Lögberg - 23.12.1943, Side 6
14
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1943
IVA
Eílir Gösla af Geijerslam.
Hann fór á fætur og leit út.
“Hvað er þetta?” spurði Anton, hálfsofandi.
“Úlfar,” svaraði Iva. “Eg held að eg ætti að
skjóta á þá.”
“Það er ekki þess vert að eyða skoti á.þá,”
sagði Anton, og sneri sér í rúminu og féll í
fasta svefn.
Nístandi kalt næturloftið smaug í gegnum
Iva, eins og þúsund nálar. Hann gat ekkert séð
nema fjóskofan, og dökkan skóginn. Hann gat
aðeins greint fjöllin fyrir ofan, eins og óendan-
lega hvítu, sem samlagaðist loftinu, og fáeinar
stjörnur sem sáust óglögt gegnum hrímþokuna.
Norðurljósa blossum brá fyrir sem snöggvast,
meðan hann stóð úti, en hurfu jafnskjótt.
“Það er veðrabreyting í aðsigi,” hugsaði hann
með sér, en hann fór inn og lokaði hurðinni.
Barbro sat uppi í fletinu sem hún svaf í, og
horfði á eldinn. Hún var sifjuð og geispaði hátt.
Hárið var farið úr fléttunum og hékk.í flyksum
ofan um hana. Hún hafði vetlinga á höndunum.
Iva lét meiri við á eldinn, settist svo nærri
hlýjunni og horfði á logana.
“Ertu hrædd?” spurði hann BarWo, er úlfa-
gólið magnaðist fyrir utan kofann.
Hún leit upp. Hún var nærri sofnuð aftur.
“Nei, það er rétt eins og eg var vön heima hjá
mér. Þeir góla svona allan veturinn.”
Iva lagðist fyrir aftur, en hann gat ekki sofið
rótt. Hann hrökk upp hvað eftir annað við úlfa-
gólið. Hann óskaði að fjandans úlfarnir væru
ekki svona nærri.
Þeir lögðu snemma á stað morguninn eftir.
Þeim gekk seint eftir óglöggum og krókóttum
götuslóðanum, fullum af snjó og ís. Loftið var
blýgrátt á lit, og stormurinn þeytti upp stórum
skýbólstrum. Það var ekki eins kalt og daginn
áður og kýrnar óðu dýpra í snjónum. Það eina
sem sást voru barlausir skógarnir sem gnæfðu
yfir snjóbreiðuna. Eftir því sem á daginn leið,
varð loftið þungbúnara, og skafbylur stóð fram
af hverjum hnúk og fjallstindi. Allt í einu rak
á nokkra svipi, og svo varð logn á eftir; það
þyngdi meir og meir í lofti, þar til að tók að
snjóa, fyrst með hægð, en kafaldið jókst brátt,
þar til komin var blindhríð. Götuslóðinn fyltist
af snjó og hvarf með öllu, en það var ekki um
annað að gera en halda áfram móti dimmri hríð-
inni og fylgja hestinum, sem fetaði sig áfram á
undan.
Hríðinliélst alla nóttina og versnaði er leið
að morgni, rokið var óstætt, svo nærri lá að
það rifi þakið af selinu. Hvinur, eins og frá
veltandi brimi heyrðist, er ofviðrið braust fram
úr fjallaskörðunum.
Þegar birti var selið alveg undir snjó". Það
var ekki fyr en undir kvöld að þeir komust út,
og byrjuðu að grafa sér göng í gegnum snjó-
skaflana, til að komast út í fjósið og hlöðuna.
Daginn eftir lagði Anton á stað ofan í dalinn.
Hann setti snjóskó á fætur hestsins en hann
sökk samt sem áður ofan í snjóinn, og stund-
um fór hann alveg á kaf í fönnina. Iva fór með
Anton að Svarthamarsvatninu, en skildi þar við
hann og fór yfir vatnið að kofa sínum.
