Lögberg - 14.10.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.10.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines ^ io* Cot- <$* *»° and?!»^Ö Clec For Beiiér Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines ^ lot o V£ &\vc< Cot- ?«** a^1 Service and Saiisfaclion 5S ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. OKTÓBER 1943. NÚMER 41 Við Goose Bay á Labrador, er einn allra. stærsti flugvöllur í heimi; flugvöllur þessi var gerður að tilhlutan canadiskra stjórnarvalda, og streymir þangað daglega til og frá, mesti sægur flugvéla, er byrgja sig þar upp með olíu. Á myndinni að ofan, getur að líta einn af risaflugdrekum Bandaríkjanna. ítalía segir Þjóðverjum stríð á hendur Snemma á miðvikudaginn var, gerðust þau tíðindi, að Badoglio stjórnin á Italíu sagði Þjóðverj- um formlega stríð á hendur, og skoraði forsætisráðherra þá í útvarpsræðu á þjóð sína, að ganga í samfelda breiðfylkingu til þess að flýta fyrir sigri sam- einuðu þjóðanna; kvað hann Þjóð verja hafa með fláttskap og und- irferli ginnt ítölsku þjóðina út í stríð, eða öilu heldur þá- verandi forráðamenn hennar, því þjóðin sjálf hefði vitanlega kos- ið að geta búið að sínu í friði; en úr því, sem nú væri komið, ætti hún ekki annars úrkostar sæmdar sinnar vegna, en grípa til vopna gagnvart sínum fyrri bandamönnum, og stuðla með því eftir megni, að létta sem fyrst Fasista okinu af hinum kúguðu og kvóldu Norðurálfu- þjóðum. Fregn þessi var gerð sam tímis heyrin kunn í London, Moskva og Washington. Um hundrað ítölsk herskip, þar á meðal fimm stærstu or- ustuskip þjóðarinnar, eru um þessar mundir í vörzlu samein- uðu þjóðanna, reiðubúin til sókn ar gegn möndulveldunum nær sem kallið kemur. Steypiregn heiir undanfarna daga hamlað nokkuð framgangi herja hinna sameinuðu þjóða á ítalíu, þó talsvert hafi þeim unn- ist á, þrátt fyrir aukið viðnám af hálfu Þjóðverja. Megin or- usturnar eru háðar við Volturno ána, sem reynst hefir hvorum aðilja um sig hinn versti götu- þrándur. Bretar fá umráð yfir höfnum á Azoreyjum Svo hefir skipast til að Portu- gal hefir veitt Bretum afnot af herskipahöfnum á Azoreyjun- um, og fylgir það fregninni, að allmikill brezkur liðsafli sé þeg- ar komínn þar á land. Stjórn Bretlands hefir gefið portúgölsku stjórninni skýlaust loforð um það að kveðja heím alt setulið sitt á eyjunum, jafnskjótt og stríð- inu ijúki. Á hinn bóginn hafa Bretar heitið Portugalsbúum öll- um þeim vistum og vopnabirgð- um, er þeir þarfnist meðan á styrjöldinrii stendur. ? ? ? PRÝÐILEG SAMKOMA. Skemtisamkoma sú, sem haldin var í Fyrstu lútersku kirkju á mánudagskvöldið var, í tilefni af þakkarhátíðinni, og hið eldra kvenfélag safnaðarins stóð að, var prýðilega sótt og að öllu hin virðulegasta. Forseti safnaðarins, Mr. G. F. Jónasson, annaðist um samkomustjórn og»fórst hið prýði legasta úr hendi; skemmtiskrá var hæfilega löng, og hlutverk þeirra allra, er í henni tóku þátt, þóttu takast með ágætum. Hið fagra og hrífandi erindi, sem