Lögberg - 21.01.1943, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JANÚAR, 1943.
5
út börn, ef þau voru veikluleg,
eða ef mæður dóu að þeim.
Hrumu fólki var styttur aldur.
Af öllum þessum ástæðum
varð meðalaldur fólksins mjög
lágur. Voru það tæplega fimm-
tán af hundraði, sem komust
yfir fertugt, og er það helmingi
lægri hlutfallstala heldur en í
menningarlöndum.
Manndráp voru einnig tíð fyrr
um meðal Austlendinga, og
þurfti oft ekki mikla ástæðu til
þess. Ef einhver var til dæmis
óheppinn á veiðum, kenndi
hann um álögum frá öðrum
manni, og var ekki í rónni fyr
en hann hitti þann mann og
gat drepið hann. Af þessu leiddi,
að enginn var óhultur um líf
sitt, en hvers manns, sem veg-
inn var, varð að hefna. Blóð-
hefndin var ófrávíkjanlegt lög-
mál. Nánustu ættingjar urðu að
framkvæma hefndina, og ef þeir
náðu ekki í vegandann sjálfan,
urðu þeir að drepa einhvers
ættingja hans. Blóðhefndin vofði
því altaf yfir. Hræðslan við
hana hindraði menn frá veið-
um. Heilar fjölskyldur og ættir
kiknuðu undir því böli, eða
flýðu langt í burtu, þar sem
aldrei hefir spurzt til þeirra. Á
árunum 1885—1893 voru níu
menn drepnir í Angmagsalik-
héraði, þar af sjö með skutli,
er þeir voru úti á sjó í húðkeip.
Það er því ekki að furða, þótt
fólkinu fækkaði. Mennirnir, sem
drepnir voru, voru venjulega
röskustu veiðimennirnir og áttu
fyrir stórri fjölskyldu að sja.
Hungur og sjúkdómar herjuðu.
Börn voru borin út og gamal-
mennum tortímt, til þess að
létta á. Sjálfsmorð og slysfarir
lögðust á sömu sveif. Alt hjálp-
aðist að því að útrýma kynstofn-
inum. Og það er varla efi á
því, að hefði ekki verið tekið í
taumana, mundi Angmagsalik-
kynstofninn hafa orðið aldauða,
eins og kynbræður hans þar
fyrir sunnan og norðan.
Einu Skrælingjarnir, sem sög-
menn alls, er enski skipstjórinn
Douglas Charles Clavering rakst
á árið 1823 á eyju þeirri, sem
síðan er við hann kennd. En
meðfram allri ströndinni, norð-
ur úr öllu valdi, eru kofarústir.
tjaldstæði, refagildrur og mat-
gryfjur, sem sýna það, að þarna
hafa Skrælingjar hafzt við um
aldri, þótt nú séu þeir horfnir.
Þeir hafa ekki haft neitt sam-
band við Skrælingjana þar fyrir
sunnan, og mönnum er það enn
torráðin gáta, hvaðan þeir hafa
komið. Saga þeirra er hjúpuð
myrkri, ekkert annað eftir en
hrundir bústaðir. Eins er um
menningu íslendinga á Vestur-
Grænlandi.
Grænland á sína kaldranalegu
sögu. Hún er sögð með minjum
um handtök kynslóða, sem þar
hafa barizt vonlausri baráttu við
hel og myrkur, “frost og kulda,
fár hvers konar” — og lotið í
lægra haldi.
En menningin, sem vinnur sig-
ur á óblíðu náttúrunnar, bá-
biljum og hleypidómum, hefir
bjargað kynstofninum hjá Ang-
magsalik frá tortímingu. Nú er
hann að rétta við og færa út
kvíarnar. Og það er Dönum til
sóma, hvernig þeim heppnaðist
að bjarga honum. Nokkrar tölui
sýna þetta bezt:
Árið 1884 voru í Angmagsalik
héraði 413 íbúar, eins og áður
er sagt. Þeir bjuggu í 13 kofurn
og 37 tjöldum. Árið 1933 voru
þeir orðnir 945 og bjuggu þá í
71 húsi og 91 tjaldi. En þess
ber hér að gæta, að árið 1925
voru 87 menn fluttir frá Ang-
magsalik til Scoresbysunds og
þar stofnuð nýlenda fyrir þá.
Hefir hún blómgast vel og nú
er þar um tvö hundruð manns.
Kynstofninn hefir því þrefaldast
á rúmum fimmtán árum.
