Lögberg - 09.07.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.07.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. JÚLÍ 1943. Japan Hvers vegna var ekki hægt að hjálpa MacArthur á Filipps- eyjum? Vegna Micronesiu. Hins vegar var ekki hægt að senda hjálp til Singapore frá Ame- ríku? Vegna Micronesiu. Hvers- vegna verða amerísk skip og flugvélar að fara 16.000 kíló- metra krók suður á bóginn til að komast til Ástralíu? Vegna Micronesiu. Árásin á Pearl Harbor 7. des- ember 1941 var gerð frá M;cro- nesiu og þaðan verður ef til vill gerð önnur tilraun til að taka Hawaii. Þaðan var líka leikur einrí að ná Fylippseyjum og Ind- landseyjum. Guam og Wake voru líka óverjandi, vegna hætt- unnar, sem stafaði frá Micro- nesiu. / Micronesia var miðdepill allrá varna Japana á Kyrrahafi. Hún verður erfiðasti þröskuldurinn fyrir þeirri allsherjaratlögu, sem gerð verður að Japan. Þrátt fyrir þetta er Micronesia ókunn. Hvað er Micronesia? Það eru ofur eðlilegar ástæð- ur fyrir þeirri fáfræði. Merkið “öll umferð bönnuð” hefir ver- ið þar uppi síðan í síðustu heimsstyrjöld. Japanir sveipuðu þennan hluta Kyrrahafsins hulu og undir henni hafa mörg myrkraverk verið unnin. Öllum skipum annarra þjóða var bannað að fara um þessar slóðir. Útlendingum, sem lang- aði til að ferðast þangað, var ekki neitað um fararíeyfi, en þeir voru á allan hátt lattir far arinnar. Þeim var sagt, að þeir mundu verða að ferðast með litlum japönskum skipum um stormasamt haf, þar sem allt væri fullt af rifjum og blind- skerjum. Þeir mundu verða að eta hráan fisk og þörunga, eða eitthvað óæti, sem innbornir menn einir væru vanir að leggja sér til munns, og loks væri hætta á allskonar sjúkdómum og kvillum — fyrir utan það, að enginn gæti verið óhultur um sig fyrir “höfðaveiðurunum”. Ef ferðamaðurinn brosti að þessari upptalningu á erfiðleik-. unum og hættunum, sem hann átti yfir höfði sér, þá fékk hann farmiðann, en var hvattur til að fara beina leið í gegnum eyjaklasann, án þess að stíga fæti á land á nokkurri eyjunni. K hann fór þess á leit, að fá að hafa viðdvöl á einhverri eða einhverjum eyjum — eins og eg gerði — þá voru strangar gætur hafðar á hverju fótmáli hans, til þess að hann skyldi ekki mæla dýpi í höfnum og skipalægjum, breidd skipa- skurða eða hæð fjalla og fe’la. Hann varð alltaf að vera sak- leysið uppmálað og hafa alla vasa fulla af súkkulaði handa I % , japönskum lögregluþjonunum, 1 Hann mátti ekki skrifa • neitt nema einföldustu athuganir í vasabók sína og varð að vera svo kærulaus, að skilja hana eftir þar sem þægt væri að skoða hana á öllum tímum sólar- hringsins. Og han varð að hafa það. hugfast, hvaða afleiðingar það hefir í för með sér, ef menn voru óvarkárir — eins og Earl Ellis, ofursti í landgönguliði ameríska flotáns, sem brátt varð um á Palau, eftir að hann hafði verið að skoða eitt af her- skipalægjum þar í landi. "Hinn kínverski múr" Japana. Eg var á eyjunum í 4 mán- uði við þessi skilyrði árið 1935. Stofnaði eg þá fréttasambönd, sem eg gat haldið opnum næstu árin, meðan eg var á ferðum mínum um Austur-Asíu. Eg hélt áfram að fá fregnir þaðan til ársins 1941 með eyjaskeggj- um, sem flýðu til eyjanna í suð- vestri — Indlandseyjanna En þegar Japanir gleyptu þær einn- ig, þá lokuðust þessar frétta- leiðir mínar. Micronesia er klasar 2550 smáeyja, sem eru dreifðar um Kyrrahafið alla leið frá Japan suður að miðjarðarlínu. Á flæmi þessu eru Marian-, Karolina- og Marshall-eyjarnar, en það er 2000 kílómetrar á lengd frá norðri til suðurs og 4800 km. frá