Lögberg


Lögberg - 28.01.1943, Qupperneq 6

Lögberg - 28.01.1943, Qupperneq 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. JANÚAR, 1943. RUFUS Eflir Grace S. Richmond “Hann er allra skemtilegasti maður,” varð Nancy að orði. “ En hvers vegna kom hún ekki aftur með lestinni?” María frænka er sparsöm kona. Þegar hún nú er komin til New Haven og ætlar sér til New York, þá hefir henni fundist það of mikil eyðsla að fara hingað aftur, fyrst enga nauðsyn bar til þess,” sagði dr. Bruce. “Eg hlakka til að sjá bréfið, Lynn trændi.” Bréfið kom eins og til stóð. Hér fara á eftir kaflar úr því: “Eg sá ekkert að vagninum, þegar við komum til New Haven, þó að ökumaður- inn væri altaf að fara úr honum á leiðinni og gera við hann. Einu sinni námum við staðar í bifreiðaviðgerðarstöð. Þar varð eg að sitja alein meðan vinur ykkar, Oliver, lét dæluna ganga við hvern, sem hann hitti. Hann er mjög málskrafsmikill maður, og það þreytir mig mjög að ferð- ast svona langt með honum. Hann kom hingað í morgun til þess að láta mig vita, að bifreiðin væri svo skemd, að parta úr henni yrði að senda í verksmiðjuna, og það væri ekki hægt að vita, hvenær það yrði alt lcomið í lag. Hann sagðist ætla að fara með lestinni til baka. Hann spurði mig, hvort eg vildi verða honum sam- ferða. Eðlilega fanst mér það nokkuð dýrt að fara til baka og svo frá þér til New York; þar sem eg er nú meira en hálfnuð með þá vegalengd, held eg að bezt sé fyrir mig að halda áfram til New York þegar eg hefi lokið við heimsókn mína hér. Segðu Nancy, að eg biðji hana að senda ferðakistuna mína, en gleymdu ekki að láta í hana alt það, sem eg kann að hafa skilið eftir hingað og þangað í húsinu, einkum í baðherberginu. Eg held, að perlutaskan mín kunni að vera í dag- stofunni — eg hef ekki tekið hana með mér. Segðu henni að leita í öllum skúff- unum í dragkistunni í legubekknum í her- berginu mínu og gleyma ekki að leita undir rúminu. Þú gefur frú Coon og Pat sinn dollarinn hverju fyrir mig. Ekki svo að skilja, að þau gerðu nokkuð sérstaki fyrir mig, en eg hefi ekki gleymt því. Mér þykir leitt, að eg skyldi ekki fá meiri ráðleggingar hjá þér viðvíkjandi heilsu minni, því mér finst að sumt, sem þurfti athugunar við, hafi alveg gleymst þegar þú athugaðir lasleik minn. Eg er á því, minn kæri Lynn, að ef þú gæfir meiri gaum að öðrum, en minni að sjálfum þér og þínum lasleik, þá værir þú miklu betur farinn. Eg er viss um að eg hef hærri blóðþrýsting en þú sagðir , mér, og eg hef alt af aðkenning af svima, eins og eg gat um við þig. Eg vildi óska, að þú skrifaðir upp og sendir mér,ráð- leggingar þínar, því eg vil heldur halda áfram að leita ráða hjá þér skriflega en að fara til einhvers óþekkts læknis. Eg vona, að Nancy sjáist ekki yfir neitt, þegar hún lætur niður í kistuna rnína, og eg óska að hún dragi ekki að senda hana. Eg kysi heldur að borgað væri undir kistuna um leið og hún er send af stað, því mér finst að það vera farið betur með farangur, sem borgað er undir við afhendingu heldur en þann, sem borgað er undir við móttöku; þeir vita ekki nema það verði aldrei sótt. Eg ætla að segja það við þig aftur, Lynn, sem eg einu sinni gat um, meðan eg var hjá þér, að eg vona, að þú gefir ekki leyfi til að frú Ramsey haldi áfram að dvelja hjá þér. Jafnvel þó hún sé kölluð systur- dóttir þín, þá er hún of óvenjuleg, hvað útlit snertir, til þess að geta, óumtalað af heiminum, haldið áfram að búa hjá þér, og eins og þú veist, er einskis svifist í þeim sökum. Eg vona að geta dvalið um tíma hjá þér í haust á leið minni til vesturstrandarinnar; þá getur þú