Lögberg - 28.01.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.01.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JANÚAR, 1943. Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. Kosningar fulltrúanefndar Islenzkra Góðtemplara í Winni- peg, fara fram þann 8. febr. n. k. þessir meðlimir st. Heklu, nr. 33 og Skuld, nr. 34 eru í vali. Beck, J. Th. Bjarnason, Guðm. M. Eggertson, Ásbj. Eydal, S. Einarson, S. Gíslason, H. ísfeld, H. Jóhannson, Mrs. G. Magnússon, Mrs. Vala Magnússon, Mrs. Árný Skaftfeld, H. f + Fundur var haldinn í deildinni Frón, fimmtudaginn 21. þ. m., og stjórnaði hinn nýkjörní for- seti J. J. Bílfeld fundinum. Hófst fundurinn með því, að kosnir voru trúnaðarmenn fyrir deildina, voru þeir allir endur- kosnir, þar næst flutti Finnur Jónsson skemmtilegt og fræð- andi erindi um Reykjavík, Mrs. Soffía Wathne las upp sögu, og að lokum sýndu þeir J. J. Bíl- feld og V. J. Eylands kvikmynd- ir, teknar í eðlilegum litum, frá Canada og Grænlandi. Fundurinn fór vel fram, og var öllum til mikillar ánægju og hinum nýja forseta til sóma. •f -f -f Þess skal getið sem gert er. Á hinni árlegu afmælishátíð Goodtemplara,s em haldin var 28. desember, var forseta sam- kvæmisins afhentar gjafir frá unglingastúkunni nr. 7, á Gimli; voru það tvær bankaávísanir undirritaðar af Mrs. C. O. L. Chiswell, að upphæð $7,62 til hverrar stúku; Heklu og Skuld, og hafa þær báðar þakksamlega meðtekið þessar gjafir. Hjálmar Gíslason Æ. T. Heklu. Gunnl. Jóhannson Æ. T. Skuldar -f -f ♦ Þann 16. þ. m., voru gefin saman í hjónaband hér í borg- inni, þau L. A. C. Magnús Stefán Árnason og Miss Marle King. Brúðguminn er sonur þeirra Magnúsar Árnasonar, málara- meistara og frú Árnason, sem nú eru hér búsett, en áður áttu heima í Riverton og á Gimli. Chaplain Flt. B. C. Stiffard framkvæmdi hjónavígslunathöfn ina. N -f -f -f Kvennfélag Sambandssafnað- ar, efnir til spilafundar, Bridge, í samkomusal kirkjunnar þann 1. febr. kl. 8 að kvöldinu, til arðs fyrir Russian Relief Fund og er fólk vinsamlega beðið að fjölmenna þetta kvöld. f f f Laugardaginn 16. jan. varu þau, Francis Hezekiah Elliott og Emma Kristín Sturlaugson, bæði til heimilis í Vancouver, gefin saman í hjónaband, af séra Run- ólfi Marteinssyni, að heimili for- eldra brúðurinnar, 3931 Oxford St. Faðir brúðurinnar leiddi hana til brúðgumans. Brúðhjón- in voru aðstoðuð af John Archi- bald McPherson, tengdabróður, og Mrs. Lillian Valgerði Hopen, systur, brúðarinnar. Nokkur hóp ur skyldmenna var viðstaddur og sat ágæta veizlu. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Sigurðar Sturlaugsonar. Heimili brúð- hjónanna verður í Vancouver. f f f Jón Sigurðsson Chapter I. O. D. E. heldur sinn ársfund að heimili Mrs. P. J. Siverson, 497 Telfer St., þriðjudagskvöldið 2. febr. kl. 8. e. h. f f f Frú Svanbjörg Sveinsson, frá Árborg hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Þeir G. O. Einarsson, formað- ur skólaráðsins í Árborg og Davíð Guðmundsson, skólaráðs- maður, voru í borginni í vik- unni, sem leið, og sátu ársþing skólaráðsmanna Manitobafylkis. f f f- Þjóðræknisdeildin “Bárart” heldur fund í samkomuhúsinu á Mountain þann 6. febr. næstk. kl. 2. e. h. Verða þar kosnir 5 erindrekar á Þjóðræknisþing. Bókafregn Jón úr Vör: Stund milli stríða. Fyrir 5 áruni síðan kom út í Reykjavík ofurlítið kvæðakver eftir ungan Vestfirðing, Jón úr Vör. Nefndist kverið “Eg l>er að dyrum,” og hlaut það vinsam- legar viðtökur og hlýleg ummæli ýrrfissa ritdómara. Viðfangsefnin voru að vísu ekki stórbrotin og skáldskapurinn raunar ekki held- ur, en frennir laglega var á öllu haldið og víða brá fyrir góðlát- legri og dáltið nýstárlegri kýmni og nokkrum frumlegleika í með- ferð efnis og bragarhátta. Urðu þvi ýmsir til þess að spá þvi, að meira myndi síðar að höfundin- um sópa á skáldaþingi, er hon- um yxi fiskur um hrygg. Nú ihefir Jón úr Vör aftur kvatt dyra með nýrri Ijóðabók, sem