Lögberg - 11.03.1943, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. MARZ 1943.
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry.
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S-
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
♦ ♦ ♦
Á mánudagsmorguninn lézt á
Almenna sjúkrahúsinu hér
borginni, frú Fanney Blöndal,
glæsileg tápkona 54 ára að aldri,
hún var fædd í Reykjavík, og
voru foreldrar hennar þau Jón
Eiríksson og Jóhanna Björns-
dóttir. Auk manns síns, Ásgeirs
Blöndal, sem nú dvelur á ís-
landi, lætur frú Fanney eftir
sig sex mannvænleg börn, fimm
sonu og eina dóttur. Systir
Fanneyjar heitinnar, frú Mín
erv Sædal, er búsett í Winni-
peg-
Útförin fer fram frá Bardal á
föstudaginn kl. 10.30 f. h.
♦ ♦ ♦
Þeir bræður Halldór og Gísli
Björnsson frá Riverton, komu
til borgarinnar um miðja
vikuna.
♦ ♦
Þann 22. febrúar s. 1., lézt á
sjúkrahúsi í Victoria, B. C.,
merkiskonan frú Elinborg
Sivertz, 73 ára að aldri, fædd á
íslands; hún var kona Christians
Sivertz, og var heimili þeirra
að 1278 Denman Ave. í Victoria;
auk hins ágæta eiginmanns síns,
lætur frú Elinborg eftir sig
fimm sonu, er allir hafa getið
sér frægðarorð; einn son mistu
þau Sivertz-hjónin í fyrri heims
styrjöldinni. Tvö systkini lætur
frú Elinborg einnig eftir sig á
lífi: Jónas Samúelsson í Belling-
ham og Mrs. S. Sigurðson í
Seattle. •
Útför frú Elinborgar fór fram
miðvikudaginn 24. febrúar.
♦ ♦ ♦
Föstudaginn 26. febr. lézt í
Churchbridge, Sask., ekkjan
Kristín Þorsteinsdóttir Hinrik-
son á níræðisalcþri, frá Haug-
húsum á Álftanesi. Hún var
ekkja Magnúsar Hinrikssonar,
sem er látinn fyrir nokkrum
árum. Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið: Jórunn, Mrs. Walt-
er Lindal, dáin fyrir nokkru;
Ingibjörg, Mrs. Óscar ólson til
heimilis við Churchbridge. og
Elín Kristín, gift Gísla Markús-
syni við Bredenbury. Kristín
var greftruð í grafreit Þing-
vallasafnaðar þ. 2. marz af séra
S. S. Christopherson; líka tók
þátt í þeirri athöfn prestur
ensku lútersku kirkjunnar í
Churchbridge, Carl Cederberg.
Kristín var hin mætasta kona
á allan hátt; er sárt saknað af
ættingjum og vinum.
Við útförina var staddur
tengdasonur hinnar látnu, Hon.
Walter J. Lindal, héraðsréttar-
dómari í Manitoba.
♦ ♦ ♦
Miss Lillian Eyjólfson, sem
Á fimtudaginn þann 4. þ m.,
lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér
í borginni, Guðrún Bjarnadóttir
Mýrmann, kona Jóns Mýrmanns
58/ Langside St.; hún var frek-
lega 66 ára að aldri; auk eigin-
manns síns, lætur Guðrún eftir
sig eina dóttur Sigfríði Jórunni,
búsetta í Vancouver, er kom aö
vestan á þriðjudaginn, eða tveim
ur dögum áður en móðir hennar
lézt.
Útförin fór fram frá Bardals
á laugardaginn var. Séra V. J.
Eylands jarðsöng.
♦ •♦ ♦
íslenzkur miðaldra kvenmað-
ur óskast til venjulegra heimilis-
starfa á íslenzku bændabýli í
grend við bæinn Westbourne
hér- í fylkinu. Upplýsingar a
skrifstofu Lögbergs. Auk þess
má leita upplýsinga bréflega til
iVírs. E. G. Thompson, West-
bourne, Man.
♦ ♦ ♦.
Mr. og Mrs. C. Tomasson frá
Hecla voru stödd í borginni um
síðustu heilgi til fundar við
Laurier son sinn, sem er í
Canadiska flughernum, og var
á ferð vestan frá Regina áleiðis
til Toranto.
“f ♦
Soldiers’ Welfare Committee
of the First Lutheran Church
is very anxious to secure the
correct address of each boy over
seas. Kindly give this matter
your prompt attention without
delay; if their address has been
changed recently, Telephone or
write to:
Mrs. Geo. Eby, Phone 47 189
144 Glenwood Cresc, Elmwood,
Winnipeg, Man.
