Lögberg - 23.12.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.12.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines • , „A . * atv For Belter 0Oí- n Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines lot rers •^SSí -4 cot- • J v^"'4 Service and Satisfaction 56 ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1943 NÚMER 51 I herþjónustu Lieut. Skúli Walter Lindal Skúli Walter er fæddur við Leslie, Sask., 31. janúar árið 1919, hann er sonur Ingu heitinnar Torfason Lindal og Ágústs Lin- dal, bróður þeirra Lindals dóm- ara og Hannesar kornkaupmanns Skúli gekk í herþjónustu í okt. 1942, og hefir nú vegna upp- findinga og sérþekkingar á því, er að byssum og öðrum vopnum lýtur, hlotið Lieutenantstign; hann er sem stendur í Washing- ton að tilmælum Bandaríkja- stjórnar. Tvíburabróðir Skúla, Jakob Björgvin, kom austur yfir haf í sept. 1942. UNGUR OG EFNILEGUR ÍSLENDINGUR íslenzkir stúdentar í Bandaríkjunum. P.F.C. Oddur Allan Oddson Þessi glæsUegi piltur er aðeins 19 ára að aldri; hann er fæddur og uppalinn í grend við bæinn Lundar hér í fylkinu, og er sonur þeirra Mr. og Mrs. Oddur H. Oddson; rekur faðir hans bygg- ingaiðn í stórum stíl í Chicago. Oddur Allan er nú í stórskota- liði Bandaríkjanna, og var sæmd- ur verðlaunapeningi fyrir fram- úrskarandi frækni í skotfimi. FALLINN í HERÞJÓNUSTU. Hilmar Kristjánsson, Californíu háskóla; frú Anna Ó. Kristjánsson, Berkley; Styrmir Proppe, Wasington háskóli; Thor Guðjónsson, Washington háskóli; frú Elsa E. Guðjóns- son, Washington háskóli; frú Kristbjörg E. Eiríksson og Mr. Benjamín Eiríksson, Minnesota; ungfrú Inge Eiríksson, Illinois háskóla; Vigfús Jakobsson, Washington háskóla. Sagan sjálf Eins og flestir munu nú gera sér grein fyrir, var I. bindi að “Sögu íslendinga í Vesturheimi” að miklu leyti inngangur að sög- unni sjálfri, sem fræðimönnum seinni tíma mun þykja bæði merkilegur og þýðingarmikill: “Varðar mest til allra orða að undirstaðan rétt sé fundin.” Þetta valdi höfundurinn að einkunnarorðum fyrir alt verkið, og það er víst — ef nokkuð er víst — að hann hefir fundið rétta undirstöðu undir sögu vestur- flutninganna. Því er eins varið með þetta verk og “Egils sögu Skallagríms- sonar” eftir prófessor Sigurð Nordal; þar er formálinn 105 blaðsíður, en sagan sjálf 300 blað- gíður; þykir víst flestum því rúmi vel varið, sem formálinn fyllir. 1 öðru bindinu er skemti- lega og skilmerkilega greint frá vesturflutningum sjálfum; ferð- unum lýst og frá ýmsu sagt, er skeði, ýmist hlægilegu eða grát- legu. Þá eru í þessu bindi sagðar sögur ýmsra bygða frá byrjun til enda — eða til þessa dags. Má þar á meðal nefna; Utah- bygðirnar, Brasilíu-bygðirnar, Rosseau-bæ og Muskoka-bygðirn ar, Kinmount þorp og Marklands bygðina. Svo er skýrt frá flutningunum miklu að sunnan og austan hing- að norður, þegar Nýja ísland hafði verið valinn til varanlegs bústaðar íslendingum. Þegar til Winnipeg kom klofnaði hópur- inn, fór meginhlutinn til Nýja íslands en hitt varð eftir í Winni- Peg- Frásögnin um þessa söguríku ferð endar á þessa leið, en þá var loksins lent að Gimli. “Um kvöldið gengu menn fram og aftur um sandrifið til að rétta úr sér, og voru hinir ánægðustu yfir því að loks var þessi lang- ferð á enda. EMBÆTTISMENN "FRÓNS" Á ársfundi þjóðræknisdeildar- innar “Frón”, sem haldinn var í Goodtemplarahúsinu þann 16. þ. m., voru eftirgreindir menn kosnir í embætti fyrir næsta ár: J. J. Bíldfell, forseti. Stefán Einarsson, vara-forseti. Sigurbjöm Sigurðson, skrifari. Hjálmar