hann nefnir “Stund milli stríða.” Er hún ríflega hálfu fyrirferðarmeiri en sú fyrri að ytra útliti, en því miður verður paumast sagt hið sama um inni- haldið. Er þar skemst frá að segja, að dómi þess, er þetta rit- ar að höfundurinn hefir ekki ennþá uppfylt þau loforð, er hann þótti gefa með hinu fyrra kvæðakveri sínu. Þó eru kvæð- in engan veginn öll jafnléleg. Bezt tekst skáldinu upp, þar sem það dvelur við hin allra smá- feldustu og hversdagslegustu við- fangsefni; þar nær það stundum hljóðlátum og einföldum tónum, sem láta vel í eyrum og eru þess eigin eign. En sízt lætur Jóni úr Vör að fást við frásagnaljóð (epos). Á kvæðinu “óli skó,” sem er lengsta kvæðið í bókinni, er t ,d. búningurinn altof losara- legur og bláþráðóttur til þess að hylja nekt hugmyndanna eða blása söguhetjunni hinni “annál- uðu aflakló” lífsanda í nasir. Kvæðið virðist lítið annað en al- gerlega misheppnuð tilraun — þó ef til vill algerlega óviljandi — til þess að skapa nýja útgáfu “en miniature” af hinu fræga og stórbrotna söguljóði Ibsens, Þor- geiri i Vík. En hið nýja “eintak” verður napmast smásjártækt, hvað þá heldur meira, i saman- burði við fyrirmyndina. Vel má vera, að Jón úr Vör eigi eftir að verða baggafært skáld. — Vmis eðliseinkenni hans virðast af þeim toga spunnin, að þess verður skýlaust af honum krafist, ef hann ómakar ljóða- gyðjuna oft á sinn fund, að hann sýni henmi bráðtlegja manndóm sinn frekar en enn er orðið. Við biðum og sjáum hvað selur, næst þegar honum gefst “stund inilli stnða.”—Dagur 10. des. Wartime Prices and Trade Board Þó talað sé um verðlækkun á mjólk, þá hefir engin veruleg verðlækkun átt sér stað. Þeir sem framleiða eða selja mjólk fá alveg sama verð og áður. Neytendur borga tveimur cent- um minna fyrir hvern líter, vegna þess að stjórnin borgar mismuninn. Þessi verðuppbót frá stjórninni er borguð í því skyni að bæta dálítið úr dýr- tíðinni. Allir neytendur, hvar sem þeir eru í landinu, hvort sem þeir eru í smáþorpum eða stórborg- um, hvort heldur mjólkin hefir verið seld þeim í flöskum eða MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR mæld úr ílátum, og án tillits til þess verðs, sem þeir hafa borg- að hingað til, eiga heimtingu á þessari verðlækkun. Allir, sem selja þeim mjólk, hvernig sem hún hefir verið seld, og hvað lágt sem verðið kann að hafa verið, verða að lækka hvern líter um tvö cent og hverja mörk um eitt cent, þeim er svo borgað þetta aftur af stjórninni. Til þess að fá þessar upp- bætur á verðinu, á hver sem selur mjólk, að fylla út eyðu- blöð, sem fást hjá Provinciai Milk Board, eða í næsta banka. Þes(sum kíröfuskýrslum fylgja allar naúðsynlegar upplýsingar, og verðuppbótin er borguð tafai laust. Verðlækkunin á við alla mjólk, sem seld er, svo sem “Standard”, “Special” eða “Chocolate milk” en á ekki að neinu leyti við rjóma eða rjóms- sölu. Smjörskammlurinn. Smjörskammturinn hefir ver- ið færður niður um einn þriðja. Smjörseðlar númer 10 og 11 verða því alls ekki notaðir. Eft- irfylgjandi skrá sýnir hinar nýju breytingar. Hver seðill er fyrir hálft pund eins og áður. Seðla Ganga Falla nömer I gildi ör gildi 5 og 6 18. jan. 28. jan. 7 og 8 1. febr. 28. febr. 9 1. marz 14. marz Spurningar og svör. Spurt. Eg lét hreinsa kjol núna í vikunni og varð að borga 10 cent fyrir að fá hann send- ann heim. Er þetta ekki á móti reglugerðunum? Svar. Eina skýringin á þessu er, að þú munir hafa átt við “cash and carry depot” og því orðið að borga aukagjald fyrir að láta senda heim. Ef þetta er ekki rétt skýfing, þá getur þú tilkynnt næstu skrifstofu, Wartime Price and Trade Board. og látið þá rannsaka þetta frek- ar. Spurt. Þarf að gefa ástæðu þegar leigjanda er gefin þriggja mánaða fyrirvari til að flytja út? Svar. Já, ástæðan þarf að vera tekin fram. Spurt. Eg ætla að gifta mig í vor, og mig langar, meðal annars, til að láta sauma mér “lounging pyamas”; en sauma- konan segir mér að það