sjálfur dæmt um, hvernig ráðleggingar þínar hafa átt við mig. Ástarkveðja frá frænku þinni. Maríu Cliff Bruce. P. S. Það voru, ásamt ýmsu öðru verð- mætu, tveir dollarar í perlutöskunni minni. Nancy er viss með að finna hana, ef hún gerir sér far um það, þó taskan, ef til vill, liggi á einhverjum stað, sem kostar dálitla fyrirhöfn að finna. Dr. Bruce las sjálfur bréfið og var ygldur a svip á meðan. Þegar hann hafði iokið lestr- inum, rétti hann Nancy bréfið, bæði sökum þess, að hann hafði hlaupið yfir nokkrar setn- ingar í lok bréfsins og svo til þess að hún gæti farið aftur yfir það, sem snerti farangur Maríu frænku. Þegar hún var búin að fara yfir það, lagði hún það frá sér, án þess að gera nokkrar athugasemdir og gekk í burt til þess að koma í framkvæmd því, sem henni hafði verið falið. Hún var að velta því í huga sínum, hvort Lynn frændi hennar ætlaðist ti! að hún tæki ráðleggingar Maríu frænku, við- víkjandi henni sjálfri alvarlega, eða að hann hefði alveg gleymt að þær stóðu í bréfinu. Það vildi til, meðan hún var að leita að perlu- töskunni um alt húsið, að talsíminn hringdi og dr. Bruce fékk þær fréttir, sem ollu þvi, að hann gleymdi öllu öðru, þær voru svo sérstakar, að alt annað varð að víkja úr huga læknisins. Fréttirnar voru viðvíkjandi Hump- hrey Oliver. XXXIII. Það var hringt. Pat svaraði í símann. Hann tók á móti svohljóðandi fréttum, að hr. Humphrey Oliver hefði meiðst af járnbrautar- slysi, þegar hann var á leið frá New Haverx. Slysið vildi til skamt frá borginni, og þeir, sem meiddust, voru fluttir á sjúkrahús í borg- inni. Herra Oliver vildi láta dr. Bruce vita, að anhar fótur hans hefði brotnað, að öðru leyti væri hann ómeiddur og liði vel. Pat, sem var farið að þykja vænt um Oliver, ætlaði tæpast að ná andanum þegar hann fiutti dr. Bruce tíðindin. Pat hafði hlakkað til komu Olivers og vonaði, að hann dveldi að minsta kosti mánuð enn. Pat fanst þó enn meira til um dvöl frú Ramsey; fyrir henni bar hann óþreytandi umhyggju og mátti ekki hugsa til að hún færi. “Hamingjunrú sé lof, að hann komst lífs að, herra,” flýtti Pat sér að segja, þegar hann sá, hvað mikil áhrif fréttin hafði á læknirinn. Á næsta augnabliki lá við að Pat félli um koll af undrun, þegar hann sá dr. Bruce renna stólnum sínum af stað, til þess að komast að símanum, sem stóð á skrifborðinu í hinum enda stofunnar. Pat flýtti sér að hjálpa hon- um að renna stólnum þangað. Þetta var í fyrsta sinn á þrem árum, sem Pat hafði séð húsbónda sinn sjálfan snerta á heyrnartólinu. Pat hlustaði með andakt á það af samræðun- um, sem hann gat heyrt, og sem var á þessa leið: “Hverskonar beinbrot er það? Hefir fót- urinn verið settur í gips? Væri hægt að flytja hann? Hafið þér sjúkrarúm, sem þér gætuð látið fylgja honum hingað Þið hafið spítalann fullan? Er þá nokkuð því til fyrir- stöðu? Já, ágætlega. Mac Farland lítuv eftir honum. Eg vil fá hann hingað — Auðvitað látið þér hjúkrunarkonu fylgja honum. Hér þarf hann enga. Eg hefi þjón, sem kann tökin á því öllu.” — Pat brosti. Hann hélt, að lækn- irinn gleymdi, að hann var viðstaddur. — Þá er alt í lagi. Látið hann koma nú strax; viljið þér gera það? Hafi hann nokkuð að athuga við það, þá segið honum, að eg beri alla ábyrgð á því. Verið þér sælir.” Hann hengdi upp heyrnatólið. “Taktu alt úr þessu enda skrifstofunnar. Flyttu stólana og þennan legubekk út úr stofunni, og sjóðu um, að það sé nóg pláss fyrir rúm við þenna glugga þarna. Sæktu lampa upp og borðið til að láta hann standa á og settu við höfðalag rúmsins. Komdu þessu í lag, Pat, þeir koma með hann um kl. 4. Segðu frú