Lögberg - 11.03.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.03.1943, Blaðsíða 3
L.ÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. MARZ 1943. 3 Erindi flutt á Betel á 28. afmœli stofnunarinnar 1. marz, 1943 aí Ingibjörg J. Ólafsson. Mér er það gleðiefni að mega enn einu sinni gleðjast hér með ýkkur á afmælisdegi þessa heim- ilis. Eg minnist fundarins í kvenfélaginu Framsókn þegar það ákvæði var gert að velja þennan dag fyrir hina árlegu heimsókn félagsins. Hefir félagið svo oft áður sýnt mér þá trygð °g virðingu að biðja mig að ávarpa ykkur hér við það tæki- færi og hef eg það á tilfinn- ingunni að eg ætti nú ekki að gera það mikið oftar. Þess vegna vara eg ykkur við því nú í byrjun að mál mitt verður með lengra móti. Á hátíðisdögum sem þessum er gott að láta hugann dvelja yið alt það, sem maður hefir astæðu til að vera þakklátur fyrir. Okkur hættir öllum við því að finna til þess sérstak- lega nú á þessum tímum að Himt sé í lofti. En margt er það 1 sambandi við þennan stað, sem vekur hugsanir sem bjart er ýfir, hugsanir sem vekja þakk- iátsemi og gleði. Eg er viss um að allir þeir, Sem hafa átt heima, og eiga heima á Gimli, eru þakklátir fyrir það að þessi staður var yalinn fyrir Betel. Héðan hafa ávalt komið kristileg áhrif, heil- næmir straumar sem hafa orð- ^ þessu mannfélagi til bless- Unar. Eins lengi og eg man nokkuð mun eg minnast svo margs í Sambandi við þetta heimili sem vermir hjartað og vekur gleði þar a meðal vináttu og kær- eika forstöðufólksins til okkar jónanna og barnanna okkar. aerleika, sem aldrei breyttist þó ieiðir skildu. Vildi eg minnast þess hér að í dag er hér aðeins ein kona úr hópi þeirra, sem fyrst áttu heima á þessu heimili hér s Gimli — Ásdís Hinrikson, önn- ur forstöðukona heimilisins í mörg ár, sem starfaði þar með svo mikilli sjálfsafneitun og trúmensku og sem hefir látið sig skifta svo margt sem til bless unar hefir orðið þessu mann- félagi, frá því hún kom hér fyrst og fram á þennan dag. Eg man þegar daginn fór að lengja og sól að hækka á lofti fór eg að eiga von á gestum héðan, þá fóc blessað gamla fólkið að treysta sér út. Það boðaði mér komu vorsins. Þegar eg sá þær koma sunn- an gangsté'ttina tvær og tvær öldruðu konurnar leiðandi hver aðra, mennirnir báru sig nú betur og gengu vanalega einir og óstuddir. Þau koma í hugann nöfnin þeirra og í anda sé eg þau hvert eitt. — Þar voru Hjálmarson’s hjónin, hann sem hafði mist mest af fótunum í frosti, gekk við staf í annari hendi, hinu megin studdur af sinni hógværu og kyrlátu konu. Halldór Daníelsson, sem trúði mér fyrir því að það væri sú unun að tala um ættfræði við manninn minn, en þar væri eg alveg ómöguleg; líka gat hann þess einhverntíma að góðar kon- ur hefðu þann sið að bjóða gest- um í þriðja bollan af kaffi. — Guðrún Goodman, svo viðkvæm og listræn sem alt vildi bæta. — Sigvaldi, sem þráði svo að rhega verða gamall, einn morgun kom hann hér út á svalirnar og hnerjraði á móti morgunsólinni og hafði orð á því hvað það hefði glatt sig, því fólk hefði trúað því á íslandi að þeir sem Guðmundur Ingi: Jarðargull Við lækinn stóð sóleyjarbreiðan í blóma um bljúgan og rakan svörð. Þar kynntist eg, barnið, við gróðursins gleði og gullið þitt, fagra jörð. Er opnaðist fífill og brosti við bæinn, var brekkan af yndi full. Þar átti eg fjársjóð og fagnaðarefni, hið fegursta jarðargull. Og énn er það gullið á hlaðinu heima, sem hjartanu á vald sitt nær. Nú dreymdi mig sólskin og fífilblað fann eg í frosthi;öðum vegg í gær. Hvert hús og hvert harn eiga vonir í varpa. — Af vorhug er sál mín full, sem drjúpi yfir huga minn hamingja lífsins, hið hreinasta jarðargull. Hvort fannstu ekki gæfunnar ódáinsunað, er úti þú gekkst að sá og vormoldin faðm sinn að fótum þér breiddi í fagnandi, ljúfri þrá? Er sáðperlum gróandans