sé ekki leyfilegt. Er þetta rétt hjá henni? Svar. Já, samkvæmt nýjustu reglugerðum er bæði félögum og einstaklingum bannað að búa til, eða láta búa til “lounging pyjamas”, negligies” eða “host- ess gowns”. Þetta er álitið ó- nauðsynlegur fatnaður á stríðs- tímum. Spurt. Eg var í kjólabúð um daginn, og þar var mér sagt að bráðum ætti að takmarka sölu á fatnaði. Hefir nokkur fyrir- skipun þessu viðvíkjandi komið frá stjórninni? Svar. Engin tilkynning þessu viðvíkjandi hefir enn sem kom- ið er verið gefin út. Þetta er því orðrómur einn, og þú ættii' helzt að tilkynna, Wartime Prices and Trade Board og gefa nafnið á verzluninni og eins nafn þeirrar persónu, sem sagði þér þetta. Það er laga- brot að útbreiða svona sögur. Spurt. Við strokkum smjör til heimilisþarfa og seljum það sem fram yfir er. Hvað eigum við að gera við smjörseðlana okkar? Svar. Þið eigið að láta skrá- setja ykkur á næstu skrifstofu, Wartime Prices and Trade Board ekki seinna en 31. janúar 1943. Eftir það, eigið þið, að hverjum mánuði loknum, að afhenda seðla, sem svara því er notað var til heimilisþarfa ásamt seðlum þeim er innheimtir hafa verið fýrir það, sem selt var. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Kristján Thorvaldson látinn Lát þessa glaðsinna dugnaðar- manns, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti; hann leit inn á skrifstofu Lögbergs um miðja fyrri viku, hraustlegur og skemt inn að vanda, en á sunnudags- morguninn var, lézt hann á sjúkrahúsi í Yorkton. Kristján var liðlega 59 ára, er dauða- hans bar að; fæddur að Kirkjubóli í Langadal í ísa- fjarðarsýslu; hann fluttist til þessa lands með foreldrum sín- um 1888, og settist fjölskyldan að í Brandon; þar kvæntist hann árið 1909, og gekk að eigá eftir- lifandi ekkju sína, Jónu Thor- valdson, ættaða frá Langruth; bjuggu þau um hríð að Langen- burg, en lengst af í Bredenbury- bæ í Saskatchewan-fylki, þar sem Kristján rak um langt skeið gripaverzlun í stórum stíl. Auk ekkju sinnar, lætur Krist ján eftir sig þann stóra hóp mannvænlegra barna, er hér verða talin: Ellen — Mrs. Alen Porter, Winnipeg. Bertha — Mrs. Ivan Shearer, Bredenbury. Lillian — Mrs. Millar Stevens Bredenbury. Belatrice, ógift, Toronto. Ruth, ógift, Bredenbury. Thorgrímur — Bredenbury. Wilbert, Winnipeg. Travis, John, Edwin og Walter allir í Bredenbury. Systkini Kristjáns á lífi eru: Halldór í Winnipeg, Kristín — Mrs. R. W. Mackeen —. Winnipeg, og Margrét — Mrs. A. Ingham, búsett í Brandon. Kveðja Kristjáns fór fram frá heimili hans í Bredenbury á fimtudaginn ?ann 28. þ. m., en jarðsett var í grafreit íslendinga í grend við Churchbridge. Messuboð Fyrsta lúlerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * * * Lúlerska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 31. jan. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. + + + Messur í Gimli prestakalli: Sunnudaginn 7. febr. Betel, kl. 9,30 árd. Gimli, kl. 2. síðd. S. Ólafsson. ♦ -♦--♦■ íslenzk guðsþjónusta í Vancouver, verður ef Guð lofar haldin í dönsku kirkjunni á E. 19th Ave og Barns St., sunudaginn, 7. febr., kl. 7,30 að kvöldinu. Allir velkomnir. R. Marteinsson ♦ -♦■-♦■ Sunnudaginn 7. febr., messar séra H. Sigmar á Mountain kl. 2, 30 e. h. Allir boðnir vel- komnir. Saga Einsteins i. Albert Einstein mun vera sá vísindamaður samtíðarinnar sem langoftast er nefndur, og af mörgum er talinn langfremstur, af sumum, jafnvel mesti snill- ingur, sem nokkurntíma hafi uppi verið. Það var aðeins einn maður, sem gat kept við hann, og af sumum var talinn jafnvel ennþá fremri, læknirinn og draumafræðingurinn Sigmund Freud, Gyðingur eins og Ein- stein. Þessi stórkostlega frægð Einsteins er eitt af hinum dular- fullu táknum þessara tíma. Það er viðurkent, að einungis örfáir menn muni hafa þá þekkingu í stærðfræði, sem þarf til að geta dæmt um hvað það er, sem Ein- stein hefir eiginlega gert; eða með öðrum orðum, það eru að- eins