Lögberg - 17.06.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.06.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1943. ----------lögberg--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utan&skrift ritstjórans: EDITOK EÖGBERG, 695 Sargent Ave., Wínnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publishea by The Columhia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitooa PHONE 86 32. Jón Sigurðsson, forseti I dag er seytjáncfr júní, afmælisd^gur Jóns SigurðsSonar forseta, okkar mesta manns; af- mæli hins spaka ættjarðarvinar, hins víðskygna vökumanns, er með vitsmunafestu og vísinda- legri elju, varði til þess heilli ævi, að leiða þjóð sína út úr eyðimörk margra alda kúgunar •og kreppu; það er jafnan holt, að rifja. upp í huganum sérkenni mikilla manna; þeirra manna, sem öðrum fremur höfðu varðað veg- inn, og jafnan stefnt á hádegishnjúk; einn slíkra manna var Jón Sigurðsson, þessi skap- fasti, andlegi goðorðsmaður íslenzku þjóðar- innar, er með orðum sínum og eftirdæmi kenndi henni “aldrei að víkja”. Hann hefir réttilega verið nefndur “Sómi íslands, sverð og skjöldur”, og hann átti að því leyti sam- merkt við Magnús konung hinn berfætta, að hann jafnan gekk fram í fylkingarbrjósti þar, sem hætta var mest. Menningarleg og stjórnarfarsleg þróun ís- lenzku þjóðarinnar síðan fyrir miðja nítjándu öld, stendur í ævarandi þakklætisskuld við Jón Sigurðsson, og má í rauninni segja, að hvorttveggja sé grundvallað á þeim hornstein, sam hann lagði; það er að miklu leyti vökumann Iegri forustu hans að þakka, að á íslandi gefur að líta í dag “stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða”. Jón Sigurðsson var bardagamaður; en svo var hann vopnavandur í baráttu sinni fyrir viðreisn og sjálfstæði hinnar íslenzku þjóðar, að þar sker hann sig með öilu úr, og lifir 1 meðvitund þjóðar sinnar sem “hreystinnar heilaga mynd, og hreinskilnin klöppuð úr bergi.” í endurminningum sínum um Jón Sigurðs- son, hittir fræðaþulurinn Björn M. Olsen víða í mark, og bregður upp sviphreinum mvnd- um úr skapgerð og af persónuleika okkar mesta manns; hann kemst meðal annars þannig að orði: “Allra manna vænstur, allra manna snjall- astur, allra manna beztur.” Þenna vitnisburð var Jón biskup helgi vanur að gefa ísleifi biskupi fóstra sínum. Flestum þeim, sem urðu að einhverju leyti samferða Jóni Sigurðssyni á lífsleiðinni, mun ko'ma saman um, að hann hafi fremur flestum, ef ekki ollum samtíðarmönnum sínum átt skil- ið slíkan vitnisburð. Allra manna vænstur, þýðir í fornu máli allra manna fríðastur sýnum. Það mátti með sanni segja um Jón Sigurðss°n. Ekki þó svo að skilja, að hann væri það sem menn kalla smáfríður, því andlitið var fremur stórskorið. En andlitsdrættirnir voru reglulegir, og eink- um var alt yfirbragð hans bjart, hreint og um leið karlmannlegt. Ennið var hátt og hvelft og brúnirnar miklar, svo að yfir and- litið minti nokkuð á forngrískar myndir af Zevs'hinum ólympiska. En það, sem einkum einkendi andlitið og gaf því sérkennílegan feg- urðarblæ, var hárið og augun. Hár hans og skegg var ekki grátt eins og það oftast er á gömlum mönnum, heldur hvítt sem mjöll, og brá af því einkennilegum ljóma á hið karl- mannlega andlit, augun voru móleit, en ó- venjulega svört og tindrandi, hýr og brosleit ef hann var í góðu skapi, en ef honum var mikið niðri fyrir, mátti segja um hann líkt og Egill sagði um Eirík konung, að “örnfrá- um ennirftáni skaut allvalds ægigeislum”, og yar þá ekki fyrir smámenni að. horfast í augu við hann.” Allra manna snjallastur þýðir í fornu máli