“Þegar hann opnaði kofann, lagði á móti hon
um kalda moldarlyktiriá. Hann stansaði augna-
blik í dyrunum, því einhver beigur við að fara
inn greip hann; því þessi lykt sem lagði á móti
honum, mynti hann á samslags lykt í grafhýs-
inu undir kirkjunni heima hjá honum. Hann
hafði einu sinni komið ofan í grafhýsið og séð
kisturnar sem stóðu þar. fúnar og myglaðar.
Hann kveikti upp í eldstæðinu, og fór að
þurka hvílupokann sinn og ábreiðu, sem hvoru-
tveggja var beinfrosið og snjóugt. Hann tók upp
það sem hann hafði haft með sér og kom því
fyrir. Á borðinu fann hann nokkuð sem gerði
hann steinhissa. Það var skjóðan, sem hann
hafði gefið Nils vasaþjóf, með matnum í, sem
Guttormur skildi eftir hjá honum. Var Nils
auminginn enn á lífi? Hann leit í kringum sig
til að gæta að hvort nokkuð væri horfið. Nei,
allt var eins og hann skildi við það. Gamli
silfurbikarinn stóð á hyllunni óhreifður; en það
skein ekki á hann, eins og áður, hann var grár
eins og blý.
Undir eins og hann var sestur niður, fór að
sækja á hann gamla hugsýkin sem þjáði hann
seinast er hann var þar — stöðugt eirðarleysi.
Hann fór að hugsa um, því hann hefði farið
þangað aftur. Aine? Nei, hann fór þó hann vissi
að hún yrði ekki með í förinni. Kannske að það
hafi verið ástæðan fyrir því að Asmund lét
hana ekki fara, að hann hafði heyrt að hann
ætlaði að vera samferða Anton upp í selið. Hann
hafði ekki hugsað út í hvað fólk mundi segja,
ef hún hefði farið, og hann verið þar.
Hann reyndi að hrysta af sér deyfðina og
fór út til að ná sér í eldivið, sem var undir
þykkri fönn.
“Það kemur áreiðanlega eitthvað fyrir áður
langt líður,” sagði hann eins og við sjálfan sig.
•
• •
Iva veiddi sér rjúpu til matar með því að
setja snörur úr hrosshári inn í smátrjárunna.
Hann fór tvisvar upp í há fjöll til að skjóta
hreindýr. Hann mætti Svein af og til, þegar
hann var að gæta að veiðisnörunum sínum. Þó
Svein setti snörur fyrir fugla og héra, veiddi
hann vanalega ekkert. Hann var enginn veiði-
maður, og snörurnar hans voru illa og óliðlega
tilbúnar, og settar þar sem rhinst var veiði von.
Svein var farið að þykja vænt um Iva, og
fylgdi honum svo tímunum skifti. eins og fylgi-
spakur hundur. Iva skifti sér ekki af því. Svein,
þó lélegur væri, og gæti ekkert talað, en bara
af og til rekið upp hljóðlausan bjánahlátur, var
þó betri en ekkert að hafa hjá sér. Stundum gaf
Iva honum rjúpu eða héra, þá tók Svein í hendi
hans og ætlaði aldrei að verða búinn að þakka
honum.
Vinnumaðurinn á Frette, hafði haft sér til
gamans að kenna Svein að hann ætti að þakka
fyrir sig með því að beygja sig hvað eftir annað,
eins fljótt og hann gæti í nokkrar mínútur. Iva
var að reyna áð láta hann skilja að það væri
vitleysa, en það var árangurslaust. Stundum fór
Svein með Iva heim í kofann hans, en hann
stansaði þar aldrei nema örstutta stund. Þegar
hann fór, stóð hann í dyrunum og beygði sig í
ákafa, á sinn skringilega hátt. Iva gat aldrei
fengið hann til að þiggja neitt að eta.
