleiki, er treystir á sína eigin verðleika; hún er ekki skuggi af stærð eða verðleikum eiginmannsins.” Nærri má geta hvort hinar tignu Bandaríkjakonur — sem eru svo stærilátar yfir sínu i- myndaða jafnrétti — hafa ekki kveinkað sér undan þessum skarplega samanburði, er snerti svo óþægilega frelsi kvenna yfirleitt og jafnrétti þeirra við karlmenn, en hlaut að tapa miklu af sínu falska gildi, við þessa snertingu frú Litvinoff. Fréttir frá “The Icelandic Canadian” Á sameiginlegur fundi rit- stjórnar- og fjármálanefndar, sem haldinn var nýlega, var það samþykt að stefna ritsins skyldi birtast í ákveðnu formi. Um það kom öllum saman hver tilgangur og hvert mark- mið þess ætti að vera; voru til- lögur allra fundarmanna skráð- ar í fimm atriðum og síðan bornar undir álit félagsins “The Icelandic Canadian Club.” Sam- þykti félagið tillögurnar í einu hljóði eins og nefndirnar gengu frá þeim. Þær eru sem hér segir: 1. Að stuðla til þess að alt, sem einhvers er virði í vorum íslenzka þjóðararfi, verði lifandi partur af sjálfum oss sem cana- diskum borgurum og megi þannig stuðla til að auka gildi þess, er vér leggjum til hinnar canadisku þjóðmyndunar. 2. Að útvega málgagn til þess að ná sambandi við afkomend- ur íslendinga, sem giftast ann- ara þjóða fólki, og þeim fjölgar árlega. Með því málgagni vilj- um vér leitast við að útbreiða þekkingu á vorum íslenzka þjóðararfi og vekja virðingu fyrir honum hjá þessum afkom- endum. 3. Að gefa út rit, sem til þess mætti verða að þeir, sem ís- lenzkir eru annaðhvort að nokkru eða öllu leyti, geti kynst sem bezt og þannig tengst sterk- ari böndum; en þau styrktu bönd mættu aftur verða til þess að efla sameiginleg canadisk tengsli í víðari merkingu. 4. Að vekja meiri áhuga með því að kynna lesendum vorum þáttöku íslenzkra Canada-manna í myndun hins fullkomnasta þjóðlífs. 5. Að sýna canadisku þjóðinni — og sérstaklega fólki af öðrum þjóðflokkum, hvernig vér skilj- um viðhorf vort og afstöðu vora sem canadiskir borgarar, og hjálpa þannig til þess að skapa sameiginlegan grundvöll allrai heildarinnar. • Bréf frá forsælsiráðherranum Skrifstofa stjórnarformannsins í Ottawa 29. október, 1942. W. J. Lindal, dómari, 755 Wolseley Ave., Winnipeg. Kæri Lindal, Eg þakka þér fyrir það að senda mér fyrsta eintakið af The Icelandic Canadian” með bréfi þínu. Það gladdi mig sérstaklega hversu líkur var andinn í rit- stjórnargrein frú Salverson og þinni eigin grein, því sem eg sagði um canadisku þjóðina í Montreal í sambandi við Sigur- lánið. Þér þætti ef til vill einkenni- legt hversu líkt þetta er hvað öðru og sendi eg þér þess vegna eintak af ræðunni. Eg bið þig að gera svo vel að flytja meðnefndarfólki þínu í ritstjórnarnefnd “The Icelandic Canadian” mína beztu kveðju og heillaóskir með þetta nýja fyrirtæki, í því skyni að efla borgaralega starfsemi í Canada. Með beztu óskum, þinn einlægur, W. L. Mackenzie King. • Bréf frá Kirkconnell prófessor til ritstjórans, frú Salverson: Eg er þakklátur fyrir fyrsta eintakið af “The Icelandic Cana- dian”. Mér skilst að þér hafi heppnast 'að ákveða algerlega heilbrigða stefnu — það er að leggja grundvöllinn að ákveð- inni canadiskri framtíð, en á sama tíma að halda við þekk- ingunni á fortíð þjóðar yðar. Fyrsta ritstjórnargrein yðar ætti að verða hvatning fyrir þá, sem tilheyra “The Icelandic Canadian Club.” Með beztu kveðju frá Mrs. Kirkconnell. Þinn einlægur Watson Kirkconnell. Wartime Prices and Trade Board Ross C. Trimble, formaður landbúnaðarvéla nefndarinnar fyrir Manitoba og norðvestur- hluta Ontario, lætur þess getið að skortur á hrávöru hafi gert stjórninni það óhjákvæmilegt ao takmarka sölu á landbúnaðar- vélum. Alt fáanlegt efni verðmr að fara í hernaðarútbúnað. Bændur eru því beðnir að reyna að komast af með þann útbúnað er