vestri til austurs. Orðið Micronesia þýðir “smá- eyjar”, en þær eru í raun og veru einskonar stóri-múr Japana og í skjóli hans vonast þeir til að skipuleggja “Asíu fyrir Asíu- menn”. Það er erfitt að hugsa sér stórsókn á hendur Japönum á Kyrrahafi, fyrr en búið er að brjóta skarð í þann vegg. Þang- að til það verður gert, verða bandamenn að láta sér nægja að gera strandhögg og smáárás- ir eins og þær, sem gerðar hafa verið á Wake-eyju og Markus- eyju. Marshall-eyjarnar eru klasar af lágum hringlaga kóralrifjum. Rifið er ef til vill aðeins örfá fet yfir sjávarmál og þar næða Huí áðu jsið T r en ) VIS) )ér s ÍAK eljið sigi irlánsl >réf ] jfðar SIGURLÁNSBRÉF eru bezta innstæða, sem yður getur hlotnast. Látið þau ekki af hendi. Ef yður liggur á peningum, þá takið lán í baríka, og gefið Sigurláns- bréf sem tryggingu. Sérhvert útibú Royal bankans lánar yður með ánægju peninga gegn tryggingu í Siguríánsbréfum yðar, og lánið má greiða í smáafborgunum ef þér æskið. Hafið verðbréf yðar trygg. Bankinn geymir verðbréf yðar fyrir sára- lítið. Til dæmis nægja 25 cen/t fyrir geymslu $250 virði verðbréfa, yfir árið. Spyrjist fyrir hjá næsta útibúi. THE ROYAL BANK OFCANADA vindar um pálmatré og kofa hinna innbornu, sem reisa þá að jafnaði á staurum, en börnin leika sér ýmist í brimgarðinum við utanvert hringrifið eða í lygna lóninu, áem er í því miðju. En kofar hinna innbornu eru ekki einu híbýlin, sem þarna eru. Þarna eru líka japanskar byggingar og það þarf ekki ann- að en líta á þær andartak, til að sjá að þær eru japanskar. Hurð- irnar eru úr pappír, en inni fyr- ir er hið helga skrín Búddha, baðker, sem er svo djúpt, að vatnið í því nær manni upp und- ir höku, og lítið borð, sem nær ekki nema í öklahæð. Rétt hjá er japanskt pósthús, alveg eins og pósthúsin heima í Japan, lögreglustöð, verzlun, sjúkrahús og skóli. Þar sem kór- alrifið er breiðara, er flugvelli komið fyrir með flugskýlum og olíugeymum. Einnig eru þar vöruskemmur, þar sem hægt er að geyma hvort sem mer.n vilja, copra (þurkaður “innmatur” úr kókoshnetum) eða tundur- skeyti. En bezti hiuti eyjunnar er sá, sem er alls ekki til. Lónið í henni miðri er nefnilega tilvalið hreiður fyrir herskip af ölium stærðum og gerðum. Orustu- skip, beitiskip, tundurspillar, kafbátar og flutningaskip smjúga inn um litla “hliðið” á rifinu og leggjast fyrir akkeri á lóninu fyrir innan, þar sem þau geta verið/ örugg um sig. Sjóflugvélar renna sér niður á lónið — “Þessar eyjar”, hefir Suetsugu fiotaforingi sagt, “eru flugstöðvarskip, sem er ekki hægt að sökkva”. Gerið yður í hugarlund hundr- uð slíkra hreiðra, sem þekja hafflöt á stærð við öll Banda- ríkin og þá munuð þér fá dá- litla hugmynd um það hagræði, sem Neptunus hefir fært Jap- önum. Milli Hawaii og Kyrra- hafsstrandar okkar er ekki ein einasta eyja. Kyrrahaf Japana er alþakið eyjum. Það er ekki eins auðvelt að gera árás á þesar eyjar og Mars- hall-eyjarnar. Þær eru lágar, svo að herskip geta hæglega skotið yfir rifin og á lónið og allt, sem þar er á floti. En þeg- ar vestar dregur verða eyjarnar fjöllóttar, því að þær eru orðn- ar til vegna eídsumbrota. Þær geta skýlt skipum fyrir skot- hríð utan af hafi. Hver eyja- klasi er umgirtur af rifjum. Carolina- og Mariana-eyjarnar veita því alveg sama hagræði og Marshall-eyjarnar, en þar við bætist að þær veita enn meiri vernd. Truk er ágætt dæmi um þetta. Gíbrallar Kyrrahafsins. Á kortinu er Truk sýnd sem ein eyja. í rauninni er hér um að ræða hóp 245 hálendra skógi vaxinna eyja í undurfögru lóni, sem er