Lögberg - 28.01.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.01.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. JANÚAR, 1943. 3 samkomulagi um hvað sé for- svaranlegt viðurværi fyrir þá. sem litlar intektir hafa. * * * Allur tryggingakostnaðurinn árið 1938—39, var 342 milljánir, og var borin í jöfnum hlutföll- um af þeim er tryggingarinnar nutu, vinnuveitendum og stjórn- inni. Núverandi tryggingar fyrir- komulag kemur til að kosta, ár~ ið 1945, £432 millj., en undir Beveridge fyrirkomulaginu kost ar það £697 millj., fyrir miklu meiri tryggingar og aukahags- bætur. Eftir 20 ár yrði kostnað- urinn orðinn £858 millj., sem stafaði af fjölgun ellistyrksþega. Kostnaðaraukningin frá því sem er, næmi £265 millj. hvar af £125 millj. kæmu inn í gjöld- um styrkþega, £54 millj. frá at- vinnuveitendum og £86 millj. frá stjórninni; meiri hluti aukakostn aðar á næstu tuttugu árum fell- ur á stjórnina. Af allri kostnaðarupphæðinni £697 millj. árið 1945, kostaði samanlögð þjóðartryggingin £367 millj., og stjórnartillag og þjónusta £335 millj. Af hinni síð- ari#upphæðinni ganga £110 milj. til barnaverndunar og uppeldis. £170 milj. verður varið til mjög fullkominnar heilsuverndunar, og heilsubótar, og 39 millj. til ellistyrksþega, sem uppbót þar til hámarki ellistyrksins hefir verið náð. Ellistyrkurinn nemur £126 millj. árið 1945, en er á- ætlaður að nema £300 millj. árið 1965, og stafar það af því hversu margt fólk nær háum aldri, fyrir betri lífskjör og heilsueftirlit. Aldurstakmark til ellistyrks er: Karlmenn 65 ára en konur 60 ára, ásamt réttindum til hækk andi styrks, sem árið 1965 verð- ur jafn atvinnuleysis styrknum. Sökum fjölda aldraðs fólks í hlutfalli við fækkandi barna- fæðingar, gerir Beveridge ráð fyrir að fyrir hvert barn sé hverri móðir borgað £4 ag auk þess 36 shillings á viku, í þrettán vikur, fyrir giftar konur, sem vinna, svo að þær geti verið frá vinnu og notið hvíldar og upp- byggingar. Þessi hjálp, ásamt. barnatillagi, er ætlast til að komi í veg fyrir örbyrgð, sem bugar áræði foreldra til að auka fjölskyldu sína og ala upp börn. Stjórnin ber meir en helming alls kostnaðar þjóðartryggingar- innar árið 1945. Stjórnin borgar í351 millj. af £697 millj., sem er allur kostnaðarinn; og á kom- andi 20 árum verða tryggingar- fillög lítið breytt, nema frá stjórninni. Tillag stjórnarinnar hækkar smátt og smátt, þar til það verður £519 millj. af allri upphæðinni, sem verður £858 millj. Skattgreiðendur byrja þannig að borga helming kostn- uðarins, og að síðustu 60% af öllum kostnaðinum. Atvinnuveitendur, sem borg- uðu £66 millj. í tryggingarsjóð- inn árið 1939, koma til að borga ^83 millj. árið 1945, undir nú- verandi fyrirkomulagi, en það Verður hækkað upp í £137 millj. nndir nýja fyrirkomulaginu, en svo verður það lítilsháttar lækk- að, í £132 milj. á næstu tuttugu árum. * * * Er hægt að gefa fólki trygg- mgu gegn örbyrgð og fátækt. nndir svo fullkomnu tryggingar- fyrirkomulagi, án þess að það treysti um of á það, og verði kærulausara um að bjarga sér? ^un fólk geta haldið sjálfstæð- nm og óháðum hugsunarhætt'. framtakssemi og metnaðar? Við hér í Canada vitum að atvinnu- ^eysishjálpin var misbrúkuð, og að ellistyrkurinn hefir og verið misbrúkaður. Beveridge viður- hennir þá hættu, sem slíku sé samfara, en hann bendir á ýmis- Iegt, sem komi í veg fyrir slíkt. í fyrsta lagi, þjóðartryggingin