Lögberg - 28.01.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.01.1943, Blaðsíða 1
56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JANÚAR, 1943. NÚMER 4 HELZTU FORMAÐUR NÝRRAR nefndar. Hon. J. T. Thorson. Með það fyrir augum, að stofna í þessu landi félagsskap, er nefnast skuli Canada Founda- tion, hefir nýlega verið kosin nefnd í Ottawa til þess að hrinda málinu áleiðis; markmið þessa félagsskapar skal vera það, að stuðla að aukinni fræð- slu og glæddum skilningi á landi og þjóð bæði heima fyrir og erlendis. Forsæti í þessari nýju nefnd skipar Hon J. T. Thorson, forseti Exchequer rétt- arins í Canada. •f -f -f SEGIR JAPÖNUM TIL SYNDANNA. Arthur S. Drakeford, flugmála ráðherra stjórnarinnar í Ástra-' líu, flutti í vikunni, sem leið ræðu í Melborne, er laut að mestu að hinni sviksamlegu árás Japana á Pearl Harbor, og hryðjuverk á Broome, norðlæga flotastöð í Ástralíu; kvað hann enga þjóð í sögu mannkynsins, hafa gert sig seka um jafn and- styggilegt athæfi og Japanir, er þeir svikust að Pearl Harbor meðan erindrekar þeirra sátu í Washington og töluðu fagurlega um verndun friðarins. Mr. Drakeford kvaðst geta fullviss- að Japani um það, að réttlát hefnd væri í aðsigi, því áður en þetta nýbyrjaða ár rynni skeið sitt á enda, myndi flugmenn frá Ástralíu gera eina sprengjuár- ásina annari meiri á Tokyo, og aðrar . meginborgir hinnar Jap- Önsku þjóðar, unz þær yrðu jafnaðar við jörðu. •f -f -f SKIP FERST MEÐ 15 MANNA ÁHÖFN. Á laugardaginn 16. þ. m., fórst í ofsaroki við norðurenda Van- couvereyjarinnar, strandflutn- ingaskipið Northholm, eign Uni- °n eimskipafélagsins; þrír af átján skipverjum, björguðust nauðuglega af. Kuggur þessi, sem var 150 fet á lengd, hafði nnarga snarpa hildi háð við dætur Ránar. -f -f -f SPAIR STRÍÐSLOKUM í ÁR. James A. Farley, fyrrum Póstmálaráðherra í stjórn F. D. Roosevelt, hefir nýlega spáð því, að núverandi heimsstyrjöld ijúki í ár með fullnaðarsigri fyrir sameinuðu þjóðirnar. “Eg tel það alveg óhugsandi,” sagði Mr. Farley, “að Þjóðverjar þoli einn stríðsveturinn enn, og þegar þeim hefir verið komið ® kné, ætti það ekki að taka tangan tíma, að ganga á milli þ°ls og höfuðs á Japönum.” FRÉTTIR CHILE RÝFUR SENDIHERRA SAMBÖND VIÐ MÖUDULVELDIN. Sá atburður gerðist með skjót um hætti á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, að Chile, sam- kvæmt .kröfu Rios forseta, rauf sendiherrasambönd við möndul- veldin þrjú, Þýzkaland, Japan og Italíu; þessi ráðstöfun var samþykkt í efri málstofunni með 30 atkvæðum gegn 10. Með þessu hafa öll Suður-Ameríku lýðveldin, að Argentínu undan- skildri, þvegið hendur af til- verknaði möndulveldanna. \ -f -f -f HÖRMULEGT FLUGSLYS. Loftflotaráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynti á fimtudaginn var, að farist hefði þann 15. þ. m., stór amerísk fólksflutninga flug- vél á Dutch Guianu. Flugvélin var á leið frá Suður-Ameríku til Afríku. Þrjátíu og fimm manns týndu lífi í þessu hörmu- lega slysi; tuttugu og sex far- þegar, auk níu manna áhafnar. Meðal farþega var rithöfundur- inn Eric M. Knight, víðkunnur af bókum sínum “This Above All” og “The Flying Yorkshere- man.” •f -f -f FIMTÁN SKIPUM SÖKT. Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, söktu sex brezkir og tveir grískir tundurspillar, fim- tán ítölskum og þýzkum vöru- fyrirhugaða frumvarps. Þessi hafinu; flest voru skip þessi smá, en hið stærsta þeirra nam 3,000 smálestum; ekki einn ein- asti af þessum átta tundurspill- um varð fyrir skemdum. -f -f -f FYLKISÞINGMAÐUR LÁTINN . Síðastliðinn fimtudag lézt að heimili sínu, 1864 Elgin Ave.' í Brooklands, Stephen Nicholas Krawchyk, einn af þingmönnum Winnipegborgar í Manitobaþing- inu, fertugur að aldri; gáfumað- ur mikill, er lét menta- og menningarmál mikið til sín taka. Mr. Krawchyk hafði í allmörg ár veitt forustu alþýðuskólanum í Brooklands, og hafði vakið á sér víðtæka athygli fyrir giptu- drjúg afskifti sín af velferðar- málum sveitakennara innan vé- banda fylkisins; hann var kos- inn á- fylkisþing í kosningunum 1941. f f f FYLKISÞING KVATT TIL FUNDA. Hinn nýi forsætisráðherra Manitobafylkis, Hon. Stuart S. Garson, hefir tilkynt, að þing komi saman þann 2. febrúar næstkomandi; hann lét þess jafnframt getið, að um 100 breytingar á núgildandi lögum, yrðu teknar til meðferðar á þinginu, auk ýmissa frumvarpa til nýrra laga, er lögð yrðu fyrir þing af stjórnarinnar hálfu. f f f HERMÁLARÁÐHERRANN í BÍLSLYSI. Á miðvikudaginn í fyrri viku, var hermálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Col. Ralston, að leggja af stað frá Ottawa til Toronto, ásamt Col. George Currie, aðstoðarhermálaráðherra þeir ætluðu að taka flugvél, en óku í bíl til flugvallarins; á leiðinni þangað, rakst bíll þeirra á snjóplóg, sem var að verki á veginum, og sætti Col. Ralston- við áreksturinn all alvarlegum meiðslum; margfalt meiri, en frá var skýrt í’ fyrstu; hann nefbrotnaði, skaddaðist á hné, auk þess, sem þrjú rif brotnuðu. Col Currie og bílstjórinn, urðu einnig fyrir nokkrum meiðslum. SENDIHERRA BANDARÍKJ- ANNA í OTTAWA LÁTINN. Síðastliðinn sunnudag varð bráðkvaddur á heimili sínu í Ottawa, Hon. J. P. Moffat, sencjjherra Bandaríkjanna í Canada, mikilhæfur ágætismað- ur; hann var fæddur 18. júlí árið 1896, og gekk ungur í þjón- ustu utanríkismálaráðuneytis Bandaríkjanna; til Ottawa kom hann sem sendiherra 13. júní 1940. Mr. Moffat hafði verið skorinn upp við innvortis meinsemd 3. þ. m. á sjúkrahúsi í Ottawa, og var talinn að hafa verið kominn til fullrar heilsu, hann lætur eftir sig ekkju ásamt tveimur börnum. Meðal samúðarskeyta, er ekkjunni bárust í tilefni aí fráfalli manns hennar, var skeyti frá King forsætisráðherra Canada, Roosevelt ÍQrseta og Hull utanríkisráðherra. ♦ CANADISKT HVEITI HANDA INDVERJUM. Ráðherra Indlandsmála í Churchill-ráðuneytinu, Mi. Amery, lét þess getið í þing- ræðu síðastliðinn föstudag, að tilfinnanlegur vistaskortur væri farinn að gera vatt við sig á Indlandi; og með það fyrir aug- um, að ráða bót á þessum vand- kvæðum, þykir líklegt, að brezka stjórnin beiti sér fyrir kaupum á allmiklu af Canadisku hveiti. ♦ ♦ ♦ LÖG UM ALMENNA HEILSUTRY GGINGU. Líkur þykja