um 65 kílómetra í þver mál, verið af gríðarlöngu rifi, en innan þess er djúp svo mikið að allur floti Japana gæti hæg- lega komizt þar fyrir. Eyjarnar eru fjöllóttar og hlíðarnar snar- brattar, svo að þau veita her- skipum hina beztu vernd. Það er aðeins hægt að gera árás úr lofti þaðan, en það er þó hættu- spil hið mesta, því að fallbyss- um hefir verið komið fyrir uppi á tindum fjallanna. Kafbátar geta farið í kaf út úr lóninu, án þess að þeirra verði vart því ^ð siglingarennan er svo djúp, og gert árásir fyrirvaralaust á skip, sem nálgast eyjarnar. Þá eru þar ágætir flugvellir. Eg var vottur að því, hvernig sneitt var ofan af eyju, sem var um þrjú hundruð fet á hæð og átta hundruð metrar á lengd, svo að hún varð hinn ákjósanlegasti lendingarstaður, aðeins tíu fet yfir sjávarmál. Með því að fara í litlum segl- báti um lónið, gat eg skoðað botn þess. Etelmingur þess er djúpur. Þar sem grunnsævi er, getur maður séð allavega lita fiska skjótast innan um lit- fagra kóralla. En þegar dýpkar, þá er eins og maður stigi fram af hengiflugi, þegar báturinn skríður út yfir siglingarenruna, sem er eins og skorin í sjávar- botninn. Eftir þessari rennu geta farið skip, sem rista mjög djúpt, en ef eitthvert skip ætl- aði að sigla um þarna, án þess að hafa góð kort til að fara eft- ir, þá mundi það á augabragði rífa undan sér botninn. Eyjarnar í Truk-klasarum eru svo maargar, að það er næst- um því notast við tölusetningu til að einkenna þær. — Hin skemmtilegu nöfn frumbyggj- anna hafa verið lögð niður en í staðinn hafa Japanir gefið þeim nöfn, sem bera sannar- lega vott um lítið hugmynda- flug. Einn hópúrinn heitir t. d. Sunnudagur, Mánudagur og svo framvegis eftir dögum vik- unnar. Aðrar hafa verið skírðar Vor, Sumar, Haust og Vetur — enda þótt þarna sé aldrei um vor haust eða vetur að ræða. Það er engin hætta á því. að hægt verði að svelta Japani á eyjunum. Bæði er að fiskimiðin umhverfis þær eru mjög auð- ug, og auk þess hafa Japanir flutt þangað allskonar nytja- jurtir, sem dafna þar veþ Hafa þeir til dæmis byrjað ræktun á kókoshnetum, brauðávöxtum, appelsínum og sykurreyr, auk fjölda tegunda af grænmeti. Það er óhætt að segja, að Ponape sé Gíbraltar Kyrrahafs- ins. Þar er flotalægi, fjöllum girt, en við innsiglinguna er tindur, sem heitir Chokoch klettur, og gnæfir 637 fet í loft upp. I Kusaie, þar sem skipverj- ar amerískra hvalveiðaskipa voru vanir að fara á land og stofnuðu þar með siðgæði eyja- skeggja í hættu, er líka ágæt höfn með háum fjöllum á aðra hönd. Hinum megin við hana er flatlendi, sem breytt hefir verið í ágætan flugvöll. Yap er klasi af eyjum, sem er umgirtur rifi, en lónið innan þess er margir kílómetrar á lengd. Á hæðum Yap-eyjunnar er komið fyrir flugvö'llum og loftskeyta- stöðvum. Saipan — Sykureyjan — er frábrugðin hinum að því leyti, að flotalægið þar er gert af manna höndum, en hún er ekki síður mikilvæg vegna þess. Það er hægt að fara á vélbáti til Tinian og Rota, en frá síð- arnefndu eyjunum er hægðar- leikur að fara á eintrjánings- bát til Guam. Alt snýst um Palau. Miðdepill þessa undursamlega “völundarhúss”, ef svo má að orði kveða, er Palau. Það er klasi tuttugu og sex eyja, um- girtar rifi, en lónið er svo stórt, að þar geta öll herskip heims- ins legið við akkeri. Skipalægið er í skjóli af fjöllum. Það var á Palau, sem Ellis ofursti varð of forvitinn og varð því að láta lífið fyrir, svo að þegar eg kom þangað, hætti eg að nota blek og blað og lagði ljósmyndavélina mína til hliðar. I hvert skipti sem eg fór út fyr- ir