veitir aðeins lágmarksviðurværj, f^yggingin veitir ekki ríkmann- leSa afkomu. Þar eð atvinnu- leysis borgunin er ekki tíma- hundin, verður tryggingarþegi eftir vissan tíma að taka aðra atvinnu en hann vanalega hefir stundað, og fá æfingu fyrir öðru verki. Atvinnuleysisborgun inni- bindur framfæri fyrir börn hins trygða, óg undir Beveridge fyrir- komulaginu, getur maður með stóra fjölskyldu oft fengið eins mikið, eða meira en hann hefði. ef hann væri að vinna fyrir kaupi. Til þess að hvetja slíkan mann til vinnu, er ein af ástæð- unum fyrir að borga framfærslu styrk til barnanna, jafnvel þó faðirinn hafi atvinnu. Þeir, sem halda áfram að vinna eftir að þeir eru komnir yfir aldurstak- mark, 65 ára, fá greiddan hærri ellistyrk. Þó allar trvggingar ráðstafanirnar séu sameinaðar, er tillags grundvellinum ekki haggað. Sannleikurinn er sá, að þeir, sem njóta hagsmunanna frá þessari tryggingu hjálpa til að bera kostnaðinn, og slíkt hjálpar þeim til að halda sjálf- stæði sínu og sjálfsvirðingu, og sú er reynslan meðal ensks verkalýðs. Beveridge er samþykkur því, að ríkið skuli ekki standa í vegi fyrir framsóknar viðleitni ein- staklingsins, heldur gefi sem mest svigrúm, og hvatning fyrir frjálst framtak hverjum einstakl ing, svo að hann hafi úr meiru að spila fyrir sig og fjölskyldu sína, en lámarks ákvörðunin til- tekur. Blaðið Economist, sem sterklega mælir með öll- um aðal. tillögum nefndarinnar, gerir þá athugasemd, “að um það geti orðið skiftar skoðanir hvort Sir William Beveridge hafi gert nægilega tryggingu gegn leti og áhugaleysi.” Það er auðsær erfiðleiki að koma í veg fyrir slíkt, hjá sumum, sem eiga hlut að máli, ef or- sökum fátæktarinnar er burtu bægt, og öllum sé trygð sann- gjarnt viðurværi og afkoma. * * * “Tilgangurinn með þjóðfélags- legri tryggingu,” segir Beveridge “er partur af framþróun þjóð- félagsfyrirkomulags. Það er að- eins árás á einn af fimm höfuð- óvinum þjóðfélagsins og menn- ingarlegrar þróunar; á efnalega vöntun, á sjúkdóma, sem oft eru orsök fátæktar og skorts, og hafa margvíslegá aðra erfið- leika í för með sér; á fáfræði, sem ekkert lýðræði getur liðið að sé látið eiga sér stað meðal borgara sinna; á þá siðspillingu. sem stafar að mestu leyti af áhættu í dreifingu iðnaðar og fólksins; og athafnaleysi, sem eyðir þjóðarauðnum og siðspill- ir mönnunum, hvort heldur að þeir hafa nóg eða ekki.” Með þessu fyrirkomulagi er ætlast til að stöðugri atvinna sé trygð, en verið hefir, ná- kvæmu heilsueftirliti og endur- hressingarþjónustu, sem heldur fólkinu í vinnufæru ásigkomu- lagi, og minkar þörfina fyrir útborgunum úr tryggingarsjóði. Það er við því að búast að þessu fyrirkomulagi geti stafað hætta af almennu atvinnuleysi, eins og átti sér stað fyrir fáum árum, sem bæði mundi leiða til þess að lækka þyrfti gjöld al- mennings í tryggingarsjóðinn. og auka hagsmuna útborganir til atvinnuluasra. Því er og gert ráð fyrir í skýrslunni að inn- tektum þjóðfélagsins sé haldið í góðu lagi, með sérstaklega hagkvæmu hagsmunalegu fyrir- komulagi, bygðu á vísindalegum grundvelli, bæði heima, og með því að tryggja alþjóðasamvinnu í framleiðslu og viðskiptum, að stríðinu loknu, þrátt fyrir breytl viðhorf á mörgum sviðum. Þýtt hefir G. E. Eyford Jón: “Geturðu lánað mér tíu krónur?” Geir: “Já.” Jón: “Viltu þá gera það?” Geir: “Nei.” Jón: “Hversvegna ekki?” Geir: “Heldurðu að eg vilji setja besta vin