til, að lagt verði fyrir næsta sambandsþing frum- varp til laga um almenna heilsu- tryggingu í þessu landi, og að því er Ottawa-fregnir skýra frá, hefir læknafélagið í Canada fallist á grundvallaratriði þessa fyrrihugaða frumvarps. Þessi hugmynd um heilsutryggingar, er í raun og veru bygð á tillög- um Siroisnefndarinnar, og í fullu samræmi við álitsskjal Beveridge nefndarinnar á Eng- landi um almenna heilsutrygg- ingu þar í landi. Siroisnefndin hélt því fram, að heilbrigðis- málin væru sérmál fylkjanna, og mun sambandsstjórn vera á sömu skoðun, með því að sú mun tilætlunin, að hið fyrir- hugaða frumvarp mæli svo fyrir að hverju fylki um sig, verð: veitt ákveðin fjárhæð til þess að standa straum af þeim kostn- aði, sem heilsutryggingunum verður samfara, umfram það, sem hver vinnandi einstaklingur leggur fram. ♦ ♦ ♦ SJÖTÍU OG FIMM ÞÚSUND MENN LEYSTIR FRÁ HERÞJÓNUSTU. Síðan Canada hóf þátttöku í núverandi heimsstyrjöld, hafa 75 þúsund canadískra hermanna verið leystir frá herþjónustu, vegna mismunandi áfalla, er þeir urðu fyrir á vettvangi stríðs sóknarinnar. ♦ + ♦ TRIPOLI FALLIN. Síðastliðinn laugardag náði brezki herinn hafnarborginni Tripoli á sitt vald, og má svo segja, að með því lyki með öllu yfirráðum ítala yfir Líbyu. Ein- hverjar leyfar af herskörum Þjóðverja undir forustu Rommel markskálks hafa komist yfir landamærin . og inn í Túnisíu, en ekki eiga þær sjö dagana sæla, því Bretar eru stöðugt á hælum þeirra, og strá yfir þær jafnframt látlausri sprengjuhríð úr lofti. UGGUR MANNA Á MEÐAL í SVÍÞJÓÐ. Frá því að núverandi styrjöld hófst, hefir Svíþjóð veitt Þjóð- verjum margháttuð fríðindi, og leyft þeim meðal annars, að flytja herlið um landið á leið til Noregs. Símfregnir frá Stokk- hólmi þann 20. þ. m., láta þess ótvírætt getið, að uggur mikill hafi gripið sænsku þjóðina vegna “ástandsins” á Finnlandi, er svo hefir versnað daglega, að horfur eru á, að flutninga- leiðinni til Murmansk geti þá og þegar verið lokað. Forsætisráðherra Svía, Per Albin Hansson, lýsti yfir því um sömu mundir, að allur sænski herinn yrði þegar kvaddur tii hervæðingar. ♦ ♦ ♦ RÚSSUM VEX ÁSMEGIN. Á austurvígstöðvunum halda Rússar áfram óslitinni sigurför; þeir hqfa nú endurheimt borg- ina Voronezh á miðvígstöðvun- um, náð haldi á eitthvað tuttugu þorpum í Kákasusfjöllum, og tortímt að mestu þeim hersveit- um Þjóðverja, sem króaðar voru inni í grend við Stalingrad. Stalin hefir skorað á her sinn að linna eigi fyr sókn, en hver einasti og einn Þjóðverji hafi verið hrakinn burt úr Rúss- landi. ♦ ♦ ♦ SAMBANDSÞINGIÐ. Rétt um þær mundir, sem Lögberg var fullbúið til prentun- ar, kom sambandsþingið í Ott- awa saman til funda; en með því að fregnir um þingsetningu voru eigi komnar, verður stjórn- arboðskapurinn að bíða næsta blaðs. Flest munu stjórnarfrum- vörpin að einhverju leyti lúta að hinni harðnandi stríðssókn; þó þykir líklegt, að frumvarp til laga um almennar heilsutrygg- ingar verði lagt fyrir þingið, auk þess, sem talið er víst, að land- búnaðarráðherrann beri enn á ný fram frumvarp til laga um takmörkun á ekrufjölda