Lögberg - 22.04.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 22.04.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feidsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Whisl Drive og Dans til arðs fyrir Stórstúku Mani- toba I. O. G. T. verður haldið í neðri sal G. T.-hússins, þriðju- dagskvöldið 4. maí n. k. Whist byrjar kl. 8. e. h. Dans ki. 10 e. h. Aðgangur 25 cent. GLYCER/NE FOR mn íxhos/ves Þetta skal gert IÞér takið fituafgang yðar til kjötsalans, sem greiðir ákvæðisverð fyrir ait slíkt. Þér getið að vild látið Voluntary Salvage eða skrá setta líknarstofnun fá and- virðið, eða — Þér getið gefið fituafgang eða bein Voluntary Salvage nefndinni ef hún safnar slíku í umhverfi yðár, eða— 3Þér látið strætishreins^-a- ,deildina safna beinum^og fitu, ef slík deild starfar i umhverfi yðar. 8FM4 •miTMiNT Of NATIONAl WA> SERVICCS HATIOMM IMVAM MVIMOM Messuboð Fyrsta lúlerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * * * Prestakall Norður Nýja íslands: Páskamessur 25. apríl. Árborg, íslenzk messa kl. 11. f. h. Geysir kl. 2. e. h. Riverton, íslenzk messa kl. 8. e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Messa í Cancordia kirkju á páskadaginn kl. 2. e. h. (fljóti tíminn) og samtal við fermingar- börnin eftir messu. Messa í Winnipegosis sd. 2. maí kl. 3. e. h. . s. s. c. ♦ ♦ ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Áætlaðar messar í Páskavik- unni: Miðvikudaginn 21. apríl. Föstumessa á heimili Mi. og Mrs. J. E. Eiríkson, kl. 7,30 síðd. Messað á föstudaginn langa kl. 3. Páskadag. Ensk messa undir umsjón safnaðarins, kl. 11. árd. íslenzk Páskamessa kl. 7. síðd. Arínan í Páskum. íslenzk messa í kirkju. Árnes- safnaðar, kl. 2. *síðd. Samtal við fermingarungmenni eftir messu. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Páskadaginn 25. apríl messar séra H. Sigmar í Vídalínskirkju kl. 11. f. h. í Gardar kl. 2,30 e. h. og í Mountain kl. 8 að kvöldinu. Altarisganga við messuna í Vídalínskirkju. Offur til kirkju- félagsþarfa, trúboðs o. s. frv. bæði í Vídalínskirkju og Vikur- kirkju að Mountain. Allir boðnir og velkomnir. ♦ ♦ ♦ Messur í Vatnabygðum: Sunnudaginn 25. apríl—Foam Lake kl. 2,30. íslenzk messa. Leslie kl. 7,30 Ensk messa. B. T. Sigurdsson. Þeir Thorleifur Pétursson og Friðrik Martin frá Hnausum, voru staddir í borginni á þriðju- daginn. Sumarmála Samkoma verður haldin í Fyrstu lútersku kirkju, undir umsjón Eldra kvenfélags safnaðarins, föstudagskvöldið hinn 30. þessa mánaðar. SKEMTISKRÁ: Séra Valdimar J. Eylands, forseti. O, Canada. 1. Píanó sóló Miss Barbará Goodman. 2. Upplestur Mrs. Albert Wathne. 3. Einsöngur Miss Helgason. 4. Ræða Dr. Kristján Jónasson. 5. Einsöngur Mr. S. M. Bachman. Good save the King. Veitingar í samkomusalnum. Inngangur 25 cent. Byrjar kl. 8,30. Always ask your Grocer for “Butter-Nut Bread” Rich as butter — Sweet as a Nut "The Quality goes in before the name goes on" CANADA BREAD CO., LTD. Frank Hannibal mgr. Mr. P. N. Johnson frá Foam Lake, Sask., hefir dvalið í borg- inni nokkra undanfarná daga. ♦ ♦ ♦ Mr. Gísli Björnson frá River- ton hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. ♦ ♦ ♦ Mr. F. P. Sigurðsson frá Geysir, Man., kom til borgarinn- ar um miðja fyrri viku, ásamt sonum sínum þeim Sigurjóni og Friðrik; þeir feðgar dvöldu hér fram að helginni. Wartime Prices and Trade Board Re-Make Review. “Re-Mark Review” nefnist sýning sem haldin verður í gamla Orpheum leikhúsinu hér í Winnipeg, fimtudagínn 29. apríl. Þar verða þrjár sýningar. Hin fyrsta klukkan tvö eftir hádegi er sérstaklega fyrir hús- mæður. önnur sýning hefst kl. 4,30 og er sérstaklega fyrir há- skólastúlkur og “Home Econ- omies” stúdenta. Sú þriðja byrj- ar kl. 8,30 að kvöldinu. Allar þessar samkomur eru fríar, en aðgöngumiðar eru samt nauð- synlegir, þeir fást hjá Eatons og Hudsons Bay þar sem kjólasnið- in eru seld. Prógram hefst með hljóðfæra- slætti og “pageant”, sem ungt fólk í herþjónustu og aðrir sem vinna við stríðsiðnað taka þátt í. Þar næst fer fram kjóla sýn- ing og barnafata sýning. Allir kjólar og öll barnaföt sem þarna verða sýnd eru smðin upp úr gömlum fatnaði. Tilgangur sýningarinnar er að sýna fólki hvernig bezt megi spara efni og peninga með því að hagnýta sér alt sem nothæft er af göml- um fatnaði á heimilinu. Allir sem sækja sýninguna fá bækur ókeypis. í þessum bókum verða