Lögberg - 12.08.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.08.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. ÁGÚST, 1943 ----------Xögberg--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Wlnnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Iámited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 ÁVARP Til Hinriks S. Björnsson, flutt í samsæti á Royal Alexandra hótelinu í Winnipeg, föstudaginn, 6. ágúst. Eftir séra Valdimar J. Eylands Eg vil leyfa mér í nafni Þjóðræknisfélagsins og fyrir hönd hins fjærveranda forseta þess, og stjórnamefndarinnar, að þakka íslendinga- dagsnefndinni og þeim öðrum sem hlut kunna eiga að máli, fyrir þá framtakssemi að efna til þessa virðulega samsætis. Það er nú orðið alllangt síðan við höfum haft tilefni til að koma saman á þenna hátt til að heiðra góða giesti frá íslandi, og til að gleðjast hvorir með öðrum og fræðast í saimneyti við þá. Samkom- ur eins og þessi er einn þátturinn í þjóðrækn- isstarfsemi okkar, og sannarlega ekki sá veiga- minsti. En þótt við höfum ekki komið saman á þennan hátt nú um langa hríð, höfum við hér í Winnipeg þó ekki farið varhluta af heim- sóknum góðra gesta frá ættlandinu nú hin. síðari ár. Allmargir slíkir gestir hafa dvalið með okkur langvistum og við höfum notið fræðslu og mikillar ánægju í viðkynningunni við þá við ýms tækifæri. Á eg þar við flug- mennina sem hafa dvalið hér, læknana sem hér stunda framhaldsnám og konur þeirra, stúdentana sem stundað hafa eða stunda nú nám við Háskóla Manitoba fylkis, og aðra gesti sem hér hafa dvalið í ýmsum erindum lengri eða skemmri tíma. Við Vestur Islendingar höfum lengi verið sólgnir í það að lesa allar mögulegar fréttir sem berast að heiman í ís- ienzkum blöðum. Við höfum reynt og reynum enn að fylgjast með því sem þar gérist. En ein mynd er betri en þúsund orð í töluðu eða prentuðu máli. Ein lifandi mynd hlýtur þá að vera betri til fræðslu en mörg þúsund orð. í þessu fólki höfum við séð lifandi myndir frá ættjörðinni. Við höfum séð í þeim fulltrúa hinnar nýju kynslóðar sem ísland hefir alið hina síðustu áratugi; fulltrúa íslenzkrar fram- takssemi, tækni, lærdóms og menningar. Eg hygg að við séum öll samdóma um það að þessar lifandi myndir frá Islandi hafi gefið okkur glögga og góða hugmynd af þeirri kyn- slóð sem nú er um það bil að taka við forráð- um á íslandi í ýmsum greinum. Þegar við minnumst þess hve þetta fólk er myndarlegt og vel gefið, og minnumst þess að þetta eru aðeins örfáir einstaklingar af öllum þeim fjölda samskonar fólks sem fyrir er í landinu, fólki sem á sömu áhugamál, dugnað og djarfsækni, þá er sízt ástæða til að bera kvíðboða fyrir framtíð íslands eða heima þjóðarinnar. En þótt eg hafi nú talað þannig almennt um hina ungu íslendinga sem dvalið hafa eða dvelja nú hér á vesturvegum, og þakki þeim úr hópi þeirra sem þegar eru horfnir héðan, og hinum sem eru um það bil að fara fyrir góða viðkynningu, og þann skerf sem þeir hafa lagt til félagsmála okkar á ýmsan hátt, þá er það sérst’aklega hlutverk mitt að minnast eins þeirra hér í kvöld, mannsins sem hefir gefið tilefni til þessarar samkomu, Hinriks, lög- manns Björnssonar. Að vísu hefir viðkynning ©kkar við hann verið stutt, miklu styttri en við hefðum kosið. En á þessum stutta tíma hefir hann reynzt okkur hin mesti aufúsugestur, og okkur finst við þekkja hann mæta vel. Veldur því einkum tvennt: hin prúðmannlega og lát- lausa framkoma hans, og fortiðin sem hann á að baki sér. í spakmælum Hávamála stendur þetta: “Sumr es af sonum sæll, sumr