Einn daginn þegar Iva kom heim úr skógin-
um, fann hann Svein sitjandi á viðarkubb fyrir
utan kofann. Hann stóð upp, strax er hann sá
Iva, og byrjaði sínar bjánalegu beygingar. Hann
stakk hendinni ofan í vasa sinn og dró upp úr
honum dálítið smjörstykki og rétti Iva. Það
leit ekki sem best út, grátt af óhreinin^dum, og
alþakið rusli. Iva skildi að hann meinti að
gefa sér þetta, og tók við því, og tók í hendina
á Svein og þakkaði honum fyrir. Svein varð
svo himinlifandi glaður. Varir hans hreifðust, og
hann gat látið heyrast eitthvert óskiljanlegt
buldur.
Iva lét hann koma inn með sér, og vildi gefa
honum að borða. Hann tók sápusteinsketilinn
sem hann hitaði vatn í, og tréfötuna og ætlaði að
hella vatni í ketilinn, en fatan var tóm. Iva
ætlaði út til að sækja vatn, hann náði vatni
þar sem áin rann úr vatninu. Það fraus aldrei
þar allan veturinn í hringiðunni við ármótin.
Þegar Svein sá það greip hann fötuna úr hendi
hans og þaut á stað til að sækja vatnið.
Iva beið lengi eftir honum, en hann kom ekki,
svo hann fór út að gæta að honum, hélt hann
að hann hefði tekið skíðin sín, og væri farinn
heim til sín; nei, það var ekki, skíðin voru þar
sem hann hafði farið af þeim.
*
Það hafði snjóað nóttina fyrir, svo förin eftir
Svein voru skýr í snjónum niður að vatninu,
en engin för sáust eftir hann frá því. Iva
hljóp ofan að vatninu, en þar var engan að
finna. Hann rakti slóðina eftir Svein að vök-
inni. ísinn hafði brotnað og á ísskörinni sáust
að krafsað hafði verið í snjóinn á skararbarm-
inum. Vatnsfatan var á floti úti á vökinni.
Iva stóð sem steinilostinn, honum fanst að
hann heyrði sig hljóða upp. Hann stóð þar fáein
augnablik, aðgætti slóðina nánar og lagðist á
hnéin á vakarbarminn til að reyna að sjá undir
ísinn.
Honum datt í hug að sækja exi og höggva
gat á ísinn, en hann sá strax að það hafði enga
þýðingu. Hann stóð ráðalaus við vökina nokkur
augnablik, og hélt að síðustu heim að kofanum
sínum. Skíði Sveins stóðu þar upp við vegginn,
og húfa hans og vetlingar lágu hjá skíðunum.
Skal hann hafa meint að gera það? Hafði
hann það mikið vit?
Iva fór aftur ofan að vatninu til að ná föt-
unni, sem var á íloti í vökinni og straumurinn
var að reyna að soga undir ísinn. Hann hraðaði
sér heim, faldir eldinn í eldstæðinu, fór svo út
og læsti hurðinni. Hann batt á sig skíðm og
lagði af stað. Honum fanst eins og Svein mundi
koma einhversstaðar að, en hvaðan vissi harin
ekki.
Hann fylgdi slóðinni eftir Svein, en hún var
svo krókótt og úr vegi, því hann hafði verið að
vitja úm veiðisnörurnar, svo hann fór stystu
leið að selinu.
Hann þurfti að fara þangað og segja Barbro
hvað skeð hafði. Hún gat heldur ekki verið
þar ein.
Honum leið illa, það var einhver sár ásökun
sem ásótti huga hans. ,
“Því sótti eg ekki vatnið sjálfur?” Þessi spurn-
ing kom ómótstæðilega í huga hans hvað eftir
annað. “Því í sjálfum djöflinum tór eg ekki
sjálfur eftir því?”
Hann stansaði fáein augnablik til að kasta
mæðinni. Svitinn rann af höfði hans undan loð-
húfunni ofan um enni og kinnar.
Rétt framundan honum var héri í snöru,
fæturnar voru kreftar saman, eins og í krampa-
flogi. Þetta var ein af snörum Sveins. Þegar
Iva kom að selinu, var Barbro úti við fjósið,
að draga frosinn hreindýramosa á sJeða að fjós-
inu.
“Hefurðu séð Svein?” kallaði hún til hans.
r Það var óþolinmæði og gremja í röddinni.