mihn í skuldir.” Ferð til Louisville, og þing Lútersku kirkj- unnar þar Eftir G. J. Oleson. (Framhald) Á þinginu mun hafa verið um 858 erindrekar frá 34 kirkju- félögum, flestir málsvarar voru frá Ministerum of Pensylvania um 78, frá United Synod of New York 76 og svipað frá Central Pennsylvania Synod, 42 frá Pittsburg Synod og 38 frá Synod of Ohio, og 24 frá Illinois Synod. Aðeins voru tvö kirkju- félög, sem ekki höfðu málsvara þarna og var það The Andhra Evangelical Lutheran Church oí India og The Evangelical Luther an Church in Japan. Ætlast er til að jafn sé fjöldi kennimanna og presta, og leikmanna, og voru í öllum tilfellum jafnmargir leikmenn og prestar frá öllum kirkjufélög(um nema tveimur, voru leikmenn í ofurlitlum minni hluta. Á þessu þingi voru margir afburðamenn bæði að lærdómi og mælsku, þar voru um 113 eða þar um bil, guðfræðis- og heim- spekisdoktorar, ekki skal eg segja neitt um það hvert þessir menn hafa allir átt sinn heiðurs- titil með verðleikum, því þjónar kirkjunnar, sumir að minsta kosti, eins og menn á öðrum sviðum mannlífsins, eru hégóma gjarnir og sækja með odd og egg eftir orðum og titlum, og ættum vér íslendingar nú þegar að vera farnir að þekkja það, þó það sé ekki svo áberandi innan kirkjunnar, og það er ekki svo lítill sannleikur í vísunni hans Steingríms: Orður og titlar ónýt þing eins og dæmin sanna, notast oft sem uppfylling í eyður veðrleikanna. En hvað um það, þarna voru margir ágætis menn alveg frá- bærir að málfari og prúð- mensku, og fanst mér lítið bera á dægurþrasi og hártogunum, en fjarri fór því að allir væru á sama máli, en því sem næst undantekningarlaust ræddu menn málin með hógværð og prúðmensku og röksemdafærslu, var unun að hlusta á ræður margra þessara skörunga. Eftir því tók eg að margir hinir betri menn lögðu ekkert sér- stakt kapp á það að vera sífelt að tala, aðeins er svo bar undir að þeir voru knúðir til þess af einhverjum sérstökum ástæðum að taka til máls en ekki ems og svo aft vill verða að menn hafa svo gaman af að heyra ti! sjálfra sín. Eg hefi þegar minst á Dr. Knubel, forsetinn, en skrifarinn Dr. W. H. Greever all eftirtektarverður maður hæg ur og stiltur, og er óefað vand- aðasti maður, virtist hann hafa mikil áhrif á þinginu, enginn sérstdkur mælskumaður, er hann fremur íhaldssamur, vill ekki hætta sér út á neinn hálann ís með nýmæli. Kom hann mér fyrir sjónir, sem greindur og lærður íslenzkur bóndi, sem ekki lætur draga sér úr hönd- um, kom sérstaklega varasemi hans í ljós er rætt var um að sameinast Federal Counsie of Churches, voru allharðar deilur um það og sótt fiart á báðar hliðar. Var dr. Greever að mér fanst alls ekki persónulega and- vígur því en hann var hræddur við eftirköst, sem og máski var rétt og hefir sennilega verið tekin rétt afstaða að fresta því enn um tíma. Skoðanir manna eru svo margþættar. Þá er fé- hirðirinn Mr. E. Clarence Muller L. L. D. frá Philadelfia, er sagt. að hann hafi verið bankamaður, og lítur hann út fyrir að svo hafi verið að ytri ásýnd, það má oft lesa bankamenn úr hópn- um, en mér kom hann svo fyrir sjónir að hann hefði víðari sjón á hlutunum en algengt er með harðsoðna bankamenn. Kom það sérstaklega í ljós er rætt var um eftirlaun presta, var allmikið um það mál rætt og deilt, hafði þingið á prjónunum nýtt .fyrirkomulag, sem sumir vildu koma í gegn, þess eðlis, að eftirlaun presta yrðu sniðin eftir