Lögberg - 17.06.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.06.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines »«2» 4 *£** h Tö& * For Better Cot- *^ Dry Cleaning __________ and Laundry iðbefð PHONES 86 311 Seven Lines ^e' \^3 l.ai' C<>* ^8- ^O^ Service and Satisfaction 56 ARGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 17. JÚNÍ 1943. NÚMER 24 HELZTU, FRÉTTIR AUKAKOSNINGAR TIL SAMBANDSÞINGS. Síðastliðinn laugardag lýsti forsætisráðherrann, Mr. King, því yfir, að aukakosningar í fjór um kjördæmum til sambands- þings, færu fram þann 9. ágúst næstkomandi, en kjördæmin eru þessi: Selkirk, Montreal-Cartier, Stanstead og Humboldt. Selkirk hefir ve'rið án þingmanns frá þeim tíma, er Hon J. T. Thor- son var skipaður forseti í Ex- chequerréttinum. Enn er eigi vit að um frambjóðendur í Selkirk, þó víst sé að C.C.F.-flokkurinn haldi þar framboðsfund á næst- unni. Þingmaður Humboldt kjör dæmisins, Dr. H. R. Fleming, lézt ,í fyrra, og einnig Peter Bercovitch, fulltrúi Montreal- Cartier kjördæmisins. Stanstead kjördæmið í Quebec losnaði við það, er hæstiréttur Canada dæmdi ógilda kosningu Mr. Davidson's vegna ósæmilegra aðgerða af hálfu kosningaum- boðsmanna hans í almennu kosningunum 1940. KOSINN GAGNSÓKNARLAUST. Síðastliðinn laugardag, er framboðsfrestur við aukakosn- ingu í Dufferin, til fylkisþings- ins í Manitoba rann út, var Mr. Earl T. Collins, bóndi við Miami, kosinn gagnsóknarlaust. Mr. Collins hefir alla jafna fylgt íhaldsflokknum að málum. en bauð sig fram sem stuðnings- maður núverandi samvinnu- stjórnar undir forustu Mr. Gar- sons. Dufferin kjördæmi varð þingmannslaust við fráfall Dr. J. A. Munn, er lézt snemma á síðastliðnu ári. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR VINNA MIKIÐ Á. Þrjár víggirtar eyjar, skamt frá ítalíu, hafa fallið bandamönn um í hendur; en það eru þær Pantelleria, Lampedusa og Linosa; hin fyrst nefnda ey er stærst, en þó ekki nema 36 fer- mílur að stærð; þær höfðu all- ar mikilvæga hernaðarlega þýð- ingu vegna legu sinnar, og voru rammbyggilega víggirtar; þrálát- ar loftárásir af hálfu sameiauðu þjóðanna urðu þeim að falli. Nú hafa hinar sameinuðu þjóðir hafið snarpar loftárásir á Sardiníu og Sikiley, og valdið þar geisilegu tjóni. Upplýsinga- deild ítölsku stjórnarinnar hef- ir gert ítölsku þjóðinni aðvart um það, að hún megi vrenta innrásar á meginland Italíu, svo að segja á hverri stundu. COLDWELL LÆTUR TIL SÍN HEYRA. M. J. Coldwell, forustumaður C.C.F.-flokksins í Canada, flutti ræðu í sambandsþinginu þann 15. þ. m., þar sem hann veittist þunglega að stjórninni fyrir þær mörgu og mikilvægu ívilnanir, sem hún hefði veitt Aluminum félaginu upp á ¦ síðkastið; kvað hann félag þetta vegna hlunn- inda af hálfu stjórnarinnar, raka saman meira fé um-þessar mund ir, en dæmi væru áður til um nókkurt fyrritæki í landinu fram að þessum tíma. Hergagnaráðherrann, Mr. Howe, hélt uppi vörn fyrir stjórnina, og taldi ráðstafanir hennar viðvíkjandi áminstu fé- lagi, hafa verið óumflýjanlegar vegna stríðssóknarinnar. LÝKUR PRÓFI í HJÚKRUNARFRÆÐI í herþjónustu Lieut. Ásgeir Johannesson, innritaðist í canadiska herinn síðastliðið haust, og gaf sig við æfingurn í Shilo herbúðum; hann hefir nú nýlega hlotið Lieutenantstign. Lieut. Jóhann- esson er uppalinn í Winnipeg; hann er meðlimur í fótgöngu- liðinu. ? •? ? Dr. Josefina Ása Kristjáns- son—Mac Donell, sern útskrif- aðist í læknisfræði við Mani- tobaháskólann síðastliðið vor, og innritaðist í herinn, sem her- læknir þegar að loknu