örfáir menn sem geta átt álit sitt á ihonum undir eigin mati. Og þó eru, að því er segir í bók um Einstein, sem eg leit í, víða um lönd, menn allra stétta, frá þjónum upp í þjóðhöfðingja, sem votta ihonum virðingu sína, vin- semd og þjónustusemi. Og má til marks um það hafa það, sein segir í grein um Einstein í “Tím- anum,” að yfirmaðurinn á einu af hinum stórkostlegu farþega- skipum, sem fara milli Evrópu og Ameriku, bafi boðið honum beztu salkynnin sem á því skipi var að 'hafa; en það er óefað ekki rétt að hafa orðið “klef” um þesskonar farbúðir. II. Frægð Einsteins er árangur af því hve mjög hefir verið um hann skrifað og af hve mikilli hrifni, og er það svo sem auðvitað, að enginn verður ágætur af engu, og að eitthvað þarf að vera til að skrifa um. En þó hlýtur hverjuim þeim, sem ekki er alveg ókunnugur sögu vísindanna, að virðast þessi mikla frægð dálítið tortryggileg. Því að vanalega hefir verið svo, að einmitt þeir sem hugsað höfðu hinar stærstu hugsanir og gert hinar stærstu uppgötvanir, hafa haft meira að segja af sljóleika og jafnvel hatri og ofsóknum en atlæti slíku sem Einstein hefir mætt. Höfundur hinnar þýddu grein- ar í “T|ímanum” segir: “Méf virðist Einstein vera hamingju- samur maður. Mér finst mun ineira til um iheimspeki ham- ingju hans en afstæðiskenningu hans. Það (þ. e. heimspeki ham- ingju hans) tel eg frábæra heim- speki. Hann kveðst vera ham- ingjsamur sökum þess að hann vænti sér einskis af öðrum. Hann væntir sér eigi fjár, nafnbóta né Iofs. Hann unir sér við það að rækja störf sín, leika á fiðlu sína og sigla báti sínum.” Það er óneitanlega meir en lít- ið gaman að svona “heimspeki.” Einstein ihefir verið lofaður meir en nokkur vísindamaður annar. Eg efast ekki um að hann segi það satt, að löngun í lof spilli ekki Mfi hans. Og heldur ekki í nafnbætur. Hásliólar og hvers- kyns vísindastofnanir hafa kepst um að ibiðja ihann að þiggja slíkt af því tagi sem þar er kostur á. Og ekki síður skiljanlegt er það, að fjárskortur sé honum ekki til ama. En ótrúlegt er það um mik- inn vitring, ef honum kemur ekki einhverntíma i hug, að þessi hamingjusemi hans, sem bygg- ist á þvi að hann væntir sér einskis af öðrum, kunni þó að standa í nokkru sambandi við einmitt það, hversu með ólíkind- um mikið hann hefir hlotið af öðrum. 24 september, 1942. Hclgi Pétu-rs. —Lesbók. Borgið Lögberg! KAUPIÐ ÁVALT L L M L E L THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flestum tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna takmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásamt örðugleikum við flutninga, má því nær víst telja, að hörgull verði á vissum eldsneytistegundum í vetur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hætiu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnist eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 — 23 812 WARTIME NOTICE THE MANTTOBA COMMERCLAL COLLEGE, the originators of the Grade XI admittance standard, give notice that due to: L The increased demand for trained office help— 2. The lowering of minimum agé limits and educational requirements by both govemment and private employers— 3. The sharp decline in the number of persons available for business training— they will, in the interests of Canada’s All-Out War effort, waive their strict adherence to the Grade XI admitttance requirement until further notice, and will admit selected students with less than a Grade XI High School standing. NOTE—New classes will start each Monday. We suggest that you make your reservation now and begin your course as soon as possible in order to qualify for employment at an earlier date. THE MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE The Business College of Tomorrow — TODAY 300 ENDERTON BLDG., 334 Portage Ave. (4th door west of Eaton’s) Phone 26 565 Write or Telephonc for Our 1942 Prospectus

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.