Mrs. A. S. Bardal, Phone
26 444, Ste 2—841 Sherbrooke
St., Winnipegí Man.
♦ ♦ ♦
Nokkur eintök af leikritinu
"F j alla-Ey vindur ",
óskast keypt.
Björnsson’s Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg, Man.
♦ ♦ ♦
Góðar bækur.
Smoke Bay, Steingrímur Ara
son, kennari, $2.25. A Primer of
Modern Icelandic, Snæbjörn
Jónsson $2.50. Stafsetninga orða-
bók, Freisteinn Gunnarsson,
$2.25. Vestmenn, Þ. Þ. Þorsteins-
son, $2.50. Æfintýrið frá Islandi
til Brasilíu, Þ. Þ. Þ. $3,75. Ice-
landic Canadian 4 hefti á ári
$1.00. Varnarmál III. hefti, ný-
komið -1.00.
Póstgjald innifalið í verðinu.
Björnsson’s Book Store
702 Sargent Ave.
♦Vinnipeg, Man.
♦ ♦ ♦
Leiðrélling.
í forsetaskýrslu minni í síð-
asta blaði höfðu fallið úr skránni
yfir látna' félagsmenn eftirfar-
andi nöfn: Mrs. Helga Johnson,
Winnipeg; Gestur Oddleifsson,
Árborg; Jón H. Goodmundsson
Elfros; Guðrún H. Friðriksson,
Tea.
Soldiers Welfare Committee
of the First Lutheran Church
will hold a Tea on Tuesday
March 23, from 3—5 in the
afternoon and from 8—10 in the
Evening in the parlor of the
First Lutheran Church for the
purpose of raising funds *for
Easter Parcels for. our boys
overseas.
You all cordialy invited to
attend.
♦ ♦ ♦
Jón Halldórsson frá Kúfustöð-
um í Svartárdal í Húnaþingi,
lézt að heimili dóttur sinnar,
Maríu Austmann hér í borginni
á sunnudaginn var, á áttunda
ári hins sjöunda tugar; hann
lætur eftir sig ekkju, önnu Sig-
urðardóttur Halldórsson, ásamt
stórum hóp mannvænlegra, full-
tíða barna. Fjölskyldan var lengi
búsett í Nýja íslandi.
Útför Jóns fór fram frá Sam-
bandskirkjunni í -Winnipeg á
miðvikudaginn. Séra Philip M.
Peturson jarðsöng.
Stutt minningargrein um Jón
heitinn, eftir ritstjóra þessa
blaðs, birtist í Lögbergi í næstu
viku.
♦ ♦ ♦
Icelandic Canadian Club held-
ur fund í Antique Tea Room,
210 Enderton Bldg. á sunnu-
dagskvöldið 14. marz, kl. 8,30.
Þar verður sýnd kvikmynd frá
Daniel Mc Intyre Institute, og
einnig verður skemt með söng
og hljóðfæraslætti.
♦ ♦ ♦
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar heldur fund í samkomu
sal kirkjunnar á fimtudaginn þ.
25. þ. m., kl. 2.30 e. h.
♦ ♦ ♦
Mr. og Mrs. Einar Johnson frá
Oak Point, voru stödd í borginni
á þriðjudaginn.
M
essu
boð
Fyrsía lúterska kirkja, Winnipeg
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur
776 Victor St.—Phone 29 017
Guðsþjónusta á hverjum
sunnudegi,
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7. e. h.
Sunnudagaskóli kl. 12:15.
Allir æfinlega velkomnir.
* * *
Messur í Vainabygðum:
Sunnudaginn 14. marz 1943.
Wynyard kl. 3. e. h. ísl. messa.
B. T. Sigurdsson.
♦ ♦ ♦
Preslakall Norður nýja íslands.
14. marz — Árborg, íslenzk
messa kl. 2. e. h.
B. A. Bjarnason.
♦ ♦ ♦
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudaginn 14. marz.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
íslenzk messa kl. 7. síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
♦ ♦ ♦
Áætlaðar messur
starfrækir Lil s snyrtistofu að Vancouver og Ólafur Hall,
802 Ellice Avenue hér í borg- Wynyard. Á þessu eru hlutað-
Winnipegosis; Kristján Bessa-
son, Selkirk; Sigfús Pálsson, í Gimli prestakalli:
Sunnudaginn 14. marz.
ið áður gefið út hliðstæð þýðinga
söfn úr öðrum Norðurla ídamál-
um, og er fylgt sömu reglu og
í fyrri bindum ritsafnsins, efnis-
valið bundið við bókmenntir
heimaþjóðarinnar, nema hvað
ljóð eftir Stephan G. Stephans-
son hafa verið tekin með í safn-
ið vegna þeirrar sérstöðu, sem
hann skipar í íslenzkum bók-
menntum.
