Lögberg - 18.03.1943, Page 3

Lögberg - 18.03.1943, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MARZ 1943. 3 skáld, allir Árnesingar. Auk þessara nokkrir efnilegir nýgræð ingar. Margar aðrar sýslur eiga einn og einn stórlax meðai þessara félaga. Skagafjö'rður Jón Stefánsson listmálara, Eyjaíjörð- ur Davíð Stefánsson skáld, Þing- eyjarsýsla Guðmund Friðjóns- son, ísafjarðarsýsla Guðmund Hagalín, Dalasýsla Jóhannes úr Kötlum og Strandasýsla Jakob Thorarensen. Þessi nöfn eru gripin af handahófi um leið og þeim skýtur upp í huga mín- Utn. Tel eg mig standa í þakk- lætisskuld við flest eða öll þessi skáld, því margt hafa flest þeirra sagt vel. Björnsson frá Svarfhóli, kaup- maður í Borgarnesi, Þorbjörn Sigurðsson bóndi í Neðra-Nesi, Margrét Sigurðardóttir húsfrú á Sámstöðum í Hvítþrsíðu kona Ólafs bónda þar. Sigríður Brands dóttir húsfrú á Sámstöðum kona Guðm. Ólafssonar, mistu þeir feðgar konur sínar með fárra mánaða millibili. Þá eru enn fremur tvær aldraðar ekkjur nýlátnar, Þórunn Eggertsdóttir ekkja Þorsteins Sigurðssonar bónda á Hamri í Þverárhlíð og Oddný Árnadóttir frá Hrauns- nefi ekkja Einars Bjarnasonar á Skarðshömrum. Nú er kominn 5. des., tafðist Það eru hinar smærri héraðs- fréttir, sem eg hefi reynt að draga saman í bréf mín, en hvorki stórpólitík eða skálda- fal- Svipast eg því aftur um á oaestu grösum. Afmælisveizlur voru alveg ó- þektar hér fyrir nokkrum ára- tugum, en nú er það farið að tiðkast hér að úr því menn eru fimmtugir fara þeir ríklunduðu sem nokkurs eru megnugir að halda vinum sínum gestaboð, þeir eru heimsóttir af vin- um 0g ættingjum. Flytur út- varpið líka frásagnir um það þegar afmæli þekktra manna, er komnir eru til aldurs, ber upp á heilan eða hálfan tug ára. Skal eg rita hér nöfn aldraðra af- ^ælisbarna, sem minnst hefir Verið nú í sumar og haust. Ragn- hildur Ásmundsdóttir frá Múla- k°ti, nú í Ausu í Andakíl varð 90 ára í haust. Snjófríður Péturs- dóttir húsfrú á Stóra-Kroppi Varð 80 ára 24. maí í vor. Sig- Urður Helgason á Hömrum í Heykholtsdal varð 55 ára í haust, Halldór Þórðarson á Kjalvara- stöðum og Eggert Waage á Litla-Kroppi 75 ára. Allir þessir ®ndur hafa nú selt bú sín og hýli í hendur sona sinna. Allt Petta fólk ber aldur sinn vel °g framyfir það, sem vænta má. Nokkur mannalát hafa orði er á þessu ari, en þó ef til vii eldrei færri en nú, og bendi Pað á gott heilsufar og meí Ham á góða lækna. Nú eru læk; jP’ héraðsins Magnús Ágústso: Hirtingaholti, situr á Klepp Jarnsreykjum og Eggert Einars s°n fr£ Reykholti, Pálssonar, sil Ur í Borgarnesi. Lungnabólgs Sem verið hefir hér margr ani, læknast nú oftast bæ? jótt og vel. Er mér ekki kunn u§t um það að hún hafi orði Ueinum manni að fjörtjóni Þessu ári. Þessi mannalát haf °rðið hér um slóðir frá því e; Úaði mitt síðasta Lögbergs ref- Valgerður Gísladóttir ^róP Reykholtsdal, Magnú orbjarnarson frá Bjargstein °ðlasmiður í Borgarnesi, Jó) eg frá því að ljúka þessu bréíi þar til nú. Er litlu við fréttir að bæta. Samt er vert að geta þess að ein merkasta kona hér- aðsins, Þórunn R. Sívertsen í Höfn í Melasveit varð 80 ára í gær. Þórunn er fágæt kona á ýmsa lund, ekki einungis