prestur safnaðarins flutti á sam- komu þessari, er birt á öðrum stað hér í blaðinu. Að skemmtiskrá aflokinni, voru um hönd hafðar rausnarleg- ar veitingar í fundarsal kirkj- unnar. + + + ÞJÓÐVERJAR HÖRFA FRÁ KIEV. Að því er nýjustu fregnir herma, sækja Rússar nú að Kiev á þrjá vegu, og eru komnir inn í útjaðra borgarinnar. Það fyigir sögu, að Þjóðverjar hafi séð þann kost vænstan, að hypja sig á brott úr borginni vegna þess að sýnt hafi verið, að þeir fengju eigi haldið henni fyrir sívaxandi bolmagni hinna rauðu hersveita. Alstaðar halda Rússar áfram sigurför sinni í hvað sem slæst, og hvernig, sem viðrar og eru nú, að því er síðast fréttist, inn- an við sextíu og fimm mílur frá landamærum Latviu. Ur borg og bygð Samkoma í Langruth. Hér var haldin gleðisamkoma fyrir gamla fólkið, þann 3. þ. m. af safnaðarkvenfélaginu. Kirkjan var fullsetin af fólki þessarar bygðar, og nokkrum ut- an bygðar. Þar fóru fram, eins og að vanda góðar skemtanir, svo sem söngur og upplestur. Tóku margir þátt í því. 1 þetta sinn sat við orgelið ungfrú Kristín Halldórs- son. Kvæði var lesið upp af O. Oddssyni og S. B. B. Forseti var frú Eyólfína Þorleifson. Veitingar voru góðar eins og að vanda, rúllupylsa, vínarterta og kaffi o. s. frv. Á þessari samkomu er gleði, fögnuður vina, kveðjur og fult málfrelsi. — Þá tala allir. 1 þetta sinn vantaði M. Péturs- son, sem vanalega flytur skörug- lega ræðu. Svo hefi eg þetta ekki lengra, sleppi öllum bygðar fréttum, sem þó ættu að segjast, eins héðan og úr öðrum by.gðum. Slíkar jréttir les eg fyrst allra frétta. S. B. B. ? -t- -t- Frú Sigríður Thorsteinson írá Wynyard, Sask., hefir dvalið í borginni í vikutíma; kom hún hingað til þess að taka þátt, á- samt öðrum meðlimum fjölskyld unnar, í afmælisfagnaði móður sinnar, frú Hansínu Olson, sem varð áttræð þann 3. þ. m. Frú Sigríður hélt af stað heim- leiðis á laugardaginn, en ætlaði að hafa nokkura viðdvöl á leið- inni í Virden, þar sem tveir syn- ir hennar dvelja við heræfingar. ? ? ? Látið ekki undir höfuð leggj- ast, að fjölmenna á Bridge og Dance samkomuna, sem lcelandic Canadian Club efnir til í Good- templarahúsinu þann 14. þ. m. *¦ ? ? Mr. Finnur Stéfánsson, sem legið hefir á Almenna sjúkra- húsinu hér í borginni í því nær tvo mánuði, er nú kominn heim, og hefir fengið allmikla heilsu- bót. ? ? ? Þann 25. sept. voru gefin saman í Lútersku kirkjunni að Brú, Man., þau ungfrú Esther Jónína Stefánsson frá Cypress River, Man., og herra Edward Leslie Pentland, frá Holland, Man. Brúð urin er dóttir hinna ágætu hjóna Óla Stefánssonar og konu hans Svöfu, sem um mörg ár hafa búið rausnar og myndarbúi að ættaróðali Stefánssons ættarinn- ar þar í byggðinni. Brúðurin er útlærð í hjúkrunarfræði frá General Hospital, Winnipeg, Man. Brúðguminn er maður af skozkum ættum, námu foreldrar hans land, nálægt Holland á frum byggjatímum sveitarinnar. Heit- ir faðir hans Wilbert F. Pent- land, en móðurin, sem er dáin var Violet Hoy einnig af skozk- um ættum. Kirkjan