Dr. Riohard Beck, prófessor í
Norðurlandamálum og bókment-
um við ríkisháskólann í Norður-
Dakota, hefir safnað efninu í
nefnda bók og búið hana undir
prentun. Hann hefir einnig
skrifað yfirlitsritgerð um ís-
lenzkar bókmenntir síðustu
hundrað ára og æviágrip þeirra
höfunda, sem eiga ljóð eða sög-
ur í bókinni í þýðingú, en þeir
eru nær þrjátíu talsins.
Þýðingar eru þar á kvæðum
eftir meirihluta hinna kunnustu
ljóðskálda íslenzkra síðan á tíð
Bjarna Thorarinsen og Jónasar
Hallgrímssonar. Eru flestar
þeirra þýðinga eftir frú Jakob
ínu Johnson og prófessor Wat-
son Kirkconnell, og má segja,
að þar sé um að ræða úrval
úr hinu víðtæka þýðingasafni
þeirra beggja úr íslenzkum kveð
skap. Þá eru hér einnig ljóða-
þýðingar eftir dr. Vilhjálm
Stefánsson, prófessor Skúla
Johnson, séra Runólf Fjelsted og
fleiri. Hafa eigi allfáar þessara
þýðinga aldrei áður komið á
prent í bókarformi og sumar
eru hér prentaðar fyrsta sinni.
Meginefni bókarinnar er þó
þýðingasafn ekki færri en sex-
tán smásagna úr íslenzkum nú-
tíðarbókmentum, er aldrei hafa
í enska búningnum áður komið
út í bókarformi og fæstar verið
prentaðar fyrri. í safni þessu
eru meðal annara sagna: “Heim-
þrá” eftir Þorgils Gjallanda
“Vistaskifti” og “Þurkur” eftir
Einar H. Kvaran, “Sigurður
formaður” eftir Gest Pálsson,
“Gamla heyið” eftir Guðmund
Friðjónsson og “Þegar eg var á
fregátunni” eftir Jón Trausta, að
nokkrar séu nefndar. Auk þess
eru hér þýddar sögur eftir
Kristínu Sigfúsdóttur, Huldu,
Jakob Thorarensen, Guðmund
Hagalín, Kristmann Guðmunds-
son og Halldór Kiljan Laxness.
Mrs. Mekkin Sveinson Perkins,
í Washington, D. C., hefir þýti
flestar þessar sögur og l.agt við
það verk mikla alúð; hún hefir
einnig í því starfi notið stuðn-
ings íslenzkra menntamanna hér
lendis. Aðrar smásagnaþýðing-
arnar eru eftir frú Jakobínu
Johnson, Axel Eyberg og John
Watkins.
Bók þessi, sem er 315 blað-
síður að stærð og prýðileg að
frágangi, kostar $3.00 í fallegu
bandi. Hún mun bráðlega verða
til sölu í Björnson’s Bookstore,
702 Sargent Ave., Winnipeg, en
Islendingar í Norður-Dakota
geta pantað hana frá University
Bookstore, University Station,
Grand Forks, N.-Dakota.
Útvarp á íslenzku
frá Fyrstu lúíersku kirkju í Winnipeg,
Sunnudaginn 14. marz 1943, kl. 7. e. h.
Frá stöðinni CKY, Winnipeg
Forspil.
Sálmurinn nr. 35 (Gamla bókin nr. 18) “1 gegn um
lífsins æðar allar ...”
Inngangsbæn.
Sálmurinn nr. 7 (G. b. 564) “I kirkju þína kenn þú
mér ... ” *
Messuform og söngvar safnaðarins.
Pistill dagsins, 2. Kor. 6: 1—10.
Kórsöngur.
Guðspjall dagsins, Matt. 4: 1—11.
(Offur)
Sálmar: Nr. 59 (G. b. 211) “Eg gleðst af því eg Guðs
son á ” Nr. 193 “Hún er mér kær sú blessuö
bók ” Nr. 232 (G. b. 358) “Við freistingum gæt
þín ”
Prédikun: "Á hverju lifir maðurinn?" Matt. 4:4.
“Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð ”
Sálmur 245 (G. b. 371) “Gegn um hættu, gegn um
neyð ...”
Blessunarorðin og Faðir vor.
3 falt amen.
Eftirspil.
Langruth 9 5
Mac Gregor 10 5
Napinka 10 5
St Pierre 9
Roze du Lac 8
Eriksdale 9 5
Oak Bank 12 pottar fyrir dollar
Árborg 12 pottar fyrir dollar
Lundar 14 pottar fyrir dollar.
Swan River
(Standarþ) lOc 5c
Swan River
(Guernsey) 12 6
inni, var ein meðal þeirra mörgu
þúsunda, er sóttu hina 20. Mid-
west Beauty Trade sýningu, sem
opnuð var á Sherman hótelinu
í Chicago þann 28. febrúar síð-
astliðinn.
♦ ♦ ♦
Mr. Ralph Ernest Lloyd, bóndi
við Midnapore í Alberta, lézt
þann 25. febrúar síðastl. eftir
því nær tveggja ára vanheilsu,
sextugur að aldri; hann var
kvæntur skáldkonunni góð-
kunnu, Helen Swinburne, dóttur
Sveinbjörns Sveinbjörnssonar
tónskálds, þess, er samdi lagið
ógleymanlega við þjóðsöng
Matthíasar, Ó, guð vors lands.
Auk ekkju sinnar lætur Mr.
Lloyd eftir sig þrjú börn, og
háaldraða tengdamóður, frú
Eleanor Sveinbjörnsson. Lög-
berg vottar frú Helen og sifja-
liði hennar innilega hluttekn-
ingu.
eigendur beðnir velvirðingar.
1 annari málsgrein í kaflanum
um Ingólfsmálið á setningin: “og
hefir samastað fundið fyrir
hann” að vera “og hæfur sama-
staður fundinn fyrir hann.”
Richard Beck.
♦ ♦ ♦
Þakkarorð.
Við undirrituð þökkum þeim
öllum hjartanlega, sem auð-
sýndu hina ástúðlegu aðstoð og
hjálp og umhyggju, og fyrir
hin fögru blóm, viðvíkjandi út-
för Guðrúnar Bjarnadóttur Mýr-
mann, minnar ástríku eigin-
konu og elskandi móðir. Og
eins þökkum við séra Valdimar
J. Eylands fyrir hans indælu og
fögru og huggunarríku kveðju-
orð, sem við biðjum Guð al-
máttugan að launa, af sinni
gæskuríkri náð.
Jón S. Mýrman.
Sigfríður Jórunn Mýrmann.
Betel kl. 9,30 árd.
Samtal fermingarbarna kl. 11
árdegis, á heimili Mr. og Mrs.
Karl Torfason, Gimli.
Messa í Víðinessöfnuði kl. 2.
síðdegis.
S. Ólafsson.
Enskar þýðingar
íslenzkra ljóða og
sagna
Nýkomið er út í Bandaríkjun-
um allmikið safn enskra þýðinga
af íslenzkum ljóðum og sma-
SÖgum, Icelandic Poems and
Stories. Hefir hið virðulega út-
gáfufélag Prirtceton University
Press gefið út bók þessa fyrir
hönd menningar- og fræðslu-
félagsins The American-Scandi-
avian Foundation. Hefir félag-
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRAM YÐAR
Wartime Prices and
Trade Board
Eins og tekið var fram í
síðasta blaði, hefir aukin fram-
leiðslukostnaður orsakað breyt-
ingu á mjólkurverði hér og þar
í Manitoba-fylki hefir hámarks-
verð verið ákveðið í eftirfylgj-
andi bygðum.
Pottur Mörk
5c
Beausejour 9c
Headingly 12
Holland 10
Létellier 8
Mac Qulay 10
Notre Dame de
Lourdes 8
Pilot Mound 11
Roseisle 10
Steinbach 9
Winkler 8
Hazelridge 9
Glenboro 10
Glenella 10
Hartney 11
Kelwood 9
Spurningar og svör.
Spurt. Heimili okkar er í
nánd við Emerson, Man., og við
ferðumst við og við yfir landa-
mærin í vörubíl (truck). Ná
reglugierðirnar se^n takmarka
vegalen^d fyrir flutningsbíla, út
yfir landamærin?
Svar. Já. Þessi 35 mílna tak-
mörkun á vegalengd, á við,
hvort sem ferðast er í Canada
eða Bandaríkjunum.