fyrir gáfur og ritsnild, hún er það líka fyrir þá ást og tryggð, sem hún hefir bundið við sveit sína og bújörð þar sem maður henn- ar Torfi Sívertsen var fæddur og uppalinn. Býr Þórunn nú með aðstoð einkasonar síns, Péturs T. Sívertsen. Sannar það best vinsæld þá og virðing sem frú Þórunn nýtur, að A þessum merksidegi heimsóttu hana um 100 manns, vinir og sveitungar og færðu henni stórgjafir, með- al annars 3000 kr. í peningum, sem hún leggur í sjóð að við- bættri upphæð af eigin fé. Ráð- stafar hún síðan vöxtum þessa fés til líknar eða hagsbóta á einhvern hátt. Meðal gestanna voru margir Akurnesingar með æfðan söngflokk og ræðumenn. Þórurtn hefir ritað margar bráð- skemtilegar greinar, sem birst hafa víðsvegar á prenti og bréf hennar bera öll hið mesta snild- arbragð. Meðal annars hefir hún ritað ljómandi þátt um býlið sitt Höfn, þar sem hún lýsti með aðdáun útsýni og fegurð þeirri, sem blasir þaðan fyrir augum hennar nær og fjær. Hjá þessari gáfuðu konu hefir búvit og bókvit haldið svo merki legu jafnvægi að hvorugt hefir borið annað ofurliði. Þessu bréfi fer þá að verða lokið að viðbættum kveðjum til allra, sem línur þessar lesa, kveðjum frá landi og þjóð og einstaklingum. Eg þakka öllum gömlum vinum eitt og annað bæði frá síðari tímum og löngu liðnum árum. Bréfasendingum til mín að vestan er nú lokið að mestu og geta margar orsakir legið til þess. Vini .mínum Kristjái Jónssyni og konu hans í Duluth, sendum við hjón vin- arkveðju með bestu þökkum fyr- ir allt sem hér verður ekki tal- rtttJoðjL Þér getið farið með tólg og fituúrgang til kjötsalans Hann greiðir ákvæðisverð fyrir öll slík efni. ‘Ef þér viljið gelið þér sent andvirðið til Volun- tary Salvage nefndar, eða skrá settrar líknarstofnunar, eða— 1 Þér getið gefið Voluntary Salvage nefndinni fituna, ef hún annasl um að sækja hana, eða— 3Þér getið haldið áfram að láta stræta hreinsunar deildina sækja fitu og bein til heim- ilis yðar. Department of National War Services KATIONAL SALVAGE DIVISION ið. Eg vona að mér fyrirgefist þó eg nefni ekki fleiri nöfn, það yrði ótæmandi að draga fram einn og einn því hópar nafna koma jafnsnemma fram í huga mér, sem ekki er unt að skrásetja. hér. Segi eg því eftir gömlum og góðum íslenzk- um sveitasið. Verið þið öll bless- uð og sæl, í guðs friði. Kr. Þ. Nótt í fangabúðum með Niemöller Eftir Leo Stein. [Leo Stein er þýzkur Gyð- ingur, sem var um skeið í fanga- búðum í Þýzkalandi og kyntist þar þýzka prestinum Niemöller Stein var látinn laus, með því skilyrði, að fara úr landi. Hann komst til bandaríkjanna og skrif aði þar bók, er hann nefndi: “Eg var í Helvíti með Niemöller.” Þessi frásögn er úr þeirri bók.] Kvöld eitt kom í ljós, að einn fanganna vantaði, og við það komst alt í uppnám. Leit varð- mannanna á innra svæðinu bar engan árangur, og það var ber- sýnilegt, að annaðhvort hlaut maðurinn að hafa falið sig á ytra svæðinu eða komist alveg undan. Allir, sem komist höfðu hjá að vera við þessi nafnaköll voru leiddir út úr klefum sín- um, og meðal þirra var Niemöll- er prestur. Þá tilkynnti yfirfangavörður- inn, að allir fangatnir yrðu að standa í röðum sínum þangað til horfni