Það var Grænlandsfarið
“Gustav Holm”, sem sótti hina
87 landnema til Angmagsalik og
flutti þá til Scoresbysunds. En
skipið fór ekki beina leið, heldur
fór það fyrst frá Angmagsalik
húðkeipa, kvenbáta, fatnað,
hundasleða, tjöld og búshluti til
þess að geta reist hið nýja bú
norður frá, þar sem þeir voru
öllum staðháttum ókunnir, þar
sem gamlar rústir minntu á kyn-
stofn, sem var liðin undir lok
fyrir löngu í harðri baráttu. En
Danir höfðu heitið þeim því, að
þá skyldi ekki kala þarna norð-
ur á hjara veraldar, og þess
vegna lögðu Austlendingar von-
góðir af stað. Danskir vísinda-
menn, sem höfðu verið þarna
norður frá vissu, að þar voru
góð lífsskilyrði og nóg veiði og
þangað var hægt að sigla flest
ár. Þeir gerðu þenna þjóðflutn-
ing til þess að létta á í Ang-
magsalik. Fólkið var að verða
þar fleira heldur en veiðin gat
borið. En landrýmið var nóg og
nógir veiðifirðirnir. Það varð að
dreifa fólkinu.
Ástæðan til þess, að skipið
“Gustav Holm” fór ekki beina
leið frá Angmagsalik norður til
Scoresbysunds, heldur fyrst til
ísafjarðar, var sú, að það átti
að vígja prest nýlendunnar,
Grænlendinginn Sejer Abelsen,
sem átti að boða landnemunum í
Scoresbysundi guðs orð og
kenna þeim trú á ljóssins mátt
og sjálfa sig.
Aldrei höfðu Austlendingar
áður farið á sjó með svo stóru
skipi sem “Gustav Holm” var.
Þeir voru vanir því að ferðast
í húðkeipum og kvenbátum
með ströndum fram, horfa á
hvert einasta nes og skaga eftir
lendingarstað og tapa aldrei
sjónar á landinu. En nú sigldu
þeir út á reginhaf. Maður getur
gert sér í hugarlund, hvernig
þessum náttúrubörnum var inn-
an brjósts, þegar þau séu háu
og hrikalegu fjöllin á Grænlandi
hverfa, og ekkert var umhverfis
að sjá, nema endalaust ólgandi
haf.
Landsýnin var horfin. Hið
frumstæða fólk var komið út í
hina miklu óvissu. Það undraðist
þó ekki og gugnaði ekki. Rólegt
og ákveðið reif það sig upp úr
kunnu umhverfi. Það kvaddi
ættingja og vini rólega og geig-
laust. Nýbreytninni á ferðalag-
inu tók það með sama jafnaðar-
geði. Og var fljótt að koma sér
fyrir í Scoresbysundi — en þang
að kom það hinn 4. september
1925, undir vetur sjálfan.
Það var ekki grænlenzka
stjórnin, sem stóð fyrir þessum
flutningi, heldur Scoresbysunds-
nefndin — Kommissionen, sem
stofnuð var af áhugamönnum
fyrir Grænlandsmálunum. Þessi
nefnd hafði undirbúið allt í
Scoresbysundi fyrir komu land-
nemanna, byggt þar hús handa
öllum, flutt þangað matvæla-
forða, er nægja skyldi öllum
til þriggja ára, þótt veiði brygð-
ist o. s. frv. En þegar fólkið var
komið þangað, tók grænlenzka
stjórnin við yfirráðum nýlend-
unnar.
í bók sinni “De östgrönlandske
Eskimoers Historie” segir Græn-
landskönnuðurinn, Ejnar Mikk-
elsen, frumherji þess, að Skræl-
ingjunum á Austur-Grænlandi
var bjargað frá tortímingu, svo
frá:
“Um leið og landnemarnir
komu til Scoresbysunds var enn
eitt hérað af eyðibyggðum Aust-
ur-Grænlands numið af frænd-
um þeirra Skrælingja, sem þar
höfðu búið áður, en voru nú
löngu horfnir — einu mönnun-
um, sem nokkrar líkur voru til
að gætu staðizt baráttuna við
náttúruna í þessu harðinda-
landi.”
—Samtíðin.
Mannalát
Þann fyrsta janúar 1943 and-
aðist að Misericordia spítalan-
um í Winnipeg Fjóla Þórlín
Johanneson frá Baldur Man.
Hún var fædd 18. júní 1903 á
Akurvöllum við Riverton, í
Manitoba þar sem foreldrar
hennar, þau Þorfinnur Johanne-
son frá Flögu í Breiðdal og
Karolina Andrésdóttir, frá Aust-
aralandi í Axarfirði, höfðu bú
sitt. Sumarið 1903 fluttist hún
með foreldrum sínum til Baldur
og Argyle, og hefir heimili henn
ar verið þar mest af síðan. Auk
foreldra syrgja hana tveir syn-
ir, Clarence og Andrés er heim-
ili eiga í Baldur, og svo þessi
systkini: Andrea, (Mrs. G.