allra manna vitrastur; um þenna eðlisþátt Jóns Sigurðssonar farast Birni M. Olsen þannig orð: “Um fróðleik hans á sögu íslands og forn- ritum þarf ekki að tala; þar stóðu honum fáir á sporði af samtíðarmönnum hans eða enginn. En hann var líka skarpsýnn og djúp- vitur, kunni manna bezt að sjá hina réttu stefnu í hverju máli og að velja hina beztu leið að koma sínu fram. * Allra manna beztur; um þann eðliskost Jóns Sigurðssonar mælir Björn M Olsen á þessa leið: “Um það leyfi eg mér að vísa til vitnis- burðar s^nnorðs manns, sem þekkti Jón manna bezt, Konr. Maurer segir svo í eftirmælum sínum eftir Jón Sigurðsson: “Eg á þar á bak að sjá hinum göfuglyndasta, bezta og mesta manni, sem eg hef átt því láni að fagna, að komast í kynni við.” Þetta er fagur vitnisburður og lærdómsrík- ur; hann er maklegur minningu jafn göfugs manns sem Jón Sigurðsson var, og hann mun jafnan talinn verða ómetanlegur gróði þióð- inni, sem ól hann; slíkt minnismerki mun og haldbetra reynast sérhverjum þeim varða, sem gerður er úr koppar eða steini, jafnvel þó mót- aður sé af meistarahöndum, því orðstij: deyr aldreigi hveim sqr góðan getur. Á aldar afmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911, var sungið á fæðingarstað hans, Rafns- eyri í Arnarfirði, voldugt og innviðastyrkt minningarljóð eftir Hannes Hafstein; verulegt kraftakvæði, er hefst með þessu glæsilega erindi: “Þagnið, dægurþras og rígur- Þokið meðan til vor flýgur Örninn mær, sem aldrei hnígur íslenzkt meðan lifir blóð: minning kappans, mest sem vakti mannúð lýðs og sundrung hrakti, fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð. Fagna, Island fremstum hlyni frama þíns, á nýrri öld, magna Jóni Sigurðssyni sigurfull og þakkargjöld.” Verðmætasta eign hvers lands, er fólkið sjálft, og verðmætin vitaskuld að sama skapi meiri sem fólkið er göfugra; sú þjóð, sem elur góða menn, getur aldrei verið fátæk. Islenzka þjóðin er auðug vegna þess, að hún ól Jón Sigurðsson; auðug að þeim verðmætum, sem hvorki mölur né ryð fær grandað; það var hann, sem stytti nóttina og flutti þjóð sína upp í daginn mikla. • Kjördæmaskiftingu freátað Vegna manntalsins 1941, var gengið út frá því sem gefnu, að ný kjördæmaskipting færi fram í þessu landi; nú hefir forsætisráðherr- ann, Mr. King, lýst því yfir, að horfið hafi verið frá þessu ráði vegna mannflutninga úr einu fylki í annað, sem af breytingum á iðn- aðarháttum þjóðarinnar stafa; af þessari á- stæðu verður því kjördæmaskiptingu slegið á frest fram yfir stríðslok. Einkum hefðu það orðið tvö fylki, Manitoba og Saskat«jhewan, sem orðið hefðu fyrir skakka falli, er til kjördæmaskiptingar kom. Manitoba hefir enn sem komið er, 17 fulltrúa á sam- bandsþingi, en Sasketchwan 21. Ef kjördæma- skipting færi fram um þessar mundir, myndi Manitoba-fylki tapa þremur þingsætum, en Saskatchewan fjórum. Úr hvoru þessara fylkja um sig, hafa hóp- ar manna og kvenna streymt jafnt og þétt til starfs í hinum miklu iðnaðarborgum eystra, sem naumast þarf að gera ráð fyrir að hverfi til átthaga sinna fyr en eftir stríðið; þetta fólk, sem vegna stríðsiðnaðarins hefir orðið að hafa vistaskipti, á fulla heimtingu á að hagur þess sé tekinn til greina, er til nýrrar kjör- dæmaskiptingar kemur, en slíkt verður því aðeins framkvæmanlegt, að það sé komið heim. Ráðstöfun forsætisráðherra um frestun Jtjör- dæmaskiptingar fram yfir stríðslok, verður því eigi aðeins talin réttmæt, heldur og rmklu fremur sjálfsögð. Þakkarverð sending Lögbergi hefir nýverið borist í hendur frá skrifstofu íslenzka sendiráðsins í Washington, fréttaskýrsla