hélztu í hendi, var hönd þín af vonum full. Svo draup það, í skaut hinnar dreymandi moldar, hið dýrasta jarðar gull. Um heyannir glitraði gæfan í túni með gleðinnar fuglamál og ilminn af fegurð og farsældum íslands, hann fyllti þín vit og sál. Þér fannst, er þú greipst nið’r í grænasta flekkinn og greip þín af heyi var full, að bærirðu í hönd þinni hamingju þína, hið höfuga jarðargull. Og sástu ekki á haustin í laufgarði lífsins það litskrúð, er fölvinn bauð, á blöðum, sem féllu af birki og reyni, svo bleik og svo gul og rauð? Og líf þitt var snortið af laufvindum haustsins og loftin af ilmi full. Þú horfir á, ljómann, sem hristist af trjánum, hið hrynjandi jarðargull. Hið fegursta gull, er þú finnur og þráir að fá vegna gildis síns, er sumarsins auðlegð í teig og í túni og trjágarði bæjar þíns. Sú auðlegð er heill þín og hamingja landsins með húsin af búsæld full, með angan í lofti og ljóma við bæinn, hið lifandi jarðargull. Freyr. það gerðu yrðu gamlir,hann var aðeins níræður þegar þetta gerð- ist. Margrét Jakobson, svo á- hugasöm og ötul, gáfuð og sér- kennileg, með hugan fullan af gullfögrum ljóðum og sálmum, sem hún hafði numið þegar hún var barn. Páll Mýrdal, sem altaf þráði svo ströndina fögru þar sem hann hafði svo lengi dva.l- ið, sem stúlkurnar okkar leiddu svo oft heim þegar hann var orðinn of sljór til að rata. — Jakob Breim, sem lék svo oft við litlu stúfana okkar. Kyndil- messan minnir mig æfinlega á hann, þá átti hann afmæli, og á þeim degi átti hann æfinlega að eyða stund hjá okkur. Og svo margir margir fleiri, koma í hugann: Lilja, María. Anna Jónsdóttir, Sigríður Einars son, Lárus Árnason, Sigurður Pálsson, Tómas Thorsteinson og fleiri. Þannig veit eg að fjöldi fól-ks sem á heima í þessum bæ hugs- ar til þessa heimilis. og endur- tek því það sem eg sagði áðan að þakklæti er í hugum fólks vfir því að heimilið stendur hér. Vildi eg þá næst minnast á ýmislegt í sambandi við heim- ilið sjálft, ýmislegt, sem ykkur er öllum kunnugt en sem er þó gott að rifja upp. Vildi eg þá fyrst minna vkk- ur á nafnið, það hefir tíðkast bæði á ættlandinu og hér í álfu að gefa íslenzkum heimilum nöfn. Vanalega vóru þau nöfn valin í landnámstíð, sem tengd voru við eitthvað sérstakt í end- urminningu frá liðnum tíma. Ekkert íslenzkt heimili héfir bor ið nafn sem á eins mikla tign í sér fólgið og nafnið Betel, engu öðru heiti, hefir heldur fylgt meiri ábyrgð. Þið kannist við frásögnina fögru: Ferða- maðurinn örmagna af þreytu legst til hvíldar með stein und- ir höfði. í draumi sá hann op- inn himin, stiga reistan milli himins og jarðar og sér engla ganga upp og ofan stigann — þá heyrir hann fyrirheit drott- að staðurinn, sem haým >ns hvílist á og landið umhverfis sé gefið honum og niðjum hans. Er hann vaknar reisir hann upp steininn til merkis um staðinn, og nefnir staðinn Betel segjandi: "Hér er vissulega guðs hús og hlið himins." Megi sá staður sem nefndur hefir verið Betel af hinu Ev. Lút. kirkjufélagi íslendinga í Vesturheimi ávalt vera verðugur fyrir það nafn. Vildi eg næst minnast á að þetta er fjölmennasta íslenzka heimilið vestan hafs. Vanalega mun það fylgja stórum heimii- um að þar sé oft glatt á hjalla og skemtilegt að eiga heima, að minsta kosti hef eg oft heyrt fólk lýsa þannig æskuheimilum sínum á íslandi, þar sem heim- ilishringurinn var stór og vinnu fólkið margt og allir unnu sam- an og skemtu sér saman. Stóru heimilin hafa eitthvað við sig, sem hin fara á mis við. Einu sinni sagði öldruð kona við mig “Þó okkur hjónunum líði vel hérna í litla húsinu okkar, þá er það fremur dauflegt, fáir koma og tvær manneskjur hafa ekkert til að tala um sérstak- lega, þegar hvorugt getur lesið vegna sjóndepru.” En hér á Betel eru nógir til að spjalla við og margt, sem hægt er að gera að umtalsefni. Ef