myndir af gömlu flíkunum' og nýju fötunum sem sniðin voru upp úr þeim. Einnig myndir af gömlu fötunum þegar búið var að spretta þeim sundur og sem sýna hvernig nýju sniðin voru lögð á gamla efnið. Þessi nýju snið fást svo keypt í sníða deildum í stóru búðunum í bæn- um. Als verða sýndir um 40 kjólar og yfirhafnir. Sýningin er undir umsjón Mrs. Kate Aitken, Toranto, Ont., sem hef- ir eftirlit með “conservation programs” fyrir W. P, & T. B. Sýningar verða einnig haldnar í Port Arthur eftirmiðdaginn 27. apríl, en (•'Fort William að kvöldi sama dags. 1 Brandon verður sýningin haldin 1. maí. Spurningar og svör. Spurt. Okkur hefir verið sagt að aukaskamturinn af sykri sem fengist til niðursuðu yrði ekki nema fimtán pund á mann. Margir hafa bætt við sig niður- suðuglösum og finst þetta því fremur Títill skamtur. Svar. Þetta er misskilningur. Skömtunardeildin veit* * ekki enn hve mikið af sykri muni verða fáanlegur til niðursuðu, og skamturinn verður því ekki ákveðinn fyr en allar beiðnir hafa verið meðteknar og einhver vissa fengin fyrir því hve mik- ill sykur fáist. Spurt. Hafa leigjendur, sem ætla að flytja og gefa mánaðar fyrirvara, leyfi til að loka hjá ~ mTnnis’Fb'e't'Íl í ERFÐASKRAM yðar Steele,BriggsSeeds • Bezt fyrir akurinn • Bezt fyrir garðinn ÚTSÆÐI FRÁ STRÖND TIL STRANDAR • Skrifið eftir 1943 sáðlista • Vér höfum GRAS og SMÁRAFRÆ STEELE.BRIGGSSEEOCO. Limited Winnipeg — Regina Edmonton Það er ávalt ánœgjulegt / að verzla hjá EATON’S Vörugæði og prúðmannleg afgreiðsla einkenna jafnan þessa voldugu viðskiftastofnun Gleðilega páska! I ^T. EATON C<2! LIMITEO Páskavikan í Fyrstu Lútersku Kirkju Pálmasunnudag. Kl. 11. Guðsþjónusta á ensku með altarisgöngu Kl. 7. e. h. Guðsþjónusta á íslenzku. Skírdagskvöld. Kl. 8. Altarisganga á íslenzku. Föstudaginn langa. Kl. 7. Hátíðarkantata Steiner’s: “Krossfestingin” sungin af eldri söngflokknum. Páskadaginn. . Hátíðamessur á venjulegum tíma bæði að morgni og kvöldi. Annan Páskadag. Kl. 7,30. “The Resurrgction and Ascension of our Lord”. Hátíðar-kantata, sungin af yngri söngflokk safnaðarins, undir stjórn Mrs. Eric Isfeld. Ein- söngvarar: Mrs. Dolores Swail, Margrét Hel^ason, Alvin Blöndal, Pearl Johnson, Kerr Wilson. Allir æfinlega velkomnir. * sér og vama húsráðanda þar með frá því að sýna- öðrum íbúðina? Má hækka leigu þegar nýjir leigjendur flytja :nn? Svar. (A) Ef engir sérstakir samningar hafa verið gerðir í þessu sambandi, þá mega leigj- endur hafa lokað hjá sér þang- að til þeir flytja út. En flest fólk er samt sanngjarnt og al- mennilegt í svona málum. (B) Samkvæmt leigulögunum verða húsráðendur að halda sér við þá leigu sem fékkst 11. október 1941. Þeir mega ekki hækka án leyfis frá húsaleigunefndinni. Spurt. Er síróp, hunang og þessháttar skamtað, eða fá allir að kaupa þessa fæðu sem vilja? Svar. Þessar vörur eru ekki skamtaðar beinlínis, en sala er samt takmörkuð. Vegna þess hve lítið fæst, og hve nauðsynleg þessi fæða er fyrir ungbörn, hefir verið ákveðið að selja eng- um án þess að þeir sýni læknis- vottorð eða aðrar sannanir um að þörf sé brýn. Spurt. Við búum í sambygg- ingu (block), eldavélin hefir bilað tvisvar, og í bæði skiftin höfum við orðið að bíða lengi eftir því að fá viðgerð. Okkur var sagt að það væri svo erfitt að fá ný “element”. Svar. Ef eldavélin tilheyrir byggingunni, ætti húsráðandi að líta eftir þessu. Þó erfitt sé kannske að fá ný “element” þá fást þau þó við og við. JSftir- litsmaður byggingarinnar ætti að sjá til þess að varastykki væru til, og að leigjendur þyrftu ekki að bíða lengi. Spurt. Eiga ungbörn sem enn- þá eru á pela, að fá sama kjöt- skamt og fullorðnir? Svar. Kjötskamturinn hefir enn ekki verið ákveðmn, en eftir öllu útliti að dæma er lík- legt að það verði farið með kjöt eins og farið er með sykur og smjör, allir fái jafnt. Spurt. Hefir kaupmaður leyfi til þess að neita manni um smjör nema að maður kaupi upp á dollar af öðrum matvörum? Svar. Nei. En rétt áður en smjörið var skamtað fór sumt fólk búð -úr búð og keypti alt fáanlegt smjör. Kaupmönnum var þá leyft að neita að selja eintómt smjör, til þess að reyna að koma í veg fyjrir að fólk safnaði hjá sér smjöri. Síðan smjörið var skamtað hefir öllu þessu verið breytt. * * * Aths. Spurningar viðvíkjandi inntektarskatti eiga ekki að sendast til W. P. & T. B. Sþurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.