því, sem hver söfnuður og prestur borgaði í þann sjóð. En með því fyrirkomulagi mundi hin fátækari prestaköll og prest- ar verða útundan, en þau stærr> og ríkari og hæst launuðu prest- ar mundu hafa mest er kæmi ti! eftirlauna. Þótti þetta plan ekki sem kristilegast eða democrat- iskast, enda varð það undir að þessu sinni og hið fyrra fyrir- komulag haldið áfram þar sem alt gengur jafnt yfir háa sem lága, fylgdi Mr. Muller því fram með allmiklum krafti að breyta ekki að svo stöddu frá núver- andi fyrirkomulagi. Ekki ætla eg mér að fara að nafngreina marga af þeim höfuð leiðtogum, se'm þarna voru, en engir þótti mér öllu glæsilegri en þeir Dr. Paul Scherer frá New York, og Dr. Franklin C. Fry frá Ohio Synodunni, var nautn að sjá þá koma fram og heyra þá tala, þar voru margir upprennandi menn mikilhæfir og lærðir, með mest alt lífið fyrir framan sig, og margir hug ljúfir gamlir menn með hreinan svip, sem æfi sinni allri hafa eytt í þarfir kirkjunnar og rétt- lætishugsjón mannfélagsmál- anna. Hr. Grettir L. Jóhannsson kyntist Dr. Fry allnokkuð og var hrifinn af honum, hafði hann orð á því að sig langaði að hann kæmi norður til Winni- peg á þessu ári, Fór þeirra eitt- hvað á milli í þessu sambandi, lét Fry í ljós að hann væri fús að koma ef þess væri kostur. Ekki þurfa Islendingar að ber« neinn kinnroða fyrir leiðtoga sínum þarna á þinginu, séra Kristni K. Olafson, talaði hann nokkrum sinnum. var stuttorður en talaði eins og sá sem valdið hefir, skeikar honum ekki er hann talar, má segja að í hvert sinn er hann sækir fram hittir hann markið. 1 fyrsta sinn ei hann talaði, svaraði hann Dr. Blackwelder frá Washington D. C. hafði leiðtogi Ungverja þarna á þinginu talað og mælst til fulltingis fyrir sína kirkju frá U. L. C. A. Kom þá Black- welder fram með miklu fjaðra- foki og mælsku og kvað tíma til kominn, og jafnvel liðinn hjá fyrir nokkru að félagið væri að styrkja þá þjóðflokka, sem enn héldu við útlent mál og siði. Enskan væri landsmál og við hana ættu rpenn að leggja rækt. Örfáir menn, af öllum fjöldanum í salnum klöppuðu fyrir ræðumanni, og yfirleitt tók þingið lítið tillit til hans at- stöðu í þessu máli. Þetta skeði rétt fyrir miðjan dag, að aflokn- um miðdegisverði er þing hófst aftur kvaddi séra Kristinn sér hljóðs, sagðist hann hvorki vera Ungverji né sonur Ungverja, en hann kvaðst vilja mótmæla því, sem Dr. Blackwelder sagði fyr um daginn, væri hann þinginu þakklátur fyrir umburðarlyndi og víðsýni, sem það hefði sýnt við afgreiðslu þessa máls. Benti hann á afstöðu útlendinganna yfirleitt, og væri full ástæða að taka til greina þann mikla skerf sem hinir útlendu þjóðflokkar hefðu lagt til kirkju og allra menningarmála þessa mikla lands, og til þess að kirkjan og mannfélagið rækti sína skyldu gagnvart þessu fólki þyrfti hún á að halda bæði skilningi og umburðarlyndi. Ekki svaraði Dr. Blackwelder þessu, en hann talaði einslega við séra Kristinn á eftir í mesta bróðerni, og var honum þá all- mikið samdóma. Taldi Dr. Black welder sér það til inntekta að hann væri sóknarprestur Thors, málsvara íslands í Washington og hefði fermt eitthvað af börn- um hans. Annað sinn minnist eg, að séra Kristinn talað’i, var það í eftirlaunamálinu; talaði vel og snjalt, og lagði hann þá spurn- ingu fyrir Mr. Stackel, sem var einn af forvígismönnum leik- manna og lét allnokkuð til sía taka, mig minnir hann væri frá