einhverjar tvær eða tveir eru ekki á sömu skoðun má altaf finna einhvern annan sem lítur alveg rétt á málið frá sjónarmiði hvers þeirra. Og þó hér séu ýmsir, sem verða að bera þann kross að þola ekki að lesa, þá eru aðrir fúsir til að nota sín augu í þeirra þarfir, að svo miklu leyti, sem hægt er, og hafa ánægju af sameiginlegri lestrarstund, Það eru heldur ekki mörg heim- ili, sem gætu stært sig af því að eiga voldugan söngflokk inn- an sinna veggja eins og þið hérna. Jafnvel þær Mrs. Hinrik son og Miss Johnson gætu ekki komið því til leiðar neinstaðar nema hér. — Eg samgleðst ykk- ur því innilega fyrir að eiga heima á þessu fjölmennasta ís- lenzka hemili í Ameríku. Þetta mun án efa vera eitt af íslenzkustu hemilunum í þess- ari álfu. Eg veit að við eigum ennþá mörg vel íslenzk heimili út um bygðirnar, en þeim er farið að fækka þar sem alt heimilisfólkið kann íslenzku betur en ensku. Þá útskýringu vildi eg þó gefa hér að eg veit að forstöðukonan er jafnvíg á bæði málin og að hér munu stúlkur starfa, sem eru betur að sér í ensku. En eg á við heimilis fólkið — vistmenn og konur. Og af þessu hefðuð þið ástæðu til að miklast sérstaklega núna þegar hið árlega þing Þjóðrækn- isfélagsins er rétt um garð gengið, og alt hefir verið upp- ljómað af þessari þjóðrækni, sem er áberandi um það leyti í vissum hluta höfuðborgar Mani- toba! Þetta er eitt af fáum heimil- um þar sem allir unna íslenzk- um bókum og hafa ánægju af að tala um íslenzk efni. Og hér verður án efa íslenzka töluð lengur en á nokkru heimili um þessar slóðir. En þó dáumst við að því með hvað miklum áhuga þið fylgist með öllu, sem er að gerast ann- arstaðar í heimi — þið talið með hrifningu um og lifið í endurminningum á landinu “Þar sem fyrst stóð vagga vor á vorri feðra grundu og fram við gengum fyrstu spor af föður studdir mundu.” En á sama tíma viljið þið heill og heiðurs Canada — “Landsins sem mín vígð var vinna, vöggustöðin barna minna.” Samgleðst eg því ykkur fyrir að sameina í huganum blessun- aróskir og bænir fyrir ættland- inu í austri og fósturlandinu vest an Atlands ála. Það er margt fleira sem þetta heimili er einstætt með. Eg vissi t. d. fyrir 18—20 árum átti prestur heima í þessum bæ sem stundum skrapp suður á Betel til að fá sér molasopa í eldhúsinu hjá Mrs. Hinrikson kl. 6 að morgni. Hafði hann þá sest við skrifborðið í birtingu á júní morgnum, ekki veit eg um neitt annað heimili, sem um það leyti dagsins var farið að veita kaffi. Líka hef eg séð þess getið á prenti að hér sé ávalt veitt kaffi með pönnu- kökum á hverjum þvottadags- morgni, þeim sem að þvotti vinna og fleirum. Og þá má ekki gleyma gleðistundunum sem fólkið nýtur hér heima. Flest heimili finna til þess að meðlimir þess sækji skemtamr út á við að meira eða minna leyti, en hér er ekki við það að stríða. í staðinn fyrir að bjóða ykkur |út á ball eða aðrar skemt anir kemur fólkið með þær hing- að heim til ykkar. Söngfólkið vill endilega lofa ykkur að heyra hvað vel það syngur. Skáldin koma og lesa ykkur kvæði sín. Þær og þeir sem á hljóðfæri spila láta ykkur sjá sig og heyra, að eg ekki tali um þá sem halda að þeir geti flutt ræður og hella hér út mælsku sinni við ýms hátíðleg tækifæri. Kon- urnar, sem kaffi kunna að búa til biðja ykkur að smakka á því með sér og hinar, sem eru vel að sér að baka færa hingað eitthvað af því góðgæti. — Og svo fyrir utan alt þetta eigið þið hér ykkar eigin skemtanir og gleðistundir, ein í ykkar hóp, heimilishringurinn, eins og allir heimilishringir eiga sem oft eru dýpstu og dýrmætustu stundirnar. Þessu stóra umfangsmikla heimili er stjórnað af einni konu. Ekki þori eg að fullyrða að það sé eina heimilið, sem kona stjórni, því mér skilst að stundum hafi menn svona sín á milli gefið það í skin, að á sínu heimili væri “konuríki”. En hitt vildi eg