var fagur- lega skreytt blómum af öllum tegundum, svo sem hæfði athöfn inni allri. Að giftingunni afstað- mni sátu fjöldi af ættingjum beggja ríkulega veizlu að heim- ili foreldra brúðarinnar, þar sem allir fundu, hve íslenzk rausn enn lifir og dafnar hjá eftirkom- endum frumbyggjanna. og sóm- ir sér yel á gleðistundum okkar. Brúðarför sína fóru hin ungu hjón til Winnipag og annara ^taða í Manitoba, en framtíðar- heimili þeirra verður að Ocean Falls, B. C, þar sem brúðgum- inn er timbursali fyrir stórt fél- ag, canadiskt. Hugheilar óskir fylgja hinum ungu hjónum til sins nýja heimilis og bjartrar framííðar. Séra E. H. Fafnis, framkvæmdi hjónavígsluna, og var kirkjan alskipuð bygðarfólki og vinum. ? ? ? Nýkomin er frá Reykjavík Miss Sigríður Þormar, dóttir Páls Þormars fyrrum stórkaup- manns á Norðfirði, er Páll sonur Guttorms heitins Vigfússonar frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdai Norður-Múlasýslu, fyrrum þing- manns og skólastjóra á Eyðum, voru þeir bræður Guttormur og séra Einar Vigfússon, sem um eitt skeið var þjónandi prestur hér vestan hafs. I móðurætt er Miss Sigríður náskyld Mrs. Guðrúnu Hall, ekkju Jóns heitins Hall. Svo hún á fjölda ættingja og vina í þessu landi, sem hún býst við að dvelja hjá árlangt. Þeir sem kynnu að óska eftir að ná fundi Miss Sigr- íðar geta gjört það með sam- bandi við heimili Mrs. Guðrúnar Hall, 575 Burnell St. eða Mrs. Margrétar Johnson 1088 Down- ing St. ? ? ? MANNALÁT Á miðvikudaginn þann 6. þ. m. lézt á Grace sjúkrahúsinu hér í borginni, frú Olga Davidson Vopni, 59 ára að aldri, vinsæl kona og félagslynd, var um langt skeið meðlimur í söngflokk Fyrsta lúterska safnaðar, og tók virkan þátt í kvenfélagsstarfsemi safnaðarins; auk manns síns, Halldórs Vopni, lætur frú Olga eftir sig adbróður , John, og hálfsystur, Mrs. Halldór Thorolf- son, og nokkur önnur hálfsyst- kini af seinna hjónabandi föður hennar. Útför frú Olgu fór fram á laugardaginn var að viðstöddu miklu fjólmenni. Séra Valdimar J. Eylands, jarðsöng. ? ? ? Látinn er nýlega hér í borginni rúmlega miðaldra maður, Staf- ford að nafni, er mestan hluta æfi sinnar hafði starfað í þjón- us,tu járnbrautarfélaga, drengur góður og vinmargur; hann lætur eftir sig ekkju, frú Jónínu, dótt- ur Magnúsar Markússonar skálds. Mr. Stafford var iarðsunginn frá Bardals af séra Valdimar J. Eylands. ? ? ? Guðrún Helgason, fyrrum bú- sett í Langruth, lézt nýverið á Almenna spítalanum hér í borg- inni; hún var 89 ára að aldri. Líkið var sent frá útfararstofu Bardals til jarðsetningar í Lang- ruth, og fór hinsta kveðjuathöfn- in fram þar í bænum í dag Séra Valdimar J. Eylands jarð- söng. Guðrún var ekkja eftir Jór.as Helgason, einn af frumherjum íslenzka bygðarlagsins við Lang- ruth. ? ? ? Síðastíiðinn sunnudag lézt á Almenná sjúkrahúsinu hér í borginni, jnerkis konan frú Hall- dóra Bardal, ekkja Páls S. Bar- dals útfararstjóra; hún var 79 ára að aldri, er dauða hennar bar að. Frú Halldóra kom til þessa lands