upplýsingadeildar utanríkisráðu- neytisins á Islandi yfir febrúar og marz-mánuð; er þar um yfirgripsmikinn, samanþjappaðan fróðleik að ræða, sem Islendingum vestan hafs vitaskuld er áhugamál að fá vitneskju um; koma þar fram stefnur og straumar í efnalegri og andlegri þróun þjóðarinnar, sem varpa skíru ljósi á hið breytta viðhorf svo að segja frá degi til dags; fréttaskýrslur þessar eru helzt til langar til að birtast orðréttar í íslenzku vikublaði, og þess vegna murx Lögberg gera sér far um, að birta úr þeim nokkura útdrætti um þau mál, sem efst eru á baugi með stofn- þjóðinni heima. Blaðið er innilega þakklátt stjórn íslands, og hinum ágæta fulltrúa henn- ar í Washington, Hon. Thor Thors, fyrir að senda því þessar margfróðu og kærkomnu fréttaskýrslu, sem mjög stuðlar að því, að treysta samúðar- og kynningarböndin mílli Is- lendinga austan hafs og vestan. Ný jörð og nýr himinn Eftir Wendell Willkie. Lauslega þýii úr "One World". Jónbjörn Gíslason. Það er orðið ofurlítið hvers- dagslegt að skrafa um að þetta stríð sé að skapa byltingu í huga manna og lifnaðarháttum um víða veröld, en aftur á móti er fágætt að vera sjónarvottur að myndun og þroskun slíkrar byltingar, en það hefi eg verið. Það er hvortveggja í senn æs- andi og óttalegt; það er æsandi vegna þess að hér er enn ný sönnun þess geysilega afls sem í manninum býr, til að gjör- breyta umhverfi og staðháttum, til að berjast fyrir frelsi og jafnrétti með ósjálfráðri vissu um, að með fullkomnu frelsi megi vinna kraftaverk. Það er óttalegt af því að ýmsir af bandamönnum — fyrir utan leiðtogana sjálfa — virðast ekki enn hafa fundið sameiginlegann I grundvöll og stefnumark, eða vera sammála um hvers konar hugsjóna fræjum beri að sá, í hjarta og hugarfar stríðsmanna okkar. Jafnvel þótt afl byssust’ngs- ins hafi haft voldug áhrif á þroskun mannkynsins, þá eru hugsjónir þó ætíð gæddar meiri sannfæringarkrafti með tíma- lengdinni. Á fyrri öldum hafa rnenn að minsta kosti sjaldan barist aðeins vegna ánægjunn- ar af að drepa, heldur af því að á bak við þann verknað stóð sérstakur ásetningur. Stundum hefir sá ásetningur ef til vill ekki verið neitt sérlega háleit- ur eða ósanngjarn. En unnið stríð án hugsjónar er tapað stríð. Eitt hið merkasta dæmi um styrjöld, háða fyrir ákveðna hugsjón var frelsisstríð Banda- ríkjanna; við börðumst ekki af því að við hötuðum Englendinga eða óskuðum að drepa þá^held- ur ef þrá eftir frelsi, eítir því frelsi sem við óskuðum að gróð- ursetja í okkar heimalandi. Með það fyrir augum sem frelsið hefir afrekað fyrir heiminn í heild, held eg óhætt sé að full- yrða, að sigur okkar þá við York ton sé sá glæsilegasti og af- drifaríkasti, sem vopn hafi unnið fyr og síðar. Sá sigur vanst ekki fyrir liðsmun manna og tækja, heldur af því að hugsjónir okkan voru auð- skildar, háleitar og ákveðnar. Því miður verða þessi um- mæli ekki höfð um stríðið 1914—18. Samkvæmt sögulegum sannleika, var það stríð, án sig- urs. Meðan það stóð yfir, álitum við okkur talsmenn hárra hug- sjóna. Leiðtogi okkar Woodrow Wilson, sagði það svo ekki varð misskilið. Við börðumst til bjarg ar lýðræðisstefnunni, það var ekki bara slagorð, heldur stóðu þar á bak við tillögur í fjórtán greinum og uppástunga um myndun alheimsstofnunar undir nafninu “Þjóðabandalagið”. Vissulega voru alt þetta háar hugsjónir, en þegar prófraunin reið að, komu í ljós hættulegir þverbrestir; við urðum þess varir að við sjálfir og banda- menn okkar vorum innbyrðis áundurþykkir. I fyrsta h?ei kom brátt í ljós að sumir bandamenn voru flæktir í leynisamningum bak