Ramsey, að koma hingað.” Pat gat naumast setið á sér. Þetta líktist fyrirskipunum læknisins í gamla daga, stuttar, ákveðnar og greinilegar. Hann byrjaði sam- stundis að flytja til í stofunni, alveg eins og honum var sagt fyrir. Meðan hann var að því, kom frú Ramsey inn og var sagt frá, hvað væri í vændum. Hún horfði einnig með undrun á dr. Bruce, sem hún hafði aldrei séð líkan því, sem hann var nú. “Eg vil hafa hann hér hjá mér,” var sú skýring, sem hann gaf. Hvers vegna skyldi hann liggja í sex vikur þarna yfir á spítalan- um, og þar yrði hann á margbýlisstofu — hann myndi ekki vilja annað — sem hlyti að verða dauft líf til lengdar. Hvers vegna ætti hann að vera þar, þegar svo auðvelt er fyrir mig að hafa hann hér.” “Þétta var ljómandi góð hugmynd, Lynn frændi. Mér þykir þetta svo gaman; eg hlakka til að hjúkra ykkur báðum. Þú — þú ætlar mér að vera kyrri — dálítið lengur?” ‘ Viltu vera kyr?” “Já, það langar mig mjög mikið til.” “Eg hélt að þú vildir nú fara, fyrst María frænka er farin.” Hún fór að hlæja. “Eg á ekkert bágt með að vera án Maríu frænku — nema þú haldir, að eg þurfi eftirlitskonu. Segðu mér nú sann- leikann, Lynn frændi, viltu að eg fari strax?” Hann horfði út um gluggann, en ekki á hana, meðan hann sagði: “Auðvitað er hér enginn staður fyrir þig, lokuð inni hjá ósjálf- bjarga piparsveini. Það er ekkert líf að hafa engan samgang með fólki og engar skemt- anir. Þú ættir heldur að gera eitthvað, sem þú skemtir þér við. Eg mintist á þetta við Jim Mac Farland, og hann sagði mér, að hann hefði hvað eftir annað boðið þér út með sér — í leikhús — til miðdegisverðar — og fleira — oð þú hefðir hafnað því öllu. Hvers vegna gerir þú það, Nancy?” , “Hún svaraði ekki strax. “Doktor Mac Far- land hefir verið mjög góður. En mig langar ekki til að byrja á þessháttar. Það — eg — Lynn frændi, það er ekki það, sem eg þrái.” “Hvað þráir þú þá?” “Að vera hér kyr hjá þér fyrst um sinn — að minsta kosti þangað til Katrín Ferris er búin að koma sér fyrir. Þá — ef til vill — fæ eg mér litla íbúð einhversstaðar í nánd við hana.” Nú leit læknirinn undrandi upp. “Hefir þu ekki heimili — fastan aðsetursstað einhvers- staðar? Er það ekki í Denver? Ætlar þú ekki þangað aftur?” En nú var samtalinu slitið. Nancy hristi emungis höfuðið, án þess að opna varirnar, og rétt í því kom Pat inn með útbúnað þann, sem læknirinn hafði fyrirskipað, svo athygli hans dróst öll að fyrirkomulagi þess. Sjúkrarúmið var nú komið og borið inn og sett á sinn stað, því næst var komið með Oliver á börum inn úr sjúkravagninum. Ung- ur læknir ásamt hjúkrunarkonu kom sjúklingn- um fyrir í rúminu, og skildu þau ekki við hann, fyr en alt var komið í lag og brotni fóturinn og útbúnaður allur honum tilheyr- andi. OHver var glaður í bragði og virtist skemta sér við alt þetta umstang, sem ekki tók nema örfáar mínútur að kalla mátti. Þegar alt var komið í lag og ungi læknir- inn var að taka saman dót sitt og í þann veginn að fara, stöðvaði dr. Mac Farland bif- reið sína úti fyrir, þegar hann sá sjúkravagn- inn fyrir utan húsið, og flýtti sér upp dyra- þrepin. Nancy sá hann út um gluggann og hljóp niður í forstofuna til að mæta honum. “í hamingjunnar bænum, hvað hefir komið fvrir?” hrópaði hann upp.' Hún sagði honum, hvernig í öllu lá. Hann varð uppvægur og spurði: “Og hvernig stóð á, að ekki var kaUað í mig? — Eg var nýbúinn að frétta um slysið. Eg var ekki i bænum.” “Lynn frændi gerði allar ráðstafanir, hann sagði svo fyrir, að herra Oliver skyldi vera fluttur hingað — hann var búinn að koma öllu í lag áður en hann kom. Þegar fólkið, sem kom með