prófi, hefir hlotið Lieutenantstign, og verið skipuð í embætti hjá Army Reception Centre Wing, Fort Osbarn Barracks, Winni- peg. Foreldrar þessa unga og efnilega kvenlæknis, eru þau Mr. og Mrs. Friðrik Kristiáns- son, 205 Ethelbert St., Winni- Peg- Miss Jónína Esther Stefánson. Þann 20. maí síðastliðinn, lauk prófi í hjúkrunarfræði við Al- menna spítalann í Winnipeg, Miss Jonína Ester Stefánson, með hinum ágætasta vitnisburði. Þessi glæsilega hjúkrunarkona, er fædd 1. sept. 1920, og er dótti^ þeirra Mr. og Mrs. Oli Stefánson," Cypress River, Man. Þá a og nu Forðum daga eg fegri sá, er fjörið æsku réði; fjöldi vina vildi þá vera mér til gleði. Er nú breyting undraverð á æfigöngu minni; nú er eg orðin einn á ferð yzt í mannþrönginni. SUMARVEIÐI í WINNIPEG- VATNI HEFST. Siðastliðinn mánudag hófst sumarveiði í Winnipeg-vatni; samkvæmt fyrirmælum fiski- veiðaráðuneytisins, skal hvítfisk veiðin miðuð við 3,000,000. en pickerelveiði má nema 150.000 pundum. Tala veiðileyfa nemur 150, en veiðitíminn stendur yf- ir til 7. ágúst, þó vera megi að hið ákveðna fiskimagn náist nokkru fyr. í fyrra var verð hvítfiskjar 10 cent pundið í verstöðvum; því er spáð, að verð muni verða eitthvað hærra í sumar. ? ? ? VERKFÖLL í AUSTUR-CANADA. Svo rammt kveður að verk- föllum austanlands um þessar mundir, að ekki færra en tíu þúsundir stáliðnaðarmanna ganga auðum höndum í Quebec og Ontario; verkamenn krefjast þess að fá fastbundið lágmarks- kaup og bindandi atvinnusamn- inga, sem gildi að minsta kosti til e^ns árs; að þessum kröfum hafa verksmiðjueigendur ekki viljað ganga enn sem komið er, og eru því líkur til, að stjórnin taki að sér rekstur verksmiðj- anna í náinni framtíð. ? ? ? SYNJAR UM SAMVINNU. Verkamannaflokkurinn á Bret landi, hefir með miklu afli at- kvæða synjað brezkum kommún istum um samvinnu, sem þeir kváðust eiga heimtingu á að fá, vegna breytts stjórnmálavið- horfs á Rússlandi. S. E. B. Lesið á Sumarmálasamkomu Hún gengur fremst að fagna vori og sól Hin frjálsa þjóð er norðrið kalda ól, og festi á nyrstu nöfum sterkar rætur. Sem þreytti fang við þorra dægur löng, en þráði vorsins yl og gleði söng og dreymdi ljós, um langar vetrar nætur. Eg veit að allir elska vor og sól, en íslands kyni ljóssins herra fól að fagna í eining fyrsta sumar degi; þó sundrung klyfi oftast okkar lið var öllum fært að þola stundar grið þann eina dag á ársins langa vegi. Það elfdi kynsins kjark og hetju þrótt að kveðast á við grimma hríðar nótt'. En hjátrú bjó í skammdegisins skugga. Og það var eins og öllum létti þá, og allir draugar hnigu í þögn og dá en vorsins geislar vermdu bæjar glugga. Og þeir sem hurfu feðra túnum frá hún fylgir enn hin djúpa sumar þrá; við fögnum ennþá fyrsta söng í lundi. Og vofur þær er húm og hríðin 61 í helgi vorsins finna ekkert skjól er ljósið kveður líf af vetrar blundi. Sú þrá sé æðri, önn um stundar kjör að eiga þátt í vorsins sigur för, og velja ljóssins leið enn húmsins eigi, og hvar sem angi af íslands stofni rís sé allri fegurð gisting frjáls og vís og fagnað ætíð, fyrsta sumardegi. Og beygjum hug í bæn og þakkargjörð, og blessum þann, er sendir vor á jörð, af fegurð klæðir fönnum barðar grundir, við skiljum best hans mikla kærleiksmátt er merki ljóssins vorið reisir hátt með friðsæl kvöld, of fagrar morgun stundir. Kristján Pálsson. Þakklœti Herra ritstjóri E. P. Jónsson. Eg get ekki setið á mér að þakka þér fyrir greinina í Lög- bergi 3. júní, "Djúp, sem þarf að brúa". Enn af því eg kann ekki að skrifa í blöö þá verð