Gíslason, vara-skrifari Jochum Ásgeirsson, féhirðir. Davíð Björnsson, vara-féhirðir. Sveinn Pálmason, fjármálarit- ari. Karl Jónasson, aðstoðarfjár- málaritari. J. Th. Beck og Grettir Leo Jóhannson, endurskoðendur. CHURCHILL LIGGUR í LUNGNABÓLGU. Útvarp og fréttablöð hafa und- anfarna daga skýrt frá því, að Churchill forsætisráðherra lægi í lúngnabólgu einhversstaðar aust- ur í löndum; nú herma nýjustu Tvær íslenzkar stúlkur vinna námsverðlaun Um nóttina létu þeir fyrirber ast á langskipum sínum. íslendingar voru lentir með fregnir, að forsætisráðherrann sé Emily Una Johnson Þessi gáfaða stúlka er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Tryggvi John- son í Glenboro-bygðinni; hún er 2. árs nemandi í búvísindum við Manitoba-háskólann, og hefir ver ið sæmd $650 námsverðlaunum. Krisiín Cecelia Anderson Þessi efnilega stúlka er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Eiríkur Ander son að Baldur. Hún hlaut í ár $325 námsverðlaun fjórða árs í heimilishagfræði við Manitoba- háskólann. heilu og höldnu á eyðiströnd síns nýja lands. En fyrsti vetrardagur var að morgni.” Þetta er vel endað. Það er eins og eitthvað djúpt og gagntakandi dyljist á bak við síðustu setning- una: “En fyrsti vetrardagur var að morgni.” Um 400 eintök seldust af I. bindinu, er það mesta sala sem nokkur íslenzk bók hefir haft hér vestra um fjöldamörg ár að und- anförnu. Þetta bindi verður enn- þá vinsælla en hitt ef dæma má eftir því hversu mikil er eftir- spurn nú þegar. í einni bygð t. d. tók sig til öldruð kona, fór bæ frá bæ um alla bygðina og seldi bók á hverju heimili. Sendið pantanir til J. J. Swan- son, Avenue Block, Winnipeg. Sig. Júl. Jóhannson. Andlátsfregn. Miðvikudaginn 17. nóv. s. 1. andaðist á sjúkrahúsi í Beliing- ham, Wash., Stefanía Eiríks- dóttir Hjálmson, rúmlega 79 ára gömul. Hún var fædd í Skagafjarðar- sýslu á Islandi 21. okt. 1864. Dótt- ir Eiríks Hjálmarsonar og Lilju Stefánsdóttur. Hún fluttist til Vesturheims ár ið 1883. Stefanía sál. var vel greind og mjög bókhneigð kona, enda vel fróð um íslenzkar bók- mentir og mjög skír í samtali. Hún átti við mikið heilsuleysi að stríða í mörg hin síðustu ár æfi, sinnar, en bar það alt með þolinmæði og hugprýði. Stefanía var af góðum ættum komin og mun hafa átt nokkur náin skyld- menni bæði í Canada og Banda- ríkjunum sem hana lifa.-, Hún var jarðsungin af séra Guð mundi P. Johnson, laugardaginn 20. nóv. frá útfararstofunni í Blaine, og lögð til hinztu hvíldar í aðalgrafreit bæjarins. kominn yfir örðugasta hjallann, og sé á ný farinn að gefa sig við ýmissum þeim stjómarstörfum, sem mest kalla að. Síðastliðinn sunnudag var í kirkjum víðsvegar um brezka veldið, beðið fyrir því að hinn mikli þjóðskörungur mætti fá skjóta heilsubót. The first Luth Ýoung Peoples Society, are having a Concert in the Church Parlors on Des. 29th at 8.15 p.m. Admission 35 cent. Kveðja að heiman Reykjavík, 21. desember 1943. Eftirfarandi símskeyti barst Gretti L. Jóhannssyni á þriðjudaginn: “Gerið svo vel að flytja Þjóðræknisfélaginu og öilum Vestur-Islendingum innilegar hátíðakveðjur.” Árni G. Eylands, forseti Þjóðræknisfélags íslands. SÍÍ5ÍÍÍÍJS5ISSÍKÍ5ÍÍ55ÍÍ5ÍÍ5ÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍ5ÍÍ5JÍÍ5ÍÍÍÍSÍÍÍÍ5ÍÍÍÍSÍÍÍSSÍÍKÍ5ÍÍ5S5 Jólin Minningarorð Pilot Officer Wm. H. Eager Frú Jóhönnu Eager, 151 Ferndale Ave., Norwood, hefir nýverið borist frétt um það, að sonur hennar, Pilot Officer Wm. H. Eager, hefði látið líf sitt í herþjónustu þann 16. þ. m. í fyrra mánuði var þessi frækni flugmaður, sem