kofann minn, stóð þar hvít- klæddur japanskur lögreglu- þjónn, brosandi út undir eyru og spurði mig, hvort hann gæti ekki verið mér til hjálpar. Mér var fylgt um allt — eg var “verndaður”. — Eg mátti sjá, hvað sem eg vildi, en eg mátti ekki mæla neitt né skrifa hjá mér til minnis. Eitt fékk/ eg þó ekki að sjá, en það var eyjan Arakabesan. Afsökunin, sem borin var fram við mig, var á þá leið, að á eyju einni í aðeins hálfrar mílu fjar- lægð væri hafðir holdsveiki- sjúkfingar og það væri hætta á því, að eg gæti smitazt. Þá var verið að gera Arakabesan að mikilvægri flugvélabækistöð með árás á Filippseyjar fyrir augum, því að þær eru aðeins um 1000 km. á brott. Það er ekki mikill vafi á því, að það hefir verið h'f í túskunum á Araka- besan fyrst eftir 7. desember 1941. Flotaáætlanir Japana á Kyrra hafi munu snúast um Palau, vegna legu þeirra eyja. Þær eru aðeins þrjár flugstundir frá Fil- ippseyjum, Celebes, Amboina, Nýju-Guineu og eyjum þeim, er Ástralíu hefir verið falið að sjá um stjórn á. Mörg undanfarin ár hefir verið unnið að fram- kvæmdum við að breyta þeim í bækistöð fyrir japanska flotann. Ef hún yrði eyðilögð, þá gæti það ráðið mjög miklu um úr- slitin í baráttunni við Japani. Þó að Japanir hafi náð Singa- pore á sitt vald, þá þarf ekki að gera ráð fyrir því, að þeir muni hætta við að nota Palau og fara að nota Singapore í staðinn. Palau er rétti staðurinn til að hefja sókn gegn Ástralíu, og þær eyjar eru jafnframt virki gegn bandamönnum. Singapore nlun koma í góðar þarfir í or- ustunni um Indlandshaf, en þá nýtur sú bækistöð líka verndar frá Palau að austan fyrir banda: mönnum. Heimska, sem kom í koll. Við réðum einu sinni yfir Micronesia-eyjunum, en létum þær af hendi, af því að við vildum ekki fá á okkur orð fyrir að vera heimsveldishyggjumenn. Fyrir bragðið gáfum við Japön- um tækifæri til þess að verða það. Þetta varð á þann hátt, sem nú skal frá skýrt: Spánverjar höfðu ráðið þarna, en þegar Bandaríkin tóku Filippseyjar af þeim, þá fylgdu þeim allar þess- ar smáeyjar á 3000 mílna flæmi. Við vorum svo vandlátir, að við vildum ekki nema Guam, stærstu eyjuna, auk Filippseyja. Það verður ef til vill dómur sagnfræðinga síðari tíma, að það hefði verið betra fyrir okkur, ef við hefðum tekið allar eyjarnar eða enga. Svo mikið er víst, að | við vorum svo örlátir, að af- j henda þær Spánverjum allar aftur. En Spánverjar voru orðnir leiðir á að eiga eyjar svona langt frá heimalandinu, svo að þeir seldu þær Þjóðverjum árið 1899 fyrir fjóra .og hálfa miljón dollara. Það heyrðust óánægjuraddir í Bandaríkjunum vegna þessa. Það var sök sér, þó að hinir sigruðu Spánverjar ættu eyjar umhverfis hin nýju lönd Banda- ríkjanna, en öðru máli gegndi um Þjóðverja, því að þeir voru þá á skjótum uppgangi. Sumir Bandaríkjamenn urðu meira að segja alls hugar fegnir, þegar hinir góðu bandamenn okkar, Japanir, sigldu suður á bóginn fyrstu vikur stríðsinS 1914 og tóku eyjarnar frá Þjóðverjum. Þeir gerðu sér ekki ljóst, að Þýzkaland hafði verið allt of langt' í burtu frá eyjunum, til þess að geta hagnýtt sér þær og að þær væru nú í höndum þess veldis, sem gat gert þær að sam- stæðri heild í ríki sínu. Wilson forseti reyndi að bæta úr þessu, með því að fá Japani til þess að fallast á það, að þeir stjórnuðu eyjunum í gmboði Þjóðabandalagsins, en ekki sem sinni eign. Japanir féllust greið- lega á það. Japanskur blaða- maður ritaði svo um þetta: “Umboð táknar stjórn um tak- markaðan tíma. Japanir munu hafa einhver ráð til að gera þetta að stjórn um ótakmarkað- an