Björnson), Belmont, Man. Jó-
hannes, heima í Baldur, Óli,
járnbrautaeftirlitsmaður. nálægt
Brandon, Man. Valgerður (Mrs.
Cameron), Nova Scotia. Jónína
(Mrs. Walter J. Anderson), Nin-
ette, Man. Finnbogi, á heima í
Detroit, Mich. Bryndór í heima-
húsum. Banamein hennar var
innvortis mein, sem hafði hana
þjáð nokkurn tíma. Jarðarför
hennar fór fram þann 6. jan. frá
kirkjunni í Baldur, Man. Við-
staddir voru nánustu ættingjar
og vinir. Hún hvílir í Baldur-
grafreit, Séra E. H. Fáfnis jarð-
söng.
* * *
“Fækkar frumbyggjum og
forystumönnum”, má gjarnan
segja, nú á dögum, enda þótt
hvíldin sé þeim best. Hólmkell
Jósephson, frá Vesturlandi í
Axarfirði, í Norður-Þingeyjar-
sýslu andaðist að landnámsjörð
sinni í Brúar-bygð, sem er aust-
urhluti Argyle-bygðarinn, það
var 2. jan. 1943. Fæddur var
Hólmkell þa á Vestaralandi 3.
ágúst 1858. Foreldrar hans voru
ágætishjónin Jósep Björnsson og
Málfríður Hallgrímsdóttir, sem
námu og land í Brúarbygðinni
en nú löngu gengin til hvíldar.
Rúmlega tvítugur fluttist Hólm-
kell með foreldrum og fjölskyld-
unni til Ameríku. Komu fyrst
til Nýja-íslands. En 1882 sezt
hann að á landi sínu í Argyle
og dvaldi þar upp frá því, full
60 ár. Árið 1901 giftist hann
eftirlifandi konu sinni Margréti
ísleifsdóttur, og varð þeim fimm
barna auðið. Rose (Mrs. S. Odd-
son), Gimli Man. Clara, (Mrs.
B. K. Jonson), Cypress River.
Man. Oscar, heldur búið með
móður sinni, heima Laufey (Mrs.
W. A. McDowell) Deerwood,
Man. Júlía, ógift heima. Þrír
bræður eru á lífi, þeir: Jósafat
við Kandahar, Sask. Hoseas, á
heimili þeirra Jósephsons að
Brú og Kristján, við Mozart,
Sask. Tvær systur eru Mrs.
Longmore, í Edmonton, Alta, og
Mrs. Th. Finnbogason, í Kanda-
har, Sask. Hólmkell var hygg-
inn búmaður og eljumaður hinn
mesti. Búnaðist því vel og hús-
aði jörð sína vel. Ber heimili
hans hátt og sér víða og er
höfðinglegt þar heim að koma
Var líka kona hans honum sam-
hent í öllu.
Hann tók góðan þátt í öllu
félagslífi bygðarinnar meðan
hann gat. En síðastliðin nær
20 ár var hann lítt fær vegna
blindu, sem ágerðist svo mjög
að Óscar sonur hans varð þar
að taka fyrirvinnu alla. Kirkju
sinni vildi hann vera trúr, og
skildi vel gildi trúarinnar fyrir
líf mannsins. Islendingur var
hann ágætur til hins síðasta.
Hafði gaman af bókum og kyæð-
um og kunni mikið af slíku. í
myrkri síðari ára stytti hann
sér stundirnar með því að hafa
yfir þennan auð úr minninga
forðabúri sínu. Banamein hans
var innvortis krabbi, en fóta-
ferð hafði hann þó nema sein-
ustu þrjá mánuðina, sem að
ástríkar hendur konu og barna
reyndu að létta honum sjðasta
áfangann. Með nýja árinu tók
hann sér far yfir til hins fyrir-
heitna lands. Jarðarför hans fór
fram frá heimilinu og Brúar-
kirkju þann 5. jan. að viðstödd-
um ástvinum, ættingjum og
samferðafálki. Hann hvílir í
Brúar-grafreit. Séra E. H. Fáfnis
jarðsöng.