segja að þetta er eina heimilið, sem er stjórn- að af Miss Ingu Johnson — og íslendingar eiga bara eina Ingu Johnson. í Svo síðast en ekki sizt vildi eg minnast á að hér á þessu heimili eru allir kallaðir til sameiginlegrar guðræknisstund- ar á hverjum morgni. Mörg von- um við að þau heimili séu þar sem sameiginleg tilbeiðsla er iðulega um hönd höfð. En skyldi vera til nokkurt íslenzkt heimili þar sem komið er saman til sálmasöngs og lesturs daglega og þar sem að guðsþjónustu lokinni allir bjóða hver örðum góðrar stundar með handabandi? Sá undurfagri siður var um hönd hafður á frumbýlisárunum þegar fólk safnaðist saman til að hlýða á lestur, en mun nú vera lagður niður með svo mörgu öðru dýrmætu frá þeim tímum. Læt eg nú hér staðar numið hvað viðvíkur lýsingu minni á þessum kæra stað. En vildi að endingu mega lyfta tjaldi fram- tíðarinnar og horfa fram á leið. Sé eg í anda þetta heimili stærra og fullkomnara að öllum út- búnaði. Eg sé hinn stóra héim- ilishring sem hér mun þá dvelja njóta hinnar sönnu nærgætni, skilnings og aðhlynningar og nú á sér stað. Hugsjónin sem ríkti þegar þetta heimili var stofn- sett var sú að hér ættu heima aldurhnignir einstæðingar, als- lausir, og einnig hinir sem þrá að vera hér þó öðruvísi sé ástatt. Sú hugsjón er enn ó- breytt. Eg sé í anda þetta heimih verða starfrækt um mörg hundr- uð ár eftir að hér verður ekki lengur talað ástkæra ylhýra málið, þó þeir sem hér dvelja verði af íslenzkum stofni. Því þó við látum ekki hugan dvelja við það vitum við að þegar að þeir sem nú eru börn verða komnir á þann heiðurslista að meiga sækja um inngöngu á Betel verður orðið lítið um ís- lenzku og hætt við að hún fari þverrandi úr því. En hitt von- um við að hér megi ávalt finnast öll beztu einkenni íslendingsins. Og umfram alt óskum við og biðjum að hér verði guð ávalt tilbeðinn í anda og sannleika, að -hér falli aldrei niður hinar daglegu sameiginlegu guðræknis stundir og að þeim loknum verði hér ávalt boðnar góðar stundir, upp á íslenzka vísu. Við sjáum þá í anda þennan stað um ókomna tíma, sem hina friðsælu höfn, sem bíður þeirra sem hingað vilja stýra fleyi sínum, hvaða vindar sem hafa blásið, hvað hátt sem öldurnar hafa risið og hvert sem bátur- inn er hlaðinn eða tómur. — Sjáum staðinn þar sem þreyttir hvílast og sannfærast um að hér er vissulega guðs hús og hlið himinsins. Business and Professional Cards H. A. BERGMAN, K.C. islenxlcur lögfræOinguT Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165Í Phones 95 052 og 39 #43 Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK BIVER, N.D. Islenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul annað með pósti. Fljót afgreiðsla. og Thorvaldson & Eggertson IjögfrœBingar 300 NANTON BLDG. Talsími 97 024 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 ^ 9 Rts. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. A. V. JOHNSON Dentist 9 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG , WPG. 9 Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG 9 Pægilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltlðir 4 0c—60c Free Parking for Ouests Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. BújarCir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 9 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 Heimiii: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talstmi 501 662 Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur t eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Apts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalsttmi — 11 til 1 og 2 tii 5 Skrifstofusími 22 2 51 Heimilissími 401 991 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 023 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsfmi 30 877 Viðtalstfmi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.