Lögberg - 09.07.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.07.1943, Blaðsíða 8
8 LOGBERG, FIMTUDAGINN 8. JÚLÍ 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta iúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ▼ ♦ Eysteinn Helgi Eyjólfsson, son ur Eysteins heitins Eyjólfsson- ar og eftirlifandi ekkju hans í Riverton, varð nýlega fyrir hættulegu slysi þár nyðra. Flutti Dr. S. Thompson hann þegar til Winnipeg, og var hann sam- stundis skorinn upp á Almenna spítalanum; hann var á góðum batavegi, er síðast fréttist ' ♦ ♦ ♦, Á nýafstöðnu þingi Banda- lags lúterskra kvenna, var mér afhent af frú Ingibjörgu Ólafs- son $50.00 gjöf frá Mrs. Ingibj. Frímannsson, Ohio, U.S.A. í Bandalagssjóðinn. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf ber mér að þakka og bið góðan guð að blessa ríkulaga alla þá sem styrkja okkur göfuga fyrirtæki. Mrs. Gunnl. Johannson, gjaldkeri. ♦ ♦ ♦ Gjafir í Námskeiðssjóð Banda- lags lúierskra kvenna. Kvenfél Undina, Hekla Man. $10.00. Kvenfél. Fjóla, Brown, Man. $15.00. Kvenfél. Árnessafn. Árnes, Mar\. $14.00. Mrs. O. Stephensen, Wpg., Man. $5.00. Vinur, Árborg, Man. $1.00. Kærar þakkir • Hólmfríður Daníelson. ♦ ♦ ♦ Gjafir til Belel í júní 1943. Mrs. Solveig Hoffman, Sel- kirk, Man. $5.00. Séra Sigur- björn Á Gíslason, Rvík, ísland, “ísland *í myndum”. Mrs. Pál- ína Johnson, Churchbridge, Sask. $5.00. Kærar þakkir, J. J. Swanson féhirðir. 308 Avenue Bldg., Wpg. iVlessuboð P.ssiakall Norður nýja íslands. Sunnudaginn 11. júlí. Hnausa, messa kl. 11 f. h. Riverton, ferming og altaris- ganga kl. 2,30 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Messa í Piney. Séra Guðm. P. Johnson frá Blaine, Wash., flytur messu sunnudaginn ll’. júlí kl. 11 f. h. Messan fer fram á ensku. Allir boðnir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Guðsþjónusta er hér með auglýst í íslenzku lútersku kirkjunni í Langrutn kl. 2 e. h. næsta sunnudag, 11. júlí. Látið þetta berast um alt héraðið. R. Marteinsson. Messur í Vatnabigðum. Sunnudaginn 11, júlí. Foam Lake kl. 2,30 e. h. ísl.1 messa. Lislie, kl. 7,30 e. h. Ensk messa. B. T. Sigurdsson. ♦ ♦ ♦ Séra G- P- Johnson flytur guðsþjónustur á Gimli sðm hér segir, sunnudaginn þann 18. þ. m.: Betel, kl. 9,30. e. h. Víðines, kl. 11. f. h. Árnes, kl. 2. e. h. Gimli, kl. 8. e. h. ♦ ♦ ♦ Messur í Argyle, sunnudaginn 11. júlí 1943. Brú kl. 12, ferming og offur til kirkjumálasjóðs). Baldur kl. 7,30. E. H. Fáfnis. Dagblöðin í Winnipeg skýra frá því í fyrri viku, að Mrs. E. J. Johnson í Árborg væri í kosninganefnd liberalflokksins við aukakosningarnar í Selkirk- kjördæmi; nú er Lögberg beðið að geta þess, að Mrs. Johnson styðji ,« frambjóðanda C.C.F.