* * *
Þann 9. jan. 1943 andaðist að
almenna spítalanum í Winni-
peg, Islendingurinn Sigmar Þór-
arinn Friðbjarnarson — venju-
lega nefndur Bjarnason. —
Hann var fæddur að Björgum i
Köldukinn í Suður-Þingeyjar-
sýslu 19. júlí 1870. Foreldrar
hans voru Friðbjörn Jónsson og
Margrét Jónsdóttir. Að Björgum
ólst hann upp til 11 ára aldurs,
en fluttist þá á Tjörnes. Þrettán
ára fór hann til séra Jóns Ara-
sonar í Húsavík, og varð úr að
hann dveldist þar í 17 ár, eða
þar tii hann giftist. Þessara ára
á prestsheimilinu minntist hann
oft, mentunar og annara gæða,
sem hann þar fékk að njóta.
Árið 1901 giftist hann Ólöfu
Magnúsdóttur frá Tindriðastöð-
um í Fjörðum í S.-Þingeyjar-
sýslu. Settu þau heimili sitt á
Húsavík. Sigmar var verkhagur
maður og iðjuhöldur um margt
Þegár hann var á Húsavík, átt:
hann samvinnu með Eiríki Þor-
bergsyni trésmíðameistara um
rekstur trésmíða-vélaverkstæðis,
sem hét “Fjalar”. Þetta var eitt
með fyrstu verkstæðum Norðan-
lands að nota nýtísku vélar við
alla timburvinslu. Voru þær
knúnar af vatnstúrbínu, og var
vatnið leitt langan veg. Þarna
gátu nú bændur keypt hentugan
við til allra húsbygginga, og ó-
dýrari en annars staðar. En ekki
kunnu þeir þó að meta þessa
viðleitni hinna ungu manna, né
sjá hve þetta var þeim dýrmætt
tækifæri. Settu ýmsir því fót-
inn fyrir framgang þessa fyrir-
tækis og útlendir viðarsalar
veiddu viðskiptamennina frá ís-
lendingunum. Upp úr því fór
Sigmar til Ameríku, og allslaus
kom hann til Glenboro. Hús og
heimili á Húsavík varð algjört
tap. I Glenboro tók hann að
vinna á braut C. P. R. félagsins.
Varð hann brátt þar svo vel
látitnn, að hann hefði getað
fengið formannsstöðu. — As
section Foreman, — en hann
kaus heldur að flytja ekki heim-
ili sitt og starfa aðeins sem
“Fyrsti maður” á brautinni. Af
þeim starfa lét hann fyrir að-
eins sex árum síðan. Allan þann
tíma, sem hann dvaldi í Glen-
boro, tók hann ágætan þátt í
öllu félagslífi íslendinga, og
studdi drengilega alt, sem til
góðs mátti verða. Margorður
var hann ekki um neitt, en
lagði jafnan gott til þá hann
mælti um málöfni og menn.
Hvað, sem hann lagði hönd að
gerði hann vel, mátti af því
þekkja manninn. Sigmar lætur
eftir sig auk konu sinnar tvo
syni hér á landi, þá: Sigtrygg
járnbrautarstarfsmann í Stock-
ton, Man., og Sigurð er býr í
Glenboro, báðir giftir hérlend-
um konum, og svo einn son elst-
an, Aðalbjörn Björnson, í Syðri-
tungu á Tjörnesi, S.-Þingeyjar-
sýslu. Tvær dætur mistu þau
hjónin í æsku heima á Húsa-
vík og eina dóttur mistu þau
19 ára hér í Glenboro. Syst-
kini Sigmars hér í landi eru:
Kristján, til heimilis á Betel,
Halldóru (Mrs. S. Josnson),
Winnipeg og Mrs. T. Taylor, í
Detroit, Michigan.
Jarðarför hans fór fram frá
heimili hans og kirkjunni í
Glenboro þann 12. jan. s. 1. að
viðstöddum ættingjum og vin-
um. Hann hvílir í Glenboro-
grafreit. Séra E. H. Fáfnis jarð-
söng, Banamein Sigmars var
innvortis meinsemd, sem lengi
hafði gert honum örðugt lífið.
Ekkjan biður blaðið að þakka
sérstaklega þessum fyrir auð-
sýnda framúrskarandi hjálp:
Eiríki Thorbergsyni og fjöl-
skyldu og Jack Baldvin og fjöl-
skyldu. Auk þess hjartans þökk
til Kvenfélagsins í Glenboro,
fyrir hina stóru minningargjöf.