til hveitiræktar. ♦ ♦ ♦ STÁLIÐNAÐAR- VERKFALLINU LOKIÐ. Að minsta kosti til bráðabirgða. Svo hefir skipast til, að verka- menn við stáliðnaðarverksmiðj- urnar þrjár í Austur-Canada, er hófu verkfall fyrir þremur vik- um, hafa nú tekið upp vinnu á ný, þótt það sé að vísu skil- yrðum bundið. Grunnkaup þeirra hefir verið hækkað úr 45 upp í 55 cent á klukkutímann án dýrtíðar uppbótar; verka- menn eru óánægðir yfir því, að þeim sé ekki áskilin dýrtíðar- uppbót, og vegna þeirrar óá- nægju gengu þeir einungis inn á, að þessir nýju kaupsamningar giltu fyrst um sinn aðeins til 30 daga. * * * FAGNAR VALI BRACKENS. Beverley Baxter, einn af þing- mönnum íhaldsflokksins í brezka þinginu, hefir nýverið skrifað lofsamlega grein um Mr. Bracken, og telur hann flestum mönnum fremur vel til þess fallinn, að veita forustu íhaldsflokknum í Canada. Mr. Baxter er fæddur í Cana- da, og er einn af þeim tiltölu- lega fáu mönnum héðan úr landi, sem rutt hefir sér braut til pólitískra virðinga á Bret- landi, þó þar hafi Canada eign- ast einn lávarð og einn forsætis- ráðherra. Ráðstefna, sem telja má víst að eigi einungis hafi djúpstæð áhrif á við- horf stríðssóknarinnar, heldur einnig á framtíðar skipulag mannkynsins að loknu stríði. Tilkynning frá blaðasamband- inu Canadiska lét þess getið í hádegisfréttum á þriðjudaginn, að fólk mætti vænta mikilvægra tíðinda kl. 9 þá um kvöldið; greip hugi fólks þegar geysi- sterk eftirvænting, og munu flestir hafa sett það á minnið, að skrúfa frá viðtækinu í tæka tíð, og klukkan níu á slaginu, byrja að koma þær fréttir, sem víst má telja'að djúpstæð áhrifTiafi á alt viðhorf stríðsins, og fram- tíðarskipulagninguna í mann- heimum. Og nú fara hér megin- tíðindin á eftir: Roosevelt forseti hafði flogið 5,000 mílur yfir Atlantshaf til fundar við Mr. Churshill í borg- inni Casablanca í Afríku, og var þetta í fyrsta skifti, sem forseti Bandaríkjaþjóðarinnar hafði ferðast úr landi meðan þjóðin átti í stríði. Fundur þessi stóð yfir í 10 daga, og yfir hon- um hvíldi slík leynd, að fáum var kunnugt um hvort þeir Roosvelt og Churchill væru að heiman eða ekki. Fyrsta yfir- lýsing fundarins var þess efnis, að sameinuðu þjóðirnar væru allar á eitt sáttar um það, að halda áfram látlausri sókn unz þar að kæmi, að möndqjveldin, Þýzkaland, ítalía og Japan, gæf- ust skilyrðislaust upp. Að öðru leyti má skrásetja meginatriðin í 6 liðum: 1. Leiðtogar Bretlands og Bandaríkjanna hafa komið sér saman í öllum atriðum um stríðssókn sameinuðu þjóðanna á árinu 1943. 2. Skilyrðislaus uppgjöf mönd- ulveldanna eins og þegar var tekið fram. 3. Þeir Roosevelt og Churchill hlutuðust til um það, að þeir frönsku leiðtogarnir, Giraud og de Gaulle, sæktu þenna fund, með það fyrir augum, að sam- ræma hin ósamstiltu, pólitísku öfl í Afríku-nýlendum Frakka til órjúfandi baráttu fyrir frelsis málstað franska veldisins í heild; nú hefir þessum tilgangi verið náð. 4. Þeim, Josef Stalin, for- sætisráðherra Rússa, og Chiang Kai-sek, forustumanni hins frjálsa Kínaveldis, reyndist ó- kleift að sækja þenna sögufræga fund; en