af frænd- um, sumr af fé ærnu, sumr af verkum vei.” Því verður ekki neitað að Mr. Björnsson er sæll, í þeim skilningi sem það orð er notað hér, af frændum sínum; frændum sem hafa unnið verk sín vel í þágu hinnar íslenzku þjóðar. Enskur talsháttur segir: “Guð gefur okkur ætt- ingja okkar, en við getum valið okkur vim.” Forsjónin hefir verið heiðursgesti okkar sér- staklega hliðholl í vali afa hans og föður, sem hvor um sig hafa verið hinir mætustu forystu- menn íslenzku þjóðarinnar. Þeir sem fylgdust með stjórnmálabaráttu Islands á fyrstu tugum þessarar aldar, minnast afa heiðursgestsins, Björns Jónssonar, hins mikilsvirta og snjalla ritstjóra ísafoldar, síðar ráðherra, hvernig hann stóð á verði gegn “Uppkastinu” svo nefnda, er hann taldi sjálfstæði Islands í veði. Það stend- ur Ijómi í sögu Islands yfir nafni afa heiðurs- gestsins, og þá ekki síður yfir nafni föður hans, hins núverandi ríkisstjóra íslands, Sveins Ejörnssonar. Eg skal ekki reyna að rekja hinn glæsilega námsferil hans, eða telja öll þau embætti sem hann hefir skipað. En eins vil eg þó geta sem snertir okkur Vestur íslendinga, þess að Sveinn Björnsson var einn af fyrstu hvatamönnum að stofnun Eimskipafélags íslands, og frumkvöðull að ýmsum framkvæmdum í því mikla velfarn- aðarmáli þjóðarinnar æ síðan. Þó ekki væri annað, væri það nóg til að haldá nafni hans á lofti um aldur og æfi á meðal íslendinga. En vandi fylgir vegsemd hverri. Það er þá líka vandi að vera sonur slíkra feðra sem þeirra Bjöms ráðherra og Sveins ríkisstjóra. Það er erfitt fyrir afkomendurna að lifa í þeim ljóma sem stafar af nöfnum frægra feðra. Það er svo erfitt þegar þannig stendur á að verða föður- betrungur, en svo auðvelt að láta undan síga og verða verrfeðrungur. Ýmsar þjóðir álasa ís- lendingum fyrir það að þeir stæri sig af þúsund ára gamalli menningu sem sé fyrir löngu horfin þótt hún sé ekki gleymd, en að síðari kynslóðir hafi í flestum hlutum orðið eftirbátar forfeðr- anria. Þessi rangi dómur mun nú hverfa fyrir afrekum hinna ungu íslendinga, sem forsjónin felur umsjá hins nýja lýðveldis sem koma á innan skamms. Og þegar hið unga Island rís upp úr hafi vanþekkingar og skilningslevsis undir forystu ágætra leiðtoga sinna, þá hugsum við okkur Hinrik Björnsson framarlega í þeirri fylking. Öll rök virðast standa til þess að hann muni um síðir standa í fylkingarbrjóstum. Fortíð hans og nútíð taka höndum saman til að benda á glæsilega framtíð. Eftir þessa stuttu viðkynning teljum við ótvírætt að hann muni þeim vanda vaxinn að vera sannur sonur feðra sinna. Við teljum að fjórðungi muni hér bregða til fósturs um hæfileika og áhuga fyrir sjálf- stæðismálum Islands, að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni sem vill breiða sitt lim yfir börn íslands óg vernda þau í baráttu þeirra fyrir almennum mannréttindum og viðhaldi þeirra. Hann hefir drukkið af nægtabrunnum hinnar beztu skólamenntunar, sem ísland, og sambandsríki þess, Danmörk, gátu veitt. Hann skipar nú virðulegt embætti í sendisveit Is- lands í höfuðborg eins af glæsilegustu stór- veldum heimsins. En hvorki ættgöfgi hans, menntun eða staða hefir megnað að stíga hon- um til höfuðs. Er það glöggur vottur urn mann gildi hans, — en manngildið skapar manninn. Guð hefir gefið honum göfuga ættingja, en hann mun sjálfur velja sér vini. Og er hann velur sér vini, viljum við biðja hann að minn- ast okkar Vestur Íslendinga á sama hátt og faðir hans hefir svo oft gjört. Svo þökkum við honum fyrir komuna, fyrir fræðsluna um ís- land, og fyrir þann