Oliver, er komið út úr húsinu, býst eg við að hann taki alt í sínar hendur.” “Það er ekkert að gera, sé rétt um búið, nema bíða þangað til fóturinn er kominn sam- an. Jæja, mér liggur við að kalla þetta heppni í óheppni. Eg hef aldrei séð þennan Oliver fyr en um daginn hérna; hann er spilandi fjörugur og takist honum ekki að hleypa lífi x Lynn, þá tekst engum það. Þér, frú Ramsey, og eg gerum ekkert annað en að vera áhorf- endur, og það verður reglulega skemtilegt. Auðvitað verðið þér kyr, meðan um tvo sjúkl- inga er að annast?” Hann spurði að þessu með fullri vissu um, að svo yrði og lét í ljós ánægju sína með því að kinka kolli, þegar Nancy játti því. “Mér stendur á sama, hvað heldur í yður hér, ein- ungis að þér séuð kyr,” varð honum áð orði. “Og svo kemur dr. Ferris á morgun; alt geng- ur sinn rétta gang.” Sjúkravagninn fór, og með honum þjónustu- lið spítalans. Hjúkrunarkonunni var ekki leyft að verða eftir, sem var Pat mikið fagnaðar- efni, því ekkert verk þráði hann meira en að hjúkra Humphrey Oliver. Sjúklingurinn lá á bakið og horfði á vin sinn, Bruce, sem sat í hjólastól sínum við fótagafl rúmsins. Nancy stóð við skrifborðið og kom fyrir blómvendi í vasa. Dr. James Mac F^rland sat við borðið og horfði á. Hendur Nancy voru mjúkar og fagurlega lagaðar og því athyglisverðar. “Jæja,” byrjaði Oliver glaður í bragði, “hér bjóst eg nú ekki við að verða núna, en eg er ekki viss um, að mér hefði liðið annars staðar betur, þó eg hefði getað öllu ráðið þar x:m sjálfur. Eg hef áhyggjur út af einu — og það eru börnin mín.” Nancy hætti og leti á hann. Lynn Bruce starði forviða á hann. Dr. Mac Farland horfði forvitnislega á hann. “Fimm mínútum eftir áreksturinn,” hélt Oliver áfram, “tók eg tvö börn til fósturs. Það ei eins og eg geti ekki um annað hugsað. Mig hálf-langaði að hátta þau sjálfur í kvöld. En eg vona að hjúkrunarkonurnar verði þeim góðar, ef þær hafa þá nokkurn tíma til að hugsa um þau.” # Nancy yfirgaf verk sitt í miðju kafi og fór yfir að rúminu. “Höfðu þau meiðst mikið, herra Oliver?” spurði hún áköf. “Ekki hið minsta — en það munaði ekki hársbreidd að þau slyppu. Foreldrarnir fórust bæði við hlið þeirra, að mér ásjáandi,” hann dró rekkjuvoðina eitt augnablik upp á mitt andlit, um leið og hann sagði þetta, síðan setti hann handleggina upp á rúmfötin með ákveðnum hreyfingum og hendur hans skulfu lítið eitt. Svo hélt hann frásögninni áfram ón þess að hin trufluðu hann. Mac Farland stóð upp úr sæti sínu og gekk yfir að rúmgaflinum og staðnæmdist þar við hliðina á Nancy. “Eg var orðinn málkunnugur allri fjölskyld- unni á leiðinni, sem stafaði af þeirri tilviljun, að eg gat ekki fengið fyrsta farrými og varð að vera á þriðja. Ekkert út á það að setja, að minsta kosti fleira fólk — skemtilegra fólk. Þessi fjölskylda hafði komið alla leið frá Texas, og börnin voru einhver fallegustu og greind- arlegustu börn, sem eg hefi nokkurntíma séð — og eg hefi auga fyrir börnum. Drengur fjögra ára og stúlka tveggja ára. annað með blá augu, hitt með brún augu. Þau sögðu mér alla sögu sína — eg togaði hana út. Hjónin fretnur einföld, en hreinleg og lagleg. Ætluðu að setjast að á jörð í Vermont — höfðu erft húsið, lítið annað Nú — er öllu lokið. Tvö einstæðingsbörn eftir í heiminum. Enginn ætt- ingi. Enginn til að taka bö^nin að sér. Svo — eins og gefur að skilja, sagðist eg skyldi líta eftir þeim. Þau fóru á spítalann í sjúkravagn- inum með mér .Hefði eg ekki brotið þenna b fót, mundi eg hafa hreiðrað um þau á Endicott-gistihúsi með minni eigin hendi I kvöld.” Meðan hann sagði sögu þessa, hafði hann ekki