við tjöldin og lögðu meiri rækt við framkvæmd þeirra samfara valdapólitík, er stvðja að myndun bjartari og betri heims, eftir skýringum og uppá- stungum Mr. Wilsons. I öðru lagi brast okkur sjálfa hrein- lynt fylgi við okkar yfrirlýstu stefnu, sem við höfðum þó talið heiminum trú um að væri okk- ar hjartans mál. Niðurstaðan varð, brotthlaup frá flestum þeim höfuðatriðum sem við höfðum barist fyrir. Af þessum ástæðum telur núverandi kyn- slóð síðasta stríð árángurslaust múgavíg. Miljónir manna létu lífið, en engar nýjar hugsjónir og engin ný markmið risu upp fórnaraltarið. Þessar hugleiðingar leiða ó- hjákvæmilega til vissrar niður- stöðu: Það má óhikað fullyrða, að í stórum dráttum vinnst ekkert mikilvægt við friðar- samninga, sem ekki hefir þeg- ar verið unnið á sjálfum víg- vellinum. Eg segi, ekkert mikil- vægt; það er að vísu svo að mörg smærri atriði verður að jafna við samningáborð og á ráðstefnum síðar — atriði sem torvelt er að finna rétta lausn á í orustuhitanum. Við og bandamenn okkar get- um vissulega ekki tekið okkur frídag frá baráttunni við Japani til þess að bollaleggja hvað gjöra skuli við Burma; þeldur ekki getum við gefið Hitler and- vökulausa nótt meðan við ákveð um framtíðar örlög Póllands. Það sem leggja ber áherzlu á nú, meðan stríðið stendur vfir eru vissar og ákveðnar megin- reglur. Okkur verður að vera ljóst hvert úrlausnarefni við höfum að inna af hendi. Látum okkur enn á ný taka frelsis- stríð Bandaríkjanna sem dæmi: Þegar það var háð, hafði eng- inn neinn grun um hina raun- verulegu framtíðarbvggingu hinna sameinuðu ríkja; enginn hafði heyrt getið um stjórnar- skrána, sambands fyrirkomulag- ið, hinar þrjár greinar stjórn- arskipunarinnar eða hið ágæta tveggja þingdeilda samkomulag, sem hvatti smærri ríkin til að ganga í sambandið. Öll þessi nýbreytni lá enn um hríð 1 skauti framtíðarinnar, hafði þó að sjálfsögðu fest ógjöggar ræt- ur í heila örfárra pólitískra spámanna, en aðeins ef til vill í höfuðatriðum. Undirstöðuatriði þessa vold- uga pólitíska bákns, sem nú eru Bandaríki Ameríku, voru falin í freelsisskránni, í söngv- um og ræðum þeirra daga, og miðdegisverðar samtræðum; einn ig í heimulegum bollalegg'ng- um hermannanna við varðelda sína meðfram allri austurströnd- inni. Jafnvel þó hin miklu fylki Massachusetts og Virginía væru í bandalagi aðeins á örveikum pólitískum bláþræði. (The Continental Congress) voru borg ararnir að fullu ásáttir um stríðsmálin og stefnumarkið framundan. Ef þeir hefðu á hinn bóginn verið ósamþykkir meðan stríð- ið geisaði, mundu þeir einnig hafa orðið ósammála um frið- inn; þeim hlotnaðist við friðinn nákvæmlega eins mikið og þeir unnu á vígvellinum — hvorki meira né minna. Þessi sann- leikur — ef hann f sannaði sig ekki sjálfur — verður prófaður með því að benda á eitt ógæfu tilfelli í þessu sambandi: 4Ibú- um þessara fylkja místókst að ráða málefnum svertingjanna heppilega til lykta. Afleiðingin várð sú að þeir voru\ gjörðir að ríkri tekjulind i suðurríkjun- um og á alt annan veg en átti sér stað í þeim nirðri fylkjum. Niðurstaðan varð, önnur styrj- öld, blóðugri og grimmari en hin fyrri. Getum við ekki lært af þessu dæmi og fleirum er sag- an geymir, hvað okkur ber að gjöra í dag? Við verðum að læra af annara reynslu. Okkur verður að skiljast að við vinn- um í framtíðinni, aðeins það sem við vinnum í vopnaviðskift- um — hvorki meira né minna. Fyrst verðum við að ákveða hvað það er sem við ásetjum okkur að vinna. Nauðsyn ber til að full eining ríkji meðal banda þjóðanna. Ekki er það þó nauð- synlegt í öllum smáatriðum. En