jafnskjótt og einhver mikilvæg ákvörðun var tekin á fundinum, var þeim þegar gert aðvart, svo þeir voru í rauninni engu ófróðari um gang mála en hinir, sem fundinn sátu. 5. Bretar og Bandaríkin, skuld binda sig til þess, að láta stuðn- ing við Rússa og Kínverja skipa fyrirrúm í stríðssókn yfirstand- andi árs. 6. Roosevelt forseti, vitjaði persónulega amerískra vígstöðva í Norður-Afríku, og er hann fyrsti Bandaríkjaforsetinn síðan Lincoln leið, er litið hefir með eigin augum virka orustusókn. Fjöldi brezkra og amerískra hernaðarsérfræðinga sóttu þenna Casablancafund; í för með Roosevelt var einkaráðunautur hans og fyrverandi verzlunar- ráðherra, Mr. Harry Hopkins. Fundur þessi hefir vakið ó- umræðilegan fögnuð í stjórnar- setrum sameinuðu þjóðanna, því nú er búist við, að þær, jafnvel á þessu ári láti skríða til skarar, og gangi á milli bols og höfuðs á erkióvinum mannkynsins. í herþjónustu Mrs. E. L. Johnson, í Árborg, hefir verið kjörin til þess að annast um söfnun í Canadian Women’s Army Corps í Árborg og grend, samkvæmt yfirlýsingu hernaðaryfirvaldanna. ♦ ♦ ♦ Mrs. Harry Einarsson, hefh' verið skipuð til þess að annast um söfnun í Canadian Women’s Army Corps á Gimli og í grend inni. Mrs. B. N. Jónasson hefir á hendi umboð til liðssöfnunar fyrir aðrar deildir herþjónust- unnar í þessu sama bygðarlagi. ♦ ♦ ♦ Gísli B. Hallson, frá Vogar og Sigurður Jóhannesson frá River- ton, innrituðust í herinn þann 13. þ. m. Gísli var fæddur að Darwin hér í fylkinu, og er 22 ára að aldri; hann vann að landbúnaði til þess tíma, er hann gekk í herþjónustu. Móðir Gísla, Mrs. Unnur Hallson er búsett við Voga. Sigurður Jó- hannesson, er fæddur í Geysis- byggð, og er 21 árs að aldri; hann vann við rjúmabú í River- ton, og þar á móðir hans, Júlla Jóhannesson heima. ♦ ♦ ♦ Irvin R. Paulson, frá Winni- gegosis, innritaðist í herinn þann 15. þ. m. Hann er 18 ára gamall, fæddur og uppalinn í Winni- pegosis-þorpinu. Móðir hans. Sarah Paulson á þar heima. James Irvin Sveinsson, gekk í herþjónustu þann 9. maí síðastl., hann er fæddur í Árborg 9. júní 1920, og stundaði fiskiveiðar á Winnipegvatni þar til hann inn- ritaðist í herinn. Móðir hans, Svanbjörg Sveinsson, er búsett í Árborg. ♦ ♦ ♦ Júlíus Björn Johnson, gekk í flugherinn í ágústmánuði 1940, og hefir hlotið Sergeantstign; hann vann bæði við fiskiveiðar og námustörf fram að þeim tíma, er hann skrásetti sig til herþjónustu. Foreldrar hans eru þau Mr. og Mrs. J. B. Johnson í grend við Gimli. ♦ ♦ ♦ • Jóhann Vilhjálmur, sonur þeirra Mr. og Mrs. J. B. Johnson við Gimli, er ný genginn í flug- herinn; áður en hann skrásettist til herþjónustu, stundaði hann nám við læknadeild Manitoba- háskólans. ♦ ♦ ♦ Sigmundur Jóseph, sonur þeirra Mr. og Mrs. J. B. Johnson við Gimli, innritaðist í flugher- inn í ágústmánuði 1941, en var leystur úr herþjónustu í maí- mánuði 1942, vegna heilsubilun- ar; var gerður á honum alvar- legur uppskurður. Áður en Sig- mundur gekk í herþjónustu, vann hann á hinum mikla bú- garði foreldra sinna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.