fanginn væri fundinn. Hvað lengi það yrði, var ó- mögulegt að gizka á. Flokkur af varðmönnum var sendur út til að leita flóttamannsins. Klukkutímar liðu, og það beyrð ist ekkert hljóð eðá merki um það að maðurinn væri fundinn. Loks komu leitarmennirnir aft ur og tilkynntu yfirfangaverð- inum, að leitin hefðr engan ár- angur borið. Yfirfangavörðurinn varð æfa- reiður. “Það verður verst fyrir ykkur, ef þessi gálgafugl finnst ekki. Eg læt ykkur standa svona þangað til þið deyið úr hungri og þreytu.” Þá auglýsti hann eftir föng- um, sem vildu gefa sig fram til að leita. “Eg mun leggja til, að hver sá, sem finnur hann, verði látinn laus,” kallaði hann. “En ef hann finnst ekki, mun eg refsa tíunda hverjum manni, af ykkur.” Og þótt undarlegt megi virð- ast, gáfu margir fangar sig fram til að leita að samband- ingja þeirra. Allir vonuðust eft- ir að hljóta frelsi. Þeir gengu út í fylgd með varðmönnum, sem nú höfðu fengið liðsauka SS-manna. Klukkutímar liðu, og við stóð- um enn í röðum. Flestir okkar höfðu þegar verið orðnir upp- gefnir eftir vinnu og þrautir dagsins, og engan mat fengum við meðan við biðum. Nóttin skall á, og enn sáust engin merki þess, að fanginn væri fundinn, Yfirfangavörðurinn og yfirmennirnir voru farnir og höfðu mælt svo fyrir, að þeir skyldu látnir vita, undir eins og fanginn væri fundinn. Margir af eldri og veikbygðari föngun- um gáfust upp, engum var íeyft að hjálpa þeim. “Látið svínin liggja þar sem þeir eru.” hróp- aði varðmaðurinn, ef einhver gerði sig líklegan til að hjálpa félaga sínum. Allir vorum við farnir að von- ast eftir, að maðurinn fyndist brátt. Það væri betra, að einum manni væri refsað, en að við dæjum allir í þessum sporum, — það var far^ið að daga yfir fangabúðunum, er við heyrðum blásið í pípu. Veslings maðurinn var fundinn. Brátt var komið með hann inn á innra svæðið. Hann var nakinn að ofan, og blóð rann úr höfði hans og herðum. Varð- mennirnir höfðu byrjað á því að svala sér á honum undir eins og þeir fundu hann. Varðmenn, er stóðu við innganginn, létu stafi sína dynja á honum, um leið og hann fór inn. Hann gaf ekkert hljóð frá sér, en þegar hann kom nær og við stóðum allir hljóðir, heyrði eg hann stynja líkt og sært dýr. Þegar hann var kominn beint fram- undan okkur, var honum skipað að stilla sér upp. — Yfirfanga- vörðurinn og hinir yfirmenn- ifnir komu nú til þess að hlusta á skýrsluna. Eftir því sem eg komst síðar að, hafði fanginn klifrað upp í tr\é, á ytra svæðinu og falið sig þar. Hvernig hann hugsaði sér að komast u'ndan veit eg ekki. því honum hlýtur að hafa verið ljóst, að varðmennirnir myndu halda áfram leit sinni þangað til hann væri fundinn eða aug- ljóst væri, að honum hefði hepn- ast að sleppa. Hvort sem væri mundi hann áreiðanlega verða tekinn aftur. Yfirmenmrnir voru nú í góðu skapi. Eftir stutta ráðstefnu skipuðu þeir svo fyrir, að koma skyldi með trékassa. Þegar í stað var komið með hann. Það var þröngur kassi, þó nokkuð lengri en hann var breiður, og um það bil í axlir á meðal- manni á hæð, þegar hann stóð á endann. — Þegar varðmenn- irnir voru búnir að setja frá sér kassann, skipáði fangavörð- urinn að koma