Spurt. Hva»r er “Winnipeg
Housing Registry” skrifstofan?
Svar. Skrásetning á fáanlegu
húsplássi er undir umsjón Y. W.
C. ‘A., og skrifstofan er í Y. W.
C. A. byggingunni 447 Ellice
Ave. Wpg.
Spurt. Hefir matsöluhúsum
verið leyft að hækka verðið á
kaffi, te og mjólk upp í 10 cent?
Eg hefi vanalega borgað 7 cent
fyrir mjólkurglas, en varð að
borga 10 cent í dag.
Svar. Verðhækkunin á bara
við te og kaffi sem selt er sér.
Þú ættir ekki að þurfa að borga
meira en vanalegt verð fyrir
mjólk.
Spurt. Okkur hefir nýlega
verið sagt upp íbúðinni þar sem
við eigum heima, en engin á-
stæða var tekin fram. Við höld-
um að það sé vegna þess að viö
eigum þriggja ára gamalt barn.
Er hægt að segja okkur upp
vegna barnsins?
Svar. Ef húsráðandi getur
ekki sannað að meðferð á í-
búðinni sé ekki góð eða sann-
gjörn, þá þurfið þið ekki að
hlýðnast skipun til að flytja út
þar sem engin ástæða er tekin
fram, það er ekki hægt að segja
ykkur upp vegna barnsins.
Spurt. Eru nokkrar sérstakar
reglugerðir í lánalögunum við-
víkjandi kaupum á notuðum
innanhúsmunum?
Svar. Á öllu sem keypt er,
hvort sem það er nýtt eða gam-
alt, að undanteknum bifreiðum,
er nauðsynlegt að niðurborgun
sé að minsta kosti einn þriðji
verðsins og ekki lægri en $5.00
og mánaðarlegar afborganir
ekki lægri en fimm dollarar.
Lægsta niðurborgun í bifreið er
$25.00.
Spurt. Eg býst við að sjóða
niður um 20 pottglös af ávöxt-
um í sumar, og um 8 merkur-
glös af “jelly”. Hvað ætti eg að
biðja um mikinn sykur.
Svar. Sextán pund als. Þegar
soðið er niður er vanalega reikn
að að það þurfi hálft pund af
sykri fyrir hvert pott-glas. Fyr-
ir 20 potta þarf því 20xY2 pund
eða 10 pund af sykri. En þegar
“jelly jam” eða “marmalade”
er búið til er vanalega reiknað
hálft annað pund fyrir pott-
glas eða % pund fyrir merkur-
glas. Fyrir átta merkur þarf
því 8x% pund eða 6 pund af
sykri.
Spurningum á íslenzku svaraó
á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St. Wpg-
SEEDTIME
cvnd
’HARVEST'
B,
Dr. K. W. Nttatby
Diricfr. AfricMlturefí /Vpflriwtsní
Nortb-W«t Linf EU»vaton» x-aocuooi
Ergot of Cereals and Grasses.
Ergot is an important disease
because it reduces grain yields
and, when present in feed grains
may cause acute poisoning, or
even doath, in farm animals.
Ergot is most noticable in rye,
but also atticks barley, wheat
(especially durum) and occasion-
ally oats. The same ergot also
attacks many native and cultiv-
ated grasses. Ergot bodies (called
sclerotia) produced on grasses
constitute an important source
of infection for cereals. Infected
hay crops should be cut before
sclerotia have time to develop-
Early stages of infection may
be identified by the presence
of drops of sticky exudate on
the heads or panicles.
Ergot bodies falling to the
ground when mature, remain
dormant until midsummer and
then germinate. Countless tiný
spores are discharged and car-
ried about by the wind. The
lucky ones lodge in the flowers
of grasses or cereals and set up
infection resulting in a nev'
generation of ergot bodies.
Control measures include
early cutting of infected native
and cultivated grasses, and
deep plowing of fields on which
infected grain crops grew. Ergot
bodies can be removed from
seed grain by immersing the
grain in a solution of common
salt consisting of 40 pounds of
salt in 25 gallons of water. When
the grain is immersed and agita-
ted, the ergot bodies rise to the
surface. The grain must then be
washed to prevent injury fram
salt.
Farmers may secure, from line
elevator agents, a circular in
which this disease is discussed
more fully. For additional in-
formation apply to Dominion
Laboratories of Plant Pathology
at Winnipeg, Saskatoon or
Edmonton. — Contributed by:
A. M. Brown, Assistant Plant
Pathologist, Dominion Labora-
tory of Plant Pathology, Winni-
peg.