Lögberg - 25.11.1943, Page 5

Lögberg - 25.11.1943, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1943, S menningaralrf íslending^, en skrifari félagsins, sem ekki átti kost á að undirbúa mál sitt, tal- aði blaðlaust og mætti kalla mál hans, frá auðn til sigurs. Eftir þessu ræðuhöld tók fund- urinn við málinu. Margir tóku til máls, á meðal þeirra G. J. Olason, Alex Johnson, J. A. Walters, Guðmundur Johnson og maður hvatlegur, nokkuð við aldur. Þekkti allvel til fornrita vorra og kom vel fyrir sig orði en eg náði ekki í nafn hans. Eftir alllangar og ítarlegar um- ræður var samþykkt að mynda Þjóðræknisdeild fyrir alla Arg- yle byggð og þrjátíu manns rit- aði sig inn í deildina þá tafar- laust. Embættismenn deildarinn- ar voru kosnir, forseti Egill H. Fáfnis, ritari G. J. Olason, fé- irðir Tryggvi Johnson, en vara- forseti B. S. Johnson. Þegar hér var komið var orðið nokkuð framorðíð kvelds og fólk fór að tínast í burtu og þótti okkur það leiðinlegt, því enn var ekki lokið því sem gjöra þuríti. En mér var sagt að fólk það hefði sýnt þrek og þolinmæði í því að sitja svo lengi, því önnur samkoma var haldin það sama kveld á Baldur. Minningarhátíð landnem anna, sem allir er vetlingi gæti valdið sæktu. Var því nefndar- mönnum þeim sem kosnir voru falið að fullgjöra það sem ólokið var á deildarfundinum. Máli þessu er nú að mestu lokið það sem eftir er, er að þakka konunum í Argyle fyrir höfðing- skap þann og rausn er þær sýndu í þetta sinn, eins og þær hafa gjört svo oft áður, að bjóða öllum fundarmönnum og konum til veislu er þær höfðu búið þar á staðnum endurgjaldslaust. Þjóðræknisdeildin í Argyle er mynduð og stofnsett að vilja og ráði byggðarmanna sjálfra, og í í þeirra andrúmslofti á hún eftir að vaxa og þroskast. Svo þakka eg í umboði Þjóð- ræknisfélagsins forsetans og mínu nafni, Argyle búum fyrir höfðinglegar og drengilegar við- tökur. J. J. Bíldfell. Wartime Prices and Trade Board Sala á sælmeli. Félög, sem vinna fyrir kirkj- ur og góðgerðastofnanir mega nú þiggja gjafir af heimatilbúnu jam og jelly eða hunangi til eigin neyzlu eða til þess að selja; samkvæmt tilkynningu frá W. P. T. B. Félög, sem þiggja slíkar gjafir til sölú, verða fyrst að fá leyfi frá Local Ration Board til þess að selja jam, jelly eða hunang án þess að innheimta D seðla. Þessum skrifstofum er einnig fal- ið á hendur að sjá um að þetta leyfi verði ekki misbrúkað. Þeim er því gefið vald til þess að neita um leyfi ef þeim svo sýnist. Látið ekki hjá líða að hlusta á íimtudagskvölds útvarpið CKRC-9.15 til 9.30 OG CKRO NOV. 18- -Mrs. J. C. Irvine "Naiional Objeciives" NOV. 25--R. D. Guy, Jr. "Looking io ihe Fuiure" Þetta eru fjórðu og fimtu ræðurnar í hinum reglu- bundna fimtudagskvölda flokki: BRACKEN BROADCASTS Veitið athygli auglýsingum um aðra ræðumenn í þess- um útvarpsflokkum. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota B. S. Thorvardson Arborg, Man Arnos, Man. ..K. N. S. Friðfinnson ^ Baldur, Man Bantry, N. Dakota ...Einar J. Breiðfjörð t Bellingham, Wash Blaine, Wash Brown, Man Cavalier. N. Dakota B. S. Thorvaldson Cypress River, Man O. Anderson Edinburg, N. Dakota Páll B. Olafson . .Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimll, Man Glenboro, Man Halison, N. Dakota Hnausa, Man Husavick, Man ,.K. N. S. Friðfinnson Ivanhoe, Minn ..Miss Palina Bardal Langruth, Man John Valdimarson iÆsile, Sask Minneota, Mliui, — • • - JUaa Palina Bardal Mountain, N. Dakota Otto, Man Point Roberts, Wash Reykjavík, Man i Riverton, Man . K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash Selklrk, Man Tantalion, Sask. Ppham, N. Dakota ..Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man Westbourne, Man J6n Valdimarsson Winnipeg Beach, Man $555555555555555555555555555$555555555555$555555555555555$55555555$5555555555$S Leyfið fæst ekki nema með því skilyrði að vörurnar verði seldar án þess að innheimta seðla af þeim sem kaupa. Leyfið á aðeins við gjafir frá neytendum (consumers). Neyt- endur mega einnig vera fram- lóiðendur, eins og t. d. menn sem hafa býflugnabú og gefa frá sér eitthvað af hunangi, sem þeir hafa ætlað sjálfum sér til heimil- isleyzlu. Spurningar og svör. Spurt. Mig langar til að sauma barnaföt upp úr gömlum nær- fötum af fullorðnum. Hvar get eg fengið tilsögn? Svar. Ef þú vilt skrifa Consum- er Branch, Power Bldg. Winni- peg, þá þykir þeim vænt um að leggja til allar nauðsynlegar upp lýsingar. Spurt. Ep nauðsynlegt að fylgja klæðnaðarreglugerðum W. P. T. B. þegar sniðið er upp úr gömlu? Svar. Nei. Reglugerðirnar eiga ekki við þegar gamalt efni er notað í fatnað. Spurt. Eg hefi þrjú herbergi hrein og skemtileg, sem eg leigi út, en fólkið sem býr í þeim er sí kvartandi. Þó hitinn sé 76 stig á mælinum þá finst þeim kalt. Þau hafa rafmagns “heater” sem altaf er notaður og ljósin loga um alt. Þau gera okkur ónæði snemma á morgnana og hvenær sem er að nóttu til. Mér finst leigulögin ættu að vernda hús- ráðendur ekki síður en leigjend- ur. v Svar. Ef íbúðin sem þú leigir út er pártur af húsinu sem þú býrð í, ef þið notið sömu inn- gangsdyr eða sama baðherbergið eða einhver önnur þægindi, þá getur þú sagt þeim upp íbúðinni samkvæmt lögum fylkisins. Ef íbúðin er leigð mánaðarlega þá er nóg að gefa eins mánaðar fyr- irvara. Spurt. Eg komst ekki í búð síð- ast þegar smjörseðlarnir féllu úr gildi, og símaði því verzluninni og pantaði smjör. Daginn eftir ætlaði eg að sækja smjörið, en kaupmaðurinn vildi þá ekki taka gömlu seðlana. Eg hélt því f-ram að smjörið hefði verið pantað áður en seðlarnir féllu úr gildi. Hver okkor var réttur? Svar. Kaupmaðurinn hafði rétt fyrir sér. Það er ekki álitið að skamtaðar vörur séu seldar fyr en búið er að afhenda seðlana. Verzlanir eiga að innheimta seðla um leið og vörurnar eru seldar. og mega ekki þiggja seðla sem eru gegnir úr gildi. Spurt. Eg keypti tveggja punda glas af hunangi um daginn og varð að láta af hendi þrjá D seðla. Eg kvartaði um þetta en mér var sagt að eg hefði rangt fyrir mér. Viltu gera svo vel að segja mér hvað er rétt? Svar. Þú hafðir rétt fyrir þér. Það þarf ekki nema einn D seðil fyrir pund nf hunangi. Þú keyptir tvö pund og áttir því ekki að láta nema tvo seðla. Þú sagðir okkur hvaða verzlun þetta var og það er verið að rannsaka málið. Spurt. Eg fékk ekki nema eina dós af garðmat þegar niðursoðnu ávextirnir fengust fyrir skömmu. Fæst ekki nema ein dós í einu? Svar. Kaupmenn verða að fara mjög varlega með allar vörur sem skortur er á, til þess að sem flestir af viðskiptavinum þeirra geti fengið dálítið og dreyfing verði sem jöfnust. Þeir ráða því sjálfir hvernig þeir fara að skifta niður vörunum. Spurt. Eg varð að borga 40 cent fyrir 10 pund af beets. Er þetta ekki of hátt verð? Svar. Jú. Hámarksverð hjá smá sölum er 3% cent pundið eða 3 pund fyrri 11 cent. Þakka þér fyrir að segja okkur nafn kaup- mannsins. Málið verður rannsak- að. Spurt. Hvað á að gera við skömtunarbók númer tvö þegar búið er að nota seðlana úr henni? Svar. Allir seðlar í skömtun- arbók númer tvö, falla úr gildi 31. des. 1943. Ef nokkrir ónotað- ir seðlar eru eftir í henni þá er bezt að eyðileggja þá og bókina með. Spurt. Hvenær falla niðursuðu- sykurseðlarnir úr gildi?- Svar. Þessir seðlar falla úr gildi 31. des. 1943. Kaffiseðlar 22 og 23, Smjör- seðlar 28 og 39, og kjötseðlar 27 ganga allir í gildi 25. nóv. Smjörseðlar 34, 35, 36, 39 og kjötseðlar 22, 23, 24, 25 falla úr gildi þriðjudaginn 30. nóv. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Gunnar Einarsson fyrv. kaupmaður, nírœður Gunnar Einarsson fyrv. kaup- maður á níræðisafmæli í dag. Hann er enn við góða heilsu, en er hættur störfum fyrir aðeins fjórum árum síðan. 