íslenzka il sem stafar frá hinu prúða háttalagi hans og ljúfu fraimkomu. Við óskum honum allra h^illa, og þá þess helzt að hann megi halda hátt á lofti frægðarmerki feðra sinna, og verða um síðir talinn sæll af sínum eigin verkum, vel unnum í þágu hins unga íslands. A vígaslóð Fréttir þær sem borist hafa frá heljarslóð nú síðustu vikumar bera vitni um látlausa sókn af hálfu Bandaþjóðanna á víglínur Öxulríkj- anna alstaðar. Þessi einbeitta sókn hefir borið mikinn árangur, því augljóst er að sífelt þrengir að Þjóðverjum, og að “blóðveggur” þeirra, sem þeir nefna svo styttist vikulega, en að sama skapi harðnar bæði sókn og vörn. Sikiley er nú að mestu í höndum Bandamanna nema þrí- hyrna sú sem liggur næst meginlandi ítalíu; eru þar háðir snarpir bardagar. En augljóst virðist að eyjan muni innan skamms verða að fullu unnin. Vörn Þjóðverja og ítala á eynni virðist hafa farið mjög í handaskolum, og sigrar Bandamanna hafa verið tíðir og næsta auð- veldir. Mannfall af þeirra hálfu er talið frem- ur litið eftir ástæðum; þó er talið að milli 75 og 100 Canadamenn hafi látið þar lífið. Næsti áfanginn verður sjálfsagt meginland Italíu; hefir Rómaborg þegar séð vísir til þess sem verða mun. Páfinn kveinar yfir árásum á sína helgu dóma þar í borg, en ef dæma skyldi eftir þögn hans er Rotterdam var sprengd, eða Coventry eða London eru þar engin heilög vé. Hin nýja stjórn á ítalíu er á milli tveggja elda, en eftir síðustu fregnum að dæma virðist hún ætla að halda áfram hinni vonlausu baráttu við hlið Þjóðverja. Hvað sem því líður virðist óhætt að gjöra ráð fyrir að ítalía sé úr sögunri: sem áhrifamikill hernaðaraðili. Síðustu mánuðina er talið að mjög hafi dregið úr kafbátahern^ði Þjóðverja, og að fluglið þeirra er mjög' lamað er augljóst af því hve lítilli vörn þeir koma við gegn loftárásum Bandamanna yfir meginlandi vestur Evrópu. Einnig hafa Þjóðverjar orðíð hart úti í viður- eign sinni við Rússa síðustu vikurnar. I suður Rússlandi hafa þeir tapað stórum landflæmum og allmörgum borgum sem hafa mikla hernað- arlega þýðingu. Churchill er kominn til Can- ada til að sitja á ráðstefnum með forsætisráð- herra Canada og forseta Bandaríkjanna. Slíkar ráðstefnur hafa að undanförnu verið fyrirboðar mikilla tíðinda, og er búist við að nú verði lögð á ráðin um nýja og örlagaríka sókn. Að öllu samanlögðu virð- ist óhætt að fullyrða að horfur stríðssóknarinnar séu nú mjög góðar. Að vísu skyldi enginn ætla að alt sé nú sama sem klappað og klárt, vegferðin fram undan verður ennþá löng og ströng ef að líkum lætur. En enginn fær flúið örlög sín. örlög Öxulríkjanna eru nú skýru letri skráð og mun það fáum harms- efni. CANADÍSK BORGARARÉTT- INDI OG BORGARASKYLDUR (Framh. frá bls. 1) þess að veita ö8rum atvinnu. Þeir menn reynast oft hinir þörfustu borg- arar í sinu mannfélagi, byggja þaö upp og styrkja góð félagsmál. ÞaS er ekki framtakssemi slikra manna, sem viö eigum aö leggja hömlur á; þaö er vald hinna sálarlausu og óper- sónulegu auövaldshringa, sem hafa náö einokunarvaldi á sviöi iSnaðarins og viöski ftanna sem veröur að tak- { marka. Stjórnir fólksins verSa a8 skipa þeim fyrir verkum, en þeir ekki stjórnunum. ForsætisráÖherra okkar, Mckenzie King segir í bók sinni “Industry and Humanity” “aö skipuleggja i8na8inn á lýöræöislegan hátt, þannig, a8 iön- aðarlýðræöi haldist i hendur vi8 stjórnarfarslegt lýöræöi er verkefniö mikla, sem framundan bi8ur.” Og Roosevelt forseti sagöi i ræ8u 1933, stuttu eftir lokun bankanna: “Þgir sem réöu yfir skiftinug nauösynja mannkynsins fóru villur