án þess við séum ráðnir í að láta hin sögulegu slys endur- takast, verðum við að vera sam- mála og samhuga í óllum aðal- atrfðum. Það er ekki fullnægj- andi að leiðtogarnir séu sam- mála, sú samhljóðun sem eg hefi í huga, verður einnig að eiga rætur í huga og hjarta þjóðanna sjálfra. Við verðum að tryggja að sú hugsjón sé ein og hin sama. Hvað felst í þessu í raun og veru? Það sem í því felst er, að hver maður gefi sína skoðun og hugmyndir frjálst og hrein- skilnislega, bæði hinumegin heimshafanna og hér heima. Bretar geta ekki gjört okkar hugsjónir að sínum, nema þeir viti hvað okkur býr í huga og án þess við höfum sömu drauma og enska þjóðin heima og heim- an, er alt samkomulag og sam- vinna vonlaus. Við verðum- að kynna Rússum og Kínverjum okkar skoðanir og kynnast þeirra gagnkvæmt. Það er erkiheimska og stapp- ar nær sjálfsmorði, að halda fram þeirri skoðun að borgarar þegja, af ótta við að orsaka ó- þegja, af ótta við að orska ó- þægindi hinni ákveðnu og stundum krókóttu pólitík leið- toganna. Okkur hefir verið sagt til dæmis, að þeir sem ekki hafa hlotið hernaðarlega sérþekkingu og ekki standa í neinu sérstöku sambandi við ríkjandi stjórnir, skuli varast að gjöra tillögur eða uppástungur um framkvæmd stríðsmálanna, hvorki herfræði- lega, iðnfræðilega, fjármálalega eða stjórnfræðilega. Okkur er sagt að þegja og leyfa forystu- mönnunum og sérfræðingunum að ráða allar þessar gátur í friði og fullu næði óáreittum. Slíkt fyrirkomulag er illspá- andi að minni hyggju, það held- ur sannleikanum utangarðs en lokar rangfærslur og falskt ör- yggi inni. Frh. Endurbœtur mennta- skólahússins í Reykjavík Hátíðasalur skólans er ein sögu- ríkasta stofa á landi hér. Pálmi Hannesson, rektor Mentaskólans, boðaði tíðinda- menn blaða og útvarps á fund sinn á fimtudaginn var. Sýndi hann þeim skólahúsið og sagði þeim sitthvað um mál skólans. Síðastliðið haust flutti Mennta skólinn í Reykjavík aftur í hina gömlu húsakynni sín við Lækj- argötu eftir nokkra útlegð af völdum brezka setuliðsins. Var það vissulega öllum góðum Is- lendingum fagnaðarefni, að þessi virðulega og aldraða mennta- stofnun skyldi aftur fá ráð á híbýlum sínum, þar sem sumir minnisstæðustu atburðir í sögu landsins hafa gerzt. En aðkoman var heldur köld. Húsið var mjög illa farið og alls ekki nothæft fyrr en gagn- gerðar endurbætur höfðu farið fram. Leikfimishúsið hefir ekki þótt svara kostnaði að gera við. Merkilegasta stofa skólahúss- ins er hátíðarsalurinn, í norð- urenda þess á efri hæð. Þegar gert var við húsið, var leitazt við að gera hann sem líkastan því, er talið er að hann hafi ver- ið í öndverðu. Var loft málað drifhvítt og slíkt hið sama veggir að ofan, en blátt nær gólfi með gullnum strikum. Sagði Pálmi rektor gestum sínum ör- stutt ágrip af sögu hátíðarsals- ins. Upphaflega var hátíðarsalur- inn ætlaður Alþingi til fundar- setu, og þar var það endurreist- árið 1845. Voru þar síðan háð 811 þing, þar til þinghúsið var reist við Austurvöll. I þessum sal gerðist meðal annars öll þingsaga Jóns Sigurðssonar for- seta, og þar réðu einnig ráðum skörungar eins og Benedikt Sveinsson. Þar var haldinn þjóð- fundurinn 1851. Menn vita enn, hvar Trampe greifi sat, er hann lýsti fundinum slitið, “til þess að firra landið kostnaði” af lengri fundarsetu. Menn vita einnig hvar Jón Sigurðsson sat, er hanri greip fram í til þess að mótmæla Trampe, og hvar hann steig á gólf, er hann reis úr sæti sínu og mælti hin al- kunnu orð, þegar Trampe greifi og Páll Melsted amtmaður, for-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.