Það var ekkert kvennaverk að draga hreindýra-
mosann inn í fjósið, þar sem hann þurfti að
liggja og þiðna, áður en hægt væri að gefa
hann kúnum.
“Hann er horfinn.”
“Horfinn? Hvað meinarðu?” Hún horfði á
aann með ómildu augnaráði.
“Já, horfinn í vatnið”. Hann sagði henni ailt
sem skeð hafði, skýrt og greinilega.
“Heyrðir þú ekkert?” spurði húri í byrstum
róm.
“Ó-nei, þú hefur víst ekki heyrt neitt —”
Hún fór að gráta þegar hún gerði sér grein
fyrir því hvernig á því stóð að Iva hefði ekki
heyrt neyðaróp hans.
“Hvað á eg að gera, eg get ekki verið hér
einsömul”.
“Eg verð að vera hér, þar til að Anton kemur,”
sagði Iva.
Barbro hélt lengi áfram að gráta, hún skildi
ekki í því að Svein skyldi þurfa að hverfa
svona sviplega. Iva hjálpaði henni við útiverkin,
bera vatn handa kúnum og afla eldiviðar.
“Það er leiðinlegt að láta þig vera að gera
þetta,” sagði hún í hvert sinn er hann gerði
eitthvað. Hann ansaði því engu. Honum leidd-
ist að hún gat ekki látið af að telja sér harm-
tölur og hugsa um Svein.
Um kvöldið, þegar Iva var háttaður lá hann
lengi vakandi í rúminu, hann starði út í dimm-
jna. Stjörnuljósið skein á frosna rúðuna, og
varð bjartara eftir því sem eldurinn í eldstæð-
inu brann út, og dimmra varð inni. Hann heyrði
Barbro, sem svaf úti í einu horninu, vera að
gráta og snökta.
Þegar eldurinn var brunninn út, varð kalt
inni. Iva togaði sauðskinns feldinn sem hann
hafði ofan á sér, upp yfir höfuð sér, og sofnaði
eftir litla stund.
Hann dreymdi að hann væri á gangi úti á
snæviþöktu bersvæði, og að eitthvað væri að
elta sig, sem hann gat ekki syð hvað var. Hann
reyndi að hlaupa en gat ekki, því snjórinn var
laus og djúpur; og honum fanst það sem var að
elta hann væri altaf að færast nær og nær
Hann hrökk upp af þessum óþægliega draum,
og rak-upp hljóð.
“Hvað gengur að þér?” kallaði Barbro
“Mig var bara að dreyma —” svaraði Iva,
og hálfpartinn fyrirvarð sig.
“Sástu hann?” spurði hún.
Hans ansaði henni ekki, en það var sem spurn-
ingin vekti lamandi tilfinningu í huga hans.
“Það bað enginn fyrir honum vesalingsnum.
Hann fær líklega engan frið né ró,” heyrði Iva
hana segja.
Svo fór hún aftur að gráta.
Hann lá og beið eftir því að það færi að lýsa
af degi. Hann heyrði að Barbro var farin að
ganga um á sokkalestunum, hún var að búa
sig undir að fara út í fjósið til að mjólka. Þegar
hún kom út í dyrnar, var eins og hún efaði sig.
Hann sá að hún mundi vera hálf hrædd að fara
einsömul út í hálfdimmuna, og vildi að hann
kæmi með sér, en hann hreifði sig ekki. Hún
lét hurðina hægt aftur á eftir sér og fór.
Nokkrum dögum síðar kom Anton upp í selið.
Hann hafði hest og sleða, til að draga á við og
hreindýramosa. Honum þótti fyrir um það, sem
hafði skeð.
Hann fór að ráðgast um hvað þeir ættu að
gera, og spurði Iva hvort hann hefði í hyggju
»ð fara bráðlega ofan í dalinn. Á leiðinni ofan-
eftir gæti hann komið við á Frette, og skilað til
föður síns frá sér, að senda mann uppeftir í
staðinn fyrir Svein.