þeir nú hafa, og kaupa ekki nýjar vélar ef mögu- lega er hægt að fá viðgerð á þeim gömlu. Nágrannar gætu líka kannske lánað hver öðrum. og notað vélar til skiftis, án þess að nokkur hindrun yrði á fram- leiðslu. Nýjar vélar fást ekki keyptar nema útbúnaður sé orðinn svo slitinn að hann sé ekki lengur nothæfur til frekari framleiðslu, og, bætir Mr. Trimble við, þá verður að sækja um sérstakt leyfi. Umsækjandi fer til vélaverzl- unar og undirritar umsóknar- eyðublað, sem kaupmaðurinn Borgið Lögberg! fyllir út, og sendir með nauð- synlegum upplýsingum til verk- smiðjueigendanna. Þaðan fer beiðnin til formanns úthlutunar- deildar landbúnaðarvéla, sem veitir leyfið ef hann álítur að nauðsyn sé brýn. Sex skrifstofur, er hafa þessi mál með höndum, eru nú í Vest- ur-Canada. í Winnipeg, eins og áður hefir verið tekið fram, er Ross C. Trimble yfirmaður. í Saskatoon, fyrir norðurhluta Sasktchewan er R. Potter yfir- maður. í Regina fyrir suður- hluta Saskatchewan er C. W. Martin yfirmaður. 1 Edmonton fyrir norðurhluta Alberta, er W. C. Trimble yfirmaður. í Cal- gary fyrir suðursluta Alberta, er C. W. Trickey yfirmaður, en í Vancouver, fyrir British Colum- bia, er W. R. Dowrey, yfirmaður. SPURNINGAR OG SVÖR Spurt—Eg las í blaðinu að smjör ætti að stíga í verði um eitt cent pundið annan nóvem- ber. Tvær verzlanir í bænum þar sem eg bý, höfðu selt á 35c, sá þriðja á 36c. Nú selja allar þrjár á 37c pundið. Eru ekki báðar fyrri búðirnar sekar um lágabrot? Svar—-Hverjum kaupmanni var leyft að bæta einu centi við sitt reglulega hámarksverð. Það er mögulegt að tvær fyrri búð- Lrnar hafi verið að selja smjör fyrir lægra • en vanalegt verð. Ef þú vilt tilkynna næstu skrif- stofu Wartime Prices and Trade Board, þá verður þetta mál rannsakað. Spurt—Á að nota skömtunar- seðlana strax, daginn sem þeir ganga í gildi, ðea má brúka þá hvenær sem er? Svar—Seðlana má nota jafn- óðum og þeir ganga í gildi, eða hvenær sem er eftir þann tíma. Spurt—Eg hefi leigt út tvö herbergi á heimili mínu, sem smá íbúð. Er nauðsynlegt að tlikynna leigunefndinni? Svar—Já. Fólk er beðið að tilkynna nefndinni ef breytt er um leiguliða eða nýir leigjendur flytja inn. Biðjið um eyðublað (form R.C.-40) á næstu skrifstofu nefndarinnar. Spurt — Fæst peningalán á banka eða hjá lánsfélagi til þess að festa kaup í húsgögnum, sem við ætlum að greiða með mánað- ar afborgunum? Svar—Nei. Það er brot á lánslögunum fyrir banka eða lánsfélög að lána peninga 1 þess- um tilgangi. Spurt—Hvenær fæst skömtun- arbók handa ungbarni? Svar—Strax og barnið er fætt. Tilkynnið næstu skömtunar- skrifstofu, gefið nauðsynlegar upplýsingar, sýnið fæðingarskír- teini eða aðrar sannanir. Auð- vitað fær barnið ekki annað en sykurskamtinn. Spurt—Er leyfilegt að kaupa standlampa, eða hefir alt þess- háttar verið bannað? Svar—Það má kaupa slíkan lampa. Fyrir skömmu var fólki tilkynt að rafurmagnsáhöld fengjust ekki keypt nema með skriflegri sönnun um að þau væru keypt í stað annara tækja sem ekki væru lengur nothæf og ekki væri hægt að láta gera við. Standlampar eru undan- þegnir þessari reglugerð. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzkur af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Win- nipeg. AllMÍj’fcí * ~TÍM£/ Don't let your bin get down to the last few shovelsful before re-ordering. DEEP SEAM FROM THE BIEIMFAIT C0A1 ENFAIT DISTRICT V J/crcrh. GREEN7Áade7rtaAA WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanied — Age limiis 18 to 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Women's Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Gei in Line — Every Fii Man Needed Age limiis 18 io 45 War Veierans up io 55 needed for VETERANS GUARD (Active) Local Recruiiing Represenialive

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.