tíma”. Wilson forseti stakk líka upp á því, að eyjan Yap skyldi vera undir alþjóðastjórn, vegna þess að sæsími liggur um hana. Jap- anir féllust líka á það. Samning- ur var gerður um þetta og þar var Japönum raunverulega af- hent eyjan, enda þótt svo væri látið líta út, sem Bandaríkin væri þar alveg eins rétthá. — Samningur þessi hljóðaði svo á einum stað: “Bandaríkin og þegnar þeirra eiga að hafa frjálsan aðgang að eyjunni Yap, með jafnrétti við Japani eða hverja aðra þjóð og þegna hennar, í öllu því, er snertir starfrækslu sæsímans er liggur um eyna......... Þegnar Bandaríkjanna skulu hafa ótak- markaðan rétt til að búa á eynni Þegnar Bandaríkjanna skulu hafa fullkominn rétt til að koma og fara frá eynni einir eða með eignir sínar.” Þegar Japanir voru búnir að friða Bandaríkin með þessu móti, settu þeir vopnaða verði umhverfis sæsímastöðina, en skipun var jafnframt gefin um það, að ef einhver Bandaríkja maður væri þar að snuðra, þá skyldi tilkynna, að hann hefði látist úr hitasótt. Þar með var það klappað og klárt. Loforð um víggirðingar eyjanna. Washington ráðstefnan, sem haldin var 1921—22, óskaði þess af Japönum, að þeir lofuðu að víggirða ekki eyjarnar, sem þeir réðu, ef aðrir samningsaðiljar víggirtu ekki þær eyjar, sem þeim hefði verði falið að fara með umboðsstjórn á. Japanir lofuðu öllu fögru. Hinir samn ingsaðilar stóðu við loforð sín. Japanir brostu og hófust handa um víggirðingar sinna eyja. Víggirðingar þessar voru fólgnar í hafnagerðum og dýpk- un siglingaleiða, byggingu flug- valla, söfnun skotfæraforða og bvggingu fallbyssustæða. Eg get ekki skýrt frá neinum vígjum með gamla laginu, því að eg sá þau ekki og held ekki, að þau séu til. En það stafar ein- göngu af því, að Japanir eru þeirrar skoðunar, að dagar vígj- anna séu taldir. Hong Kong og Singapore voru vígi eftir gamla laginu. Vígi nútímans hafa vængi og nefnast steypiflugvél- ar. Japanir hafa litla trú á stór- um landfallbyssum. Fallbyssur þeirra skjóta úr lofti. Föst virki er altof auðvelt að eyðileggja, nema þess gerist ekki þörf, vegna þess að hægt sé að fara á snið við þau. Japanir hafa ekki • komið sér upp neinni Maginot- línu í Micronesiu. En við þessi virki, sem gerð eru af mannahöndum, bæta hin- ar 2550 eyjar Micronesiu mikl- um víggirðingum, sem eru fólgnar í stórhættulegum rifj- um, grynningum og þungum straumum. Þarna eru líka einsk. “felueyjar”, sem skýtur upp við landskjálfta eða önnur um- brot jarðskorpunnar, en hverfa svo aftur eftir fáeina mánuði eða ár. Þéssi hegðun þeirra gerir gömul kort hættuleg og óáreið- anleg. Það er likt til gríðarlega mik- ils hagræðis, að enginn árásar- styrkur getur leynzt, þegar hann er að koma til árásar. Við sigld- um þarna 8000 mílur og alla þá vegalengd var skip okkar aldrei úr landsýn. Ókunnug skip hafa higlt um hafið um- hverfis Hawaii og undan Kyrra- hafsströnd okkar, án þess að nokkur hafi orðið var við ferð- ir þeirra, en í Micronesiu er hver einasta eyja njósnastöð. I sameiningu hafa þær útsýni yfir flæmi, sem er jafnstórt og allt Atlantshafið. Vísir. Eftir messu fór presturinn að tala við gamlan negra, sem var stundum breyzkur. ‘rJæja, Tom, hefirðu stolið gæs nýlega?” “Nei, herra prestur, því er eg saklaus af.” “En hefirðu þá stolið hænu?” “Nei, herra prestur, því er eg líka saklaus af.” “Jæja, — það er ágætt,” sagði presturinn og fór. Þá snéri Tom sér að næsta manni og sagði: “Guði sé lof, að hann spurði ekki um endur, því þá hefði verið úti um mig.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.