var aðeins 23 ára að aldri, sæmdur heiðurspeningi fyrir frækilega framgöngu. Jólin í Fyrátu lútersku kirkju Aðfangadagskvöld jóla kl. 7. Jólatréssamkoma sunnudagaskólans. Jóladaginn kl. 11 f. h. (laugardag). íslenzk hátíðarguðsþjónusta. Annan jóladag (sunnudag). Hátíðarmessa á ensku kl. 11 f. h. Jólasamkoma eldri deilda sunnudagaskólans kl. 7 kemur í stað hinnar venjulegu guðsþjónustu það kvöld. Miðvikudaginn, 29 desember. Jólasamkoma ungmennafélagsins, kl. 7,30 e. h. Þann 14. desember 1942 lézt á Grace spítalanum hér í borginni, Helgi Johnson, sem heima átti að 1983 Elgin Ave., drengur góð- ur og vinmargur. Helgi var fædd- ur í Hlíðarhúsum í Jökulsárhlíð; foreldrar hans voru þau Jón Arn- finnsson og Sveinbjörg Sigmunds dóttir; mæt hjón, er þar voru lengi búandi. Árið 1902 kvæntist Helgi og gekk að eiga Guðríði Einarsdóttur frá Torfastöðum í sömu sveit; fluttust þau vestur um haf árið eftir og dvöldu um hríð hjá Birni bróður Helga, sem kominn var til Vesturheims tveim árum áður; ári síðar fluttu þau Helgi og kona hans til Winni- peg, þar sem hann þá þegar gekk í þjónustu J. T. Goodman, sem stundaði í stórum stíl mjólkur- framleiðslu í grend við borgina; vann Helgi þar stöðugt jafnan síðan meðan heilsa og kraftar leyfðu; naut hann í starfi sínu almanna hylli sakir trúmennsku og prúðmannlegrar framgöngu. Systkini Helga eru þrjú: Björn, búsettur á Lundar, kvæntur Önnu Jónsdóttur Pálssonar frá Árnastöðum í Loðmundarfirði; Margrét, gift Magnúsi Jóhannes- syni frá Hrappstöðum í Vopna- firði, og Arnfinnur, ókvæntur. Þau Helgi og Guðríður eign- uðust eina dóttur, Gróu Sigríði, sem ávalt hefir dvalið í heima- húsum, auk þess sem þau tóku til fósturs og gengu í góðra foreldra stað, Loyd W. Johnson. Öllum þeim, sem kynntust Helga heitnum varð vel til hans, því hann var falslaus maður og hreinskiptinn, og þess vegna blessa margir minningu hans, eigi aðeins hinir nánustu ástvinir, heldur fjöldi annara samferða- manna. Útför Helga fór fram frá Bar- dals, þann 17. des. Séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. Um skammdegis nótt, alt er heilagt og hljótt, frá húminu rennur upp sól, því fæddur er hann, sem oss friðþæing vann og frelsið við kærleikans stól. Alt vanheilt og smátt, finnur vekjandi mátt, og villan og hjátrúin flýr. Við orðið hans nýtt, sem að bendir oss blitt, og böli til fagnaðar snýr. Og enn skína jólin, með sannleikans sól, og sigur við daganna stríð, á aldanna skeiði þau lýstu oss leið, og lyftu á reynzlunnar tíð, þó streymi nú tárin, með svíðandi sár. og syrti oss stundanna höf 1 vonblíðum friði með lífgjafans lið, vér lútum að jólanna gjöf. M. Markússon. Geymir þú sól? \ Um blóðug, vonlaus tár er sérhver saga, og sortnar jörð af rústum styrjar-elds. Geymir þú, sól, í djúpi þinna daga daggvotan blómhnapp eilífs friðarkvelds? Öll jarðar kvein að fótskör himins falla svo fast, að tryltur brimgnýr verður þögn. Öll skepnan kvelst, — við blóði stokkinn stalla er stöðugt fórnað hverri lífsins ögn. Er eini veruleikinn synd og sorgir? Er sólbraut ástar nýrra kvala hlið, — guðsríki draumur barns og skýjaborgir, sem blika dauðakuldans tekur við? Frá oss er tekin tregabótin nauma, — nær tekur enda skelfinganna nótt? Ó, irís þú yfir dölum jarðlífs-drauma, dýrðlegur morgunljómi, en komdu fljótt.! Ó, sól, vér mænum yfir ógnar-strauma, — ótti og þrá til skiftis halda vörð: Geymir þú enn í djúpum þinna drauma dýrð bak við Hel og réttlæti á jörð? Jakob Jóh. SmárL Eimreiðin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.