skyldi með fang- ann. Og er komið var með hann, sló fangavörðurinn hann í and- litíð. Hann var fýrir löngu orð- inn örmagna af misþyrmingum og riðaði við höggið. Tveir sam- fangar hans, sem höfðu gefið sig fram til að leita, urðu að styðja hann. Þá gaf yfirmaður- inn - einhverja skipun, sem við heyrðum ekki. En áður en mín- úta var liðin, vissum við hvað það var. — Fórnardýrið var dregið að trékassanum og troð- ið ofan í hann með höfuðið á undan, og því næst negldu þeir lokið fast. Meðan öllu þessu fór fram, gaf vesalings maðurinn ekkert hljóð frá sér. Þögn hans var hræðilegri, en þótt hann hefði veinað. Fangavörðurinn hló að- eins. Því næst ávarpaði hann okkur: “Nú vitið þið, gálgafugl- arnir ykkar, hvað verður gert við ykkur, ef einhver ykkar reynir þetta aftpr jafnvel þetta er of gott fyrir hann. Við hefð- um átt að flá hann lifandi, eins og svín eru flegin.” Samt fengum við enn ekki að fara úr röðunum. Það var nú komið fram yfir venjulega fóta- ferð. Okkur var leyft að setjast niður stundarkorn, áður en okk- ur var skipað í vinnuflokk. Og maðurinn í kassanum? Eg veit ekki, hver var upp- runalegi glæpur hans. Ef til vill hafði einhver séð hann lesa út- lent blað. Ef til vill hafði hann sagt eitthvað, sem hann hefði átt að geyma með sjálfum sér. Ef til vill hafði hánn beðið Guð í staðinn fyrir að beygja sig fyrir Hitler. Hvað svo sem það var, þá var hann negldur niður í kassann — lifandi. Þegar hér var komið, þá var sólin komin hátt á loft, og fugl- arnir og skordýrin voru byrjuð á dagsverki sinu. En augu okk- ar hvíldu aðeins á kassanum. Það var erfitt að líta af hon- um. i Nú fóru menn að hréyfa sig og rísa á fætur. Jörðin var köld, og það var betra að halda á sér hitanum með því að stappa nið- ur fótunum. Þá kom eg auga á Niemöllei og hóp manna í kringum hann. Það var bersýnilegt,' að sumir þeirra voru prestar eins og hann sjálfur. Eg dró mig nær og kom í tæka tíð til að heyra Niemöller segja: “Þetta er ótrúlegt.” Varir hans titruðu. Hann hafði margoft verið barinn, og það voru ör á andliti hans. Niemöller sagði eitthvað meira mér heyrðist það vera: ”Guð fyrirgefi okkur.” Þá sagði einhver í hópnum: “Niemöller, hvað eigum við að gera, hvað eigum við að gera?” Niemöller þagði við stundar- korn. Hann horfði ýmist á þá eða kassann. Varir hans titruðu aftur. Eg einblíndi á hann og beið eftir að hann segði eitthvað. Það sama gerðu hinir. Hér var maður, sem þeir báru traust til, “Bræður í Kristi,” sagðí'hann loks, “ látið ekki örvænta. Við skulum sýna þeim” — o^ aftur leit hann á kassann — “að þrátt fyrir öll þessi níðingsverk þá stöndum við óbifanlegir. Við megum ekki láta bugast, ekki eitt augnablik. Guð mun gefa okkur kraft til að sýna óvinum hans vald hans. Við kunnum að týna lífinu, en við munum vinna sálir okkar. Við skulum biðja fyrir vini okkar.” Hann átti við manninn, sem var negldur niður í kassann. Og hann bað rólega. Hann bað Guð um miskun fyrir hann, sem gæti ef til vill ekki beðið sjálf- ur. Hann bað guð að rétta niður sína eilífu arma, til að frelsa hann — og okkur alla. Lágt Amen heyrðist eins og kliður um allan hópinn. Varðmennirnir gáfu skipanir. Okkur