Iva hugsaði sig um, sem snöggvast. •
“Það er betra að þú farir sjálfur,” sagði hann.
“Þú getur haft skíðin mín, mér er sama þó eg
verði hér fáeina daga, þar til þú kemur aftur.”
Anton sagði að sér þætti leiðinlegt að hann
væri þar, eins og vinnumaður þeirra, og hló
hálf vandræðalega.
“Eg hef ýmislegt annað gera,” sagði Iva.
Þeir sátu um* stund, og ræddu um hvernig
þetta hefði viljað til með Svein, og hvort þeir
mundu geta fundið líkið, þegar ísa leysti.
“Það fer að verða fátt um hálfvita,” sagði
Anton og hló.
“Þú hefir líklega heyrt að vitlausi Andrés er
horfinn.”
Iva leit hvast á Anton. Hann gat ekki séð neitt
hlægilegt við þetta.
“Er það svo?”
“Já, en enginn veit hvernig það skeði. Hann
losnaði, er allt sem sagt er, og að hestarnir hafi
slegið hann til bana.”
Anton þagði um stund, en sagði svo.
“Eg býst við að Krispinus hafi ekkert þótt að
því. Þú veist að hann er ekki maður sem mundi
vilja fæða neinn, sem ekki borgaði fyrir matinn.”
Iva horfði á Anton, eins og hann skildi hvað
hann meinti.
“Heldurðu virkilega að hann hafi gert það?”
“Ó, eg veit það ekkLEn fólkið hefur sitt álit
á því,” svaraði Anton, og stóð upp til að laga
til brennið í eldstæðinu.
“Það var gott að því leyti sem það var.”
Snemma morguninn eftir lagði Anton af stað
á skíðum Iva, og Barbro og Iva voru tvö ein
í selinu.
Iva fór daginn eftir upp að Slíuhorni til að
sækja hreindýramosa. Það var djúpur snjór,
svo hann tróð braut á undan hestinum, en
hesturinn kom á eftir með sleðann.
Til og frá stóðu spítur upp úr snjónum, sem
höfðu verið settar sem leiðarvísir. Hann lagði
aktaumana upp í sleðann, og lét hestinn ráða
hvar hann fór.
Fyrst frá selinu var yfir sléttlendi að fara.
Stormurinn hafði fleykt snjónum i skafla, svo
að á milli sást til jarðar, bæði á smábirki, sem
snjór og vindur hafði beygt niður, og í sumum
stöðum sást á flesjuþaktan hreindýramosa. í
fjarska sást Graahoane hvítur og hár, sem bar
yfir öll lægri fjöllin. Til vesturs var aðalfjalla-
klasinn, þar sem hvert fjall var öðru hærra, og
hver tindurinn gnæfði yfir annan, þar til að þau
hurfu út í grátt þokuloftið. Þar marraði í sleða
meiðunum á frosnum snjónum, og bjallan á ak-
tyjunum hringdi hvelt og kuldalega. Það var
eins og bjölluhljóðið og marrið í sleðanum hyrfi
út í þessa eilífu þögn allt í kring. Iva kom þangað
sem staur stóð upp úr fönninni, sem sett hafði
verið við stóra hrúgu af hreindýramosa.
Það var að byrja að hvessa, og skafbylur stóð
fram af hvejrjum hól og hæð, sem smá jókst þar
til komin var yfir allt blindhríð.
Iva fór að reyna að grafa niður að mosanum.
í síðasta bylnum hafði lagt þykka fönn yfir
hrúguna, og það svo, að það var ekki nema lítið
af staurnum, sem settur hafði verið hjá hrúg-
unni sem stóð upp úr. Stormurinn magnaðist,
og þeytti snjógusum yfir hann, þar sem hann
var að grafa niður, svo hann ætlaði bókstaflega
að kafna. Þegar hann náði sér og leit upp, sást
ekkert frá fyrir blindhríð. Hesturinn var eins
og lítill dökkur depill í þessu moldviðri. Hann
sneri sér undan veðrinu, og hengdi niður höf-
uðið. Iva fór að grafa ofan í mosahrúguna aftur,
sem var beinfrosin, svo hann gat ekki náð neinu
upp með spýtu, og hepnaðist að síðustu að ná
upp með spítu, og hepnaðist að síðustu að ná
nægilegu hlassi á sleðann. Hann batt mosann
á sleðann, með reipi, og hottaði svo á hestinn
að fara af stað. Þeir brutust áfram í öfærðinni,
og höfðu vindinn á hlið sér. Iva lét hestinn ráða
ferðinni. Iva gekk á eftir sleðanum, bylurinn
og skarin sem vindurinn reif upp, barði hann
í andlitið, þar til það varð-sárt og blæddi úr því.