Rochester N. Y., hann stóð fram arlega eða var oddviti þeirrar nefndar á þinginu, sem fór meö hið nýja frumvarp í sambandi við eftirlaun presta. Var spurn- ingin eitthvað á þá leið hvort ekki væri varhugavert fyri” kirkjuna á þessum tímum að vera að stofna Endowment funds, eins og viðhorfið með peningamálin væru nú í heimin- um og líklegar breytingar, sem sennilega yrðu á fjármála fyrir- komulagi að stríðinu loknu, og vitnaði hann í umsögn erki- biskupsins í Kantaraborg um peningamálin í þessu sambandt Hr. Stackel rak í vörðurnar, sagðist ekki vera spámaður en hélt hann mundi fresta að svara þar til á næsta þingi. Séra Krist- inn hélt þá að best væri að fresta því að breyta til með þetta mál, þar til á næsta þingi, og varð það nú eins og áður er sagt. Séra Kristinn var samt ekki sjálfur allur þarna á þing- inu, yfir honum hvíldi þúngur skuggi, þó lítið bæri á því, hann átti von á verri fréttum að heiman á hverri stundu, ef til vill, og þrátt fyrir alt vissi hann hvað verða mundi áður langt liði, fékk hann þó á meðan á þinginu stóð heldur betri frétt- ir, en það var ekki nema stund- ar fró. Nú er hann orðinn ekkju maður í annað sinn og finna all- ir vinir hans sárt til með hon- um. Missirinn er mikill, samúð- in og heimilislífið alt var svo bjart og fagurt og til fyrir- myndar. Frh. Hitt og þetta Hátíðahöld mikil stóðu yfir í smábæ einum í írlapdi og voru allir gististaðir löngu fullir þeg- ar Pat mundi eftir því, að hamr þurfti að fá sér næturstað. Loks var hann svo heppinn að fá gistingu, en varð að gera sér að góðu að vera herbergisnautur hljóðfæraleikara, sem var blökkumaður. Kunningjar hans, sem verið höfðu með honum á rallinu um kvöldið, vissu þetta, og fannst betur fara á því að báðir her- bergisfélagarnir hefðu sama lit, og smurðu andlit hans með svertu, þegar hann var sofnað- ur. Um morguninn vakti hús- móðirin hann. Fór hann strax framúr og leit í spegilinn. “Já, hvert í logandi!” hróp- aði hann upp yfir sig. “Hún hefir þá vakið þann svarta, en ekki mig!” * * * “Úrið mitt stoppaði þegar það datt á gólfið.” “Auðvitað, hélztu að það færi í gegnum gólfið?” Business and Professionai Cards WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 4» Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hös. Út- vega peningal&n og eldsöbyrgð. bitreiðaá.byrgð, o. s. frv. Phone 26 821 Peningar til útláns Sölusamningar lceyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 .• Heimili: 214 WAVERBEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitóba marmari SkrifW eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway Simi 61 02 3 H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165* Phones 95 052 og 39 043 Thorvaldson & Eggertson LögfræOingar 300 NANTON BLDG. Talsimi 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephohe 88 124 Home Telephone 202 398 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaOur i mlObiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40c—60c Frce Parking for Quests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 HeimiUs talsimi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef . og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalstimi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusiml 22 251 Heimiliáslmi 401 991 Dr, S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Viðtalstimi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.