af Islandi árið 1876. Hún giftist Páli S. Bardal 1882, og áttu þau hjón lengst af búsetu í Winnipeg, að undanteknum nokkrum árum í North Dakota. Frú Halldóra var ættuð af Fljóts dalshéraði, dóttir Björns Péturs- sonar, er fyrstuir gaf sig við unitaratrúboði meðal íslendinga vestan hafs; hún tók um langt skeið áhrifamikinn þátt í kven- félagsstarfsemi Fyrsta lúterska safnaðar, og þótti jafnan liðtæk að hverju, sem hún gekk. Frú Halldóra lætur eftir sig þrjár dætur: Mrs. G. Finnboga- son, Mrs. H. F. Czerwinski og Mrs. H. R. McMillan; einnig eru þrír synir á lífi: Páll fylkisþing- maður og Oliver, búsettir í Wpg. og Dr. Sigurgeir í Shoal Lake, Man. Bróðir frú Halldóru, Ólatur læknir, er látinn fyrir fáum árum hér í borginni, en bróðir hennar, Sveinn, er enn á lífi, búsettur í Seattle, Wash. Frú Halldóra var jarðsungin frá Fyrstu lútersku kirkju í gær af séra Valdimar J. Eylands, að viðstöddu miklu fjölmenni. Á mynd þessari getur að líta einn af hinum risafengnu skriðdrekum 8. brezka hersins í sigursókn sameinuðu þjóðanna í Tunisíu. Séra Sigtryggur Guðlaugsson áttræður Að Núpi prúðan gest að garði bar, sem giftudrjúgur reyndist fjarða-sveit; um veg hans lýsti vökul þrá og heit, og vin sinn hitti spurul æska þar. Um unga sái bárst andans guðasvar og ilmur blóms um þyrstan moldarreit. Hans æðsta mál að kenna kristinn sið var köllun hans, og stærsti áfanginn. Hver messutíð var taug í himininn, sem tryggði mestan þrótt og dýpstan frið. Og því var hlýtt um önnur iðjusvið að auðmýkt þjóns, sem dáir herra sinn. Fjölhæfur andi, fránn og svifasnar i fræi smáu lífsins víddir sá. — í söngsins ríki dvaldi dreymin þrá við dýrð, sem óx því meir sem skynjað var. ,' — Um mátt og fegurð merki lífsins bar jafnt minnsta fræ og stjörnudjúpin blá. Með landnámsþrótt og ljóssins tignu ró hann leiðsögn tók í málum æskunnar: Að rækta sál og sveit, sem vanrækt var, og vekja skilning þar, sem deyfðin bjó. Til verka þeirra veittist orka nóg, þó væri örðug sóknin hér og þar. I véum skólans var um neistann sinnt, sem verða skyldi í framtíð þroskabál. Goðborin alúð gaf að unglingssál þann gaum, er vilja fékk til starfa hrinnt; úr læðing duftins leysti andans mynt, svo læddist námsins tign um sjón og mál. Frá litlum sal barst ljós, í starfi og söng, og lengi þráður tónn um kalda þögn. Með þekking, trú og kjark sem kennsiugögn varð komizt af með lítil ytri föng. — Nú gnæfir glerksins ötul iðja og ló>ig sem orkustöð um lífsins gróðurmögn. Og hlíðarhvammi vilji vökumanns, með vorsins dísum gróðurskikkju óf af sömu hyggju og til gullsins gróf, sem glóa skal í sögu Vesturlands. I ilmi Skrúðs, í æfi Núpsskólans býr andi foringjans, sem störfin hóf. Aldraði jöfur, enn á lífið skyggn; í óði veikum þiggðu goldið hrós. Enn vökvi margan hnípinn hlyn og rós þinn hlýi æfistraumur, tær og lygn. Enn hljóti vöxt þín hreina eðlistign við haustsins mánaskin og stjörnuljós. Gísli H. Erlendsson Kirkjuritið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.