vegar, vegna þrákelkni sinnar og skammsýni. Um- bætur þær, sem gera þarf veröa að grundvallast á því aö vér ávalt setj- um velferö samfélagsins hærra en al- gengan peningahagnað.” Hinar kristilegu fórnir og sam- vinnu hugsjónir veröa aö ná dýpri tökum á hugum fólksins. Á þeim^eina grundvelli veröur framtíSarrikiö bygt. Stríöið sjálft hefir sýnt aö hægt er aÖ gera þessar hugsjónir aö veruleika. Samvinna hefir tekist milli 30 þjóöa gegn ofbeldi ófriöarrikjanna. Fólkið hefir veriö samtaka í því aö leggja fram þungar fórnir til þess aö foröa ‘ sér og öörum frá þvi aö vera hnept í þrældóm og til þess aö leysa aðrar þjóðir úr ánauð. Þessar hugsjónir verða aö vera aö verki í viðskiftum þjóöanna aö stríðinu loknu til þess að varna styrjöldum í framtíöinni. Engin þjóö getur nú á timum lifað sjálfri sér; engin þjóð getur veriö óhult gegn ofbeldi, meö því aö einangra sig og lýsa yfir hlutleysi sínu. Almennings álitiö er voldugt, sér- staklega í lýöræöislöndum. Stjórnir lýðræðislandanna lúta oftast sterku og einbeittu almennings áliti. Hver einn einasti okkar á þann lýöræöisrétt aö hafa áhrif á almenningsálitiö. Beitum þeim rétti til þess aö land okkar, Canada, leggi sinn skerf fram til þess aö vinsamleg samvinna náist meöal þjóöanna bæöi á sviöi viðskift- anna og um sameiginlegt örvggi allra þjóöa. Við borgarar Canada erum stoltir af landinu okkar eins og það er frá náttúrunnar hendi, viöáttumikið, breytilegt og fagurt, gætt ótæmandi auölindum og framleiðslu orku, en hiö raunverulega Canada er þjóöin sjálf — borgarar landsins og þaö er i okkar vald sett aö skapa farsæla og menningarríka þjóö. Til þess aö þaö geti orðið verðum viö fyrst og fremst að skilja fyllilega aö viö eigum land- ið; aö þetta er okkar land og viö berum ábyrgö á stjórn þess og velferð, og við berum ábyrgð gagnvart hver öðrum og velferð hvers-annars. Lýö- ræðið veröur þvi aöeins starfhæft aö viö rækjum skyldur okkar gagnvart þvi. Með því að iðka lýöræðiö í okkar daglega lifi, meö því að vinna aö um- bótum og framförum í félagsmálun- um meö samborgurum okkar, byggj- um viö upp fullkomnara canadiskt þjóölif. Meö því aö æfa okkur í að taka þátt i félagsmálum bygöar okkar munum viö skilja betur alþjóðarmál og verða hæfari til þess að taka þátt í þeim. Umbætur í félagsmálum veröa þvi bezt framkvæmdar, aö af- staöa okkar sé jákvæö en ekki nei- kvæö, aö viö reynum aö útrýma því, sem okkur finst miður fara meö því aö keppa aö framkvæmdum þess góða en eyða ekki orku okkar aöeins í það aö rifa niður og finna aö viö aðra. Það er svo auðvelt aö sjá flísina í auga bróöur síns, en taka ekki eftir bjálkanum i sínu eigin auga. í fram- tiðinni ættum við aö leggja meiri á- herzlu á þá þjónustu, sem sérhvert okkar getur látið þjóöfélaginu i té fremur en aö krefjast hlunninda, af þjóðfélaginu. Sem betur fer, á þjónustuhugsjónin djúp itök í hjörtum fjölda fólks; á það bendir hin margþætta félagslega starf- semi svo sem líknarstarfsemi, kirkjií- starfsemi og allur félagsskapur, sem miöar að þvi aö hefja mannfélagið á hærra menningarstig. Ótal óeigin- gjarnir og kærleiksríkir einstaklingar verja miklum tíma og kröftum i þjón- ustu samfélagsins. Þaö er okkar borg- araleg skylda aö meta og viröa þetta fólk, sem þannig starfar fyrir okkur, að minsta kosti ættum við að varast aö launa þvi starfið með þvi að væna þaö um óráðvendni, lýöskrum og ann- að ilt. Margur maöurinn hefir gefist upp viö aö starfa fyrir fjöldann, sökum þess aö þaö, sem hann hefir gert, hefir verið lagt út á verri veg. Þess- arar ljótu