86 ára gam- all starfaði hann á skrifstofu h.f. Ásgarðs hjá syni sínum Friðrik kaupmanni. Þegar menn hittu hann þar, var altaf skapið jafn létt hjá Gunnari, og hafði hann jafnan einhver gamanyrði á vör- um. Slíkt léttlyndi lengir vafa- laust æfi manna. Æfi þessa mæta og vinsæla kaupsýslumanns hefir verið merkileg á marga lund. Hann er, eins og allir vita, sonur hins merka framfaramanns Einars Ásmundssonar í Nesi. Einar hugsaði ' þessum syni sínum óvenjulegrar æfibrautar. Átti Gunnar að læra til prests í kaþólskum sið, og sigldi til náms nokkru áður en Jón Sveinsson var sendur utan í sömu erindum. Gunnar var við nám á kaþólsk- um skóla í Danmörku, en átti síðan að fara til Frakklands. En þá braust út styrjöldin milli Frakka og Þjóðverja. Vildi Ein- ar í Nesi ekki að hinn ungi sonur hans færi til Frakklands meðan styrjöld væri og róstur í landinu. Hætt iGunnar því við prests- námið, og gerðist verzlunarmað- ur, var við verklegt verzlunar- nám á Langalandi, en gerðist síðan starfsmaður Gránufélags- ins, er þá var komið á legg, undir forystu Tryggva Gunnarssonar. Var Gunnar aðstoðarmaður Tryggva í mörg ár, á Akureyri á sumrin, en vann á skrifstofu félagsins í Höfn á vetrum. Fyrir 53 árum setti hann upp verzlun á Hjalteyri við Eyja- fjörð, en tengdafaðir hans Frið- rik Jónsson á Ytri-Bakka hafði haft leyfi til verzlunar þar, en lagt litla stund á hana. Árið 1896 tók Gunnar sig upp af Hjalteyri og flutti til Reykjavíkur, bygði stórhýsi, eftir þeirra tíma mæli- kvarða, í Kirkjustræti og rak um skeið mikla og margþætta verzl- un. Árið 1910 lét hann af verzl- un, en var um nokkurt skeið starfsmaður hjá frænda sínum Garðari Gíslasyni, unz Friðrik sonur hans og annað frændalið óskaði eftir að njóta starfskrafta hans. í öllum viðskiftum var Gunnar með afbrigðum vandaður og vel- viljaður maður gagnvart öllum, sem við hann skiftu. Starfið mun honum jafnan hafa verið hug- leiknara en fjárhagslegur ágóði. Þó hann hætti við að gerast prestur, hélt hann kaþólskri trú sinni, og var um nokkurt árabil eini kaþólski Islendingurinn hér á landi. Börn sín ól hann upp í þeim sið, og hefir nú níræður þá ánægju, að sonur hans Jóhannes er vígður biskup kaþólskra hér á landi. Gunnar er til heimilis á Öldu- götu 52 hér í bænum. ÞÓ hann geti ekki átt von á heimsóknum margra jafnaldra sinna á þess- um hans afmælisdegi, þá munu margir gleðja hann með því að rétta honum höndina í dag, þakka honum gott samstarf, hlýtt hugarþel, drengileg við- skifti og margar glaðar stundir. V. St. Eina leyndarmálið, sem konan kemst ekki undan að varðveita vel, er leyndarmálið um eigin aldur. * * * í augum ungrar stúlþu. sem elskar og er elskuð, er alt annað MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR einskis virði. * * * Aðeins ein hjón af þúsund lifa ' það að geta haldið upp á gull- brúðkaup (50 ára hjúskaparaf- mæli). BUSINESS EDUCATION DAY OR EVENLNG CI.ASSES To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone us. Ask for a copy of our 40-page illustrated Prospec'tus, with which we will mail you a registratiön form. Educational Admittance Standard To our Day Classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For Evening Classes we have no edu- cational admiltance standard. AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air- conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. TELEPHONE 25 843 SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG I iTorfumst í augu við staðreyndir. Syphilis og Gonorrheoa eru sjúkdómar, sem hnekkja stríðssókn Canada og veikja heilbrigði þjóðarinnar. Það er kominn tími til að draga þessa háskalegu kvilla fram í dagsljósið, og heyja við þá opinbera baráttu. Útbreiðsla kynsjúkdóma má ekki fara í vöxt vegna vöntunar á skynsamlegri fræðslu. Sigursæl herför gegn kynsjúkdómum innibindur sjö meginatriði: 1. Ábyggilegar upplýsingar viðvíkjandi kynsjúkdómum. 2. Að fólk fái að vita um staði þar sem sjúkdómseinkenni séu rann- sökuð og læknisaðgerðir fyrir hendi. 3. Blóðkönnun á undan giftingu. Blóðkönnun á undan fæðingu. 5. Að hrinda í fram- kvæmd reglubundinni blóðkönnun af einkalækni hvers einstakl- ings. 6. Að koma í veg fyrir skottulækningar. 7. Að útiloka sölusamræði. Orsakir, útbreiðsla og læknisaðgerðir á Syphilis og Gonorrhoea, eru skýrðar að fullu í bókinni — “With These Weapons”. Þér getið fengið ókeypis eintak af áminstri bók, ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum, hjá Depart ment of Health and Public Welfare, eða Young Men’s Section, winnipeg Bord of Trade. þarf að vera sagt frá því Tris adveriisemeni sponsored by CITY HYBRO

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.