eg að gera það bara svona prívat með þessum línum; það var sann arlega orð í tíma talað. Elli- styrkurinn er mál, sem alla varðar, unga og gamla. Mig, hefir oft furðað hvað fáir máls- metandi mehn og konur láta álit sitt opinberlega í ljósi um þetta mál; eg vona að þú skor- ir á bæði kvenna og kirkjuþing, sem koma saman núna bráðum, að taka þetta mál til alvarlegrar íhugunar; það er búið að þegja nógu lengi. Það er nú ekki ein- asta að ellistyrkurinn er aðeins 20 dollarar, sem es auðvitað altof lítið; sérstaklega fyrir fólk í bæjum, heldur er reynt að borga ekki nema 15 dah í eins mörgum tilfellum, sem mögu- legt er. Máske líka ef ellistyrk- urinn væri hækkaður að hægt væri að koma upp stærra elli- heimili svo gamlir, einmana ís.lendingar þyrfti ekki að vera húsviltir þegar þeir eru hættir að geta séð um sig sjálfir nema einhver vandalaus skjóti sk]óls- húsi yfir þá, og þá hrökkva nú 15 dollarar skamt bæði tyrir fötum og fæði og meðölum ef með þarf. Nú sé eg að það er minst á £etta í síðustu Heimskringlu; kannske að fólk fari nú að vakna, það er búið að sofa nógu lengi; það mætti margt skrifa um ellistyrkinn og um- komuleysi gamla fólksins, eg vona líka að það verði gert bæði af viti og þekkingu, eg sendi þessar línur bara af því, að eg hef oft hugsað um þetta mál, og mér finst skylda allra að gera alt sem þeir og þær geta til að lagfæra það. Virtsamlegast, Aldís Péturson. Víðir, Man Andvöku hugleiðing Hvaðan er þjáning um þögula nótt? Því er ei rólegt í koti og höllum? Af því að jarðlífið er ekki rótt ófundin lækning við þjóðfélags göllum freklega sóst eftir fjárafla gnótt, fórnar þar dýrseðlið verðmætum öllum. Hver getur reiknað út barnanna böl; blóðið og t^irin og sorgirnar þungu, hugarstríð mæðranna, harmur og kvöl, hrópar til drottins á alþjóða tungu; miskunarleysis í frostinu föl falla þar dýrmætu lífs blómin ungu. Kærleikans faðir vér köllum til þín, kraftur þinn lækni öll sárin sem blæða; armlegg þinn máttugan öllum þú sýn óvinum grimmum er vitskertir æða. Eilíf þín gæska sem aldrei dvín ótaldar meinsemdir lífsins að græða^ Framkvæmd til umbóta hafin er hátt; hugsjónir guðlegar útrýma tárum, enginn í duftinu liggja skal látt lifandi græðsla við tímanna sárum, heimsandinn sigraður missir sinn mátt, manngöfgi dafnar á komandi árum. Höfðingi friðarins kemur hér kær, Kristur — og máttinn til framsóknar gefur eðli hjá mönnum 'ið guðlega grær, glæpalífs ástríða lengur ei tefur. lífsstefna þjóðanna ljómar þá skær; ljóssins í þjónustu sigurinn hefir. Framvegis aldrei skal sakleysið sært, sorgir og þjáningar jarðlífsins dvína; allar fá þjóðirnar lífs orðið lært, líknar og mannúðar ylgeislar skína. Auðga sig háttprýði öllum skal kæt, andlegan þroska í breytninni sýna. Þá fagnar vor andi, og hjartað er hlýtt, hugurinn dvelur við vonir sem rætast; alt fer að verða hér umbreytt og nýtt, aumir og veikir af hjálpræði kætast. sumarið byrjar nú farsælt og frítt friðarins blómreitir anda þar sætast. Friðarins ríki sem þörf er að þrá það meigi kom, vér grátklökkvir biðjum, fyllingu vonanna sætt er að sjá, sigrandi máttur að leysist úr viðjum. Réttlætið eilífan framgang skal fá, farsæld og velsæmi öll saman styðjum. Ó, hversu ljúft væri að lifa þann dag og líta á sumarsiris útsýnið bjarta. er aldheimur sýngur þar unaðarlag, opið er kærleikans miskunar hjarta. Guð er að blessa og græða vorn hag grátandi enginn svo þurfi að kvarta. Tileinkað sumardeginum fyrsta 1943. Kristín D. Johnson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.