E. H. Fáfnis.
Herþjónustukvöð
★ Einhleypir menn ★
Nýlega útgefin tilskipun af
hans hágöfgi, landstjóranitm,
krefst þess, að sérhver ein-
hleypur maður, fæúdur nær.
sem er á tímabilinu frð. 1902
til 1923, að báðum áium með-
töldum, sem ekki hefir enn
fengið tilkynningu um að gefa
sig fram til læknisskoðunar,
samkvæmt skyldukvöð til her-
þjónustu, verður að fylla fit
sérstakt eyðublað hjá pðst-
meistara, skrásetningarstjðra
herkvaðningarnefndar, eða á
skrifstófu atvinnumálanefnd-
ar, eða hjá embættismanni
hennar, Selective Service-
nefndar, ekki síðar en þann
1. febrúar, 1943.
t þessum skilningi innibindur
hugtakið “einhleypur maður"
einnig þá karlmenn, sem frá-
skildir eru konum slnum a"i
lögum, eða um stundarsakir,
sem ekki höfðu börn til þess
að sjá fyrir, þann 15. júlí
1940, eða þá menn, sem mist
hafa áhangandi börn sln eftir
þann tlma; eða þá menn enn
fremur, þð k\ræntir væru 15.
júll 1940, en stðan hafa orðið
ekkjumenn, fráskildir konum
slnum. um stundarsakir, eða
fengið löglegan skilnað, og nú
hafa fyrir engura börnum að
sjá.
Gerið svo vel, að veita þvl
athygli, að einhleypir menn,
sem þegar hafa fengið til-
kynningu um að ganga undir
læknisskoðun samkvæmt her-
lögum, og fullnægt hafa þeirri
kröfu, eða þeir, sem þegar
eru I herþjönustu, eru ekki
innifaldir I þeim flokkl manna
sem verða að skx-ásetjast þann
1. febrúar.
Sekt liggur við ef rnenn van-
rækja skrásetninguna.
A. MacNAMARA
Director, National Selective
Service, Ottawa
Borgið Lögberg!
ur fara af á norðurströnd Aust-
ur-Grælands, er hópur sá, tólf
tn Isafjarðar. Landnemarni.
höfðu með sér alt sitt hafurtask,
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Atnaranth, Man.....................B. G. Kjartanson
Akra, N. Bakota ...................B. S. Thorvardson
Árborg, Man...........................Elías Eliasson
Árnes, Man. .......................Magnús Einarsson
Baldur, Man.......................................O. Anderson
Bantry, N. Iiakota ..............Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash...................Ami Símonarson
Blaine, Wash.......................Arni Símonarsou
Brown, Mau...............................J. S. Gillls
Cavalier. N. Dakota ..............B. S. Thorvaldson
Cypress River, Man.................................O. Anderson
Dafoe, Sask................
Edinburg, N. Dakota .................Páll B. Olafson
Elfros, Sask....................Mrs. J. H. Goodman
Foam Lake, Sask..............
Garðar, N. Dakota ...................Páll B. Olafson
Geraid, Sask.............................O. Paulson
Geysir, Man...........................Elías Elíasson
Gimll, Man..............................O. N. Kárdal
Glenboro, Man.....................................O. Anderson
llallson, N. Dakota .................Páll B. Olafson
Hayland P.O., Man................Magnús Jóhannesson
Hnausa, Man....................................Elías Elíasson
Husavick, Man..........................O. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn...................Miss Palina Bardal
Kandahar, Sask...............
Langruth, Man......................John Valdimarson
I.eslie, Sask...................................Jón ólafsson
Dundar, Man.............................Dan. Dlndal
Minneota, Wm, - . . . , _ Jdlss Palina Bardal
Mountain, N. Dakota .................Páll B. Olafson
Mozart, Sask.................
Otto, Man...............................Dan. IJndal
Point Itoberts, Wash....................S. J. Mýrdal
Reykjavík, Man...................................Ami Paulson
Riverton, Man...................................Elías Elíasson
Seattle, VVash......................... J. J. Middal
Selkirk, Man........................... S. VV. Nordai
Siglunes P.O., Man...............Magnús Jóhannes6on
Svold, N. Dakota .................B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask......................J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota ................Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man.....................................Elias Elíasson
Vogar, Man.......................Magnús Jóhannesson
Westboume, Man....................Jón Valdlmarsson
Winnipcg Beach, Man ...................O N. Kárdal
VVTynyard, Sask...............
"^SiÍisSiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiii
''wtvymvvvtvmwóYtVtyfmwtVt'tWtwtvyf'k
ERZLUNARSKOLA
NÁMSSKEIÐ
Það borgar sig fyrir yður
að leita upplýsinga á
skrifátofu Lögbergs, við-
víkjandi námsskeiðum
við beztu verzlunarskól-
ana í Winnipeg ....
Veitið þessu athygli»
nú þegar.
XMM*AM*MAMAMAAAMAAAWAAAAM*AAAÍA*AMAA>
/