tilhneigingar veröur sér- staklega vart í garð þeirra manna, sem gefa sig aö stjórnmálum. Hversu mikils trausts • sem maöurinn hefir áður notiö, þá er oft eins og hann veröi að nokkurs konar skotspæni al- mennings um leiö og búið er að kjósa hann á þing, eöa í ábyrgöarstööu. Þaö er ekki furöa þótt hæfir menn' hiki stundum viö aö gefa kost á sér í þjónustu almennings, ef þeir mega eiga von á því að ráöist veröi á mannorð þeirra. Þeir menn, sem ganga manna á meðal og spúa eitri tortryggni, haturs og sundurlyndis eru óþarfir borgarar. Slíka skrílæs- ingamenn kjósa ekki góðir borgarar fyrir leiðtoga, þvi framtíöarrikiö veröur ekki bygt á grundvelli haturs og hefndarhyggju. Góöir borgarar kunna aö meta og virða þaö, sem vel er gert; þeir kunna aö velja mikilháefa leiötoga, sem láta skynsemi og göfugar hug- sjónir ráöa geröum sínum; þeir kunna aö fylkja sér að baki slíkra manna og veita þeim styrk til þess aö vinna aö landsins heill. Hinir gömlu íslenzku landnemar, sem námu þessar bygðir voru, að minni hyggju fyrirmyndar borgarar. Þeir stofnsettu sjálfir stjórnskipulag í bygöum sinum; þeir voru félags- lyndir og hjálpsamir; þrátt fyrir sína efnalegu fátækt bygöu þeir kirkjur og mynduöu söfnuði, lestrarfélög og ýms önnur menningarfélög. Þeir settu á stofn blaö og skrifuðu í þaö sjálfir um landsins gagn og nauösynjar; þeir héldu samkomur og kappræddu um menn og málefni; þeir gáfu sér tíma til aö lifa. Þeir voru andlega vak- andi, fúsir til samvinnu og fundu til ábyrgöar sinnar gagnvart hver öör- um og þjóðarheildinni. Alla þessa kosti mættum viö taka okkur til fyrirmyndar. Þessir menn leystu af hendi meö prýöi þaö hlut- verk, sem þá lá fyrir hendi í okkar unga landi — aö ryðja landið og byggja ný heimili. Fyrir okkur af- komendum þeirra liggur nýtt land- nám. Þrátt fyrir þaö hve landnem- arnir bjuggu vel í haginn, og þrátt fyrir allar vélarnar, sem áttu aö gera lífiö léttara, virðist samkepnin og á- hyggjurnar fyrir efninu hafa aukist. Þaö væri vel ef viö gætum breytt stefnu og snúiö þeirri áherzlu, sem við höfum lagt á efnalega framsækni, í áhuga fyrir því, aö bæta kjör fólks- ins i heild sinni — aö útrýma hinum sorglega ótta viö fátækt, skort og at- vinnuleysi; aö inræta sjálfum okkur og öörum virðingu fyrir mentun, lær- dómi og listum, og hefja þannig mannfélagið á hærra menningarstig. Þannig gætum við skapað réttvísa, menningarríka og farsæla canadiska þjóö — þjóö, sem myndi fús á sam- vinnu við aðrar þjóöir, þjóö, sem myndi efla álheimsfriö. Þjóðverji undirbjó árásina á Pearl Harbor Þaö var Þjóöverji, sem undirbjó árásina á Pearl Harbour fyrir Japani. Þjóöverji þessi — Bernhard Julius Otto Kuhn — haföi búiö á Hawaii í átta ár og lézt vera aö læra japönsku, segir i tilkynningu um þetta frá Washington í gær. Hann njósnaði um athafnir ameriska flotans og kom öllum upplýsingum um hann til japanska ræöismannsins í Honolulu. Hann útbjó líka stórkostlegt merkja- kerfi, til þess aö geta leiðbeint jap- jönskum flugmönnum í árásinni. Kuhn var fyrst dæmdur til dauða eftir árásina en dóminum breytt í 50 ára þrælkunarvinnu. Ósköp eruð þér eitthvaö gremjuleg á svipinn, frú Signý. Hvaö hefir komiÖ fyrir yöur?” » “O, minnist þér ekki á þaö. Eg var aö hnakkrifast við manninn minn um tjlhöfun silfurbrúökaupsveizl- unnar okkar.” . « “Ógn er leiðinlegt að heyra þetta! Hvaö hafiö þiö verið gift lengi ?” “Hálfan mánuö.” Hér eru þeir Winston Churchill og Smuts marskálkur frá Suður-Afríku, að skoða landvanarvirki Bretlands.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.