var skipað í vinnuflokka og við gengum út, þótt við hefð- um hvorki bragðað vott né þurt frá því kvöldið áður. — — í sex daga var kassinn fyrir augum okkar. Stundum, þegar eg fór fram hjá, heyrðist mér eg heyra stunur úr honum. En það hlýtur að hafa verið mis- heyrn. Veslings fanginn hlýtur að hafa dáið af sárum sínum eða kafnað fyrir löngu. Á sjöunda degi var kassinn tekinn burtu. Og eins og gefur að skilja hafa ætingjar mannsins fengið venju- legu skilaboðin — og algenga bréfspjaldið með tilkynningunni um lát hans. Kristilegt Stúdentablað. Business and Professional Cards G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. CANADIAN FISH S. M. Backnmn, Sec. Treas. PRODUCERS, LTD. Keystone Fisheries J. H. Page. Managing Director Limited Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 325 Main St. Wholesale Distributors of 311 Chambers St. Office Phone 86 651. FRESH AND FROZKN FISH 0 Res *Phone 73 917. Office Phone Res. Phone H. A. BERGMAN, K.C. 87 293 72 409 íslenzkur lögfrœðintjur Dr. L. A. Sigurdson • Skrifstofa: Hoom 811 McArthur 109 MEDICAL ARTS BLDG. Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Phones 95 052 og 39 043 and by appointment EYOLFSON’S DRUG Thorvaidson «fe PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Eggertson Ijögfræðingar Fólk getur pantaö meðul og annáð með pðsti. 300 NANTON BLDG. Fljót afgreiðsla. Talslmi 97 024 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s DR. A. V. JOHNSON Dentist Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 12 4 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Home Telftphone 202 398 J. J. SWANSON & CO. ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST. WINNIPEG LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. pœgilegur og rólegur bústaöur • i miðbifci borgarinnar Fasteignasalar. Leigja hús. Út- Herbergi $2.00 og þar yfir; með vega peningal^n og eldsábyrgð. baðklefa $3.00 og þar yfir bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Ágætar máltíðir 40c—60c Phone 26 821 ’ Free Parking for Ouests Peningar til útláns DRS. H. R. and H. W. Sölusamningar keyptir. TWEED Bújarðir til sölu. Tannlceknar INTERNATIONAL LOAN • 406 TORONTO GEN. TRCSTS COMPANY BUILDING 304 TRUST & LOAN BLDG. Cor. Portage Ave. og Smlth St. Winnipeg PHONE 26 545 4 WINNIPEO DR. B. J. BRANDSON A. S. BARDAL 216-220 Medical Arts Bldg. 848 SHERBROOK ST. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. • Ennfremur selur hann allskonar Heimili: 214 WAVERLEY ST. minnisvarða og legsteina. Phone 403 288 Skrifstofu taislml 8 6 607 Winnipeg, Manitoba Heimilis talslmi 501 562 Legsteinar sem skara framúr DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef CrvaLs blágrýti og Manitoba marmari og hálssjúkdómum Skrifiö eftir verðskrd 416 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy GILLIS QUARRIES, LTD. Viðtalstfmi — 11 #il 1 og 2 til 5 1400 SPRUCE ST. Skrlfstofusimi 22 2 51 Winnipeg, Man. Heimiíissfmi 401 991 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDQ. Talstmi 30 877 Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 VUðtalstlmi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.