Þó hesturinn væri ekki nema fá skref á undan
honum, þá sá hann, hann ekki nema af og til.
Honum fór að kólna, hann var orðinn einn
snjóköggull; vetlingarnir beinfreðnir og skórn-
ir fullir af snjó. Hann fleygði sér stöku sinnum
upp á sleðann til að hvíla sig, en hann gat ekki
verið þar stundu lengur fyrir kulda. Hann var
sveittur í andliti, en þó var honum kalt.
Bara að hesturinn fdri nú ekki ranga leið.
Iva fanst að þeir hefðu átt að vera komnir að
selinu fyrir löngu. Hann reyndi að horfa í
kring, ef hann sæi eitthvert kennileiti, en sá,
ekkert nema bylinn og snjöbreiðuna, og heyrði
ekkert nema hvininn í storminum allt í kring í
gljúfrum og fjallaskörðum.
Hann hafði heyrt margar sögur um það,
hvernig drápsbyljir skullu á allt í einu á þessum
slóðum. Hann mundi eftir því, þegar Hans
Skaaraa, fanst helfrosinn á sleðanum sínum,
rétt hjá selinu sínu; og Andrés, sem fraus af
báðar fæturnar fyrir fáum árum, rétt á þeim
slóðum sem hann var nú.
Hann hottaði á hestinn, og reyndi að komast
fram með sleðanum til að ná í taumana, en hann
bara sökk uppundir hendur í snjóinn. Hann
misti hald á sleðanum, svo hann rann framhjá
honum. Hann kallaði og kallaði í hestinn að
stansa, en hesturinn heyrði ekkert fyrir of-
veðrinu, svo Iva sá hestinn og sleðann hverfa.
Hann brölti á fætur, og hljóp allt hvað hann
gat eftir sleðabrautinni, sem fyltist jafnóðum.
Loksins náði hann í sleðann, og fleygði sér upp
á hann, yfirkominn af mæði.
Iva hélt að það væri komið kvöld og farið
að skyggja, því allt var svo óljóst fyrir augum
hans. Hesturinn stansaði, þefaði úr snjónum og
leit til Iva. Iva fór frammeð sleðanum til hests-
ins, talaði til hans og klappaði honum á makk-
ann, og reyndi að fá hann til að halda áfrm.
Loksins sá hann hvað að var. Annar beislis-
taumurinn hafði flækst og herti að munninum
á hestinum. Hann losaði tauminn, fór svo upp
á sleðann og fleygði hreyndýramosanum af
sleðanum í snjóinn; ^vo héldu þeir áfram, Iva
fann nú ekki orðið til fótanna á sér, þeir voru
dofnir af kulda. Hann reyndi að stappa þeim
niður, og slá þeim saman en það dugði ekki,
það var eins og hann gengi á trékubbum, svo
voru fæturnir orðnir algjörlega tilfinningar-
lausir. Af andliti hans rann kaldur sviti. Þeir
fóru yfir breiða sléttu. Á einum stað, þar sem
vindurinn hafði feykt snjónum í burt, sást á ís,
og vissi þá að þeir voru að fara yfir vatn. Hann
fleygði sér aftur upp á sleðann, og sneri bakinu
gegn vindinum. Hesturinn sneri nú í aðra átt, og
fór upp bratta hæð, svo Iva valt af sleðanum.
Hann lá þar ofurlitla stund á grúfu í snjónum.