litið á neinn, en nú leit hann á Nancy Bruce Ramsey og hvíldi augun þar alllengi. Það var ekki að furða. Hún stóð með spentar greipar, varirnar opnar og leiftrandi augu. Hún horfði ekki á Oliver heldur á dr. Lynn Bruce. Hún gekk hægt að stól hans og nam staðar fyrir framan hann, með spentar greipar og hendurnar lítið eitt fram. Svipur hennar og látbragð var samt ólíkt því, að hún væri að leika sorgarleik, það var eins og nú væri hið rétta augnablik komið, að hún bæri fram fyrir hann sitt stærsta áhugamál. “Má eg”, sagði hún og horfði fast í augu hans, sem einnig horfðu í hennar, “fara á spítalann og koma aftur með þessi börn? Hátta þau og hreiðra um þau — breiða ofan á þau í kvöld, fyrsta kvöldið eftir foreldra- missinn?” “Þú mátt það,” svaraði Bruce. Hún leit á Oliver og sá fögnuðinn í svip hans — sannan fögnuð, eins og börnin hefðu veriö hans eigin börn. Þar næst leit hún á James Mac Farland. “Eg skal fara með yður,” sagði hann, “eg bíð aðeins eftir leyfi.” Hefði hann séð, hvernig þessir tveir, sem eftir voru, horfðu á eftir honum, þegar hann fylgdi á eftir Nancy út, myndi það ekki hafa dulist honum, að þeir óskuðu sér báðir að vera hinn hamingjusami maður, sem þeir töldu hann nú vera. XXXV. Frú Ramsey sat í aftursætinu í bifreið lækn- isins með sitt barnið við hvora hlið. Bifreiðin bar að öllu leyti vott um smekkvísi eigand- ans og var vel viðhaldið. Hún tók minna barnið upp í kjöltu sína, sem óðara gróf and- litið undir vanga hennar. Annan handlegginn hafði hún um herðar drenghnokkans, sem þrátt fyrir að hann hafði ekki sofið síðastliðna nótt, sat með galopin augu undir litlu ullar- húfunni, sem slútti nokkuð niður á ennið. Bláu augun litlu stúlkunnar lokuðust fljótlega undir vanga Nancy. James Mac Farland gat ekki stilt sig um að gefa stöku sinnum gætur að Nancy, þar sem hún sat ýmist með tárvot augu eða glampandi af fögnuði og friði. Það virtist sem hún hefði nú í fanginu það, sem hjarta hennar hefði þráð. “Börnin eru svo yndisleg,’* sagði hún í eyra læknisins, um leið og hún leit á þau. “Mann hlýtur að langa til að annast þau. Það er engin leið að láta þau vera á spítalanum. Eg læt þau aldrei frá mér aftur.” “Þá verðið þér að setjast að hjá Oliver,” skaut Mac Farland inn í. “Nú þegar eg sé þau, skil eg vel ^ð hann meini það sem hann sagði, að hann ætlaði að taka þau að sér. Hann ei* einmitt maður af því tagi — hjartað er á réttum stað.” “En hann myndi ekki gera það, gæti hann fundið móður handa þeim; veslings litlu börnin.” “Eg vil koma til mömmu,” sagði mjó rödd, upp úr eins manns hljóði. “Mamma kemur bráðum,” lofaði Nancy og var meðaumkvun í röddinni. Við verðum að bíða dálitla stund. Viltu vera hjá mér þangað til hún kemur?” Drengurinn leit framan í Nancy með sínum brúnu barnsaugum, sem Nancy fanst í fyrstu að væru of fögur til þess að vera af þessum heimi. Hún varð hvað eftir annað að þerra tórin úr augum sér, þegar hún sá löngunarfult tillit drengsins. Mac Farland leit við rétt í því, þrátt fyrir vað all-mikil ferð var á bifreiðinni og honum datt í hug, að hefði hann verið kvongaður og faðir barna, hefði hann ekki ásakað konu sína, þó hún hefði ekki sýnt börnum þeirra meiri blíðu. Hann furðaði sig ekki á, að börnin hölluðu sér upp að brjósti Nancyar og kinkuðu kollunum til samþykkis því, að þau vildu vera hjá henni meðan þau biðu eftir mömmu sinni. Hann hafði litið mörg andlit um dagana, sum óttaslegin, sum með fleðulátum, sum með vin- áttu í svipnum, en í engu þeirra hafði hann fundið, það sem hann óskaði að finna, fyr en nú.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.