- flokksins. Þing Bandalags Lúterskra kvenna (Framh. frá bls. 1) G. A. Erlendson, Árborg, en til vara: Mrs. O. Stephenson, Wpg., Mrs. Anna Magnússon, Selkirk. Kosningar fóru fram sem fylgir: Heiðursforsetar. Mrs. I J. Ólafsson, Selkirk. Mrs. Finnur Johnson, Wpg. Forseti. Mrs. Lena Thorleif- son, Langruth. Vara-forseti. Mrs. A. S. Bar- dal, Wpg. Skrifari. Miss Lilja Guttorms- son, Geysir. Bréfaviðskifta-skrifari. Mrs. Jona Sigurðson, Wpg. Féhirðir. Mrs. G. Jóhannson, Wpg. Vara-féhirðir. Mrs. Anna Magnússon, Selkirk. Framkvæmdarnefnd: Mrs. Fjóla Gray, Wpg. Mrs. H. Danielson, Wpg. Mi's. J. Tergesen, Gimli. Mrs. J. V. Eylands, Wpg. Mrs. B. M. Paulson, Árborg. Mrs. A. Sigurðson, Árnes. Mrs. H. G. Henrickson, Wpg. Við alla fundi og skemtisam- komur þingsins var fjöldi gesta auk erindreka og embættis- kvenna. Forseti stýrði þinginu á þann hátt að alt fór friðsamlega í gegn og vandamál öll ítarlega rædd. Gœtið öryggis ! Komið loðkápum yðar og klæðisyfirhöfnum í kæli- vörzlu hjá Perth’s Sími 37 261 Cleaners — Launderers I lok þingsins fór fram bæna- stund, þar sem hugir allra við- staddra stefndu til guðs í ein- lægri bæn um frið. Séra V. J. Eylands flutti aðalbænina, Mrs. A. S. Bardal flutti einnig bænir. Að endingu var faðir vor lesið sameiginlega. Þingi var slitið um hádegi á laugardaginn 3. júlí. Lilja Guiíormsson, • skrifari. Wartime Prices and Trade Board Embættismenn W. P. & T. B. ráðleggja fólki að safna ekki kjötseðlum til þess að birgja sig upp, rétt áður en seðlarnir falla úr gildi. Kjötinu er úthlutað þannig að allir geti fengið sinn áætlaða skamt daglega. Ef margir taka upp á því að safna þangað til seðla og gildistímabilið er næst- um því útrunnið, og kaupa svo fyrir fleiri daga í einu, þá verð- GÓÐAR BÆKUR. GÓÐAR BÆKUR. Icelandic Poems & Stories, by Dr. R. Beck $5,50 A Primer of Modern Ice- landic, by Snæbjörn Jónss. 2,50 Icelandic Lyrics, by Dr. R. Beck 3,50 Debt-and-tax Finance Must Go, by Solome Halldórss. 0,25 Smoky Bay, by Steingrím- ur Arason 2,25 Undir Ráðstjórn, Heivlett Johnson 3,00 Icelandic Canadian, 4 h. á ári 1,00 J Pantið lista af bókum og Music., Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave„ Winnipeg, Wan. MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Tilkynning um... kenslu í Matgeymslu og niðursuðu SEM FRAM FER í JÚLÍ UNDIR UMSJÓN RUTH HERNER, B.Sc. City Hydro's Home Service Director Boyd Bulding. Portage Ave. og Edmonton. Hagið því til, að sækja þessa nytsömu fræðslufundi, þar sem vissum tíma er varið til samtals um niður- suðu matvæla. Kynnist fullkomnustu aðferðum í niðursuðu og matargeymslu, sem og því, hvernig bezt megi nota sér sykurskamtinn. « Til skrásetningar við þessar ókeypis Hydro’s kenslu- stundir, skal fylla út miðan hér að neðan. Frekari upplýsingar fást með því að síma Miss Hermer, 848138, eða finna hana í Hydro’s sýningarskála í Boyd byggingunni milli 2—5 e. h. - — - —Sníðið af og póstið þenna miða' “ — — To Miss Ruth Herner, B. Sc. Hydro’s Showrooms, Boyd Bldg., Winnipeg. Please enroll me as a member of your Canning and Preserving classes. Name Adress Phone Dyers — Furriers Mynd þessi sýnir nokkra tyrkneska flugmenn við æfingar hjá brezka flugliðinu. ur beðið um svo mikið meira en til er, síðustu dagana að margir verða kjötlausir fyrir. Það er því bezt fyrir fólkið sjálft, að sjá sér borgið með því að reyna eftir megni að kaupa sem oftast og með sem mestri reglusemi til þess að dreyfing verði sem jöfnust. Fólk er líka ámint um að kaupa meira af ódýrari kjötteg- undum, svo sem beinlausu kjöti af leggjum (boneless meat from ‘-hanks, for stewing) og “brisket” í “pot-roasts”. Þetta er gott kjöt sem vel má nota, og matartil- breyting. Það er, þar að auki, mikill peningasparnaður, sérstak lega þar sem margir eru til heimilis, og mikið er keypt. * * * Smjörseðlar númer 18 og 19, og lcjölseðlar númer 7, ganga í gildi 8. júlí. Spurningar og svör. Spurt. Við hvað er átt þegar talað er um kjöt í geymslu. Er þar átt við kjöt sem soðið hefir verið niður heima áður æn kjötskömtunin var löggilt? Svar. Nei. Það er átt við kjöt sem geymt er’ í “coldstorage”. Þáð er ekki átt við niðursoðið kjöt. Spurt. Við búum úti á landi og höfum kindur. Er leytilegt að selja 25 pund af ull til konu í bænum sem ætlar sér að nota ullina sjálf? Svar. Nei. Á meðan stríðið stendur yfir, og í eitt ár þar á eftir, verður öll ull sem fram- leidd er í landinu að seljast til stjórnarinnar eða til umboðs- manna hennar sem starfa fyrir “Canadian Wool Boatd.” Spurt. Mér hefir verið sagt að W. P. & T. B. takmarki sölu á fiðri. Því er þetta gert? Svar. Það er gert til þess að nægar birgðir af fiðri og dún séu fáanlegar fyrir herinn, sem þarfnast svefnpoka og annan slíkan útbúnað. Spurt. Dóttir mín heldur til í bæ sem ekki er mjög langt héðan. Á hún að láta húsmóður- ina þar sem hún býr, hafa niðursuðusykur seðlana sína eða á hún að senda þá heim? Svar. Hún á að láta húsmóð- ur sína hafa þá, vegna þess að það verður á hennar heimili sem hún borðar niðursoðnu ávextina, en ekki á heimili móður sinn- ar. Spurt. Hvenær verður þriðja skömtunarseðlabókunum útbýtt? Svar. Það er búist við að j þeim verði útbýtt seint í ágúst mánuði, í kringum þann 25. en fól^i vérður tilkynnt í tæka tíð. Spurt. Mig langar til að senda te og kaffi til sonar míns sem er í hernum og er nú á Eng- landi. Er þetta bannað? Svar. Nei. Það er leyfilegt, ef það sem þú sendir er tekið af þínum eigin skamti. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. NEW PEAKS . . . Aldrei áður hafa símalínurnar áil jafn mikil- vægum skyldum að gegna; við hina miklu friðartímanotkun hafa bæzt þungar stríðskvað- ir; kvaðir um birgðir hráefna, og viðgerðar- parta; kvaðir stjórnar- og hernaðarvalda milli deilda hergagnaframleiðslunnar; milli heilla heimsálfa* Símanotkun til stríðsþarfa kemur fyrst. Af þessari áslæðu er ekki unnt, að láta borgurun- um í té sömu afgreið- slu og áður var. Þess vegna æskjum vér sam vinnu yðar. Með þeim mnniTOBH TEUEPHonE sysTEm Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmenntun er ómissandi nú á dógum. og það fólk, sem hennar nýtur, hefir ætíð forgangs- rótt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig, að íinna oss að máli. ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent, Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.